Miðvikudagur 03.05.2017 - 17:53 - Ummæli ()

Svartstakkar í sjónvarpi

Kristinn H. Gunnarsson skrifar:

Í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins í fyrr í vikunni var fjallað um útblástur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi á árinu 2015. Þar var aðeins einn litur, svartur, dreginn upp fyrir áhorfendur. Lögð var mikil áhersla á að útblásturinn hefði aukist og að það væri í andstöðu við nýjustu samninga stjórnvalda. En samkvæmt svonefndum Parísarsamningi að það ætti að minnka útblásturinn um 40% frá 1990 til 2030. Dregnir voru fram tveir viðmælendur sem lögðu áherslu á að almenningur yrði að draga úr sinni neyslu á öllum sviðum og kallað á stefnu stjórnvalda.

Það var engu líkara en að ekkert væri gert sem skipti máli í loftslagsmálum, framundan væri heimsendir eða svo gott sem og að almenningur yrði að bregðast við með  miklum fórnum.

Loftslagsmálin eru mikið alvörumál og full ástæða til þess að taka alvarlega  mat vísindamanna um hlýnun jarðar, ástæður hennar og afleiðingar.

En einmitt vegna þess á að forðast að nýta sér alvöru málsins til þess að mála myndina dekkri litum en efni standa til og það er ámælisvert að afflytja staðreyndir og þegja yfir því sem hefur verið gert og þeim árangri sem náðst hefur.

Útblástur hefur minnkað frá 1990

Kristinn H. Gunnarsson fyrrverandi þingmaður.

Þetta fannst mér vera sérstaklega áberandi í sjónvarpsfréttunum í gærkvöldi. Þetta var ekki fréttaflutningur heldur svartur málflutningur í anda núverandi Umhverfisráðherra.  Það sést betur þegar tekið er saman það sem ekki kom fram:

Ekki kom fram að aukningin 2015 var aðeins 1,9% frá 2014 og þá á eftir að taka tillit til stóriðju og  mótvægisaðgerða.

Ekki kom fram að losun án stóriðju hefur minnkað um 10% frá 1990 til 2014 þegar með er tekinn árangur vegna kolefnisbindingar.

Ekki kom fram að núverandi  skuldbinding Íslands sem gildir fyrir árin 2013 – 2020 er að  minnka um 20% útblásturinn án stóriðju  en að teknu tilliti til mótvægisaðgerða  frá 1990 fram til 2020.

Ekki kom fram að Ísland er komið hálfa leið til þess að standa við sitt.

Ekki kom fram að  enn 5 ár til stefnu til þess að ná því markmiði og komast nær því að uppfylla skuldbindinguna.

Ekki kom fram að útblástur vegna jarðgufuvirkjana hefur aukist um 162% frá 1990 og því væri hægt að minnka útblásturinn aftur með vatnsaflsvirkjun í staðinn.

Ekki kom fram að losun vegna stóriðju er ekki sérstakt verkefni íslenskra stjórnvalda heldur sameiginlegt verkefni margra þjóða þar sem álframleiðsla á Íslandi eykur útblástur hér en minnkar hann í öðrum löndum þar sem álið er notað.

Ekki kom fram að losun gróðurhúsalofttegunda  vegna landnotkunar væri á hverju ári meira en tvöfalt meiri en öll skuldbinding Íslands. Útblásturinn með stóriðju  um 4,6 milljónir tonna af CO₂ en rúmar 10 milljónir tonna fer út í andrúmsloftið árlega vegna landnotkunar.

Ekki kom fram að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands (2017) telur að unnt verði að komast nálægt nýju markmiði um að minnka útblásturinn um 40% frá 1990 til 2030 með því auka við landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis.

Þegar þessi framangreind atriði eru höfð í huga blasir við allt önnur mynd en Ríkisútvarpið dró upp. Það er ekki allt á einn veg, heldur er staðan mun jákvæðari en ætla mætti. Svartstakkar vilja bara hafa svarta litinn á lofti og sjá bara svarta framtíð. Það er ekki svo. Það eru fleiri litir og bjartari í umhverfinu ef að er gáð. Þjóðir heims eru miklu meira samstíga í aðgerðum nú en nokkru sinni fyrr og hvað Íslendinga varðar hafa þeir staðið hingað til vel við sínar skuldbindingar.

