Þriðjudagur 09.05.2017 - 15:24 - Ummæli ()

Birgitta: Alvarleg misbeiting valds – Páll: Þetta var bara spurning

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Pál Magnússon þingmann Sjálfstæðisflokksins og formann atvinnuveganefndar harðlega við upphaf þingfundar í dag fyrir að hafa rætt um að stjórnarandstaðan dregði til baka þingmál sem snúi að stjórn fiskveiða á meðan þverpólitísk nefnd ráðherra starfaði.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði í gær nefnd undir forystu Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi sjávarútvegs- og forsætisráðherra. Á nefndin að móta tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni og skila tillögum sínum til ráðherra í formi lagafrumvarps eigi síðar en 1. desember 2017.

Vildu þingmenn stjórnarandstöðunnar meina að Páll hafi á nefndarfundi í morgun lagt til að stjórnarandstaðan dregði þingmál sín sem snúi að nýtingu fiskveiðiauðlindinni til baka á meðan nefndin starfaði. Sagði Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins að það væri út í hött og ekki boðleg vinnubrögð. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar tók í sama streng:

Það er óboðlegt að beðið sé um það mál séu tekin af dagskrá og út af hverju? Vegna þess að það eigi að ræða þau í nefnd sem að ráðherra hefur skipað. Er það þannig að þingmenn og er það skilningurinn á þingræðinu að þingmenn eigi að draga sig inn í hýði og leggja niður skottið og bíða bara eftir því hvað nefndir úti í bæ ákveða?

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Sagði Svandís Svavarsdóttir þingmaður Vinstri grænna að Páll hafi farið á undan sér í þessu máli og vænti hún þess að forseti þingsins leiðrétti hann. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata bætti um betur og sagði Pál misbeita valdi sínu:

„Skrýtið að vera í þingsal í dag þar sem er verið að fjalla um mjög alvarlega misbeitingu valds frá meiri hlutanum og þeir þingmenn sem um málið fjalla sitja og hlæja að þingmönnum sem gagnrýna þessi vinnubrögð. Mér finnst það eiginlega til háborinnar skammar,“

sagði Birgitta.

Páll svaraði svo stjórnarandstöðunni með þessum orðum:

Á dauða mínum átti ég von en ekki þessum viðbrögðum. Ég taldi þetta mál hafa verið rætt í friði og spekt. Ég spurði á fundi atvinnuveganefndar í morgun hvort nefndarmenn litu svo á að skipun þessarar þverpólitísku nefndar í gær ætti að hafa áhrif á framgang þeirra mála sem snúa að fiskveiðikerfinu og eru til umfjöllunar í atvinnuveganefnd. Um þetta áttum við bara friðsamlegar umræður, þetta var engin krafa af minni hálfu. Þetta var meira að segja ekki heldur tillaga af minni hálfu. Þetta var spurning af minni hálfu til þeirra sem málið snerti í nefndinni. Um þetta var rætt í friði og spekt í nefndinni í morgun. Síðan hrökkva allir allt í einu í kút hér, að minnsta kost ég. Þá eru uppi einhver slagorð, einhverjar yfirlýsingar um misbeitingu valds og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta var bara spurning til nefndarmanna.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Þorgerður Katrín steig svo upp í ræðustól og bar af sér sakir, varaði hún þingmenn við því að tala nefndina niður:

„Ég vek athygli á því að ekki er verið að skipta eftir stjórn eða stjórnarandstöðu, allir flokkar koma að borðinu. Þá hefur mér verið bent á, gott og vel, að stjórnarandstaðan hafi meirihluta í nefndinni. Ég vona að menn gangi út frá því að þeir ætli að vinna að málinu í sátt til lengri tíma litið með heildarhagsmuni bæði sjávarútvegs og samfélagsins í huga hvað það varðar, en ekki fara í hnútukast eins og mér finnst málið svolítið vera að fara í hér.“

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Teigsskógur – 2% af birkikjarri

Teigsskógur er við vestanverðan Þorskafjörð. Í skýrslu vegagerðarinnar frá febrúar 2017 um mat á umhverfisáhrifum af lagningu nýs vegar milli Bjarkalundar og Skálaness kemur fram í umsögn Skógræktar ríkisins að skógurinn nái frá Þórisstöðum um Gröf og langleiðina að gömlum túngarði við bæinn Hallsteinsstaði yst á skaganum, sem gengur fram milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Orðið […]

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Ríkisútvarpið olli töfunum á birtingu gagnanna

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það sé Ríkisútvarpinu að kenna að gögnin um þá sem fengið hafa uppreist æru hafi ekki verið opinberuð í sumar. Vilhjálmur sagði í viðtali í þættinum Harmageddon í morgun að eftir að RÚV kærði ákvörðunina um afhenda ekki gögnin þá hafi Úrskurðarnefnd um upplýsingamál brugðist skjótt við og að mesta […]

