Þriðjudagur 11.04.2017 - 19:35 - Ummæli ()

„Bara eins og barnaklám“: Samtölin sem leiddu til haturskærunnar á hendur Pétri á Útvarpi Sögu

Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður og þáttastjórnandi á Útvarpi Sögu.

Eins og Eyjan greindi frá í gær þá var Pétur Gunnlaugsson þáttastjórnandi á Útvarpi Sögu sýknaður í Héraðsdómi Reyjavíkur í gær. Þar sat hann á sakamannabekk, ákærður af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs.

Málið var tilkomið vegna kæru frá Samtökunum 78. Pétri var gefið að sök að hafa látið ákveðin ummæli falla og um leið sent orðræðu viðmælenda sinna í beinni útsendingu í þætti sem hann stjórnaði á Útvarpi Sögu. Ákæruvaldið taldi eins og segir í dómsorðum að þessi ummæli fælu í sér „háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar eða kynvitundnar þeirra.“

Í 233. gr. a almennra hegningarlaga segir að hver sem opinberlega hæðist að, rógber eða smánar eða ógnar mannorði eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

Dómurinn í máli Péturs hefur nú verið birtur á vef Héraðsdóms Reykjavíkur. Samtölin sem urðu tilefni ákærunnar áttu sér stað 20. apríl 2015. Þar hringdu hlustendur Útvarps Sögu í símatíma stöðvarinnar og tjáðu sig um skoðanir sínar á því að fræðsla um samkynhneigð ætti að fara fram í grunnskólum Hafnarfjarðar.

Málið snerist um tillögu sem lögð var fyrir fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hinn 15. apríl 2015. Í henni segir meðal annars: „[…].að farið verði í átak í eflingu hinseginfræðslu og -ráðgjafar í gunnskólum Hafnarfjarðar. Hafnarfjarðarbær leitist við að gera samstarfssamning við Samtökin 78 um þróun námsefnis fyrir öll stig grunnskóla, frá 1 til 10 bekkjar og sérfræðingar Samtakanna haldi námsskeið fyrir alla starfsmenn grunnskóla Hafnarfjarðar. Nemendum í unglingadeildum grunnskóla verði sömuleiðis gert kleift að sækja einstaklingsráðgjöf hjá sérfræðingum Samtakanna án endurgjalds.“

 

Útskrift af samtölum Péturs við þá einstaklinga sem hringdu inn á Útvarp Sögu:

  1. samtal:

[Hlustandi]: Þetta er núna bara eins og barnaklám eða eitthvað mundi maður segja.

[Pétur]: Já hvernig er þetta, er ekki barnaklám bannað, eða hvernig er það?

[Hlustandi]: Jú ég hélt það.

[Pétur]: Já, já hélt það.

[Hlustandi]: Hélt að börnin væru bara núna að læra bara.

[Pétur]: Þetta er náttúrlega.

[Hlustandi]: Til dæmis þegar foreldrar þeirra eru einstæðir foreldrar og ýmislegt.

[Pétur]: Halldóra

[Hlustandi]: Og þau geta ekkert spáð í venjuleg lífi.

[Pétur]: Halldóra er þetta ekki bara galið, eigum við ekki bara að segja það hreint út.

[Hlustandi]: Þetta er ógeðslegt sko

[Pétur]: Já.

 

  1. samtal

[Hlustandi]: Ég er að hringja út af þessu blessaða máli eða bölvaða máli, í sambandi við samkynhneigða.

[Pétur]: Já

[Hlustandi]: Að það skuli ley.. að það eigi að ley, að það hérna að kenna þetta í skólum.

[Pétur]: Já, grunnskólum.

[Hlustandi]: Já.

[Pétur]: Já.

[Hlustandi]: Ætla þeir að sýna hvernig þeir eðla sig ég ætla nú bara að vera dónaleg.

[Pétur]: Ég veit það ekki ég hef bara ekki hugmynd um það.

[Hlustandi]: Ég mundi bara spyrja þessa nítján ára stelpu hvort hún ætlar að gera það.

[Pétur]: Hmm ég hugsa að sumir hugsi þannig að það sé bara allt í lagi, hjá þessu fólki.

[Hlustandi]: Mér finnst að hún ætti bara að sýna hvernig hún og sín hennar lesbía myndu eðla sig fyrir framan börnin.

[Pétur]: Hm

[Hlustandi]: Held ég að hljóti að vera.

[Pétur]: En það er auðvitað verið að særa blygðunarkennd svona ungra barna ég skilabara ekki af hverju nokkrum.

[Hlustandi]: Auðvitað.

[Pétur]: Dettur þér í hug þetta er bara refsivert athæfi í raun og veru.

