Þriðjudagur 02.05.2017 - 18:37 - Ummæli ()

Vigdís um átökin innan Framsóknar: „Þetta fólk er búið að taka grímuna af sér“

Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Vigdís Hauksdóttir fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Frosta og Mána í Harmageddon í morgun. Þar bar ýmislegt á góma og ræddi Vigdís meðal annars sjö og hálfs árs þingsetu sína sem Vigdís lýsir sem „herþjónustu“ fyrir Ísland þar sem hún barðist gegn ESB, knésetti Steingrím með IceSave og berjast gegn umbyltingu á stjórnarskránni. Um þennan tíma sinn á þingi segir hún „ég hafði sigur í ansi mörgum málum“.

Aðspurð um það hvers vegna hún tók þá ákvörðun að hætta á þingi segir Vigdís að fjölskyldan hennar hafi tekið þau orð sem látin voru falla um hana inn á sig. Samstarfið á þinginu hafi gengið illa og erfitt sé að ganga um ávallt með bakið í vegginn til að koma í veg fyrir að fá hnífa í bakið og segir:

Ræningjaklíkan sem ræður Framsóknarflokknum í Reykjavík sem var í bakinu á mér, ekki samþingmenn mínir. Svo átti ég alveg gríðarlega öfluga óvini í öðrum flokkum sem sátu með mér á þinginu.

Hver er þín skoðun á þróun flokksins eftir formannsskipti?

Ég lít ekki á að Framsóknarflokkurinn sé stór í dag með 10% fylgi. Framsóknarflokkurinn var stór þegar við unnum kosningasigurinn í Reykjavík 2013.

Vigdís segir að þegar þetta gerðist hafi ákveðnum öflum innan flokksins „liðið illa“ yfir því að vera lítil klíka inn í stórum flokki. Þessi klíka vilji frekar vera stór klíka í litlum flokki og þar sé flokkurinn staddur núna.

Það er það sem er búið að gerast í flokknum og auðvitað sætti ég mig ekkert við það. Framsóknarflokkurinn er að taka niður sinn besta mann. Þeir eru bestir í því Framsóknarmenn að taka niður sína leiðtoga og forystu.

Áttu þar við Sigmund Davíð Gunnlaugsson spyr Frosti og Vigdís játar því. Hún hafi sjálf fengið að kynnast því á eigin skinni, hún hafi notið mikils persónulegs fylgis en sífellt fengið skot innan úr flokknum.

Sigmundur óheppinn að ná sér bæði í sætustu og ríkustu stelpuna á ballinu

Vigdís rifjar upp atvik sem átti sér stað á 1. maí kaffi Framsóknarflokksins í gær þar sem maður gaf sig að tali við hana. Maðurinn var ekki sáttur með þá atburðarrás sem fór af stað í kjölfar birtingu hinna svokölluðu Panamaskjala og sagði við Vigdísi að Sigmundur hefði verið svo „óheppinn að ná sér bæði í sætustu og ríkustu stelpuna á ballinu“ og hafa í kjölfarið þurft að segja af sér úr embætti forsætisráðherra.

Nýr flokkur framundan?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Vigdís segir „allt opið“ hvað varði stofnun nýs flokks með Sigmundi Davíð og Gunnari Braga Sveinssyni en miklar umræður hafa verið um ástandið innan Framsóknarflokksins. Ef að farið væri í slíkar aðgerðir segir Vigdís í Harmageddon að hún yrði lykilmanneskja í því. Það kemur ekki til greina að hennar mati að fara aftur í stjórnmál undir merkjum Framsóknar.

Vigdís segir að hún og Sigmundur hafi knésett hið svokallaða flokkseigendafélag árið 2009. Það sé hins vegar komið aftur og flokkurinn eins og hann var 2007 stjórni nú. Slíku muni hún ekki taka þátt í.

Ég get ekki unnið undir þeim kringumstæðum að það sé óheiðarleiki og spilling og grasserandi einhver undirmál. Út af því til dæmis fór ég og hætti,

segir Vigdís.

Ertu að segja að nýja stjórn Framsóknarflokksins sé í raun bara opin spillingastemning?

Ég ætla að segja ykkur það að sá sem er formaður flokksins í dag hafi látið misnota sig því eðlilegast hafi verið að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fengi að leiða flokkinn áfram í gegnum síðustu Alþingiskosningar.

Núverandi formaður var látinn fara í bakið á Sigmundi Davíð. Hryllilegur kosningaósigur og hann situr enn og hvað?

Hverjir standa að baki því að láta Sigurð Inga Jóhannsson fara í þessa baráttu?

Jón Sigurðsson fyrrverandi ráðherra, seðlabankastjóri, formaður Framsóknarflokksins og rektor. Mynd: DV.

Fáið Sigurð Inga í viðtal og spyrjið hann að því. Ef þið gúglið hverjir sátu við stjórnvölin í Framsóknarflokknum árið 2007 þá finnið þið þetta út.

Vigdís nefnir Jón Sigurðsson fyrrum formann og Jónínu Bjartmarz og aðspurð að því hvort það haldi raunverulega um stjórnartaumana segir hún:

Þetta fólk er búið að taka grímuna af sér og er komið grímulaust fram og stjórnar flokknum í dag. Ég tek ekki þátt í því.

