Mánudagur 01.05.2017 - 16:51 - Ummæli ()

Helstefna jöfnuðar

Skrúðganga hinna fórnuðu. Listaverk eftir Aurel I. Vlad í Sighet-gúlaginu.

 

Erna Ýr Öldudóttir skrifar:

Í tilefni af degi verkalýðsins, 1. maí, er nú sem oftar nauðsynlegt að rifja það upp hvernig vegurinn til heljar er oftast varðaður góðum ásetningi, eins og hugmyndinni um sósíalisma. Baráttudagur verkalýðsins 2017 er merkilegur fyrir þær sakir að hann er sá fyrsti í kjölfar hruns stærsta og öflgasta jafnaðarmannaflokks landsins. Jafnaðarmenn leita nú að svörum um hvað fór úrskeiðis. Hví hrundi jafnaðarmennskan á Íslandi? Spurningin er einnig sú sama beggja vegna Atlantshafsins, hvers vegna eru jafnaðarmannaflokkar í tilvistarkreppu og hvað varð um stuðning og atkvæði kjósenda?

Tilvistarkreppa jafnaðarmanna er nú orðin svo óbærileg að tækifærissinnar með sviðna jörð að baki vilja notfæra sér hana í leit að endurræstum glæstum ferli í stjórnmálum. Þeir sjá sér nú leik á borði í því að lokka hina hugsjónalega þjáðu og pólitískt heimilislausu jafnaðarmenn með í enn eina heljarreið sósíalískrar hugmyndafræði hér á Íslandi.

Óljóst markmið – fyrirheitna landið

Ef maður gerir heiðarlega tilraun til að fá jafnaðarmenn til að útskýra hvaða viðmið skuli nota til að mæla hvort að jöfnuði sé náð, þá er mjög erfitt að fá þá til að nefna einhverjar mælanlegar, endanlegar stærðir. Aldrei fást svör við spurningum um lokatakmarkið, er það til dæmis að allir landsmenn séu með jöfn útborguð laun, eigi jafnan sparnað á bankareikningi, eigi jafn stóra íbúð, jafn marga bíla, fari jafn oft til útlanda, eigi jafn margar nærbuxur og jafn mörg pör af skóm og þar fram eftir götunum.

Jafnaðarmenn vilja ekki endilega kannast við að það sé markmiðið, enda myndi það minna um of á hörmungasögu 20. aldar og bækur og kvikmyndir sem lýsa útópísku helvíti þar sem að einstaklingurinn hefur tapað virði sínu og reisn gagnvart stefnu stjórnvalda um fyrirheitna landið. Samt hætta þeir aldrei að heimta meiri jöfnuð, jafnvel þó að nýleg tölfræði og alþjóðlegir staðlar sýni fram á einhver mestu fáanleg lífsgæði hérlendis. Gott dæmi um slíkt er að þó svo að Ísland sé með mesta tekjujöfnuð í heimi skv. Gini-stuðlinum og skýrslu OECD, þá eru jafnaðarmenn nú að krefjast enn meiri tekjujöfnuðar. Annað dæmi er að þó að á Íslandi sé mesta jafnrétti kynjanna í heiminum, þá er á sama tíma verið að fara fram á enn meiri inngrip stjórnvalda en áður inn í líf fólks í þágu kynjajöfnuðar. Þessi tvö dæmi sýna vel að erfitt er að gera jafnaðarmönnum til hæfis og líklegt verður að telja að í raun séu þeir, meðvitað eða ómeðvitað, að biðja um eitthvað sem á endanum verður alltumlykjandi og algert án tillits til þess hvort að lokaniðurstaðan verði ásættanleg.

Frelsi og réttindum almennings fórnað á altari jöfnuðar

Erna Ýr Öldudóttir viðskiptafræðingur.

