Þriðjudagur 11.04.2017 - 16:43 - Ummæli ()

Birgir Örn: „Kæru bankar. Það er hægt að vera ekki svona gráðugur“

Mynd: DV

„Um daginn var ég beðinn um að taka þátt í þessari marg umtöluðu „það er hægt“ auglýsingaherferið fyrir Íslandsbanka. Ég sló að sjálfsögðu til og mun hér segja uppörvandi sögu mína af því að kaupa mér húsnæði. Grín.“

Svona hefst pistill Birgis Arnar Guðjónssonar, oft þekktur sem Biggi Lögga, á Fésbók. Segir hann að í stað þess að taka þátt í markaðsherferð Íslandsbanka hafi hann þakkað pent fyrir sig og sagðist ekki hafa áhuga á því að taka þátt:

Ég þakkaði pent fyrir mig og sagðist ekki hafa mikinn áhuga á að taka þátt í því að safna ungu fólki í ævilangan þrældóm fyrir bankastofnanir. Ég sagði reynslu mína af okurlánastarfssemi bankanna alls ekki góða. Mín skoðun væri nefnilega sú að þetta sé ekki hægt. Og ekki ætla ég að ljúga að unga fólkinu með því að segja eitthvað annað.

Rifjar hann upp atvik fyrir nokkrum árum þegar fréttamenn frá franskri sjónvarpsstöð komu í heimsókn til hans til að fjalla um lánamál Íslendinga:

Þeir fengu að skoða reikningana af verðtryggðu húsnæðislánunum mínum og eftir að hafa séð hvað ég hafði borgað mikið á meðan lánið hafði hækkað þá klóruðu þeir sér í hausnum og sögðu með sínum franska hreim „that´s not possible“. Glöggir þessir Frakkar. Þeir voru ekki lengi að sjá að þetta er ekki hægt!

Eftir hrunið var lánasnaran farin að þrengja all verulega að fjölskyldu Birgis. Framtíðin var óörugg og óljós:

„Eftir erfiðan óvissutíma kom að því að ríkið rétti okkur smá hálmstrá sem gaf okkur örlitla von. Í því fólst örlítil leiðrétting auk þess sem við fáum að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn okkar í húsnæðislánið. Smá piss í skóinn til að halda á okkur hita. Er það eðlilegt? Sýnir það að við búum í eðlilegu lánaumhverfi þar sem „það er hægt“. Er líka eitthvað eðlilegt við það að fyrirtæki séu að fara að byggja blokkir til þess að starfsmenn þess geti átt sér heimili? Nei, það er ekki hægt.“

Í dag hefur fjölskyldan eignast meira í íbúðinni þar sem húsnæðisverð hefur hækkað en sú eign er hinsvegar ekkert annað en einhver tala á tölvuskjá segir Birgir:

Það eina sem við finnum fyrir er að vaxtabætur og barnabætur eru horfnar. Allt að þakka tölunni á skjánum. Tölunni sem nánast enginn græðir á nema fjárfestar sem versla með blokkir, lóðir og möguleika fólks, og svo banakstofnanir, framtíðaeigendur fjölskyldna Íslands. Við erum ekkert að borga minna hlutfall af laununum okkar eða neitt slíkt. Við erum alveg jafn miklir þrælar bankans. Það er ekki hægt.

Birgir leggur til að skömminni verði skilað til bankanna:

Það er virkilega ógeðfellt að ætla að hneppa fjölskyldur framtíðarinnar í þessa snöru íslenskra okurlána. Markaðsstjóri Íslandsbanka segir markmið herferðarinnar vera að stappa stálinu í ungt fólk. Ég mæli með því að við snúum herferðinni við. Ég legg til að við skilum skömminni þangað sem hún á heima og beina orðunum til bankanna.

