Miðvikudagur 03.05.2017 - 17:53 - Ummæli ()

Svartstakkar í sjónvarpi

Kristinn H. Gunnarsson skrifar:

Í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins í fyrr í vikunni var fjallað um útblástur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi á árinu 2015. Þar var aðeins einn litur, svartur, dreginn upp fyrir áhorfendur. Lögð var mikil áhersla á að útblásturinn hefði aukist og að það væri í andstöðu við nýjustu samninga stjórnvalda. En samkvæmt svonefndum Parísarsamningi að það ætti að minnka útblásturinn um 40% frá 1990 til 2030. Dregnir voru fram tveir viðmælendur sem lögðu áherslu á að almenningur yrði að draga úr sinni neyslu á öllum sviðum og kallað á stefnu stjórnvalda.

Það var engu líkara en að ekkert væri gert sem skipti máli í loftslagsmálum, framundan væri heimsendir eða svo gott sem og að almenningur yrði að bregðast við með  miklum fórnum.

Loftslagsmálin eru mikið alvörumál og full ástæða til þess að taka alvarlega  mat vísindamanna um hlýnun jarðar, ástæður hennar og afleiðingar.

En einmitt vegna þess á að forðast að nýta sér alvöru málsins til þess að mála myndina dekkri litum en efni standa til og það er ámælisvert að afflytja staðreyndir og þegja yfir því sem hefur verið gert og þeim árangri sem náðst hefur.

Útblástur hefur minnkað frá 1990

Kristinn H. Gunnarsson fyrrverandi þingmaður.

Þetta fannst mér vera sérstaklega áberandi í sjónvarpsfréttunum í gærkvöldi. Þetta var ekki fréttaflutningur heldur svartur málflutningur í anda núverandi Umhverfisráðherra.  Það sést betur þegar tekið er saman það sem ekki kom fram:

Ekki kom fram að aukningin 2015 var aðeins 1,9% frá 2014 og þá á eftir að taka tillit til stóriðju og  mótvægisaðgerða.

Ekki kom fram að losun án stóriðju hefur minnkað um 10% frá 1990 til 2014 þegar með er tekinn árangur vegna kolefnisbindingar.

Ekki kom fram að núverandi  skuldbinding Íslands sem gildir fyrir árin 2013 – 2020 er að  minnka um 20% útblásturinn án stóriðju  en að teknu tilliti til mótvægisaðgerða  frá 1990 fram til 2020.

Ekki kom fram að Ísland er komið hálfa leið til þess að standa við sitt.

Ekki kom fram að  enn 5 ár til stefnu til þess að ná því markmiði og komast nær því að uppfylla skuldbindinguna.

Ekki kom fram að útblástur vegna jarðgufuvirkjana hefur aukist um 162% frá 1990 og því væri hægt að minnka útblásturinn aftur með vatnsaflsvirkjun í staðinn.

Ekki kom fram að losun vegna stóriðju er ekki sérstakt verkefni íslenskra stjórnvalda heldur sameiginlegt verkefni margra þjóða þar sem álframleiðsla á Íslandi eykur útblástur hér en minnkar hann í öðrum löndum þar sem álið er notað.

Ekki kom fram að losun gróðurhúsalofttegunda  vegna landnotkunar væri á hverju ári meira en tvöfalt meiri en öll skuldbinding Íslands. Útblásturinn með stóriðju  um 4,6 milljónir tonna af CO₂ en rúmar 10 milljónir tonna fer út í andrúmsloftið árlega vegna landnotkunar.

Ekki kom fram að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands (2017) telur að unnt verði að komast nálægt nýju markmiði um að minnka útblásturinn um 40% frá 1990 til 2030 með því auka við landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis.

Þegar þessi framangreind atriði eru höfð í huga blasir við allt önnur mynd en Ríkisútvarpið dró upp. Það er ekki allt á einn veg, heldur er staðan mun jákvæðari en ætla mætti. Svartstakkar vilja bara hafa svarta litinn á lofti og sjá bara svarta framtíð. Það er ekki svo. Það eru fleiri litir og bjartari í umhverfinu ef að er gáð. Þjóðir heims eru miklu meira samstíga í aðgerðum nú en nokkru sinni fyrr og hvað Íslendinga varðar hafa þeir staðið hingað til vel við sínar skuldbindingar.

