Sunnudagur 07.05.2017 - 20:01 - Ummæli ()

Rannsóknarbeiðnir, rothögg, reiðir fiskkaupendur og verkfallstjón

Sambýlisfólk og samstarfsmenn. Binni og Andrea Atladóttir, fjármálastjóri VSV. Hún var um árabil í fremstu röð í handbolta á Íslandi, hampaði titlum með ÍBV og var valin leikmaður ársins í fyrstu deild kvenna 1994-1995.

„Í hnefaleikum væri þetta kallað tæknilegt rothögg. Ég er afskaplega ánægður með hvernig atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið afgreiddi þá bræður frá Rifi. Ánægðastur er ég með að ráðuneytismenn skyldu átta sig svo vel á því að fyrir kærendum vakti það eitt að misbeita ákvæðum laga um rannsóknarbeiði í hlutafélögum,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson – Binni í Vinnslustöðinni, kampakátur í dymbilvikunni.

Hann var þá nýkominn með í hendur ráðuneytisúrskurð vegna beiðni Stillu útgerðar ehf. og Brims hf. um skipan rannsóknarmanna á grundvelli laga um hlutafélög til að rannsaka tiltekna þætti í starfsemi VSV og meðferð eigin fjár í tengslum við samruna VSV og Ufsabergs-útgerðar ehf. Ráðuneytið hafnaði rannsóknarbeiðinni með afgerandi hætti.

Að baki Stillu útgerð og Brimi standa Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir, eigendur tæplega þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni. Hluthafahópar í VSV hafa eldað grátt silfur saman undanfarin ár; á aðalfundum félagsins, hluthafafundum og fyrir dómstólum. Fulltrúum fylkinganna lenti saman enn einu sinni á aðalfundi VSV laust fyrir páska og þá um tillögu meirihluta hluthafa um langtímafjármögnun félagsins. Meirihlutinn samþykkti að veita framkvæmdastjóra umboð til að vinna áfram að málinu.

1. Binni kynnir nýtt uppsjávarfrystihús VSV fyrir gestum í október 2016. Frá vinstri: Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi; Hildur Sólveig Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja: Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður VSV, Sindri Viðarsson, sviðsstjóri VSV, með soninn Nökkva í fanginu og Sigurgeir B. Kristgeirson, framkvæmdastjóri VSV.

Dóms að vænta um stjórnarkjör í fyrra

Héraðsdómur Suðurlands kveður einhvern næstu daga upp dóm sem minnihlutamenn höfðuðu í fyrra til að fá kosningu stjórnar VSV dæmda ólögmæta. Málflutningur var á Selfossi í lok marsmánaðar.

Guðmundur Örn Gunnarsson, formaður stjórnar, vék að þessu máli í skýrslu stjórnar á nýafstöðnum aðalfundi:

Óvissan sem málareksturinn skapar hefur tafið fyrir því að ljúka samningum við lánastofnanir um endurfjármögnun Vinnslustöðvarinnar. Fyrir fundinum liggur tillaga um að framkvæmdastjóra verði falið að ljúka fjármögunarsamningunum og verður borin undir atkvæði. Þannig verður óvissu eytt að þessu leyti gagnvart lánastofnunum.

Tilraun til að misbeita ákvæði laga um rannsóknarbeiðni

„Guðmundur og Hjálmar halda sjálfsagt áfram að atast í okkur meðeigendum sínum en þeir ættu í það minnsta að staldra við og íhuga rækilega með lögmönnum sínum efni úrskurðar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá 4. apríl 2017,“ segir Binni.

„Úrskurðurinn er nefnilega afar skýr og vel rökstuddur í 15 blaðsíðna plaggi. Ráðuneytismenn ganga úr skugga um hvort minnihlutinn hafi raunverulega ástæðu til að óska eftir rannsókninni eða hvort honum gangi eitthvað annað til og þá þurfi að gæta hagsmuna Vinnslustöðvarinnar gagnvart óréttmætum kröfum um rannsóknir, sem kunni að skaða álit félagsins út á við.