Það má heldur ekki gleyma því að framfarir í tækni og vísindum eru lykilatriði í loftslagsmálum sem öðrum. Þær munu verða og árangurinn mun í kjölfarið verða meiri en nú er séð fyrir. Forsendurnar munu breytast til hins betra. Það er óþarfi að festast í því að sjá bara svartnættið framundan og kalla á píslargöngur hinna bersyndugu. Það er kosturinn við framtíðina að hún er aldrei óbreytt framlenging á fortíðinni.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Afstaða flokkanna: Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til menntamála. Í dag er spurt: Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem […]

Kosningar 2017: Þorgerður Katrín um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. Panama skjölin drógu fram að hópur fólks í þjóðfélaginu geymdi fé sitt erlendis og leyndi auðævum sínum. Ekki […]

Virkjum kraft eldri borgara

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og þingmaður Norðausturkjördæmis skrifar: Á sínum tíma var kannski eðlilegt að miða við að fólk ynni til sjötugs. Það er ekki lengra síðan en árið 1970 að meðalævi íslenskra karlmanna var um sjötíu ár og konur lifðu heldur lengur. Samhliða lengri ævi hefur heilsa almennt batnað, þannig að það á sjaldnast við […]

Sjálfstæðisflokkurinn með þriggja prósentustiga forskot á VG

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með stuðning 22,9% kjósenda. Vinstri græn koma þar á eftir með 19,9%. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar MMR. Bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa bætt við sig fylgi frá síðustu mælingu MMR sem lauk 18. október 2017 en þá mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9% og Vinstri græn með 19,1% fylgi. Fylgi […]

Fjölskyldubönd fréttamanns RÚV við Stundina reita Björn Bjarnason til reiði: Kannski ráð að leggja RÚV niður?

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir fréttastofu RÚV, sem hann kallar FRÚ, harðlega og vekur meðal annars athygli á því að fréttamðurinn Aðalsteinn Kjartansson, sem flutti um helgina frétt um samskipti Glitnis og Bjarna Benediktssonar, er bróðir Ingibjargar Daggar, annars ritstjóra Stundarinnar, sem byrjaði að segja fréttir upp úr gögnum frá þrotabúi Glitnis þar til […]

Eva hjólar í Viðreisn: „Af hverju ættu kjósendur að treysta þessu aftur?“

Eva H. Baldursdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekkert að marka loforð Viðreisnar í gjaldmiðla-, Evrópu- og sjávarútvegsmálum, segir hún á Fésbók að Viðreisn hafi sýnt spilin þegar flokkurinn fór í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og ekki hafi verið minnst á þessi atriði í stjórnarsáttmála: „Það er alveg sama hvað menn reikna – Viðreisn sýndi á […]

Helgi Seljan svarar Agnesi: Gögnin um Karl Vigni voru „stolin“

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan gagnrýnir orð Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, um stolin gögn og segir að umfjöllun Kastljóss um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson hafi verið að hluta byggð á slíkum gögnum. Agnes lét í viðtalið við Morgunblaðið þau orð falla að henni þætti það ekki ekki siðferðilega rétt að „stela gögnum og fara á bak […]

Sigurður Kári: RÚV dró upp kolranga mynd: „Við vorum ekki í hagsmunagæslu fyrir Glitni“

„Að RÚV vinni fréttir úr stolnum gögnum sem lögbann hefur verið lagt við að nýtt séu til fréttaskrifa er eitt. Annað er tilgangur þessarar umfjöllunar ríkisfréttastofunnar, viku fyrir kosningar, sem engum dylst hver er,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins um umfjöllun RÚV um samskipti Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins við Glitni þegar Bjarni var […]

Biskup Íslands: Ekki réttlætanlegt að stela gögnum til að afhjúpa mál

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands segir það ekki siðferðislega rétt að stela gögnum til þess að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós. Nokkur umræða hefur skapast um lögbann sýslumanns á notkun Stundarinnar á gögnum sem fengin eru innan úr Glitni og notkun þeirra í fréttaflutningi af viðskiptum Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins þegar hann var […]

VG stærst í höfuðborginni – Sjálfstæðisflokkur í kraganum – Stofnandi Viðreisnar dytti af þingi

Vinstri græn mælast með 29,6% fylgi í Reykjavík norður og 27,9% í Reykjavík suður, en aðeins 16,6% í Suðvesturkjördæmi, kraganum, og 17,9% í Suðurkjördæmi. Á sama tíma mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 17,3% í Reykjavík norður, 24,3% í Reykjavík suður, 31,4% í kraganum og 26,6% í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem […]

Um eina af uppáhaldsbókum Bubba Morthens

Einar Kárason skrifar: Ég heyrði um daginn viðtal við Bubba Morthens ljóðskáld með meiru þar sem hann gat um sumar af sínum eftirlætisbókum, þar á meðal ævisögu Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði, sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá sjálfum mér alveg frá því ég heyrði Indriða G. Þorsteinsson lesa hana sem kvöldsögu í útvarpinu fyrir […]

Kosningar 2017: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Kosið um festu og stöðugleika

Það er ekki nema ár síðan við stóðum í nákvæmlega sömu sporum og nú: Alþingiskosningar framundan. Er þetta ekki allt í lagi – er bara ekki í góðu lagi að kjósa einu sinni á ári? Nei, það er ekki í lagi! Þessi óstöðugleiki í stjórnmálunum; þetta eilífa rót og tætingur er stærsta ógnin við þann […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is