Sunnudagur 07.05.2017 - 20:01 - Ummæli ()

Rannsóknarbeiðnir, rothögg, reiðir fiskkaupendur og verkfallstjón

Sambýlisfólk og samstarfsmenn. Binni og Andrea Atladóttir, fjármálastjóri VSV. Hún var um árabil í fremstu röð í handbolta á Íslandi, hampaði titlum með ÍBV og var valin leikmaður ársins í fyrstu deild kvenna 1994-1995.

„Í hnefaleikum væri þetta kallað tæknilegt rothögg. Ég er afskaplega ánægður með hvernig atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið afgreiddi þá bræður frá Rifi. Ánægðastur er ég með að ráðuneytismenn skyldu átta sig svo vel á því að fyrir kærendum vakti það eitt að misbeita ákvæðum laga um rannsóknarbeiði í hlutafélögum,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson – Binni í Vinnslustöðinni, kampakátur í dymbilvikunni.

Hann var þá nýkominn með í hendur ráðuneytisúrskurð vegna beiðni Stillu útgerðar ehf. og Brims hf. um skipan rannsóknarmanna á grundvelli laga um hlutafélög til að rannsaka tiltekna þætti í starfsemi VSV og meðferð eigin fjár í tengslum við samruna VSV og Ufsabergs-útgerðar ehf. Ráðuneytið hafnaði rannsóknarbeiðinni með afgerandi hætti.

Að baki Stillu útgerð og Brimi standa Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir, eigendur tæplega þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni. Hluthafahópar í VSV hafa eldað grátt silfur saman undanfarin ár; á aðalfundum félagsins, hluthafafundum og fyrir dómstólum. Fulltrúum fylkinganna lenti saman enn einu sinni á aðalfundi VSV laust fyrir páska og þá um tillögu meirihluta hluthafa um langtímafjármögnun félagsins. Meirihlutinn samþykkti að veita framkvæmdastjóra umboð til að vinna áfram að málinu.

1. Binni kynnir nýtt uppsjávarfrystihús VSV fyrir gestum í október 2016. Frá vinstri: Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi; Hildur Sólveig Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja: Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður VSV, Sindri Viðarsson, sviðsstjóri VSV, með soninn Nökkva í fanginu og Sigurgeir B. Kristgeirson, framkvæmdastjóri VSV.

Dóms að vænta um stjórnarkjör í fyrra

Héraðsdómur Suðurlands kveður einhvern næstu daga upp dóm sem minnihlutamenn höfðuðu í fyrra til að fá kosningu stjórnar VSV dæmda ólögmæta. Málflutningur var á Selfossi í lok marsmánaðar.

Guðmundur Örn Gunnarsson, formaður stjórnar, vék að þessu máli í skýrslu stjórnar á nýafstöðnum aðalfundi:

Óvissan sem málareksturinn skapar hefur tafið fyrir því að ljúka samningum við lánastofnanir um endurfjármögnun Vinnslustöðvarinnar. Fyrir fundinum liggur tillaga um að framkvæmdastjóra verði falið að ljúka fjármögunarsamningunum og verður borin undir atkvæði. Þannig verður óvissu eytt að þessu leyti gagnvart lánastofnunum.

Tilraun til að misbeita ákvæði laga um rannsóknarbeiðni

„Guðmundur og Hjálmar halda sjálfsagt áfram að atast í okkur meðeigendum sínum en þeir ættu í það minnsta að staldra við og íhuga rækilega með lögmönnum sínum efni úrskurðar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá 4. apríl 2017,“ segir Binni.

„Úrskurðurinn er nefnilega afar skýr og vel rökstuddur í 15 blaðsíðna plaggi. Ráðuneytismenn ganga úr skugga um hvort minnihlutinn hafi raunverulega ástæðu til að óska eftir rannsókninni eða hvort honum gangi eitthvað annað til og þá þurfi að gæta hagsmuna Vinnslustöðvarinnar gagnvart óréttmætum kröfum um rannsóknir, sem kunni að skaða álit félagsins út á við.

Ég les ekki annað út úr niðurstöðunum en það að ráðuneytið átti sig á að kærendur höfðu engar efnislegar ástæður fyrir rannsóknarbeiðninni og reyndu í raun að misbeita ákvæði laga um skipan rannsóknarmanna.

Ráðuneytið vísar í álit umboðsmanns Alþingis á því hvað skuli teljast „nægilegar ástæður“ til þess að fallast á tilmæli minni hluthafa um tilnefningu rannsóknarmanna í félagi. Þar eigi að horfa til tiltekinnar skýrslu sérfræðinganefndar ESB, sem vitnað var til í athugasemdum frumvarps að lögum nr. 89/2000.