Jafnt og þétt fer jafnaðarstefnan fram á að einstaklingar gefi eftir frelsi sitt og réttindi sín, sem eru völd einstaklinganna yfir sjálfum sér og eigum sínum, til ríkisvaldsins í þágu jöfnuðar. Ég nefni nokkur dæmi:

Eignarétturinn er stjórnarskrárvarin mannréttindi, sbr. 72. gr. Allt að því 80% af heildartekjum fólks[1] fer í að borga skatta, útsvar, opinber gjöld, tolla, sektir, tryggingagjald, lífeyrissjóðsgreiðslur o.s.frv. í þágu jafnaðarstefnunnar um endurdreifingu tekna, þvingaðan sparnað og stuðning við opinbera þjónustu sem af sumum er talin veita jafna útkomu fyrir alla borgarana, þó að staðreyndin sé allt önnur.

Friðhelgi einkalífs er stjórnarskrárvarin mannréttindi, sbr 71. gr.  Stöðugt eftirlit þarf með borgurunum til að hin óljósa stefna um jöfnuð nái fram að ganga af því að ekki er hægt að treysta neinum til að vera nógu „jafn“ í hugsun og framkvæmd. Skattrannsóknir, álagningarskrá, tollvarsla, eftirlit með lífeyris- og bótaþegum og gjaldeyriseftirlit. Miðlæg söfnun persónuupplýsinga, heilsufarsupplýsinga, upplýsinga um félagslegar aðstæður, námsárangur o.s.frv. Friðhelgi einkalífsins þarf því að fórna til að óljóst markmið um jöfnuð nái fram að ganga í gegnum skattkerfið og önnur þau kerfi sem það kerfi borgar fyrir í þágu jöfnuðar.

Að karlar og konur njóti jafns réttar í hvívetna eru stjórnarskrárvarin mannréttindi, sbr. 65. gr. Jafnvel þó að jafnrétti kynjanna hafi verið náð gagnvart lögum og þrátt fyrir Jafnréttislög, þá þykir jafnaðarmönnum enn ekki nógur kynjajöfnuður. Þessvegna þykir nauðsynlegt að brjóta réttindi fólks í þágu jafnaðarstefnunnar, en fólki er raunverulega mismunað eftir kyni með notkun kynjakvóta og „jákvæðri mismunun“ og „sértækum aðgerðum“ í þágu hennar.

Samningsfrelsi, grundvallarregla samningaréttar. Kjarasamningar og launataxtar hinna sósíalísku verkalýðsfélaga draga úr og/eða koma í veg fyrir frelsi einstaklinga og félaga til að gera með sér frjálsa samninga. Enn yrði þrengt að réttindum fólks til að gera frjálsa samninga með frumvarpi félags- og jafnréttismálaráðherra um jafnlaunavottun og það jafnvel þó enn hafi ekki verið sýnt fram á marktækan mun á launum kynjanna fyrir sömu störf.

Ferðafrelsi er grundvallar mannréttindi. Landamæraeftirlit, landvistarleyfi, atvinnuleyfi ofl. skerða frelsi fólks til að flytjast á milli landa, en það er m.a. til að hægt sé að fylgjast með að innflytjendur séu ekki að koma til að „misnota“ hin sósíalísku velferðarkerfi sem að borgararnir sem fyrir eru í landinu hafa verið látin byggja upp og viðhalda af stjórnvöldum með því að fórna m.a. stjórnarskrárvörðum réttindum sínum ásamt öðrum réttindum í þágu velferðarkerfis jafnaðarstefnunnar.

Jafnaðarstefnan etur fólki upp á móti hvort öðru

Frá mótmælum í Caracas, höfuðborg Venesúela, 24.apríl síðastliðinn. Mynd/EPA

Sósíalísk hugmyndafræði elur á þeirri hugsun að fólk verði að finna „undirokaðan“ hóp til að skipa sér í gegn öðru fólki. Takist fólki að skipa sér í þess konar hóp, þá er hvatt til þess að reyna að búa til aðra andstæða hópa sem „kúga“ þau með tilvist sinni og ætluðum „forréttindum“ og byrja að krefjast þess að einstaklingar sem þeir telja að tilheyri „forréttindahópum“ gefi eftir sín mannréttindi og frelsi til að „jafna stöðuna“.