Ég les ekki annað út úr niðurstöðunum en það að ráðuneytið átti sig á að kærendur höfðu engar efnislegar ástæður fyrir rannsóknarbeiðninni og reyndu í raun að misbeita ákvæði laga um skipan rannsóknarmanna.

Ráðuneytið vísar í álit umboðsmanns Alþingis á því hvað skuli teljast „nægilegar ástæður“ til þess að fallast á tilmæli minni hluthafa um tilnefningu rannsóknarmanna í félagi. Þar eigi að horfa til tiltekinnar skýrslu sérfræðinganefndar ESB, sem vitnað var til í athugasemdum frumvarps að lögum nr. 89/2000.

Í þeirri skýrslu er áréttað að „tilnefning rannsóknarmanna í starfsemi félags skuli aðeins ákveðin þegar fyrir liggur „alvarlegur grunur“ um óviðeigandi eða óréttmæta háttsemi innan félags svo komið sé í veg fyrir að slík rannsókn sé notuð sem almennt úrræði til óskilgreindrar leitar í fyrirtækinu eða sem tæki til að hótana eða áreitis gagnvart stjórn, stjórnendum eða meirihluta hluthafa.

Synjun um rannsóknarbeiðni með þessum rökstuðningi og tilvísunum kalla ég einfaldlega rothögg og býsna verðskuldað sem slíkt.“

2. Þrír góðir, allir í eigendahópi VSV: Haraldur Gíslason, sölumaður mjöls og lýsis; Binni framkvæmdastjóri og Eyjólfur Guðjónsson skipstjóri.

Nú þurfa Íslendingar að undirbjóða Norðmenn!

Nóg um innri mál Vinnslustöðvarinnar að sinni, tilefni viðtalsins var raunar allt annað: áhrif og afleiðingar sjómannaverkfallsins. Athygli vekur að Binni í Vinnslustöðinni hefur ítrekað fullyrt opinberlega að verkfallið hafi valdið meiri skaða en ýmsir vilji kannast við eða ræða um. Hann stendur við hvert orð.

„Verkfallið skaðaði ferskfiskútflutninginn alveg sérstaklega. Vonandi jafna markaðirnir sig en tjónið er mikið og sér ekki fyrir enda á því.

Hlutaskiptakerfið er nú einu sinni þannig uppbyggt að bæði sjómenn og útvegsmenn hafa hag af því að markaðssetja sjávarafurðir og fá sem hæst verð fyrir þær. Þegar verkfall varði í meira en tvo mánuði hvarf íslenskur fiskur úr hillum og kæliborðum á traustum, erlendum mörkuðum. Verðið hrapaði og bæði útvegsmenn og sjómenn töpuðu.

Meira að segja verkfallsglaðasta þjóð veraldar, Frakkar, eru Íslendingum bálreiðir og sumir kaupmenn í Frakklandi segjast ekki taka íslenskan fisk aftur til sölu. Þeir treysta  okkur lengur. Afhendingaröryggið var hluti af gæðunum í viðskiptum við Íslendinga en traustið er laskað og jafnvel farið hjá sumum kaupendum okkar ytra.

Ég borðaði einu sinni sem oftar á Fiskibarnum í Vestmannaeyjum í hádeginu í dag , þeim góða veitingastað. Eigendur hans hefðu líklega neyðst til að skella í lás í verkfallinu ef ekki hefði komið til einn trillukall í Eyjum sem sá þeim fyrir ýsu og þorski, nægilega miklu hráefni til að hægt væri að þrauka allan verkfallstímann með Fiskibarinn opinn.

Íslendingar skildu ástæður þess að ekki var annan fisk að fá í verslunum hér heima vikum og mánuðum saman en eldislax eða eldisbleikj. Viðskiptavinir fiskbúða á meginlandi Evrópu sýndu ástandinu hér hins vegar engan skilning. Þeir sneru sér að öðrum mat og halda sig margir enn á þeim slóðum í innkaupum.

Við höfum ekki séð áður verðfall á borð við það sem gerðist með karfa í Þýskalandi og Frakklandi. Þar tölum við um tugprósenta verðlækkun.

