Laugardagur 29.04.2017 - 10:20 - Ummæli ()

Inga Sæland formaður Flokks fólksins: Afar brýnt að halda utan um unga fólkið

Inga Sæland í myndveri Eyjunnar á ÍNN.

Flokkur fólksins heldur aðalfund sinn í dag, laugardag. Flokkurinn bauð fyrsta sinni fram til Alþingis í kosningunum í október sl. Þar hlaut hann alls 6.700 atkvæði og 3,5 prósenta fylgi á landsvísu.

Nú hyggst flokkurinn taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum að ári.

Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Hún var gestur í Eyjuþætti Björns Inga Hrafnssonar á ÍNN í vikunni.

Þar komu húsnæðismálin mðeal annars til umræðu:

Þetta er komið í tóma vitleysu. Við skulum bara taka Íbúðalánasjóð sem var aldrei verið hugsaður öðruvísi heldur en ákveðið velferðarbatterí til að styðja við þá sem hafa þurft að fá hagstæðari lán og geta þá valið um það að kaupa sér eigið húsnæði. En hvað gera þeir? Þeir selja eignirnar okkar sem þeir hafa verið að taka af landsmönnum eftir hrun í stað þess að koma til móts við fjölskyldur í landinu og aðstoða þær við að halda eignum sínum með því að binda þá gjalddaga og annað slíkt í lengri tíma og virkilega hjálpa til. Nei, þá hafa þeir svipt fjölskyldurnar eignum sínum og þeir hafa verið að selja eignirnar í heilu og hálfu pökkunum [til leigufélaga].

Inga Sæland sagðist ósátt við margt í núverandi ástandi.

Svo segir eins og núverandi borgarstjóri að hér sé verið að byggja sem aldrei fyrr. Ég spyr aftur á móti. Hverjir hafa kost á að fara í þessar íbúðir? Hverjir hafa kost á því að kaupa sig inn í Búseta eða Búmenn eða hvað sem þetta er. Hverjir hafa möguleika á að kasta fram einhverjum tíu milljónum til þess að komast inn í eign og borga síðan leigu sem á að vera eitthvað hagstæðari vegna þess að þú ert kominn inn í svona leigufélag? Það eru þeir sem eiga peninga og unga fólkið okkar í dag, það er krafist þess að þú farir í greiðslumat. Hvernig í ósköpunum á unga fólkið okkar sem er að koma út úr skóla, í fyrsta lagi hefur það ekki ráð á því að borga þessa okurhúsaleigu, og í öðru lagi þá er þeim meinað um það að taka sér lán.

Formaður flokks fólksins telur afar brýnt að huga að unga fólkinu hér á landi ef ekki eigi illa að fara.

Inga Sæland formaður Flokks fólksins á spjalli við Björn Inga Hrafnsson í Eyjunni á ÍNN.

Ég myndi náttúrulega vilja breyta þessu öllu saman vegna þess að þetta er svo mikill tvískinnungur. Ég myndi til dæmis láta, til skulum við segja síðustu ára, ef að þú hefur verið á leigumarkaði og þú hefur staðið í skilum með þína leigu, við skulum bara segja alltaf, og hún er jafnvel mun hærri heldur en afborgunin væri af láninu sem að er verið að meina þér um af því að þú ert ekki talinn bær um það samkvæmt greiðslumati. Þetta er náttúrulega bara tvískinnungur, það er bara skammhlaup í kerfinu og mér finnst of lítið horft til þeirra sem við eigum virkilega að taka utan um og fylgja eftir út í samfélagið, í stað þess að horfa á eftir unga fólkinu okkar úr landi! Það er nánast á hverjum einasta degi sem ung fjölskylda er að flytja til Norðurlandanna…Við erum að missa mannauðinn okkar úr landi.

Börn Ingi spurði Ingu Sæland hvar hún teldi sig vera á stjórnmálaskalanum. Hvort hún væri vinstri mennskja?