Gott dæmi er þegar ætlast er til að „miðaldra hvítir karlmenn“ gefi eftir tjáningarfrelsið til að styggja ekki hópa sem telja sig undirokaða af þeim. Annað gott dæmi er þegar fólk má ekki klæða sig í grímubúninga sem líkja eftir útliti „undirokaðra“ þjóða eða kynþátta og þurfa þannig að gefa tjáningarfrelsið upp á bátinn fyrir siðferðiskröfu jafnaðarmannsins, sem þykist vera að „jafna stöðuna“ fyrir hönd einhverra hópa sem hann tilheyrir jafnvel ekki einu sinni sjálfur. Alvarlegasta dæmið er svo vandamál og/eða lausnir sem jafnaðarmenn telja vera siðferðilega ámælisvert að ræða opinskátt, eins og málefni sem tengjast t.d. samkynhneigðum, innflytjendum eða flóttamönnum gagnvart almenningi og stjórnvöldum. Þeir vilja í raun halda því fram að umræðan ein og sér skapi ójöfnuð ef hún samræmist ekki þeirra eigin ítrustu kröfum um siðferðilegt réttmæti og þessvegna beri að forðast hana eða jafnvel banna að viðlögðum refsingum sbr. gr. 233 a í almennum hegningarlögum.

Jafnaðarstefnan fer því í raun fram á að stjórnarskrárvarið tjáningar- og skoðanafrelsi sbr. 73. gr. fólks sé skert til að ná fram óljósu markmiði sínu um að eyða stöðumun á milli hópa, því jafnaðarmönnum hefur enn ekki tekist að skilgreina nákvæmlega hvað það er sem þarf til að staða allra í samfélagslegu samhengi verði alveg jöfn með neinu öðru móti.

Fleygjum sósíalismanum á öskuhauga sögunnar

Þar sem að markmiðið jöfnuður virðist vera óljóst og fjarlægjast því meir eftir því sem árangur næst, leiðir hin sósíalíska stefna um efnahagslegan og félagslegan jöfnuð það af sér að borgararnir þurfa sífellt að þola meiri inngrip ríkisvaldsins í frelsi og mannréttindi sín. Eignum fólks og rétti þeirra til að ákvarða fyrir sig sjálf er smám saman safnað upp hjá elítu valdastéttar hins opinbera sem virðast meðvitað eða ómeðvitað hygla sér og sínum við umhirðu og ráðstöfun þeirra, en þrúga og kúga borgarana með ofstjórn og óstjórn, eignaupptöku, eftirliti, boðum og bönnum.

Markmiðinu óljósa um jöfnuð verður ekki náð einfaldlega vegna þess að jafnaðarmönnum þykir aldrei nóg að gert, til að allir verði algerlega jafnir á öllum sviðum mannlífsins samkvæmt þeirra eigin óskilgreindu stöðlum um jafnan efnahag og gott siðferði. Krafan um meiri inngrip í réttindi fólks og minna frelsi heldur svo áfram til að ná hinu óljósa, fjarlæga, en algera markmiði um jöfnuð þar til að ekkert verður eftir og borgararnir standa berskjaldaður og máttlausir frammi fyrir samþjöppuðu, miðstýrðu valdi og alræði hins opinbera. Þessa helför sósíalískrar stefnu hafa fjölmörg ríki farið á 20. öldinni með gríðarlegum hörmungum fyrir sína eigin borgara og nokkur ríki hafa stundað það glapræði að prófa sósíalisma 21. aldarinnar með ekki minna skelfilegum afleiðingum sem enn sér ekki fyrir endann á.

