Mánudagur 01.05.2017 - 20:41 - Ummæli ()

Jón Baldvin spyr: Getum við lært af Norðmönnum?

Jón Baldvin Hannibalsson fyrrum ráðherra, þingmaður og formaður Alþýðuflokksins.

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar:

Framkoma sægreifanna í Granda gagnvart starfsfólki sínu á Skaga staðfestir enn einu sinni, að handhafar veiðiheimildanna meðhöndla þær eins og um hreina einkaeign sé að ræða, í trássi við lög og rétt. Mottóið er eins og hjá Hannesi Smárasyni forðum: „Ég á þetta – ég má þetta“.

Af þessu tilefni er ástæða til að skoða, hvernig frændur vorir í Noregi hafa mótað stefnuna um auðlindanýtingu og fiskveiðistjórnun. Flestir vita, að Noregur er vellauðugt olíuríki.  Frá upphafi olíuvinnslunnar hafa þeir gætt þess vandlega, að arðurinn af olíuauðlindinni, sem er skilgreind sem þjóðareign, renni í sameiginlegan fjárfestingasjóð, sem nú er reyndar orðinn sá öflugasti í heiminum.

Samvinnurekstur

Norskur dragnótarbátur í mokveiði á þorski fyrir nokkrum dögum undan ströndum Finnmerkur í Norður-Noregi.

Í nýútkominni bók um, hvað Skotar geti lært af samskiptum Norðurlandaþjóða við Evrópusambandið, birtist fróðleg grein um þetta efni eftir norskan náttúruvísindamann, Duncan Halley að nafni (hann er skoskur að uppruna, en norskur ríkisborgari) (1). Í greininni kemur fram, að um auðlindanýtingu og dreifingu arðs af auðlindinni gilda tvenn lög: Lögin um auðlindanýtinguna hafa að markmiði að tryggja sjálfbærar fiskveiðar og þjóðhagslega arðsemi af rekstri útgerðar og fiskvinnslu. Hin lögin kveða á um eignarhald á útgerðarfyrirtækjum með það að markmiði að tryggja, að arðurinn nýtist sem best byggðarlögum, sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi, meðfram hinni löngu strandlengju Noregs.

Þessi lög kveða á um, að fiskiskip verða að vera í eigu einstaklinga, sem sjálfir stunda sjó eða vinna við stjórnun útgerðar. Þetta hefur leitt til þess, að flestir sem stýra útgerðarfyrirtækjum hafa sjálfir verið virkir sem sjómenn og/eða skipstjórnarmenn.  Ef skip eru í eigu hlutafélags, verður hlutafélagið að vera í eigu starfandi sjómanna eða stjórnenda í viðkomandi byggðarlagi.  Fiskvinnslufyrirtæki mega eiga allt að 49.9%, en ráðandi hlutur verður að vera í eigu starfandi sjómanna, núverandi eða fyrrverandi, sem verða að starfa við útgerðina. M.ö.o. hluthafar verða að vera tengdir útgerðinni og byggðarlaginu. Við þetta bætist síðan, að samkvæmt lögum er afurðasalan í höndum samvinnufyrirtækja.

Samfélagsábyrgð

Uppsjávarveiðiskip HB Granda við löndun í Akraneshöfn fyrr í vetur.

Norsk fiskveiðistjórnun byggir því lögum samkvæmt á þrennu: sjálfbærni, arðsemi og samfélagslegri ábyrgð. Sjávarútvegurinn er burðarás atvinnulífs í strandbyggðum Noregs. Ef ekki væri fyrir fiskveiðar, fiskeldi og fiskvinnslu, lægi við landauðn í þessum byggðarlögum. Útgerð og fiskvinnsla er einfaldlega forsenda atvinnu – og þar með –  búsetu. Sjávarútvegurinn stendur fyrir mikilli verðmætasköpun. Hann er næststærsti útflutningsgeirinn. Á það er lögð rík áhersla, að sjávarútvegurinn sé rekinn í sátt við hið náttúrulega umhverfi. Meira en 70% allra fiskveiða eru úr stofnum, sem njóta vottunar fyrir sjálfbærni. Þetta er hæsta hlutfall, sem þekkist í heiminum. „Helstu nytjastofnar eru í góðu ásigkomulagi“, að sögn OECD. „Nýting sjávarauðlindarinnar og stjórnun fiskveiða byggir á niðurstöðum vísindalegra rannsókna“, að sögn FAO, matvælastofnunar SÞ. „Fiskveiðistjórnun Norðmanna er fyrsta flokks í heiminum“, að sögn Marine Stewardship Council.

Vegna örra tækniframfara var svo komið á áttunda áratugnum, að margir fiskistofnar innan norsku lögsögunnar voru ofveiddir. Sumir stofnar beinlínis hrundu (eins og gerðist innan lögsögu ESB). Ríkið dældi gríðarlegum fjármunum inn í greinina til þessa að forða gjaldþrotum og brottflutningi fólks úr strandbyggðunum.