Í þeirri skýrslu er áréttað að „tilnefning rannsóknarmanna í starfsemi félags skuli aðeins ákveðin þegar fyrir liggur „alvarlegur grunur“ um óviðeigandi eða óréttmæta háttsemi innan félags svo komið sé í veg fyrir að slík rannsókn sé notuð sem almennt úrræði til óskilgreindrar leitar í fyrirtækinu eða sem tæki til að hótana eða áreitis gagnvart stjórn, stjórnendum eða meirihluta hluthafa.

Synjun um rannsóknarbeiðni með þessum rökstuðningi og tilvísunum kalla ég einfaldlega rothögg og býsna verðskuldað sem slíkt.“

2. Þrír góðir, allir í eigendahópi VSV: Haraldur Gíslason, sölumaður mjöls og lýsis; Binni framkvæmdastjóri og Eyjólfur Guðjónsson skipstjóri.

Nú þurfa Íslendingar að undirbjóða Norðmenn!

Nóg um innri mál Vinnslustöðvarinnar að sinni, tilefni viðtalsins var raunar allt annað: áhrif og afleiðingar sjómannaverkfallsins. Athygli vekur að Binni í Vinnslustöðinni hefur ítrekað fullyrt opinberlega að verkfallið hafi valdið meiri skaða en ýmsir vilji kannast við eða ræða um. Hann stendur við hvert orð.

„Verkfallið skaðaði ferskfiskútflutninginn alveg sérstaklega. Vonandi jafna markaðirnir sig en tjónið er mikið og sér ekki fyrir enda á því.

Hlutaskiptakerfið er nú einu sinni þannig uppbyggt að bæði sjómenn og útvegsmenn hafa hag af því að markaðssetja sjávarafurðir og fá sem hæst verð fyrir þær. Þegar verkfall varði í meira en tvo mánuði hvarf íslenskur fiskur úr hillum og kæliborðum á traustum, erlendum mörkuðum. Verðið hrapaði og bæði útvegsmenn og sjómenn töpuðu.

Meira að segja verkfallsglaðasta þjóð veraldar, Frakkar, eru Íslendingum bálreiðir og sumir kaupmenn í Frakklandi segjast ekki taka íslenskan fisk aftur til sölu. Þeir treysta  okkur lengur. Afhendingaröryggið var hluti af gæðunum í viðskiptum við Íslendinga en traustið er laskað og jafnvel farið hjá sumum kaupendum okkar ytra.

Ég borðaði einu sinni sem oftar á Fiskibarnum í Vestmannaeyjum í hádeginu í dag , þeim góða veitingastað. Eigendur hans hefðu líklega neyðst til að skella í lás í verkfallinu ef ekki hefði komið til einn trillukall í Eyjum sem sá þeim fyrir ýsu og þorski, nægilega miklu hráefni til að hægt væri að þrauka allan verkfallstímann með Fiskibarinn opinn.

Íslendingar skildu ástæður þess að ekki var annan fisk að fá í verslunum hér heima vikum og mánuðum saman en eldislax eða eldisbleikj. Viðskiptavinir fiskbúða á meginlandi Evrópu sýndu ástandinu hér hins vegar engan skilning. Þeir sneru sér að öðrum mat og halda sig margir enn á þeim slóðum í innkaupum.

Við höfum ekki séð áður verðfall á borð við það sem gerðist með karfa í Þýskalandi og Frakklandi. Þar tölum við um tugprósenta verðlækkun.

Norðmenn sáu sér leik á borði og tóku einfaldlega yfir viðskipti við ferskan þorsk að miklu leyti. Þeir héldu þannig lífi í viðskiptum með þorskinn. Norðmenn hafa lengi stundað undirboð á ferskum fiski til að ná viðskiptum og standa í Íslendingum í samkeppninni. Nú þurfa Íslendingar að standa í Norðmönnum með því að undirbjóða lága verðið þeirra!

Margir gera sér ekki grein fyrir þessari stöðu, aðrir þekkja til mála en vilja helst ekki ræða ástandið. Svo mikið er víst að áhrif verkfallsins í vetur eru mun alvarlegri og umfangsmeiri en margur hyggur eða trúir.“

4. Skál til heiðurs Inga Júl! Ingi Árni Júlíusson er í hópi þeirra sem lengstan starfsaldur eiga að baki í VSV. Hann hefur verið verkstjóri frá 1. júní 1968 og vann þar áður í Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum sem síðar sameinaðist Vinnslustöðinni. Starfsaldurinn í VSV spannar þannig meira en hálfa öld samfellt og fyrir því skálaði Binni að sjálfsögðu í hófi í Eyjum í október 2016.

