Miðvikudagur 12.04.2017 - 19:42 - Ummæli ()

Bensínstöðvar í Reykjavík eins og við þjóðveg í Ameríku

Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Sjaldan hefur maður komið í borg þar sem eru jafnmargar og stórar bensínstöðvar og Reykjavík – og það gildir um höfuðborgarsvæðið allt. Inni í borginni eru bensínstöðvar af þeirri tegund sem maður ætti helst von á að sjá við þjóðvegi í Ameríku. Þetta er satt að segja ansi fátítt í borgum, að minnsta kosti í borgum sem fólki þykir áhugavert að heimsækja.

Þetta segir Egill Helgason fjölmiðlamaður í pistli á Eyjunni í dag. Bensínstöðvar eru ekki talið með fögrum mannvirkjum, segir Egill þær frekar einsleitar bæði í útliti sem og varningi.

Egill Helgason

Í síðustu viku kom álit frá Samkeppniseftirlitinu þar sem lýst var áhyggjum af samkeppnisskilyrðum á eldsneytismarkaðnum í Reykjavík og er það mat Samkeppniseftirlitsins að stefna borgarinnar í skipulagsmálum raski samkeppni á eldsneytismarkaði. Í matsskýrslu Samkeppniseftirlitsins kom fram að vísbendingar að víða væri pottur brotinn þegar kæmi að skipulagsákvörðunum og lóðaúthlutunum sveitarfélaga þar sem ekki væri litið til áhrifa á samkeppni. Þá sér í lagi þá stefnu borgarinnar að úthluta ekki lóðum undir nýjar bensínstöðvar nema önnur sé lögð niður á móti.

Segir Egill það sjálfsagt að Reykjavíkurborg reyni að hamla aðeins gegn fjölda bensínstöðva:

Bensínstöðvarnar eru ekki bara margar, heldur eru þær feikistórar. Í gær ók ég framhjá sérkennilegu mannvirki, sjálfsafgreiðslustöð N1 í Norðlingholti. Þarna standa örfáar bensíndælur á plani sem er á stærð við fótboltavöll. Ég sá ekki að neinn væri að taka bensín þarna. Líklega væri hægt að koma dælunum fyrir á bletti sem væri ekki nema 10 prósent af þessu flæmi. En þá væri bensínstöðin auðvitað ekki jafn rosalega sýnileg eins og hún er núna.

Ein bensínstöð á hverja 671 íbúa á landsbyggðinni

Í stuttri yfirferð yfir vefsíður eldsneytissala á Íslandi kemur í ljós að alls eru 257 bensínstöðvar á landinu. Þar af 76 á höfuðborgarsvæðinu. N1 rekur alls 101 stöðvar, bæði þjónustustöðvar og sjálfsafgreiðslustöðvar, þar af eru 32 á höfuðborgarsvæðinu. Skeljungur og Orkan reka 65 á öllu landinu, þar af 14 á höfuðborgarsvæðinu. Olís og OB reka 72 um allt land, þar af 19 á höfuðborgarsvæðinu. Atlantsolía rekur svo 19 sjálfsafgreiðslustöðvar um allt land, þar af eru 11 á höfuðborgarssvæðinu.

Þessi fjöldi þýðir að það er ein bensínstöð á hverja 1.316 íbúa í landinu þegar miðað er við mannfjöldatölur Hagstofunnar á fjórða ársfjórðungi 2016, 338.450 manns. Á höfuðborgarsvæðinu búa 216.940 manns og þýðir það að það er ein bensínstöð á hverja 2.850 íbúa, og ein bensínstöð á hverja 671 íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Líkt og greint var frá nýverið eru nú fleiri bílar en íbúar á landinu, alls 344.664 ökutæki, þýðir það að það eru 1.395 bílar á bensínstöð á öllu landinu.

