Fimmtudagur 13.04.2017 - 17:17 - Ummæli ()

Spennan magnast: Sprengir Norður-Kórea kjarnorkusprengju um páskahelgina?

Glæný gerfihnattamynd sem á að sýna að Norður-Kórea sé nú búið að gera allt klárt fyrir nýja tilraunakjarnorkusprengingu. Hún gæti orðið um helgina og þá er fjandinn líklega laus.

Margt þykir nú benda til að Norður-Kóreumenn hyggi á að sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni nú um páskahelgina. Fregnir berast nú af því að sérfræðingar telji sig geta ákveðin teikn af gerfihnattamyndum um að Pungye-ri tilraunasprengingasvæðið í Norður-Kóru sé nú klárt fyrir tilraunasprengingu eða tilraunaskot með eldflaugum sem geti borið kjarnaodda.

Mikið verður um dýrðir í Norður-Kóreu um komandi helgi þar sem 105 ár verða liðin á laugardag frá fæðingu Kim Il-Sung stofnanda ríkisins. Stjórnvöld í hátíðarskapi gætu freistast til að sprengja kjarnorkusprengju eða skjóta á loft öflugri eldflaug, bæði til að stappa stálinu í eigin þjóð en einnig til að sýna óvinum fram á að þeim verði mætt af fyllstu hörku reyni þeir að gera Norður-Kóreu skráveifu í formi hernaðaraðgerða. Ef um tilraunasprengingu yrði að ræða þá væri það hin sjötta sem Norður-Kóreumenn framkvæma. Það yrði í algeru trássi við vilja Bandaríkjanna sem telja að nú sé mælirinn fullur hvað varðar kjarnorkuvopnavígbúnað og hótanir af hálfu Norður-Kóreu.

Spenna virðist nú aukast hratt í Suðaustur-Asíu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur stefnt öflugri flotadeild undir forystu flugmóðurskipsins Carl Vinson að Kóreuskaga. Með í för eru tveir bandarískir eldflaugatundurspillar og fjórir tundurspillar frá japanska sjóhernum. Þessi skip munu verða staðsett undan ströndum Norður-Kóreu.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að Bandaríkin muni ekki líða neinar frekari ögranir af hálfu Norður-Kóreu. Jafnframt virðist hann horfa til þess að Kína blandi sér í málin og telji stjórnvöldum í Pyongyang hughvarf frá því að falla í freistni að sprengja kjarnorkusprengju eða senda risaeldflaugar á loft um helgina. Fyrr í dag birti Donald Trump þessa orðsendingu á Twitter:

 

Japanir búa sig undir eldflaugaárásir

Hið sama gildir um Japan. Þar í landi hafa stjórnvöld þungar áhyggjur af vígbúnaðarlegu framferði Norður-Kóreumanna. Shinzo Abe forsætisráðherra hefur greint japanska þinginu frá því að ekki sé einvörðungu um að ræða hugsanlega kjarnorkuógn heldur hafi Norður-Kórea einnig getu til að skjóta eldflaugum með baneitruðu sarín-gasi á Japan. Þetta er ástæða þess að Japanir senda nú tundurspilla sína með bandarískum herskipum að ströndum Norður-Kóreu.

Undanfarið hafa farið fram æfingar í Japan þar sem fólk er þjálfað til að bregðast við yfirvofandi eldflaugaárásum og leita skjóls. Hafa skólabörn meðal annars tekið þátt í slíkum æfingum. Slíkt hefur ekki gerst í hinu friðsæla Japan síðan seinni heimsstyrjöld lauk fyrir rúmum 70 árum.

Á sama tíma virðist engan bilbug að finna á stjórnvöldum í Norður-Kóreu.

Sterkur her okkar fylgist með eftirvæntingu með öllum hreyfingum óvinanna og kjarnorkuvopnum okkar er beint gegn innrásarstöðvum Bandaríkjanna – ekki aðeins í Suður Kóreu og á hafsvæðunum í kring, heldur líka á meginlandi Ameríku,

skrifar Norður-Kóreu dagblaðið Rodong Sinmun.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Afstaða flokkanna: Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til menntamála. Í dag er spurt: Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem […]

Kosningar 2017: Þorgerður Katrín um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. Panama skjölin drógu fram að hópur fólks í þjóðfélaginu geymdi fé sitt erlendis og leyndi auðævum sínum. Ekki […]

