Laugardagur 08.04.2017 - 14:54 - Ummæli ()

Norskir Framsóknarmenn í leiftursókn – Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkur Noregs

Norskir „Framsóknarmenn“ stefna í að margfalda fylgi síns flokks í Stórþingskosningum sem eiga að fara fram í september.

Norski Miðflokkurinn siglir í miklum meðbyr þessa dagana ef marka má skoðanakannanir í Noregi. Norðmenn ganga til Stórþingskosninga 11. september á þessu ári. Nú þegar aðeins sex mánuðir eru til kosninga má greina að spennan er að aukast í norskum stjórnmálum.

Miðflokkurinn telst systurflokkur Framsóknarflokksins á Íslandi. Hann hefur haft á sér yfirbragð flokks hinna dreifðu byggða og einkum sótt fylgi sitt til fólks í sveitum landsins. Við síðustu Stórþingskosningar 2013 fékk flokkurinn alls 5,5 prósent á landsvísu, einungis 10 af 169 sætum á þinginu og lenti í stjórnarandstöðu.

Árið eftir kom til uppgjörs í flokknum. Haldinn var auka landsfundur og skipt um formann. Ungur bóndi og þingmaður flokksins frá Austur-Noregi var kosinn formaður. Hann heitir Trygve Slagsvold Vedum. Aðeins 35 ára gamall varð hann yngsti formaður í sögu flokksins. Lítil merki sáust í fyrstu um að formannsskiptin hefðu áhrif á gengi flokksins, en um síðustu áramót fór eitthvað að gerast. Flokkurinn fór að færast hratt upp á við í skoðanakönnunum.

Trygve Slagsvold Vedum formaður Miðflokksins á landsfundi sem haldinn var fyrir tveimur vikum síðan. Ljósm. af vef Miðflokksins.

Nýjasta könnunin sem birtist í norska Dagbladet nú um mánaðarmótin sýnir Miðflokkinn með 13,4 prósenta fylgi. Ef það yrðu niðurstöður kosninga þá yrði Miðflokkurinn þriðji stærsti flokkur Noregs og fengi 25 þingmenn. Þetta þykja mikil tíðindi í Noregi. Miðflokkurinn stefnir í að verða sigurvegari kosninganna í haust.

Öðrum flokkum gengur ekki jafn vel.

Verkamannaflokkurinn sem er stærsti flokkur Noregs mælist aðeins með 30,9 prósent. Mælingar sýna að flokkurinn hefur átt í vök að verjast síðan um mitt ár 2015 þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu. Fengi Verkamannaflokkurinn aðeins 30 prósent í kosningum yrði það túlkað sem mikill ósigur. Flokkurinn fékk reyndar ekki nema 30,8 prósent 2013. Formanninum Jónasi Gard Störe virðist ekki vera að takast að koma flokkinum í sókn.

Hægri flokkur Ernu Solberg forsætisráðherra mælist í könnun Dagbladet með 25,3 prósent. Það yrði 1,5 prósenta aukning frá 2013. Ernu virðist vera að takast að verja stöðu flokks síns.

Bygging norska Stórþingsins í miðborg Óslóar.

Hinn hægri flokkurinn í norskum stjórnmálum, Framfaraflokkurinn undir forystu Siv Jensen fjármálaráðherra, er í vandræðum. Hann mælist aðeins með 10,6 prósent. Árið 2013 fékk flokkurinn 16,3 prósent. Yrðu niðurstöður könnunar Dagbladet að veruleika þá myndi Framfaraflokkurinn missa sæti sitt sem þriðji stærsti flokkur Noregs til Miðflokksins.

Minni flokkar mælast svo með enn minna. Kristilegi þjóðarflokkurinn er með 5,3 prósent og Vinstri með 4,2 prósent. Athygli vekur að Sósíalíski vinstriflokkurinn (SV) sem er systurflokkur Vinstri grænna á Íslandi mælist einungis með 3,9 prósent en kemur kannski ekki á óvart í ljósi þess að flokkurinn fékk aðeins 4,1 prósent atkvæða í Stórþingskosninunum 2013.