Ég er bara kratakona og fylgdi yfir í Samfylkinguna þegar þeir sameinuðust á sínum tíma, en í rauninni eftir að ég sé hvernig er brugðist við eftir hrun, þá átti ég enga samleið með þessari fylkingu lengur. Alls ekki. Og mér fannst það bara sárara en tárum taki að horfa upp á það hvernig það var sleginn í rauninni varnarskjöldur um auðmagnið og bankana á meðan að heimilin í landinu voru hreinlega rifin niður og hátt í tíu þúsund fjölskyldur misstu heimili sín. Hugsaðu þér,

sagði Inga Sæland.

Hún var einnig spurð um það hvernig henni litist á hinn væntanlega Sósíalistaflokk Gunnars Smára Egilssonar, hvort hún liti á þann flokk sem hugsanlegan keppinaut?

Ég hef engar áhyggjur af þeim og óska þeim bara alls hins besta. Ef við róum á sömu mið? …ég veit það ekki. Ég er ekki, kannski eins og þú ert að spyrja, til vinstri eða hægri. Ég ætla að láta sérfræðinga um það að staðsetja okkur á kúrfuna, vinstri – hægri. Flokkur fólksins, og ég sérstaklega eins og ég segi sem formaður þessa flokks, ég er bara hugsjónamanneskja algerlega af öllu hjarta. Ég er að sleppa því núna að klára meistaranám mitt í lögfræði þar sem framtíðardraumurinn var sá að hjálpa fólki og vera sérstaklega inni í mannréttindamálum. Ég hefði þá verið komin með trygga afkomu í fyrsta sinn á ævinni þar sem ég hefði kannski verðin farin að sjá peninga og þá á eigin forsendum. Ég vil frekar vera með mínar 218 þúsund krónur í örorkubætur í dag og berjast fyrir hugsjóninni í þeirri góðu trú, að þeir sem þurfa á hjálpinni að halda, að þeir vilji hoppa á vagninn og berjast með okkur. Ég trúi því að kjósendur sjái muninn á því sem er heiðarlegt og einlægt í því sem verið er að gera, og hinu, sem kannski er tækifærissinnað.

Inga sagðist líta bjartsýn fram á veginn.

Við erum að vaxa í fylgi. Við erum komin í skoðanakönnunum yfir kjörfylgi sem er mjög sérstakt miðað við að við erum ekki ennþá á þingi.

Sjáið viðtalið við Ingu Sæland í spilaranum hér fyrir neðan: 

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Af hverju eru allir stóreignamenn í Sjálfstæðisflokknum?

Einar Kárason skrifar: Því hefur stundum verið haldið fram að tími stéttastjórnmála sé liðinn, og vissulega hljóma sumir gamlir frasar um öreiga og verkalýð ærið forneskjulega í eyrum nútímafólks. En staðreyndin er hinsvegar merkilegt nokk sú að næstum allir þeir hér á landi sem gamlar skilgreiningar sortera í auðstétt, eru í hægriflokkunum, og þar af […]

Ásmundur Einar Daðason: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Áherslur flokkanna: Samgöngumálin

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá landbúnaðarmálum til afstöðu flokkanna til veru Þjóðkirkjunnar á fjárlögum. Í dag er spurt: Hver er stefnan í samgöngumálum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt […]

Nýr Þjóðarpúls: Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur áfram langstærst

Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur mælast með langmest fylgi, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fjallað var um hann í kvöldfréttum RÚV. Vinstri græn mældust með rúmlega 23 prósenta fylgi á meðan Sjálfstæðisflokkur mældist með tæplega 23 prósenta fylgi. Í niðurstöðum könnunar sem MMR birti í vikunni var fylgi Sjálfstæðisflokks 19,9 prósent en fylgi Vinstri grænna 19,1 prósent. […]

Deilt á skattablekkingarleik vinstri flokkana: „Kjósendur eru ekki fífl“

Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins deilir harkalega á tillögur Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um verulega aukningu ríkisútgjalda í leiðara Fréttablaðsins í dag, segir hann að málflutningur um að það eigi ekki að hækka skatta á almenning standist enga skoðun: „Fyrir liggur að tveir stjórnmálaflokkar – Vinstri grænir og Samfylkingin – hafa lagt til að útgjöld ríkissjóðs […]

