Mánudagur 01.05.2017 - 12:21 - Ummæli ()

Verkalýðshreyfingin klofin á 1.maí – Tveir kröfufundir í miðbænum í dag

Tveir kröfufundir verða í miðbænum í dag, verður annar fundurinn hefðbundinn kröfufundur 1.maí á vegum verkalýðshreyfingarinnar en hinn fundurinn er á vegum þeirra sem eru ósáttir við núverandi forystu verkalýðshreyfingarinnar.

Á fyrrnefnda fundinum hefst dagskráin nú kl.13 á Hlemmi þar sem gengið verður ásamt lúðrasveit niður á Ingólfstorg á útifund. Hér má einnig finna dagskrá annarra funda í dag.

Gunnar Smári stofnar Sósíalistaflokk Íslands kl.16 í dag í Tjarnarbíó.

Hinn fundurinn verður á Austurvelli þar sem Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalags Íslands og Gunnar Smári Egilsson sósíalistaforingi flytja ræður. Ragnar Þór sagði á Fésbókarsíðu sinni í gærkvöldi að hann hefði óskað eftir því að halda ræðu á Ingólfstorgi en fékk ekki.

Gunnar Smári mun svo stofna Sósíalistaflokk Íslands kl.16 í dag í Tjarnarbíó. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ gagnrýndi fundinn á Austurvelli harðlega í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi og sagðist eiga erfitt með að skilja hvernig sundrung eigi að hjálpa verkalýðshreyfingunni. Oddný G. Harðardóttir þingmaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar tók í sama streng og Gylfi og sagði yfirskrift fundarins á Austurvelli, Við viljum samfélagið okkar aftur! minna óþægilega mikið á slagorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta Make America great again!

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. Mynd: Sigtryggur Ari.

Viljum byggja upp réttlátt samfélag

Í ávarpi sínu í dag gerði Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ húsnæðismálin að umfjöllunarefni, rakti hann sögu baráttu verkafólks fyrir bættu húsnæði á 20.öld sem hafi svo farið til verri vegar. Þegar verkamannabústæðakerfið hafi verið lagt af á sínum tíma hafi ríflega 13 þúsund íbúðir verið hluti af því kerfi:

Það er enginn vafi á því að ef verkamannabústaðakerfið hefði fengið að þróast áfram í friði fyrir pólitískri þröngsýni hægri aflanna væru um 20 þúsund íbúðir í þessu kerfi í dag og aðstæður bæði tekjulægri fjölskyldna og ungs fólks allt aðrar og betri,

sagði Gylfi. Segir hann ástandið á fasteignamarkaðnum grafalvarlegt og það sé til umræðu innan verkalýðshreyfingarinnar um að hún ætti að beita sér fyrir því að verja fólk gegn misnotkun fasteignabraskara:

Verkalýðshreyfingin hefur áður staðið að stofnun byggingarsamvinnufélaga með það að markmiði að auðvelda félagsmönnum að eignast íbúð á hagkvæmari hátt. Nú þarf að hefjast handa ekki seinna en strax til að félagsmenn okkar komist út úr þeim ógöngum sem stjórnvöld hafa att þeim út í í húsnæðismálum. Við viljum byggja upp réttlátt samfélag þar sem gott og öruggt húsnæði þykir sjálfsögð mannréttindi – ekki forréttindi.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Samsett mynd/DV

Verkalýðshreyfingin hlustar ekki

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gerði hins vegar lífeyrissjóðakerfið að sínu umfjöllunarefni á degi verkalýðsins. Hafði Fréttablaðið eftir Ragnari í dag að það væri hans mat að lífeyrissjóðakerfið ætti að stærstum hluta að vera utan íslensks hagkerfis því það ynni á móti lífsgæðum fólks frá degi til dags. Vill hann að komið verði í veg fyrir að lífeyrissjóðirnir fjárfesti í bönkum til að koma í veg fyrir óæskileg ítök sem almenningur þurfi á endanum að borga fyrir. Frekar ættu lífeyrissjóðirnir að standa að viðskiptabanka á félagslegum grunni án tenginga við fjárfestingabankastarfsemi.

