Þriðjudagur 11.04.2017 - 16:43 - Ummæli ()

Birgir Örn: „Kæru bankar. Það er hægt að vera ekki svona gráðugur“

Mynd: DV

„Um daginn var ég beðinn um að taka þátt í þessari marg umtöluðu „það er hægt“ auglýsingaherferið fyrir Íslandsbanka. Ég sló að sjálfsögðu til og mun hér segja uppörvandi sögu mína af því að kaupa mér húsnæði. Grín.“

Svona hefst pistill Birgis Arnar Guðjónssonar, oft þekktur sem Biggi Lögga, á Fésbók. Segir hann að í stað þess að taka þátt í markaðsherferð Íslandsbanka hafi hann þakkað pent fyrir sig og sagðist ekki hafa áhuga á því að taka þátt:

Ég þakkaði pent fyrir mig og sagðist ekki hafa mikinn áhuga á að taka þátt í því að safna ungu fólki í ævilangan þrældóm fyrir bankastofnanir. Ég sagði reynslu mína af okurlánastarfssemi bankanna alls ekki góða. Mín skoðun væri nefnilega sú að þetta sé ekki hægt. Og ekki ætla ég að ljúga að unga fólkinu með því að segja eitthvað annað.

Rifjar hann upp atvik fyrir nokkrum árum þegar fréttamenn frá franskri sjónvarpsstöð komu í heimsókn til hans til að fjalla um lánamál Íslendinga:

Þeir fengu að skoða reikningana af verðtryggðu húsnæðislánunum mínum og eftir að hafa séð hvað ég hafði borgað mikið á meðan lánið hafði hækkað þá klóruðu þeir sér í hausnum og sögðu með sínum franska hreim „that´s not possible“. Glöggir þessir Frakkar. Þeir voru ekki lengi að sjá að þetta er ekki hægt!

Eftir hrunið var lánasnaran farin að þrengja all verulega að fjölskyldu Birgis. Framtíðin var óörugg og óljós:

„Eftir erfiðan óvissutíma kom að því að ríkið rétti okkur smá hálmstrá sem gaf okkur örlitla von. Í því fólst örlítil leiðrétting auk þess sem við fáum að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn okkar í húsnæðislánið. Smá piss í skóinn til að halda á okkur hita. Er það eðlilegt? Sýnir það að við búum í eðlilegu lánaumhverfi þar sem „það er hægt“. Er líka eitthvað eðlilegt við það að fyrirtæki séu að fara að byggja blokkir til þess að starfsmenn þess geti átt sér heimili? Nei, það er ekki hægt.“

Í dag hefur fjölskyldan eignast meira í íbúðinni þar sem húsnæðisverð hefur hækkað en sú eign er hinsvegar ekkert annað en einhver tala á tölvuskjá segir Birgir:

Það eina sem við finnum fyrir er að vaxtabætur og barnabætur eru horfnar. Allt að þakka tölunni á skjánum. Tölunni sem nánast enginn græðir á nema fjárfestar sem versla með blokkir, lóðir og möguleika fólks, og svo banakstofnanir, framtíðaeigendur fjölskyldna Íslands. Við erum ekkert að borga minna hlutfall af laununum okkar eða neitt slíkt. Við erum alveg jafn miklir þrælar bankans. Það er ekki hægt.

Birgir leggur til að skömminni verði skilað til bankanna:

Það er virkilega ógeðfellt að ætla að hneppa fjölskyldur framtíðarinnar í þessa snöru íslenskra okurlána. Markaðsstjóri Íslandsbanka segir markmið herferðarinnar vera að stappa stálinu í ungt fólk. Ég mæli með því að við snúum herferðinni við. Ég legg til að við skilum skömminni þangað sem hún á heima og beina orðunum til bankanna.

