Föstudagur 28.04.2017 - 22:15 - Ummæli ()

Sighvatur Björgvinsson: Samfylkingin missti tiltrú þjökuð af innri deilum – vill að fyrrum forysta skýri sinn hlut

Sighvatur Björgvinsson í Eyjunni í gærkvöldi.

Sighvatur Björgvinsson fyrrum þingmaður og ráðherra Alþýðuflokksins og einn af stofnendum Samfylkingarinnar segir að flokkurinn hafi misst tiltrú kjósenda. Hrunið hafi byrjað þegar flokkurin gekk til stjórnarmyndunar með Sjálfstæðisflokki 2007 og úr varð hin svokallaða „hrunstjórn.“ Síðan hafi Samfylkingin leitt fyrstu hreinu vinstri stjórnina en mistekist í að ná fram nokkrum af helstu stefnumálum sínum. Sighvatur tjáði sig um stöðu jafnaðarmanna á Íslandi í dag í þættinum Eyjunni á ÍNN í gærkvöldi.

Björn Ingi Hrafnsson þáttarstjórnandi leit yfir farinn veg Samfylkingarinnar og dró fram þá staðreynd að þingmenn flokksins á höfuðborgarsvæðinu hefðu allir fallið af þingi í síðustu alþingiskosningum í október sl. Hann benti á að gamlir Alþýðuflokksmenn hefðu fyrr í vikunni hist til að skoða stöðu jafnaðarmanna á Íslandi í dag. Sighvatur sagðist hafa verið staddur erlendis þegar sá fundur hefði farið fram, annars hefði hann mætt. En gamlir jafnaðarmenn virðast ekki til stórræðanna:

Við eigum ósköp fá úrræði. Við tilheyrum gamalli kynslóð sem að er ekki lengur við völd á Íslandi og hefur takmörkuð áhrif. Við hefur tekið nýtt samfélag sem við þekkjum ekkert allt of vel. Allt öðru vísi samfélag heldur en við ólumst upp við. Það er ekkert verra samfélag það er bara öðruvísi. Allt er breytingum háð og við kannski ekki besta leiðbeiningaraflið,

sagði Sighvatur. Hann vék síðan tali sínu að mati sínu á því hvað gerst hefði með Samfylkinguna. Þar hefðu gamlir jafnaðarmenn skoðun. Samfylkingin hefði verið stofnuð til að sameina vinstra fólk sem áður var í mismunandi fylkingum. Það átti að stofna öflugan jafnaðarmannaflokk sem væri valkostur til stjórnarforystu á móti Sjálfstæðisflokknum.

Samfylkingin tekur ákvörðun um það að ganga til liðs við þann flokk með myndun hrunstjórnarinnar. Og hún gerir það án þess að í þeim stjórnarsáttmála sé nokkuð sjáanlegt sem að komi frá íslenskum jafnaðarmönnum. Við höfðum gengið áður til samstarfs, þegar við vorum lítill flokkur Alþýðuflokkurinn, gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Okkur hafði alltaf tekist að ná fram einhverjum atriðum sem að voru auðmerkt jafnaðarstefnunni. Það gerðist ekki þarna.

Sighvatur sagði að með þessu ríkisstjórnarsamstarfi hefði sængin verið uppreidd fyrir flokkinn.

Þá byrjaði hrunið já, innan Samfylkingarinnar.

Svo bættist grátt ofan á svart.

Síðan gerist það að Samfylkingin tekur við stjórnarforystu í fyrsta skiptið sem íslenskir jafnaðarmenn fá stjórnarforystu. Og þá höfðum við mörg, mikla tiltrú. Hver voru þá helstu úrræði íslenskra jafnaðarmanna? Það var að draga úr misréttinum í samfélaginu. Það tókst. Það var að reyna að vernda unga fólkið fyrir áfalli. Það tókst ekki. Það var að reyna að fá undirstöðuatvinnuveginn til þess að taka sanngjarnan þá í útgjöldum þjóðarinnar. Það tókst ekki. Mörg helstu baráttumál jafnaðarmanna, þau gengu ekki upp. Þeim var lofað í þessari ríkisstjórn en það var ekki staðið við þau.

Þarna í þessari ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi Samfylkingin missti tiltrú.

Og þú sérð það best á því að í síðustu kosningum koma fram þrjú framboð sem öll taka upp gömul stefnumál Alþýðuflokksins. Sem Alþýðuflokkurinn stóð einn að, það er að segja um það að skipta um gjaldmiðil, um að gera eðlilegrar kröfur til undirstöðuatvinnuveganna að taka þátt í útgjöldum þjóðarinnar.

Með þessum þremur flokkur sagði Sighvatur eiga við Viðreisn, Bjarta framtíð og Pírata.

