Laugardagur 08.04.2017 - 08:26 - Ummæli ()

Ásmundur Friðriksson: Frítekjumarkið hækkað í 50 þúsund krónur um næstu áramót

Ásmundur Friðriksson, þingmaður.

Reykjanes sendi þingmönnum þrjár spurningar og bað þá um svör. Þingmenn í Suðurkjördæmi eru 10. Athyglisvert að sumir svara ekki. Hér koma svör Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokks.

Fyrir liggur að ekkert auka fjármagn verður sett í lagfæringar á Reykjanesbraut eða Grindavíkurveg á þessu ári.Fleiri vegi á Suðurnesjum þarfnast mikilla endurbóta. Er hægt að sætta sig við að þessi fjölfarnasti ferðammastaður landsins þurfi áfram að bíða?

Á þessu ári eða nánar tiltekið í næsta mánuði verða boðin út tvö hringtorg við gatnamót Vesturbrautar og Þjóðbrautar á milli Rósaselstorgs og Stekks sem auka öryggi og flæði umferðar verulega. Unnið er að sérstakri úttekt á bættu öryggi Grindavíkurvegar og eiga að liggja fyrir tillögur til úrbóta á næstu vikum og er fyrirhugað að fara þegar í þær endurbætur til bráðabrigða sem nauðsynlegar eru til að bæta öryggi á Grindavíkurvegi og síðan verð farið í hönnun vegarins og endurbyggingu svo fljótt sem verða mál. Vegna þessara mála er mikilvægt að þakka áhugahópum í Reykjanesbæ og Grindavík fyrir baráttu þeirra fyrir auknu umferðaröryggi á Suðurnesjum.

Þá er að hefjast vinna við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krísuvíkurvegar rétt austan við Straum. Þá er viðhaldsáætlun Vegagerðarinnar og fá vegir á Suðurnesjum úr þeim einnig úr þeim. En það þarf aukið fjármagn til þess að við náum í skottið á okkur í viðhaldi og áframhaldandi uppbyggingu innviða og vegakerfis. Þess vegna hefur samgönguráðherra rætt um nýjar leiðir til gjaldtöku til að hraða uppbyggingu. Tillögur munu liggja fyrir á næstu vikum og mánuðum og þá hægt að ræða þá kosti sem upp kunna að koma en tillögurnar miða að því að kostnaðurinn verði aldrei meiri en það hagræði, styttri ferðatími og öryggi sem vegfarendur fá af framkvæmdinni

Misserum saman hefur verið rætt um að innheimta gjald af þeim mikla fjölda erlendra ferðamanna sem kemur til landsins til að standa undir hluta kostnaðar við uppbyggingu vegakerfis og aðstöðu á fjölförnum ferðamannastöðum. Rætt hefur verið um ferðamannapassa, vegatolla, hækkun á gistináttaskatti, komugjöld o.fl. en ekkert gerist.

Hvaða leið vilt þú fara?

Ég hef lengi talað fyrir gjaldtöku ferðamanna  þar sem greitt er eitt gjald inn í landið. Þá leið á ekki að fara samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar og kynntar voru í vikunni, þ.e.a.s. hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna úr 11%  í 22,5% í júní 2018. Ferðaþjónustan mótmælir hækkuninni en með henni fer greinin á sama stað og aðrar greinar atvinnulífsins utan matvöru og veitingastaði. Hækkunin mun þegar hún kemur til framkvæmda hækka ferðakostnað ferðamanns til Íslands um 4,5% samkvæmt upplýsingum sem gefnar voru við kynningu á breytingunni. Hækkunin á aðeins að slá á fjölgun ferðamanna og hafa áhrif til lækkunar gengis krónunnar sem er  of hátt fyrir allar útflutningsgreinar þar með talið ferðaþjónustan. Það er þó óvist að það hafi mikil áhrif á lækkun gengis krónunnar en vextir ættu skilyrðislaust að lækka í kjölfarið.

Vegtollar eða gjaldtaka vegna flýtingu framkvæmda við vegakerfið eru í skoðun en það er alveg ljóst að ef flýta á uppbyggingu vegakerfisins jafnframt því að við leggjum áherslu á viðhald og áframhaldandi uppbyggingu vegakerfisins á landsbyggðinni verður að koma til aukið fjármagn og við verðum að finna leiðina til þess. Það er annaðhvort með sérstökum tekjum eða hækka skatta. Ráðgjafanefnd er að störfum sem skilar af sér á næstu vikum eins og segir í fyrra svari mínu.