Það má heldur ekki gleyma því að framfarir í tækni og vísindum eru lykilatriði í loftslagsmálum sem öðrum. Þær munu verða og árangurinn mun í kjölfarið verða meiri en nú er séð fyrir. Forsendurnar munu breytast til hins betra. Það er óþarfi að festast í því að sjá bara svartnættið framundan og kalla á píslargöngur hinna bersyndugu. Það er kosturinn við framtíðina að hún er aldrei óbreytt framlenging á fortíðinni.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Jón Ásgeir hjólar í Grím Grímsson: „Óheiðarleiki á hæsta stigi“

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur lagt fram gögn á heimasíðu sinni sem hann telur að rannsakendum í Aurum málinu svokallaða hafi borið að leggja fram við þingfestingu málsins en ekki gert. Ásakanir Jóns Ásgeir beinast að lögreglumönnunum Grími Grímssyni og Sveini Ingiberg Magnússyni. Segir Jóns Ásgeir að fyrir sér sé það „óheiðarleiki þegar rannsakendur sakamáls halda […]

Lögmaður ósáttur við ráðherra: Vill að Alþingi grípi í taumana

Ástráður Haraldsson lögmaður segir Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra hafa brotið lög með því að fara ekki eftir mati hæfnisnefndar við skipun 15 dómara við Landsrétt. Í opnu bréfi til Unnar Brár Konráðsdóttur forseta Alþingis vísar Ástráður til laga sem kveða á um að dómsmálaráðherra sé óheimilt að skipa í dómaraembætti þann sem dómnefnd telur ekki […]

Nicole grét í pontu: „Það er ekki auðvelt að vera innflytjandi á Alþingi“

Nicole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar brast í grát í ræðu sinni á eldhúsdegi Alþingis í gærkvöldi. Byrjaði hún ræðu sína á því að segja að henni þætti það merkilegt að vera annar innflytjandinn af fyrstu kynslóð til að flytja ræðu á  eldhúsdegi á eftir Pawel Bartoszek þingmanni Viðreisnar sem flutti ræðu sama kvöld. Sagði […]

Katrín: Eftirpartý án húsráðanda – Jón: Trúarofstæki vinstri manna

„Það er okkar sameiginlega verkefni að reka öflugt heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingar þurfa ekki að bæta fjárhagsáhyggjum ofan á veikindi vegna of hárrar greiðsluþátttöku. Við þurfum ekki tvöfalt heilbrigðiskerfi. Fólkið í landinu vill ekki slíkt kerfi, ítrekað hefur það komið fram í skoðanakönnunum að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill félagslega rekið heilbrigðiskerfi sem er vel fjármagnað.“ […]

100 ár frá fæðingu John F. Kennedy – Hetja eða skúrkur?

Í dag eru 100 ár liðin frá fæðingu John F. Kennedy sem sat á forsetastól í Bandaríkjunum í tvö ár og tíu mánuði. Kennedy var myrtur af leyniskyttu í Dallas í Texas þann 22. nóvember 1963. Kennedy hefur lengi verið hjúpaður einhverskonar hetjuljóma í augum margra en var hann hetja eða var hann kannski bara […]

Segja Ísland geta tekið við fleiri flóttamönnum – „Við þurfum sannarlega á þeim að halda“

Félagasráðgjafar sveitarfélaga segja fordóma ríkjandi víða hér á landi neikvæð viðhorf gangvart innflytjendum en þeir séu nauðsynlegir íslenski samfélagi. Í dag fer fram Evrópuráðstefna félagsráðgjafa í Hörpunni undir yfirskriftinni Jaðarsetning í síbreytilegu samfélagi. Helstu viðfangsefni ráðstefnunnar að þessu sinni málefni innflytjenda og flóttafólks. Á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun var rætt við Eddu Ólafsdóttur […]