Segir Ragnar að sjóðirnir séu stærstu eigendur fasteignalána á Íslandi:

Lífeyrissjóðakerfið setur framtíðarkynslóðir í stórkostleg vandræði. Lífeyrissjóðir eru leigurisar á leigumarkaði í gegnum félög eins og Gamma og fleiri leigufélög og hafa þar af leiðandi hag af hárri leigu. Sjóðirnir eru stærstu eigendur fasteignalána á Íslandi og hafa þar af leiðandi hag af verðtryggingunni og háum vöxtum,

sagði Ragnar. Segir hann að ífeyrissjóðirnir ættu að gera meira til þess að draga úr þenslu á fasteignamarkaði með hagkvæmum lausnum fyrir kaupendur:

Hérna gerist ekkert nema rétt fyrir kosningar. Ég vænti þess að sett verði Íslandsmet í úthlutun lóða fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar í öllum sveitarfélögum. Það er enginn að fylgjast með því hvað hinn er að gera og hvert fara þessar lóðir? Fara þær í hendurnar á bröskurunum, eins og fyrir hrun? Lóðir ganga kaupum og sölum í gegnum fasteignafélög eða fasteignabraskara og þetta endar síðan í fanginu á okkur neytendum, fólkinu sem þarf að borga fyrir þetta á uppsprengdu verði, þangað til næsta bóla springur.

Telur Ragnar að innan ASÍ og SA sé enginn vilji til breytingar, hann hafi setið í stjórn VR í 8 ár en aldrei komist í stefnumótunarvinnu um hlutverk lífeyrisssjóðanna:

„Okkur sem höfum aðrar skoðanir eða hugmyndir, er haldið utan við alla vinnu um stefnumótun. Þannig vinnur verkalýðshreyfingin. Hún hlustar ekki. Þetta er vandamálið. Ef Gylfi Arnbjörnsson hefur meirihlutastuðning félagsmanna ASÍ, sem eru 115.000 en ekki einhverrar þröngrar klíku, þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar. Þetta snýst ekki um mig sem persónu. Þetta snýst um að breyta þessu kerfi og við breytum þessu ekki ef við erum með forystu sem hlustar ekki.“

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Sigmundur boðar uppgjör á næsta flokksþingi: „Hinn almenni flokksmaður hefur tekið völdin áður“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrum forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins var gestur Björns Inga Hrafnssonar í Eyjunni á ÍNN nú í kvöld. Í upphafi þáttarins var rætt um átök og ágreining Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. Þar var meðal annars komið inn á flokksþingið í fyrrahaust þegar Sigurður felldi Sigmund úr sæti formanns og síðan nýliðinn miðstjórnarfund […]

Sema svarar Sighvati: „Til háborinnar skammar!“

Sema Erla Serdar skrifar: Í gær birtist á Eyjunni grein eftir Sighvat Björgvinsson, sem einu sinni var ráðherra, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar og jafnaðarmaður. Greinin, sem eru hans viðbrögð við hryðjuverkunum í Manchester, er gott dæmi um þau viðbrögð sem hryðjuverkamenn óska eftir með voðaverkum sínum. Greinin hans Sighvatar er uppfull af orðalagi öfgamanna sem einkennist af […]

Farsíminn bjargaði Lisu þegar „Móðir Satans“ sprakk

Sprengjan sem íslamistinn Salman Abedi sprengdi í Manchester á mánudagskvöld var með sprengiefnablöndu sem kallast „Móðir Satans“ meðal sprengjusérfræðinga. Hún var sömu gerðar og sprengjur sem notaðar voru í Lundúnum 2005, í París í nóvember 2105 og í Brussel í mars 2016. Slíkar sprengjur eru iðulega notaðar af hryðjuverkamönnum. Í breska blaðinu Independent kemur fram að […]

Fjárhagsstaða braggast hjá Borgarbyggð

Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2016 var afgreiddur í sveitarstjórn við seinni umræðu þann 11. maí sl. Samkvæmt reglum um reikningsskil sveitarfélaga skiptist ársreikningur í tvo hluta. Annars vegar er A-hluti, sem er almennur rekstur sveitarsjóðs sem að mestu leyti er fjármagnaður með skatttekjum. Hins vegar er B-hluti sem eru stofnanir í eigu sveitarfélagsins og eru […]

Bandaríkjamenn láku rannsóknagögnum árásar í Manchester: Bretar æfir

Sky News-fréttastofan hefur birt myndir úr eftirlitsmyndavélum teknar síðastliðið föstudagskvöld sem munu sýna hvar hinn 22 ára gamli Salman Abedi gengur um í verslunarmiðstöð með það sem virðist vera nýkeyptur bakboki. Þremur dögum síðar sprengdi hann sjálfan sig í loft upp í inngangsrými Manchester Arena-tónleikahallarinnar með sprengju sem falin var í þessum bakpoka. Vítisvélin var fyllt […]