Fiskveiðistjórnunin býr til peninga sem ella hefðu ekki orðið til

Í nýlega útkominni bók um sögu Vinnslustöðvarinnar er kafli þar sem talað er við Arnar Sigurmundsson, margreyndan og sjóaðan Eyjamann í sjávarútvegi, pólitík og samskiptum á vinnumarkaði. Hann átti sæti í „sáttanefndinni“ sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar skipaði sumarið 2009 til að endurskoða lög um fiskveiðistjórnun og freista þess að ná einhvers konar samkomulagi í síþrætunni um sjávarútveginn. Arnar segir að sáttanefndin hafi verið mjög nálægt því að ná markmiði sínu en það hafi ekki tekist á lokasprettinum. Það séu sér mikil vonbrigði.

Nú talar sjávarútvegsráðherra ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, um að hún vilji taka upp þráðinn og beita sér fyrir „sátt um sjávarútveginn“.

Binni í hópi japanskra viðskiptavina árið 2013. Með á myndinni er líka dóttir hans, Björg Brynjarsdóttir.

Hefur Binni í Vinnslustöðinni trú á að ráðherranum takist að koma á „sátt“ í orði og á borði?

„Þegar ég heyri svona tal velti ég strax fyrir mér, hverjir eru ósáttir um hvað og hverjir séu drifkraftar slíkrar umræðu.

Vissulega eru margir ósáttir við að sjávarútvegsfyrirtækjum hefur fækkað, þau  eru stærri, eignarhaldið færist þar með á færri hendur og starfsemin á færri staði en slíkar breytingar eru þekktar í tímans rás, löngu fyrir daga fiskveiðistjórnarkerfisins.

Sjálfur er ég fæddur í Breiðuvíkuhreppi hinum forna á Snæfellsnesi og í manntalinu árið 1703 var það stærsta sveitarfélag landins. Dritvík var umsvifamesti útgerðarstaður Íslendinga. Nú á tímum komast ungmennin í gegnum allt skólakerfið án þess að minnst sé á Dritvík! Einhverjir hafa á þessum tíma talið að Breiðuvíkurhreppur yrði um alla framtíð nafli heimsins á Íslandi en þróunin varð önnur og verður oft önnur en menn halda og vilja. Breytingar urðu og breytingar verða. Þær  koma sér vel fyrir suma en verr fyrir aðra. Þannig er þetta bara og verður.

Ég spyr þá sem tala um nauðsynlega „sátt um sjávarútveginn“ stundum á móti hvort þeir vilji ekki stíga sjálfir fyrstu skrefin með því að hætta að tala niður fiskveiðistjórnunina og raunar atvinnugreinina sjálfa! Oft er það nefnilega sama fólkið sem talar fyrir „sátt“ en jafnframt fyrir því að rífa niður fyrirkomulag sem hefur sannað sig og er talið til fyrirmyndar víðs vegar um heimsbyggðina.

Fiskveiðistjórnunin stuðlar að verðmætasköpun og býr bókstaflega til peninga fyrir þjóðarbúið sem ella hefðu ekki orðið til. Hún gerir sjávarútveginn okkar einn þann sjálfbærasta í veröldinni.

Við nýtum fiskistofnana skynsamlega og skulum til dæmis endilega halda því til haga að sjávarútvegurinn hefur einmitt náð markmiðum sínum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda tuttugu árum á undan áætlun, þökk sé fyrirkomulagi fiskveiðanna!

Sumir þeir sem hæst tala um „sátt um sjávarútveginn“ mæla í hinu orðinu fyrir því að fiskveiðistjórnarkerfið sé brotið upp eða jafnvel lagt af. Slíkt er yfirlýsing um ófrið en ekki sátt.“

Viðtalið við Binna birtist fyrst í Suðra. Smelltu hér til að lesa blaðið.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Teigsskógur – 2% af birkikjarri

Teigsskógur er við vestanverðan Þorskafjörð. Í skýrslu vegagerðarinnar frá febrúar 2017 um mat á umhverfisáhrifum af lagningu nýs vegar milli Bjarkalundar og Skálaness kemur fram í umsögn Skógræktar ríkisins að skógurinn nái frá Þórisstöðum um Gröf og langleiðina að gömlum túngarði við bæinn Hallsteinsstaði yst á skaganum, sem gengur fram milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Orðið […]

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Ríkisútvarpið olli töfunum á birtingu gagnanna

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það sé Ríkisútvarpinu að kenna að gögnin um þá sem fengið hafa uppreist æru hafi ekki verið opinberuð í sumar. Vilhjálmur sagði í viðtali í þættinum Harmageddon í morgun að eftir að RÚV kærði ákvörðunina um afhenda ekki gögnin þá hafi Úrskurðarnefnd um upplýsingamál brugðist skjótt við og að mesta […]