Kæru bankar. Það er hægt að vera ekki svona gráðugur. Það er hægt að vinna að því að lækka vexti á lánum og útrýma verðtryggingu. Það er hægt að líta á fjölskyldur landsins sem fólk en ekki mjólkurkýr. Það er hægt að láta bankastarfsemi snúast meira um þjónustu og minna um ofurgróða. Það eina sem þarf er vilji. „Ekki gefast upp. Það er hægt. Ef þú hefur plan“

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Kolbrún: Barátta Viðreisnar

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Ekki verður annað séð en að ráðherrar Viðreisnar séu í baráttuhug og ætli ekki að sitja lengur þegjandi undir ásökunum um að vera taglhnýtingar Sjálfstæðisflokksins. Um leið er eins og Björt framtíð sé orðin hálflömuð af meðvirkni í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er hið ráðandi afl. Hið kæfandi faðmlag íhaldsins er að […]

Dagur B. áhorfandi að mengunarhneyksli

Björn Bjarnason skrifar: Nú er ljóst að ekkert var ofsagt hér á þessum stað um fúskið sem einkenndi viðbrögð Veitna, heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og yfirstjórnar borgarinnar vegna mengunarhneykslisins. Nú er ljóst að ekkert var ofsagt hér á þessum stað um fúskið sem einkenndi viðbrögð Veitna, heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og yfirstjórnar borgarinnar vegna mengunarhneykslisins sem fréttastofa ríkisútvarpsins skýrði fyrst frá 5. júlí 2017. Ætlun allra […]

Lilja Alfreðsdóttir gagnrýnir fjármálaráðherra: Þjóðin á betri vinnubrögð skilið

Það vakti nokkra athygli í gær þegar grein eftir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra undir yfirskriftinni „Má fjármálaráðherra hafna krónunni“ birtist í Fréttablaðinu. Sitt sýnist hverjum um skrif ráðherrans og í svargrein sagði Björn Bjarnason Benedikt „fjármálaráðherra á evru-villigötum“. Nú hefur Lilja Alfreðsdóttir fyrrum utanríkisráðherra og þingkona Framsóknarflokks svarað Benedikt í grein í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni „Leiksýning […]

Þóttist japanska forsætisráðherrafrúin ekki kunna ensku til að þurfa ekki að tala við Trump?

Fyrr í þessum mánuði hittust leiðtogar G-20 ríkjanna, tuttugu stærstu iðnríkja heims, á fundi í Hamborg í Þýskalandi. Eftir ráðstefnuna var haldin vegleg veisla þar sem valdamesta fólk heims snæddi saman kvöldverð. Sætaröðunin var á þann veg að Donald Trump Bandaríkjaforseti sat hliðina á Akie Abe, eiginkonu Shinzo Abe forsætisráðherra Japans, einnar helstu bandalagsþjóðar Bandaríkjana. […]

Fjármálaráðherra á evru-villigötum

Björn Bjarnason skrifar: Röksemdafærsla fjármálaráðherra Íslands með vísan til fjármálaráðherra í nítján Evrópulöndum er reist á sandi. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hætti að boða seðlalaus viðskipti eftir að ljóst var að þau áttu hvergi hljómgrunn nema í nefnd sem skilaði honum áliti þar sem afnám seðla með hátt gildi var talið sporna gegn skattsvikum. Í grein […]

Þorbjörn: Sjaldgæft í norrænum samfélögum að ríkisvaldið sjálft ýti undir ójöfnuð

Fjárfestingarleiðin svokallaða er mikið í umræðunni þessa dagana og sitt sýnist hverjum um ágæti þessarar aðgerðar, þar sem Seðlabanki Íslands gerði ríkum Íslendingum kleift að flytja gjaldeyri til landsins og kaupa íslenskar krónur með miklum afslætti. Þorbjörn Þórðarson gerir þetta að umfjöllunarefni sínum í leiðara Fréttablaðsins í dag sem ber yfirskriftina „Tvær þjóðir“. Þorbjörn segir […]

Varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks hjólar í Kára og Gunnar Smára: Hugsa um rassgatið á sjálfum sér

