Þriðjudagur 11.04.2017 - 22:23 - Ummæli ()

Engu líkara en að Sósíalistaflokkurinn sé til að draga athyglina frá viðskilnaðnum við Fréttatímann

Björn Bjarnason. Mynd/DV

„Engu er líkara en menn átti sig ekki á að Gunnar Smári Egilsson kýs að draga athygli að stofnun nýs flokks, Sósíalistaflokksins, til að hætt sé að tala um viðskilnað hans við Fréttatímann og starfsfólkið þar.“

Þetta segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra á vefsíðu sinni og vísar þar til brotthvarfs Gunnar Smára frá Fréttatímanum sem vakti mikla athygli í lok síðustu viku þar sem starfsfólk Fréttatímans vandaði ritstjóranum og útgefandanum fyrrverandi ekki kveðjurnar. Sagði Gunnar Smári að stærstu lánardrottnar félagsins hafi viljað freista þess að treysta áframhaldandi rekstur blaðsins í lok síðustu viku og óskuðu þess að hann léti af störfum, sem hann gerði:

Ég gat því ekki greint starfsfólkinu frá stöðu fyrirtækisins. Ég hafði enga stöðu til þess, þekkti ekki atburðarásina og kunni engin svör. Og ekki vildi ég auka óvissu þess með því að blanda minni persónulegu stöðu inn í hana. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins var á vinnustaðnum og gat upplýst fólk um gang viðræðna, fjárhagsstöðu og annað,

sagði Gunnar Smári á föstudag. Svo á miðnætti í fyrrinótt tilkynnti Gunnar Smári svo um stofnun Sósíalistaflokks Íslands 1.maí næstkomandi. Upp úr því biðlaði Oddný Harðardóttir þingmaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar til forsvarsmanna Sósíalistaflokksins um að styrkja Samfylkinguna í stað þess að stofna nýjan flokk. Gunnar Smári sagði Samfylkinguna hafa valdið að stórkostlegum skaða og sé mesta eyðingarafl vinstursins. Þegar þetta er skrifað nú hálfum sólarhring síðar er skráning enn opin í Sósíalistaflokkinn.

Blekkingarleikur

Björn segir að Gunnar Smári njóti sérstaks velvilja hóps álitsgjafa sem láti eins og taka beri boðskap Gunnars Smára á þann veg að hann eigi sérstakt erindi við þjóðina, það sé fyrst og síðast til þess eins fallið að gengisfella álit manna á þeim eru til þess búnir að ganga erinda Gunnars Smára eða leggja málstað hans lið. Segir Björn að Gunnar Smári hafi staðið fyrir blekkingarleik á stofnunarhátíð Frjálsrar fjölmiðlunar sem hann bauð til í Háskólabíói laugardaginn 11. mars:

Aldrei var einu sinni birt mynd af samkomunni en sagt að safnast hefðu 10,5 m. kr. og 800 manns skráð sig sem stofnfélaga í Frjálsri fjölmiðlun,

segir Björn. Vitnar hann svo í frétt í Fréttatímanum sem birtist 10.mars þar sem nefndur til sögunnar hópur fólks sem tekið hefði að sér að sitja í fulltrúaráði Frjálsrar fjölmiðlunar, samtaka til stuðnings óháðri og frjálsri blaðamennsku, sagði Gunnar Smári þá:

„Ráðið samanstendur af miklu heiðursfólki sem hefur látið margt gott af sér leiða, bæði störfum sínum og ekki síður með borgaralegri þátttöku sinni. Á laugardaginn mun ráðið og stjórn Frjálsrar fjölmiðlunar taka við boltanum og byggja upp þessi samtök. Við á Fréttatímanum munum snúa okkur að því að gefa út betra blað.“

Björn segir ekkert að marka þessa yfirlýsingu:

Hann yfirgaf sökkvandi skip með stórundarlegum yfirlýsingum og talar nú aðeins um stofnun nýs stjórnmálaflokks, Sósíalistaflokks.

Skjáskot úr Fréttatímanum 10.mars 2017.

Björn birtir svo nafnalistann úr Fréttatímanum frá 10. mars:

„Andri Snær Magnason rithöfundur, Anna Wojtynska mannfræðingur, Arnbjörg María Danielsen leikstjóri, Benedikt Erlingsson leikstjóri, Benjamin Julian aktivisti, Dominique Plédel Jónsson matarpólitíkus, Elísabet Rónaldsdóttir klippari, Guðrún Hallgrímsdóttir jarðfræðingur, Héðinn Unnsteinsson stjórnsýslufræðingur, Hrannar Jónsson formaður Geðhjálpar, Hulda Hákon myndlistarkona, Joanna Marcinkowska verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi, Katrín Oddsdóttir lögmaður, Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri, Kristín Eiríksdóttir skáld, Kristinn Sigmundsson söngvari, Lára Jónasdóttir verkefnastjóri hjá Læknum án landamæra, Lea María Lemarquis aktivisti, Margrét Örnólfsdóttir rithöfundur, Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur, Mikael Torfason rithöfundur, Mörður Árnason íslenskufræðingur, Ólafur Ingólfsson prófessor í jarðfræði, Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Ragnar Kjartansson myndlistarmaður, Róbert H. Haraldsson prófessor í heimspeki, Róbert Marshall blaðamaður, Sigríður Eyþórsdóttir iðjuþjálfi, Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður, Sigurjón Magnús Egilsson blaðamaður, Sjöfn Ingólfsdóttir fyrrum formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Stefán Jón Hafstein blaðamaður, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og ritstjóri, Sverrir Jakobsson prófessor í sagnfræði, Tolli myndlistarmaður, Torfi  H. Tulinius prófessor í miðaldafræðum, Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari og Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri.“

Hvergi hefur sést vísað til þess opinberlega að þetta fólk eða fulltrúar þess hafi látið að sér kveða við lausn erfiðleikanna sem steðja að Fréttatímanum og starfsfólki hans. „Heiðursfólkið“ hans Gunnars Smára hefur ef til vill ákveðið að snúa sér að stofnun Sósíalistaflokksins undir forystu hans?