Norðmenn sáu sér leik á borði og tóku einfaldlega yfir viðskipti við ferskan þorsk að miklu leyti. Þeir héldu þannig lífi í viðskiptum með þorskinn. Norðmenn hafa lengi stundað undirboð á ferskum fiski til að ná viðskiptum og standa í Íslendingum í samkeppninni. Nú þurfa Íslendingar að standa í Norðmönnum með því að undirbjóða lága verðið þeirra!

Margir gera sér ekki grein fyrir þessari stöðu, aðrir þekkja til mála en vilja helst ekki ræða ástandið. Svo mikið er víst að áhrif verkfallsins í vetur eru mun alvarlegri og umfangsmeiri en margur hyggur eða trúir.“

4. Skál til heiðurs Inga Júl! Ingi Árni Júlíusson er í hópi þeirra sem lengstan starfsaldur eiga að baki í VSV. Hann hefur verið verkstjóri frá 1. júní 1968 og vann þar áður í Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum sem síðar sameinaðist Vinnslustöðinni. Starfsaldurinn í VSV spannar þannig meira en hálfa öld samfellt og fyrir því skálaði Binni að sjálfsögðu í hófi í Eyjum í október 2016.

Fiskveiðistjórnunin býr til peninga sem ella hefðu ekki orðið til

Í nýlega útkominni bók um sögu Vinnslustöðvarinnar er kafli þar sem talað er við Arnar Sigurmundsson, margreyndan og sjóaðan Eyjamann í sjávarútvegi, pólitík og samskiptum á vinnumarkaði. Hann átti sæti í „sáttanefndinni“ sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar skipaði sumarið 2009 til að endurskoða lög um fiskveiðistjórnun og freista þess að ná einhvers konar samkomulagi í síþrætunni um sjávarútveginn. Arnar segir að sáttanefndin hafi verið mjög nálægt því að ná markmiði sínu en það hafi ekki tekist á lokasprettinum. Það séu sér mikil vonbrigði.

Nú talar sjávarútvegsráðherra ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, um að hún vilji taka upp þráðinn og beita sér fyrir „sátt um sjávarútveginn“.

Binni í hópi japanskra viðskiptavina árið 2013. Með á myndinni er líka dóttir hans, Björg Brynjarsdóttir.

Hefur Binni í Vinnslustöðinni trú á að ráðherranum takist að koma á „sátt“ í orði og á borði?

„Þegar ég heyri svona tal velti ég strax fyrir mér, hverjir eru ósáttir um hvað og hverjir séu drifkraftar slíkrar umræðu.

Vissulega eru margir ósáttir við að sjávarútvegsfyrirtækjum hefur fækkað, þau  eru stærri, eignarhaldið færist þar með á færri hendur og starfsemin á færri staði en slíkar breytingar eru þekktar í tímans rás, löngu fyrir daga fiskveiðistjórnarkerfisins.

Sjálfur er ég fæddur í Breiðuvíkuhreppi hinum forna á Snæfellsnesi og í manntalinu árið 1703 var það stærsta sveitarfélag landins. Dritvík var umsvifamesti útgerðarstaður Íslendinga. Nú á tímum komast ungmennin í gegnum allt skólakerfið án þess að minnst sé á Dritvík! Einhverjir hafa á þessum tíma talið að Breiðuvíkurhreppur yrði um alla framtíð nafli heimsins á Íslandi en þróunin varð önnur og verður oft önnur en menn halda og vilja. Breytingar urðu og breytingar verða. Þær  koma sér vel fyrir suma en verr fyrir aðra. Þannig er þetta bara og verður.

Ég spyr þá sem tala um nauðsynlega „sátt um sjávarútveginn“ stundum á móti hvort þeir vilji ekki stíga sjálfir fyrstu skrefin með því að hætta að tala niður fiskveiðistjórnunina og raunar atvinnugreinina sjálfa! Oft er það nefnilega sama fólkið sem talar fyrir „sátt“ en jafnframt fyrir því að rífa niður fyrirkomulag sem hefur sannað sig og er talið til fyrirmyndar víðs vegar um heimsbyggðina.

