Mánudagur 01.05.2017 - 16:51 - Ummæli ()

Helstefna jöfnuðar

Skrúðganga hinna fórnuðu. Listaverk eftir Aurel I. Vlad í Sighet-gúlaginu.

 

Erna Ýr Öldudóttir skrifar:

Í tilefni af degi verkalýðsins, 1. maí, er nú sem oftar nauðsynlegt að rifja það upp hvernig vegurinn til heljar er oftast varðaður góðum ásetningi, eins og hugmyndinni um sósíalisma. Baráttudagur verkalýðsins 2017 er merkilegur fyrir þær sakir að hann er sá fyrsti í kjölfar hruns stærsta og öflgasta jafnaðarmannaflokks landsins. Jafnaðarmenn leita nú að svörum um hvað fór úrskeiðis. Hví hrundi jafnaðarmennskan á Íslandi? Spurningin er einnig sú sama beggja vegna Atlantshafsins, hvers vegna eru jafnaðarmannaflokkar í tilvistarkreppu og hvað varð um stuðning og atkvæði kjósenda?

Tilvistarkreppa jafnaðarmanna er nú orðin svo óbærileg að tækifærissinnar með sviðna jörð að baki vilja notfæra sér hana í leit að endurræstum glæstum ferli í stjórnmálum. Þeir sjá sér nú leik á borði í því að lokka hina hugsjónalega þjáðu og pólitískt heimilislausu jafnaðarmenn með í enn eina heljarreið sósíalískrar hugmyndafræði hér á Íslandi.

Óljóst markmið – fyrirheitna landið

Ef maður gerir heiðarlega tilraun til að fá jafnaðarmenn til að útskýra hvaða viðmið skuli nota til að mæla hvort að jöfnuði sé náð, þá er mjög erfitt að fá þá til að nefna einhverjar mælanlegar, endanlegar stærðir. Aldrei fást svör við spurningum um lokatakmarkið, er það til dæmis að allir landsmenn séu með jöfn útborguð laun, eigi jafnan sparnað á bankareikningi, eigi jafn stóra íbúð, jafn marga bíla, fari jafn oft til útlanda, eigi jafn margar nærbuxur og jafn mörg pör af skóm og þar fram eftir götunum.

Jafnaðarmenn vilja ekki endilega kannast við að það sé markmiðið, enda myndi það minna um of á hörmungasögu 20. aldar og bækur og kvikmyndir sem lýsa útópísku helvíti þar sem að einstaklingurinn hefur tapað virði sínu og reisn gagnvart stefnu stjórnvalda um fyrirheitna landið. Samt hætta þeir aldrei að heimta meiri jöfnuð, jafnvel þó að nýleg tölfræði og alþjóðlegir staðlar sýni fram á einhver mestu fáanleg lífsgæði hérlendis. Gott dæmi um slíkt er að þó svo að Ísland sé með mesta tekjujöfnuð í heimi skv. Gini-stuðlinum og skýrslu OECD, þá eru jafnaðarmenn nú að krefjast enn meiri tekjujöfnuðar. Annað dæmi er að þó að á Íslandi sé mesta jafnrétti kynjanna í heiminum, þá er á sama tíma verið að fara fram á enn meiri inngrip stjórnvalda en áður inn í líf fólks í þágu kynjajöfnuðar. Þessi tvö dæmi sýna vel að erfitt er að gera jafnaðarmönnum til hæfis og líklegt verður að telja að í raun séu þeir, meðvitað eða ómeðvitað, að biðja um eitthvað sem á endanum verður alltumlykjandi og algert án tillits til þess hvort að lokaniðurstaðan verði ásættanleg.

Frelsi og réttindum almennings fórnað á altari jöfnuðar

Erna Ýr Öldudóttir viðskiptafræðingur.

Jafnt og þétt fer jafnaðarstefnan fram á að einstaklingar gefi eftir frelsi sitt og réttindi sín, sem eru völd einstaklinganna yfir sjálfum sér og eigum sínum, til ríkisvaldsins í þágu jöfnuðar. Ég nefni nokkur dæmi:

Eignarétturinn er stjórnarskrárvarin mannréttindi, sbr. 72. gr. Allt að því 80% af heildartekjum fólks[1] fer í að borga skatta, útsvar, opinber gjöld, tolla, sektir, tryggingagjald, lífeyrissjóðsgreiðslur o.s.frv. í þágu jafnaðarstefnunnar um endurdreifingu tekna, þvingaðan sparnað og stuðning við opinbera þjónustu sem af sumum er talin veita jafna útkomu fyrir alla borgarana, þó að staðreyndin sé allt önnur.