Börkur Gunnarson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í velferðar- og innkauparáði Reykjavíkurborgar lét þá Gunnar Smára Egilsson fyrrum ritstjóra Fréttatímans og Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar Erfðagreiningar heyra það á Facebook síðu sinni í gær. Tilefnið var frétt Eyjunnar um stórviðskipti Kára í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands en þar kom fram að fyrirtæki græddi þrjá milljarða króna […]

Kannski hann ætti að skipta út bjórnum fyrir þorskalýsi

Dr. Kári Stefánsson hefur sent Eyjunni svofellt skeyti í tilefni af frétt fyrr í kvöld um viðskipti Íslenskrar erfðagreiningar gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans: Kannski hann ætti að skipta út bjórnum fyrir þorskalýsi — Svar við fésbókarfærslu Sigmundar Davíðs Bjartur í Sumarhúsum brást ókvæða við þegar kvenfélagið færði honum kú til þess að börn hans fengju mjólk í […]

Kári stórtækastur í fjárfestingaleiðinni: Gengishagnaður yfir þremur milljörðum króna

Kári Stefánsson er sá íslenski athafnamaður sem flutti mest af evrum inn til landsins með afslætti gegnum svonefnda fjárfestingaleið Seðlabankans. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fv. forsætisráðherra bendir á að Kári hafi síðan verið flestum duglegri við að fordæma alla aðra fyrir að vera ekki nógu samfélagslega sinnaðir. Í Markaðnum, viðskiptariti Fréttablaðsins, birtist í morgun úttekt á […]

Eymdin í byggðarkvótanum

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Starfshópur um byggðakvóta kynnti tillögur sínar á fundi á Þingeyri fyrr í vikunni. Breytingum voru settar þröngar skorður, í grautarpottinum er sama súpugutlið og áður og engu kjarngóðu má bæta við það. Aðeins á að hræra aftur og aftur með sömu sleifinni. Nefndarmenn eru ekki öfundsverðir við það starf að finna […]

Kjalvegur í fúlustu alvöru

Eftir Guðna Ágústsson: Ég skrapp á sunnudaginn í fallegu veðri norður Kjöl inn í Kerlingarfjöll og á Hveravelli. Ég var farþegi í lítilli rútu með skemmtilegu fólki, við lögðum snemma upp og ekki vantaði að ferðamennirnir væru komnir á fætur — allt troðfullt á Geysi og við Gullfoss. Við okkur blasti hin mikla fjallafegurð Bláfellið […]

Fjárfestingaleiðin: Ólafur og Hjörleifur gætu innleyst ríflegan gengishagnað

Félag í eigu Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Samskipa, og Hjörleifs Jakobssonar fjárfestis kom með tæplega tvo milljarða króna til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands í desember 2012. Miðað við núverandi gengi gæti félagið innleyst um 809 milljónir í gengishagnað, samkvæmt útreikningum Markaðar Fréttablaðsins, en blaðið skýrir frá þessu í dag í úttekt á fjárfestingaleiðinni. Fjármunir Ólafs […]

Afkoma sveitarfélaga með besta móti

Árið 2016 var gott hjá flestum sveitarfélögum landsins og var afkoma margra mun betri en spáð hafði verið. Af 74 sveitarfélögum landsins hafa 63 skilað ársreikningum en í þeim sveitarfélögum sem skilað hafa ársreikningum búa um 99% þjóðarinnar. Þetta kemur fram í úttekt Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag. Orðið hefur tæplega 24 milljarða króna […]

Mafían mokgræðir á flóttafólki

Ítölsk stjórnvöld hafa eytt hundruðum milljón evra í móttöku flóttafólks sem kemur til landsins sjóleiðina frá Afríku en engu að síður eru aðstæður þess oft bágbornar. Nú hefur yfirgripsmikil lögreglurannsókn leitt í ljós að ítalska mafían hefur fengið í sinn hlut milljónatugi frá ríkinu, fjármagn sem átti að fara til að veita flóttafólki sæmilegan mat […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is