Fimmtudagur 11.05.2017 - 18:34 - Ummæli ()

Hvers vegna er Maduro enn við völd í Venesúela?

Nicólas Maduro forseti Venesúela.

Það er óhætt að segja að Nicolás Maduro, forseti Suður-Ameríkuríkisins Venesúela sé óvinsæll. Fjórir af hverjum fimm þegnum hans telja hann ekki starfi sínu vaxinn enda hefur hann stýrt landinu fram yfir bjargbrúnina, landi sem býr yfir fleiri sannreyndum olíubirgðum en Sádí-Arabíu. Þar er nú heimsins dýpsta kreppa og þær 31 milljón manna sem þar búa vita ekki hvað gerist næst. Skortur er á öllum helstu nauðsynjavörum, mat, lyfjum og fleiru. Meðal íbúi landsins hefur lést um 8,6 kíló á liðnu ári vegna skorts á næringu. Verðbólga stefnir í að fara yfir 2000% á næsta ári og gjaldmiðillinn, bolívar sem nefndur er í höfuðið á frelsishetjunni Simon Bolívar er orðinn nánast verðlaus. Hvernig stendur þá á því að Maduro er enn við völd?

Þessari spurningu leitast breska tímaritið Economist við að svara á vefsíðu sinni. Maduro tók við völdum af hinum heillandi og kraftmikla Hugo Chávez sem stýrt hafði Venesúela frá aldamótum nánast sleitulaust fram að andláti sínu árið 2013. Maduro hefur engan af kjörþokka forvera síns en vann sér það helst til frægðar að vera hægri hönd Chávez. Áður starfaði hann meðal annars sem strætisvagnsstjóri.

Eins og flest í sínu lífi á Maduro langlífi sitt í embætti Chávez að þakka. Chavéz rústaði kerfisbundið lýðræðislegum innviðum Venesúela og gerði það að verkum að stjórnkerfið er orðið nánast eins flokks kerfi. Stjórnarandstaðan er fjölmenn en getur lítið gert enda er herinn, hæstiréttur og dómskerfið allt að mis miklu leyti undir ægivaldi forsetans Maduro. Aðeins þingið heldur einn einhverju sjálfstæði en þar er meirihluti stjórnarandstöðunnar eftir kosningarnar í desember 2015.

Frá mótmælum í Caracas, höfuðborg Venesúela. Mynd: EPA.

Ekki það að Maduro hafi látið þingið trufla sig að ráði, hæstiréttur tekur fram fyrir hendur þess þegar forsetinn gefur fyrirskipun um slíkt. Til að mynda stóð til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra þar sem binda átti enda á valdatíð Maduro en hann fékk kosningaráðið til að grípa inn í og koma í veg fyrir það.

Að sögn Economist leiðir þetta til þess að litlar líkur séu á því að stjórnarskipti verði með friðsamlegum hætti í Venesúela. Stjórnarandstaðan sér enga lausn nema að halda á götur út og mótmæla. Með því vonast stjórnarandstaðan til að sýna Maduro og öðrum ráðamönnum hverja meirihluti landsins styðja í raun og veru. Það veltur þó á einu, hernum. Herinn er að nafninu til hlutlaus en er í raun hluti stjórnkerfis landsins, herforingjar núverandi eða fyrrverandi stýra 11 af 32 ráðuneytum landsins. Auk þess stýra háttsettir aðilar innan hersins dreifingu matvæla og öðrum mikilvægum ríkisfyrirtækjum. Maduro hefur séð til þess að æðstu lög hersins hafa hagnast vel á ófremdarástandinu í landinu og því er ólíklegt að herinn gangi stjórnarandstöðunni á hönd.

Það er þó ekki öll von úti fyrir andstæðinga Maduro. Því verra sem ástandið er því meiri þrýstingur er á Maduro. Það stefnir í að ríkið geti ekki staðið undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum við erlenda kröfuhafa og það er minni peningur í ríkiskassanum til að kaupa velvild. Þrátt fyrir hollustu efri laga hersins er kraumandi ólga neðar í goggunarröðinni og það er lítið gagn af stuðningi hersins ef hinn almenni hermaður snýst gegn stjórninni.