[Hlustandi]: Þetta ef þessi nítján ára stúlka er búin að koma þessu upp að þá á bara að tala við hana af lögreglu.

 

[…]

 

[Hlustandi]: Ég veit um það en ég bara segi, eða skilaboð til þessarar stelpu eru þau.

[Pétur]: Hmm.

[Hlustandi]: Ætlar hún að sýna hvernig lessur eðla sig?

[Pétur]: Hmm

[Hlustandi]: Þó ég sé dónaleg, ég veit það en þetta er það sem hún ætlar að kenna þeim og þá verður hún að sýna þeim það.

[Pétur]: Já.

[Hlustandi]: Og mundi nokkur leyfa henni að fara að þukla á börnunum. Ég segi bara það, ég er ekki lesbía, ég á átta börn og hef aldrei verið lesbía.

[Pétur]: Það er þannig að það er ekki endilega fólk sem er samkynhneigt eða konur sem eru lesbíur sem eru að mæla með þessu þetta er bara gagnkynhneigt fólk sem er að vilja að börnin fái þessa svo kölluðu fræðslu það er það sem er að gerast í málinu.

 

  1. samtal

[Hlustandi]: Mér finnst bara orðið hræðilegt hvað það getur verið að reyna að koma inn ekki að það eigi ekki að trúa á guð og jesú.

[Pétur]: Af hverju eru menn svona áhugasamir um svona hluti, ég skil það ekki, kynf, hinsegin fræðslu svo kallaða í Hafnarfirði og svona ýmisslegt, ég átta mig ekki á því að , að , að það kemur ekki fram nein, nein skýr greinargerð og rökstuðningur, eða að minnsta kosti ekki skýr rökstuðningur, fyrir svona hugmyndum, er það?

[Hlustandi]: Mér finnst nefnilega að, ég hélt að það ætti ekki að kenna krökkum eða fólki svona.

Pétur Gunnlaugsson lögmaður. Mynd/DV

[Pétur]: Nei, ég meina 6 ára gömul börn, ég meina.

[Hlustandi]: Já.

[Pétur]: Þetta er bara óhuggulegt.

[Hlustandi]: Það verður bara að vera sýnikennsla.

[Pétur]: Já þetta er óhuggulegt að hugsa til þess.

[Hlustandi]: Ha.

[Pétur]: Hvað, það á ekki að vera kenna þetta í grunnskóla.

[Hlustandi]: Ég á nefnilega

[Pétur]: 6 ára, 8 ára eða 10 ára, það breytir engu.

[Hlustandi]: Ég á tvö ömmu börn í skóla í Hafnarfirði.

[Pétur]: Jájá.

[Hlustandi]: Mér líst ekki á þetta.

[Pétur]: Já þau verða kannski bara að hætta í skólanum.

[Hlustandi]: Ég veit það ekki, ég hef náttúrulega ekki talað við mömmu þeirra út af þessu.

[Pétur]: Þú átt að gera það.

[Hlustandi]: Já.

 

  1. samtal

[Hlustandi]: Ég er algjörlega á móti þessu, þetta er algjör, þetta er bara orðið, er bara orðin della sko.

[Pétur]: Já.

[Hlustandi]: Og ég held að þeir séu að skemma rosalega mikið fyrir hinsegin dögum líka í leiðinni.

[Pétur]: Eeh já ja ég held.

[Hlustandi]: Og ég held að fólk verði mjög reitt.

[Pétur]: Já ég hugsa að það sé rétt hjá þér.

[Hlustandi]: Já, það verður mjög reitt og ég er allavegana einn af þeim.

[Pétur]: Já ég meina nú er bara góð sátt um þessi mál og allt í lagi en af hverju að, þetta gæti verið, orðið til þess að efna til óvinfagnaðar ég meina fólk verður já pirrað á þessu og finnst rangt að þurfa að senda börnin sín í skóla og það er skólaskylda.

[Hlustandi]: Já.

[Pétur]: Og síðan allt í einu kemur þessi fræðsla og bara, þetta eru, þetta eru..

[Hlustandi]: Það er..

[Pétur]: Lítil börn, ég meina hvar, hvar er þetta fólk statt eiginlega?

[Hlustandi]: Það er bara ekkert bara það X.

[Pétur]: Hvað segja barnaverndaryfirvöld?

[Hlustandi]: Jájá.

[Pétur]: Ha.

[Hlustandi]: Já þau sjálfsagt steinþegja.

[Pétur]: Já þau eru sjálfsagt ætli þau séu ekki hlynnt þessu það væri, það væri eftir öðru ha.

 

Pétur sagðist saklaus af ákæru

Pétur Gunnlaugsson neitaði sök alfarið fyrir dómi. Í dómsorðum segir meðal annars um framburð hans:

Pétur á Útvarpi Sögu.

