Laugardagur 29.04.2017 - 10:20 - Ummæli ()

Inga Sæland formaður Flokks fólksins: Afar brýnt að halda utan um unga fólkið

Inga Sæland í myndveri Eyjunnar á ÍNN.

Flokkur fólksins heldur aðalfund sinn í dag, laugardag. Flokkurinn bauð fyrsta sinni fram til Alþingis í kosningunum í október sl. Þar hlaut hann alls 6.700 atkvæði og 3,5 prósenta fylgi á landsvísu.

Nú hyggst flokkurinn taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum að ári.

Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Hún var gestur í Eyjuþætti Björns Inga Hrafnssonar á ÍNN í vikunni.

Þar komu húsnæðismálin mðeal annars til umræðu:

Þetta er komið í tóma vitleysu. Við skulum bara taka Íbúðalánasjóð sem var aldrei verið hugsaður öðruvísi heldur en ákveðið velferðarbatterí til að styðja við þá sem hafa þurft að fá hagstæðari lán og geta þá valið um það að kaupa sér eigið húsnæði. En hvað gera þeir? Þeir selja eignirnar okkar sem þeir hafa verið að taka af landsmönnum eftir hrun í stað þess að koma til móts við fjölskyldur í landinu og aðstoða þær við að halda eignum sínum með því að binda þá gjalddaga og annað slíkt í lengri tíma og virkilega hjálpa til. Nei, þá hafa þeir svipt fjölskyldurnar eignum sínum og þeir hafa verið að selja eignirnar í heilu og hálfu pökkunum [til leigufélaga].

Inga Sæland sagðist ósátt við margt í núverandi ástandi.

Svo segir eins og núverandi borgarstjóri að hér sé verið að byggja sem aldrei fyrr. Ég spyr aftur á móti. Hverjir hafa kost á að fara í þessar íbúðir? Hverjir hafa kost á því að kaupa sig inn í Búseta eða Búmenn eða hvað sem þetta er. Hverjir hafa möguleika á að kasta fram einhverjum tíu milljónum til þess að komast inn í eign og borga síðan leigu sem á að vera eitthvað hagstæðari vegna þess að þú ert kominn inn í svona leigufélag? Það eru þeir sem eiga peninga og unga fólkið okkar í dag, það er krafist þess að þú farir í greiðslumat. Hvernig í ósköpunum á unga fólkið okkar sem er að koma út úr skóla, í fyrsta lagi hefur það ekki ráð á því að borga þessa okurhúsaleigu, og í öðru lagi þá er þeim meinað um það að taka sér lán.

Formaður flokks fólksins telur afar brýnt að huga að unga fólkinu hér á landi ef ekki eigi illa að fara.

Inga Sæland formaður Flokks fólksins á spjalli við Björn Inga Hrafnsson í Eyjunni á ÍNN.

Ég myndi náttúrulega vilja breyta þessu öllu saman vegna þess að þetta er svo mikill tvískinnungur. Ég myndi til dæmis láta, til skulum við segja síðustu ára, ef að þú hefur verið á leigumarkaði og þú hefur staðið í skilum með þína leigu, við skulum bara segja alltaf, og hún er jafnvel mun hærri heldur en afborgunin væri af láninu sem að er verið að meina þér um af því að þú ert ekki talinn bær um það samkvæmt greiðslumati. Þetta er náttúrulega bara tvískinnungur, það er bara skammhlaup í kerfinu og mér finnst of lítið horft til þeirra sem við eigum virkilega að taka utan um og fylgja eftir út í samfélagið, í stað þess að horfa á eftir unga fólkinu okkar úr landi! Það er nánast á hverjum einasta degi sem ung fjölskylda er að flytja til Norðurlandanna…Við erum að missa mannauðinn okkar úr landi.

Börn Ingi spurði Ingu Sæland hvar hún teldi sig vera á stjórnmálaskalanum. Hvort hún væri vinstri mennskja?

Ég er bara kratakona og fylgdi yfir í Samfylkinguna þegar þeir sameinuðust á sínum tíma, en í rauninni eftir að ég sé hvernig er brugðist við eftir hrun, þá átti ég enga samleið með þessari fylkingu lengur. Alls ekki. Og mér fannst það bara sárara en tárum taki að horfa upp á það hvernig það var sleginn í rauninni varnarskjöldur um auðmagnið og bankana á meðan að heimilin í landinu voru hreinlega rifin niður og hátt í tíu þúsund fjölskyldur misstu heimili sín. Hugsaðu þér,

sagði Inga Sæland.