 

Umdeildur flokkur sem sankar að sér fylgi

Skyndileg velgengni norska Miðflokksins hefur eðlilega vakið athygli. Flokkurinn hefur haldið fram þjóðernisstefnu og lagt áherslu á norsk gildi. Formaðurinn segist ætla að fella hægristjórn Ernu Solberg og býður hinum núverandi stjórnarandstöðuflokkunum upp í dans þar sem búin yrði til „rauðgræn ríkisstjórn.“

Trygve Slagsvold Vedum talar fyrir stefnu sem á að fá Norðmenn til að treysta á eigin land, gögn þess og gæði. Ekki spillir heldur fyrir að þeir séu einfaldlega stoltir af að vera Norðmenn. Ljósm. af vef Miðflokksins.

Miðflokkurinn segist berjast gegn hvers kyns miðstýringu og valdaafsali hinna dreifðu byggða til miðstýrrar stjórnsýslu ríkisvaldsins. Hann boðar byggðastefnu „með ljósi í hverjum bæ“ og fullveldi Noregs með fána á hverri flaggstöng, þjóðbúningum og öðru sem heyrir til sem flokksmenn kalla „heilbrigða þjóðernisstefnu.“ Miðflokkurinn er einnig gegn aðild Noregs að Evrópusambandinu.

Formaður flokksins hefur einnig lýst því yfir að Miðflokkurinn muni ekki setjast í ríkisstjórn í Noregi nema farið verið í að ganga frá nýjum samningi um aðild landins að samningnum um Evrópska efnhagssvæðið í ljósi breyttra aðstæðna eftir að Bretland gengur úr Evrópusambandinu.

Flokkurinn hefur einnig látið til sín taka í innflytjendamálum. Á síðasta landsfundi sínum sem haldinn var seinustu helgina í mars sl. samþykkti flokkurinn bann við því að múslimskar konur notuðu andlitshyljandi blæjur í skólum Noregs, þar með talið háskólum. Varaformaður flokksins lýsti því einnig yfir að honum líkaði ekki að múslimakonur bæru slæður.

Andstæðingar Miðflokksins saka hann um þjóðrembu og jafnvel um kynþáttahatur. Formaðurinn Trygve Slagsvold Vedum hefur verið uppnefndur sem „norska útgáfan af Donaldi Trump.“ Miðflokkurinn standi fyrir herferð þar sem flokkurinn færi sér í nyt óróleika og óvissu meðal fólks með því að mála skrattann á vegginn í öllum málum gefist færi á slíku.

Bylgja þjóðernisíhaldsstefnu fer nú um Evrópu, þó við verðum aðeins vör við lítils háttar öldur hér heima [í Noregi]. Flokkar sem eru uppteknir af þjóðerniskennd í ýmsum myndum eru í sókn. Ég lít svo á að Miðflokkurinn sé mesti þjóðernisíhaldsflokkur Noregs,

sagði Kristin Clemet fyrrverandi ráðherra Hægriflokksins fyrr í vetur í viðtali við norska netmiðilinn Nettavisen.

Það eru fleiri flokkar sem halda á lofti strangri stefnu í innflytjendamálum hvað varðar lönd utan evrópska efnahagssvæðisins [EES], en Miðflokkurinn vill líka segja upp EES-samningnum. Framfaraflokkurinn hefur fram til þessa ekki haft uppi neinar óskir um að segja upp EES-samningnum og slíta tengslin við regluverk sem færir okkur frjálsa för manneskja og vinnuafls.

Svona gagnrýnisraddir virðast enn sem komið er ekki gera annað en að færa Miðflokknum stöðugt meira fylgi og formaðurinn Trygve Slagsvold Vedum sjálfsagt farinn að máta sig í stólinn sem næsti forsætisráðherra Noregs.

