Laugardagur 08.04.2017 - 18:54 - Ummæli ()

Stelpan sem níðingurinn drap

Kristjón Kormákur Guðjónsson skrifar:

Á meðan amma mín sat hjá mér og las mig í svefn með sitt silfurgráa hár bundið í fléttu, sjal yfir herðarnar og í kjól sem var sprunginn út í blómum og hvíslaði Ævintýraeyjunni með sinni fögru röddu lá pabbi góðrar vinkonu minnar uppi í rúmi hjá dóttur sinni og nauðgaði henni. Hann nauðgaði barninu sínu í mörg ár. Þessi vinkona mín er dáin. Hún framdi sjálfsmorð. Hún reyndi að drekkja minningunum í brennivíni, síðar dópi. Ekkert gekk. Minningarnar flutu alltaf upp á yfirborðið og vöfðu sig að lokum utan um hana og þegar þær loks sukku tóku þær hana með niður í djúpið.

Líklega mun einhver halda því fram að DV sé að birta drottningarviðtal við barnaníðing þegar hann flettir þessu tölublaði DV. Það er fjarri lagi. Barnaníðingurinn mun hata þessa umfjöllun. Reiðast. Öskra. Berja í borðið svo músin sem býr á bak við örbylgjuofninn í húsi hans mun hrökkva í kút.

Gunnar Jakobsson, áður Roy Svanur Shannon, á heimili sínu á Stokkseyri.

Á þessari stundu, sem þú ert að lesa þessi orð, þá er Gunnar Jakobsson dæmdur barnaníðingur örugglega fyrir löngu búinn að hringja í mig og hrópa í símann. Gunnar vill vera í felum. Hann vill ekki að þú vitir hvernig hann lítur út, ekki leita sér hjálpar. Og yfirvöld gera ekkert. Á dögunum fékk hann skilorð fyrir vörslu á rúmlega fjörutíu þúsund barnaníðsmyndum og um fimm hundruð hreyfimyndum.

Með því að benda á Gunnar, segja sögu hans, bendum við á aðra líka, það sem þarf að laga í samfélaginu. Því menn sem eru haldnir barnagirnd telja oft að þeir séu ekki að gera nokkuð rangt og kenna jafnvel barninu um. Barninu sem þeir eru búnir að skemma. Barninu sem seinna á eftir að ánetjast fíkniefnum. Barninu sem er komið svo langt niður í myrkrið að það ratar ekki til baka.

Faðir vinkonu minnar játaði aldrei ofbeldið. Leitaði sér aldrei aðstoðar. Hann gerði ekkert rangt. Hann bar kistuna út úr kirkjunni og lýsti því yfir í erfidrykkjunni hve rammur af afli alkóhólisminn væri. Hvernig fíknin færi með fólk og áttaði sig ekki á að dóttir hans hafði flúið minningarnar út í bílskúr og hengt sig.

Barnaníðingar átta sig heldur ekki á að barnið sem er beitt kynferðisofbeldi deyr kannski ekki þessa kvöldstund sem þeir níðast á því þegar enginn sér til. En afleiðingarnar eru rosalegar. Þær sjást til dæmis á löngum biðlistum eftir plássi á geðdeildum fyrir börn og unglinga.

Æskuvinur minn skrifaði opið bréf árið 2015 til að greina frá afleiðingum kynferðisofbeldis á unglingsárum. Þar sagði hann:

Ég hef barist við fíknina. Mamma hefur reynt sjálfsmorð oftar en einu sinni. Þá var mér strítt fyrir að vera beittur kynferðisofbeldi af karlmanni. Stundum var reiðin að gera út af við mig og mér fannst samfélagið hafa brugðist mér. Réttara sagt: Samfélagið brást mér. Ég veit líka að sumir sigrast á misnotkun og lifa eðlilegu lífi. Ná að komast yfir áfallið. Fíknina. Það er gott. Mér hefur ekki tekist það.

Kristjón Kormákur Guðjónsson ritstjóri DV. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Hans barátta stendur enn yfir. En það er von. Ég hef sjálfur ferðast langt ofan í myrkrið og villst af leið. Mér tókst að rata til baka með hjálp góðs fólks eitt þungt skref í einu. Og á meðan vonin er til staðar er nauðsynlegt að fjalla um barnaníðinga. Í DV í vikunni greindum við frá ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 2016 sem dregur upp dökka mynd af stöðu mála þegar kemur að kynferðisbrotum hér á landi. Aldrei frá árinu 1992 hafa fleiri leitað til Stígamóta.

Við munum ekki hika við að segja sögur níðinga, hvernig þeir reyna að fela sig og hvaða afleiðingar það hefur, og um leið benda á að yfirvöld eru að bregðast börnum og foreldrum. Ef við gerðum það ekki værum við að bregðast hlutverki okkar.