Hann [Pétur] kvað útvarpsstjórann hafa fengið kvartanir eftir þáttinn sem um ræðir. Strax hafi verið brugðist við og næsta dag hafi einstaklingur sem kvartaði fengið að koma í síðdegisþátt til að ræða þessi mál. Þá hafi hinsegin fólk auglýst símatíma nokkrum dögum síðar svo unnt væri að láta í ljós skoðanir vegna umræðunnar sem átti sér stað. Ákærði kvaðst líta svo á að það væri skylda útvarpsstöðvarinnar að sjá til þess að allar skoðanir kæmu í ljós og það hafi verið gert á […]. Hann kvað umræðuna í þættinum ekki endurspegla sínar skoðanir. Þó að ákærði játi og hummi í samskiptum sínum við hlustendur, eins og til dæmis í fyrsta símtalinu sem lýst er í ákærunni, þýði það ekki að ákærði sé sammála hlustendum. Hann kunni til dæmis að vera að fylgjast með því hvort hlustandinn sé enn á línunni. Hann var spurður um einstök atriði sem fram koma í sumum samtalanna og tók ákærði fram að samtölin hefðu ekkert með skoðanir sínar að gera. Þá lýsti hann vangaveltum í samtölunum um hinsegin kennsluna í Hafnarfirði og hafi umræða mjög markast af því að hlustendur hafi ekki vitað hvað í henni fælist. Ákærði skýrði einstök umæli í símtölunum og hvernig umræðan þróaðist milli hans og viðmælanda og skýrði með hliðsjón af tilefninu. Ákærði kvaðst ekki telja samtölin fjögur fela í sér háð eða smánun í garð hinsegin fólks af sinni hálfu. Ákærði tók fram að hann hefði átt sæti í stjórnlagaráði þar sem hann studdi tillögu um réttindi samkynhneigðra einstaklinga. Spurður um það hvort umræðan sem í ákæru greinir hafi verið nauðsynleg þjóðfélagsumræða kvaðst ákærði telja að nauðsynlegt væri að fólk hefði rétt á því að tjá sig um skólamál sem væru umdeild og skýrði hann það álit sitt nánar. Þá hafi umræðan verið nauðsynleg þótt hann tæki ekki undir margt af því sem viðmælendur hans sögðu.

 

Dómur fjallar um tjáningarfrelsið

Í dómsorðum er fjallað um mikilvægi tjáningarfrelsisins en það er varið í stjórnarskrá. Þar segir m. a.:

Þótt tjáningarfrelsinu megi setja skorður með lögum eins og lýst er í 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar er tjáningarfrelsi, opinber umræða og frjáls skoðanaskipti ein af undirstöðum lýðræðisþjóðfélags. Opinber umræða um hvað eina í lýðræðisþjóðfélagi hefur iðulega í för með sér ýmiss konar óþægindi fyrir einstaklinga og/eða hópa fólks. Fólk móðgast, hneykslast eða reiðist, telur á sig hallað, telur á sér brotið og svo framvegis. Þetta er óhjákvæmilegur fylgifiskur opinberrar umræðu í lýðræðisþjóðfélagi. Hin tilvitnuðu ummæli samkvæmt ákæru kunna að vera þessu marki brennd og hafa þessi áhrif en grundvallarrétturinn um tjáningarfrelsi sem tryggður er í 73. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu tryggir ákærða og viðmælendum hans réttinn til að tjá sig eins og þeir gerðu. Eins og rakið var ber að túlka 233. gr. a almennra hegningarlaga þröngt. Meta verður samtölin sem í ákæru greinir út frá tilefninu en þau voru í raun hluti af þjóðfélagsumræðu um málefni þar sem skoðanir voru skiptar. Þegar samtölin fjögur eru virt, hvert um sig, er það mat dómsins að ekkert í þeim, hvorki ummæli ákærða né að útvarpa ummælum hlustenda séu þess konar ummæli að virða beri þau sem brot gegn 233. gr. a almennra hegningarlaga.

Niðurstaða dómsins

Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Það var mat dómsins að Pétur Gunnlaugsson hefði ekki brotið gegn 233. grein hegningarlaganna. Ásetningur hans í málinu var aukinheldur ósannaður.

Ber samkvæmt þessu að sýkna ákærða og dæma að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talinn 2.108.000 króna málsvarnarlaun Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns að meðtöldum virðisaukaskatti. Þóknun verjandans er fyrir vinnu undir rannsókn málsins og dómsmeðferð.

Það var Kjartan Ólafsson aðstoðarsaksóknari sem flutti málið fyrir ákæruvaldið.

Dómurinn í heild sinni á vef Héraðsdóms Reykjavíkur.