Það er því engin stærri ógn til við frjáls og lýðræðisleg þjóðfélög nútímans en jafnaðarstefna sósíalismans. Ég hvet því fólk til að kasta úreltri jafnaðarstefnu og sósíalisma á öskuhauga sögunnar og einbeita sér að því í staðinn að stuðla að frjálsri samvinnu þjóða og þjóðar og frjálsri þátttöku einstaklinganna í samfélagi þar sem að þiggjendur verða aftur þátttakendur.

[1]              Sbr. grein eftir Jóhannes Loftsson í Morgunblaðinu 1. desember 2015, „Hverju megum við ráða?“

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Sigmundur boðar uppgjör á næsta flokksþingi: „Hinn almenni flokksmaður hefur tekið völdin áður“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrum forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins var gestur Björns Inga Hrafnssonar í Eyjunni á ÍNN nú í kvöld. Í upphafi þáttarins var rætt um átök og ágreining Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. Þar var meðal annars komið inn á flokksþingið í fyrrahaust þegar Sigurður felldi Sigmund úr sæti formanns og síðan nýliðinn miðstjórnarfund […]

Sema svarar Sighvati: „Til háborinnar skammar!“

Sema Erla Serdar skrifar: Í gær birtist á Eyjunni grein eftir Sighvat Björgvinsson, sem einu sinni var ráðherra, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar og jafnaðarmaður. Greinin, sem eru hans viðbrögð við hryðjuverkunum í Manchester, er gott dæmi um þau viðbrögð sem hryðjuverkamenn óska eftir með voðaverkum sínum. Greinin hans Sighvatar er uppfull af orðalagi öfgamanna sem einkennist af […]

Farsíminn bjargaði Lisu þegar „Móðir Satans“ sprakk

Sprengjan sem íslamistinn Salman Abedi sprengdi í Manchester á mánudagskvöld var með sprengiefnablöndu sem kallast „Móðir Satans“ meðal sprengjusérfræðinga. Hún var sömu gerðar og sprengjur sem notaðar voru í Lundúnum 2005, í París í nóvember 2105 og í Brussel í mars 2016. Slíkar sprengjur eru iðulega notaðar af hryðjuverkamönnum. Í breska blaðinu Independent kemur fram að […]

Fjárhagsstaða braggast hjá Borgarbyggð

Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2016 var afgreiddur í sveitarstjórn við seinni umræðu þann 11. maí sl. Samkvæmt reglum um reikningsskil sveitarfélaga skiptist ársreikningur í tvo hluta. Annars vegar er A-hluti, sem er almennur rekstur sveitarsjóðs sem að mestu leyti er fjármagnaður með skatttekjum. Hins vegar er B-hluti sem eru stofnanir í eigu sveitarfélagsins og eru […]

Bandaríkjamenn láku rannsóknagögnum árásar í Manchester: Bretar æfir

Sky News-fréttastofan hefur birt myndir úr eftirlitsmyndavélum teknar síðastliðið föstudagskvöld sem munu sýna hvar hinn 22 ára gamli Salman Abedi gengur um í verslunarmiðstöð með það sem virðist vera nýkeyptur bakboki. Þremur dögum síðar sprengdi hann sjálfan sig í loft upp í inngangsrými Manchester Arena-tónleikahallarinnar með sprengju sem falin var í þessum bakpoka. Vítisvélin var fyllt […]

Sigmundur Davíð: „Tel að þau hafi flest yfirgefið Sigurð Inga“

Valgerður Sverrisdóttir og Jón Sigurðsson, bæði fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins, beittu sér gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á flokksþingi Framsóknarflokksins síðasta haust. En sem kunnugt er var Sigmundur felldur úr formannsstóli á flokksþinginu af Sigurði Inga Jóhannssyni. Þetta kemur fram í viðtali við Sigmund í Morgunblaðinu í dag. Segir hann að á flokksþinginu hafi hann áttað sig […]