Fækkar í Svíþjóð – Fjölgar í Reykjavík

Í Noregi eru 1.580 bensínstöðvar samkvæmt norsku olíustofnuninni, þar af eru 75 í höfuðborginni Osló. Þetta þýðir að í Noregi er ein bensínstöð á hverja 3.189 íbúa, en ein bensínstöð á hverja 8.240 íbúa rúmlega í Osló. Hafa skal í huga að miklar vegalengdir eru víða á landsbyggðinni í Noregi og fjöldi bíla er talsvert lægri en á Íslandi miðað við höfðatölu, rúmlega 2,6 milljón bílar á rúmlega 5 milljón íbúa.

Kjarninn greindi frá árið 2015 að bensínstöðvum hefði fjölgað nokkuð hér á landi undanfarið þvert á þróun í öðrum löndum. Árið 2005 voru alls 3.839 bensínstöðvar í Svíþjóð en sú tala hafði lækkað niður í 2.937 fimm árum síðar. Frá 2005 til 2014 fjölgaði hins vegar bensínstöðvum í Reykjavík um 18, þó skal hafa í huga að tölurnar frá Svíþjóð ná ekki sérstaklega yfir þéttbýlissvæði.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Fjögur nýsköpunarfyrirtæki hljóta viðurkenningar fyrir samstarf

Í dag afhenti Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra viðurkenningar til fjögurra fyrirtækja innan Íslenska sjávarklasans sem skarað hafa framúr við að efla samstarf við önnur fyrirtæki. Fyrirtækin sem hlutu viðurkenningu eru Navis, Evris, Iceland Sustainable Fisheries og Knarr Maritime. Navis hlýtur viðurkenningu fyrir að efla samstarf tæknifyrirtækja um hönnun á umhverfisvænum skipum. Evris hlýtur viðurkenningu fyrir […]

Grein Hannesar á skjön við skýrslu Rannsóknarnefndar – „Því var bjargað sem bjargað varð“

Í tilefni 70 ára afmælis Davíðs Oddssonar ritar Hannes Hólmsteinn Gissurason eina og hálfa opnu um aðkomu Davíðs að bankahruninu í Morgunblaðinu í dag. Í Stundinni kemur fram að Hannes sé ósammála niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis og lýsi Davíð sem bjargvætti Íslands í hruninu, en það sé söguskýring sem Hannes kenni í skyldunámskeiði í Háskóla Íslands. […]

Samkeppniseftirlitið hafnar kröfu Símans – Skilyrði samnings verða óbreytt

Samkeppniseftirlitið hefur hafnað kröfu Símans um að breyta skilyrðum samnings milli Fjarskipta hf. (Vodafone) og 365 miðla hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Þann 9. október sl. heimilaði Samkeppniseftirlitið kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. Samruninn er háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar gerðu sátt um.   […]

Forsætisráðherra fundaði með formanni landsstjórnar Grænlands

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti fund með Kim Kielsen, formanni landsstjórnar Grænlands í dag. Á fundinum var rætt um góð samskipti Íslands og Grænlands, stöðu efnahagsmála og stjórnmála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Mikilvægi Vestnorræna ráðsins kom til umræðu og aukin samvinna Íslands og Grænlands, meðal annars á sviði ferðamála.Vaxandi straumur ferðamanna er fyrirliggjandi […]

Skúli Helgason stefnir á 3. sætið hjá Samfylkingunni

Borgarfulltrúinn Skúli Helgason gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sem fram fer 10. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Skúli hefur verið borgarfulltrúi í eitt kjörtímabil, í meirihlutasamstarfi undir forystu Samfylkingarinnar og stýrir einum viðamesta málaflokknum í borgarmálunum, skóla- og frístundamálum.   Skúli er menntaður stjórnmálafræðingur frá […]

Gjörbreyting á Kringlusvæðinu – Fyrirhuguð uppbygging gerir ráð fyrir Borgarlínu

Í dag skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita undir viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Reita um uppbyggingu á Kringlureitnum og verður það umfangsmesta uppbygging á svæðinu frá því verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð árið 1987. Reitir og Reykjavíkurborg munu vinna saman að nýju rammaskipulagi fyrir svæðið og breyta gildandi skipulagsáætlunum. Miðað er við að […]

