Miðvikudagur 03.05.2017 - 19:32 - Ummæli ()

Björn kemur einkarekinni heilbrigðisþjónustu til varnar: Aukið fé leysir ekki vandann

Björn Bjarnason. Mynd/DV

Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra segir að umræður um einkarekstur á heilbrigðissviði hér á landi séu litaðar hugmyndafræðilegum ágreiningi á þann veg að fordómar ráði greinilega meiru hjá mörgum en markmið opinberra fjárframlaga til heilbrigðismála um að tryggja sem flestum lækningu meina sinna sem fyrst og best. Gagnrýni á einkarekstur í heilbrigðisþjónustu ráðist meira af umhyggju fyrir óbreyttu kerfi í stað þess að leita að bestu lausnunum, bæði fyrir sjúklinga og skattgreiðendur.

Á vefsíðu sinni í dag vitnar Björn í grein Reynis Arngrímssonar læknis sem birtist í Fréttablaðinu í dag þar sem Reynir gagnrýnir kostnaðardreifingu ríkisstjórnarinnar í greiðsluþáttökukerfinu sem tók gildi nú 1.maí, í stað þess að dreifa kostnaðinum á almannatryggingakerfið sé kostnaðinum velt á aðra bráðaveika:

Þetta leiðir af sér að greiðsluþakið verður einfaldlega of hátt fyrir margar fjölskyldur. Þannig gætu hjón með eitt barn þurft að greiða allt að 185.863 kr. á ári vegna bráðra veikinda í fjölskyldunni. Er þá ótalinn allur lyfja- og hjálpartækjakostnaður sem slíkum veikindum getur fylgt. Samkvæmt þessu nýja kerfi munu 115 þúsund einstaklingar og barnafjölskyldur greiða meira vegna sjúkrakostnaðar en þau gerðu fyrir breytinguna sem nú gengur í gildi. Þá er hámarksgreiðslan í einum mánuði 24.600 auk lyfjakostnaðar of stór biti fyrir marga sem veikjast skyndilega,

segir Reynir. Þar að auki sé tilvísunarkerfi vegna barna er því vanhugsuð aðgerð, en slík gagnrýni hefur komið fram áður, þar á meðal í viðtali Eyjunnar við Örnu Guðmundsdóttur formanns Læknafélags Reykjavíkur fyrr á þessu ári.

Sjá hér: Ríkisstjórnin þarf að endurskoða lögin ef hún ætlar að standa við stjórnarsáttmálann

Í nýlegri skýrslu ríkisendurskoðunar kom fram að stýring fjárveitinga innan heilbrigðiskerfisins hefur orsakað það að heilsugæslan er ekki fyrsti viðkomustaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu líkt og segir í markmiðum laga um heilbrigðisþjónustu. Segir Björn að með skýrslunni sé athygli beint að flóknu kerfi sem virki ekki sem skyldi meðal annars vegna þess að læknar og hjúkrunarfræðingar sé ekki samstiga, einnig gæti andúðar innan kerfisins gagnvart einkareknum heilsugæslustöðvum:

Á fyrsta áratug aldarinnar tókust danskir stjórnmálamenn hart á um hvort hefja ætti rekstur einkasjúkrahúsa, privathospitaler, í Danmörku. Þeir sigruðu sem vildu leyfa slíkan rekstur. Alls nutu 120.000 Danir þjónustu á einkasjúkrahúsum árið 2016 á kostnað opinberra aðila. Talan árið 2015 var 128.000,

segir Björn, þetta eigi að minna stjórnmálamenn hér á landi að þeir fari villur vega ef þeir telja að andstaða við einkarekstur feli í sér varðstöðu um norrænt kerfi. Vitnar Björn í Sophie Løhde nýsköpunarráðherra Venstre, sem sagði að í hennar huga skipti mestu að sjúklingar séu rannsakaðir fljótt og fái skjóta meðferð:

Stjórnmálamenn hér á landi fara villur vega ef þeir halda að varðstaða um norrænt módel í heilbrigðismálum felist í andstöðu við einkasjúkrahús.

