Föstudagur 28.04.2017 - 22:15 - Ummæli ()

Sighvatur Björgvinsson: Samfylkingin missti tiltrú þjökuð af innri deilum – vill að fyrrum forysta skýri sinn hlut

Sighvatur Björgvinsson í Eyjunni í gærkvöldi.

Sighvatur Björgvinsson fyrrum þingmaður og ráðherra Alþýðuflokksins og einn af stofnendum Samfylkingarinnar segir að flokkurinn hafi misst tiltrú kjósenda. Hrunið hafi byrjað þegar flokkurin gekk til stjórnarmyndunar með Sjálfstæðisflokki 2007 og úr varð hin svokallaða „hrunstjórn.“ Síðan hafi Samfylkingin leitt fyrstu hreinu vinstri stjórnina en mistekist í að ná fram nokkrum af helstu stefnumálum sínum. Sighvatur tjáði sig um stöðu jafnaðarmanna á Íslandi í dag í þættinum Eyjunni á ÍNN í gærkvöldi.

Björn Ingi Hrafnsson þáttarstjórnandi leit yfir farinn veg Samfylkingarinnar og dró fram þá staðreynd að þingmenn flokksins á höfuðborgarsvæðinu hefðu allir fallið af þingi í síðustu alþingiskosningum í október sl. Hann benti á að gamlir Alþýðuflokksmenn hefðu fyrr í vikunni hist til að skoða stöðu jafnaðarmanna á Íslandi í dag. Sighvatur sagðist hafa verið staddur erlendis þegar sá fundur hefði farið fram, annars hefði hann mætt. En gamlir jafnaðarmenn virðast ekki til stórræðanna:

Við eigum ósköp fá úrræði. Við tilheyrum gamalli kynslóð sem að er ekki lengur við völd á Íslandi og hefur takmörkuð áhrif. Við hefur tekið nýtt samfélag sem við þekkjum ekkert allt of vel. Allt öðru vísi samfélag heldur en við ólumst upp við. Það er ekkert verra samfélag það er bara öðruvísi. Allt er breytingum háð og við kannski ekki besta leiðbeiningaraflið,

sagði Sighvatur. Hann vék síðan tali sínu að mati sínu á því hvað gerst hefði með Samfylkinguna. Þar hefðu gamlir jafnaðarmenn skoðun. Samfylkingin hefði verið stofnuð til að sameina vinstra fólk sem áður var í mismunandi fylkingum. Það átti að stofna öflugan jafnaðarmannaflokk sem væri valkostur til stjórnarforystu á móti Sjálfstæðisflokknum.

Samfylkingin tekur ákvörðun um það að ganga til liðs við þann flokk með myndun hrunstjórnarinnar. Og hún gerir það án þess að í þeim stjórnarsáttmála sé nokkuð sjáanlegt sem að komi frá íslenskum jafnaðarmönnum. Við höfðum gengið áður til samstarfs, þegar við vorum lítill flokkur Alþýðuflokkurinn, gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Okkur hafði alltaf tekist að ná fram einhverjum atriðum sem að voru auðmerkt jafnaðarstefnunni. Það gerðist ekki þarna.

Sighvatur sagði að með þessu ríkisstjórnarsamstarfi hefði sængin verið uppreidd fyrir flokkinn.

Þá byrjaði hrunið já, innan Samfylkingarinnar.

Svo bættist grátt ofan á svart.

Síðan gerist það að Samfylkingin tekur við stjórnarforystu í fyrsta skiptið sem íslenskir jafnaðarmenn fá stjórnarforystu. Og þá höfðum við mörg, mikla tiltrú. Hver voru þá helstu úrræði íslenskra jafnaðarmanna? Það var að draga úr misréttinum í samfélaginu. Það tókst. Það var að reyna að vernda unga fólkið fyrir áfalli. Það tókst ekki. Það var að reyna að fá undirstöðuatvinnuveginn til þess að taka sanngjarnan þá í útgjöldum þjóðarinnar. Það tókst ekki. Mörg helstu baráttumál jafnaðarmanna, þau gengu ekki upp. Þeim var lofað í þessari ríkisstjórn en það var ekki staðið við þau.

Þarna í þessari ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi Samfylkingin missti tiltrú.

Og þú sérð það best á því að í síðustu kosningum koma fram þrjú framboð sem öll taka upp gömul stefnumál Alþýðuflokksins. Sem Alþýðuflokkurinn stóð einn að, það er að segja um það að skipta um gjaldmiðil, um að gera eðlilegrar kröfur til undirstöðuatvinnuveganna að taka þátt í útgjöldum þjóðarinnar.

