Föstudagur 05.05.2017 - 15:46 - Ummæli ()

Kristján Guy: Fjórflokkurinn var næstum því búinn að mynda ríkisstjórn

Kristján Guy Burgess.

Litlu munaði að Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri grænir, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin hefði myndað ríkisstjórn í vetur. Var Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir búnir að gera drög að stjórnarsáttmála flokkanna fjögurra. Þetta kemur fram í grein Kristjáns Guy Burgess fyrrverandi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar sem birtist í Skírni í dag. Mikið gekk á í nóvember og desember og fram í janúar á þessu ári þegar kom að því að mynda ríkisstjórn í kjölfar kosninganna síðasta haust. Fengu flestir formenn flokkanna stjórnarmyndunarumboð og tók það nokkrar lotur þangað til ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar leit dagsins ljós.

Katrín Jakobsdóttir á Bessastöðum. Mynd: Sigtryggur Ari.

Samkvæmt Kristjáni Guy var Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna  hörð á því að mynda ekki ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki án aðkomu Samfylkingarinnar, var því mikið þrýst á Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum.

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.

Hins vegar hafi fátt verið í stjórnarsáttmálanum sem Samfylkingin gat sætt sig við og hafi flokkurinn metið það svo að stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar gæti náð meiri árangri í sjávarútvegs- og Evrópumálum en Samfylkingin í fjögurra flokka stjórn, því var ákveðið að bíða.

Kristján Guy segir að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hafi viljað skoða hvort Framsókn, Vinstri grænir og Samfylkingin gætu gert Sjálfstæðisflokknum sameiginlegt tilboð:

Þetta var háleyni­legt prójekt og þegar þau ræddu saman for­menn­irnir milli jóla og nýárs og byrj­uðu að vinna með texta, var tekið lof­orð um að ein­ungis einum öðrum yrði blandað í málið í hverjum flokki. Þess vegna kom það flestum á óvart þegar fréttir birt­ust af mál­inu 2. jan­úar í Morg­un­blað­in­u,

Ríkisstjórn Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar leit dagsins ljós í janúar, var stefnuyfirlýsingin kynnt 10.janúar í Gerðarsafni. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

segir Kristján Guy. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af áætlun flokkanna þriggja en hann hafi ekki viljað blanda sér í það á meðan hann væri að ræða við Viðreisn og Bjarta framtíð.

„Þegar dró að úrslita­stundu á fyrsta vinnu­degi nýs árs var tím­inn að hlaupa frá þeim sem vildu nýta tæki­færið og freista Bjarna Bene­dikts­son­ar. Honum hafði þótt sam­vinna við Fram­sókn og Vinstri græn afar ákjós­an­legur kostur þessa tvo mán­uði og nú gæti hann verið á borð­inu. En Katrín var enn hörð á því að Vinstri græn færu ekki ein til sam­starfs við stjórn­ar­flokk­ana sem höfðu hrökkl­ast frá völdum og þess vegna þyrfti Sam­fylk­ingin að svara því hvort hún væri með,“

segir Kristján Guy. Logi hafi ekki talað það sína ábyrgð að koma í veg fyrir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, vildi hann bíða eftir því hvert samræður þeirra myndu leiða:

Skila­boð voru gefin um að Sam­fylk­ingin yrði til við­ræðu ef leysa þyrfti stjórn­ar­kreppu en bíða yrði átekta eftir því hvert sam­tal Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar myndi leiða.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Afstaða flokkanna: Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til menntamála. Í dag er spurt: Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem […]

Kosningar 2017: Þorgerður Katrín um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. Panama skjölin drógu fram að hópur fólks í þjóðfélaginu geymdi fé sitt erlendis og leyndi auðævum sínum. Ekki […]

Virkjum kraft eldri borgara

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og þingmaður Norðausturkjördæmis skrifar: Á sínum tíma var kannski eðlilegt að miða við að fólk ynni til sjötugs. Það er ekki lengra síðan en árið 1970 að meðalævi íslenskra karlmanna var um sjötíu ár og konur lifðu heldur lengur. Samhliða lengri ævi hefur heilsa almennt batnað, þannig að það á sjaldnast við […]

Sjálfstæðisflokkurinn með þriggja prósentustiga forskot á VG

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með stuðning 22,9% kjósenda. Vinstri græn koma þar á eftir með 19,9%. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar MMR. Bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa bætt við sig fylgi frá síðustu mælingu MMR sem lauk 18. október 2017 en þá mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9% og Vinstri græn með 19,1% fylgi. Fylgi […]

Fjölskyldubönd fréttamanns RÚV við Stundina reita Björn Bjarnason til reiði: Kannski ráð að leggja RÚV niður?

