Laugardagur 29.04.2017 - 10:20 - Ummæli ()

Inga Sæland formaður Flokks fólksins: Afar brýnt að halda utan um unga fólkið

Inga Sæland í myndveri Eyjunnar á ÍNN.

Flokkur fólksins heldur aðalfund sinn í dag, laugardag. Flokkurinn bauð fyrsta sinni fram til Alþingis í kosningunum í október sl. Þar hlaut hann alls 6.700 atkvæði og 3,5 prósenta fylgi á landsvísu.

Nú hyggst flokkurinn taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum að ári.

Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Hún var gestur í Eyjuþætti Björns Inga Hrafnssonar á ÍNN í vikunni.

Þar komu húsnæðismálin mðeal annars til umræðu:

Þetta er komið í tóma vitleysu. Við skulum bara taka Íbúðalánasjóð sem var aldrei verið hugsaður öðruvísi heldur en ákveðið velferðarbatterí til að styðja við þá sem hafa þurft að fá hagstæðari lán og geta þá valið um það að kaupa sér eigið húsnæði. En hvað gera þeir? Þeir selja eignirnar okkar sem þeir hafa verið að taka af landsmönnum eftir hrun í stað þess að koma til móts við fjölskyldur í landinu og aðstoða þær við að halda eignum sínum með því að binda þá gjalddaga og annað slíkt í lengri tíma og virkilega hjálpa til. Nei, þá hafa þeir svipt fjölskyldurnar eignum sínum og þeir hafa verið að selja eignirnar í heilu og hálfu pökkunum [til leigufélaga].

Inga Sæland sagðist ósátt við margt í núverandi ástandi.

Svo segir eins og núverandi borgarstjóri að hér sé verið að byggja sem aldrei fyrr. Ég spyr aftur á móti. Hverjir hafa kost á að fara í þessar íbúðir? Hverjir hafa kost á því að kaupa sig inn í Búseta eða Búmenn eða hvað sem þetta er. Hverjir hafa möguleika á að kasta fram einhverjum tíu milljónum til þess að komast inn í eign og borga síðan leigu sem á að vera eitthvað hagstæðari vegna þess að þú ert kominn inn í svona leigufélag? Það eru þeir sem eiga peninga og unga fólkið okkar í dag, það er krafist þess að þú farir í greiðslumat. Hvernig í ósköpunum á unga fólkið okkar sem er að koma út úr skóla, í fyrsta lagi hefur það ekki ráð á því að borga þessa okurhúsaleigu, og í öðru lagi þá er þeim meinað um það að taka sér lán.

Formaður flokks fólksins telur afar brýnt að huga að unga fólkinu hér á landi ef ekki eigi illa að fara.

Inga Sæland formaður Flokks fólksins á spjalli við Björn Inga Hrafnsson í Eyjunni á ÍNN.

Ég myndi náttúrulega vilja breyta þessu öllu saman vegna þess að þetta er svo mikill tvískinnungur. Ég myndi til dæmis láta, til skulum við segja síðustu ára, ef að þú hefur verið á leigumarkaði og þú hefur staðið í skilum með þína leigu, við skulum bara segja alltaf, og hún er jafnvel mun hærri heldur en afborgunin væri af láninu sem að er verið að meina þér um af því að þú ert ekki talinn bær um það samkvæmt greiðslumati. Þetta er náttúrulega bara tvískinnungur, það er bara skammhlaup í kerfinu og mér finnst of lítið horft til þeirra sem við eigum virkilega að taka utan um og fylgja eftir út í samfélagið, í stað þess að horfa á eftir unga fólkinu okkar úr landi! Það er nánast á hverjum einasta degi sem ung fjölskylda er að flytja til Norðurlandanna…Við erum að missa mannauðinn okkar úr landi.

Börn Ingi spurði Ingu Sæland hvar hún teldi sig vera á stjórnmálaskalanum. Hvort hún væri vinstri mennskja?

Ég er bara kratakona og fylgdi yfir í Samfylkinguna þegar þeir sameinuðust á sínum tíma, en í rauninni eftir að ég sé hvernig er brugðist við eftir hrun, þá átti ég enga samleið með þessari fylkingu lengur. Alls ekki. Og mér fannst það bara sárara en tárum taki að horfa upp á það hvernig það var sleginn í rauninni varnarskjöldur um auðmagnið og bankana á meðan að heimilin í landinu voru hreinlega rifin niður og hátt í tíu þúsund fjölskyldur misstu heimili sín. Hugsaðu þér,

sagði Inga Sæland.