Með þessum þremur flokkur sagði Sighvatur eiga við Viðreisn, Bjarta framtíð og Pírata.

Og af hverju komast þeir upp með það? Vegna þess að Samfylkingin er ekki trúverðug lengur. Hún er ekki trúverðug lengur. Til viðbótar þessu ríktu eilífar deilur og átök, persónuleg átök innan flokksins, þar sem menn voru alltaf að metast um hverjir væru sannari kratar – ég eða þú – meiri vinstrimenn. Þetta bar dauðann í sér. Því er nú komið fyrir Samfylkingunni eins og komið er, því miður.

Björn Ingi spurði þá hvort Sighvatur teldi að ábyrgðin lægi hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur sem voru formenn flokksins þegar hann tók þátt í þessum tveimur ríkisstjórnum?

Það segir sig sjálft að þegar flokkur fer úr 30 prósentum niður í fimm prósent, þá hlýtur einhver að bera ábyrgð. Það er ósanngjarnt að spyrja mig og þá sem komu að því að afhenda fólkinu sem tók við, 30 prósenta flokk, spyrja okkur um skýringu. Af hverju gerðist þetta? Af hverju spyr enginn forystumennina sem stóðu í fylkingarbrjósti þegar þessir atburðir urðu? Ég hef ekki heyrt neinar skýringar frá þeim. Spyrjið þá!

Björn Ingi upplýsti í þættinum að hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefðu þegið boð um að koma í Eyjuna. Sighvatur spurði:

Af hverju ekki? Vilja þær ekki svara spurningunni sem þú ert að spyrja mig um?

Sighvatur sagðist mjög ósáttur með hvernig til tókst með Samfylkingua.

Að sjálfsögðu. Það hljóta allir jafnaðarmenn að vera ósáttir með það að vera kominn upp í þá stöðu að vera næst stærsti og jafnvel stærsti flokkur þjóðarinnar niður í það að eiga þrjá þingmenn.

Sighvatur sagðist eiga erfitt með að sjá að hægt væri endurvekja gamla Alþýðuflokkinn því nú væru komnar nýjar kynslóðir sem vissu ekkert um þann flokk eða fyrir hvað hann stóð.

Íslensk jafnaðarstefna er í miklum öldudal og hún er í mikilli kreppu. Hennar kreppa er ekki sú að það séu ekki nógu margir landsmenn sem séu þeirrar skoðunar að vilja styðja svona flokk. Glundroðinn er svo mikill og það eru svo margir hópar sem eru að bjóða fram sambærilega stefnu og kalla eftir fylgi frá sama hópi. Meðan sundurlyndið er svona, þá….

sagði Sighvatur Björgvinsson og hristi höfuðið.

Fleira var rætt í þessu áhugaverða viðtali við Sighvat Björgvinsson, svo skatta á stjóriðju, ferðaþjónustu og sjávarútveg. Horfa má viðtalið hér fyrir neðan: 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Af hverju eru allir stóreignamenn í Sjálfstæðisflokknum?

Einar Kárason skrifar: Því hefur stundum verið haldið fram að tími stéttastjórnmála sé liðinn, og vissulega hljóma sumir gamlir frasar um öreiga og verkalýð ærið forneskjulega í eyrum nútímafólks. En staðreyndin er hinsvegar merkilegt nokk sú að næstum allir þeir hér á landi sem gamlar skilgreiningar sortera í auðstétt, eru í hægriflokkunum, og þar af […]

Ásmundur Einar Daðason: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Áherslur flokkanna: Samgöngumálin

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá landbúnaðarmálum til afstöðu flokkanna til veru Þjóðkirkjunnar á fjárlögum. Í dag er spurt: Hver er stefnan í samgöngumálum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt […]

Nýr Þjóðarpúls: Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur áfram langstærst

Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur mælast með langmest fylgi, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fjallað var um hann í kvöldfréttum RÚV. Vinstri græn mældust með rúmlega 23 prósenta fylgi á meðan Sjálfstæðisflokkur mældist með tæplega 23 prósenta fylgi. Í niðurstöðum könnunar sem MMR birti í vikunni var fylgi Sjálfstæðisflokks 19,9 prósent en fylgi Vinstri grænna 19,1 prósent. […]

Deilt á skattablekkingarleik vinstri flokkana: „Kjósendur eru ekki fífl“

Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins deilir harkalega á tillögur Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um verulega aukningu ríkisútgjalda í leiðara Fréttablaðsins í dag, segir hann að málflutningur um að það eigi ekki að hækka skatta á almenning standist enga skoðun: „Fyrir liggur að tveir stjórnmálaflokkar – Vinstri grænir og Samfylkingin – hafa lagt til að útgjöld ríkissjóðs […]