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Guðlaugur Þór gaf Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kunke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. „“Ber er hver að baki nema bróður sér eigi“, segir í sögnunum og er þar vísað til vopnaðra […]

Ríkisstjórnin lýsir yfir vantrausti á kjararáð- Myndar starfshóp um „breytt fyrirkomulag“ og „úrbætur“

Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp um kjararáð, í samráði við „heildarsamtök á vinnumarkaði“, líkt og segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. „Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana kjararáðs, sé annað fyrirkomulag talið líklegra til betri sáttar í þjóðfélaginu til […]

Gunnar Atli ráðinn aðstoðarmaður Kristjans Þórs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi. Gunnar Atli er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði, með Mag. Jur. í lögfræði frá […]

Vilhjálmur Bjarnason: „Borgin stundar mikinn fjandskap við íbúa sína“

Vilhjálmur Bjarnason, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann fer yfir helstu hugðarefni sín í borgarmálunum. Eru þar húsnæðis- og velferðarmál ofarlega á baugi, en athygli vekur að Vilhjálmur minnist lítið sem ekkert á samgöngumál eða borgarlínu, en hann hefur þó áður lýst yfir efasemdum um hana, […]

Strætó að eldast – Um helmingur 10 ára eða eldri

Samgöngumál borgarinnar eru nú í brennidepli, þegar styttist í sveitastjórnarkosningar. Ljóst er að samgöngumál verða eitt af stóru kosningamálunum, ekki síst almenningssamgöngur, þar sem Borgarlínan hefur verið í forgrunni. En hvernig stendur Strætó ? Samkvæmt Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdarstjóra Strætó, eru 49 af 95 strætisvögnum fyrirtækisins 10 ára eða meira og eru tveir þeirra 18 ára […]

Borgin úthlutaði lóðum fyrir 1711 íbúðir árið 2017

Alls voru samþykktar lóðaúthlutanir fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði á síðasta ári. Mikill meirihluti úthlutaðra lóða var fyrir byggingarfélög sem starfa án hagnaðarsjónarmiða. Borgarráð fékk kynningu á úthlutunum lóða á fundi sínum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Úthlutað var lóðum fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði í fyrra. Af þeim eru 1.422 […]

Forsætisráðherra í heimsóknarhug

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á faraldsfæti í gær, en hún heimsótti bæði umboðsmann barna og Seðlabankann. Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gerði Katrínu grein fyrir stefnumótun og áherslum embættisins fyrir tímabilið 2018 til 2022. Fram kom að embættið telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu […]

Þórir Guðmundsson ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone. Þórir er með meistaragráðu í alþjóðlegum samskiptum frá Boston University og B.A. gráðu í Blaða- og fréttamennsku frá University of Kansas. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo […]

Dauðans alvara – eftir Jón Pál Hreinsson og Pétur G. Markan

Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og […]

ESB ræðst gegn plastmengun: Meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050 með sama áframhaldi

Samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins verða allar plastumbúðir gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030, dregið verður verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts. Áætlun Evrópusambandsins til að bregðast við plastmengun er ætlað að vernda náttúruna, verja íbúana og styrkja fyrirtækin. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar og á að stuðla að […]

Stefnt að opnun neyslurýma fyrir vímuefnaneytendur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Alþingi samþykkti í maí árið 2014 ályktun um að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð „á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á forsendum heilbrigðiskerfisins og […]

Arnar Þór Sævarsson verður aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Arnar Þór útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og tók ári síðar réttindi til að gegna lögmennsku. Hann hefur gegnt stöðu sveitarstjóra á Blönduósi frá árinu 2007. Áður var hann aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, þáverandi […]

Virtur læknir óttast að Trump fái hjartaáfall-Mældist með hættulega hátt kólesteról

Donald Trump Bandaríkjaforseti var sagður við hestaheilsu í reglubundinni læknisskoðun sinni á dögunum, þegar hann var skoðaður af lækni Hvíta hússins, Dr. Ronny L. Jackson. Sagði læknirinn að hjarta- og æðakerfi Trumps væri í fínu standi, þrátt fyrir að LDL kólesteról magnið mældist 143, sem er langt yfir viðmiðunarmörkum. LDL kólesteról er gjarnan nefnt „vonda“ […]

Una María kosin formaður Miðflokksfélags Suðvesturskjördæmis

Miðflokkurinn stofnaði flokksfélag Suðvesturkjördæmis í gærkvöldi í Glersalnum í Kópavogi, samkvæmt tilkynningu frá Miðflokknum. Gestir fundarins voru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Suðvesturkjördæmis. Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis er annað kjördæmafélag Miðflokksins sem stofnað er, en nýlega var stofnað Miðflokksfélag í Suðurkjördæmi. Félagið hefur, samkvæmt nýsamþykktum lögum þess, þann tilgang að vinna […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is