Laugardagur 29.04.2017 - 10:20 - Ummæli ()

Inga Sæland formaður Flokks fólksins: Afar brýnt að halda utan um unga fólkið

Inga Sæland í myndveri Eyjunnar á ÍNN.

Flokkur fólksins heldur aðalfund sinn í dag, laugardag. Flokkurinn bauð fyrsta sinni fram til Alþingis í kosningunum í október sl. Þar hlaut hann alls 6.700 atkvæði og 3,5 prósenta fylgi á landsvísu.

Nú hyggst flokkurinn taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum að ári.

Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Hún var gestur í Eyjuþætti Björns Inga Hrafnssonar á ÍNN í vikunni.

Þar komu húsnæðismálin mðeal annars til umræðu:

Þetta er komið í tóma vitleysu. Við skulum bara taka Íbúðalánasjóð sem var aldrei verið hugsaður öðruvísi heldur en ákveðið velferðarbatterí til að styðja við þá sem hafa þurft að fá hagstæðari lán og geta þá valið um það að kaupa sér eigið húsnæði. En hvað gera þeir? Þeir selja eignirnar okkar sem þeir hafa verið að taka af landsmönnum eftir hrun í stað þess að koma til móts við fjölskyldur í landinu og aðstoða þær við að halda eignum sínum með því að binda þá gjalddaga og annað slíkt í lengri tíma og virkilega hjálpa til. Nei, þá hafa þeir svipt fjölskyldurnar eignum sínum og þeir hafa verið að selja eignirnar í heilu og hálfu pökkunum [til leigufélaga].

Inga Sæland sagðist ósátt við margt í núverandi ástandi.

Svo segir eins og núverandi borgarstjóri að hér sé verið að byggja sem aldrei fyrr. Ég spyr aftur á móti. Hverjir hafa kost á að fara í þessar íbúðir? Hverjir hafa kost á því að kaupa sig inn í Búseta eða Búmenn eða hvað sem þetta er. Hverjir hafa möguleika á að kasta fram einhverjum tíu milljónum til þess að komast inn í eign og borga síðan leigu sem á að vera eitthvað hagstæðari vegna þess að þú ert kominn inn í svona leigufélag? Það eru þeir sem eiga peninga og unga fólkið okkar í dag, það er krafist þess að þú farir í greiðslumat. Hvernig í ósköpunum á unga fólkið okkar sem er að koma út úr skóla, í fyrsta lagi hefur það ekki ráð á því að borga þessa okurhúsaleigu, og í öðru lagi þá er þeim meinað um það að taka sér lán.

Formaður flokks fólksins telur afar brýnt að huga að unga fólkinu hér á landi ef ekki eigi illa að fara.

Inga Sæland formaður Flokks fólksins á spjalli við Björn Inga Hrafnsson í Eyjunni á ÍNN.

Ég myndi náttúrulega vilja breyta þessu öllu saman vegna þess að þetta er svo mikill tvískinnungur. Ég myndi til dæmis láta, til skulum við segja síðustu ára, ef að þú hefur verið á leigumarkaði og þú hefur staðið í skilum með þína leigu, við skulum bara segja alltaf, og hún er jafnvel mun hærri heldur en afborgunin væri af láninu sem að er verið að meina þér um af því að þú ert ekki talinn bær um það samkvæmt greiðslumati. Þetta er náttúrulega bara tvískinnungur, það er bara skammhlaup í kerfinu og mér finnst of lítið horft til þeirra sem við eigum virkilega að taka utan um og fylgja eftir út í samfélagið, í stað þess að horfa á eftir unga fólkinu okkar úr landi! Það er nánast á hverjum einasta degi sem ung fjölskylda er að flytja til Norðurlandanna…Við erum að missa mannauðinn okkar úr landi.

Börn Ingi spurði Ingu Sæland hvar hún teldi sig vera á stjórnmálaskalanum. Hvort hún væri vinstri mennskja?

Ég er bara kratakona og fylgdi yfir í Samfylkinguna þegar þeir sameinuðust á sínum tíma, en í rauninni eftir að ég sé hvernig er brugðist við eftir hrun, þá átti ég enga samleið með þessari fylkingu lengur. Alls ekki. Og mér fannst það bara sárara en tárum taki að horfa upp á það hvernig það var sleginn í rauninni varnarskjöldur um auðmagnið og bankana á meðan að heimilin í landinu voru hreinlega rifin niður og hátt í tíu þúsund fjölskyldur misstu heimili sín. Hugsaðu þér,

sagði Inga Sæland.