Hannes og Gunnar Smári í átökum: Öfund, dóni, mykjudreifari og ruglukollur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands deilir á gagnrýnendur Bjarna Benediktssonar formann Sjálfstæðisflokksins, segir Hannes á Fésbók að öfund vinstrimanna í garð Bjarna sé öflugri en allar vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir á Íslandi. Þeim orðum svaraði Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaforingi og fyrrverandi útgefandi á eftirfarandi hátt: Áttu við að andstyggð fólks á þeim […]

Þetta miklu eyða flokkarnir í kosningabaráttuna

Aðeins átta dagar eru til kosninga og því naumur tími til að koma stefnumálum sínum á framfæri. Boðað var til kosningar með mun skemmri fyrirvara en venjan er og því hafa flokkarnir ekki haft mikinn tíma til að undirbúa kosningabaráttuna. Flokkarnir hafa ekki úr jafn miklum fjármunum að moða líkt og sjá má þegar kosningabaráttan […]

Þingmaður Pírata um Sjálfstæðisflokkinn: „Þessir lygarar hafa blóð á höndum sínum – Blóð vina minna“

„Þetta er ljótasta lygi sem ég hef séð í þessari kosningabaráttu. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem bannaði Óttari og Viðreisn að gera umbætur,“ segir Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður Pírata í umræðu inni í Fésbókarhópnum Geðsjúk þar sem meðlimur hópsins setti inn færslu Sjálfstæðisflokksins þar sem segir að flokkurinn vilji ljúka framkvæmd geðheilbrigðisstefnunnar og fylgja henni eftir. […]

Bjarni Ben um nýjan þjóðarleikvang – Við erum að hugsa til langs tíma

,,Við erum að hugsa til langs tíma, það er einfaldlega kominn tími til þess að við tökum ákvarðanir,“ sagi Bjarni Benediktsson sitjandi forsætisráðherra um þau áform að byggja nýjan Laugardalsvöll.

Viðskiptablaðið borgar Facebook til að dreifa óhróðri um Kötu Jak

Viðskiptablaðið er komið í kosningaham. Í nokkuð harðorðum nafnlausum pistli sem merktur er Týr er spjótunum beint að Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, og skattahugmyndum flokks hennar. Vísað er á pistilinn af Facebook-síðu Viðskiptablaðsins og athygli vekur að ritstjórnin hefur greitt Facebook fyrir þjónustu sem tryggir að pistillinn berist sem víðast. Fjallað er um leiðtogaumræður á […]

Áherslur flokkanna: Heilbrigðismálin

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá samgöngumálum til afstöðu flokka til uppreist æru. Í dag er spurt: Hverjar eru áherslurnar í heilbrigðismálum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Heilbrigðisráðherra Óttarr Proppé […]

Meirihluti landsmanna á móti lögbanninu – Sjálfstæðismenn mest fylgjandi

Meirihluti Íslendinga er andvígur lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar úr gögnum Glitnis, eða 77%. Einungis 11,4% Íslendinga var fylgjandi lögbanninu og kváðust 11,6% hvorki fylgjandi né andvígir. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar MMR. Athygli vekur að stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins var líklegra til að segjast fylgjandi lögbanninu, borið saman við aðra stjórnmálaflokka. Þannig […]

„Mannætunni“ Jóni Trausta er ekki skemmt

Helgi Sigurðsson, skopmyndateiknari Morgunblaðsins, teiknar Jón Trausta Reynisson, ritstjóra Stundarinnar, sem mannætu í mynd dagsins í blaðinu. Aðalrétturinn hjá Jóni Trausta er svo Bjarni Benediktsson forsætisráðerra sem situr í súpunni í mannætupottinum, Jón Trausti sér ekkert fyndið við teikninguna sem hann birtir á Facebook og spyr: „Hvers vegna er ég teiknaður sem mannæta í skopmynd […]

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gekk af nefndarfundi: „Ég nenni ekki að sitja undir svona bulli“

Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði svar lögmanns Stundarinnar vera bull og yfirgaf fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Líkt og greint var frá í morgun fundar nefndin vegna lögbanns sýslumanns á Stundina. Fram kom í máli sýslumanns í morgun að lögbannið byggi á lögum og væri ekki frábrugðið öðrum lögbönnum, lögbannið sneri ekki að umfjöllun Stundarinnar um […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is