Miðvikudagur 10.05.2017 - 16:00 - Ummæli ()

Á bak við tjöldin – Þegar Trump rak forstjóra FBI

Trump og Comey í faðmlögum á meðan allt lék í lyndi. Mynd: Getty.

Það kom öllum, fyrir utan efstu lögum í Hvíta húsinu í opna skjöldu þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey, forstjóra Alríkislögreglunnar FBI í gær. Blaðamenn bandaríska fréttamiðilsins Politico hafa tekið saman frásögn af aðdraganda brottrekstrarins sem byggð er á samtölum við nafnlausa heimildarmenn innan Hvíta hússins, FBI og víðar.

Samkvæmt Politico tók það Trump viku að ákveða að reka Comey. Þegar hann komst að niðurstöðu sendi hann Keith Schiller  með bréf til höfuðstöðva FBI í Washington borg þar sem Comey var gerð grein fyrir brottrekstrinum. Comey var ekki þar staddur en hann var í Los Angeles þar sem hann var að taka þátt í viðburði tengdum „fjölbreytni í nýliðun“ og var að sögn viðstaddra orðlaus þegar honum barst til eyrna að hann hafi verið rekinn.

Að sögn heimildarmanna Politico hefur rannsókn FBI á meintum tengslum framboðs Trumps við Rússland farið mjög í taugarnar á forsetanum. Tveir ráðgjafar sem til þekkja segja að Trump hafi orðið þreyttur á því að hafa ekki stjórn á málinu og að takast ekki að þagga það niður. Einn ráðgjafi segir að Trump eigi það til að öskra á sjónvarpið þegar Rússamálið er þar til umræðu.

Sally Yates

Þetta er þriðji stóri brottreksturinn í stuttri valdatíð Trump. Fyrst var það starfandi dómsmálaráðherra, Sally Yates, þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn og nú Comey. Reyndar var Yates eftirlegukind frá stjórn Obama en það var engu að síður óvenjulegt að hún hafi verið rekin.

Samkvæmt blaðamönnum Politico voru þessi tíðindi af brottrekstri Comey eitthvað sem kom flestum í opna skjöldu. Háttsettur yfirmaður í Hvíta húsinu segir að „enginn hafi vitað af þessu“ og „símarnir okkar tóku allir að titra og fólk sagði, ha?“.

Snilldarlegt útspil eða afdrifarík mistök?

Eins og áður kom fram vill Trump ná tökum á Rússahneykslinu en það er vafamál hvort þetta hafi verið það rétta í stöðunni til þess og segja sumir að þetta muni einvörðungu gera illt verra. Gagnrýnisraddir hafa heyrst úr báðum áttum, frá Demókrötum og Repúblikönum. Til að mynda hefur öldungadeildarþingmaðurinn Ben Sasse frá Nebraska sagt að „tímasetning þessa brottreksturs veki ugg“.

James Comey fyrrum forstjóri FBI við yfirheyrslurnar í síðustu viku. Mynd: EPA.

Reiði Trump í garð Comey hefur kraumað síðan hann viðurkenndi í síðustu viku við yfirheyrslur í þinginu að Alríkislögreglan væri að rannsaka kosningabaráttu Trump og að hann hafi ekki viljað rökstyðja fullyrðinga forsetans um að stjórn Obama hafi njósnað um Trump.

Gagnrýni í garð Comey hefur aukist jafnt og þétt, bæði meðal Demókrata og Repúblikana frá síðasta sumri þegar hann gaf frá sér langa yfirlýsingu um ástæður þess að hætt var rannsókn á tölvupóstmálum Hillary Clinton. Trump var af þeim sökum að búast við að brottrekstri Comey yrði tekið með lófaklappi en annað hefur komið á daginn. Í Hvíta húsinu vissi starfsfólk ekki hvaðan á sig stóð veðrið í gær þegar gagnrýnisraddirnar jukust stöðugt eftir því sem leið á daginn. Trump hringdi nokkur símtöl í gær um klukkan fimm að staðartíma og ræddi meðal annars við Chuck Schumer, leiðtoga minnihluta Demókrata í öldungadeildinni. Schumer sagði við Trump að hann væri að gera stór mistök og segja þeir sem til þekkja að Trump hafi brugðið mjög við þessi orð.

Trump ósáttur að enginn talaði máli hans

Í gærkvöldi horfði Trump á sjónvarpið og segja heimildarmenn að hann hafi verið afar ósáttur við það að enginn væri þar að verja sjónarmið hans. Hann vildi fá fulltrúa sína til að koma sínum boðskap á framfæri og gengu ásakanirnar á víxl milli ráðgjafa hans um það hver hefði klúðrað málunum með þessum hætti.

Í bréfinu sem Trump sendi Comey kom fram að Comey hefði þrisvar sinnum fullvissað forsetann um að hann væri ekki til rannsóknar. Talsmenn Hvíta hússins hafa ekkert viljað tjá sig um það hvenær það á að hafa gerst eða hvers vegna Comey ætti að hafa sagt slíkt. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Trump tjáir sig um yfirstandandi rannsóknir en það hefur hingað til verið eitthvað sem forsetar Bandaríkjanna láta algjörlega vera.

Jeff Sessions dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.

Aðstoðardómsmálaráðherrann Rod Rosenstein og dómsmálaráðherrann Jeff Sessions sendu Trump báðir bréf í gær þar sem þeir fóru þess á leit við forsetann að hann viki Comey tafarlaust úr starfi. Talsmaður forsetans segir að Trump hafi ekki óskað eftir þessum bréfum en í kjölfarið tók hann þá ákvörðun að reka Comey, byggt á ráðgjöf Rosenstein og Sessions. Heimildir Politico herma að bréfin hafi verið skrifuð til að réttlæta aðgerðir Trump.