Hún var einnig spurð um það hvernig henni litist á hinn væntanlega Sósíalistaflokk Gunnars Smára Egilssonar, hvort hún liti á þann flokk sem hugsanlegan keppinaut?

Ég hef engar áhyggjur af þeim og óska þeim bara alls hins besta. Ef við róum á sömu mið? …ég veit það ekki. Ég er ekki, kannski eins og þú ert að spyrja, til vinstri eða hægri. Ég ætla að láta sérfræðinga um það að staðsetja okkur á kúrfuna, vinstri – hægri. Flokkur fólksins, og ég sérstaklega eins og ég segi sem formaður þessa flokks, ég er bara hugsjónamanneskja algerlega af öllu hjarta. Ég er að sleppa því núna að klára meistaranám mitt í lögfræði þar sem framtíðardraumurinn var sá að hjálpa fólki og vera sérstaklega inni í mannréttindamálum. Ég hefði þá verið komin með trygga afkomu í fyrsta sinn á ævinni þar sem ég hefði kannski verðin farin að sjá peninga og þá á eigin forsendum. Ég vil frekar vera með mínar 218 þúsund krónur í örorkubætur í dag og berjast fyrir hugsjóninni í þeirri góðu trú, að þeir sem þurfa á hjálpinni að halda, að þeir vilji hoppa á vagninn og berjast með okkur. Ég trúi því að kjósendur sjái muninn á því sem er heiðarlegt og einlægt í því sem verið er að gera, og hinu, sem kannski er tækifærissinnað.

Inga sagðist líta bjartsýn fram á veginn.

Við erum að vaxa í fylgi. Við erum komin í skoðanakönnunum yfir kjörfylgi sem er mjög sérstakt miðað við að við erum ekki ennþá á þingi.

Sjáið viðtalið við Ingu Sæland í spilaranum hér fyrir neðan: 

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Velferðarráðuneytið vænir Barnaverndarstofu um ósannsögli

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson,  legið undir ámæli vegna starfshátta sinna. Barnaverndarstofa sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag, þar sem beðið var um frest til að svara Velferðarráðuneytinu, meðan aflað væri frekari gagna, því það hafi gengið erfiðlega að fá gögnin í hendur. Nú hefur Velferðarráðuneytið sent frá […]

Búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt

Samkvæmt öruggum heimildum Eyjunar er búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt. Auglýst var eftir fimm löglærðum aðstoðarmönnum dómara við Landsrétt í sumar, en Landsréttur tekur til starfa 1. janúar 2018 og er gert ráð fyrir að aðstoðarmenn hefji störf frá þeim tíma. Alls sóttu 116 manns um störfin fimm en eftirtaldir einstaklingar fengu starfið: […]

Stjórnarandstaðan þiggur formennsku þriggja fastanefnda Alþingis- „Ekki nema hæfilega ánægð“

Stjórnarandstaðan ákvað í morgun að taka við formennsku í þeim þremur fastanefndum sem ríkisstjórnin hafði boðið þeim. Þetta staðfesti Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar við Eyjuna. Að sögn Loga mun Samfylkingin fara með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fyrstu tvö árin, en skiptast síðan á við Pírata, sem fara fyrir velferðarnefnd fyrstu tvö árin. Þá mun […]

Hæstaréttarlögmaður ýjar að vanhæfi umhverfisráðherra

Hæstaréttarlögmaðurinn Jón Jónsson skrifar grein í Morgunblaðið um helgina, hvar hann veltir fyrir sér hæfi, eða eftir atvikum, vanhæfi Guðmundar I. Guðbrandssonar umhverfisráðherra, sökum sinna fyrri starfa hjá Landvernd. Spyr Jón hvort umhverfisráðherra sé til dæmis hæfur til að skipa til dæmis starfshóp um málefni Teigsskógar, eða hvort hann sé hæfur að fjalla um aðalskipulag tengt […]

Benedikt Jóhannesson: „Vúdú hagfræði Kampavínsstjórnarinnar“

Benedikt Jóhannesson, fyrrum formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra, skrifar harðorðan pistil á Facebook síðu sína í gær undir yfirskriftinni „Vúdú-Hagfræði Kampavínsstjórnarinnar.“ Þar gagnrýnir hann fyrirhugaðar útgjaldaaukningar nýrrar ríkisstjórnar og skýtur föstum skotum á frænda sinn, forvera og eftirmann, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.     „Þegar Ronald Reagan bauð sig fram sem forseti Bandaríkjanna setti hann fram þrjú […]

„Þessi gjaldtaka er án fordæma og án alls samtals við ferðaþjónustuna“

Fyrirtæki í ferðaþjónustu ráða nú ráðum sínum eftir að Isavia tilkynnti um fyrirhugaða gjaldtöku á stæðum fyrir hóferðabíla við flugstöð Leifs Eiríkssonar sem hefst þann 1. mars. Mun gjaldið vera 7,900 krónur fyrir hópbifreiðar með 19 eða færri  sæti en 19,900 fyrir bifreiðar með fleiri en 20 sæti. Fyrir hvert skipti. Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna gjaldtökuna […]

Um hvað snúast deilurnar í Katalóníu?