Friðhelgi einkalífs er stjórnarskrárvarin mannréttindi, sbr 71. gr.  Stöðugt eftirlit þarf með borgurunum til að hin óljósa stefna um jöfnuð nái fram að ganga af því að ekki er hægt að treysta neinum til að vera nógu „jafn“ í hugsun og framkvæmd. Skattrannsóknir, álagningarskrá, tollvarsla, eftirlit með lífeyris- og bótaþegum og gjaldeyriseftirlit. Miðlæg söfnun persónuupplýsinga, heilsufarsupplýsinga, upplýsinga um félagslegar aðstæður, námsárangur o.s.frv. Friðhelgi einkalífsins þarf því að fórna til að óljóst markmið um jöfnuð nái fram að ganga í gegnum skattkerfið og önnur þau kerfi sem það kerfi borgar fyrir í þágu jöfnuðar.

Að karlar og konur njóti jafns réttar í hvívetna eru stjórnarskrárvarin mannréttindi, sbr. 65. gr. Jafnvel þó að jafnrétti kynjanna hafi verið náð gagnvart lögum og þrátt fyrir Jafnréttislög, þá þykir jafnaðarmönnum enn ekki nógur kynjajöfnuður. Þessvegna þykir nauðsynlegt að brjóta réttindi fólks í þágu jafnaðarstefnunnar, en fólki er raunverulega mismunað eftir kyni með notkun kynjakvóta og „jákvæðri mismunun“ og „sértækum aðgerðum“ í þágu hennar.

Samningsfrelsi, grundvallarregla samningaréttar. Kjarasamningar og launataxtar hinna sósíalísku verkalýðsfélaga draga úr og/eða koma í veg fyrir frelsi einstaklinga og félaga til að gera með sér frjálsa samninga. Enn yrði þrengt að réttindum fólks til að gera frjálsa samninga með frumvarpi félags- og jafnréttismálaráðherra um jafnlaunavottun og það jafnvel þó enn hafi ekki verið sýnt fram á marktækan mun á launum kynjanna fyrir sömu störf.

Ferðafrelsi er grundvallar mannréttindi. Landamæraeftirlit, landvistarleyfi, atvinnuleyfi ofl. skerða frelsi fólks til að flytjast á milli landa, en það er m.a. til að hægt sé að fylgjast með að innflytjendur séu ekki að koma til að „misnota“ hin sósíalísku velferðarkerfi sem að borgararnir sem fyrir eru í landinu hafa verið látin byggja upp og viðhalda af stjórnvöldum með því að fórna m.a. stjórnarskrárvörðum réttindum sínum ásamt öðrum réttindum í þágu velferðarkerfis jafnaðarstefnunnar.

Jafnaðarstefnan etur fólki upp á móti hvort öðru

Frá mótmælum í Caracas, höfuðborg Venesúela, 24.apríl síðastliðinn. Mynd/EPA

Sósíalísk hugmyndafræði elur á þeirri hugsun að fólk verði að finna „undirokaðan“ hóp til að skipa sér í gegn öðru fólki. Takist fólki að skipa sér í þess konar hóp, þá er hvatt til þess að reyna að búa til aðra andstæða hópa sem „kúga“ þau með tilvist sinni og ætluðum „forréttindum“ og byrja að krefjast þess að einstaklingar sem þeir telja að tilheyri „forréttindahópum“ gefi eftir sín mannréttindi og frelsi til að „jafna stöðuna“.

Gott dæmi er þegar ætlast er til að „miðaldra hvítir karlmenn“ gefi eftir tjáningarfrelsið til að styggja ekki hópa sem telja sig undirokaða af þeim. Annað gott dæmi er þegar fólk má ekki klæða sig í grímubúninga sem líkja eftir útliti „undirokaðra“ þjóða eða kynþátta og þurfa þannig að gefa tjáningarfrelsið upp á bátinn fyrir siðferðiskröfu jafnaðarmannsins, sem þykist vera að „jafna stöðuna“ fyrir hönd einhverra hópa sem hann tilheyrir jafnvel ekki einu sinni sjálfur. Alvarlegasta dæmið er svo vandamál og/eða lausnir sem jafnaðarmenn telja vera siðferðilega ámælisvert að ræða opinskátt, eins og málefni sem tengjast t.d. samkynhneigðum, innflytjendum eða flóttamönnum gagnvart almenningi og stjórnvöldum. Þeir vilja í raun halda því fram að umræðan ein og sér skapi ójöfnuð ef hún samræmist ekki þeirra eigin ítrustu kröfum um siðferðilegt réttmæti og þessvegna beri að forðast hana eða jafnvel banna að viðlögðum refsingum sbr. gr. 233 a í almennum hegningarlögum.

