Þriðjudagur 09.05.2017 - 17:47 - Ummæli ()

Ásdís biðlar til þingmanna: „Hvernig væri að verða fyrsta land í heimi til að banna tóbak!“

„Það er ekki langt síðan að reykja mátti hvar sem var; í skólum, í flugvélum, rútum, á vinnustöðum og á veitingastöðum. Ég man eftir stúlku í menntó sem var svo framsýn að hún barðist fyrir reyklausri kaffistofu nemenda, og mikið var hún púuð niður, og kæfð í tóbaksreyk! Óskaplega fannst mér hún leiðinleg, þessi stúlka, að reyna að skemma allt fyrir okkur reykingafólkinu. Fanatísk, hreinlega!“

Með þessum orðum hefst pistill Ásdísar Ágeirsdóttur blaðamanns á Morgunblaðinu sem birtist í blaðinu í dag, en hann ber heitið Hægdrepandi eitur til sölu. Segir Ásdís að sem betur fer sé nú öldin önnur og reykingar séu með öllu bannaðar innandyra á opinberum stöðum. Rifjar hún upp að á sínum tíma hafi reykingabann verið flokkað sem mannréttindabrot af hálfu reykingafólks, Ásdís var þar á meðal:

Undirrituð var á þeim tíma í hópi þeirra sem sugu líknagla í tíma og ótíma og fannst þessi lög alveg fyrir neðan allar hellur. Að þurfa að sitja reyklaus í flugvél í sex tíma var auðvitað hin mesta kvöl og pína. Nú er ég sem betur fer löngu búin að drepa í og skammast mín hreinlega fyrir að hafa verið svona vitlaus og tillitslaus,

Mynd/Getty

segir Ásdís. Allt sé breytingum háð og í dag finnst öllum sjálfsagt að virða þessi lög:

„En er ekki kominn tími til að ganga lengra? Málið er að ríkið er að selja eitur. Hægdrepandi eitur. Það kostar heilbrigðiskerfið gríðarlegar fjárhæðir að hugsa um fólk með krabbamein og hjartasjúkdóma sem eru af beinum völdum tóbaks. Svo ég tali nú ekki um þær sorgir og sársauka sem margir reykingamenn og aðstandendur þeirra glíma við, eða munu glíma við í framtíðinni. Það er í raun siðferðislega rangt að selja vöru sem þú veist að gerir fólki bara illt. Því það eru engir kostir við tóbaksnotkun. Ekki nokkrir.“

Ásdís segir að margir munu sjálfsagt telja að þetta komi henni ekkert við og fólk megi sjálft ákveða hvort það noti tóbak eða ekki. Við þá vill hún segja að það séu til fljótlegri og sársaukaminni aðferðir til að stytta líf sitt. Aðferðir sem kosti heilbrigðiskerfið og skattgreiðendur minna:

Nú er ég með frábæra hugmynd sem alþingismenn ættu að skoða. Hvernig væri að verða fyrsta land í heimi til að banna tóbak! Það mætti gera þetta í litlum skrefum með markmiðið: Tóbakslaust Ísland árið 2025. Eiturlyf eru bönnuð með lögum og því ekki tóbakið?,

spyr Ásdís. Er hún viss um að reykingafólk svitni við tilhugsunina en það hafi líka átt við þegar reykingar voru bannaðar í almannarýmum:

Í dag finnst öllum sjálfsagt að geta farið í flugvél, skóla eða á veitingastað og átt heimtingu á hreinu lofti. Það tók nokkur ár fyrir þjóðfélagið að venjast þessu, og í dag skilur enginn hvernig hitt gat viðgengist. Ég vona sannarlega að næstu kynslóðir muni horfa tilbaka og hrista hausinn yfir þessari tímaskekkju sem tóbaksnotkun er.

Annað. Það er ekkert smart að reykja lengur. Eða taka í vörina. Og hver vill kyssa manneskju sem angar eins og gamall öskubakki? Ekki ég.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Teigsskógur – 2% af birkikjarri

Teigsskógur er við vestanverðan Þorskafjörð. Í skýrslu vegagerðarinnar frá febrúar 2017 um mat á umhverfisáhrifum af lagningu nýs vegar milli Bjarkalundar og Skálaness kemur fram í umsögn Skógræktar ríkisins að skógurinn nái frá Þórisstöðum um Gröf og langleiðina að gömlum túngarði við bæinn Hallsteinsstaði yst á skaganum, sem gengur fram milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Orðið […]

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Ríkisútvarpið olli töfunum á birtingu gagnanna

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það sé Ríkisútvarpinu að kenna að gögnin um þá sem fengið hafa uppreist æru hafi ekki verið opinberuð í sumar. Vilhjálmur sagði í viðtali í þættinum Harmageddon í morgun að eftir að RÚV kærði ákvörðunina um afhenda ekki gögnin þá hafi Úrskurðarnefnd um upplýsingamál brugðist skjótt við og að mesta […]

