Föstudagur 28.04.2017 - 22:15 - Ummæli ()

Sighvatur Björgvinsson: Samfylkingin missti tiltrú þjökuð af innri deilum – vill að fyrrum forysta skýri sinn hlut

Sighvatur Björgvinsson í Eyjunni í gærkvöldi.

Sighvatur Björgvinsson fyrrum þingmaður og ráðherra Alþýðuflokksins og einn af stofnendum Samfylkingarinnar segir að flokkurinn hafi misst tiltrú kjósenda. Hrunið hafi byrjað þegar flokkurin gekk til stjórnarmyndunar með Sjálfstæðisflokki 2007 og úr varð hin svokallaða „hrunstjórn.“ Síðan hafi Samfylkingin leitt fyrstu hreinu vinstri stjórnina en mistekist í að ná fram nokkrum af helstu stefnumálum sínum. Sighvatur tjáði sig um stöðu jafnaðarmanna á Íslandi í dag í þættinum Eyjunni á ÍNN í gærkvöldi.

Björn Ingi Hrafnsson þáttarstjórnandi leit yfir farinn veg Samfylkingarinnar og dró fram þá staðreynd að þingmenn flokksins á höfuðborgarsvæðinu hefðu allir fallið af þingi í síðustu alþingiskosningum í október sl. Hann benti á að gamlir Alþýðuflokksmenn hefðu fyrr í vikunni hist til að skoða stöðu jafnaðarmanna á Íslandi í dag. Sighvatur sagðist hafa verið staddur erlendis þegar sá fundur hefði farið fram, annars hefði hann mætt. En gamlir jafnaðarmenn virðast ekki til stórræðanna:

Við eigum ósköp fá úrræði. Við tilheyrum gamalli kynslóð sem að er ekki lengur við völd á Íslandi og hefur takmörkuð áhrif. Við hefur tekið nýtt samfélag sem við þekkjum ekkert allt of vel. Allt öðru vísi samfélag heldur en við ólumst upp við. Það er ekkert verra samfélag það er bara öðruvísi. Allt er breytingum háð og við kannski ekki besta leiðbeiningaraflið,

sagði Sighvatur. Hann vék síðan tali sínu að mati sínu á því hvað gerst hefði með Samfylkinguna. Þar hefðu gamlir jafnaðarmenn skoðun. Samfylkingin hefði verið stofnuð til að sameina vinstra fólk sem áður var í mismunandi fylkingum. Það átti að stofna öflugan jafnaðarmannaflokk sem væri valkostur til stjórnarforystu á móti Sjálfstæðisflokknum.

Samfylkingin tekur ákvörðun um það að ganga til liðs við þann flokk með myndun hrunstjórnarinnar. Og hún gerir það án þess að í þeim stjórnarsáttmála sé nokkuð sjáanlegt sem að komi frá íslenskum jafnaðarmönnum. Við höfðum gengið áður til samstarfs, þegar við vorum lítill flokkur Alþýðuflokkurinn, gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Okkur hafði alltaf tekist að ná fram einhverjum atriðum sem að voru auðmerkt jafnaðarstefnunni. Það gerðist ekki þarna.

Sighvatur sagði að með þessu ríkisstjórnarsamstarfi hefði sængin verið uppreidd fyrir flokkinn.

Þá byrjaði hrunið já, innan Samfylkingarinnar.

Svo bættist grátt ofan á svart.

Síðan gerist það að Samfylkingin tekur við stjórnarforystu í fyrsta skiptið sem íslenskir jafnaðarmenn fá stjórnarforystu. Og þá höfðum við mörg, mikla tiltrú. Hver voru þá helstu úrræði íslenskra jafnaðarmanna? Það var að draga úr misréttinum í samfélaginu. Það tókst. Það var að reyna að vernda unga fólkið fyrir áfalli. Það tókst ekki. Það var að reyna að fá undirstöðuatvinnuveginn til þess að taka sanngjarnan þá í útgjöldum þjóðarinnar. Það tókst ekki. Mörg helstu baráttumál jafnaðarmanna, þau gengu ekki upp. Þeim var lofað í þessari ríkisstjórn en það var ekki staðið við þau.

Þarna í þessari ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi Samfylkingin missti tiltrú.

Og þú sérð það best á því að í síðustu kosningum koma fram þrjú framboð sem öll taka upp gömul stefnumál Alþýðuflokksins. Sem Alþýðuflokkurinn stóð einn að, það er að segja um það að skipta um gjaldmiðil, um að gera eðlilegrar kröfur til undirstöðuatvinnuveganna að taka þátt í útgjöldum þjóðarinnar.

Með þessum þremur flokkur sagði Sighvatur eiga við Viðreisn, Bjarta framtíð og Pírata.