Sigmundur Davíð: „Tel að þau hafi flest yfirgefið Sigurð Inga“

Valgerður Sverrisdóttir og Jón Sigurðsson, bæði fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins, beittu sér gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á flokksþingi Framsóknarflokksins síðasta haust. En sem kunnugt er var Sigmundur felldur úr formannsstóli á flokksþinginu af Sigurði Inga Jóhannssyni. Þetta kemur fram í viðtali við Sigmund í Morgunblaðinu í dag. Segir hann að á flokksþinginu hafi hann áttað sig […]

Smári McCarthy: Gömlu refirnir munu aldrei breyta því sem þarf að breyta

  Smári McCarthy alþingismaður Pírata skrifar: Alþingi skortir samkennd Nú þegar líður að lokum þingstarfa fyrir sumarið er ágætt að líta yfir síðustu mánuði og meta árangurinn. Það er ekki hægt að segja að hann hafi verið mikill. Nokkur mál ríkisstjórnarinnar hafa farið í gegn, sum í einhverri sátt en önnur alls ekki. Búið er […]

Borgin vill rukka þá sem nota nagladekk: Katrín leggur ekki í sumar ferðir með börnin í bílnum á ónegldum dekkjum

„Á í snúnu sambandi við þetta mál. Vil undir öllum kringumstæðum gæta að umhverfinu í daglegu lífi fjölskyldunnar því margt smátt gerir svo sannarlega eitt stórt í þeim efnum. Á hinn bóginn verð ég að viðurkenna að þó ég hafi alla tíð verið örugg í umferðinni þá eru skilyrði hér oft með þeim hætti að […]

Sigmundur Davíð stofnar Framfarafélagið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins boðar stofnunar Framfarafélagsins,  hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Félagið verður stofnað á laugardaginn. Sigmundur greindi frá þessum áformum í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Segir Sigmundur að félagið sé ekki vísir að nýjum flokk, en Sigmundur hefur verið hvattur til þess að stofna nýjan flokk […]

Eiríkur segir Flugfélagið hafa gefist upp: „Íslenskan er hallærisleg“

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði segir það ákveðna uppgjöf hjá Flugfélagi Íslands að hætta að nota nafnið og taka þess í stað upp enska nafnið Air Iceland Connect. Líkt og kom fram í fréttatilkynningu frá Air Iceland Connect þá er ástæðan aukin umsvif félagsins erlendis, samstarf við Icelandair og aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sem […]

Jón Viðar hjólar í Illuga – Brynjar kemur Illuga til varnar: „Afturhaldsraus“

„Þá er það komið á daginn sem ég spáði og fjölmargir aðrir að stytting framhaldsskólans, sem einn versti menntamálaráðherra sögunnar kom til leiðar, var hið mesta ógæfuspor. „Engin gleði“ í náminu lengur heyrði ég fulltrúa foreldra (heyrðist mér) segja í fréttum áðan.“ Þetta segir Jón Viðar Jónsson og vitnar í frétt Ríkisútvarpsins þar sem fjallað […]

Að hefna sín á gestgjöfunum

Sighvatur Björgvinsson skrifar: Ríkisútvarpið taldi í fréttatíma s.l. þriðjudagskvöld upp fjölda þeirra hryðjuverkaárása, sem beinst hafa að borgurum Evrópuríkja á fáum síðustu árum.  Þær voru óhugnanlega margar – miklu, miklu fleiri en flestir gera sér grein fyrir.   Þá greindi ríkisútvarpið frá því hve margir almennir borgarar Evrópuríkja hafa orðið fyrir barðinu á þessum hryðjuverkaárásum – […]

Flugfélag Íslands heitir núna Air Iceland Connect

Flugfélag Íslands mun frá og með deginum í dag taka upp nýtt nafn; Air Iceland Connect. Ástæður fyrir nafnbreytingunni eru nokkrar og má þar nefna aukin umsvif á erlendum mörkuðum, umtalsverða fjölgun erlendra ferðamanna, aukið samstarf við Icelandair og einföldun á markaðsstarfi, en tvöfalt nafnakerfi félagsins hefur þýtt talsverðan kostnaðarauka og valdið einhverjum farþegum óþægindum […]

Nærri 10% atvinnuleysi meðal ungs fólks

Rúmlega 10% fólks á aldrinum 16 til 24 ára á Íslandi var atvinnulaust í apríl og telur ungt fólk helming allra atvinnulausra hér á landi. Þetta kemur fram í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands fyrir aprílmánuð. Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókninni voru að jafnaði 199.300 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í apríl 2017, sem jafngildir 83,2% atvinnuþátttöku. Af […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is