Sigmundur Davíð: Góða fólkið er búið að ná tökum á umræðunni – „Ráðist á fólk sem óvini mannkyns“

„Það er opinbert leyndarmál að starf þingsins snýst að miklu leyti um að taka við málum utanfrá, frá ráðherrum og þá eru það iðulega mál sem eru samin í embættismannakerfinu. Þingmenn koma að málum að mjög litlu leyti og umræðan um málin… jú, ágætis umræða á nefndarfundum þar sem sérfræðingar koma og útskýra hvers vegna […]

Marta hjólar í Heiðu Kristínu: Svo föst í trúarbrögðum að hún sér ekki augljósar staðreyndir

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir Heiðu Kristínu Helgadóttur hafa opinberað litlar áhyggjur af húsnæðisskorti í Reykjavík og segir hana ekki skilja það að lausn vandans felist í nýtingu lands borgarinnar í Úlfarsárdalnum og í Geldinganesi til að byggja húsnæði á viðráðanlegu verði. Heiða Kristín, sem var áður aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra og stjórnarformaður Bjartrar framtíðar […]

Hjálmar er ósammála Frosta: Sjálfkeyrandi bílar taka alveg jafn mikið pláss

„Ég held að öflugar almenningssamgöngur verði næstu áratugina og 21.öldina, mjög nauðsynlegar og óhjákvæmilegar. Það er gríðarlegur mannfjöldi sem þarf að komast á milli staða, það eru 90 þúsund bílar í Ártúnsbrekkunni, þeir voru 25 þúsund árið 1987. Og það mun ekkert breytast, fólk þarf að komast á milli staða hvort sem það er sjálfkeyrandi […]

Angela Merkel segir að Evrópa verði að taka örlögin í eigin hendur

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að Bandaríkin og Bretland séu ekki lengur áreiðanlegir bandamenn og að Evrópa verði að „berjast fyrir eigin hlutskipti“. Merkel segir að Evrópa verði að taka örlögin í eigin hendur þar sem bandalag vestrænna ríkja sé klofið vegna Brexit og þess að Donald Trump sé forseti Bandaríkjanna. Merkel lét þessi orð […]

Það sem má ekki gleymast

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Okkur er sagt að hryðjuverkamenn vilji með morðum sínum skapa glundroða í samfélögum sem alla jafna eru fremur friðsamleg. Okkur er líka sagt að við eigum ekki að breyta háttum okkar í of miklum mæli því um leið og við gerum það hafi hryðjuverkamenn náð ákveðnum árangri. Þetta er bæði satt og […]

Bryndís: „Ég finn hamingjuna hríslast fram í fingurgóma“

Bryndís Schram skrifar: Fyrir fjörutíu árum útskrifaði ég glæsilegan hóp stúdenta frá Menntaskólanum á Ísafirði. Í dag fagnar þessi sami hópur tímamótum á sama stað. Ég sakna þess að vera ekki með – það mundi hafa verið gaman – en læt mér nægja að senda hamingjuóskir frá fjarlægum slóðum og læt meðfylgjandi texta fylgja: HUGSAÐ […]

Hin nýja miðja

Björgvin G. Sigurðsson skrifar:  Árangur Emmanuels Macron í frönsku forsetakosningunum á dögunum var afgerandi sigur umburðarlyndis, klassískrar velferðarstefnu og frjálsyndis yfir þjóðernisöfgum og hægri harðlínu Marine LePen. Hinsvegar er það mikið áhyggjuefni að meira en þriðjungur kjósenda studdi öfgaflokkinn Front National og spurt verður að leikslokum ef Macron lendir í vanda með að uppfylla væntingarnar. […]

Ólína Þorvarðardóttir: „Kjósendur hafa alltaf rétt fyrir sér“

Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir fyrrverandi þingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, og þar með Vesturlands, lætur ekki deigan síga þó hún sé stigin út úr orrahríð og erli stjórnmálanna. Í síðustu viku sendi hún frá sér nýja og afar glæsilega bók sem er Árbók Ferðafélags Íslands og fjallar um Ísafjarðardjúp. Ólína hefur nú tekið aftur upp þráðinn […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is