Fiskveiðistjórnunin stuðlar að verðmætasköpun og býr bókstaflega til peninga fyrir þjóðarbúið sem ella hefðu ekki orðið til. Hún gerir sjávarútveginn okkar einn þann sjálfbærasta í veröldinni.

Við nýtum fiskistofnana skynsamlega og skulum til dæmis endilega halda því til haga að sjávarútvegurinn hefur einmitt náð markmiðum sínum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda tuttugu árum á undan áætlun, þökk sé fyrirkomulagi fiskveiðanna!

Sumir þeir sem hæst tala um „sátt um sjávarútveginn“ mæla í hinu orðinu fyrir því að fiskveiðistjórnarkerfið sé brotið upp eða jafnvel lagt af. Slíkt er yfirlýsing um ófrið en ekki sátt.“

Viðtalið við Binna birtist fyrst í Suðra. Smelltu hér til að lesa blaðið.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Sigmundur boðar uppgjör á næsta flokksþingi: „Hinn almenni flokksmaður hefur tekið völdin áður“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrum forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins var gestur Björns Inga Hrafnssonar í Eyjunni á ÍNN nú í kvöld. Í upphafi þáttarins var rætt um átök og ágreining Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. Þar var meðal annars komið inn á flokksþingið í fyrrahaust þegar Sigurður felldi Sigmund úr sæti formanns og síðan nýliðinn miðstjórnarfund […]

Sema svarar Sighvati: „Til háborinnar skammar!“

Sema Erla Serdar skrifar: Í gær birtist á Eyjunni grein eftir Sighvat Björgvinsson, sem einu sinni var ráðherra, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar og jafnaðarmaður. Greinin, sem eru hans viðbrögð við hryðjuverkunum í Manchester, er gott dæmi um þau viðbrögð sem hryðjuverkamenn óska eftir með voðaverkum sínum. Greinin hans Sighvatar er uppfull af orðalagi öfgamanna sem einkennist af […]

Farsíminn bjargaði Lisu þegar „Móðir Satans“ sprakk

Sprengjan sem íslamistinn Salman Abedi sprengdi í Manchester á mánudagskvöld var með sprengiefnablöndu sem kallast „Móðir Satans“ meðal sprengjusérfræðinga. Hún var sömu gerðar og sprengjur sem notaðar voru í Lundúnum 2005, í París í nóvember 2105 og í Brussel í mars 2016. Slíkar sprengjur eru iðulega notaðar af hryðjuverkamönnum. Í breska blaðinu Independent kemur fram að […]

Fjárhagsstaða braggast hjá Borgarbyggð

Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2016 var afgreiddur í sveitarstjórn við seinni umræðu þann 11. maí sl. Samkvæmt reglum um reikningsskil sveitarfélaga skiptist ársreikningur í tvo hluta. Annars vegar er A-hluti, sem er almennur rekstur sveitarsjóðs sem að mestu leyti er fjármagnaður með skatttekjum. Hins vegar er B-hluti sem eru stofnanir í eigu sveitarfélagsins og eru […]

Bandaríkjamenn láku rannsóknagögnum árásar í Manchester: Bretar æfir

Sky News-fréttastofan hefur birt myndir úr eftirlitsmyndavélum teknar síðastliðið föstudagskvöld sem munu sýna hvar hinn 22 ára gamli Salman Abedi gengur um í verslunarmiðstöð með það sem virðist vera nýkeyptur bakboki. Þremur dögum síðar sprengdi hann sjálfan sig í loft upp í inngangsrými Manchester Arena-tónleikahallarinnar með sprengju sem falin var í þessum bakpoka. Vítisvélin var fyllt […]

Sigmundur Davíð: „Tel að þau hafi flest yfirgefið Sigurð Inga“

Valgerður Sverrisdóttir og Jón Sigurðsson, bæði fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins, beittu sér gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á flokksþingi Framsóknarflokksins síðasta haust. En sem kunnugt er var Sigmundur felldur úr formannsstóli á flokksþinginu af Sigurði Inga Jóhannssyni. Þetta kemur fram í viðtali við Sigmund í Morgunblaðinu í dag. Segir hann að á flokksþinginu hafi hann áttað sig […]

