Fimmtudagur 13.04.2017 - 17:17 - Ummæli ()

Spennan magnast: Sprengir Norður-Kórea kjarnorkusprengju um páskahelgina?

Glæný gerfihnattamynd sem á að sýna að Norður-Kórea sé nú búið að gera allt klárt fyrir nýja tilraunakjarnorkusprengingu. Hún gæti orðið um helgina og þá er fjandinn líklega laus.

Margt þykir nú benda til að Norður-Kóreumenn hyggi á að sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni nú um páskahelgina. Fregnir berast nú af því að sérfræðingar telji sig geta ákveðin teikn af gerfihnattamyndum um að Pungye-ri tilraunasprengingasvæðið í Norður-Kóru sé nú klárt fyrir tilraunasprengingu eða tilraunaskot með eldflaugum sem geti borið kjarnaodda.

Mikið verður um dýrðir í Norður-Kóreu um komandi helgi þar sem 105 ár verða liðin á laugardag frá fæðingu Kim Il-Sung stofnanda ríkisins. Stjórnvöld í hátíðarskapi gætu freistast til að sprengja kjarnorkusprengju eða skjóta á loft öflugri eldflaug, bæði til að stappa stálinu í eigin þjóð en einnig til að sýna óvinum fram á að þeim verði mætt af fyllstu hörku reyni þeir að gera Norður-Kóreu skráveifu í formi hernaðaraðgerða. Ef um tilraunasprengingu yrði að ræða þá væri það hin sjötta sem Norður-Kóreumenn framkvæma. Það yrði í algeru trássi við vilja Bandaríkjanna sem telja að nú sé mælirinn fullur hvað varðar kjarnorkuvopnavígbúnað og hótanir af hálfu Norður-Kóreu.

Spenna virðist nú aukast hratt í Suðaustur-Asíu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur stefnt öflugri flotadeild undir forystu flugmóðurskipsins Carl Vinson að Kóreuskaga. Með í för eru tveir bandarískir eldflaugatundurspillar og fjórir tundurspillar frá japanska sjóhernum. Þessi skip munu verða staðsett undan ströndum Norður-Kóreu.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að Bandaríkin muni ekki líða neinar frekari ögranir af hálfu Norður-Kóreu. Jafnframt virðist hann horfa til þess að Kína blandi sér í málin og telji stjórnvöldum í Pyongyang hughvarf frá því að falla í freistni að sprengja kjarnorkusprengju eða senda risaeldflaugar á loft um helgina. Fyrr í dag birti Donald Trump þessa orðsendingu á Twitter:

 

Japanir búa sig undir eldflaugaárásir

Hið sama gildir um Japan. Þar í landi hafa stjórnvöld þungar áhyggjur af vígbúnaðarlegu framferði Norður-Kóreumanna. Shinzo Abe forsætisráðherra hefur greint japanska þinginu frá því að ekki sé einvörðungu um að ræða hugsanlega kjarnorkuógn heldur hafi Norður-Kórea einnig getu til að skjóta eldflaugum með baneitruðu sarín-gasi á Japan. Þetta er ástæða þess að Japanir senda nú tundurspilla sína með bandarískum herskipum að ströndum Norður-Kóreu.

Undanfarið hafa farið fram æfingar í Japan þar sem fólk er þjálfað til að bregðast við yfirvofandi eldflaugaárásum og leita skjóls. Hafa skólabörn meðal annars tekið þátt í slíkum æfingum. Slíkt hefur ekki gerst í hinu friðsæla Japan síðan seinni heimsstyrjöld lauk fyrir rúmum 70 árum.

Á sama tíma virðist engan bilbug að finna á stjórnvöldum í Norður-Kóreu.

Sterkur her okkar fylgist með eftirvæntingu með öllum hreyfingum óvinanna og kjarnorkuvopnum okkar er beint gegn innrásarstöðvum Bandaríkjanna – ekki aðeins í Suður Kóreu og á hafsvæðunum í kring, heldur líka á meginlandi Ameríku,

skrifar Norður-Kóreu dagblaðið Rodong Sinmun.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Græðgin gengur af göflunum – Kristinn H. Gunnarsson

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Útgerðarmafían hóf árið með stórsókn gegn almenningi. Framkvæmdastjóri samtaka þeirra fer hamförum yfir veiðigjaldinu og segir það vera skattheimtu á sterum. Ætla mætti að verið væri að ganga a milli bols og höfuðs í efnahagslegum skilningi á öllum helstu útgerðarfélögum landsins, slíkur er barlómurinn. Segja mætti eins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði […]

