Laugardagur 06.05.2017 - 17:00 - Ummæli ()

Framfarasjóður SI úthlutar styrkjum

Á myndinni eru talið frá vinstri: Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, Þór Pálsson, aðstoðarskólameistari Tækniskólans, Halldór Hauksson, áfangastjóri Tækniskólans, Hólmar Svansson, framkvæmdastjóri Sæplasts og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI. Ljósmyndari: Odd Stefán.

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, og Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, afhentu tvo styrki úr Framfarasjóði Samtaka iðnaðarins fyrr í dag. Annars vegar er um að ræða fimm milljóna króna styrk sem fer til verkefnis um þróun rafrænna ferilbóka sem unnið verður af Tækniskólanum í samstarfi við aðra framhaldsskóla, Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins, Menntamálastofnun og Advania. Um er að ræða verkefni sem á að stuðla að miklum framförum í öllu námi sem tengist iðn-, tækni- og verkgreinum. Hins vegar er um að ræða tveggja milljóna króna styrk til að þróa og yfirfæra hæfniramma innan framleiðslufyrirtækja í Eyjafirði sem unnið verður af Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar-SÍMEY, Sæplasti, Ferrozink, Norðlenska og Becromal Ísland.

 

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, segir mikilvægt að hvatt sé til nýjunga sem ýti undir framfarir fyrir iðnaðinn hér á landi.  „Samtök iðnaðarins taka þátt í fjölmörgum verkefnum sem hafa það að markmiði að efla atvinnulífið. Framfarasjóðurinn gefur okkur tækifæri til að stuðla að nýjungum svo iðnaðurinn blómstri. Verkefnin sem hlutu styrki að þessu sinni hafa möguleika á að ná breiðri skírskotun og falla því vel að markmiðum sjóðsins.“

Halldór Hauksson, áfangastjóri Tækniskólans, segir styrkinn vera mikilvægan fyrir þróun verk- og starfsnáms á Íslandi. „Það vantar gott rafrænt umhverfi fyrir ferilbók sem heldur utan um námsfram?vindu nemanda og starfs???þjálfun sem hluta af hans námsumhverfi. Í ferilbókina er einnig safnað saman upplýsingum um starfsferil einstakl?inga til að byggja á og vinna raunfærnimat. Að námi loknu er gert ráð fyrir að einstaklingur geti notað ferilbókina sem persónulega ferilskrá alla starfs?ævina og skráð þar starfsferil sinn og viðbótarnám.“

Hólmar Svansson, framkvæmdastjóri Sæplasts, segir styrkinn gera kleift að fá ólík framleiðslufyrirtæki til að samræma hvernig starfsmenn eru metnir að verðleikum. „Ávinningurinn af því að staðla mat á færni starfsmanna auðveldar ekki eingöngu ráðningar í framleiðslufyrirtækjum heldur getur það ýtt undir framgöngu starfsmanna innan einstakra fyrirtækja eða á milli fyrirtækja. Það eykur möguleika starfsmanna að fá reynslu sína og getu metna sem gefur þá góðar vísbendingar um hversu hæfir þeir eru. Þannig er hægt að skapa ramma fyrir markvissa starfsþróun þeirra sem starfa í framleiðslufyrirtækjum.“

Framfarasjóður SI var stofnaður á síðasta ári í þeim tilgangi að skapa farveg sem styður við og þróar framfaramál tengd iðnaði. Stofnfé sjóðsins er 500 milljónir króna. Markmið sjóðsins eru í fyrsta lagi að efla menntun fyrir atvinnulífið með áherslu á iðn-, verk- og tækninám, í öðru lagi er áhersla á nýsköpun sem styrkir framþróun í iðnaði og í þriðja lagi framleiðniaukningu með áherslu á skilvirkt rekstrarumhverfi. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum fór í Microbit verkefnið þar sem hátt í 10 þúsund börn í 6. og 7. bekk grunnskóla fengu forritanlegar smátölvur.

Greinin birtist fyrst í Reykjanesi.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Framsóknarflokkurinn boðar ekki til flokksþings fyrir kosningar

Framsóknarflokkurinn mun ekki boða til flokksþings fyrir kosningar, tíminn sé of knappur til það sé hægt í samræmi við lög flokksins. Þetta segir Einar Gunnar Einarsson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins í samtali við Eyjuna. Ákveðið var á fundi miðstjórnar flokksins síðastliðið vor að halda flokksþing í janúar en í kjölfar stjórnarslita og kosninga í lok október fóru […]

Ragnar Þór svarar Halldóri: „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág“

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það mikla einföldun að halda því fram að hækkun á ráðstöfunartekjum launafólks í formi hærri persónuafsláttar sé eingöngu tekjumissir fyrir ríkið. Líkt og greint var frá í gær sagði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að tillaga VR um að endurskoða upphæð persónuafsláttar til að miða við þróun launa […]

Logi kannast ekki við þrýsting: „Ég er ekki að skipta mér af vinnu uppstillinganefnda“

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að hann hafi heyrt það útundan sér að hann eigi að færa sig um set og bjóða sig fram í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í stað Norðausturkjördæmis, en að enginn innan flokksins hafi komið að máli við sig um það. Vefur Hringbrautar segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Samfylkingarfólk í […]