Virkjum kraft eldri borgara

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og þingmaður Norðausturkjördæmis skrifar: Á sínum tíma var kannski eðlilegt að miða við að fólk ynni til sjötugs. Það er ekki lengra síðan en árið 1970 að meðalævi íslenskra karlmanna var um sjötíu ár og konur lifðu heldur lengur. Samhliða lengri ævi hefur heilsa almennt batnað, þannig að það á sjaldnast við […]

Sjálfstæðisflokkurinn með þriggja prósentustiga forskot á VG

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með stuðning 22,9% kjósenda. Vinstri græn koma þar á eftir með 19,9%. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar MMR. Bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa bætt við sig fylgi frá síðustu mælingu MMR sem lauk 18. október 2017 en þá mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9% og Vinstri græn með 19,1% fylgi. Fylgi […]

Fjölskyldubönd fréttamanns RÚV við Stundina reita Björn Bjarnason til reiði: Kannski ráð að leggja RÚV niður?

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir fréttastofu RÚV, sem hann kallar FRÚ, harðlega og vekur meðal annars athygli á því að fréttamðurinn Aðalsteinn Kjartansson, sem flutti um helgina frétt um samskipti Glitnis og Bjarna Benediktssonar, er bróðir Ingibjargar Daggar, annars ritstjóra Stundarinnar, sem byrjaði að segja fréttir upp úr gögnum frá þrotabúi Glitnis þar til […]

Eva hjólar í Viðreisn: „Af hverju ættu kjósendur að treysta þessu aftur?“

Eva H. Baldursdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekkert að marka loforð Viðreisnar í gjaldmiðla-, Evrópu- og sjávarútvegsmálum, segir hún á Fésbók að Viðreisn hafi sýnt spilin þegar flokkurinn fór í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og ekki hafi verið minnst á þessi atriði í stjórnarsáttmála: „Það er alveg sama hvað menn reikna – Viðreisn sýndi á […]

Helgi Seljan svarar Agnesi: Gögnin um Karl Vigni voru „stolin“

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan gagnrýnir orð Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, um stolin gögn og segir að umfjöllun Kastljóss um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson hafi verið að hluta byggð á slíkum gögnum. Agnes lét í viðtalið við Morgunblaðið þau orð falla að henni þætti það ekki ekki siðferðilega rétt að „stela gögnum og fara á bak […]

Sigurður Kári: RÚV dró upp kolranga mynd: „Við vorum ekki í hagsmunagæslu fyrir Glitni“

„Að RÚV vinni fréttir úr stolnum gögnum sem lögbann hefur verið lagt við að nýtt séu til fréttaskrifa er eitt. Annað er tilgangur þessarar umfjöllunar ríkisfréttastofunnar, viku fyrir kosningar, sem engum dylst hver er,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins um umfjöllun RÚV um samskipti Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins við Glitni þegar Bjarni var […]

Biskup Íslands: Ekki réttlætanlegt að stela gögnum til að afhjúpa mál

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands segir það ekki siðferðislega rétt að stela gögnum til þess að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós. Nokkur umræða hefur skapast um lögbann sýslumanns á notkun Stundarinnar á gögnum sem fengin eru innan úr Glitni og notkun þeirra í fréttaflutningi af viðskiptum Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins þegar hann var […]

VG stærst í höfuðborginni – Sjálfstæðisflokkur í kraganum – Stofnandi Viðreisnar dytti af þingi

Vinstri græn mælast með 29,6% fylgi í Reykjavík norður og 27,9% í Reykjavík suður, en aðeins 16,6% í Suðvesturkjördæmi, kraganum, og 17,9% í Suðurkjördæmi. Á sama tíma mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 17,3% í Reykjavík norður, 24,3% í Reykjavík suður, 31,4% í kraganum og 26,6% í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem […]

Um eina af uppáhaldsbókum Bubba Morthens

Einar Kárason skrifar: Ég heyrði um daginn viðtal við Bubba Morthens ljóðskáld með meiru þar sem hann gat um sumar af sínum eftirlætisbókum, þar á meðal ævisögu Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði, sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá sjálfum mér alveg frá því ég heyrði Indriða G. Þorsteinsson lesa hana sem kvöldsögu í útvarpinu fyrir […]

Kosningar 2017: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Kosið um festu og stöðugleika

Það er ekki nema ár síðan við stóðum í nákvæmlega sömu sporum og nú: Alþingiskosningar framundan. Er þetta ekki allt í lagi – er bara ekki í góðu lagi að kjósa einu sinni á ári? Nei, það er ekki í lagi! Þessi óstöðugleiki í stjórnmálunum; þetta eilífa rót og tætingur er stærsta ógnin við þann […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is