Fimmtudagur 13.04.2017 - 17:17 - Ummæli ()

Spennan magnast: Sprengir Norður-Kórea kjarnorkusprengju um páskahelgina?

Glæný gerfihnattamynd sem á að sýna að Norður-Kórea sé nú búið að gera allt klárt fyrir nýja tilraunakjarnorkusprengingu. Hún gæti orðið um helgina og þá er fjandinn líklega laus.

Margt þykir nú benda til að Norður-Kóreumenn hyggi á að sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni nú um páskahelgina. Fregnir berast nú af því að sérfræðingar telji sig geta ákveðin teikn af gerfihnattamyndum um að Pungye-ri tilraunasprengingasvæðið í Norður-Kóru sé nú klárt fyrir tilraunasprengingu eða tilraunaskot með eldflaugum sem geti borið kjarnaodda.

Mikið verður um dýrðir í Norður-Kóreu um komandi helgi þar sem 105 ár verða liðin á laugardag frá fæðingu Kim Il-Sung stofnanda ríkisins. Stjórnvöld í hátíðarskapi gætu freistast til að sprengja kjarnorkusprengju eða skjóta á loft öflugri eldflaug, bæði til að stappa stálinu í eigin þjóð en einnig til að sýna óvinum fram á að þeim verði mætt af fyllstu hörku reyni þeir að gera Norður-Kóreu skráveifu í formi hernaðaraðgerða. Ef um tilraunasprengingu yrði að ræða þá væri það hin sjötta sem Norður-Kóreumenn framkvæma. Það yrði í algeru trássi við vilja Bandaríkjanna sem telja að nú sé mælirinn fullur hvað varðar kjarnorkuvopnavígbúnað og hótanir af hálfu Norður-Kóreu.

Spenna virðist nú aukast hratt í Suðaustur-Asíu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur stefnt öflugri flotadeild undir forystu flugmóðurskipsins Carl Vinson að Kóreuskaga. Með í för eru tveir bandarískir eldflaugatundurspillar og fjórir tundurspillar frá japanska sjóhernum. Þessi skip munu verða staðsett undan ströndum Norður-Kóreu.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að Bandaríkin muni ekki líða neinar frekari ögranir af hálfu Norður-Kóreu. Jafnframt virðist hann horfa til þess að Kína blandi sér í málin og telji stjórnvöldum í Pyongyang hughvarf frá því að falla í freistni að sprengja kjarnorkusprengju eða senda risaeldflaugar á loft um helgina. Fyrr í dag birti Donald Trump þessa orðsendingu á Twitter:

 

Japanir búa sig undir eldflaugaárásir

Hið sama gildir um Japan. Þar í landi hafa stjórnvöld þungar áhyggjur af vígbúnaðarlegu framferði Norður-Kóreumanna. Shinzo Abe forsætisráðherra hefur greint japanska þinginu frá því að ekki sé einvörðungu um að ræða hugsanlega kjarnorkuógn heldur hafi Norður-Kórea einnig getu til að skjóta eldflaugum með baneitruðu sarín-gasi á Japan. Þetta er ástæða þess að Japanir senda nú tundurspilla sína með bandarískum herskipum að ströndum Norður-Kóreu.

Undanfarið hafa farið fram æfingar í Japan þar sem fólk er þjálfað til að bregðast við yfirvofandi eldflaugaárásum og leita skjóls. Hafa skólabörn meðal annars tekið þátt í slíkum æfingum. Slíkt hefur ekki gerst í hinu friðsæla Japan síðan seinni heimsstyrjöld lauk fyrir rúmum 70 árum.

Á sama tíma virðist engan bilbug að finna á stjórnvöldum í Norður-Kóreu.