Og af hverju komast þeir upp með það? Vegna þess að Samfylkingin er ekki trúverðug lengur. Hún er ekki trúverðug lengur. Til viðbótar þessu ríktu eilífar deilur og átök, persónuleg átök innan flokksins, þar sem menn voru alltaf að metast um hverjir væru sannari kratar – ég eða þú – meiri vinstrimenn. Þetta bar dauðann í sér. Því er nú komið fyrir Samfylkingunni eins og komið er, því miður.

Björn Ingi spurði þá hvort Sighvatur teldi að ábyrgðin lægi hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur sem voru formenn flokksins þegar hann tók þátt í þessum tveimur ríkisstjórnum?

Það segir sig sjálft að þegar flokkur fer úr 30 prósentum niður í fimm prósent, þá hlýtur einhver að bera ábyrgð. Það er ósanngjarnt að spyrja mig og þá sem komu að því að afhenda fólkinu sem tók við, 30 prósenta flokk, spyrja okkur um skýringu. Af hverju gerðist þetta? Af hverju spyr enginn forystumennina sem stóðu í fylkingarbrjósti þegar þessir atburðir urðu? Ég hef ekki heyrt neinar skýringar frá þeim. Spyrjið þá!

Björn Ingi upplýsti í þættinum að hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefðu þegið boð um að koma í Eyjuna. Sighvatur spurði:

Af hverju ekki? Vilja þær ekki svara spurningunni sem þú ert að spyrja mig um?

Sighvatur sagðist mjög ósáttur með hvernig til tókst með Samfylkingua.

Að sjálfsögðu. Það hljóta allir jafnaðarmenn að vera ósáttir með það að vera kominn upp í þá stöðu að vera næst stærsti og jafnvel stærsti flokkur þjóðarinnar niður í það að eiga þrjá þingmenn.

Sighvatur sagðist eiga erfitt með að sjá að hægt væri endurvekja gamla Alþýðuflokkinn því nú væru komnar nýjar kynslóðir sem vissu ekkert um þann flokk eða fyrir hvað hann stóð.

Íslensk jafnaðarstefna er í miklum öldudal og hún er í mikilli kreppu. Hennar kreppa er ekki sú að það séu ekki nógu margir landsmenn sem séu þeirrar skoðunar að vilja styðja svona flokk. Glundroðinn er svo mikill og það eru svo margir hópar sem eru að bjóða fram sambærilega stefnu og kalla eftir fylgi frá sama hópi. Meðan sundurlyndið er svona, þá….

sagði Sighvatur Björgvinsson og hristi höfuðið.

Fleira var rætt í þessu áhugaverða viðtali við Sighvat Björgvinsson, svo skatta á stjóriðju, ferðaþjónustu og sjávarútveg. Horfa má viðtalið hér fyrir neðan: 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ban Ki-moon segir að læra megi af Íslendingum í jafnréttismálum

Sjálfbærnistofnun Ban Ki-moon var sett á fót árið 2017 með það markmið að styðja við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þar sem sérstök áhersla er lögð á málefni kvenna og ungs fólks. Ban Ki-moon, sem var aðalritari Sameinuðu þjóðanna árin 2007-2016, átti fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Líney Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ, í […]

1000 milljarðar króna undanþegnir skatti

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Það er kallað á meira framlag frá ríkinu til óteljandi málaflokka. Þrátt fyrir að ríkissjóður hafi bólgnað út vegna aukinna tekna sem fylgja uppsveiflunni í hagkerfinu þá er víða kvartað sáran undan naglaskap í fjárveitingum til velferðar- og heilbrigðismála. Framlög til menntamála eru skorin við nögl og erlendar athuganir sýna hnignandi […]

Starfsgreinarsambandið fagnar launaskriðstryggingu

Laun þeirra ríkisstarfsmanna sem eru í aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands fá nú í fyrsta sinn svokallaða launaskriðstryggingu sem gefur að meðaltali 1,8% hækkun á laun afturvirkt frá 1. janúar 2017. Leiðréttingin kemur til útborgunar á flestum stöðum þann 1. mars. Þetta er gert á grundvelli rammasamkomulags í tengslum við síðustu kjarasamninga til að tryggja að launaskrið […]

Guðlaugur Þór: Bretar vilja tryggja réttindi íslenskra borgara í Brexit

Samkvæmt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, er það vilji breskra yfirvalda að virða og tryggja réttindi íslendinga, svo þeir sitji við sama borð og aðrir. Brexit sé forgangsmál. „Brexit er og verður forgangsmál hjá okkur í utanríkisráðuneytinu og mikil vinna fer nú fram í ráðuneytum hér á landi við að vernda hagsmuni okkar vegna útgöngu Breta […]

Íbúðum fjölgaði um 1.800 í fyrra – Lítil fjölgun milli ára

Íbúðum hér á landi fjölgaði um 1.759 í fyrra. Til samanburðar fjölgaði þeim um 1.580 árið 2016 og er aukningin því einungis tæplega 200 íbúðir milli ára. Þetta má sjá í nýjum tölum sem Þjóðskrá Íslands hefur birt. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur orðið aukning í fjölgun íbúða undanfarin ár. Fjölgunin hefur […]