Hún var einnig spurð um það hvernig henni litist á hinn væntanlega Sósíalistaflokk Gunnars Smára Egilssonar, hvort hún liti á þann flokk sem hugsanlegan keppinaut?

Ég hef engar áhyggjur af þeim og óska þeim bara alls hins besta. Ef við róum á sömu mið? …ég veit það ekki. Ég er ekki, kannski eins og þú ert að spyrja, til vinstri eða hægri. Ég ætla að láta sérfræðinga um það að staðsetja okkur á kúrfuna, vinstri – hægri. Flokkur fólksins, og ég sérstaklega eins og ég segi sem formaður þessa flokks, ég er bara hugsjónamanneskja algerlega af öllu hjarta. Ég er að sleppa því núna að klára meistaranám mitt í lögfræði þar sem framtíðardraumurinn var sá að hjálpa fólki og vera sérstaklega inni í mannréttindamálum. Ég hefði þá verið komin með trygga afkomu í fyrsta sinn á ævinni þar sem ég hefði kannski verðin farin að sjá peninga og þá á eigin forsendum. Ég vil frekar vera með mínar 218 þúsund krónur í örorkubætur í dag og berjast fyrir hugsjóninni í þeirri góðu trú, að þeir sem þurfa á hjálpinni að halda, að þeir vilji hoppa á vagninn og berjast með okkur. Ég trúi því að kjósendur sjái muninn á því sem er heiðarlegt og einlægt í því sem verið er að gera, og hinu, sem kannski er tækifærissinnað.

Inga sagðist líta bjartsýn fram á veginn.

Við erum að vaxa í fylgi. Við erum komin í skoðanakönnunum yfir kjörfylgi sem er mjög sérstakt miðað við að við erum ekki ennþá á þingi.

Sjáið viðtalið við Ingu Sæland í spilaranum hér fyrir neðan: 

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Pútín nýtur meira trausts en Trump: Mikil Rússlandshræðsla á Vesturlöndum

Vladimir Pútín forseti Rússlands virðist njóta meira trausts meðal íbúa vestrænna þjóða til „að taka réttar ákvarðanir í alþjóðamálum“  heldur en Donald Trump starfsbróðir hans í Bandaríkjunum. Þetta þýðir þó ekki að Pútín njóti mikils álits á Vesturlöndum. Traust til hans í alþjóðmálum er aðeins 19 prósent í Evrópu og 23 prósent í Bandaríkjunum. Alls […]

Allir á völlinn?

Sigurvin Ólafsson skrifar: Næsti heimaleikur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fer fram þann 5. september næstkomandi. Gengi liðsins síðustu ár hefur verið með ólíkindum, liðið situr sem dæmi núna í 20. sæti styrkleikalista FIFA, sem er líklega enn eitt heimsmetið miðað við höfðatölu. Flug strákanna upp listann hefur verið lygilegt, fyrir aðeins rúmum fimm árum sat […]

Árás á sál Barcelóna

Èric Lluent Estela skrifar: La Rambla er sál Barcelóna. Eins og Laugavegurinn er sál Reykjavíkurborgar. Breiðgata sem tengir borgina við höfnina, táknmynd opinnar borgar. Sögulega er La Rambla gatan sem tengdi íbúa Barcelóna við umheiminn og er ástæðan fyrir því að aðkomufólk eru í genamengi borgarinnar. La Rambla varð fyrir löngu hryggjarstykki gamla bæjarins. La […]

Formaður Hvatar: Tillagan færir flokkinn áratugi aftur í tímann – „Frá fólkinu í átt að klíku“

Arndís Kristjánsdóttir formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík segir að ef tillaga um að sleppa prófkjöri í Reykjavík og halda þess í stað leiðtogakjör nái fram að ganga muni það færa Sjálfstæðisflokkinn áratugi aftur í tímann, í átt frá fólkinu og í átt að klíkustjórnmálum. Segir Arndís í pistli á Vísi í dag að á […]

Björn Valur gefur ekki kost á sér

Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna gefur ekki kost á sér til áframhaldandi varaformennsku. Um helgina fer fram flokksráðsfundur Vinstri grænna og fer landsfundur VG svo fram helgina 6. til 8. október næstkomandi. Björn Valur tilkynnti um þetta á vefsíðu sinni nú fyrir skömmu: Forystuskipti urðu á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í ársbyrjun 2013 […]