Þórunn vill sæti Sigmundar Davíðs

Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er oddviti flokksins í kjördæminu, hann ætlar í framboð, en það liggur ekki fyrir hvort hann muni áfram sækjast eftir því að leiða listann í komandi kosningum. Þórunn segir í færslu á Fésbók að kosningarnar 28. október næstkomandi muni snúast um trúverðugleika […]

Björn vill útlendingamálin á dagskrá í kosningabaráttunni: „Þeir eiga ekkert erindi hingað“

„Með hliðsjón af því hve miklu af skatt­fé al­menn­ings er varið til hæl­is­mála er stórund­ar­legt að umræðan sé ekki meiri um út­lend­inga­mál­in á stjórn­mála­vett­vangi. Það er engu lík­ara en ís­lensk­ir stjórn­mála­menn forðist mála­flokk­inn og vilji helst að um hann ríki póli­tísk þögn,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir […]

Davíð spyr: „Munu æsingamennirnir biðjast afsökunar á ósköpunum?“

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins vill vita hvort þeir sem slitu ríkisstjórnarsamstarfinu og æstu sig muni nú biðjast afsökunar á ósköpunum. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, þar sem Davíð heldur öllum líkindum á penna, er spurt í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi ekki brotið […]

Björt sendir Sjálfstæðismönnum tóninn: Siðferði og samskiptareglur snúast ekki um lögfræði eða reglur um trúnað

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir að traustið milli Bjartrar framtíðar til Sjálfstæðisflokksins hafi horfið þegar flokkurinn varð þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gæti stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls sem kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær […]

Þór Saari vill á þing fyrir Pírata: „Losum okkur við spillt, sjálfhverf og hrunin stjórnmál“

Þór Saari hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar gefur kost á sér í prófkjöri Pírata sem hefst á morgun. Þór segir í fréttatilkynningu að vegna fjölda áskorana innan sem og utan Pírata mun hann sækjast eftir því að komast á þing fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi. Þór gaf kost á sér í prófkjöri Pírata fyrir […]

Ásta: Skipulag miðbæjar

Ásta S. Stefánsdóttir skrifar um málefni miðbæjarins: Skipulagsferli vegna miðbæjar Selfoss er nú að komast á lokastig. Fresti til að gera athugasemdir lauk í lok ágúst og voru athugasemdir þær sem bárust lagðar fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar sl. miðvikudag. Nefndin fól formanni nefndarinnar, skipulags- og byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að gera drög að […]

Þorvaldur er bjartsýnn: „Ég veit að okkar stefna á talsverðan hljómgrunn“

„Við ætlum að bjóða fram allsstaðar þar sem við getum, við stefnum á að bjóða fram um allt land ef okkur tekst það. Það er ekki alveg fyrirséð vegna þess hve tíminn er stuttur,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar í samtali við Eyjuna. Flokkurinn, sem var stofnaður 2013, bauð fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi […]

Sigríður braut ekki trúnað með því að segja Bjarna

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut ekki reglur um trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafi skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson til að hann gæti fengið uppreist æru. Samkvæmt heimildum RÚV mun Tryggi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hafa sagt þetta á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. […]

Framsóknarflokkurinn boðar ekki til flokksþings fyrir kosningar

Framsóknarflokkurinn mun ekki boða til flokksþings fyrir kosningar, tíminn sé of knappur til það sé hægt í samræmi við lög flokksins. Þetta segir Einar Gunnar Einarsson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins í samtali við Eyjuna. Ákveðið var á fundi miðstjórnar flokksins síðastliðið vor að halda flokksþing í janúar en í kjölfar stjórnarslita og kosninga í lok október fóru […]

Ragnar Þór svarar Halldóri: „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág“

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það mikla einföldun að halda því fram að hækkun á ráðstöfunartekjum launafólks í formi hærri persónuafsláttar sé eingöngu tekjumissir fyrir ríkið. Líkt og greint var frá í gær sagði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að tillaga VR um að endurskoða upphæð persónuafsláttar til að miða við þróun launa […]

Logi kannast ekki við þrýsting: „Ég er ekki að skipta mér af vinnu uppstillinganefnda“

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að hann hafi heyrt það útundan sér að hann eigi að færa sig um set og bjóða sig fram í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í stað Norðausturkjördæmis, en að enginn innan flokksins hafi komið að máli við sig um það. Vefur Hringbrautar segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Samfylkingarfólk í […]

Bjarni býst við óvæginni kosningabaráttu

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að kosningabaráttan verði vafalaust óvægin á köflum en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei óttast kjósendur og sé ævinlega tilbúinn til kosninga. Í bréfi sem Bjarni sendir flokksmönnum sínum í dag segir hann að hann geti ekki svarað fyrir ákvörðun föður síns um að veita Hjalta Sigurjóni Haukssyni umsögn þegar Hjalti sótti […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is