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Guðlaugur Þór gaf Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kunke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. „“Ber er hver að baki nema bróður sér eigi“, segir í sögnunum og er þar vísað til vopnaðra […]

Ríkisstjórnin lýsir yfir vantrausti á kjararáð- Myndar starfshóp um „breytt fyrirkomulag“ og „úrbætur“

Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp um kjararáð, í samráði við „heildarsamtök á vinnumarkaði“, líkt og segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. „Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana kjararáðs, sé annað fyrirkomulag talið líklegra til betri sáttar í þjóðfélaginu til […]

Gunnar Atli ráðinn aðstoðarmaður Kristjans Þórs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi. Gunnar Atli er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði, með Mag. Jur. í lögfræði frá […]

Vilhjálmur Bjarnason: „Borgin stundar mikinn fjandskap við íbúa sína“

Vilhjálmur Bjarnason, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann fer yfir helstu hugðarefni sín í borgarmálunum. Eru þar húsnæðis- og velferðarmál ofarlega á baugi, en athygli vekur að Vilhjálmur minnist lítið sem ekkert á samgöngumál eða borgarlínu, en hann hefur þó áður lýst yfir efasemdum um hana, […]

Strætó að eldast – Um helmingur 10 ára eða eldri

Samgöngumál borgarinnar eru nú í brennidepli, þegar styttist í sveitastjórnarkosningar. Ljóst er að samgöngumál verða eitt af stóru kosningamálunum, ekki síst almenningssamgöngur, þar sem Borgarlínan hefur verið í forgrunni. En hvernig stendur Strætó ? Samkvæmt Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdarstjóra Strætó, eru 49 af 95 strætisvögnum fyrirtækisins 10 ára eða meira og eru tveir þeirra 18 ára […]

Borgin úthlutaði lóðum fyrir 1711 íbúðir árið 2017

Alls voru samþykktar lóðaúthlutanir fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði á síðasta ári. Mikill meirihluti úthlutaðra lóða var fyrir byggingarfélög sem starfa án hagnaðarsjónarmiða. Borgarráð fékk kynningu á úthlutunum lóða á fundi sínum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Úthlutað var lóðum fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði í fyrra. Af þeim eru 1.422 […]

Forsætisráðherra í heimsóknarhug

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á faraldsfæti í gær, en hún heimsótti bæði umboðsmann barna og Seðlabankann. Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gerði Katrínu grein fyrir stefnumótun og áherslum embættisins fyrir tímabilið 2018 til 2022. Fram kom að embættið telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu […]

Þórir Guðmundsson ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone. Þórir er með meistaragráðu í alþjóðlegum samskiptum frá Boston University og B.A. gráðu í Blaða- og fréttamennsku frá University of Kansas. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo […]

Dauðans alvara – eftir Jón Pál Hreinsson og Pétur G. Markan

Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og […]

ESB ræðst gegn plastmengun: Meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050 með sama áframhaldi

Samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins verða allar plastumbúðir gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030, dregið verður verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts. Áætlun Evrópusambandsins til að bregðast við plastmengun er ætlað að vernda náttúruna, verja íbúana og styrkja fyrirtækin. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar og á að stuðla að […]

Stefnt að opnun neyslurýma fyrir vímuefnaneytendur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Alþingi samþykkti í maí árið 2014 ályktun um að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð „á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á forsendum heilbrigðiskerfisins og […]

Arnar Þór Sævarsson verður aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Arnar Þór útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og tók ári síðar réttindi til að gegna lögmennsku. Hann hefur gegnt stöðu sveitarstjóra á Blönduósi frá árinu 2007. Áður var hann aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, þáverandi […]

Virtur læknir óttast að Trump fái hjartaáfall-Mældist með hættulega hátt kólesteról

Donald Trump Bandaríkjaforseti var sagður við hestaheilsu í reglubundinni læknisskoðun sinni á dögunum, þegar hann var skoðaður af lækni Hvíta hússins, Dr. Ronny L. Jackson. Sagði læknirinn að hjarta- og æðakerfi Trumps væri í fínu standi, þrátt fyrir að LDL kólesteról magnið mældist 143, sem er langt yfir viðmiðunarmörkum. LDL kólesteról er gjarnan nefnt „vonda“ […]

Una María kosin formaður Miðflokksfélags Suðvesturskjördæmis

Miðflokkurinn stofnaði flokksfélag Suðvesturkjördæmis í gærkvöldi í Glersalnum í Kópavogi, samkvæmt tilkynningu frá Miðflokknum. Gestir fundarins voru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Suðvesturkjördæmis. Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis er annað kjördæmafélag Miðflokksins sem stofnað er, en nýlega var stofnað Miðflokksfélag í Suðurkjördæmi. Félagið hefur, samkvæmt nýsamþykktum lögum þess, þann tilgang að vinna […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is