Þess vegna er ég opin fyrir því ef við myndum gera eitthvað sniðugt, ég, Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi, Guðfinna og einhverjir fleiri. Við erum bara að pæla í þessu.

 

 

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Afstaða flokkanna: Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til menntamála. Í dag er spurt: Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem […]

Kosningar 2017: Þorgerður Katrín um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. Panama skjölin drógu fram að hópur fólks í þjóðfélaginu geymdi fé sitt erlendis og leyndi auðævum sínum. Ekki […]

Virkjum kraft eldri borgara

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og þingmaður Norðausturkjördæmis skrifar: Á sínum tíma var kannski eðlilegt að miða við að fólk ynni til sjötugs. Það er ekki lengra síðan en árið 1970 að meðalævi íslenskra karlmanna var um sjötíu ár og konur lifðu heldur lengur. Samhliða lengri ævi hefur heilsa almennt batnað, þannig að það á sjaldnast við […]

Sjálfstæðisflokkurinn með þriggja prósentustiga forskot á VG

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með stuðning 22,9% kjósenda. Vinstri græn koma þar á eftir með 19,9%. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar MMR. Bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa bætt við sig fylgi frá síðustu mælingu MMR sem lauk 18. október 2017 en þá mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9% og Vinstri græn með 19,1% fylgi. Fylgi […]

Fjölskyldubönd fréttamanns RÚV við Stundina reita Björn Bjarnason til reiði: Kannski ráð að leggja RÚV niður?

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir fréttastofu RÚV, sem hann kallar FRÚ, harðlega og vekur meðal annars athygli á því að fréttamðurinn Aðalsteinn Kjartansson, sem flutti um helgina frétt um samskipti Glitnis og Bjarna Benediktssonar, er bróðir Ingibjargar Daggar, annars ritstjóra Stundarinnar, sem byrjaði að segja fréttir upp úr gögnum frá þrotabúi Glitnis þar til […]

Eva hjólar í Viðreisn: „Af hverju ættu kjósendur að treysta þessu aftur?“

Eva H. Baldursdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekkert að marka loforð Viðreisnar í gjaldmiðla-, Evrópu- og sjávarútvegsmálum, segir hún á Fésbók að Viðreisn hafi sýnt spilin þegar flokkurinn fór í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og ekki hafi verið minnst á þessi atriði í stjórnarsáttmála: „Það er alveg sama hvað menn reikna – Viðreisn sýndi á […]

Helgi Seljan svarar Agnesi: Gögnin um Karl Vigni voru „stolin“

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan gagnrýnir orð Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, um stolin gögn og segir að umfjöllun Kastljóss um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson hafi verið að hluta byggð á slíkum gögnum. Agnes lét í viðtalið við Morgunblaðið þau orð falla að henni þætti það ekki ekki siðferðilega rétt að „stela gögnum og fara á bak […]

Sigurður Kári: RÚV dró upp kolranga mynd: „Við vorum ekki í hagsmunagæslu fyrir Glitni“

„Að RÚV vinni fréttir úr stolnum gögnum sem lögbann hefur verið lagt við að nýtt séu til fréttaskrifa er eitt. Annað er tilgangur þessarar umfjöllunar ríkisfréttastofunnar, viku fyrir kosningar, sem engum dylst hver er,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins um umfjöllun RÚV um samskipti Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins við Glitni þegar Bjarni var […]

Biskup Íslands: Ekki réttlætanlegt að stela gögnum til að afhjúpa mál

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands segir það ekki siðferðislega rétt að stela gögnum til þess að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós. Nokkur umræða hefur skapast um lögbann sýslumanns á notkun Stundarinnar á gögnum sem fengin eru innan úr Glitni og notkun þeirra í fréttaflutningi af viðskiptum Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins þegar hann var […]

VG stærst í höfuðborginni – Sjálfstæðisflokkur í kraganum – Stofnandi Viðreisnar dytti af þingi

Vinstri græn mælast með 29,6% fylgi í Reykjavík norður og 27,9% í Reykjavík suður, en aðeins 16,6% í Suðvesturkjördæmi, kraganum, og 17,9% í Suðurkjördæmi. Á sama tíma mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 17,3% í Reykjavík norður, 24,3% í Reykjavík suður, 31,4% í kraganum og 26,6% í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem […]

Um eina af uppáhaldsbókum Bubba Morthens

Einar Kárason skrifar: Ég heyrði um daginn viðtal við Bubba Morthens ljóðskáld með meiru þar sem hann gat um sumar af sínum eftirlætisbókum, þar á meðal ævisögu Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði, sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá sjálfum mér alveg frá því ég heyrði Indriða G. Þorsteinsson lesa hana sem kvöldsögu í útvarpinu fyrir […]

Kosningar 2017: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Kosið um festu og stöðugleika

Það er ekki nema ár síðan við stóðum í nákvæmlega sömu sporum og nú: Alþingiskosningar framundan. Er þetta ekki allt í lagi – er bara ekki í góðu lagi að kjósa einu sinni á ári? Nei, það er ekki í lagi! Þessi óstöðugleiki í stjórnmálunum; þetta eilífa rót og tætingur er stærsta ógnin við þann […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is