Fimmtudagur 04.05.2017 - 12:03 - Ummæli ()

Stjórnarandstaðan æf: Verið að einkavæða Fjölbrautaskólann við Ármúla

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Leiðtogar og þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum um ríkisstjórnina vegna fregna af sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Bað Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna á þingi í morgun að forseti þingsins beitti sér fyrir því að Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra verði til svara vegna málsins:

Það á að fara í einkavæðingu með því að sameina Fjölbrautaskólann í Ármúla Tækniskólanum, sem er vissulega einkarekinn, án allrar umræðu við þingið, án þess að nokkur stefnumótandi umræða hafi verið tekin á vettvangi þingsins,

sagði Katrín og bætti við:

Og útskýringarnar sem eru gefnar eru að það eigi að bregðast við fækkun nemenda á framhaldsskólastigi og hann talar eins og það sé eitthvert náttúrulögmál en ekki hin pólitíska ákvörðun sem Sjálfstæðismenn hafa tekið um að heimila ekki nemendum yngri en 25 ára að stunda bóknám og að stytta framhaldsskólann með einhliða ákvörðun niður í þrjú ár. Þetta eru ekki boðleg vinnubrögð. Ég geri þá kröfu að hæstvirtur ráðherra mæti í salinn og svari fyrir sig,

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Sigryggur Ari

sagði Katrín, en Kristján Þór hefur verið boðaður á fund allsherjar- og menntamálanefndar vegna málsins. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tók í sama streng og spurði hvort einkavæða eigi allan Ármúlann og hvaða gata yrði næst, og vísaði til Klíníkurinnar í Ármúla:

„Það vekur nokkra undrun að ríkisstjórnin fari fram með þeim hætti sem hún gerir, að taka ákvarðanir án aðkomu þingsins, ekki síst í ljósi þess hvað menn hafa talað mikið um vönduð vinnubrögð, minna fúsk, meira gegnsæi, meira samráð, ekki síst við minni hlutann.“

Unnur Brá Konráðsdóttir forseti Alþingis kannaði hvar Kristján Þór er staddur, en hann mun vera erlendis. Í ljósi þess bað Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata að aðrir ráðherrar svörðuðu fyrir málið, sagði hún að ríkisstjórnin ætti að skammast sín:

Ég vil líka segja það að mér finnst alveg ótrúlegt hvernig þessi ríkisstjórn hagar sér. Mér finnst það ótrúlegt, forseti. Þessir ágætu þingmenn, sem síðar urðu ráðherrar, boðuðu allt önnur vinnubrögð. Ég hef ekki séð að þessi vinnubrögð hafi skilað sér hér í störfum Alþingis eða hvernig ríkisstjórnin hagar sínum málum gagnvart þinginu. Þetta er hneisa. Þetta er skammarlegt. Ég vil bara segja: Þið sem eigið aðild að þessari ríkisstjórn, skammist ykkar!

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók til varna fyrir ríkisstjórnina:

Það mætti auðvitað telja að hér bíði þingmenn í ofvæni eftir að ég blessi þessa meintu jarðarför sem þeir boða yfir menntakerfinu með þessum hræðilega einkarekstri. Nei, það ætla ég ekki að gera. Mér finnst bara mjög merkilegt að hér séu þingmenn, sem segjast nú oft vera kyndilberar Listaháskóla Íslands, sem er einkarekinn skóli sem tala svona um einkarekstur og eiga sumir börn í einkareknum skólum.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Sigmundur boðar uppgjör á næsta flokksþingi: „Hinn almenni flokksmaður hefur tekið völdin áður“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrum forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins var gestur Björns Inga Hrafnssonar í Eyjunni á ÍNN nú í kvöld. Í upphafi þáttarins var rætt um átök og ágreining Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. Þar var meðal annars komið inn á flokksþingið í fyrrahaust þegar Sigurður felldi Sigmund úr sæti formanns og síðan nýliðinn miðstjórnarfund […]

Sema svarar Sighvati: „Til háborinnar skammar!“

Sema Erla Serdar skrifar: Í gær birtist á Eyjunni grein eftir Sighvat Björgvinsson, sem einu sinni var ráðherra, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar og jafnaðarmaður. Greinin, sem eru hans viðbrögð við hryðjuverkunum í Manchester, er gott dæmi um þau viðbrögð sem hryðjuverkamenn óska eftir með voðaverkum sínum. Greinin hans Sighvatar er uppfull af orðalagi öfgamanna sem einkennist af […]

Farsíminn bjargaði Lisu þegar „Móðir Satans“ sprakk

Sprengjan sem íslamistinn Salman Abedi sprengdi í Manchester á mánudagskvöld var með sprengiefnablöndu sem kallast „Móðir Satans“ meðal sprengjusérfræðinga. Hún var sömu gerðar og sprengjur sem notaðar voru í Lundúnum 2005, í París í nóvember 2105 og í Brussel í mars 2016. Slíkar sprengjur eru iðulega notaðar af hryðjuverkamönnum. Í breska blaðinu Independent kemur fram að […]

Fjárhagsstaða braggast hjá Borgarbyggð

Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2016 var afgreiddur í sveitarstjórn við seinni umræðu þann 11. maí sl. Samkvæmt reglum um reikningsskil sveitarfélaga skiptist ársreikningur í tvo hluta. Annars vegar er A-hluti, sem er almennur rekstur sveitarsjóðs sem að mestu leyti er fjármagnaður með skatttekjum. Hins vegar er B-hluti sem eru stofnanir í eigu sveitarfélagsins og eru […]