Kerfisumbætur

Ráðist var í kerfisumbætur, sem hafa skilað miklum árangri. Á s.l. 30 árum (frá 1985-2015) hefur hrygningarstofn uppsjávarfisktegunda vaxið um 51%. Hrygningarstofn djúpsjávartegunda hefur vaxið sem svarar 340%. M.ö.o. – nýtingu sjávarauðlindarinnar hefur verið hagað með þeim hætti, að afrakstur auðlindarinnar hefur vaxið umtalsvert.

Sértækir styrkir til sjávarútvegsins hafa verið aflagðir fyrir utan undanþágu frá sérstöku mengunargjaldi á eldsneyti. Eftir standa styrkir vegna t.d. endurhæfingar og starfsþjálfunar, sem gilda almennt fyrir atvinnulífið.

Öfugt við Evrópusambandið hafa norskir sjávarútvegsráðherrar aldrei sniðgengið vísindalega ráðgjöf um aflamark. Aðalatriðið er, að lagaákvæðum um samfélagslega ábyrgð er fylgt eftir, þannig að tekjur og arður sjávarútvegsfyrirtækja rennur um æðakerfi samfélagsins í sjávarbyggðum. Þetta á ekki bara við um tekjur starfsfólksins heldur einnig arð fyrirtækjanna og hagnað eigendanna. Fiskistofnarnir eru í góðu ásigkomulagi. Undantekningarnar eru deilistofnar, sem að hluta tilheyra fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Víðtæk samfélagsleg sátt ríkir um þetta fyrirkomulag auðlindanýtingar og samfélagsábyrgðar. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa.

  • Grein Dr. Duncans Halley „Fishing, Forestry and Agriculture and the Norwegian Model“ birtist í ritinu: „McSmörgaardsbord – What post-Brexit Scotland can learn from the Nordics“, Luath Press ltd., 543/2 Castle Hill, The Royal Mile, Edinburgh EH1 2ND.

Höfundur er fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins. 

Grein þessi birtist í Vesturlandi:

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Jón Ásgeir hjólar í Grím Grímsson: „Óheiðarleiki á hæsta stigi“

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur lagt fram gögn á heimasíðu sinni sem hann telur að rannsakendum í Aurum málinu svokallaða hafi borið að leggja fram við þingfestingu málsins en ekki gert. Ásakanir Jóns Ásgeir beinast að lögreglumönnunum Grími Grímssyni og Sveini Ingiberg Magnússyni. Segir Jóns Ásgeir að fyrir sér sé það „óheiðarleiki þegar rannsakendur sakamáls halda […]

Lögmaður ósáttur við ráðherra: Vill að Alþingi grípi í taumana

Ástráður Haraldsson lögmaður segir Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra hafa brotið lög með því að fara ekki eftir mati hæfnisnefndar við skipun 15 dómara við Landsrétt. Í opnu bréfi til Unnar Brár Konráðsdóttur forseta Alþingis vísar Ástráður til laga sem kveða á um að dómsmálaráðherra sé óheimilt að skipa í dómaraembætti þann sem dómnefnd telur ekki […]

Nicole grét í pontu: „Það er ekki auðvelt að vera innflytjandi á Alþingi“

Nicole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar brast í grát í ræðu sinni á eldhúsdegi Alþingis í gærkvöldi. Byrjaði hún ræðu sína á því að segja að henni þætti það merkilegt að vera annar innflytjandinn af fyrstu kynslóð til að flytja ræðu á  eldhúsdegi á eftir Pawel Bartoszek þingmanni Viðreisnar sem flutti ræðu sama kvöld. Sagði […]

Katrín: Eftirpartý án húsráðanda – Jón: Trúarofstæki vinstri manna

„Það er okkar sameiginlega verkefni að reka öflugt heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingar þurfa ekki að bæta fjárhagsáhyggjum ofan á veikindi vegna of hárrar greiðsluþátttöku. Við þurfum ekki tvöfalt heilbrigðiskerfi. Fólkið í landinu vill ekki slíkt kerfi, ítrekað hefur það komið fram í skoðanakönnunum að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill félagslega rekið heilbrigðiskerfi sem er vel fjármagnað.“ […]

100 ár frá fæðingu John F. Kennedy – Hetja eða skúrkur?