 

 

 

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Guðlaugur Þór gaf Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kunke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. „“Ber er hver að baki nema bróður sér eigi“, segir í sögnunum og er þar vísað til vopnaðra […]

Ríkisstjórnin lýsir yfir vantrausti á kjararáð- Myndar starfshóp um „breytt fyrirkomulag“ og „úrbætur“

Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp um kjararáð, í samráði við „heildarsamtök á vinnumarkaði“, líkt og segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. „Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana kjararáðs, sé annað fyrirkomulag talið líklegra til betri sáttar í þjóðfélaginu til […]

Gunnar Atli ráðinn aðstoðarmaður Kristjans Þórs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi. Gunnar Atli er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði, með Mag. Jur. í lögfræði frá […]

Vilhjálmur Bjarnason: „Borgin stundar mikinn fjandskap við íbúa sína“

Vilhjálmur Bjarnason, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann fer yfir helstu hugðarefni sín í borgarmálunum. Eru þar húsnæðis- og velferðarmál ofarlega á baugi, en athygli vekur að Vilhjálmur minnist lítið sem ekkert á samgöngumál eða borgarlínu, en hann hefur þó áður lýst yfir efasemdum um hana, […]

Strætó að eldast – Um helmingur 10 ára eða eldri

Samgöngumál borgarinnar eru nú í brennidepli, þegar styttist í sveitastjórnarkosningar. Ljóst er að samgöngumál verða eitt af stóru kosningamálunum, ekki síst almenningssamgöngur, þar sem Borgarlínan hefur verið í forgrunni. En hvernig stendur Strætó ? Samkvæmt Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdarstjóra Strætó, eru 49 af 95 strætisvögnum fyrirtækisins 10 ára eða meira og eru tveir þeirra 18 ára […]

Borgin úthlutaði lóðum fyrir 1711 íbúðir árið 2017

Alls voru samþykktar lóðaúthlutanir fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði á síðasta ári. Mikill meirihluti úthlutaðra lóða var fyrir byggingarfélög sem starfa án hagnaðarsjónarmiða. Borgarráð fékk kynningu á úthlutunum lóða á fundi sínum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Úthlutað var lóðum fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði í fyrra. Af þeim eru 1.422 […]

Forsætisráðherra í heimsóknarhug

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á faraldsfæti í gær, en hún heimsótti bæði umboðsmann barna og Seðlabankann. Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gerði Katrínu grein fyrir stefnumótun og áherslum embættisins fyrir tímabilið 2018 til 2022. Fram kom að embættið telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu […]

Þórir Guðmundsson ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone. Þórir er með meistaragráðu í alþjóðlegum samskiptum frá Boston University og B.A. gráðu í Blaða- og fréttamennsku frá University of Kansas. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo […]

Dauðans alvara – eftir Jón Pál Hreinsson og Pétur G. Markan

Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og […]

ESB ræðst gegn plastmengun: Meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050 með sama áframhaldi

Samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins verða allar plastumbúðir gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030, dregið verður verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts. Áætlun Evrópusambandsins til að bregðast við plastmengun er ætlað að vernda náttúruna, verja íbúana og styrkja fyrirtækin. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar og á að stuðla að […]

Stefnt að opnun neyslurýma fyrir vímuefnaneytendur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Alþingi samþykkti í maí árið 2014 ályktun um að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð „á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á forsendum heilbrigðiskerfisins og […]

Arnar Þór Sævarsson verður aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Arnar Þór útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og tók ári síðar réttindi til að gegna lögmennsku. Hann hefur gegnt stöðu sveitarstjóra á Blönduósi frá árinu 2007. Áður var hann aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, þáverandi […]

Virtur læknir óttast að Trump fái hjartaáfall-Mældist með hættulega hátt kólesteról

Donald Trump Bandaríkjaforseti var sagður við hestaheilsu í reglubundinni læknisskoðun sinni á dögunum, þegar hann var skoðaður af lækni Hvíta hússins, Dr. Ronny L. Jackson. Sagði læknirinn að hjarta- og æðakerfi Trumps væri í fínu standi, þrátt fyrir að LDL kólesteról magnið mældist 143, sem er langt yfir viðmiðunarmörkum. LDL kólesteról er gjarnan nefnt „vonda“ […]

Una María kosin formaður Miðflokksfélags Suðvesturskjördæmis

Miðflokkurinn stofnaði flokksfélag Suðvesturkjördæmis í gærkvöldi í Glersalnum í Kópavogi, samkvæmt tilkynningu frá Miðflokknum. Gestir fundarins voru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Suðvesturkjördæmis. Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis er annað kjördæmafélag Miðflokksins sem stofnað er, en nýlega var stofnað Miðflokksfélag í Suðurkjördæmi. Félagið hefur, samkvæmt nýsamþykktum lögum þess, þann tilgang að vinna […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is