Þriðjudagur 02.05.2017 - 20:19 - Ummæli ()

Sigmundur: „Ég naut aldrei stuðnings kerfisins í flokknum“

Frá flokksþingi Framsóknarflokksins í Háskólabíói síðasta haust þar sem Sigmundur Davíð laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskosningum Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun ræddi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi og fyrrum formaður hans ástandið innan flokksins. Deilur hafa staðið innan hans lengi og á flokksþingi hans í fyrra var Sigurður Ingi Jóhannesson kosinn formaður hans og tók hann við embættinu af Sigmundi. Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrum utanríkis- og sjávarútvegsráðherra og núverandi þingmaður flokksins hefur látið hafa það eftir sér að staðan innan flokksins sé „djöfulleg“.

„Það á eftir að ræða ýmis mál innan Framsóknarflokksins“ segir Sigmundur og aðspurður að því hvort að ekki sé gróið um heilt innan hans segir hann að svo sé ekki og það væri ekki heiðarlegt ef hann héldi öðru fram.

Það er ekkert hægt að draga úr því að hún er um margt ekki góð,

segir Sigmundur um ástandið innan flokksins. Það sé best að ræða þessi mál um vandamál innan flokksins innan flokksins en ekkert sé því til fyrirstöðu að spá aðeins í hana.

Ástandið í stjórnmálum Vesturlanda er að sögn forsætisráðherrans fyrrverandi mjög áhugavert um þessar mundir og grundvallarbreytingar séu að verða á því hvernig stjórnmálin virka. Nefnir hann sem dæmi sviptingar í frönsku forsetakosningunum. Gamla stjórnmálakerfið sé að falla saman þar og víða annars staðar.

Framsóknarflokkurinn var að mati Sigmundur leiðandi í að innleiða breytingar hér á landi og laga sig að kalli tímans á árunum 2009-2016. Það hafi komið bakslag í þá þróun og telur fyrrum formaður flokksins það tímabært að flokkurinn geri það upp við sig hvers konar flokkur hann vill verða, „Framsóknarflokkurinn 2007 árgerð“ eða flokkur sem ætlar áfram að vera leiðandi í að takast á við þá miklu grundvallarbreytingar sem nú séu í stjórnmálum.

Hefðbundu stjórnmálaflokkarnir á Íslandi, og hefðbundna stjórnmálakerfið eru að falla saman. Framsóknarflokkurinn var að mínu mati að vinna sig upp úr því, laga sig að þessum breytingum.

Eins og staðan er núna er hann að falla saman?

Tja, niðurstaðan í síðustu kosningum var sú versta í 100 ár. Niðurstaða fjórflokkanna íslensku í síðustu kosningum var sú versta síðan það fyrirkomulag varð til.

Liggur þá ekki beinast við Sigmundur að kljúfa sig út úr flokknum og stofna nýjan?

Það þarf ekki að liggja beinast við því ég fór þá leið þegar ég kom inn í stjórnmálin með grasrót Framsóknarflokksins, almennum flokksmönnum að gera þann flokk að því sem ég taldi nauðsynlegt til að takast á því þessar breytingar.

Ég naut aldrei stuðnings kerfisins í flokknum eða valdablokkarinnar ef svo má segja. Ég vísaði oft í það þegar ég var að byrja að ég skuldaði ekki neinum neitt í flokknum og væri eingöngu þarna fyrir tilstilli almennra flokksmanna sem hefðu tekið sig saman um að gera breytingar á flokknum.

Þessi hópur,  flokkseigendafélagið eða hvaða nöfnum sem menn vilja nefna þetta, honum fannst ég aldrei sérstaklega velkominn í pólítíkinni. Hann sneri aftur á flokksþinginu sjálfu, reyndar ekki á flokksþinginu, bara korteri fyrir kjörið ásamt þeim herfylkingum sem þurfti til.

Ég er hins vegar ekkert viss um að hinn almenni flokksmaður vilji að flokknum sé stjórnað með þessum hætti. Ég efast reyndar um það.