Hannes og Gunnar Smári í átökum: Öfund, dóni, mykjudreifari og ruglukollur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands deilir á gagnrýnendur Bjarna Benediktssonar formann Sjálfstæðisflokksins, segir Hannes á Fésbók að öfund vinstrimanna í garð Bjarna sé öflugri en allar vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir á Íslandi. Þeim orðum svaraði Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaforingi og fyrrverandi útgefandi á eftirfarandi hátt: Áttu við að andstyggð fólks á þeim […]

Þetta miklu eyða flokkarnir í kosningabaráttuna

Aðeins átta dagar eru til kosninga og því naumur tími til að koma stefnumálum sínum á framfæri. Boðað var til kosningar með mun skemmri fyrirvara en venjan er og því hafa flokkarnir ekki haft mikinn tíma til að undirbúa kosningabaráttuna. Flokkarnir hafa ekki úr jafn miklum fjármunum að moða líkt og sjá má þegar kosningabaráttan […]

Þingmaður Pírata um Sjálfstæðisflokkinn: „Þessir lygarar hafa blóð á höndum sínum – Blóð vina minna“

„Þetta er ljótasta lygi sem ég hef séð í þessari kosningabaráttu. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem bannaði Óttari og Viðreisn að gera umbætur,“ segir Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður Pírata í umræðu inni í Fésbókarhópnum Geðsjúk þar sem meðlimur hópsins setti inn færslu Sjálfstæðisflokksins þar sem segir að flokkurinn vilji ljúka framkvæmd geðheilbrigðisstefnunnar og fylgja henni eftir. […]

Bjarni Ben um nýjan þjóðarleikvang – Við erum að hugsa til langs tíma

,,Við erum að hugsa til langs tíma, það er einfaldlega kominn tími til þess að við tökum ákvarðanir,“ sagi Bjarni Benediktsson sitjandi forsætisráðherra um þau áform að byggja nýjan Laugardalsvöll.

Viðskiptablaðið borgar Facebook til að dreifa óhróðri um Kötu Jak

Viðskiptablaðið er komið í kosningaham. Í nokkuð harðorðum nafnlausum pistli sem merktur er Týr er spjótunum beint að Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, og skattahugmyndum flokks hennar. Vísað er á pistilinn af Facebook-síðu Viðskiptablaðsins og athygli vekur að ritstjórnin hefur greitt Facebook fyrir þjónustu sem tryggir að pistillinn berist sem víðast. Fjallað er um leiðtogaumræður á […]

Áherslur flokkanna: Heilbrigðismálin

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá samgöngumálum til afstöðu flokka til uppreist æru. Í dag er spurt: Hverjar eru áherslurnar í heilbrigðismálum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Heilbrigðisráðherra Óttarr Proppé […]

Meirihluti landsmanna á móti lögbanninu – Sjálfstæðismenn mest fylgjandi

Meirihluti Íslendinga er andvígur lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar úr gögnum Glitnis, eða 77%. Einungis 11,4% Íslendinga var fylgjandi lögbanninu og kváðust 11,6% hvorki fylgjandi né andvígir. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar MMR. Athygli vekur að stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins var líklegra til að segjast fylgjandi lögbanninu, borið saman við aðra stjórnmálaflokka. Þannig […]

„Mannætunni“ Jóni Trausta er ekki skemmt

Helgi Sigurðsson, skopmyndateiknari Morgunblaðsins, teiknar Jón Trausta Reynisson, ritstjóra Stundarinnar, sem mannætu í mynd dagsins í blaðinu. Aðalrétturinn hjá Jóni Trausta er svo Bjarni Benediktsson forsætisráðerra sem situr í súpunni í mannætupottinum, Jón Trausti sér ekkert fyndið við teikninguna sem hann birtir á Facebook og spyr: „Hvers vegna er ég teiknaður sem mannæta í skopmynd […]

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gekk af nefndarfundi: „Ég nenni ekki að sitja undir svona bulli“

Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði svar lögmanns Stundarinnar vera bull og yfirgaf fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Líkt og greint var frá í morgun fundar nefndin vegna lögbanns sýslumanns á Stundina. Fram kom í máli sýslumanns í morgun að lögbannið byggi á lögum og væri ekki frábrugðið öðrum lögbönnum, lögbannið sneri ekki að umfjöllun Stundarinnar um […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is