Laugardagur 08.04.2017 - 18:54 - Ummæli ()

Stelpan sem níðingurinn drap

Kristjón Kormákur Guðjónsson skrifar:

Á meðan amma mín sat hjá mér og las mig í svefn með sitt silfurgráa hár bundið í fléttu, sjal yfir herðarnar og í kjól sem var sprunginn út í blómum og hvíslaði Ævintýraeyjunni með sinni fögru röddu lá pabbi góðrar vinkonu minnar uppi í rúmi hjá dóttur sinni og nauðgaði henni. Hann nauðgaði barninu sínu í mörg ár. Þessi vinkona mín er dáin. Hún framdi sjálfsmorð. Hún reyndi að drekkja minningunum í brennivíni, síðar dópi. Ekkert gekk. Minningarnar flutu alltaf upp á yfirborðið og vöfðu sig að lokum utan um hana og þegar þær loks sukku tóku þær hana með niður í djúpið.

Líklega mun einhver halda því fram að DV sé að birta drottningarviðtal við barnaníðing þegar hann flettir þessu tölublaði DV. Það er fjarri lagi. Barnaníðingurinn mun hata þessa umfjöllun. Reiðast. Öskra. Berja í borðið svo músin sem býr á bak við örbylgjuofninn í húsi hans mun hrökkva í kút.

Gunnar Jakobsson, áður Roy Svanur Shannon, á heimili sínu á Stokkseyri.

Á þessari stundu, sem þú ert að lesa þessi orð, þá er Gunnar Jakobsson dæmdur barnaníðingur örugglega fyrir löngu búinn að hringja í mig og hrópa í símann. Gunnar vill vera í felum. Hann vill ekki að þú vitir hvernig hann lítur út, ekki leita sér hjálpar. Og yfirvöld gera ekkert. Á dögunum fékk hann skilorð fyrir vörslu á rúmlega fjörutíu þúsund barnaníðsmyndum og um fimm hundruð hreyfimyndum.

Með því að benda á Gunnar, segja sögu hans, bendum við á aðra líka, það sem þarf að laga í samfélaginu. Því menn sem eru haldnir barnagirnd telja oft að þeir séu ekki að gera nokkuð rangt og kenna jafnvel barninu um. Barninu sem þeir eru búnir að skemma. Barninu sem seinna á eftir að ánetjast fíkniefnum. Barninu sem er komið svo langt niður í myrkrið að það ratar ekki til baka.

Faðir vinkonu minnar játaði aldrei ofbeldið. Leitaði sér aldrei aðstoðar. Hann gerði ekkert rangt. Hann bar kistuna út úr kirkjunni og lýsti því yfir í erfidrykkjunni hve rammur af afli alkóhólisminn væri. Hvernig fíknin færi með fólk og áttaði sig ekki á að dóttir hans hafði flúið minningarnar út í bílskúr og hengt sig.

Barnaníðingar átta sig heldur ekki á að barnið sem er beitt kynferðisofbeldi deyr kannski ekki þessa kvöldstund sem þeir níðast á því þegar enginn sér til. En afleiðingarnar eru rosalegar. Þær sjást til dæmis á löngum biðlistum eftir plássi á geðdeildum fyrir börn og unglinga.

Æskuvinur minn skrifaði opið bréf árið 2015 til að greina frá afleiðingum kynferðisofbeldis á unglingsárum. Þar sagði hann:

Ég hef barist við fíknina. Mamma hefur reynt sjálfsmorð oftar en einu sinni. Þá var mér strítt fyrir að vera beittur kynferðisofbeldi af karlmanni. Stundum var reiðin að gera út af við mig og mér fannst samfélagið hafa brugðist mér. Réttara sagt: Samfélagið brást mér. Ég veit líka að sumir sigrast á misnotkun og lifa eðlilegu lífi. Ná að komast yfir áfallið. Fíknina. Það er gott. Mér hefur ekki tekist það.