Og af hverju komast þeir upp með það? Vegna þess að Samfylkingin er ekki trúverðug lengur. Hún er ekki trúverðug lengur. Til viðbótar þessu ríktu eilífar deilur og átök, persónuleg átök innan flokksins, þar sem menn voru alltaf að metast um hverjir væru sannari kratar – ég eða þú – meiri vinstrimenn. Þetta bar dauðann í sér. Því er nú komið fyrir Samfylkingunni eins og komið er, því miður.

Björn Ingi spurði þá hvort Sighvatur teldi að ábyrgðin lægi hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur sem voru formenn flokksins þegar hann tók þátt í þessum tveimur ríkisstjórnum?

Það segir sig sjálft að þegar flokkur fer úr 30 prósentum niður í fimm prósent, þá hlýtur einhver að bera ábyrgð. Það er ósanngjarnt að spyrja mig og þá sem komu að því að afhenda fólkinu sem tók við, 30 prósenta flokk, spyrja okkur um skýringu. Af hverju gerðist þetta? Af hverju spyr enginn forystumennina sem stóðu í fylkingarbrjósti þegar þessir atburðir urðu? Ég hef ekki heyrt neinar skýringar frá þeim. Spyrjið þá!

Björn Ingi upplýsti í þættinum að hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefðu þegið boð um að koma í Eyjuna. Sighvatur spurði:

Af hverju ekki? Vilja þær ekki svara spurningunni sem þú ert að spyrja mig um?

Sighvatur sagðist mjög ósáttur með hvernig til tókst með Samfylkingua.

Að sjálfsögðu. Það hljóta allir jafnaðarmenn að vera ósáttir með það að vera kominn upp í þá stöðu að vera næst stærsti og jafnvel stærsti flokkur þjóðarinnar niður í það að eiga þrjá þingmenn.

Sighvatur sagðist eiga erfitt með að sjá að hægt væri endurvekja gamla Alþýðuflokkinn því nú væru komnar nýjar kynslóðir sem vissu ekkert um þann flokk eða fyrir hvað hann stóð.

Íslensk jafnaðarstefna er í miklum öldudal og hún er í mikilli kreppu. Hennar kreppa er ekki sú að það séu ekki nógu margir landsmenn sem séu þeirrar skoðunar að vilja styðja svona flokk. Glundroðinn er svo mikill og það eru svo margir hópar sem eru að bjóða fram sambærilega stefnu og kalla eftir fylgi frá sama hópi. Meðan sundurlyndið er svona, þá….

sagði Sighvatur Björgvinsson og hristi höfuðið.

Fleira var rætt í þessu áhugaverða viðtali við Sighvat Björgvinsson, svo skatta á stjóriðju, ferðaþjónustu og sjávarútveg. Horfa má viðtalið hér fyrir neðan: 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Pútín nýtur meira trausts en Trump: Mikil Rússlandshræðsla á Vesturlöndum

Vladimir Pútín forseti Rússlands virðist njóta meira trausts meðal íbúa vestrænna þjóða til „að taka réttar ákvarðanir í alþjóðamálum“  heldur en Donald Trump starfsbróðir hans í Bandaríkjunum. Þetta þýðir þó ekki að Pútín njóti mikils álits á Vesturlöndum. Traust til hans í alþjóðmálum er aðeins 19 prósent í Evrópu og 23 prósent í Bandaríkjunum. Alls […]

Allir á völlinn?

Sigurvin Ólafsson skrifar: Næsti heimaleikur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fer fram þann 5. september næstkomandi. Gengi liðsins síðustu ár hefur verið með ólíkindum, liðið situr sem dæmi núna í 20. sæti styrkleikalista FIFA, sem er líklega enn eitt heimsmetið miðað við höfðatölu. Flug strákanna upp listann hefur verið lygilegt, fyrir aðeins rúmum fimm árum sat […]

Árás á sál Barcelóna

Èric Lluent Estela skrifar: La Rambla er sál Barcelóna. Eins og Laugavegurinn er sál Reykjavíkurborgar. Breiðgata sem tengir borgina við höfnina, táknmynd opinnar borgar. Sögulega er La Rambla gatan sem tengdi íbúa Barcelóna við umheiminn og er ástæðan fyrir því að aðkomufólk eru í genamengi borgarinnar. La Rambla varð fyrir löngu hryggjarstykki gamla bæjarins. La […]

Formaður Hvatar: Tillagan færir flokkinn áratugi aftur í tímann – „Frá fólkinu í átt að klíku“

Arndís Kristjánsdóttir formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík segir að ef tillaga um að sleppa prófkjöri í Reykjavík og halda þess í stað leiðtogakjör nái fram að ganga muni það færa Sjálfstæðisflokkinn áratugi aftur í tímann, í átt frá fólkinu og í átt að klíkustjórnmálum. Segir Arndís í pistli á Vísi í dag að á […]