Það eru margar ástæður  fyrir því að Katalónía er ekki Spánn, eða hluti af Spáni og að Spánn sé ekki Katalónía. Sögulega séð er Katalónía þjóð með landamæri miklu eldri en hugmyndin um Spán sem ríki eða þjóð. Katalónar voru þjóð í eigin landi í nokkrar aldir eða allt þar til að þeir töpuðu stríði […]

Uppgjör við reiðina

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Það er bæði rétt og skylt að rifja upp hruntímann þegar óstjórnleg reiði greip um sig á svo sterkan hátt að öll siðferðisviðmið röskuðust. Það var öskrað og æpt, lögreglu var ögrað og stjórnmálamenn áttu sumir ekki lengur skjól á eigin heimili. Kvöld eftir kvöld fylltust sjónvarpsfréttatímar af myndum af fólki sem […]

„Það er gott að búa í Kópavogi“

Bæjarstjórinn góðkunni, Gunnar I. Birgisson, hefur nú fest ævisögu sína á blað með dyggri aðstoð skrásetjarans Orra Páls Ormarssonar. Gunnar þekkja flestir sem hinn djúpróma bæjarstjóra Kópavogs, nú Fjallabyggðar, en hann var einnig þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Kópavogs til margra ára. Þá þekkja allir hið sígilda slagorð, „Það er gott að búa í Kópavogi,“ […]

Björn Valur um prósentin 78: Áfall fyrir Samfylkinguna

Björn Valur Gíslason, skipstjóri og fyrrum þingmaður Vinstri grænna, hefur verið einn einlægasti stuðningsmaður nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir það ekki koma sér á óvart að stuðningur við stjórnina mælist í 78%. „Ég skrifaði um það fyrir skömmu að ríkisstjórnin yrði geysivinsæl. Ég hefði viljað sjá hana myndaða fyrr en kannski voru ekki aðstæður til þess. […]

Loftslagsviðurkenningar veittar í fyrsta sinn

Í dag voru veitt loftslagsviðurkenningar Festu og Reykjavíkurborgar í fyrsta sinn. Markmið viðurkenninganna er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. Að þessu sinni hlaut HB Grandi loftslagsviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar, vefurinn loftslag.is hlaut fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu vegna loftslagsmála og þá hlaut ISAVIA hvatningarviðurkenningu.   HB […]

Flateyjabók liggur undir skemmdum- Árnastofnun fær styrk til viðgerðar

Ríkistjórnin hefur ákveðið að styrkja Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um 5 millj. kr. til að ráðast í brýna viðgerð á Flateyjarbók, einu merkasta handriti Íslendinga. Að sögn Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Árnastofnunar er danskt lím sökudólgurinn. „Flateyjarbók var færð í nýtt band á átjándu öld sem nú þarfnast áríðandi viðgerðar en auk þess þarf […]

Fiskeldi Austfjarða leiðréttir Loðnuvinnsluna – Segir misskilnings gæta um mengun

Líkt og Eyjan fjallaði um, þá sendi Loðnuvinnslan í Fáskrúðsfirði frá sér yfirlýsingu í vikunni, þar sem þeir lýstu áhyggjum sínum yfir fyrirhuguðu laxeldi í firðinum og menguninni sem af því hlytist. Var fullyrt að mengunin af 15.000 tonna laxeldi jafngilti skólpi frá 120.000 manna byggð og hefði þar með áhrif á hrognavinnsluna, sem reiðir […]

Reykjavíkurborg eykur stuðning við utangarðsfólk – Tólf nýjar íbúðir á þremur árum

Velferðarráð samþykkti á fundi sínum 7. desember að auka stuðning við utangarðsfólk. Þetta kemur fram í tilkynningu. Það verður gert með því að fjölga um tólf íbúðum fyrir fólk í jaðarstöðu á grundvelli hugmyndafræðinnar Housing first. Einnig verður starfsmönnum í vettvangs- og ráðgjafarteymi sem veitir utangarðsfólki þjónustu fjölgað úr sjö í þrettán. Teymið mun starfa út frá […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is