Borgarfulltrúi Pírata ávarpar mannkyn: Donald Trump er óhæfur og þarf að víkja

Halldór Auðar Svansson oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur segir það morgunljóst að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé óhæfur þar sem hann skorti bæði siðferðislegt hugrekki sem og allt raunveruleikaskyn. Í ávarpi til mannkyns sem Halldór Auðar birtir á Fésbókarsíðu sinni í dag segir hann að stór hluti af starfi Bandaríkjaforseta sé að geta tekist á við […]

Afnema áfengiskaupafríðindi æðstu stofnana ríkisins

Ríkisstjórnin samþykkti í dag tillögu fjármála- og efnahagsráðherra um að ívilnun með niðurfellingu áfengisgjalds gagnvart æðstu stofnunum ríkisins verði afnumin frá og með 1. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Lög um gjald af áfengi og tóbaki tóku gildi 1995. Nú njóta ívilnunar embætti forseta Íslands, Alþingi, ráðuneyti og embætti biskups Íslands. […]

Guðni sendir samúðarkveðju til Spánarkonungs

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi Felipe IV Spánarkonungi samúðarkveðju fyrir hönd íslensku þjóðarinnar í dag vegna hryðjuverksins sem framið var í Barcelona í gær. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Þrettán manns létust og hundrað særðust í árásinni þar sem bifreið var ekið á vegafarendur, yngsta fórnarlambið var þriggja ára. Sjö […]

Þýðingarlaust og skaðlegt að banna áfengisauglýsingar og fjárhættuspil

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að bönn við hlutum á borð við áfengisauglýsingar og fjárhættuspil séu þýðingarlaus og skaðleg. Brynjar, sem fer sjaldan leynt með skoðanir sínar, segir í færslu á Fésbók að okkur sé mjög í mun að hafa ýmis bannákvæði í lögum sem virðist vera hluti af eðlislægri stjórnsemi og vantrausti á öðrum: […]

Vitni: Hryðjuverkamaðurinn brosti þegar lögreglan skaut hann

Vitni að því þegar einn hryðjuverkamanna fimm sem vegnir voru af lögreglu í bænum Cambrils á Spáni segir að hryðjuverkamaðurinn hafi ögrað lögreglu og verið brosandi þegar lögreglan skaut hann til bana. Þrettán létust í árásinni í Barcelóna og meira en hundrað særðust, í gærkvöldi var svo annari bifreið ekið á vegfarendur í bænum Cambrils […]

Jón hafnar uppnámi hjá Kynnisferðum: „Var sannarlega ekki á staðnum“

Jón Gunnsteinn Hjálmarsson lét af störfum sem stjórnarformaður Kynnisferða ehf. fyrir skemmstu. Segir hann að þar sem hann hafi látið af störfum sem framkvæmdastjóri Alfa hf., stærsta eiganda Kynnisferða ehf., þá hafi hann eðli máls samkvæmt sagt sig úr öllum stjórnum sem tengdust félaginu. Ástæða þess að Jón Gunnsteinn lét af störfum hefur verið sögð […]

„Þetta þolir enga bið“

Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir nauðsynlegt að ráðast í heildarstefnumótun á bankakerfinu sem fyrst, það séu góðar fréttir að vogunarsjóðirnir sem keyptu 30% hluti í Arion banka í vor muni ekki nýta sér forkaupsrétt sinn til að eignast meirihluta í bankanum en óvissan um framhaldið geti gert það að verkum að stefnumótunin verði í höndum […]

Uppnám á ástralska þinginu: Þingmaður mætti til fundar í búrku

Pauline Hanson þingmaður á ástralska þinginu mætti í dag til þingfundar klædd í svarta búrku. Hún sat í þessum klæðnaði í þingsalnum í tæpar tuttugu mínútur meðan umræður fóru fram um það hvort búrkur skyldu leyfðar sem klæðnaður á almannafæri í Ástralíu. Hanson er formaður stjórnmálaflokksins One nation [Ein þjóð] en sá flokkur er þekktur fyrir […]

Umræða innan Samfylkingarinnar um að skipta um nafn

Eva H. Baldursdóttir varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir það vera til umræðu innan Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokk Íslands um að breyta nafni flokksins. Tillkynnti Eva þetta á Fésbókarsíðu sinni nú í morgun og bað hún fólk um að segja sitt álit. Í kjölfarið komu upp hugmyndir um að breyta nafninu úr Samfylkingin – Jafnaðarmannaflokkur Íslands í Jafnaðarmannaflokkinn. Mjög […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is