Smári McCarthy: Gömlu refirnir munu aldrei breyta því sem þarf að breyta

  Smári McCarthy alþingismaður Pírata skrifar: Alþingi skortir samkennd Nú þegar líður að lokum þingstarfa fyrir sumarið er ágætt að líta yfir síðustu mánuði og meta árangurinn. Það er ekki hægt að segja að hann hafi verið mikill. Nokkur mál ríkisstjórnarinnar hafa farið í gegn, sum í einhverri sátt en önnur alls ekki. Búið er […]

Borgin vill rukka þá sem nota nagladekk: Katrín leggur ekki í sumar ferðir með börnin í bílnum á ónegldum dekkjum

„Á í snúnu sambandi við þetta mál. Vil undir öllum kringumstæðum gæta að umhverfinu í daglegu lífi fjölskyldunnar því margt smátt gerir svo sannarlega eitt stórt í þeim efnum. Á hinn bóginn verð ég að viðurkenna að þó ég hafi alla tíð verið örugg í umferðinni þá eru skilyrði hér oft með þeim hætti að […]

Sigmundur Davíð stofnar Framfarafélagið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins boðar stofnunar Framfarafélagsins,  hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Félagið verður stofnað á laugardaginn. Sigmundur greindi frá þessum áformum í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Segir Sigmundur að félagið sé ekki vísir að nýjum flokk, en Sigmundur hefur verið hvattur til þess að stofna nýjan flokk […]

Eiríkur segir Flugfélagið hafa gefist upp: „Íslenskan er hallærisleg“

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði segir það ákveðna uppgjöf hjá Flugfélagi Íslands að hætta að nota nafnið og taka þess í stað upp enska nafnið Air Iceland Connect. Líkt og kom fram í fréttatilkynningu frá Air Iceland Connect þá er ástæðan aukin umsvif félagsins erlendis, samstarf við Icelandair og aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sem […]

Jón Viðar hjólar í Illuga – Brynjar kemur Illuga til varnar: „Afturhaldsraus“

„Þá er það komið á daginn sem ég spáði og fjölmargir aðrir að stytting framhaldsskólans, sem einn versti menntamálaráðherra sögunnar kom til leiðar, var hið mesta ógæfuspor. „Engin gleði“ í náminu lengur heyrði ég fulltrúa foreldra (heyrðist mér) segja í fréttum áðan.“ Þetta segir Jón Viðar Jónsson og vitnar í frétt Ríkisútvarpsins þar sem fjallað […]

Að hefna sín á gestgjöfunum

Sighvatur Björgvinsson skrifar: Ríkisútvarpið taldi í fréttatíma s.l. þriðjudagskvöld upp fjölda þeirra hryðjuverkaárása, sem beinst hafa að borgurum Evrópuríkja á fáum síðustu árum.  Þær voru óhugnanlega margar – miklu, miklu fleiri en flestir gera sér grein fyrir.   Þá greindi ríkisútvarpið frá því hve margir almennir borgarar Evrópuríkja hafa orðið fyrir barðinu á þessum hryðjuverkaárásum – […]

Flugfélag Íslands heitir núna Air Iceland Connect

Flugfélag Íslands mun frá og með deginum í dag taka upp nýtt nafn; Air Iceland Connect. Ástæður fyrir nafnbreytingunni eru nokkrar og má þar nefna aukin umsvif á erlendum mörkuðum, umtalsverða fjölgun erlendra ferðamanna, aukið samstarf við Icelandair og einföldun á markaðsstarfi, en tvöfalt nafnakerfi félagsins hefur þýtt talsverðan kostnaðarauka og valdið einhverjum farþegum óþægindum […]

Nærri 10% atvinnuleysi meðal ungs fólks

Rúmlega 10% fólks á aldrinum 16 til 24 ára á Íslandi var atvinnulaust í apríl og telur ungt fólk helming allra atvinnulausra hér á landi. Þetta kemur fram í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands fyrir aprílmánuð. Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókninni voru að jafnaði 199.300 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í apríl 2017, sem jafngildir 83,2% atvinnuþátttöku. Af […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is