Smári McCarthy: Gömlu refirnir munu aldrei breyta því sem þarf að breyta

  Smári McCarthy alþingismaður Pírata skrifar: Alþingi skortir samkennd Nú þegar líður að lokum þingstarfa fyrir sumarið er ágætt að líta yfir síðustu mánuði og meta árangurinn. Það er ekki hægt að segja að hann hafi verið mikill. Nokkur mál ríkisstjórnarinnar hafa farið í gegn, sum í einhverri sátt en önnur alls ekki. Búið er […]

Borgin vill rukka þá sem nota nagladekk: Katrín leggur ekki í sumar ferðir með börnin í bílnum á ónegldum dekkjum

„Á í snúnu sambandi við þetta mál. Vil undir öllum kringumstæðum gæta að umhverfinu í daglegu lífi fjölskyldunnar því margt smátt gerir svo sannarlega eitt stórt í þeim efnum. Á hinn bóginn verð ég að viðurkenna að þó ég hafi alla tíð verið örugg í umferðinni þá eru skilyrði hér oft með þeim hætti að […]

Sigmundur Davíð stofnar Framfarafélagið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins boðar stofnunar Framfarafélagsins,  hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Félagið verður stofnað á laugardaginn. Sigmundur greindi frá þessum áformum í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Segir Sigmundur að félagið sé ekki vísir að nýjum flokk, en Sigmundur hefur verið hvattur til þess að stofna nýjan flokk […]

Eiríkur segir Flugfélagið hafa gefist upp: „Íslenskan er hallærisleg“

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði segir það ákveðna uppgjöf hjá Flugfélagi Íslands að hætta að nota nafnið og taka þess í stað upp enska nafnið Air Iceland Connect. Líkt og kom fram í fréttatilkynningu frá Air Iceland Connect þá er ástæðan aukin umsvif félagsins erlendis, samstarf við Icelandair og aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sem […]

Jón Viðar hjólar í Illuga – Brynjar kemur Illuga til varnar: „Afturhaldsraus“

„Þá er það komið á daginn sem ég spáði og fjölmargir aðrir að stytting framhaldsskólans, sem einn versti menntamálaráðherra sögunnar kom til leiðar, var hið mesta ógæfuspor. „Engin gleði“ í náminu lengur heyrði ég fulltrúa foreldra (heyrðist mér) segja í fréttum áðan.“ Þetta segir Jón Viðar Jónsson og vitnar í frétt Ríkisútvarpsins þar sem fjallað […]

Að hefna sín á gestgjöfunum

Sighvatur Björgvinsson skrifar: Ríkisútvarpið taldi í fréttatíma s.l. þriðjudagskvöld upp fjölda þeirra hryðjuverkaárása, sem beinst hafa að borgurum Evrópuríkja á fáum síðustu árum.  Þær voru óhugnanlega margar – miklu, miklu fleiri en flestir gera sér grein fyrir.   Þá greindi ríkisútvarpið frá því hve margir almennir borgarar Evrópuríkja hafa orðið fyrir barðinu á þessum hryðjuverkaárásum – […]

Flugfélag Íslands heitir núna Air Iceland Connect

Flugfélag Íslands mun frá og með deginum í dag taka upp nýtt nafn; Air Iceland Connect. Ástæður fyrir nafnbreytingunni eru nokkrar og má þar nefna aukin umsvif á erlendum mörkuðum, umtalsverða fjölgun erlendra ferðamanna, aukið samstarf við Icelandair og einföldun á markaðsstarfi, en tvöfalt nafnakerfi félagsins hefur þýtt talsverðan kostnaðarauka og valdið einhverjum farþegum óþægindum […]

Nærri 10% atvinnuleysi meðal ungs fólks

Rúmlega 10% fólks á aldrinum 16 til 24 ára á Íslandi var atvinnulaust í apríl og telur ungt fólk helming allra atvinnulausra hér á landi. Þetta kemur fram í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands fyrir aprílmánuð. Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókninni voru að jafnaði 199.300 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í apríl 2017, sem jafngildir 83,2% atvinnuþátttöku. Af […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is