Fimmtudagur 13.04.2017 - 17:17 - Ummæli ()

Spennan magnast: Sprengir Norður-Kórea kjarnorkusprengju um páskahelgina?

Glæný gerfihnattamynd sem á að sýna að Norður-Kórea sé nú búið að gera allt klárt fyrir nýja tilraunakjarnorkusprengingu. Hún gæti orðið um helgina og þá er fjandinn líklega laus.

Margt þykir nú benda til að Norður-Kóreumenn hyggi á að sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni nú um páskahelgina. Fregnir berast nú af því að sérfræðingar telji sig geta ákveðin teikn af gerfihnattamyndum um að Pungye-ri tilraunasprengingasvæðið í Norður-Kóru sé nú klárt fyrir tilraunasprengingu eða tilraunaskot með eldflaugum sem geti borið kjarnaodda.

Mikið verður um dýrðir í Norður-Kóreu um komandi helgi þar sem 105 ár verða liðin á laugardag frá fæðingu Kim Il-Sung stofnanda ríkisins. Stjórnvöld í hátíðarskapi gætu freistast til að sprengja kjarnorkusprengju eða skjóta á loft öflugri eldflaug, bæði til að stappa stálinu í eigin þjóð en einnig til að sýna óvinum fram á að þeim verði mætt af fyllstu hörku reyni þeir að gera Norður-Kóreu skráveifu í formi hernaðaraðgerða. Ef um tilraunasprengingu yrði að ræða þá væri það hin sjötta sem Norður-Kóreumenn framkvæma. Það yrði í algeru trássi við vilja Bandaríkjanna sem telja að nú sé mælirinn fullur hvað varðar kjarnorkuvopnavígbúnað og hótanir af hálfu Norður-Kóreu.

Spenna virðist nú aukast hratt í Suðaustur-Asíu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur stefnt öflugri flotadeild undir forystu flugmóðurskipsins Carl Vinson að Kóreuskaga. Með í för eru tveir bandarískir eldflaugatundurspillar og fjórir tundurspillar frá japanska sjóhernum. Þessi skip munu verða staðsett undan ströndum Norður-Kóreu.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að Bandaríkin muni ekki líða neinar frekari ögranir af hálfu Norður-Kóreu. Jafnframt virðist hann horfa til þess að Kína blandi sér í málin og telji stjórnvöldum í Pyongyang hughvarf frá því að falla í freistni að sprengja kjarnorkusprengju eða senda risaeldflaugar á loft um helgina. Fyrr í dag birti Donald Trump þessa orðsendingu á Twitter:

 

Japanir búa sig undir eldflaugaárásir

Hið sama gildir um Japan. Þar í landi hafa stjórnvöld þungar áhyggjur af vígbúnaðarlegu framferði Norður-Kóreumanna. Shinzo Abe forsætisráðherra hefur greint japanska þinginu frá því að ekki sé einvörðungu um að ræða hugsanlega kjarnorkuógn heldur hafi Norður-Kórea einnig getu til að skjóta eldflaugum með baneitruðu sarín-gasi á Japan. Þetta er ástæða þess að Japanir senda nú tundurspilla sína með bandarískum herskipum að ströndum Norður-Kóreu.

Undanfarið hafa farið fram æfingar í Japan þar sem fólk er þjálfað til að bregðast við yfirvofandi eldflaugaárásum og leita skjóls. Hafa skólabörn meðal annars tekið þátt í slíkum æfingum. Slíkt hefur ekki gerst í hinu friðsæla Japan síðan seinni heimsstyrjöld lauk fyrir rúmum 70 árum.

Á sama tíma virðist engan bilbug að finna á stjórnvöldum í Norður-Kóreu.

Sterkur her okkar fylgist með eftirvæntingu með öllum hreyfingum óvinanna og kjarnorkuvopnum okkar er beint gegn innrásarstöðvum Bandaríkjanna – ekki aðeins í Suður Kóreu og á hafsvæðunum í kring, heldur líka á meginlandi Ameríku,

skrifar Norður-Kóreu dagblaðið Rodong Sinmun.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Árás á sál Barcelóna

Èric Lluent Estela skrifar: La Rambla er sál Barcelóna. Eins og Laugavegurinn er sál Reykjavíkurborgar. Breiðgata sem tengir borgina við höfnina, táknmynd opinnar borgar. Sögulega er La Rambla gatan sem tengdi íbúa Barcelóna við umheiminn og er ástæðan fyrir því að aðkomufólk eru í genamengi borgarinnar. La Rambla varð fyrir löngu hryggjarstykki gamla bæjarins. La […]

Formaður Hvatar: Tillagan færir flokkinn áratugi aftur í tímann – „Frá fólkinu í átt að klíku“

Arndís Kristjánsdóttir formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík segir að ef tillaga um að sleppa prófkjöri í Reykjavík og halda þess í stað leiðtogakjör nái fram að ganga muni það færa Sjálfstæðisflokkinn áratugi aftur í tímann, í átt frá fólkinu og í átt að klíkustjórnmálum. Segir Arndís í pistli á Vísi í dag að á […]

Björn Valur gefur ekki kost á sér

Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna gefur ekki kost á sér til áframhaldandi varaformennsku. Um helgina fer fram flokksráðsfundur Vinstri grænna og fer landsfundur VG svo fram helgina 6. til 8. október næstkomandi. Björn Valur tilkynnti um þetta á vefsíðu sinni nú fyrir skömmu: Forystuskipti urðu á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í ársbyrjun 2013 […]