 

 

Bað um meira fjármagn til að rannsaka tengsl Trump við Rússland

New York Times greindi frá því nú rétt í þessu að Comey hefði farið þess á leit við dómsmálaráðuneyti Sessions fyrir nokkrum dögum að Alríkislögreglan fengi meira fjármagn til rannsóknarinnar á tengslum Trump við Rússland. Auk þess fór hann fram á að fá að ráða fleira starfsfólk til að sinna rannsókninni. Þetta segja þrír embættismenn sem hafa vitneskju um beiðnina. Þetta fór Comey fram á á fundi með áðurnefndum aðstoðardómsmálaráðherra, Rosenstein. Comey er síðan sagður hafa greint þingmönnum frá þessari bón sinni.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Afstaða flokkanna: Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til menntamála. Í dag er spurt: Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem […]

Kosningar 2017: Þorgerður Katrín um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. Panama skjölin drógu fram að hópur fólks í þjóðfélaginu geymdi fé sitt erlendis og leyndi auðævum sínum. Ekki […]

Virkjum kraft eldri borgara

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og þingmaður Norðausturkjördæmis skrifar: Á sínum tíma var kannski eðlilegt að miða við að fólk ynni til sjötugs. Það er ekki lengra síðan en árið 1970 að meðalævi íslenskra karlmanna var um sjötíu ár og konur lifðu heldur lengur. Samhliða lengri ævi hefur heilsa almennt batnað, þannig að það á sjaldnast við […]

Sjálfstæðisflokkurinn með þriggja prósentustiga forskot á VG

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með stuðning 22,9% kjósenda. Vinstri græn koma þar á eftir með 19,9%. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar MMR. Bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa bætt við sig fylgi frá síðustu mælingu MMR sem lauk 18. október 2017 en þá mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9% og Vinstri græn með 19,1% fylgi. Fylgi […]

Fjölskyldubönd fréttamanns RÚV við Stundina reita Björn Bjarnason til reiði: Kannski ráð að leggja RÚV niður?

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir fréttastofu RÚV, sem hann kallar FRÚ, harðlega og vekur meðal annars athygli á því að fréttamðurinn Aðalsteinn Kjartansson, sem flutti um helgina frétt um samskipti Glitnis og Bjarna Benediktssonar, er bróðir Ingibjargar Daggar, annars ritstjóra Stundarinnar, sem byrjaði að segja fréttir upp úr gögnum frá þrotabúi Glitnis þar til […]

Eva hjólar í Viðreisn: „Af hverju ættu kjósendur að treysta þessu aftur?“

Eva H. Baldursdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekkert að marka loforð Viðreisnar í gjaldmiðla-, Evrópu- og sjávarútvegsmálum, segir hún á Fésbók að Viðreisn hafi sýnt spilin þegar flokkurinn fór í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og ekki hafi verið minnst á þessi atriði í stjórnarsáttmála: „Það er alveg sama hvað menn reikna – Viðreisn sýndi á […]

Helgi Seljan svarar Agnesi: Gögnin um Karl Vigni voru „stolin“

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan gagnrýnir orð Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, um stolin gögn og segir að umfjöllun Kastljóss um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson hafi verið að hluta byggð á slíkum gögnum. Agnes lét í viðtalið við Morgunblaðið þau orð falla að henni þætti það ekki ekki siðferðilega rétt að „stela gögnum og fara á bak […]

Sigurður Kári: RÚV dró upp kolranga mynd: „Við vorum ekki í hagsmunagæslu fyrir Glitni“

„Að RÚV vinni fréttir úr stolnum gögnum sem lögbann hefur verið lagt við að nýtt séu til fréttaskrifa er eitt. Annað er tilgangur þessarar umfjöllunar ríkisfréttastofunnar, viku fyrir kosningar, sem engum dylst hver er,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins um umfjöllun RÚV um samskipti Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins við Glitni þegar Bjarni var […]

Biskup Íslands: Ekki réttlætanlegt að stela gögnum til að afhjúpa mál

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands segir það ekki siðferðislega rétt að stela gögnum til þess að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós. Nokkur umræða hefur skapast um lögbann sýslumanns á notkun Stundarinnar á gögnum sem fengin eru innan úr Glitni og notkun þeirra í fréttaflutningi af viðskiptum Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins þegar hann var […]

VG stærst í höfuðborginni – Sjálfstæðisflokkur í kraganum – Stofnandi Viðreisnar dytti af þingi

Vinstri græn mælast með 29,6% fylgi í Reykjavík norður og 27,9% í Reykjavík suður, en aðeins 16,6% í Suðvesturkjördæmi, kraganum, og 17,9% í Suðurkjördæmi. Á sama tíma mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 17,3% í Reykjavík norður, 24,3% í Reykjavík suður, 31,4% í kraganum og 26,6% í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem […]

Um eina af uppáhaldsbókum Bubba Morthens

Einar Kárason skrifar: Ég heyrði um daginn viðtal við Bubba Morthens ljóðskáld með meiru þar sem hann gat um sumar af sínum eftirlætisbókum, þar á meðal ævisögu Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði, sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá sjálfum mér alveg frá því ég heyrði Indriða G. Þorsteinsson lesa hana sem kvöldsögu í útvarpinu fyrir […]

Kosningar 2017: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Kosið um festu og stöðugleika

Það er ekki nema ár síðan við stóðum í nákvæmlega sömu sporum og nú: Alþingiskosningar framundan. Er þetta ekki allt í lagi – er bara ekki í góðu lagi að kjósa einu sinni á ári? Nei, það er ekki í lagi! Þessi óstöðugleiki í stjórnmálunum; þetta eilífa rót og tætingur er stærsta ógnin við þann […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is