Benedikt óskar upphafsmönnum EES-samningsins til hamingju með afmælið

Benedikt Jóhannesson, fyrrum formaður og stofnandi Viðreisnar og fjármálaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, skrifar um afmæli EES samningsins á heimasíðu sinni, en 25 ár eru liðin frá því hann tók gildi. Benedikt er mikill áhugamaður um inngöngu Íslands í Evrópusambandið, en EES samningurinn var hugsaður sem „biðstofa fyrir fulla aðild að Evrópusambandinu“, segir Benedikt í […]

Hannes Hólmsteinn býður fram lausn við umferðaröngþveitinu um Miklubraut

Hannes Hólmsteinn Gissurason, stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands, býður fram áhugaverða lausn á þeim mikla umferðavanda sem jafnan skapast á Miklubrautinni á degi hverjum. Á Facebooksíðu hans segir:   „Ég bý í 101 eins og borgarfullrúar vinstri meirihlutans og geng í vinnuna. En ég skil ekki, hvers vegna aðrir borgarbúar láta bjóða sér umferðaröngþveitið við Lönguhlíð […]

Rússnesk rúlletta á Reykjanesbrautinni

Þórólfur Júlían Dagsson ritar: Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið. Allt of margir hafa lent í alvarlegum umferðarslysum á þessum vegarkafla milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar og allt of margir hafa hreinlega látið lífið. Við þetta verður ekki unað. Barátta bæjarbúa á sýnum […]

Guðlaugur Þór gaf Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kunke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. „“Ber er hver að baki nema bróður sér eigi“, segir í sögnunum og er þar vísað til vopnaðra […]

Ríkisstjórnin lýsir yfir vantrausti á kjararáð- Myndar starfshóp um „breytt fyrirkomulag“ og „úrbætur“

Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp um kjararáð, í samráði við „heildarsamtök á vinnumarkaði“, líkt og segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. „Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana kjararáðs, sé annað fyrirkomulag talið líklegra til betri sáttar í þjóðfélaginu til […]

Gunnar Atli ráðinn aðstoðarmaður Kristjans Þórs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi. Gunnar Atli er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði, með Mag. Jur. í lögfræði frá […]

Vilhjálmur Bjarnason: „Borgin stundar mikinn fjandskap við íbúa sína“

Vilhjálmur Bjarnason, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann fer yfir helstu hugðarefni sín í borgarmálunum. Eru þar húsnæðis- og velferðarmál ofarlega á baugi, en athygli vekur að Vilhjálmur minnist lítið sem ekkert á samgöngumál eða borgarlínu, en hann hefur þó áður lýst yfir efasemdum um hana, […]

Strætó að eldast – Um helmingur 10 ára eða eldri

Samgöngumál borgarinnar eru nú í brennidepli, þegar styttist í sveitastjórnarkosningar. Ljóst er að samgöngumál verða eitt af stóru kosningamálunum, ekki síst almenningssamgöngur, þar sem Borgarlínan hefur verið í forgrunni. En hvernig stendur Strætó ? Samkvæmt Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdarstjóra Strætó, eru 49 af 95 strætisvögnum fyrirtækisins 10 ára eða meira og eru tveir þeirra 18 ára […]

Borgin úthlutaði lóðum fyrir 1711 íbúðir árið 2017

Alls voru samþykktar lóðaúthlutanir fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði á síðasta ári. Mikill meirihluti úthlutaðra lóða var fyrir byggingarfélög sem starfa án hagnaðarsjónarmiða. Borgarráð fékk kynningu á úthlutunum lóða á fundi sínum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Úthlutað var lóðum fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði í fyrra. Af þeim eru 1.422 […]

Forsætisráðherra í heimsóknarhug

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á faraldsfæti í gær, en hún heimsótti bæði umboðsmann barna og Seðlabankann. Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gerði Katrínu grein fyrir stefnumótun og áherslum embættisins fyrir tímabilið 2018 til 2022. Fram kom að embættið telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu […]

Þórir Guðmundsson ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone. Þórir er með meistaragráðu í alþjóðlegum samskiptum frá Boston University og B.A. gráðu í Blaða- og fréttamennsku frá University of Kansas. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo […]

Dauðans alvara – eftir Jón Pál Hreinsson og Pétur G. Markan

Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og […]

ESB ræðst gegn plastmengun: Meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050 með sama áframhaldi

Samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins verða allar plastumbúðir gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030, dregið verður verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts. Áætlun Evrópusambandsins til að bregðast við plastmengun er ætlað að vernda náttúruna, verja íbúana og styrkja fyrirtækin. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar og á að stuðla að […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is