Kristjón Kormákur Guðjónsson ritstjóri DV. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Hans barátta stendur enn yfir. En það er von. Ég hef sjálfur ferðast langt ofan í myrkrið og villst af leið. Mér tókst að rata til baka með hjálp góðs fólks eitt þungt skref í einu. Og á meðan vonin er til staðar er nauðsynlegt að fjalla um barnaníðinga. Í DV í vikunni greindum við frá ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 2016 sem dregur upp dökka mynd af stöðu mála þegar kemur að kynferðisbrotum hér á landi. Aldrei frá árinu 1992 hafa fleiri leitað til Stígamóta.

Við munum ekki hika við að segja sögur níðinga, hvernig þeir reyna að fela sig og hvaða afleiðingar það hefur, og um leið benda á að yfirvöld eru að bregðast börnum og foreldrum. Ef við gerðum það ekki værum við að bregðast hlutverki okkar.

Í dag er framið meira en eitt kynferðisbrot á dag og þetta er orðið gott.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Kolbrún: Barátta Viðreisnar

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Ekki verður annað séð en að ráðherrar Viðreisnar séu í baráttuhug og ætli ekki að sitja lengur þegjandi undir ásökunum um að vera taglhnýtingar Sjálfstæðisflokksins. Um leið er eins og Björt framtíð sé orðin hálflömuð af meðvirkni í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er hið ráðandi afl. Hið kæfandi faðmlag íhaldsins er að […]

Dagur B. áhorfandi að mengunarhneyksli

Björn Bjarnason skrifar: Nú er ljóst að ekkert var ofsagt hér á þessum stað um fúskið sem einkenndi viðbrögð Veitna, heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og yfirstjórnar borgarinnar vegna mengunarhneykslisins. Nú er ljóst að ekkert var ofsagt hér á þessum stað um fúskið sem einkenndi viðbrögð Veitna, heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og yfirstjórnar borgarinnar vegna mengunarhneykslisins sem fréttastofa ríkisútvarpsins skýrði fyrst frá 5. júlí 2017. Ætlun allra […]

Lilja Alfreðsdóttir gagnrýnir fjármálaráðherra: Þjóðin á betri vinnubrögð skilið

Það vakti nokkra athygli í gær þegar grein eftir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra undir yfirskriftinni „Má fjármálaráðherra hafna krónunni“ birtist í Fréttablaðinu. Sitt sýnist hverjum um skrif ráðherrans og í svargrein sagði Björn Bjarnason Benedikt „fjármálaráðherra á evru-villigötum“. Nú hefur Lilja Alfreðsdóttir fyrrum utanríkisráðherra og þingkona Framsóknarflokks svarað Benedikt í grein í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni „Leiksýning […]

Þóttist japanska forsætisráðherrafrúin ekki kunna ensku til að þurfa ekki að tala við Trump?

Fyrr í þessum mánuði hittust leiðtogar G-20 ríkjanna, tuttugu stærstu iðnríkja heims, á fundi í Hamborg í Þýskalandi. Eftir ráðstefnuna var haldin vegleg veisla þar sem valdamesta fólk heims snæddi saman kvöldverð. Sætaröðunin var á þann veg að Donald Trump Bandaríkjaforseti sat hliðina á Akie Abe, eiginkonu Shinzo Abe forsætisráðherra Japans, einnar helstu bandalagsþjóðar Bandaríkjana. […]

Fjármálaráðherra á evru-villigötum

Björn Bjarnason skrifar: Röksemdafærsla fjármálaráðherra Íslands með vísan til fjármálaráðherra í nítján Evrópulöndum er reist á sandi. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hætti að boða seðlalaus viðskipti eftir að ljóst var að þau áttu hvergi hljómgrunn nema í nefnd sem skilaði honum áliti þar sem afnám seðla með hátt gildi var talið sporna gegn skattsvikum. Í grein […]

Þorbjörn: Sjaldgæft í norrænum samfélögum að ríkisvaldið sjálft ýti undir ójöfnuð

Fjárfestingarleiðin svokallaða er mikið í umræðunni þessa dagana og sitt sýnist hverjum um ágæti þessarar aðgerðar, þar sem Seðlabanki Íslands gerði ríkum Íslendingum kleift að flytja gjaldeyri til landsins og kaupa íslenskar krónur með miklum afslætti. Þorbjörn Þórðarson gerir þetta að umfjöllunarefni sínum í leiðara Fréttablaðsins í dag sem ber yfirskriftina „Tvær þjóðir“. Þorbjörn segir […]

Varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks hjólar í Kára og Gunnar Smára: Hugsa um rassgatið á sjálfum sér

Börkur Gunnarson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í velferðar- og innkauparáði Reykjavíkurborgar lét þá Gunnar Smára Egilsson fyrrum ritstjóra Fréttatímans og Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar Erfðagreiningar heyra það á Facebook síðu sinni í gær. Tilefnið var frétt Eyjunnar um stórviðskipti Kára í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands en þar kom fram að fyrirtæki græddi þrjá milljarða króna […]

Kannski hann ætti að skipta út bjórnum fyrir þorskalýsi

Dr. Kári Stefánsson hefur sent Eyjunni svofellt skeyti í tilefni af frétt fyrr í kvöld um viðskipti Íslenskrar erfðagreiningar gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans: Kannski hann ætti að skipta út bjórnum fyrir þorskalýsi — Svar við fésbókarfærslu Sigmundar Davíðs Bjartur í Sumarhúsum brást ókvæða við þegar kvenfélagið færði honum kú til þess að börn hans fengju mjólk í […]

Kári stórtækastur í fjárfestingaleiðinni: Gengishagnaður yfir þremur milljörðum króna

Kári Stefánsson er sá íslenski athafnamaður sem flutti mest af evrum inn til landsins með afslætti gegnum svonefnda fjárfestingaleið Seðlabankans. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fv. forsætisráðherra bendir á að Kári hafi síðan verið flestum duglegri við að fordæma alla aðra fyrir að vera ekki nógu samfélagslega sinnaðir. Í Markaðnum, viðskiptariti Fréttablaðsins, birtist í morgun úttekt á […]

Eymdin í byggðarkvótanum

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Starfshópur um byggðakvóta kynnti tillögur sínar á fundi á Þingeyri fyrr í vikunni. Breytingum voru settar þröngar skorður, í grautarpottinum er sama súpugutlið og áður og engu kjarngóðu má bæta við það. Aðeins á að hræra aftur og aftur með sömu sleifinni. Nefndarmenn eru ekki öfundsverðir við það starf að finna […]

Kjalvegur í fúlustu alvöru

Eftir Guðna Ágústsson: Ég skrapp á sunnudaginn í fallegu veðri norður Kjöl inn í Kerlingarfjöll og á Hveravelli. Ég var farþegi í lítilli rútu með skemmtilegu fólki, við lögðum snemma upp og ekki vantaði að ferðamennirnir væru komnir á fætur — allt troðfullt á Geysi og við Gullfoss. Við okkur blasti hin mikla fjallafegurð Bláfellið […]

Fjárfestingaleiðin: Ólafur og Hjörleifur gætu innleyst ríflegan gengishagnað

Félag í eigu Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Samskipa, og Hjörleifs Jakobssonar fjárfestis kom með tæplega tvo milljarða króna til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands í desember 2012. Miðað við núverandi gengi gæti félagið innleyst um 809 milljónir í gengishagnað, samkvæmt útreikningum Markaðar Fréttablaðsins, en blaðið skýrir frá þessu í dag í úttekt á fjárfestingaleiðinni. Fjármunir Ólafs […]

Afkoma sveitarfélaga með besta móti

Árið 2016 var gott hjá flestum sveitarfélögum landsins og var afkoma margra mun betri en spáð hafði verið. Af 74 sveitarfélögum landsins hafa 63 skilað ársreikningum en í þeim sveitarfélögum sem skilað hafa ársreikningum búa um 99% þjóðarinnar. Þetta kemur fram í úttekt Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag. Orðið hefur tæplega 24 milljarða króna […]

Mafían mokgræðir á flóttafólki

Ítölsk stjórnvöld hafa eytt hundruðum milljón evra í móttöku flóttafólks sem kemur til landsins sjóleiðina frá Afríku en engu að síður eru aðstæður þess oft bágbornar. Nú hefur yfirgripsmikil lögreglurannsókn leitt í ljós að ítalska mafían hefur fengið í sinn hlut milljónatugi frá ríkinu, fjármagn sem átti að fara til að veita flóttafólki sæmilegan mat […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is