Laugardagur 08.04.2017 - 18:54 - Ummæli ()

Stelpan sem níðingurinn drap

Kristjón Kormákur Guðjónsson skrifar:

Á meðan amma mín sat hjá mér og las mig í svefn með sitt silfurgráa hár bundið í fléttu, sjal yfir herðarnar og í kjól sem var sprunginn út í blómum og hvíslaði Ævintýraeyjunni með sinni fögru röddu lá pabbi góðrar vinkonu minnar uppi í rúmi hjá dóttur sinni og nauðgaði henni. Hann nauðgaði barninu sínu í mörg ár. Þessi vinkona mín er dáin. Hún framdi sjálfsmorð. Hún reyndi að drekkja minningunum í brennivíni, síðar dópi. Ekkert gekk. Minningarnar flutu alltaf upp á yfirborðið og vöfðu sig að lokum utan um hana og þegar þær loks sukku tóku þær hana með niður í djúpið.

Líklega mun einhver halda því fram að DV sé að birta drottningarviðtal við barnaníðing þegar hann flettir þessu tölublaði DV. Það er fjarri lagi. Barnaníðingurinn mun hata þessa umfjöllun. Reiðast. Öskra. Berja í borðið svo músin sem býr á bak við örbylgjuofninn í húsi hans mun hrökkva í kút.

Gunnar Jakobsson, áður Roy Svanur Shannon, á heimili sínu á Stokkseyri.

Á þessari stundu, sem þú ert að lesa þessi orð, þá er Gunnar Jakobsson dæmdur barnaníðingur örugglega fyrir löngu búinn að hringja í mig og hrópa í símann. Gunnar vill vera í felum. Hann vill ekki að þú vitir hvernig hann lítur út, ekki leita sér hjálpar. Og yfirvöld gera ekkert. Á dögunum fékk hann skilorð fyrir vörslu á rúmlega fjörutíu þúsund barnaníðsmyndum og um fimm hundruð hreyfimyndum.

Með því að benda á Gunnar, segja sögu hans, bendum við á aðra líka, það sem þarf að laga í samfélaginu. Því menn sem eru haldnir barnagirnd telja oft að þeir séu ekki að gera nokkuð rangt og kenna jafnvel barninu um. Barninu sem þeir eru búnir að skemma. Barninu sem seinna á eftir að ánetjast fíkniefnum. Barninu sem er komið svo langt niður í myrkrið að það ratar ekki til baka.

Faðir vinkonu minnar játaði aldrei ofbeldið. Leitaði sér aldrei aðstoðar. Hann gerði ekkert rangt. Hann bar kistuna út úr kirkjunni og lýsti því yfir í erfidrykkjunni hve rammur af afli alkóhólisminn væri. Hvernig fíknin færi með fólk og áttaði sig ekki á að dóttir hans hafði flúið minningarnar út í bílskúr og hengt sig.

Barnaníðingar átta sig heldur ekki á að barnið sem er beitt kynferðisofbeldi deyr kannski ekki þessa kvöldstund sem þeir níðast á því þegar enginn sér til. En afleiðingarnar eru rosalegar. Þær sjást til dæmis á löngum biðlistum eftir plássi á geðdeildum fyrir börn og unglinga.

Æskuvinur minn skrifaði opið bréf árið 2015 til að greina frá afleiðingum kynferðisofbeldis á unglingsárum. Þar sagði hann:

Ég hef barist við fíknina. Mamma hefur reynt sjálfsmorð oftar en einu sinni. Þá var mér strítt fyrir að vera beittur kynferðisofbeldi af karlmanni. Stundum var reiðin að gera út af við mig og mér fannst samfélagið hafa brugðist mér. Réttara sagt: Samfélagið brást mér. Ég veit líka að sumir sigrast á misnotkun og lifa eðlilegu lífi. Ná að komast yfir áfallið. Fíknina. Það er gott. Mér hefur ekki tekist það.