Kynna þarf sterkari rök en gert hefur verið í umræðum hér ef víkja á tillitinu til sjúklingsins og lækninga hans til hliðar þegar rætt er um skipulag heilbrigðiskerfisins og fjárveitingar til þess.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Afstaða flokkanna: Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til menntamála. Í dag er spurt: Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem […]

Kosningar 2017: Þorgerður Katrín um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. Panama skjölin drógu fram að hópur fólks í þjóðfélaginu geymdi fé sitt erlendis og leyndi auðævum sínum. Ekki […]

Virkjum kraft eldri borgara

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og þingmaður Norðausturkjördæmis skrifar: Á sínum tíma var kannski eðlilegt að miða við að fólk ynni til sjötugs. Það er ekki lengra síðan en árið 1970 að meðalævi íslenskra karlmanna var um sjötíu ár og konur lifðu heldur lengur. Samhliða lengri ævi hefur heilsa almennt batnað, þannig að það á sjaldnast við […]

Sjálfstæðisflokkurinn með þriggja prósentustiga forskot á VG

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með stuðning 22,9% kjósenda. Vinstri græn koma þar á eftir með 19,9%. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar MMR. Bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa bætt við sig fylgi frá síðustu mælingu MMR sem lauk 18. október 2017 en þá mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9% og Vinstri græn með 19,1% fylgi. Fylgi […]

Fjölskyldubönd fréttamanns RÚV við Stundina reita Björn Bjarnason til reiði: Kannski ráð að leggja RÚV niður?

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir fréttastofu RÚV, sem hann kallar FRÚ, harðlega og vekur meðal annars athygli á því að fréttamðurinn Aðalsteinn Kjartansson, sem flutti um helgina frétt um samskipti Glitnis og Bjarna Benediktssonar, er bróðir Ingibjargar Daggar, annars ritstjóra Stundarinnar, sem byrjaði að segja fréttir upp úr gögnum frá þrotabúi Glitnis þar til […]

Eva hjólar í Viðreisn: „Af hverju ættu kjósendur að treysta þessu aftur?“

Eva H. Baldursdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekkert að marka loforð Viðreisnar í gjaldmiðla-, Evrópu- og sjávarútvegsmálum, segir hún á Fésbók að Viðreisn hafi sýnt spilin þegar flokkurinn fór í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og ekki hafi verið minnst á þessi atriði í stjórnarsáttmála: „Það er alveg sama hvað menn reikna – Viðreisn sýndi á […]

Helgi Seljan svarar Agnesi: Gögnin um Karl Vigni voru „stolin“

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan gagnrýnir orð Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, um stolin gögn og segir að umfjöllun Kastljóss um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson hafi verið að hluta byggð á slíkum gögnum. Agnes lét í viðtalið við Morgunblaðið þau orð falla að henni þætti það ekki ekki siðferðilega rétt að „stela gögnum og fara á bak […]

Sigurður Kári: RÚV dró upp kolranga mynd: „Við vorum ekki í hagsmunagæslu fyrir Glitni“

„Að RÚV vinni fréttir úr stolnum gögnum sem lögbann hefur verið lagt við að nýtt séu til fréttaskrifa er eitt. Annað er tilgangur þessarar umfjöllunar ríkisfréttastofunnar, viku fyrir kosningar, sem engum dylst hver er,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins um umfjöllun RÚV um samskipti Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins við Glitni þegar Bjarni var […]

Biskup Íslands: Ekki réttlætanlegt að stela gögnum til að afhjúpa mál

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands segir það ekki siðferðislega rétt að stela gögnum til þess að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós. Nokkur umræða hefur skapast um lögbann sýslumanns á notkun Stundarinnar á gögnum sem fengin eru innan úr Glitni og notkun þeirra í fréttaflutningi af viðskiptum Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins þegar hann var […]

VG stærst í höfuðborginni – Sjálfstæðisflokkur í kraganum – Stofnandi Viðreisnar dytti af þingi

Vinstri græn mælast með 29,6% fylgi í Reykjavík norður og 27,9% í Reykjavík suður, en aðeins 16,6% í Suðvesturkjördæmi, kraganum, og 17,9% í Suðurkjördæmi. Á sama tíma mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 17,3% í Reykjavík norður, 24,3% í Reykjavík suður, 31,4% í kraganum og 26,6% í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem […]

Um eina af uppáhaldsbókum Bubba Morthens

Einar Kárason skrifar: Ég heyrði um daginn viðtal við Bubba Morthens ljóðskáld með meiru þar sem hann gat um sumar af sínum eftirlætisbókum, þar á meðal ævisögu Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði, sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá sjálfum mér alveg frá því ég heyrði Indriða G. Þorsteinsson lesa hana sem kvöldsögu í útvarpinu fyrir […]

Kosningar 2017: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Kosið um festu og stöðugleika

Það er ekki nema ár síðan við stóðum í nákvæmlega sömu sporum og nú: Alþingiskosningar framundan. Er þetta ekki allt í lagi – er bara ekki í góðu lagi að kjósa einu sinni á ári? Nei, það er ekki í lagi! Þessi óstöðugleiki í stjórnmálunum; þetta eilífa rót og tætingur er stærsta ógnin við þann […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is