Hún var einnig spurð um það hvernig henni litist á hinn væntanlega Sósíalistaflokk Gunnars Smára Egilssonar, hvort hún liti á þann flokk sem hugsanlegan keppinaut?

Ég hef engar áhyggjur af þeim og óska þeim bara alls hins besta. Ef við róum á sömu mið? …ég veit það ekki. Ég er ekki, kannski eins og þú ert að spyrja, til vinstri eða hægri. Ég ætla að láta sérfræðinga um það að staðsetja okkur á kúrfuna, vinstri – hægri. Flokkur fólksins, og ég sérstaklega eins og ég segi sem formaður þessa flokks, ég er bara hugsjónamanneskja algerlega af öllu hjarta. Ég er að sleppa því núna að klára meistaranám mitt í lögfræði þar sem framtíðardraumurinn var sá að hjálpa fólki og vera sérstaklega inni í mannréttindamálum. Ég hefði þá verið komin með trygga afkomu í fyrsta sinn á ævinni þar sem ég hefði kannski verðin farin að sjá peninga og þá á eigin forsendum. Ég vil frekar vera með mínar 218 þúsund krónur í örorkubætur í dag og berjast fyrir hugsjóninni í þeirri góðu trú, að þeir sem þurfa á hjálpinni að halda, að þeir vilji hoppa á vagninn og berjast með okkur. Ég trúi því að kjósendur sjái muninn á því sem er heiðarlegt og einlægt í því sem verið er að gera, og hinu, sem kannski er tækifærissinnað.

Inga sagðist líta bjartsýn fram á veginn.

Við erum að vaxa í fylgi. Við erum komin í skoðanakönnunum yfir kjörfylgi sem er mjög sérstakt miðað við að við erum ekki ennþá á þingi.

Sjáið viðtalið við Ingu Sæland í spilaranum hér fyrir neðan: 

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ban Ki-moon segir að læra megi af Íslendingum í jafnréttismálum

Sjálfbærnistofnun Ban Ki-moon var sett á fót árið 2017 með það markmið að styðja við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þar sem sérstök áhersla er lögð á málefni kvenna og ungs fólks. Ban Ki-moon, sem var aðalritari Sameinuðu þjóðanna árin 2007-2016, átti fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Líney Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ, í […]

1000 milljarðar króna undanþegnir skatti

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Það er kallað á meira framlag frá ríkinu til óteljandi málaflokka. Þrátt fyrir að ríkissjóður hafi bólgnað út vegna aukinna tekna sem fylgja uppsveiflunni í hagkerfinu þá er víða kvartað sáran undan naglaskap í fjárveitingum til velferðar- og heilbrigðismála. Framlög til menntamála eru skorin við nögl og erlendar athuganir sýna hnignandi […]

Starfsgreinarsambandið fagnar launaskriðstryggingu

Laun þeirra ríkisstarfsmanna sem eru í aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands fá nú í fyrsta sinn svokallaða launaskriðstryggingu sem gefur að meðaltali 1,8% hækkun á laun afturvirkt frá 1. janúar 2017. Leiðréttingin kemur til útborgunar á flestum stöðum þann 1. mars. Þetta er gert á grundvelli rammasamkomulags í tengslum við síðustu kjarasamninga til að tryggja að launaskrið […]

Guðlaugur Þór: Bretar vilja tryggja réttindi íslenskra borgara í Brexit

Samkvæmt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, er það vilji breskra yfirvalda að virða og tryggja réttindi íslendinga, svo þeir sitji við sama borð og aðrir. Brexit sé forgangsmál. „Brexit er og verður forgangsmál hjá okkur í utanríkisráðuneytinu og mikil vinna fer nú fram í ráðuneytum hér á landi við að vernda hagsmuni okkar vegna útgöngu Breta […]

Íbúðum fjölgaði um 1.800 í fyrra – Lítil fjölgun milli ára

Íbúðum hér á landi fjölgaði um 1.759 í fyrra. Til samanburðar fjölgaði þeim um 1.580 árið 2016 og er aukningin því einungis tæplega 200 íbúðir milli ára. Þetta má sjá í nýjum tölum sem Þjóðskrá Íslands hefur birt. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur orðið aukning í fjölgun íbúða undanfarin ár. Fjölgunin hefur […]

