Mánudagur 01.05.2017 - 20:41 - Ummæli ()

Jón Baldvin spyr: Getum við lært af Norðmönnum?

Jón Baldvin Hannibalsson fyrrum ráðherra, þingmaður og formaður Alþýðuflokksins.

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar:

Framkoma sægreifanna í Granda gagnvart starfsfólki sínu á Skaga staðfestir enn einu sinni, að handhafar veiðiheimildanna meðhöndla þær eins og um hreina einkaeign sé að ræða, í trássi við lög og rétt. Mottóið er eins og hjá Hannesi Smárasyni forðum: „Ég á þetta – ég má þetta“.

Af þessu tilefni er ástæða til að skoða, hvernig frændur vorir í Noregi hafa mótað stefnuna um auðlindanýtingu og fiskveiðistjórnun. Flestir vita, að Noregur er vellauðugt olíuríki.  Frá upphafi olíuvinnslunnar hafa þeir gætt þess vandlega, að arðurinn af olíuauðlindinni, sem er skilgreind sem þjóðareign, renni í sameiginlegan fjárfestingasjóð, sem nú er reyndar orðinn sá öflugasti í heiminum.

Samvinnurekstur

Norskur dragnótarbátur í mokveiði á þorski fyrir nokkrum dögum undan ströndum Finnmerkur í Norður-Noregi.

Í nýútkominni bók um, hvað Skotar geti lært af samskiptum Norðurlandaþjóða við Evrópusambandið, birtist fróðleg grein um þetta efni eftir norskan náttúruvísindamann, Duncan Halley að nafni (hann er skoskur að uppruna, en norskur ríkisborgari) (1). Í greininni kemur fram, að um auðlindanýtingu og dreifingu arðs af auðlindinni gilda tvenn lög: Lögin um auðlindanýtinguna hafa að markmiði að tryggja sjálfbærar fiskveiðar og þjóðhagslega arðsemi af rekstri útgerðar og fiskvinnslu. Hin lögin kveða á um eignarhald á útgerðarfyrirtækjum með það að markmiði að tryggja, að arðurinn nýtist sem best byggðarlögum, sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi, meðfram hinni löngu strandlengju Noregs.

Þessi lög kveða á um, að fiskiskip verða að vera í eigu einstaklinga, sem sjálfir stunda sjó eða vinna við stjórnun útgerðar. Þetta hefur leitt til þess, að flestir sem stýra útgerðarfyrirtækjum hafa sjálfir verið virkir sem sjómenn og/eða skipstjórnarmenn.  Ef skip eru í eigu hlutafélags, verður hlutafélagið að vera í eigu starfandi sjómanna eða stjórnenda í viðkomandi byggðarlagi.  Fiskvinnslufyrirtæki mega eiga allt að 49.9%, en ráðandi hlutur verður að vera í eigu starfandi sjómanna, núverandi eða fyrrverandi, sem verða að starfa við útgerðina. M.ö.o. hluthafar verða að vera tengdir útgerðinni og byggðarlaginu. Við þetta bætist síðan, að samkvæmt lögum er afurðasalan í höndum samvinnufyrirtækja.

Samfélagsábyrgð

Uppsjávarveiðiskip HB Granda við löndun í Akraneshöfn fyrr í vetur.

Norsk fiskveiðistjórnun byggir því lögum samkvæmt á þrennu: sjálfbærni, arðsemi og samfélagslegri ábyrgð. Sjávarútvegurinn er burðarás atvinnulífs í strandbyggðum Noregs. Ef ekki væri fyrir fiskveiðar, fiskeldi og fiskvinnslu, lægi við landauðn í þessum byggðarlögum. Útgerð og fiskvinnsla er einfaldlega forsenda atvinnu – og þar með –  búsetu. Sjávarútvegurinn stendur fyrir mikilli verðmætasköpun. Hann er næststærsti útflutningsgeirinn. Á það er lögð rík áhersla, að sjávarútvegurinn sé rekinn í sátt við hið náttúrulega umhverfi. Meira en 70% allra fiskveiða eru úr stofnum, sem njóta vottunar fyrir sjálfbærni. Þetta er hæsta hlutfall, sem þekkist í heiminum. „Helstu nytjastofnar eru í góðu ásigkomulagi“, að sögn OECD. „Nýting sjávarauðlindarinnar og stjórnun fiskveiða byggir á niðurstöðum vísindalegra rannsókna“, að sögn FAO, matvælastofnunar SÞ. „Fiskveiðistjórnun Norðmanna er fyrsta flokks í heiminum“, að sögn Marine Stewardship Council.