Kæru bankar. Það er hægt að vera ekki svona gráðugur. Það er hægt að vinna að því að lækka vexti á lánum og útrýma verðtryggingu. Það er hægt að líta á fjölskyldur landsins sem fólk en ekki mjólkurkýr. Það er hægt að láta bankastarfsemi snúast meira um þjónustu og minna um ofurgróða. Það eina sem þarf er vilji. „Ekki gefast upp. Það er hægt. Ef þú hefur plan“

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Marine Le Pen segir af sér formennsku

Marine Le Pen hefur sagt af sér sem formaður frönsku Þjóðfylkingarinnar, Front National. Franskir fjölmiðlar greindu frá þessu á áttunda tímanum í kvöld. Le Pen mætir Emmanuel Macron í seinni hluta frönsku forsetakosninganna eftir rúmar tvær vikur en hún hlaut næst flest atkvæði í fyrri hluta kosninganna í gær. Le Pen sagði við fjölmiðla í […]

Á að segja það með blómum?

Eftir Jón Baldvin Hannibalsson:  Verða það örlög rokkarans ljúflynda, sem lentur er á stóli heilbrigðisráðherra, að einkavæðing heilbrigðiskerfisins gerist hægt og hljótt inn um bakdyrnar hjá honum? Landlæknir – sem hefur vakið þjóðarathygli fyrir skörungsskap – segir skýrt og skorinort, að ekkert sé því til fyrirstöðu, að óbreyttum lögum, að fjárfestar í heilsuleysi geti farið […]

Bjarni er sá yngsti sem sest hefur á þing

Bjarni Halldór Janusson verður í dag sá yngsti í sögunni til að taka sæti á Alþingi, hann tekur sæti í dag í fjarveru Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Bjarni skipaði 4. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi og er því annar varamaður. Bjarni er fæddur 4. desember árið 1995 og er því 21 árs, 4 mánaða og […]

Heilsugæslan ekki fyrsti viðkomustaður – Fjárframlög aukin um 3% þegar íbúum fjölgar um 11%

Stýring fjárveitinga innan heilbrigðiskerfisins hefur orsakað það að heilsugæslan er ekki fyrsti viðkomustaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu lík og segir í markmiðum laga um heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar juk­ust framlög til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um 3% að raun­virði á tíma­bilinu 2007–16  þótt íbúum svæðisins fjölg­aði um 11%. Á sama tíma jukust út­gjöld vegna sér­greina­lækn­inga um […]

Jón Valur Jensson: „Nafn mitt hefur verið hreinsað af ljótri hatursákæru“

Í dag sýknaði Héraðsdómur Jón Val Jensson guðfræðing af ákæru um hatursorðræðu vegna ummæla sem hann lét falla á bloggsíðu sinni. Jón Valur tjáir sig um niðurstöðuna á síðu sinni og segist „hæstánægður með þennan úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur“. Í ákærunni á hendur Jóni Vali kom fram að ummæli hans fælu í sér að mati ákæruvaldsins […]

Framsókn: Gunnar var ekki rekinn úr flokknum

Gunnar Kristinn Þórðarsson er enn í Framsóknarflokknum og fréttir af brottrekstri hans úr flokknum séu á misskilningi byggðar, þetta segir Einar Gunnar Einarsson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Eyjan greindi frá því í morgun að Gunnar Kristinn hefði sagt að hann hefði verið rekinn úr flokknum, aftur, eftir að hafa skorað á Sigmund Davíð Gunnlaugsson þingmann flokksins að […]

Gunnar: Ég var rekinn úr Framsóknarflokknum – Aftur

„Mér hefur verið tjáð að ástæðan fyrir því að ég fæ ekki lengur fréttabréf Framsóknarflokksins sé sú að mér hafi verið sparkað úr flokknum. Er það í annað skiptið sem það gerist, og gerðist það í fyrra skiptið eftir flokksþingið þegar ég skoraði á Sigmund Davíð að fara í sérframboð. Nú þegar ég hef ítrekað […]