Kristjón Kormákur Guðjónsson ritstjóri DV. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Hans barátta stendur enn yfir. En það er von. Ég hef sjálfur ferðast langt ofan í myrkrið og villst af leið. Mér tókst að rata til baka með hjálp góðs fólks eitt þungt skref í einu. Og á meðan vonin er til staðar er nauðsynlegt að fjalla um barnaníðinga. Í DV í vikunni greindum við frá ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 2016 sem dregur upp dökka mynd af stöðu mála þegar kemur að kynferðisbrotum hér á landi. Aldrei frá árinu 1992 hafa fleiri leitað til Stígamóta.

Við munum ekki hika við að segja sögur níðinga, hvernig þeir reyna að fela sig og hvaða afleiðingar það hefur, og um leið benda á að yfirvöld eru að bregðast börnum og foreldrum. Ef við gerðum það ekki værum við að bregðast hlutverki okkar.

Í dag er framið meira en eitt kynferðisbrot á dag og þetta er orðið gott.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Afglapavæðing Alþingis

Víni skal til Haga haldið. Herðir Bakkus ógnarvaldið. Útúrdrukkinn eymdarlýður eftir borgarstrætum skríður. Nú er „brennivín í búðir“ gengið aftur á Alþingi og berst ógæfudaunninn af því um allt land. Óumdeilt er að áfengisneysla er langmesta þjóðarböl okkar Íslendinga. Svo stiklað sé á stóru eru afleiðingar hennar mikill hluti umferðarslysa og líftjóna á þeim vígvelli, […]

Glæpum hælisleitenda í Þýskalandi fjölgar um meira en 50%

Nýjar tölur sem birtar voru fyrir skömmu varpa ljósi á gríðarlega aukningu glæpa sem hælisleitendur fremja í Þýskalandi. Margir óttast að þessar tölur verði nýttar af hægriöflum í Þýskalandi í aðdraganda þingkosninga sem fram fara í landinu í september. Samkvæmt innanríkisráðuneytinu sem tók saman tölurnar fjölgaði tilkynningum um glæpi sem talið er að hælisleitendur hafi […]

Fimmta fórnarlamb hryðjuverksins í Stokkhólmi er látið: Hafði áður sloppið frá hnífaárás í sænskum skóla

Á föstudag lést sænska kennslukonan Maria Kide af meiðslum sem hún hlaut þegar íslamistinn Rakhmat Akilov ók flutningabíl á gangandi vegfarendur á Drottningar-göngugötunni í miðborg Stokkhólms höfuðborgar Svíþjóðar. Árásin var gerð föstudaginn fyrir páska. Maria Kide er fimmta manneskjan sem týnir lífi eftir þetta mannskæðasta hryðjuverk í sögu Svíþjóðar. Þetta var í annað sinn á lífsleiðinni […]

Ögurstund Í Reykhólahreppi

  Stefán Skafti Steinólfsson skrifar: Nú hefur Skipulagsstofnun skilað af sér áliti vegna vegagerðar frá Bjarkarlundi til Skálaness. Sveitarstjórn Reykhólahrepps stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun hvort hún á að gefa framkvæmdaleyfi fyrir leið Þ-H eða horfa til framtíðar og velja leið D2.  Það má telja stórundarleg vinnubrögð vegagerðar ríkisins að gefa út sitt álit einungis […]

Unga fólkið kaus Marine Le Pen

Marine Le Pen frambjóðandi þjóðernissinna í forsetakosningunum í Frakkandi var vinsælust meðal yngri frambjóðenda í fyrstu umferð kosninganna sem fram fór um síðustu helgi. Könnun gerð meðal rúmlega níu þúsund kjósenda sýnir að Le Pen fékk flest atvæði meðal kjósenda bæði í aldurshópunum 18 til 34 ára, og 35 til 49 ára. Le Pen var aðeins […]

Fuglavernd leggst gegn vegi um Teigsskóg

Fuglavernd leggst eindregið gegn þeirri veglínu, sem Vegagerðin vill fylgja í Gufudalssveit. Í ályktun félagsin segir að ákvörðun Vegagerðarinnar brjóti í bága við fjölmörg lög, bæði lög um náttúruvernd sem og lög um verndun Breiðafjarðar, alþjóðlega samninga eins og Bernar- og Ramsar-sáttmálana, auk þess að snúa á Hæstaréttardóm með málamyndabreytingum á þeirri veglínu sem þeir […]