Sterkur her okkar fylgist með eftirvæntingu með öllum hreyfingum óvinanna og kjarnorkuvopnum okkar er beint gegn innrásarstöðvum Bandaríkjanna – ekki aðeins í Suður Kóreu og á hafsvæðunum í kring, heldur líka á meginlandi Ameríku,

skrifar Norður-Kóreu dagblaðið Rodong Sinmun.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Útlendingastofnun endurskoðar ákvörðun sína – Ráðherra ánægður

Útlendingastofnun mun endurskoða ákvörðun sína um að synja fjárfestinum Bala Kamallakharaner um íslenskan ríkisborgararétt. Samkvæmt fréttatilkynningu vegna málsins er stofnunin nú að skoða hvort upplýsingar sem lögreglu um Bala séu réttar en hann sagði sjálfur á Fésbók að hann hafi verið sektaður fyrir hraðaakstur í febrúar og því hafi honum verið synjað um ríkisborgararétt þrátt […]

Hvalur hf. dæmdur til að greiða starfsmanni hálfa milljón

Rétt í þessu var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Vesturlands í máli Verkalýðsfélags Akraness gegn Hvali hf. Kröfuliðir stefnunnar voru í fjórum liðum og vannst aðalkröfuliðurinn en Hvalur var sýknaður af hinum þremur kröfuliðunum. Þetta kemur fram á vefsíðu VLFA. Krafan sem vannst og var aðalkrafa félagsins laut að sérstakri greiðslu sem getið er um […]

Víðtæk tölvuárás í Úkraínu, Rússlandi og annars staðar í Evrópu

Eftir Björn Bjarnason: Með víðtækri árás síðdegis þriðjudaginn 27. júní tókst tölvuþrjótum að lama fyrirtæki, flugvelli, banka og stjórnarskrifstofur í Úkraínu. Tölvuþrjótarnir réðust síðan á kerfi annars staðar í Evrópu meðal annars Rosneft-olíufélagið í Rússlandi og Maersk-skipafélagið í Kaupmannahöfn. Talið er að 80 fyrirtæki í Rússlandi og Úkraínu hafi orðið fyrir barðinu á vírusnum Petja, […]

Ómar Ragnarsson: Við getum lært af Las Vegas

Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður segir að Íslendingar og íslensk ferðaþjónusta geti lært af bandarísku borginni Las Vegas. Las Vegas er heimsþekktur áfangastaður ferðamanna og vinsæll staður til að halda ráðstefnur, þá sér í lagi fyrir lögleg fjárhættuspil, skemmtikrafta og aðra afþreyingu, fyrir utan ljósadýrðina: Ekki verður um það deilt að borgin Las Vegas í Nevada í […]

Fjárfesti synjað um ríkisborgararétt vegna einnar hraðasektar – Hefur búið á Íslandi í 11 ár

Fjárfestirinn Bala Kamallakharan fær ekki íslenskan ríkisborgararétt og verður vísað úr landi eftir að hafa búið á Íslandi í 11 ár. Ástæðan er hraðasekt sem hann fékk í febrúar þegar hann keyrði á milli Selfoss og Reykjavíkur. Bala er upprunalega frá Indlandi, hann hefur mikið látið til sín taka í íslensku atvinnulífi síðastliðinn áratug, þar […]

Í kröppum krónudansi

Björgvin G. Sigurðsson skrifar: Mikil og hröð styrking krónunnar hefur grafið undan útflutningsgreinum okkar og skyndilega eru blikur á lofti í ferðaþjónustunni. Gengisbreytingarnar koma harkalega niður á greininni sem á sama tíma hefur verið í fordæmislausum uppbyggingarfasa, til að mæta auknum gestakomum til landsins. Hæstu vextir í heimi og ófyrirsjáanlegar sveiflur örmynntarinnar herða að helstu […]

Mismunun dáinna

Sr. Magnús Erlingsson skrifar:  Á Íslandi er í gildi jafnræðisregla og er hún tryggð í stjórnarskránni. Reglan kveður á um að allir skuli jafnir fyrir lögum og allir skuli njóta mannréttinda. Þetta er ein af grundvallarreglum í vestrænum lýðræðissamfélögum. Kannski mætta túlka þessa reglu, útvíkka hana svolítið og segja að í henni felist það að […]

