Laugardagur 06.05.2017 - 17:00 - Ummæli ()

Framfarasjóður SI úthlutar styrkjum

Á myndinni eru talið frá vinstri: Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, Þór Pálsson, aðstoðarskólameistari Tækniskólans, Halldór Hauksson, áfangastjóri Tækniskólans, Hólmar Svansson, framkvæmdastjóri Sæplasts og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI. Ljósmyndari: Odd Stefán.

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, og Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, afhentu tvo styrki úr Framfarasjóði Samtaka iðnaðarins fyrr í dag. Annars vegar er um að ræða fimm milljóna króna styrk sem fer til verkefnis um þróun rafrænna ferilbóka sem unnið verður af Tækniskólanum í samstarfi við aðra framhaldsskóla, Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins, Menntamálastofnun og Advania. Um er að ræða verkefni sem á að stuðla að miklum framförum í öllu námi sem tengist iðn-, tækni- og verkgreinum. Hins vegar er um að ræða tveggja milljóna króna styrk til að þróa og yfirfæra hæfniramma innan framleiðslufyrirtækja í Eyjafirði sem unnið verður af Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar-SÍMEY, Sæplasti, Ferrozink, Norðlenska og Becromal Ísland.

 

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, segir mikilvægt að hvatt sé til nýjunga sem ýti undir framfarir fyrir iðnaðinn hér á landi.  „Samtök iðnaðarins taka þátt í fjölmörgum verkefnum sem hafa það að markmiði að efla atvinnulífið. Framfarasjóðurinn gefur okkur tækifæri til að stuðla að nýjungum svo iðnaðurinn blómstri. Verkefnin sem hlutu styrki að þessu sinni hafa möguleika á að ná breiðri skírskotun og falla því vel að markmiðum sjóðsins.“

Halldór Hauksson, áfangastjóri Tækniskólans, segir styrkinn vera mikilvægan fyrir þróun verk- og starfsnáms á Íslandi. „Það vantar gott rafrænt umhverfi fyrir ferilbók sem heldur utan um námsfram?vindu nemanda og starfs???þjálfun sem hluta af hans námsumhverfi. Í ferilbókina er einnig safnað saman upplýsingum um starfsferil einstakl?inga til að byggja á og vinna raunfærnimat. Að námi loknu er gert ráð fyrir að einstaklingur geti notað ferilbókina sem persónulega ferilskrá alla starfs?ævina og skráð þar starfsferil sinn og viðbótarnám.“

Hólmar Svansson, framkvæmdastjóri Sæplasts, segir styrkinn gera kleift að fá ólík framleiðslufyrirtæki til að samræma hvernig starfsmenn eru metnir að verðleikum. „Ávinningurinn af því að staðla mat á færni starfsmanna auðveldar ekki eingöngu ráðningar í framleiðslufyrirtækjum heldur getur það ýtt undir framgöngu starfsmanna innan einstakra fyrirtækja eða á milli fyrirtækja. Það eykur möguleika starfsmanna að fá reynslu sína og getu metna sem gefur þá góðar vísbendingar um hversu hæfir þeir eru. Þannig er hægt að skapa ramma fyrir markvissa starfsþróun þeirra sem starfa í framleiðslufyrirtækjum.“

Framfarasjóður SI var stofnaður á síðasta ári í þeim tilgangi að skapa farveg sem styður við og þróar framfaramál tengd iðnaði. Stofnfé sjóðsins er 500 milljónir króna. Markmið sjóðsins eru í fyrsta lagi að efla menntun fyrir atvinnulífið með áherslu á iðn-, verk- og tækninám, í öðru lagi er áhersla á nýsköpun sem styrkir framþróun í iðnaði og í þriðja lagi framleiðniaukningu með áherslu á skilvirkt rekstrarumhverfi. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum fór í Microbit verkefnið þar sem hátt í 10 þúsund börn í 6. og 7. bekk grunnskóla fengu forritanlegar smátölvur.

Greinin birtist fyrst í Reykjanesi.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Sigmundur boðar uppgjör á næsta flokksþingi: „Hinn almenni flokksmaður hefur tekið völdin áður“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrum forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins var gestur Björns Inga Hrafnssonar í Eyjunni á ÍNN nú í kvöld. Í upphafi þáttarins var rætt um átök og ágreining Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. Þar var meðal annars komið inn á flokksþingið í fyrrahaust þegar Sigurður felldi Sigmund úr sæti formanns og síðan nýliðinn miðstjórnarfund […]

Sema svarar Sighvati: „Til háborinnar skammar!“

Sema Erla Serdar skrifar: Í gær birtist á Eyjunni grein eftir Sighvat Björgvinsson, sem einu sinni var ráðherra, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar og jafnaðarmaður. Greinin, sem eru hans viðbrögð við hryðjuverkunum í Manchester, er gott dæmi um þau viðbrögð sem hryðjuverkamenn óska eftir með voðaverkum sínum. Greinin hans Sighvatar er uppfull af orðalagi öfgamanna sem einkennist af […]

Farsíminn bjargaði Lisu þegar „Móðir Satans“ sprakk

Sprengjan sem íslamistinn Salman Abedi sprengdi í Manchester á mánudagskvöld var með sprengiefnablöndu sem kallast „Móðir Satans“ meðal sprengjusérfræðinga. Hún var sömu gerðar og sprengjur sem notaðar voru í Lundúnum 2005, í París í nóvember 2105 og í Brussel í mars 2016. Slíkar sprengjur eru iðulega notaðar af hryðjuverkamönnum. Í breska blaðinu Independent kemur fram að […]