Illugi verði stjórnarformaður Byggðastofnunar

Illugi Gunnarsson, fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, verður á morgun gerður að stjórnarformanni Byggðstofnunar á ársfundi stofnunarinnar sem haldinn verður í Skagafirði. Þetta fullyrðir Fréttablaðið í dag. Segir blaðið að Jón Gunnarsson samgönguráðherra vilji skipta út Herdísi Á. Sæmundsdóttur núverandi stjórnarformanni fyrir Illuga. Herdís var skipuð í apríl árið 2015 af Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins, […]

Þáttaskil í frönskum stjórnmálum

Emmanuel Macron og Marine Le Pen komust áfram í síðari umferð forsetakosninganna í Frakklandi en fyrri umferðin fór fram í gær. Úrslitin marka ákveðin þáttaskil í frönskum stjórnmálum og sýna það mikla vantraust sem kjósendur bera til hins hefðbundna pólitíska kerfis í landinu og hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka. Í fyrsta sinn í sögu fimmta lýðveldisins eiga […]

Forsetakosningarnar í Frakklandi: Macron nær forystunni með stórborgaratkvæðum

Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er nú með forystu þegar búið er að telja meira en 40 milljón atkvæði í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna, alls eru 46,7 milljón Frakkar á kjörskrá. Marine Le Pen, frambjóðandi þjóðernissinna, var með forystu en er nú komin rúmu prósentustigi á eftir Macron nú þegar atkvæðin streyma inn úr stórborgum Frakklands, en […]

Forsetakosningarnar í Frakklandi: Marine Le Pen leiðir þegar 28 milljónir atkvæða hafa verið talin

Reuters-fréttastofan greinir frá því að Marine Le Pen hafi nú yfirhöndina yfir Emmanuel Macron í talningu atkvæða í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna. Tölur frá franska innanríkisráðuneytinu sýni að þegar búið er að telja 28 milljónir atkvæða þá sé Marine Le Pen með 23,6 prósent. Emmanuel Macron er með 22,78 prósent. François Fillon frambjóðandi íhaldsins fær […]

Forsetakosningar í Frakklandi: Le Pen og Macron eru sigurvegarar fyrstu umferðar

Fyrstu útgönguspár í forsetakosningunum í Frakklandi í dag benda til að Marine Le Pen og Emannuel Macron hafi hlotið flest atkvæði kjósenda. Le Pen er fulltrúi hægri þjóðernissinna en Macron er frambjóðandi miðjuaflanna. Kantar Sofres-fyrirtækið hefur gert útgönguspá fyrir TF1-fjölmiðalfyrirtækið. Þar eru bæði með 23 prósent atkvæða. Vinstrimaðurinn Jean Luc Mélenchon og íhaldsmaðurinn Francois Fillon […]

Formaður Framsóknar krefst umræðu um sölu Vífilsstaðalands við fjármálaráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður og formaður Framsóknarflokksins og fyrrum forsætisráðherra hefur óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi við Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, þingmann og formann Viðreisnar. Tilefnið er sala ríkisins (fjármálaráðherra) á Vífilsstaðalandinu svokallaða til Garðabæjar. Sigurður Ingi tilkynnir þetta á Fésbókarsíðu sinni í dag. Þar vísar hann til gamallar fréttar frá því í desember 2002 […]

Norður-Kórea bítur í skjaldarrendur: Hótar að sökkva flugmóðurskipi USA og gera kjarnorkuárás á Ástralíu

Engan bilbug virðist að finna á ráðamönnum í Norður-Kóreu. Nú lýsa þeir því yfir að herafli landsins sé reiðubúinn að sökkva bandaríska flugmóðurskipinu Carl Vinson. Það mun nú samkvæmt fréttum nálgast Kóreuskagann í fylgd bandarískra og japanskra tundurspilla. Að auki hóta Norður-Kóreumenn að gera kjarnorkuárás á Ástralíu haldi landið áfram að „fylgja stefnu Bandaríkjanna í […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is