Jafnaðarstefnan fer því í raun fram á að stjórnarskrárvarið tjáningar- og skoðanafrelsi sbr. 73. gr. fólks sé skert til að ná fram óljósu markmiði sínu um að eyða stöðumun á milli hópa, því jafnaðarmönnum hefur enn ekki tekist að skilgreina nákvæmlega hvað það er sem þarf til að staða allra í samfélagslegu samhengi verði alveg jöfn með neinu öðru móti.

Fleygjum sósíalismanum á öskuhauga sögunnar

Þar sem að markmiðið jöfnuður virðist vera óljóst og fjarlægjast því meir eftir því sem árangur næst, leiðir hin sósíalíska stefna um efnahagslegan og félagslegan jöfnuð það af sér að borgararnir þurfa sífellt að þola meiri inngrip ríkisvaldsins í frelsi og mannréttindi sín. Eignum fólks og rétti þeirra til að ákvarða fyrir sig sjálf er smám saman safnað upp hjá elítu valdastéttar hins opinbera sem virðast meðvitað eða ómeðvitað hygla sér og sínum við umhirðu og ráðstöfun þeirra, en þrúga og kúga borgarana með ofstjórn og óstjórn, eignaupptöku, eftirliti, boðum og bönnum.

Markmiðinu óljósa um jöfnuð verður ekki náð einfaldlega vegna þess að jafnaðarmönnum þykir aldrei nóg að gert, til að allir verði algerlega jafnir á öllum sviðum mannlífsins samkvæmt þeirra eigin óskilgreindu stöðlum um jafnan efnahag og gott siðferði. Krafan um meiri inngrip í réttindi fólks og minna frelsi heldur svo áfram til að ná hinu óljósa, fjarlæga, en algera markmiði um jöfnuð þar til að ekkert verður eftir og borgararnir standa berskjaldaður og máttlausir frammi fyrir samþjöppuðu, miðstýrðu valdi og alræði hins opinbera. Þessa helför sósíalískrar stefnu hafa fjölmörg ríki farið á 20. öldinni með gríðarlegum hörmungum fyrir sína eigin borgara og nokkur ríki hafa stundað það glapræði að prófa sósíalisma 21. aldarinnar með ekki minna skelfilegum afleiðingum sem enn sér ekki fyrir endann á.

Það er því engin stærri ógn til við frjáls og lýðræðisleg þjóðfélög nútímans en jafnaðarstefna sósíalismans. Ég hvet því fólk til að kasta úreltri jafnaðarstefnu og sósíalisma á öskuhauga sögunnar og einbeita sér að því í staðinn að stuðla að frjálsri samvinnu þjóða og þjóðar og frjálsri þátttöku einstaklinganna í samfélagi þar sem að þiggjendur verða aftur þátttakendur.

[1]              Sbr. grein eftir Jóhannes Loftsson í Morgunblaðinu 1. desember 2015, „Hverju megum við ráða?“

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Teigsskógur – 2% af birkikjarri

Teigsskógur er við vestanverðan Þorskafjörð. Í skýrslu vegagerðarinnar frá febrúar 2017 um mat á umhverfisáhrifum af lagningu nýs vegar milli Bjarkalundar og Skálaness kemur fram í umsögn Skógræktar ríkisins að skógurinn nái frá Þórisstöðum um Gröf og langleiðina að gömlum túngarði við bæinn Hallsteinsstaði yst á skaganum, sem gengur fram milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Orðið […]

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Ríkisútvarpið olli töfunum á birtingu gagnanna

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það sé Ríkisútvarpinu að kenna að gögnin um þá sem fengið hafa uppreist æru hafi ekki verið opinberuð í sumar. Vilhjálmur sagði í viðtali í þættinum Harmageddon í morgun að eftir að RÚV kærði ákvörðunina um afhenda ekki gögnin þá hafi Úrskurðarnefnd um upplýsingamál brugðist skjótt við og að mesta […]

Þórunn vill sæti Sigmundar Davíðs

Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er oddviti flokksins í kjördæminu, hann ætlar í framboð, en það liggur ekki fyrir hvort hann muni áfram sækjast eftir því að leiða listann í komandi kosningum. Þórunn segir í færslu á Fésbók að kosningarnar 28. október næstkomandi muni snúast um trúverðugleika […]