Eldri borgarar eru hvattir til þátttöku í atvinnulífinu t.d. með því að taka að sér hlutastarf. Á sama tíma eru frítekjumörk sett í 25. Þúsund krónur á mánuði. Eftir það verður 45% skerðing á greiðslum frá TR, þannig að viðkomandi heldur eftir skatta aðeins um 30% launanna.

Er þetta ásættanlegt?

Kerfisbreytingin sem gerð var um síðustu áramót var ásættanleg og Landssamtök eldri borgara lögðu mikla áherslu að hún næði fram. Þá lá fyrir vegna mikils kostnaðar við kerfisbreytinguna að með henni lækkaði frítekjumark atvinnutekna úr rúmum 100,000 kr. á mánuði í 25.000 en 25.000kr. frítekjumark og 45% skerðingahlutfall var tekið upp á lífeyrisgreiðslur og fjármagnstekjur. Þá lá fyrir að breytingin var kostnaðarsöm en að sama skapi sagt að við fyrsta tækifæri verði frítekjumark atvinnutekna hækkað. Samkvæmt 5 ára ríkisfjármálaáætlun og stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar verður frítekjumarkið hækkað í 50,000 kr. um næstu áramót og verður orðið 100.000 kr. við lok kjörtímabilsins. Það er gríðarlega mikilvæg skref og ég tek undir það sem kemur fram í spurningunni að atvinnuþátttaka eldri borgara er afar mikilvæg og því nauðsynlegt að stíga þessi skref að hækkuðu frítekjumarki sem fyrst.

Greinin birtist fyrst í Reykjanesi.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Kolbrún: Barátta Viðreisnar

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Ekki verður annað séð en að ráðherrar Viðreisnar séu í baráttuhug og ætli ekki að sitja lengur þegjandi undir ásökunum um að vera taglhnýtingar Sjálfstæðisflokksins. Um leið er eins og Björt framtíð sé orðin hálflömuð af meðvirkni í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er hið ráðandi afl. Hið kæfandi faðmlag íhaldsins er að […]

Dagur B. áhorfandi að mengunarhneyksli

Björn Bjarnason skrifar: Nú er ljóst að ekkert var ofsagt hér á þessum stað um fúskið sem einkenndi viðbrögð Veitna, heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og yfirstjórnar borgarinnar vegna mengunarhneykslisins. Nú er ljóst að ekkert var ofsagt hér á þessum stað um fúskið sem einkenndi viðbrögð Veitna, heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og yfirstjórnar borgarinnar vegna mengunarhneykslisins sem fréttastofa ríkisútvarpsins skýrði fyrst frá 5. júlí 2017. Ætlun allra […]

Lilja Alfreðsdóttir gagnrýnir fjármálaráðherra: Þjóðin á betri vinnubrögð skilið

Það vakti nokkra athygli í gær þegar grein eftir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra undir yfirskriftinni „Má fjármálaráðherra hafna krónunni“ birtist í Fréttablaðinu. Sitt sýnist hverjum um skrif ráðherrans og í svargrein sagði Björn Bjarnason Benedikt „fjármálaráðherra á evru-villigötum“. Nú hefur Lilja Alfreðsdóttir fyrrum utanríkisráðherra og þingkona Framsóknarflokks svarað Benedikt í grein í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni „Leiksýning […]

Þóttist japanska forsætisráðherrafrúin ekki kunna ensku til að þurfa ekki að tala við Trump?

Fyrr í þessum mánuði hittust leiðtogar G-20 ríkjanna, tuttugu stærstu iðnríkja heims, á fundi í Hamborg í Þýskalandi. Eftir ráðstefnuna var haldin vegleg veisla þar sem valdamesta fólk heims snæddi saman kvöldverð. Sætaröðunin var á þann veg að Donald Trump Bandaríkjaforseti sat hliðina á Akie Abe, eiginkonu Shinzo Abe forsætisráðherra Japans, einnar helstu bandalagsþjóðar Bandaríkjana. […]

Fjármálaráðherra á evru-villigötum

Björn Bjarnason skrifar: Röksemdafærsla fjármálaráðherra Íslands með vísan til fjármálaráðherra í nítján Evrópulöndum er reist á sandi. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hætti að boða seðlalaus viðskipti eftir að ljóst var að þau áttu hvergi hljómgrunn nema í nefnd sem skilaði honum áliti þar sem afnám seðla með hátt gildi var talið sporna gegn skattsvikum. Í grein […]

Þorbjörn: Sjaldgæft í norrænum samfélögum að ríkisvaldið sjálft ýti undir ójöfnuð