Í dag er framið meira en eitt kynferðisbrot á dag og þetta er orðið gott.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Guðlaugur Þór gaf Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kunke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. „“Ber er hver að baki nema bróður sér eigi“, segir í sögnunum og er þar vísað til vopnaðra […]

Ríkisstjórnin lýsir yfir vantrausti á kjararáð- Myndar starfshóp um „breytt fyrirkomulag“ og „úrbætur“

Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp um kjararáð, í samráði við „heildarsamtök á vinnumarkaði“, líkt og segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. „Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana kjararáðs, sé annað fyrirkomulag talið líklegra til betri sáttar í þjóðfélaginu til […]

Gunnar Atli ráðinn aðstoðarmaður Kristjans Þórs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi. Gunnar Atli er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði, með Mag. Jur. í lögfræði frá […]

Vilhjálmur Bjarnason: „Borgin stundar mikinn fjandskap við íbúa sína“

Vilhjálmur Bjarnason, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann fer yfir helstu hugðarefni sín í borgarmálunum. Eru þar húsnæðis- og velferðarmál ofarlega á baugi, en athygli vekur að Vilhjálmur minnist lítið sem ekkert á samgöngumál eða borgarlínu, en hann hefur þó áður lýst yfir efasemdum um hana, […]

Strætó að eldast – Um helmingur 10 ára eða eldri

Samgöngumál borgarinnar eru nú í brennidepli, þegar styttist í sveitastjórnarkosningar. Ljóst er að samgöngumál verða eitt af stóru kosningamálunum, ekki síst almenningssamgöngur, þar sem Borgarlínan hefur verið í forgrunni. En hvernig stendur Strætó ? Samkvæmt Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdarstjóra Strætó, eru 49 af 95 strætisvögnum fyrirtækisins 10 ára eða meira og eru tveir þeirra 18 ára […]

Borgin úthlutaði lóðum fyrir 1711 íbúðir árið 2017

Alls voru samþykktar lóðaúthlutanir fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði á síðasta ári. Mikill meirihluti úthlutaðra lóða var fyrir byggingarfélög sem starfa án hagnaðarsjónarmiða. Borgarráð fékk kynningu á úthlutunum lóða á fundi sínum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Úthlutað var lóðum fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði í fyrra. Af þeim eru 1.422 […]

Forsætisráðherra í heimsóknarhug

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á faraldsfæti í gær, en hún heimsótti bæði umboðsmann barna og Seðlabankann. Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gerði Katrínu grein fyrir stefnumótun og áherslum embættisins fyrir tímabilið 2018 til 2022. Fram kom að embættið telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu […]

Þórir Guðmundsson ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone. Þórir er með meistaragráðu í alþjóðlegum samskiptum frá Boston University og B.A. gráðu í Blaða- og fréttamennsku frá University of Kansas. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo […]

Dauðans alvara – eftir Jón Pál Hreinsson og Pétur G. Markan

Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og […]

ESB ræðst gegn plastmengun: Meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050 með sama áframhaldi

Samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins verða allar plastumbúðir gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030, dregið verður verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts. Áætlun Evrópusambandsins til að bregðast við plastmengun er ætlað að vernda náttúruna, verja íbúana og styrkja fyrirtækin. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar og á að stuðla að […]

Stefnt að opnun neyslurýma fyrir vímuefnaneytendur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Alþingi samþykkti í maí árið 2014 ályktun um að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð „á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á forsendum heilbrigðiskerfisins og […]

Arnar Þór Sævarsson verður aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Arnar Þór útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og tók ári síðar réttindi til að gegna lögmennsku. Hann hefur gegnt stöðu sveitarstjóra á Blönduósi frá árinu 2007. Áður var hann aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, þáverandi […]

Virtur læknir óttast að Trump fái hjartaáfall-Mældist með hættulega hátt kólesteról

Donald Trump Bandaríkjaforseti var sagður við hestaheilsu í reglubundinni læknisskoðun sinni á dögunum, þegar hann var skoðaður af lækni Hvíta hússins, Dr. Ronny L. Jackson. Sagði læknirinn að hjarta- og æðakerfi Trumps væri í fínu standi, þrátt fyrir að LDL kólesteról magnið mældist 143, sem er langt yfir viðmiðunarmörkum. LDL kólesteról er gjarnan nefnt „vonda“ […]

Una María kosin formaður Miðflokksfélags Suðvesturskjördæmis

Miðflokkurinn stofnaði flokksfélag Suðvesturkjördæmis í gærkvöldi í Glersalnum í Kópavogi, samkvæmt tilkynningu frá Miðflokknum. Gestir fundarins voru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Suðvesturkjördæmis. Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis er annað kjördæmafélag Miðflokksins sem stofnað er, en nýlega var stofnað Miðflokksfélag í Suðurkjördæmi. Félagið hefur, samkvæmt nýsamþykktum lögum þess, þann tilgang að vinna […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is