Þórunn vill sæti Sigmundar Davíðs

Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er oddviti flokksins í kjördæminu, hann ætlar í framboð, en það liggur ekki fyrir hvort hann muni áfram sækjast eftir því að leiða listann í komandi kosningum. Þórunn segir í færslu á Fésbók að kosningarnar 28. október næstkomandi muni snúast um trúverðugleika […]

Björn vill útlendingamálin á dagskrá í kosningabaráttunni: „Þeir eiga ekkert erindi hingað“

„Með hliðsjón af því hve miklu af skatt­fé al­menn­ings er varið til hæl­is­mála er stórund­ar­legt að umræðan sé ekki meiri um út­lend­inga­mál­in á stjórn­mála­vett­vangi. Það er engu lík­ara en ís­lensk­ir stjórn­mála­menn forðist mála­flokk­inn og vilji helst að um hann ríki póli­tísk þögn,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir […]

Davíð spyr: „Munu æsingamennirnir biðjast afsökunar á ósköpunum?“

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins vill vita hvort þeir sem slitu ríkisstjórnarsamstarfinu og æstu sig muni nú biðjast afsökunar á ósköpunum. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, þar sem Davíð heldur öllum líkindum á penna, er spurt í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi ekki brotið […]

Björt sendir Sjálfstæðismönnum tóninn: Siðferði og samskiptareglur snúast ekki um lögfræði eða reglur um trúnað

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir að traustið milli Bjartrar framtíðar til Sjálfstæðisflokksins hafi horfið þegar flokkurinn varð þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gæti stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls sem kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær […]

Þór Saari vill á þing fyrir Pírata: „Losum okkur við spillt, sjálfhverf og hrunin stjórnmál“

Þór Saari hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar gefur kost á sér í prófkjöri Pírata sem hefst á morgun. Þór segir í fréttatilkynningu að vegna fjölda áskorana innan sem og utan Pírata mun hann sækjast eftir því að komast á þing fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi. Þór gaf kost á sér í prófkjöri Pírata fyrir […]

Ásta: Skipulag miðbæjar

Ásta S. Stefánsdóttir skrifar um málefni miðbæjarins: Skipulagsferli vegna miðbæjar Selfoss er nú að komast á lokastig. Fresti til að gera athugasemdir lauk í lok ágúst og voru athugasemdir þær sem bárust lagðar fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar sl. miðvikudag. Nefndin fól formanni nefndarinnar, skipulags- og byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að gera drög að […]

Þorvaldur er bjartsýnn: „Ég veit að okkar stefna á talsverðan hljómgrunn“

„Við ætlum að bjóða fram allsstaðar þar sem við getum, við stefnum á að bjóða fram um allt land ef okkur tekst það. Það er ekki alveg fyrirséð vegna þess hve tíminn er stuttur,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar í samtali við Eyjuna. Flokkurinn, sem var stofnaður 2013, bauð fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi […]

Sigríður braut ekki trúnað með því að segja Bjarna

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut ekki reglur um trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafi skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson til að hann gæti fengið uppreist æru. Samkvæmt heimildum RÚV mun Tryggi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hafa sagt þetta á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. […]

Framsóknarflokkurinn boðar ekki til flokksþings fyrir kosningar

Framsóknarflokkurinn mun ekki boða til flokksþings fyrir kosningar, tíminn sé of knappur til það sé hægt í samræmi við lög flokksins. Þetta segir Einar Gunnar Einarsson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins í samtali við Eyjuna. Ákveðið var á fundi miðstjórnar flokksins síðastliðið vor að halda flokksþing í janúar en í kjölfar stjórnarslita og kosninga í lok október fóru […]

Ragnar Þór svarar Halldóri: „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág“

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það mikla einföldun að halda því fram að hækkun á ráðstöfunartekjum launafólks í formi hærri persónuafsláttar sé eingöngu tekjumissir fyrir ríkið. Líkt og greint var frá í gær sagði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að tillaga VR um að endurskoða upphæð persónuafsláttar til að miða við þróun launa […]

Logi kannast ekki við þrýsting: „Ég er ekki að skipta mér af vinnu uppstillinganefnda“

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að hann hafi heyrt það útundan sér að hann eigi að færa sig um set og bjóða sig fram í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í stað Norðausturkjördæmis, en að enginn innan flokksins hafi komið að máli við sig um það. Vefur Hringbrautar segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Samfylkingarfólk í […]

Bjarni býst við óvæginni kosningabaráttu

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að kosningabaráttan verði vafalaust óvægin á köflum en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei óttast kjósendur og sé ævinlega tilbúinn til kosninga. Í bréfi sem Bjarni sendir flokksmönnum sínum í dag segir hann að hann geti ekki svarað fyrir ákvörðun föður síns um að veita Hjalta Sigurjóni Haukssyni umsögn þegar Hjalti sótti […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is