Borgarfulltrúi Pírata ávarpar mannkyn: Donald Trump er óhæfur og þarf að víkja

Halldór Auðar Svansson oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur segir það morgunljóst að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé óhæfur þar sem hann skorti bæði siðferðislegt hugrekki sem og allt raunveruleikaskyn. Í ávarpi til mannkyns sem Halldór Auðar birtir á Fésbókarsíðu sinni í dag segir hann að stór hluti af starfi Bandaríkjaforseta sé að geta tekist á við […]

Afnema áfengiskaupafríðindi æðstu stofnana ríkisins

Ríkisstjórnin samþykkti í dag tillögu fjármála- og efnahagsráðherra um að ívilnun með niðurfellingu áfengisgjalds gagnvart æðstu stofnunum ríkisins verði afnumin frá og með 1. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Lög um gjald af áfengi og tóbaki tóku gildi 1995. Nú njóta ívilnunar embætti forseta Íslands, Alþingi, ráðuneyti og embætti biskups Íslands. […]

Guðni sendir samúðarkveðju til Spánarkonungs

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi Felipe IV Spánarkonungi samúðarkveðju fyrir hönd íslensku þjóðarinnar í dag vegna hryðjuverksins sem framið var í Barcelona í gær. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Þrettán manns létust og hundrað særðust í árásinni þar sem bifreið var ekið á vegafarendur, yngsta fórnarlambið var þriggja ára. Sjö […]

Þýðingarlaust og skaðlegt að banna áfengisauglýsingar og fjárhættuspil

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að bönn við hlutum á borð við áfengisauglýsingar og fjárhættuspil séu þýðingarlaus og skaðleg. Brynjar, sem fer sjaldan leynt með skoðanir sínar, segir í færslu á Fésbók að okkur sé mjög í mun að hafa ýmis bannákvæði í lögum sem virðist vera hluti af eðlislægri stjórnsemi og vantrausti á öðrum: […]

Vitni: Hryðjuverkamaðurinn brosti þegar lögreglan skaut hann

Vitni að því þegar einn hryðjuverkamanna fimm sem vegnir voru af lögreglu í bænum Cambrils á Spáni segir að hryðjuverkamaðurinn hafi ögrað lögreglu og verið brosandi þegar lögreglan skaut hann til bana. Þrettán létust í árásinni í Barcelóna og meira en hundrað særðust, í gærkvöldi var svo annari bifreið ekið á vegfarendur í bænum Cambrils […]

Jón hafnar uppnámi hjá Kynnisferðum: „Var sannarlega ekki á staðnum“

Jón Gunnsteinn Hjálmarsson lét af störfum sem stjórnarformaður Kynnisferða ehf. fyrir skemmstu. Segir hann að þar sem hann hafi látið af störfum sem framkvæmdastjóri Alfa hf., stærsta eiganda Kynnisferða ehf., þá hafi hann eðli máls samkvæmt sagt sig úr öllum stjórnum sem tengdust félaginu. Ástæða þess að Jón Gunnsteinn lét af störfum hefur verið sögð […]

„Þetta þolir enga bið“

Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir nauðsynlegt að ráðast í heildarstefnumótun á bankakerfinu sem fyrst, það séu góðar fréttir að vogunarsjóðirnir sem keyptu 30% hluti í Arion banka í vor muni ekki nýta sér forkaupsrétt sinn til að eignast meirihluta í bankanum en óvissan um framhaldið geti gert það að verkum að stefnumótunin verði í höndum […]

Uppnám á ástralska þinginu: Þingmaður mætti til fundar í búrku

Pauline Hanson þingmaður á ástralska þinginu mætti í dag til þingfundar klædd í svarta búrku. Hún sat í þessum klæðnaði í þingsalnum í tæpar tuttugu mínútur meðan umræður fóru fram um það hvort búrkur skyldu leyfðar sem klæðnaður á almannafæri í Ástralíu. Hanson er formaður stjórnmálaflokksins One nation [Ein þjóð] en sá flokkur er þekktur fyrir […]

Umræða innan Samfylkingarinnar um að skipta um nafn

Eva H. Baldursdóttir varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir það vera til umræðu innan Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokk Íslands um að breyta nafni flokksins. Tillkynnti Eva þetta á Fésbókarsíðu sinni nú í morgun og bað hún fólk um að segja sitt álit. Í kjölfarið komu upp hugmyndir um að breyta nafninu úr Samfylkingin – Jafnaðarmannaflokkur Íslands í Jafnaðarmannaflokkinn. Mjög […]

Moon: Ekkert stríð á Kóreuskaga

Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu segir að það verði ekkert stríð á Kóreuskaganum, stjórnvöld í Seúl séu með neitunarvald ef Bandaríkin hyggjast beita hervaldi gegn Norður-Kóreu. Moon lét þessi orð falla á blaðamannafundi í tilefni af 100 daga setu hans á forsetastóli, bað hann suður-kóresku þjóðina að trúa því staðfastlega að það verði ekkert stríð milli […]

Halldór mun ekki leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni

Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gefur ekki kost á sér til til setu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Halldór sendi frá sér fyrir stuttu. Hann segir að hann hafi tekið ákvörðunina nú í ágúst: Framundan er mikilvæg ákvarðanataka grasrótar Sjálfstæðisflokksins í borgarmálunum og […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is