Er það einhver lausn að sama „gamla“ fólkið kljúfi sig út og stofni nýja flokka?

Kannski geta flokkseigendafélög allra flokka stofnað einn nýjan flokkseigendaflokk og hann gæti verið fyrir gamla kerfið, gamla fyrirkomulagið.

Sigmundur segir að aðalatriðið hvað Framsóknarflokkinn varðar sé að hann þurfi að laga sig að gjörbreyttu stjórnmálaumhverfi og það sé eitthvað sem þurfi að ræða fyrst innan banda flokksins áður en hann vilji tjá sig um það opinberlega.

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Jón Ásgeir hjólar í Grím Grímsson: „Óheiðarleiki á hæsta stigi“

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur lagt fram gögn á heimasíðu sinni sem hann telur að rannsakendum í Aurum málinu svokallaða hafi borið að leggja fram við þingfestingu málsins en ekki gert. Ásakanir Jóns Ásgeir beinast að lögreglumönnunum Grími Grímssyni og Sveini Ingiberg Magnússyni. Segir Jóns Ásgeir að fyrir sér sé það „óheiðarleiki þegar rannsakendur sakamáls halda […]

Lögmaður ósáttur við ráðherra: Vill að Alþingi grípi í taumana

Ástráður Haraldsson lögmaður segir Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra hafa brotið lög með því að fara ekki eftir mati hæfnisnefndar við skipun 15 dómara við Landsrétt. Í opnu bréfi til Unnar Brár Konráðsdóttur forseta Alþingis vísar Ástráður til laga sem kveða á um að dómsmálaráðherra sé óheimilt að skipa í dómaraembætti þann sem dómnefnd telur ekki […]

Nicole grét í pontu: „Það er ekki auðvelt að vera innflytjandi á Alþingi“

Nicole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar brast í grát í ræðu sinni á eldhúsdegi Alþingis í gærkvöldi. Byrjaði hún ræðu sína á því að segja að henni þætti það merkilegt að vera annar innflytjandinn af fyrstu kynslóð til að flytja ræðu á  eldhúsdegi á eftir Pawel Bartoszek þingmanni Viðreisnar sem flutti ræðu sama kvöld. Sagði […]

Katrín: Eftirpartý án húsráðanda – Jón: Trúarofstæki vinstri manna

„Það er okkar sameiginlega verkefni að reka öflugt heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingar þurfa ekki að bæta fjárhagsáhyggjum ofan á veikindi vegna of hárrar greiðsluþátttöku. Við þurfum ekki tvöfalt heilbrigðiskerfi. Fólkið í landinu vill ekki slíkt kerfi, ítrekað hefur það komið fram í skoðanakönnunum að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill félagslega rekið heilbrigðiskerfi sem er vel fjármagnað.“ […]

100 ár frá fæðingu John F. Kennedy – Hetja eða skúrkur?

Í dag eru 100 ár liðin frá fæðingu John F. Kennedy sem sat á forsetastól í Bandaríkjunum í tvö ár og tíu mánuði. Kennedy var myrtur af leyniskyttu í Dallas í Texas þann 22. nóvember 1963. Kennedy hefur lengi verið hjúpaður einhverskonar hetjuljóma í augum margra en var hann hetja eða var hann kannski bara […]

Segja Ísland geta tekið við fleiri flóttamönnum – „Við þurfum sannarlega á þeim að halda“

Félagasráðgjafar sveitarfélaga segja fordóma ríkjandi víða hér á landi neikvæð viðhorf gangvart innflytjendum en þeir séu nauðsynlegir íslenski samfélagi. Í dag fer fram Evrópuráðstefna félagsráðgjafa í Hörpunni undir yfirskriftinni Jaðarsetning í síbreytilegu samfélagi. Helstu viðfangsefni ráðstefnunnar að þessu sinni málefni innflytjenda og flóttafólks. Á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun var rætt við Eddu Ólafsdóttur […]

Sigmundur Davíð: Góða fólkið er búið að ná tökum á umræðunni – „Ráðist á fólk sem óvini mannkyns“