Brynjar baunar á Halldór: „Svona menn eiga bara að vinna á vernduðum vinnustað“

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þeir sem kalli á afsökunarbeiðni vegna veru Eyþórs Arnalds á fundi borgarstjórnar og þingmanna eigi bara vinna á vernduðum vinnustað. Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata sendi í gær harðort bréf til allra borgarfulltrúa og þingmanna Reykjavíkurkjördæmanna tveggja þar sem hann fer fram á að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bæðist […]

„Þingmenn sem þegið hafa bætur og ráðstafað því í kaup á húsnæði ættu að skila því, ella vera bornir út“

Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmeðlimur Pírata á Suðurnesjum, spyr hvort það sé ekki réttmæt krafa að fólk sem búi ekki í því sveitarfélagi sem það vinnur, fái sömu kjör og þingmenn. Þá vill hann að allar upplýsingar um fjárveitingar til þingmanna síðustu 20 árin verði gerð opinber. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórólfi. Hann segir […]

Styrmir: Evrópuríkin treysta Bandaríkjunum ekki lengur

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, lætur öryggismál Evrópu sig varða í dag. Þar segir hann að ríki Evrópusambandsins ætli sér að stórauka samstarf sitt í öryggis- og varnarmálum, þar sem þau treysti ekki lengur á NATO með sama hætti og áður. Ástæðan fyrir því sé Donald Trump Bandaríkjaforseti. Það er rétt hjá Styrmi að heimurinn […]

Gunnar Smári segir Samtök atvinnulífsins aðeins þjóna fámennri auðklíku

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, setur fram áhugaverða tölfræði á Facebooksíðu sinni um skiptingu auðs á Íslandi. Þar segir að aðeins 50 manneskjur á Íslandi eigi 53% alls eiginfjár íslenskra fyrirtækja og 950 manns til viðbótar eiga önnur 45 prósent alls eiginfjár fyrirtækja. Þá eigi restin af þjóðinni, um 339,000 manns, tvö prósentin sem […]

Mesta fólksfjölgunin á Norðurlöndunum

Fólki fjölgar meira á Norðurlöndum en annars staðar í Evrópu. Þá er þróun aldursdreifingar afdráttarlaust á þann veg að eldri árgangar fólks eru hér stærri en að meðaltali annars staðar í álfunni. Greinileg tilhneiging er til meiri fjölgunar á þéttbýlissvæðum á öllum Norðurlöndunum og ástæða þess er ekki síst samspil milli aðflutnings fólks frá frá […]

Andrés Ingi opnar bókhaldið og upplýsir um endurgreiðslur ferðakostnaðar

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, birtir á Facebook síðu sinni bókhaldsgögn um endurgreiðslur frá Alþingi vegna ferðakostnaðar hans innanlands á árinu 2017. Upphæðin er tæpar 300.000 krónur vegna fimm viðburða. Andrés Ingi segir sjálfsagt að útgjöldin verði opinber líkt og til standi að hálfu Alþingis: „Umræðan um starfskostnað þingmanna undanfarna daga er af hinu […]

Arnaldur Hjartarson metinn hæfastur umsækjenda um dómarastöðu við Héraðsdóm Reykjavíkur

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um eitt embætti dómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Arnaldur Hjartarson, aðstoðarmaður dómara við EFTA dómstólinn, var metinn hæfastur af umsækjendum. Þetta kemur fram á vef dómsmálaráðuneytisins. Í umsögn um Arnald segir meðal annars að Arnaldur hafi almenna og víðtæka lögfræðiþekkingu, eigi […]

Utanríkisráðherra: „Meiri áhersla verður lögð á eftirlit og viðbragð á þessari lífæð milli Evrópu og Norður-Ameríku”

Varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins ræddu aukinn varnarviðbúnað og framlög til varnarmála, eflingu herstjórna NATO og stuðning við umbætur í Írak á tveggja daga fundi sínum sem lauk í Brussel í dag. Þá funduðu ráðherrarnir með varnarmálaráðherrum Finnlands og Svíþjóðar og utanríkismálastjóra ESB um vaxandi samvinnu NATO og ESB. Þetta kemur fram í tilkynningu: „Bandalaginu hefur á […]

Smári McCarthy skólar Ásmund til: Segir þingmannsstarfið ekki snúast um keyrslu og kaffistofuröfl

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, er einn fjölmargra sem hafa gagnrýnt frammistöðu Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í Kastljósinu í gær. Smári skrifar á Facebooksíðu sína að hann hafi meiri áhuga á að vera skilvirkur í sínum störfum, heldur en að vera popúlisti: „Nú vill svo til að ég er þingmaður Suðurkjördæmis, en bý einmitt í 101 […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is