Björn Valur: „Árni Páll til liðs við stjórnina?“

Björn Valur Gíslason, fyrrum varaformaður Vinstri grænna, veltir því fyrir sér á heimasíðu sinni hvort að Árni Páll Árnason, fyrrum formaður Samfylkingarinnar, sé ekki vel til þess fallinn að liðsinna ríkisstjórninni þegar kemur að málefnum ESB og Brexit.   Björn Valur dáðist að framgöngu Árna Páls í Silfrinu um helgina, hvar hann ræddi Brexit af […]

Reykjavíkurborg fær falleinkunn í þjónustukönnun Gallup

Reykjavíkurborg fær lægstu einkunn í nýrri þjónustukönnun Gallup, þegar þjónusta borgarinnar við leik- og grunnskóla, eldri borgara og fatlaða er borin saman við önnur sveitafélög. Þetta kemur fram á Kjarnanum.   Mælist Reykjavíkurborg einnig neðst í heildaránægju íbúa af sveitafélagi sínu. Hún mælist þó ekki neðst í öllum flokkum, þó litlu muni. Garðabær mælist efstur […]

Davíð Oddsson sjötugur í dag – „Ég er ekk­ert að hugsa um að hætta“

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, er sjötugur í dag. Af því tilefni fór hann í viðtal á útvarpsstöð Árvakurs, K100, í morgun. Þar kvaðst hann ekki ætla að setjast í helgan stein, líkt og tveir forverar hans, þeir Styrmir Gunnarsson og Matthías Johannessen gerðu þegar þeir urðu sjötugir. Davíð var hress og kátur […]

Kjartan vill endurskoða samning ríkis og borgar um samgöngumál

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, flutti tillögu þess efnis á borgarstjórnarfundi í gær, að endurskoða þyrfti samning ríkis og borgar um samgöngumál frá árinu 2013, með því augnarmiði að hægt verði að fara í stórframkvæmdir í samgöngumálum í borginni. Samningurinn kveður á um svokallað „framkvæmdarstopp í samgöngumálum Reykjavíkurborgar“ að sögn Kjartans og að ríkið veiti borginni […]

Konur brjóta blað í Atvinnuveganefnd Alþingis

Atvinnuveganefnd hefur störf á morgun að loknu jólaleyfi. Nú ber svo við að eingöngu konur stýra starfi nefndarinnar. Lilja Rafney Magnúsdóttir VG, er formaður, Inga Sæland Flokki fólksins er 1. varaformaður og Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki er 2. varaformaður.   Mun það ekki hafa áður gerst að eingöngu konur veittu þessari nefnd eða fyrirrennurum hennar […]

Kjartan vill vera áfram bæjarstjóri í Reykjanesbæ: „Ég er alveg til í það“

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segist áfram vilja starfa sem slíkur, en hann var ráðinn af núverandi meirihluta eftir sveitastjórnarkosningarnar árið 2014, en meirihluta skipa Bein leið, Frjálst afl og Samfylking. Kjartan er fyrrum bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins en var ráðinn á faglegum forsendum, ekki pólitískum. Þetta kemur fram í Víkurfréttum.       Aðspurður hvort […]

Helgi Seljan sakar formann Varðar um seinheppni – Formaðurinn býður Helga í Valhöll til að læra um húmor

Í dag byrjaði utan-kjörfundaratkvæða-greiðsla í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en leiðtogakjörið sjálft er þann 27. janúar. Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sér um framkvæmdina, en formaður hennar, Gísli Kr. Björnsson, greiddi atkvæði sitt í morgun.   Gísli birti mynd af sér við athöfnina, líkt og tíðkast. Birti hann myndina á Facebooksíðu sinni. Netverjum brá sumum […]

Stofna á ungmennaráð Heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna

Greint var frá fyrirhugaðri stofnun ungmennaráðs Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á ríkisstjórnarfundi í morgun. Forsætisráðuneytið mun óska eftir umsóknum í ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna 31. janúar nk. og mun sérfræðingur í þátttöku barna og ungmenna hjá UNICEF á Íslandi halda utan um skipulag og vinnu ráðsins. Eitt af meginstefum Heimsmarkmiðanna er samvinna milli ólíkra hagsmunaaðila, þ.á […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is