Björn vill útlendingamálin á dagskrá í kosningabaráttunni: „Þeir eiga ekkert erindi hingað“

„Með hliðsjón af því hve miklu af skatt­fé al­menn­ings er varið til hæl­is­mála er stórund­ar­legt að umræðan sé ekki meiri um út­lend­inga­mál­in á stjórn­mála­vett­vangi. Það er engu lík­ara en ís­lensk­ir stjórn­mála­menn forðist mála­flokk­inn og vilji helst að um hann ríki póli­tísk þögn,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir […]

Davíð spyr: „Munu æsingamennirnir biðjast afsökunar á ósköpunum?“

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins vill vita hvort þeir sem slitu ríkisstjórnarsamstarfinu og æstu sig muni nú biðjast afsökunar á ósköpunum. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, þar sem Davíð heldur öllum líkindum á penna, er spurt í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi ekki brotið […]

Björt sendir Sjálfstæðismönnum tóninn: Siðferði og samskiptareglur snúast ekki um lögfræði eða reglur um trúnað

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir að traustið milli Bjartrar framtíðar til Sjálfstæðisflokksins hafi horfið þegar flokkurinn varð þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gæti stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls sem kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær […]

Þór Saari vill á þing fyrir Pírata: „Losum okkur við spillt, sjálfhverf og hrunin stjórnmál“

Þór Saari hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar gefur kost á sér í prófkjöri Pírata sem hefst á morgun. Þór segir í fréttatilkynningu að vegna fjölda áskorana innan sem og utan Pírata mun hann sækjast eftir því að komast á þing fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi. Þór gaf kost á sér í prófkjöri Pírata fyrir […]

Ásta: Skipulag miðbæjar

Ásta S. Stefánsdóttir skrifar um málefni miðbæjarins: Skipulagsferli vegna miðbæjar Selfoss er nú að komast á lokastig. Fresti til að gera athugasemdir lauk í lok ágúst og voru athugasemdir þær sem bárust lagðar fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar sl. miðvikudag. Nefndin fól formanni nefndarinnar, skipulags- og byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að gera drög að […]

Þorvaldur er bjartsýnn: „Ég veit að okkar stefna á talsverðan hljómgrunn“

„Við ætlum að bjóða fram allsstaðar þar sem við getum, við stefnum á að bjóða fram um allt land ef okkur tekst það. Það er ekki alveg fyrirséð vegna þess hve tíminn er stuttur,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar í samtali við Eyjuna. Flokkurinn, sem var stofnaður 2013, bauð fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi […]

Sigríður braut ekki trúnað með því að segja Bjarna

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut ekki reglur um trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafi skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson til að hann gæti fengið uppreist æru. Samkvæmt heimildum RÚV mun Tryggi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hafa sagt þetta á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. […]

Framsóknarflokkurinn boðar ekki til flokksþings fyrir kosningar

Framsóknarflokkurinn mun ekki boða til flokksþings fyrir kosningar, tíminn sé of knappur til það sé hægt í samræmi við lög flokksins. Þetta segir Einar Gunnar Einarsson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins í samtali við Eyjuna. Ákveðið var á fundi miðstjórnar flokksins síðastliðið vor að halda flokksþing í janúar en í kjölfar stjórnarslita og kosninga í lok október fóru […]

Ragnar Þór svarar Halldóri: „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág“

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það mikla einföldun að halda því fram að hækkun á ráðstöfunartekjum launafólks í formi hærri persónuafsláttar sé eingöngu tekjumissir fyrir ríkið. Líkt og greint var frá í gær sagði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að tillaga VR um að endurskoða upphæð persónuafsláttar til að miða við þróun launa […]

Logi kannast ekki við þrýsting: „Ég er ekki að skipta mér af vinnu uppstillinganefnda“

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að hann hafi heyrt það útundan sér að hann eigi að færa sig um set og bjóða sig fram í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í stað Norðausturkjördæmis, en að enginn innan flokksins hafi komið að máli við sig um það. Vefur Hringbrautar segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Samfylkingarfólk í […]

Bjarni býst við óvæginni kosningabaráttu

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að kosningabaráttan verði vafalaust óvægin á köflum en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei óttast kjósendur og sé ævinlega tilbúinn til kosninga. Í bréfi sem Bjarni sendir flokksmönnum sínum í dag segir hann að hann geti ekki svarað fyrir ákvörðun föður síns um að veita Hjalta Sigurjóni Haukssyni umsögn þegar Hjalti sótti […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is