Nýr framkvæmdastjóri iðnrekenda: „Sigurður býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á íslensku efnahagslífi“

Sigurður Hannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.  Hann tekur við starfinu af Almari Guðmundssyni sem lét af störfum fyrir skömmu. Samtök iðnaðarins eru regnhlíf sex samtaka sem sameinuðust á sínum tíma, en það voru Félag íslenskra iðnrekenda, Landssamband iðnaðarmanna, Meistara- og verktakasamband byggingamanna, Verktakasamband Íslands, Félag íslenska prentiðnaðarins og Samband málm- og skipasmiðja. Sigurður […]

Vilhjálmur og Ragnar: Óhjákvæmilegt að segja upp kjarasamningum – Takk fyrir að slátra SALEK

„Það er morgunljóst að fjölmargir af okkar félagsmönnum eru agndofa og æfir af reiði yfir þeirri ákvörðun kjararáðs að hækka enn og aftur þá sem heyra undir kjararáð um allt að 300 þúsund á mánuði með afturvirkni sem nær í sumum tilfellum allt að eitt og hálft ár aftur í tímann.“ Þetta segir í pistli […]

Sturgeon frestar annarri þjóðaratkvæðagreiðslu fram yfir Brexit

Nicola Sturgeon ráðherra skosku heimastjórnarinnar segir að annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands verði frestað þangað til að Bretland er búið að segja sig úr Evrópusambandinu. Sturgeon stefndi á að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2018 eða vorið 2019, þess í stað ætlar hún og heimstjórnin að einbeita sér að því að tryggja „mjúkt Brexit“ og hagsmuni […]

May sökuð um að múta DUP til að halda forsætisráðherrastólnum

Theresa May forsætisráðherra Bretlands er harðlega gagnrýnd fyrir samkomulag sitt við norður-írska DUP flokkinn, í skiptum fyrir að verja minnihlutastjórn Íhaldsflokksins fær heimstjórn Norður-Írlands einn milljarð punda í aukaframlag á næstu tveimur árum. Íhaldsflokknum vantar einungis níu þingmenn til að ná meirihluta á breska þinginu, með samkomulaginu fær Íhaldsflokkurinn stuðning þeirra tíu þingmanna sem DUP […]

Börn í nýju Vogabyggðinni þurfa að fara langar leiðir og yfir stofnbrautir til að komast á íþróttasvæði

Börn sem munu eiga heima í Vogabyggð sem fyrirhugað er að byggja munu þurfa að ferðast nokkra kílómetra til að komast á nálægasta íþróttasvæði. Í óformlegri mælingu Stefáns Pálssonar sagnfræðings kemur í ljós að börn sem kæmu til með að búa í nýja hverfinu munu þurfa að ferðast rúmlega fjóra til fimm kílómetra til að […]

„Það hlýtur að vera gaman að fá eingreiðslu upp á 4,7 milljónir“

Ríkisendurskoðandi fær rúmar 4,7 milljónir í eingreiðslu vegna afturvirkrar hækkunar launa, forstjóri Fjármálaeftirlitsins fær að sama skapi rúmar fjórar milljónir króna. Þetta kemur fram í úrskurði Kjararáðs frá því í síðustu viku, RÚV greindi frá útreikningum BSRB sem sýna jafnframt að forsetaritari fær rúmar 1,8 milljón króna í eingreiðslu, Hagstofustjóri fær rúma 1,2 milljón króna […]

Hörður: Markaðssetningin á lambakjöti hefur brugðist

„Það hefur greinilega brugðist markaðssetning á lambakjöti undanfarin ár. Ef skoðað er aftur í tímann hefur fátt verið gert til að auka sölu, mest kveður að því að Íslendingar uppgötvuðu grillið.“ Þetta segir Hörður Jónasson áhugamaður um íslenska matvöruframleiðslu í grein sem hann skrifar í Bændablaðið. Hörður starfar í ferðaþjónustu og býr á hótelum víða […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is