Þórunn vill sæti Sigmundar Davíðs

Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er oddviti flokksins í kjördæminu, hann ætlar í framboð, en það liggur ekki fyrir hvort hann muni áfram sækjast eftir því að leiða listann í komandi kosningum. Þórunn segir í færslu á Fésbók að kosningarnar 28. október næstkomandi muni snúast um trúverðugleika […]

Björn vill útlendingamálin á dagskrá í kosningabaráttunni: „Þeir eiga ekkert erindi hingað“

„Með hliðsjón af því hve miklu af skatt­fé al­menn­ings er varið til hæl­is­mála er stórund­ar­legt að umræðan sé ekki meiri um út­lend­inga­mál­in á stjórn­mála­vett­vangi. Það er engu lík­ara en ís­lensk­ir stjórn­mála­menn forðist mála­flokk­inn og vilji helst að um hann ríki póli­tísk þögn,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir […]

Davíð spyr: „Munu æsingamennirnir biðjast afsökunar á ósköpunum?“

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins vill vita hvort þeir sem slitu ríkisstjórnarsamstarfinu og æstu sig muni nú biðjast afsökunar á ósköpunum. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, þar sem Davíð heldur öllum líkindum á penna, er spurt í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi ekki brotið […]

Björt sendir Sjálfstæðismönnum tóninn: Siðferði og samskiptareglur snúast ekki um lögfræði eða reglur um trúnað

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir að traustið milli Bjartrar framtíðar til Sjálfstæðisflokksins hafi horfið þegar flokkurinn varð þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gæti stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls sem kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær […]

Þór Saari vill á þing fyrir Pírata: „Losum okkur við spillt, sjálfhverf og hrunin stjórnmál“

Þór Saari hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar gefur kost á sér í prófkjöri Pírata sem hefst á morgun. Þór segir í fréttatilkynningu að vegna fjölda áskorana innan sem og utan Pírata mun hann sækjast eftir því að komast á þing fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi. Þór gaf kost á sér í prófkjöri Pírata fyrir […]

Ásta: Skipulag miðbæjar

Ásta S. Stefánsdóttir skrifar um málefni miðbæjarins: Skipulagsferli vegna miðbæjar Selfoss er nú að komast á lokastig. Fresti til að gera athugasemdir lauk í lok ágúst og voru athugasemdir þær sem bárust lagðar fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar sl. miðvikudag. Nefndin fól formanni nefndarinnar, skipulags- og byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að gera drög að […]

Þorvaldur er bjartsýnn: „Ég veit að okkar stefna á talsverðan hljómgrunn“

„Við ætlum að bjóða fram allsstaðar þar sem við getum, við stefnum á að bjóða fram um allt land ef okkur tekst það. Það er ekki alveg fyrirséð vegna þess hve tíminn er stuttur,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar í samtali við Eyjuna. Flokkurinn, sem var stofnaður 2013, bauð fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi […]

Sigríður braut ekki trúnað með því að segja Bjarna

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut ekki reglur um trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafi skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson til að hann gæti fengið uppreist æru. Samkvæmt heimildum RÚV mun Tryggi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hafa sagt þetta á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. […]

Framsóknarflokkurinn boðar ekki til flokksþings fyrir kosningar

Framsóknarflokkurinn mun ekki boða til flokksþings fyrir kosningar, tíminn sé of knappur til það sé hægt í samræmi við lög flokksins. Þetta segir Einar Gunnar Einarsson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins í samtali við Eyjuna. Ákveðið var á fundi miðstjórnar flokksins síðastliðið vor að halda flokksþing í janúar en í kjölfar stjórnarslita og kosninga í lok október fóru […]

Ragnar Þór svarar Halldóri: „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág“

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það mikla einföldun að halda því fram að hækkun á ráðstöfunartekjum launafólks í formi hærri persónuafsláttar sé eingöngu tekjumissir fyrir ríkið. Líkt og greint var frá í gær sagði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að tillaga VR um að endurskoða upphæð persónuafsláttar til að miða við þróun launa […]

Logi kannast ekki við þrýsting: „Ég er ekki að skipta mér af vinnu uppstillinganefnda“

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að hann hafi heyrt það útundan sér að hann eigi að færa sig um set og bjóða sig fram í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í stað Norðausturkjördæmis, en að enginn innan flokksins hafi komið að máli við sig um það. Vefur Hringbrautar segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Samfylkingarfólk í […]

Bjarni býst við óvæginni kosningabaráttu

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að kosningabaráttan verði vafalaust óvægin á köflum en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei óttast kjósendur og sé ævinlega tilbúinn til kosninga. Í bréfi sem Bjarni sendir flokksmönnum sínum í dag segir hann að hann geti ekki svarað fyrir ákvörðun föður síns um að veita Hjalta Sigurjóni Haukssyni umsögn þegar Hjalti sótti […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is