Deutsche Bank gæti lagt niður 4.000 störf í Bretlandi vegna Brexit

Deutsche Bank gæti flutt allt að 4.000 störf frá Bretlandi vegna Brexit. Þetta hefur Frankfurter Allgemeine Zeitung eftir Sylvie Matherat, yfirregluverði bankans. Þetta er í fyrsta sinn sem háttsettur starfsmaður bankans nefnir einhverja tölu um áhrif Brexit á starfsmannafjöldan hjá bankanum í Lundúnum. Matherat sagði þetta á ráðstefnu í Frankfurt á miðvikudaginn. Hún sagði að […]

Michelle Obama segist hafa barist við að halda aftur af tárunum

Ljósmyndir af Michelle Obama fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna þungbúinni á svip daginn þegar Donald Trump var settur í embætti forseta 20. janúar sl. vöktu mikla athygli á sínum tíma. Svo virtist sem Michelle Obama væri afar óánægð með stöðu mála og ætti erfitt með að leyna tilfinningum sem væru einhvers konar blanda af fyrirlitningu og jafnvel […]

Grátur og gnístran tanna

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, sagði á dögunum að fjölgun ferðamanna væri á mörkum þess sem hægt væri að ráða við og bætti við að samkeppnisstaða íslenskrar ferðaþjónustu væri það síðasta sem hann hefði áhyggjur af. Þarna er auðvelt að vera sammála forsætisráðherra. Það myndi ekki saka ef erlendir ferðamenn væru nokkuð færri, þótt […]

Fiskeldi í heiminum er í sókn

Einar K. Guðfinnsson skrifar: Lífsseig er hún sú flökkusaga, en jafn kolröng, að fiskeldi sé á undanhaldi í heiminum og ekki síst í okkar heimshluta. Oft hefur mátt lesa þetta hér í Fréttablaðinu og síðast nú alveg nýverið. Þó er þessu alveg öfugt farið. Fiskeldi er almennt að aukast í veröldinni. Í þeim löndum á […]

Vildu ekki fiskvinnslu Finnbjarnar ÍS

Hreppsnefnd Súðavíkur vildi ekki úthluta útgerð Finnbjarnar ÍS 68 auknum byggðakvóta á síðasta fiskveiðiári. Fyrirtækið Lífsbjörg ehf sem á og rekur bátinn áformaði að setja upp fiskvinnslu í Súðavík og voru að sögn Halldórs Magnússonar, útgerðarmanns  aðilar sem hefðu lagt fyrirtækinu lið við þá uppbyggingu. Finnbjörn ÍS 68 veiddi um 1200 tonn á fiskveiðiárinu, einkum […]

Þingflokksformaður Viðreisnar: Framkoma Sjálfstæðisflokks „þreytandi“

Brestir eru komnir í samstarf stjórnarflokkanna. Einkum eru það þingmenn Viðreisnar sem óánægðir eru með framgöngu sumra þingmanna Sjálfstæðisflokks. Þetta kemur fram í helgarblaði DV og herma heimildir blaðsins að „verulegs pirrings sé farið að gæta“. Það er þó ekki einungis í garð þessara ákveðnu þingmanna heldur einnig að formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni. Bjarni hefur […]

Forseti Austurríkis veldur uppnámi: Segir að allar konur verði að bera höfuðslæður að hætti múslima í framtíðinni

Alexander Van der Bellen nýkjörinn forseti Austurríkis vekur nú mikla athygli og umræður í heimalandi sínu eftir að fjölmiðlar þar í landi greindu frá ummælum hans um höfuðslæður múslimskra kvenna sem hann lét falla á fundi Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 24. mars síðastliðinn. Það var þó ekki fyrr en austurríska sjónvarpsstöðin ORF sendi út upptöku með ræðu […]

Inga Sæland formaður Flokks fólksins: Afar brýnt að halda utan um unga fólkið

Flokkur fólksins heldur aðalfund sinn í dag, laugardag. Flokkurinn bauð fyrsta sinni fram til Alþingis í kosningunum í október sl. Þar hlaut hann alls 6.700 atkvæði og 3,5 prósenta fylgi á landsvísu. Nú hyggst flokkurinn taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum að ári. Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Hún var gestur í Eyjuþætti Björns Inga Hrafnssonar á […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is