Fjárfestingarleiðin svokallaða er mikið í umræðunni þessa dagana og sitt sýnist hverjum um ágæti þessarar aðgerðar, þar sem Seðlabanki Íslands gerði ríkum Íslendingum kleift að flytja gjaldeyri til landsins og kaupa íslenskar krónur með miklum afslætti. Þorbjörn Þórðarson gerir þetta að umfjöllunarefni sínum í leiðara Fréttablaðsins í dag sem ber yfirskriftina „Tvær þjóðir“. Þorbjörn segir […]

Varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks hjólar í Kára og Gunnar Smára: Hugsa um rassgatið á sjálfum sér

Börkur Gunnarson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í velferðar- og innkauparáði Reykjavíkurborgar lét þá Gunnar Smára Egilsson fyrrum ritstjóra Fréttatímans og Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar Erfðagreiningar heyra það á Facebook síðu sinni í gær. Tilefnið var frétt Eyjunnar um stórviðskipti Kára í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands en þar kom fram að fyrirtæki græddi þrjá milljarða króna […]

Kannski hann ætti að skipta út bjórnum fyrir þorskalýsi

Dr. Kári Stefánsson hefur sent Eyjunni svofellt skeyti í tilefni af frétt fyrr í kvöld um viðskipti Íslenskrar erfðagreiningar gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans: Kannski hann ætti að skipta út bjórnum fyrir þorskalýsi — Svar við fésbókarfærslu Sigmundar Davíðs Bjartur í Sumarhúsum brást ókvæða við þegar kvenfélagið færði honum kú til þess að börn hans fengju mjólk í […]

Kári stórtækastur í fjárfestingaleiðinni: Gengishagnaður yfir þremur milljörðum króna

Kári Stefánsson er sá íslenski athafnamaður sem flutti mest af evrum inn til landsins með afslætti gegnum svonefnda fjárfestingaleið Seðlabankans. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fv. forsætisráðherra bendir á að Kári hafi síðan verið flestum duglegri við að fordæma alla aðra fyrir að vera ekki nógu samfélagslega sinnaðir. Í Markaðnum, viðskiptariti Fréttablaðsins, birtist í morgun úttekt á […]

Eymdin í byggðarkvótanum

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Starfshópur um byggðakvóta kynnti tillögur sínar á fundi á Þingeyri fyrr í vikunni. Breytingum voru settar þröngar skorður, í grautarpottinum er sama súpugutlið og áður og engu kjarngóðu má bæta við það. Aðeins á að hræra aftur og aftur með sömu sleifinni. Nefndarmenn eru ekki öfundsverðir við það starf að finna […]

Kjalvegur í fúlustu alvöru

Eftir Guðna Ágústsson: Ég skrapp á sunnudaginn í fallegu veðri norður Kjöl inn í Kerlingarfjöll og á Hveravelli. Ég var farþegi í lítilli rútu með skemmtilegu fólki, við lögðum snemma upp og ekki vantaði að ferðamennirnir væru komnir á fætur — allt troðfullt á Geysi og við Gullfoss. Við okkur blasti hin mikla fjallafegurð Bláfellið […]

Fjárfestingaleiðin: Ólafur og Hjörleifur gætu innleyst ríflegan gengishagnað

Félag í eigu Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Samskipa, og Hjörleifs Jakobssonar fjárfestis kom með tæplega tvo milljarða króna til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands í desember 2012. Miðað við núverandi gengi gæti félagið innleyst um 809 milljónir í gengishagnað, samkvæmt útreikningum Markaðar Fréttablaðsins, en blaðið skýrir frá þessu í dag í úttekt á fjárfestingaleiðinni. Fjármunir Ólafs […]

Afkoma sveitarfélaga með besta móti

Árið 2016 var gott hjá flestum sveitarfélögum landsins og var afkoma margra mun betri en spáð hafði verið. Af 74 sveitarfélögum landsins hafa 63 skilað ársreikningum en í þeim sveitarfélögum sem skilað hafa ársreikningum búa um 99% þjóðarinnar. Þetta kemur fram í úttekt Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag. Orðið hefur tæplega 24 milljarða króna […]

Mafían mokgræðir á flóttafólki

Ítölsk stjórnvöld hafa eytt hundruðum milljón evra í móttöku flóttafólks sem kemur til landsins sjóleiðina frá Afríku en engu að síður eru aðstæður þess oft bágbornar. Nú hefur yfirgripsmikil lögreglurannsókn leitt í ljós að ítalska mafían hefur fengið í sinn hlut milljónatugi frá ríkinu, fjármagn sem átti að fara til að veita flóttafólki sæmilegan mat […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is