Fjárhagsstaða braggast hjá Borgarbyggð

Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2016 var afgreiddur í sveitarstjórn við seinni umræðu þann 11. maí sl. Samkvæmt reglum um reikningsskil sveitarfélaga skiptist ársreikningur í tvo hluta. Annars vegar er A-hluti, sem er almennur rekstur sveitarsjóðs sem að mestu leyti er fjármagnaður með skatttekjum. Hins vegar er B-hluti sem eru stofnanir í eigu sveitarfélagsins og eru […]

Bandaríkjamenn láku rannsóknagögnum árásar í Manchester: Bretar æfir

Sky News-fréttastofan hefur birt myndir úr eftirlitsmyndavélum teknar síðastliðið föstudagskvöld sem munu sýna hvar hinn 22 ára gamli Salman Abedi gengur um í verslunarmiðstöð með það sem virðist vera nýkeyptur bakboki. Þremur dögum síðar sprengdi hann sjálfan sig í loft upp í inngangsrými Manchester Arena-tónleikahallarinnar með sprengju sem falin var í þessum bakpoka. Vítisvélin var fyllt […]

Sigmundur Davíð: „Tel að þau hafi flest yfirgefið Sigurð Inga“

Valgerður Sverrisdóttir og Jón Sigurðsson, bæði fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins, beittu sér gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á flokksþingi Framsóknarflokksins síðasta haust. En sem kunnugt er var Sigmundur felldur úr formannsstóli á flokksþinginu af Sigurði Inga Jóhannssyni. Þetta kemur fram í viðtali við Sigmund í Morgunblaðinu í dag. Segir hann að á flokksþinginu hafi hann áttað sig […]

Smári McCarthy: Gömlu refirnir munu aldrei breyta því sem þarf að breyta

  Smári McCarthy alþingismaður Pírata skrifar: Alþingi skortir samkennd Nú þegar líður að lokum þingstarfa fyrir sumarið er ágætt að líta yfir síðustu mánuði og meta árangurinn. Það er ekki hægt að segja að hann hafi verið mikill. Nokkur mál ríkisstjórnarinnar hafa farið í gegn, sum í einhverri sátt en önnur alls ekki. Búið er […]

Borgin vill rukka þá sem nota nagladekk: Katrín leggur ekki í sumar ferðir með börnin í bílnum á ónegldum dekkjum

„Á í snúnu sambandi við þetta mál. Vil undir öllum kringumstæðum gæta að umhverfinu í daglegu lífi fjölskyldunnar því margt smátt gerir svo sannarlega eitt stórt í þeim efnum. Á hinn bóginn verð ég að viðurkenna að þó ég hafi alla tíð verið örugg í umferðinni þá eru skilyrði hér oft með þeim hætti að […]

Sigmundur Davíð stofnar Framfarafélagið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins boðar stofnunar Framfarafélagsins,  hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Félagið verður stofnað á laugardaginn. Sigmundur greindi frá þessum áformum í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Segir Sigmundur að félagið sé ekki vísir að nýjum flokk, en Sigmundur hefur verið hvattur til þess að stofna nýjan flokk […]

Eiríkur segir Flugfélagið hafa gefist upp: „Íslenskan er hallærisleg“

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði segir það ákveðna uppgjöf hjá Flugfélagi Íslands að hætta að nota nafnið og taka þess í stað upp enska nafnið Air Iceland Connect. Líkt og kom fram í fréttatilkynningu frá Air Iceland Connect þá er ástæðan aukin umsvif félagsins erlendis, samstarf við Icelandair og aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sem […]

Jón Viðar hjólar í Illuga – Brynjar kemur Illuga til varnar: „Afturhaldsraus“

„Þá er það komið á daginn sem ég spáði og fjölmargir aðrir að stytting framhaldsskólans, sem einn versti menntamálaráðherra sögunnar kom til leiðar, var hið mesta ógæfuspor. „Engin gleði“ í náminu lengur heyrði ég fulltrúa foreldra (heyrðist mér) segja í fréttum áðan.“ Þetta segir Jón Viðar Jónsson og vitnar í frétt Ríkisútvarpsins þar sem fjallað […]

Að hefna sín á gestgjöfunum

Sighvatur Björgvinsson skrifar: Ríkisútvarpið taldi í fréttatíma s.l. þriðjudagskvöld upp fjölda þeirra hryðjuverkaárása, sem beinst hafa að borgurum Evrópuríkja á fáum síðustu árum.  Þær voru óhugnanlega margar – miklu, miklu fleiri en flestir gera sér grein fyrir.   Þá greindi ríkisútvarpið frá því hve margir almennir borgarar Evrópuríkja hafa orðið fyrir barðinu á þessum hryðjuverkaárásum – […]

Flugfélag Íslands heitir núna Air Iceland Connect

Flugfélag Íslands mun frá og með deginum í dag taka upp nýtt nafn; Air Iceland Connect. Ástæður fyrir nafnbreytingunni eru nokkrar og má þar nefna aukin umsvif á erlendum mörkuðum, umtalsverða fjölgun erlendra ferðamanna, aukið samstarf við Icelandair og einföldun á markaðsstarfi, en tvöfalt nafnakerfi félagsins hefur þýtt talsverðan kostnaðarauka og valdið einhverjum farþegum óþægindum […]

Nærri 10% atvinnuleysi meðal ungs fólks

Rúmlega 10% fólks á aldrinum 16 til 24 ára á Íslandi var atvinnulaust í apríl og telur ungt fólk helming allra atvinnulausra hér á landi. Þetta kemur fram í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands fyrir aprílmánuð. Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókninni voru að jafnaði 199.300 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í apríl 2017, sem jafngildir 83,2% atvinnuþátttöku. Af […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is