Vegna örra tækniframfara var svo komið á áttunda áratugnum, að margir fiskistofnar innan norsku lögsögunnar voru ofveiddir. Sumir stofnar beinlínis hrundu (eins og gerðist innan lögsögu ESB). Ríkið dældi gríðarlegum fjármunum inn í greinina til þessa að forða gjaldþrotum og brottflutningi fólks úr strandbyggðunum.

Kerfisumbætur

Ráðist var í kerfisumbætur, sem hafa skilað miklum árangri. Á s.l. 30 árum (frá 1985-2015) hefur hrygningarstofn uppsjávarfisktegunda vaxið um 51%. Hrygningarstofn djúpsjávartegunda hefur vaxið sem svarar 340%. M.ö.o. – nýtingu sjávarauðlindarinnar hefur verið hagað með þeim hætti, að afrakstur auðlindarinnar hefur vaxið umtalsvert.

Sértækir styrkir til sjávarútvegsins hafa verið aflagðir fyrir utan undanþágu frá sérstöku mengunargjaldi á eldsneyti. Eftir standa styrkir vegna t.d. endurhæfingar og starfsþjálfunar, sem gilda almennt fyrir atvinnulífið.

Öfugt við Evrópusambandið hafa norskir sjávarútvegsráðherrar aldrei sniðgengið vísindalega ráðgjöf um aflamark. Aðalatriðið er, að lagaákvæðum um samfélagslega ábyrgð er fylgt eftir, þannig að tekjur og arður sjávarútvegsfyrirtækja rennur um æðakerfi samfélagsins í sjávarbyggðum. Þetta á ekki bara við um tekjur starfsfólksins heldur einnig arð fyrirtækjanna og hagnað eigendanna. Fiskistofnarnir eru í góðu ásigkomulagi. Undantekningarnar eru deilistofnar, sem að hluta tilheyra fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Víðtæk samfélagsleg sátt ríkir um þetta fyrirkomulag auðlindanýtingar og samfélagsábyrgðar. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa.

  • Grein Dr. Duncans Halley „Fishing, Forestry and Agriculture and the Norwegian Model“ birtist í ritinu: „McSmörgaardsbord – What post-Brexit Scotland can learn from the Nordics“, Luath Press ltd., 543/2 Castle Hill, The Royal Mile, Edinburgh EH1 2ND.

Höfundur er fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins. 

Grein þessi birtist í Vesturlandi:

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Íslensk pólitík þarf að breytast

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Um eitt og hálft ár er liðið síðan baráttumaðurinn Kári Stefánsson afhenti íslenskum stjórnvöldum undirskriftir rúmlega 85 þúsund Íslendinga sem fóru fram á að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu yrði varið í rekstur heilbrigðiskerfisins. Þessi undirskriftasöfnun er sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Ráðamenn lögðu við hlustir eða þóttust allavega gera það. Þeim er […]

Gylfi Ólafsson: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Hverjum treystir þú?

Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG í Suðurkjördæmi skrifar:  Eftir að tvær ríkisstjórnir með aðild Sjálfstæðisflokksins hafa sundrast verður að kjósa til Alþingis og leita nýrra leiða við landsstjórnina. Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) leggur nú í dóm kjósenda stefnu sem byggir á jöfnuði, jafnrétti, samstöðu, lýðræði, umhverfisvernd og ábyrgu frelsi. Grunnstef VG í komandi kosningum […]

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. Panamaskjölin drógu fram að hópur fólks í þjóðfélaginu geymdi fé sitt erlendis og leyndi […]

Kosningar 2017: Sigurður Ingi Jóhannsson um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Af hverju eru allir stóreignamenn í Sjálfstæðisflokknum?