Björn Valur gefur ekki kost á sér

Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna gefur ekki kost á sér til áframhaldandi varaformennsku. Um helgina fer fram flokksráðsfundur Vinstri grænna og fer landsfundur VG svo fram helgina 6. til 8. október næstkomandi. Björn Valur tilkynnti um þetta á vefsíðu sinni nú fyrir skömmu: Forystuskipti urðu á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í ársbyrjun 2013 […]

Borgarfulltrúi Pírata ávarpar mannkyn: Donald Trump er óhæfur og þarf að víkja

Halldór Auðar Svansson oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur segir það morgunljóst að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé óhæfur þar sem hann skorti bæði siðferðislegt hugrekki sem og allt raunveruleikaskyn. Í ávarpi til mannkyns sem Halldór Auðar birtir á Fésbókarsíðu sinni í dag segir hann að stór hluti af starfi Bandaríkjaforseta sé að geta tekist á við […]

Afnema áfengiskaupafríðindi æðstu stofnana ríkisins

Ríkisstjórnin samþykkti í dag tillögu fjármála- og efnahagsráðherra um að ívilnun með niðurfellingu áfengisgjalds gagnvart æðstu stofnunum ríkisins verði afnumin frá og með 1. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Lög um gjald af áfengi og tóbaki tóku gildi 1995. Nú njóta ívilnunar embætti forseta Íslands, Alþingi, ráðuneyti og embætti biskups Íslands. […]

Guðni sendir samúðarkveðju til Spánarkonungs

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi Felipe IV Spánarkonungi samúðarkveðju fyrir hönd íslensku þjóðarinnar í dag vegna hryðjuverksins sem framið var í Barcelona í gær. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Þrettán manns létust og hundrað særðust í árásinni þar sem bifreið var ekið á vegafarendur, yngsta fórnarlambið var þriggja ára. Sjö […]

Þýðingarlaust og skaðlegt að banna áfengisauglýsingar og fjárhættuspil

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að bönn við hlutum á borð við áfengisauglýsingar og fjárhættuspil séu þýðingarlaus og skaðleg. Brynjar, sem fer sjaldan leynt með skoðanir sínar, segir í færslu á Fésbók að okkur sé mjög í mun að hafa ýmis bannákvæði í lögum sem virðist vera hluti af eðlislægri stjórnsemi og vantrausti á öðrum: […]

Vitni: Hryðjuverkamaðurinn brosti þegar lögreglan skaut hann

Vitni að því þegar einn hryðjuverkamanna fimm sem vegnir voru af lögreglu í bænum Cambrils á Spáni segir að hryðjuverkamaðurinn hafi ögrað lögreglu og verið brosandi þegar lögreglan skaut hann til bana. Þrettán létust í árásinni í Barcelóna og meira en hundrað særðust, í gærkvöldi var svo annari bifreið ekið á vegfarendur í bænum Cambrils […]

Jón hafnar uppnámi hjá Kynnisferðum: „Var sannarlega ekki á staðnum“

Jón Gunnsteinn Hjálmarsson lét af störfum sem stjórnarformaður Kynnisferða ehf. fyrir skemmstu. Segir hann að þar sem hann hafi látið af störfum sem framkvæmdastjóri Alfa hf., stærsta eiganda Kynnisferða ehf., þá hafi hann eðli máls samkvæmt sagt sig úr öllum stjórnum sem tengdust félaginu. Ástæða þess að Jón Gunnsteinn lét af störfum hefur verið sögð […]

„Þetta þolir enga bið“

Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir nauðsynlegt að ráðast í heildarstefnumótun á bankakerfinu sem fyrst, það séu góðar fréttir að vogunarsjóðirnir sem keyptu 30% hluti í Arion banka í vor muni ekki nýta sér forkaupsrétt sinn til að eignast meirihluta í bankanum en óvissan um framhaldið geti gert það að verkum að stefnumótunin verði í höndum […]

Uppnám á ástralska þinginu: Þingmaður mætti til fundar í búrku

Pauline Hanson þingmaður á ástralska þinginu mætti í dag til þingfundar klædd í svarta búrku. Hún sat í þessum klæðnaði í þingsalnum í tæpar tuttugu mínútur meðan umræður fóru fram um það hvort búrkur skyldu leyfðar sem klæðnaður á almannafæri í Ástralíu. Hanson er formaður stjórnmálaflokksins One nation [Ein þjóð] en sá flokkur er þekktur fyrir […]

Umræða innan Samfylkingarinnar um að skipta um nafn

Eva H. Baldursdóttir varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir það vera til umræðu innan Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokk Íslands um að breyta nafni flokksins. Tillkynnti Eva þetta á Fésbókarsíðu sinni nú í morgun og bað hún fólk um að segja sitt álit. Í kjölfarið komu upp hugmyndir um að breyta nafninu úr Samfylkingin – Jafnaðarmannaflokkur Íslands í Jafnaðarmannaflokkinn. Mjög […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is