Bjarni býst við óvæginni kosningabaráttu

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að kosningabaráttan verði vafalaust óvægin á köflum en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei óttast kjósendur og sé ævinlega tilbúinn til kosninga. Í bréfi sem Bjarni sendir flokksmönnum sínum í dag segir hann að hann geti ekki svarað fyrir ákvörðun föður síns um að veita Hjalta Sigurjóni Haukssyni umsögn þegar Hjalti sótti […]

Þórdísi Kolbrúnu féllust hendur þegar hún sá Sjálfstæðisflokkinn bendlaðan við kynferðisbrotamál: „Ég sem betur fer slapp“

„Það er ótrúlega snúið að taka þátt í umræðu sem er svo heit, heiftarleg, ljót og margslungin. Ég forðast ekki erfið mál eða umdeildar ákvarðanir. En þegar maður les málsmetandi fólk halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn bjóði barnaníðinga velkomna, jafnvel að allt Sjálfstæðisfólk umberi ógeðslegustu tegund ofbeldis sem barnaníð er, að menn dreifi skilaboðum til […]

Sjálfstæðismenn fresta landsfundi

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að fresta landsfundi flokksins fram á næsta ár. Til stóð að halda landsfund 4. til 5. nóvember á þessu ári en í ljósi stöðunnar, vegna stjórnarslita og kosningabaráttunnar fyrir kosningarnar 28. október næstkomandi, hefur miðstjórnin ákveðið að fresta fundinum. Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri flokksins sagði í samtali við RÚV að einhugur væri […]

Eggert Valur: Málið verði sent til íbúanna

Eggert Valur Guðmundsson skrifar: Þessar nýjustu hugmyndir um uppbyggingu á miðbæjarreitnum á Selfossi, sem hafa verið kynntar og verið í umræðunni að undanförnu hafa margar hliðar. Annars vegar er samningur sem meirihluti D lista samþykkti fyrir stuttu við Sigtún þróunarfélag, og hins vegar deiliskipulagið sjálft. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar greiddu atkvæði gegn samningi um verkefnið við Sigtún […]

Smári svarar Guðlaugi: „Það er galið að ætla að kenna mér um“

Smári McCarthy þingmaður Pírata segir það galið að ætla að kenna sér um þann ímyndarskaða sem Ísland hafi orðið fyrir á alþjóðavísu, ummæli hans hafi í raun hafi lítil áhrif á ímynd Íslands, það sem hafi skaðað ímynd Íslands á alþjóðavísu sé hrun ríkisstjórnarinnar sem enn og aftur megi skrifa á Sjálfstæðisflokkinn. Tíst Smára hefur […]

Sóley hjólar í Katrínu og Kolbein: „Skilningsleysi og eiginlega móðgun“

Sóley Tómasdóttir fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir málflutning Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Kolbein Óttarsonar Proppé vera til marks um skilningsleysi og vera eiginlega móðgun. Í viðtali á Vísi í gær sagði Katrín að hún stefndi á að leiða félagshyggjustjórn eftir kosningar og að flokkurinn eigi að fara fram með sömu áherslur […]

Píratar leita að frambjóðendum í prófkjör

Píratar hafa opnað fyrir skráningar frambjóðenda í prófkjörum um allt land og leita þeir nú að frambjóðendum. Hver sem er getur boðið sig fram í prófkjörinu ef viðkomandi skráir sig í flokkinn en aðeins þeir sem hafa verið skráðir í flokkinn í meira en 30 daga hafa atkvæðisrétt. Framboðsfrestur  í öllum kjördæmum rennur út laugardaginn […]

Þjóðarpúls: Meirihluti vill Vinstri græna í ríkisstjórn – Fæstir vilja Viðreisn og Flokk fólksins

Ríflegur meirihluti landsmanna vill að Vinstri grænir taki sæti í næstu ríkisstjórn, aðeins 14% landsmanna vill að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn myndi tveggja flokka stjórn að loknum kosningum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Miðað við stöðuna í stjórnmálunum um þessar mundir kemur ýmislegt forvitnilegt kemur í ljós í könnuninni. Meðal annars að 62% landsmanna […]

Gunnar Bragi: „Ég veit að það er unnið gegn mér“

Gunnar Bragi Sveinsson oddviti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi segir að hann viti til þess að unnið sé gegn honum í flokknum með það að markmiði að koma honum af lista Framsóknarflokksins fyrir Alþingiskosningarnar 28. október næstkomandi. Gunnar Bragi segir að hann hafi hins vegar engar áhyggjur af stöðu sinni. Samkvæmt heimildum Eyjunnar gefst ekki tími til […]

Utanríkisráðherra: Tíst Smára McCarthy skaðaði ímynd Íslands

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að tíst Smára McCarthy þingmanns Pírata hafi skaðað ímynd Íslands. Undanfarna daga hafi utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands unnið að því að leiðrétta rangfærslur erlendis um ástæður stjórnarslitanna hér á landi og mál tengd uppreist æru. Sagði Guðlaugur Þór í þættinum Bítið á Bylgjunni nú í morgun að umfangið sé mikið, […]

Framkvæmdastjóri SA segir tillögu VR óraunhæfa: Myndi kosta 130 milljarða á ári

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að tillaga VR um að endurskoða upphæð persónuafsláttar til að miða við þróun launa frá árinu 1990 sé óraunhæf og myndi kosta ríkissjóð 130 milljarða á ári. Í aðsendri grein í Markaðnum í dag segir Halldór Benjamín að ef skattleysismörk hækkuðu úr 150 þúsund krónum í 320 þúsund […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is