Brynjar baunar á Halldór: „Svona menn eiga bara að vinna á vernduðum vinnustað“

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þeir sem kalli á afsökunarbeiðni vegna veru Eyþórs Arnalds á fundi borgarstjórnar og þingmanna eigi bara vinna á vernduðum vinnustað. Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata sendi í gær harðort bréf til allra borgarfulltrúa og þingmanna Reykjavíkurkjördæmanna tveggja þar sem hann fer fram á að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bæðist […]

„Þingmenn sem þegið hafa bætur og ráðstafað því í kaup á húsnæði ættu að skila því, ella vera bornir út“

Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmeðlimur Pírata á Suðurnesjum, spyr hvort það sé ekki réttmæt krafa að fólk sem búi ekki í því sveitarfélagi sem það vinnur, fái sömu kjör og þingmenn. Þá vill hann að allar upplýsingar um fjárveitingar til þingmanna síðustu 20 árin verði gerð opinber. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórólfi. Hann segir […]

Styrmir: Evrópuríkin treysta Bandaríkjunum ekki lengur

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, lætur öryggismál Evrópu sig varða í dag. Þar segir hann að ríki Evrópusambandsins ætli sér að stórauka samstarf sitt í öryggis- og varnarmálum, þar sem þau treysti ekki lengur á NATO með sama hætti og áður. Ástæðan fyrir því sé Donald Trump Bandaríkjaforseti. Það er rétt hjá Styrmi að heimurinn […]

Gunnar Smári segir Samtök atvinnulífsins aðeins þjóna fámennri auðklíku

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, setur fram áhugaverða tölfræði á Facebooksíðu sinni um skiptingu auðs á Íslandi. Þar segir að aðeins 50 manneskjur á Íslandi eigi 53% alls eiginfjár íslenskra fyrirtækja og 950 manns til viðbótar eiga önnur 45 prósent alls eiginfjár fyrirtækja. Þá eigi restin af þjóðinni, um 339,000 manns, tvö prósentin sem […]

Mesta fólksfjölgunin á Norðurlöndunum

Fólki fjölgar meira á Norðurlöndum en annars staðar í Evrópu. Þá er þróun aldursdreifingar afdráttarlaust á þann veg að eldri árgangar fólks eru hér stærri en að meðaltali annars staðar í álfunni. Greinileg tilhneiging er til meiri fjölgunar á þéttbýlissvæðum á öllum Norðurlöndunum og ástæða þess er ekki síst samspil milli aðflutnings fólks frá frá […]

Andrés Ingi opnar bókhaldið og upplýsir um endurgreiðslur ferðakostnaðar

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, birtir á Facebook síðu sinni bókhaldsgögn um endurgreiðslur frá Alþingi vegna ferðakostnaðar hans innanlands á árinu 2017. Upphæðin er tæpar 300.000 krónur vegna fimm viðburða. Andrés Ingi segir sjálfsagt að útgjöldin verði opinber líkt og til standi að hálfu Alþingis: „Umræðan um starfskostnað þingmanna undanfarna daga er af hinu […]

Arnaldur Hjartarson metinn hæfastur umsækjenda um dómarastöðu við Héraðsdóm Reykjavíkur

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um eitt embætti dómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Arnaldur Hjartarson, aðstoðarmaður dómara við EFTA dómstólinn, var metinn hæfastur af umsækjendum. Þetta kemur fram á vef dómsmálaráðuneytisins. Í umsögn um Arnald segir meðal annars að Arnaldur hafi almenna og víðtæka lögfræðiþekkingu, eigi […]

Utanríkisráðherra: „Meiri áhersla verður lögð á eftirlit og viðbragð á þessari lífæð milli Evrópu og Norður-Ameríku”

Varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins ræddu aukinn varnarviðbúnað og framlög til varnarmála, eflingu herstjórna NATO og stuðning við umbætur í Írak á tveggja daga fundi sínum sem lauk í Brussel í dag. Þá funduðu ráðherrarnir með varnarmálaráðherrum Finnlands og Svíþjóðar og utanríkismálastjóra ESB um vaxandi samvinnu NATO og ESB. Þetta kemur fram í tilkynningu: „Bandalaginu hefur á […]

Smári McCarthy skólar Ásmund til: Segir þingmannsstarfið ekki snúast um keyrslu og kaffistofuröfl

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, er einn fjölmargra sem hafa gagnrýnt frammistöðu Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í Kastljósinu í gær. Smári skrifar á Facebooksíðu sína að hann hafi meiri áhuga á að vera skilvirkur í sínum störfum, heldur en að vera popúlisti: „Nú vill svo til að ég er þingmaður Suðurkjördæmis, en bý einmitt í 101 […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is