Einar Kárason skrifar: Því hefur stundum verið haldið fram að tími stéttastjórnmála sé liðinn, og vissulega hljóma sumir gamlir frasar um öreiga og verkalýð ærið forneskjulega í eyrum nútímafólks. En staðreyndin er hinsvegar merkilegt nokk sú að næstum allir þeir hér á landi sem gamlar skilgreiningar sortera í auðstétt, eru í hægriflokkunum, og þar af […]

Ásmundur Einar Daðason: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Áherslur flokkanna: Samgöngumálin

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá landbúnaðarmálum til afstöðu flokkanna til veru Þjóðkirkjunnar á fjárlögum. Í dag er spurt: Hver er stefnan í samgöngumálum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt […]

Nýr Þjóðarpúls: Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur áfram langstærst

Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur mælast með langmest fylgi, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fjallað var um hann í kvöldfréttum RÚV. Vinstri græn mældust með rúmlega 23 prósenta fylgi á meðan Sjálfstæðisflokkur mældist með tæplega 23 prósenta fylgi. Í niðurstöðum könnunar sem MMR birti í vikunni var fylgi Sjálfstæðisflokks 19,9 prósent en fylgi Vinstri grænna 19,1 prósent. […]

Deilt á skattablekkingarleik vinstri flokkana: „Kjósendur eru ekki fífl“

Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins deilir harkalega á tillögur Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um verulega aukningu ríkisútgjalda í leiðara Fréttablaðsins í dag, segir hann að málflutningur um að það eigi ekki að hækka skatta á almenning standist enga skoðun: „Fyrir liggur að tveir stjórnmálaflokkar – Vinstri grænir og Samfylkingin – hafa lagt til að útgjöld ríkissjóðs […]

Hannes og Gunnar Smári í átökum: Öfund, dóni, mykjudreifari og ruglukollur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands deilir á gagnrýnendur Bjarna Benediktssonar formann Sjálfstæðisflokksins, segir Hannes á Fésbók að öfund vinstrimanna í garð Bjarna sé öflugri en allar vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir á Íslandi. Þeim orðum svaraði Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaforingi og fyrrverandi útgefandi á eftirfarandi hátt: Áttu við að andstyggð fólks á þeim […]

Þetta miklu eyða flokkarnir í kosningabaráttuna

Aðeins átta dagar eru til kosninga og því naumur tími til að koma stefnumálum sínum á framfæri. Boðað var til kosningar með mun skemmri fyrirvara en venjan er og því hafa flokkarnir ekki haft mikinn tíma til að undirbúa kosningabaráttuna. Flokkarnir hafa ekki úr jafn miklum fjármunum að moða líkt og sjá má þegar kosningabaráttan […]

Þingmaður Pírata um Sjálfstæðisflokkinn: „Þessir lygarar hafa blóð á höndum sínum – Blóð vina minna“

„Þetta er ljótasta lygi sem ég hef séð í þessari kosningabaráttu. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem bannaði Óttari og Viðreisn að gera umbætur,“ segir Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður Pírata í umræðu inni í Fésbókarhópnum Geðsjúk þar sem meðlimur hópsins setti inn færslu Sjálfstæðisflokksins þar sem segir að flokkurinn vilji ljúka framkvæmd geðheilbrigðisstefnunnar og fylgja henni eftir. […]

Bjarni Ben um nýjan þjóðarleikvang – Við erum að hugsa til langs tíma

,,Við erum að hugsa til langs tíma, það er einfaldlega kominn tími til þess að við tökum ákvarðanir,“ sagi Bjarni Benediktsson sitjandi forsætisráðherra um þau áform að byggja nýjan Laugardalsvöll.

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is