Hvað sem verður er eitt víst, hinn almenni borgari Venesúela mun halda áfram að þjást.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Afstaða flokkanna: Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til menntamála. Í dag er spurt: Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem […]

Kosningar 2017: Þorgerður Katrín um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. Panama skjölin drógu fram að hópur fólks í þjóðfélaginu geymdi fé sitt erlendis og leyndi auðævum sínum. Ekki […]

Virkjum kraft eldri borgara

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og þingmaður Norðausturkjördæmis skrifar: Á sínum tíma var kannski eðlilegt að miða við að fólk ynni til sjötugs. Það er ekki lengra síðan en árið 1970 að meðalævi íslenskra karlmanna var um sjötíu ár og konur lifðu heldur lengur. Samhliða lengri ævi hefur heilsa almennt batnað, þannig að það á sjaldnast við […]

Sjálfstæðisflokkurinn með þriggja prósentustiga forskot á VG

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með stuðning 22,9% kjósenda. Vinstri græn koma þar á eftir með 19,9%. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar MMR. Bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa bætt við sig fylgi frá síðustu mælingu MMR sem lauk 18. október 2017 en þá mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9% og Vinstri græn með 19,1% fylgi. Fylgi […]

Fjölskyldubönd fréttamanns RÚV við Stundina reita Björn Bjarnason til reiði: Kannski ráð að leggja RÚV niður?

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir fréttastofu RÚV, sem hann kallar FRÚ, harðlega og vekur meðal annars athygli á því að fréttamðurinn Aðalsteinn Kjartansson, sem flutti um helgina frétt um samskipti Glitnis og Bjarna Benediktssonar, er bróðir Ingibjargar Daggar, annars ritstjóra Stundarinnar, sem byrjaði að segja fréttir upp úr gögnum frá þrotabúi Glitnis þar til […]

Eva hjólar í Viðreisn: „Af hverju ættu kjósendur að treysta þessu aftur?“

Eva H. Baldursdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekkert að marka loforð Viðreisnar í gjaldmiðla-, Evrópu- og sjávarútvegsmálum, segir hún á Fésbók að Viðreisn hafi sýnt spilin þegar flokkurinn fór í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og ekki hafi verið minnst á þessi atriði í stjórnarsáttmála: „Það er alveg sama hvað menn reikna – Viðreisn sýndi á […]

Helgi Seljan svarar Agnesi: Gögnin um Karl Vigni voru „stolin“

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan gagnrýnir orð Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, um stolin gögn og segir að umfjöllun Kastljóss um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson hafi verið að hluta byggð á slíkum gögnum. Agnes lét í viðtalið við Morgunblaðið þau orð falla að henni þætti það ekki ekki siðferðilega rétt að „stela gögnum og fara á bak […]

Sigurður Kári: RÚV dró upp kolranga mynd: „Við vorum ekki í hagsmunagæslu fyrir Glitni“

„Að RÚV vinni fréttir úr stolnum gögnum sem lögbann hefur verið lagt við að nýtt séu til fréttaskrifa er eitt. Annað er tilgangur þessarar umfjöllunar ríkisfréttastofunnar, viku fyrir kosningar, sem engum dylst hver er,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins um umfjöllun RÚV um samskipti Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins við Glitni þegar Bjarni var […]

Biskup Íslands: Ekki réttlætanlegt að stela gögnum til að afhjúpa mál

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands segir það ekki siðferðislega rétt að stela gögnum til þess að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós. Nokkur umræða hefur skapast um lögbann sýslumanns á notkun Stundarinnar á gögnum sem fengin eru innan úr Glitni og notkun þeirra í fréttaflutningi af viðskiptum Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins þegar hann var […]

VG stærst í höfuðborginni – Sjálfstæðisflokkur í kraganum – Stofnandi Viðreisnar dytti af þingi

Vinstri græn mælast með 29,6% fylgi í Reykjavík norður og 27,9% í Reykjavík suður, en aðeins 16,6% í Suðvesturkjördæmi, kraganum, og 17,9% í Suðurkjördæmi. Á sama tíma mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 17,3% í Reykjavík norður, 24,3% í Reykjavík suður, 31,4% í kraganum og 26,6% í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem […]

Um eina af uppáhaldsbókum Bubba Morthens

Einar Kárason skrifar: Ég heyrði um daginn viðtal við Bubba Morthens ljóðskáld með meiru þar sem hann gat um sumar af sínum eftirlætisbókum, þar á meðal ævisögu Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði, sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá sjálfum mér alveg frá því ég heyrði Indriða G. Þorsteinsson lesa hana sem kvöldsögu í útvarpinu fyrir […]

Kosningar 2017: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Kosið um festu og stöðugleika

Það er ekki nema ár síðan við stóðum í nákvæmlega sömu sporum og nú: Alþingiskosningar framundan. Er þetta ekki allt í lagi – er bara ekki í góðu lagi að kjósa einu sinni á ári? Nei, það er ekki í lagi! Þessi óstöðugleiki í stjórnmálunum; þetta eilífa rót og tætingur er stærsta ógnin við þann […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is