Í dag eru 100 ár liðin frá fæðingu John F. Kennedy sem sat á forsetastól í Bandaríkjunum í tvö ár og tíu mánuði. Kennedy var myrtur af leyniskyttu í Dallas í Texas þann 22. nóvember 1963. Kennedy hefur lengi verið hjúpaður einhverskonar hetjuljóma í augum margra en var hann hetja eða var hann kannski bara […]

Segja Ísland geta tekið við fleiri flóttamönnum – „Við þurfum sannarlega á þeim að halda“

Félagasráðgjafar sveitarfélaga segja fordóma ríkjandi víða hér á landi neikvæð viðhorf gangvart innflytjendum en þeir séu nauðsynlegir íslenski samfélagi. Í dag fer fram Evrópuráðstefna félagsráðgjafa í Hörpunni undir yfirskriftinni Jaðarsetning í síbreytilegu samfélagi. Helstu viðfangsefni ráðstefnunnar að þessu sinni málefni innflytjenda og flóttafólks. Á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun var rætt við Eddu Ólafsdóttur […]

Sigmundur Davíð: Góða fólkið er búið að ná tökum á umræðunni – „Ráðist á fólk sem óvini mannkyns“

„Það er opinbert leyndarmál að starf þingsins snýst að miklu leyti um að taka við málum utanfrá, frá ráðherrum og þá eru það iðulega mál sem eru samin í embættismannakerfinu. Þingmenn koma að málum að mjög litlu leyti og umræðan um málin… jú, ágætis umræða á nefndarfundum þar sem sérfræðingar koma og útskýra hvers vegna […]

Marta hjólar í Heiðu Kristínu: Svo föst í trúarbrögðum að hún sér ekki augljósar staðreyndir

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir Heiðu Kristínu Helgadóttur hafa opinberað litlar áhyggjur af húsnæðisskorti í Reykjavík og segir hana ekki skilja það að lausn vandans felist í nýtingu lands borgarinnar í Úlfarsárdalnum og í Geldinganesi til að byggja húsnæði á viðráðanlegu verði. Heiða Kristín, sem var áður aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra og stjórnarformaður Bjartrar framtíðar […]

Hjálmar er ósammála Frosta: Sjálfkeyrandi bílar taka alveg jafn mikið pláss

„Ég held að öflugar almenningssamgöngur verði næstu áratugina og 21.öldina, mjög nauðsynlegar og óhjákvæmilegar. Það er gríðarlegur mannfjöldi sem þarf að komast á milli staða, það eru 90 þúsund bílar í Ártúnsbrekkunni, þeir voru 25 þúsund árið 1987. Og það mun ekkert breytast, fólk þarf að komast á milli staða hvort sem það er sjálfkeyrandi […]

Angela Merkel segir að Evrópa verði að taka örlögin í eigin hendur

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að Bandaríkin og Bretland séu ekki lengur áreiðanlegir bandamenn og að Evrópa verði að „berjast fyrir eigin hlutskipti“. Merkel segir að Evrópa verði að taka örlögin í eigin hendur þar sem bandalag vestrænna ríkja sé klofið vegna Brexit og þess að Donald Trump sé forseti Bandaríkjanna. Merkel lét þessi orð […]

Það sem má ekki gleymast

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Okkur er sagt að hryðjuverkamenn vilji með morðum sínum skapa glundroða í samfélögum sem alla jafna eru fremur friðsamleg. Okkur er líka sagt að við eigum ekki að breyta háttum okkar í of miklum mæli því um leið og við gerum það hafi hryðjuverkamenn náð ákveðnum árangri. Þetta er bæði satt og […]

Bryndís: „Ég finn hamingjuna hríslast fram í fingurgóma“

Bryndís Schram skrifar: Fyrir fjörutíu árum útskrifaði ég glæsilegan hóp stúdenta frá Menntaskólanum á Ísafirði. Í dag fagnar þessi sami hópur tímamótum á sama stað. Ég sakna þess að vera ekki með – það mundi hafa verið gaman – en læt mér nægja að senda hamingjuóskir frá fjarlægum slóðum og læt meðfylgjandi texta fylgja: HUGSAÐ […]

Hin nýja miðja

Björgvin G. Sigurðsson skrifar:  Árangur Emmanuels Macron í frönsku forsetakosningunum á dögunum var afgerandi sigur umburðarlyndis, klassískrar velferðarstefnu og frjálsyndis yfir þjóðernisöfgum og hægri harðlínu Marine LePen. Hinsvegar er það mikið áhyggjuefni að meira en þriðjungur kjósenda studdi öfgaflokkinn Front National og spurt verður að leikslokum ef Macron lendir í vanda með að uppfylla væntingarnar. […]

Ólína Þorvarðardóttir: „Kjósendur hafa alltaf rétt fyrir sér“

Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir fyrrverandi þingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, og þar með Vesturlands, lætur ekki deigan síga þó hún sé stigin út úr orrahríð og erli stjórnmálanna. Í síðustu viku sendi hún frá sér nýja og afar glæsilega bók sem er Árbók Ferðafélags Íslands og fjallar um Ísafjarðardjúp. Ólína hefur nú tekið aftur upp þráðinn […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is