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir fréttastofu RÚV, sem hann kallar FRÚ, harðlega og vekur meðal annars athygli á því að fréttamðurinn Aðalsteinn Kjartansson, sem flutti um helgina frétt um samskipti Glitnis og Bjarna Benediktssonar, er bróðir Ingibjargar Daggar, annars ritstjóra Stundarinnar, sem byrjaði að segja fréttir upp úr gögnum frá þrotabúi Glitnis þar til […]

Eva hjólar í Viðreisn: „Af hverju ættu kjósendur að treysta þessu aftur?“

Eva H. Baldursdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekkert að marka loforð Viðreisnar í gjaldmiðla-, Evrópu- og sjávarútvegsmálum, segir hún á Fésbók að Viðreisn hafi sýnt spilin þegar flokkurinn fór í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og ekki hafi verið minnst á þessi atriði í stjórnarsáttmála: „Það er alveg sama hvað menn reikna – Viðreisn sýndi á […]

Helgi Seljan svarar Agnesi: Gögnin um Karl Vigni voru „stolin“

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan gagnrýnir orð Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, um stolin gögn og segir að umfjöllun Kastljóss um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson hafi verið að hluta byggð á slíkum gögnum. Agnes lét í viðtalið við Morgunblaðið þau orð falla að henni þætti það ekki ekki siðferðilega rétt að „stela gögnum og fara á bak […]

Sigurður Kári: RÚV dró upp kolranga mynd: „Við vorum ekki í hagsmunagæslu fyrir Glitni“

„Að RÚV vinni fréttir úr stolnum gögnum sem lögbann hefur verið lagt við að nýtt séu til fréttaskrifa er eitt. Annað er tilgangur þessarar umfjöllunar ríkisfréttastofunnar, viku fyrir kosningar, sem engum dylst hver er,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins um umfjöllun RÚV um samskipti Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins við Glitni þegar Bjarni var […]

Biskup Íslands: Ekki réttlætanlegt að stela gögnum til að afhjúpa mál

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands segir það ekki siðferðislega rétt að stela gögnum til þess að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós. Nokkur umræða hefur skapast um lögbann sýslumanns á notkun Stundarinnar á gögnum sem fengin eru innan úr Glitni og notkun þeirra í fréttaflutningi af viðskiptum Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins þegar hann var […]

VG stærst í höfuðborginni – Sjálfstæðisflokkur í kraganum – Stofnandi Viðreisnar dytti af þingi

Vinstri græn mælast með 29,6% fylgi í Reykjavík norður og 27,9% í Reykjavík suður, en aðeins 16,6% í Suðvesturkjördæmi, kraganum, og 17,9% í Suðurkjördæmi. Á sama tíma mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 17,3% í Reykjavík norður, 24,3% í Reykjavík suður, 31,4% í kraganum og 26,6% í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem […]

Um eina af uppáhaldsbókum Bubba Morthens

Einar Kárason skrifar: Ég heyrði um daginn viðtal við Bubba Morthens ljóðskáld með meiru þar sem hann gat um sumar af sínum eftirlætisbókum, þar á meðal ævisögu Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði, sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá sjálfum mér alveg frá því ég heyrði Indriða G. Þorsteinsson lesa hana sem kvöldsögu í útvarpinu fyrir […]

Kosningar 2017: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Kosið um festu og stöðugleika

Það er ekki nema ár síðan við stóðum í nákvæmlega sömu sporum og nú: Alþingiskosningar framundan. Er þetta ekki allt í lagi – er bara ekki í góðu lagi að kjósa einu sinni á ári? Nei, það er ekki í lagi! Þessi óstöðugleiki í stjórnmálunum; þetta eilífa rót og tætingur er stærsta ógnin við þann […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is