Bandaríkjamenn láku rannsóknagögnum árásar í Manchester: Bretar æfir

Sky News-fréttastofan hefur birt myndir úr eftirlitsmyndavélum teknar síðastliðið föstudagskvöld sem munu sýna hvar hinn 22 ára gamli Salman Abedi gengur um í verslunarmiðstöð með það sem virðist vera nýkeyptur bakboki. Þremur dögum síðar sprengdi hann sjálfan sig í loft upp í inngangsrými Manchester Arena-tónleikahallarinnar með sprengju sem falin var í þessum bakpoka. Vítisvélin var fyllt […]

Sigmundur Davíð: „Tel að þau hafi flest yfirgefið Sigurð Inga“

Valgerður Sverrisdóttir og Jón Sigurðsson, bæði fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins, beittu sér gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á flokksþingi Framsóknarflokksins síðasta haust. En sem kunnugt er var Sigmundur felldur úr formannsstóli á flokksþinginu af Sigurði Inga Jóhannssyni. Þetta kemur fram í viðtali við Sigmund í Morgunblaðinu í dag. Segir hann að á flokksþinginu hafi hann áttað sig […]

Smári McCarthy: Gömlu refirnir munu aldrei breyta því sem þarf að breyta

  Smári McCarthy alþingismaður Pírata skrifar: Alþingi skortir samkennd Nú þegar líður að lokum þingstarfa fyrir sumarið er ágætt að líta yfir síðustu mánuði og meta árangurinn. Það er ekki hægt að segja að hann hafi verið mikill. Nokkur mál ríkisstjórnarinnar hafa farið í gegn, sum í einhverri sátt en önnur alls ekki. Búið er […]

Borgin vill rukka þá sem nota nagladekk: Katrín leggur ekki í sumar ferðir með börnin í bílnum á ónegldum dekkjum

„Á í snúnu sambandi við þetta mál. Vil undir öllum kringumstæðum gæta að umhverfinu í daglegu lífi fjölskyldunnar því margt smátt gerir svo sannarlega eitt stórt í þeim efnum. Á hinn bóginn verð ég að viðurkenna að þó ég hafi alla tíð verið örugg í umferðinni þá eru skilyrði hér oft með þeim hætti að […]

Sigmundur Davíð stofnar Framfarafélagið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins boðar stofnunar Framfarafélagsins,  hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Félagið verður stofnað á laugardaginn. Sigmundur greindi frá þessum áformum í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Segir Sigmundur að félagið sé ekki vísir að nýjum flokk, en Sigmundur hefur verið hvattur til þess að stofna nýjan flokk […]

Eiríkur segir Flugfélagið hafa gefist upp: „Íslenskan er hallærisleg“

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði segir það ákveðna uppgjöf hjá Flugfélagi Íslands að hætta að nota nafnið og taka þess í stað upp enska nafnið Air Iceland Connect. Líkt og kom fram í fréttatilkynningu frá Air Iceland Connect þá er ástæðan aukin umsvif félagsins erlendis, samstarf við Icelandair og aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sem […]

Jón Viðar hjólar í Illuga – Brynjar kemur Illuga til varnar: „Afturhaldsraus“

„Þá er það komið á daginn sem ég spáði og fjölmargir aðrir að stytting framhaldsskólans, sem einn versti menntamálaráðherra sögunnar kom til leiðar, var hið mesta ógæfuspor. „Engin gleði“ í náminu lengur heyrði ég fulltrúa foreldra (heyrðist mér) segja í fréttum áðan.“ Þetta segir Jón Viðar Jónsson og vitnar í frétt Ríkisútvarpsins þar sem fjallað […]

Að hefna sín á gestgjöfunum

Sighvatur Björgvinsson skrifar: Ríkisútvarpið taldi í fréttatíma s.l. þriðjudagskvöld upp fjölda þeirra hryðjuverkaárása, sem beinst hafa að borgurum Evrópuríkja á fáum síðustu árum.  Þær voru óhugnanlega margar – miklu, miklu fleiri en flestir gera sér grein fyrir.   Þá greindi ríkisútvarpið frá því hve margir almennir borgarar Evrópuríkja hafa orðið fyrir barðinu á þessum hryðjuverkaárásum – […]

Flugfélag Íslands heitir núna Air Iceland Connect

Flugfélag Íslands mun frá og með deginum í dag taka upp nýtt nafn; Air Iceland Connect. Ástæður fyrir nafnbreytingunni eru nokkrar og má þar nefna aukin umsvif á erlendum mörkuðum, umtalsverða fjölgun erlendra ferðamanna, aukið samstarf við Icelandair og einföldun á markaðsstarfi, en tvöfalt nafnakerfi félagsins hefur þýtt talsverðan kostnaðarauka og valdið einhverjum farþegum óþægindum […]

Nærri 10% atvinnuleysi meðal ungs fólks

Rúmlega 10% fólks á aldrinum 16 til 24 ára á Íslandi var atvinnulaust í apríl og telur ungt fólk helming allra atvinnulausra hér á landi. Þetta kemur fram í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands fyrir aprílmánuð. Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókninni voru að jafnaði 199.300 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í apríl 2017, sem jafngildir 83,2% atvinnuþátttöku. Af […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is