„Það er opinbert leyndarmál að starf þingsins snýst að miklu leyti um að taka við málum utanfrá, frá ráðherrum og þá eru það iðulega mál sem eru samin í embættismannakerfinu. Þingmenn koma að málum að mjög litlu leyti og umræðan um málin… jú, ágætis umræða á nefndarfundum þar sem sérfræðingar koma og útskýra hvers vegna […]

Marta hjólar í Heiðu Kristínu: Svo föst í trúarbrögðum að hún sér ekki augljósar staðreyndir

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir Heiðu Kristínu Helgadóttur hafa opinberað litlar áhyggjur af húsnæðisskorti í Reykjavík og segir hana ekki skilja það að lausn vandans felist í nýtingu lands borgarinnar í Úlfarsárdalnum og í Geldinganesi til að byggja húsnæði á viðráðanlegu verði. Heiða Kristín, sem var áður aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra og stjórnarformaður Bjartrar framtíðar […]

Hjálmar er ósammála Frosta: Sjálfkeyrandi bílar taka alveg jafn mikið pláss

„Ég held að öflugar almenningssamgöngur verði næstu áratugina og 21.öldina, mjög nauðsynlegar og óhjákvæmilegar. Það er gríðarlegur mannfjöldi sem þarf að komast á milli staða, það eru 90 þúsund bílar í Ártúnsbrekkunni, þeir voru 25 þúsund árið 1987. Og það mun ekkert breytast, fólk þarf að komast á milli staða hvort sem það er sjálfkeyrandi […]

Angela Merkel segir að Evrópa verði að taka örlögin í eigin hendur

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að Bandaríkin og Bretland séu ekki lengur áreiðanlegir bandamenn og að Evrópa verði að „berjast fyrir eigin hlutskipti“. Merkel segir að Evrópa verði að taka örlögin í eigin hendur þar sem bandalag vestrænna ríkja sé klofið vegna Brexit og þess að Donald Trump sé forseti Bandaríkjanna. Merkel lét þessi orð […]

Það sem má ekki gleymast

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Okkur er sagt að hryðjuverkamenn vilji með morðum sínum skapa glundroða í samfélögum sem alla jafna eru fremur friðsamleg. Okkur er líka sagt að við eigum ekki að breyta háttum okkar í of miklum mæli því um leið og við gerum það hafi hryðjuverkamenn náð ákveðnum árangri. Þetta er bæði satt og […]

Bryndís: „Ég finn hamingjuna hríslast fram í fingurgóma“

Bryndís Schram skrifar: Fyrir fjörutíu árum útskrifaði ég glæsilegan hóp stúdenta frá Menntaskólanum á Ísafirði. Í dag fagnar þessi sami hópur tímamótum á sama stað. Ég sakna þess að vera ekki með – það mundi hafa verið gaman – en læt mér nægja að senda hamingjuóskir frá fjarlægum slóðum og læt meðfylgjandi texta fylgja: HUGSAÐ […]

Hin nýja miðja

Björgvin G. Sigurðsson skrifar:  Árangur Emmanuels Macron í frönsku forsetakosningunum á dögunum var afgerandi sigur umburðarlyndis, klassískrar velferðarstefnu og frjálsyndis yfir þjóðernisöfgum og hægri harðlínu Marine LePen. Hinsvegar er það mikið áhyggjuefni að meira en þriðjungur kjósenda studdi öfgaflokkinn Front National og spurt verður að leikslokum ef Macron lendir í vanda með að uppfylla væntingarnar. […]

Ólína Þorvarðardóttir: „Kjósendur hafa alltaf rétt fyrir sér“

Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir fyrrverandi þingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, og þar með Vesturlands, lætur ekki deigan síga þó hún sé stigin út úr orrahríð og erli stjórnmálanna. Í síðustu viku sendi hún frá sér nýja og afar glæsilega bók sem er Árbók Ferðafélags Íslands og fjallar um Ísafjarðardjúp. Ólína hefur nú tekið aftur upp þráðinn […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is