Laugardagur 13.05.2017 - 16:17 - Ummæli ()

Stofnanaofbeldi

Mynd/Getty

Kristinn H. Gunnarsson skrifar:

Enn er fyrirhuguð vegarlagning í Gufudalssveit komin í uppnám. Enn er það Skipulagsstofnun sem gerir allt sem í valdi stofnunarinnar er til þess að koma í veg fyrir framkvæmdina. Þetta er orðinn langur tími. Allt frá 2004 hefur verið ljóst að Skipulagsstofnun ætlaði sér að ráða því hvaða leið yrði farin þegar kæmi að því að færa vegakerfið í Austur Barðastrandarsýslu til nútímahorfs.  Stofnunin hafði sterka stöðu þar sem lög færðu henni valdi til þess að banna og leyfa. Fyrir 13 árum hafnaði Skipulagsstofnun vegalagningu þar sem hinn nýi vegur fór um Teigsskóg.

Umhverfisráðherra, sem þá var Jónína Bjartmars felldi úrskurðinn úr gildi og heimilaði vegagerðinina með ákveðnum skilyrðúm þó, með sérstakri vísan til umferðaröryggis. Málið var lært til dómstóla og felldi Hæstiréttur úrskurð ráðherrans út gildi með þeim rökum að aukið umferðaröryggi væri ávinningur af framkvæmdinni en varðaði ekki umhverfisáhrif og væri því ekki gild rök.

Þessi niðurstaða Hæstaréttar í október 2009 ætti að vera landsmönnum mikið umhugsunarefni. Í raun eru þá lögin ,sem Hæstiréttur dæmir eftir, þannig úr garði gerð að bætt öryggi vegfarenda má ekki skiptir ekki máli, heldur er einblínt þröngt á náttúruna án tillits til þess að mannfólkið er hæuti af lífríkinu.  Í þessu felst alveg ótrúleg firring og þeir sem mestu hafa ráðið um löggjöfina  bera mesta ábyrgð á henni. Stofnanir eins og Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun og ráðandi embættismenn þar hafa verið mjög áhrifamiklir um lagasetninguna og eru það enn. Alþingismenn hafa ekki megnað að halda aftur af áköfustu hreintrúarnáttúruverndarsinnunum og fyrir vikið hafa einstakar stofnanir of mikil völd þrátt fyrir breytingar sem gerðar hafa verið á lögunum. Það er hreint stofnanaofbeldi sem birtist í því að almennum hagsmunum vegfarenda um öryggi  sitt er fleygt á haugana en einstakir þættir gróðurfars eru hafnir upp til skýjanna sem það mikilvægasta í veröldinni.

Utan Elliðaár náttúruverndin

Kristinn H. Gunnarsson

Það skal á engan hátt gert litið úr þeim sjónarmiðum að varðveita gróðurfar og aðra viðkvæma náttúru en það verður ávallt að gæta þess að hagsmunir fólks eru meiri hagsmunir í heildarmatinu. Það hefur líka verið meginreglan þegar opinberar stofnanir eins og Skipulagsstofnun metur framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, í nágrenni heimkynna embættismannanna. Það hefur ekki verið nein fyrirstaða sett við samgöngu- og byggingaframkvæmdir hversu umfangsmiklar þær hafa verið. Það er eins og ekkert sé það mikilvægt á því svæði að það trufli ró stofnunarinnar. Það má leggja vegi þvers og kruss, umbylta landi, fara yfir það sem fyrir er, byggja á hvaða reit sem er og Skipulagsstofnun segir ávallt amen á eftir efninu. Meira að segja hrökk enginn við þótt gamall grafreitur í hjarta borgarinnar, sem geymir elstu minjar um byggð á landinu var rifinn upp og beinun genginna  safnað í gamla strigapoka.

En þegar komið er upp fyrir Ártúnsbrekkuna, að ekki sé talað um inn á Vestfirði verður náttúran svo viðkvæm og einstök að mannfólkið sem þar er á ferð á engan tilverurétt þegar litið er á málið frá skrifborði Skipulagsstofnunar. Það er næsta víst að ráðmenn á þeim bænum telja sig vera krossfara réttlætisins til varnar Jerúsalem náttúrunnar, Teigsskógi í Þorskafirði.  Vestfirðingar eru ekki einir um það að gera athugasemdir við hina tvöföldu náttúruverndarstefnu sem rekin er.

1% varanleg skerðing

Hin efnislegu röksemdir Skipulagsstofnunar eru veikari en ætla mætti.  Vegagerðin sem liggur að hluta um Teigsskóg veldur því að tímabundið raskast 18,9 ha svæði skógarins af 667 ha. Skipulagsstofnun vill frekar aðra leið, jarðgöng í gegnum Hjallaháls  sem  veldur þó 2 ha raski á sama skógi. Þegar tekið er tillit til þess skóglendis sem verður endurheimt að framkvæmdum loknum verður varanleg skerðin aðeins 7,8 ha á Teigsskógi ef farin er sú leið sem Skipulagsstofnun hefur í hálfan annan áratug barist á móti. Skerðingin með Teigsskógarleiðinni verðir aðeins 1% af skóglendinu umfram þá leið sem Skipulagsstofnun bendir á. Þetta er óveruleg röskun á skóglendinu sem verður enn auðveldara að bæta úr á hlýnandi tímum þar sem gróðurfar á Íslandi sækir fram. Er nema von að spurt sé: hvað á þessi meinbægni að þýða?

Greinin er leiðari Vestfjarða.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Sigmundur boðar uppgjör á næsta flokksþingi: „Hinn almenni flokksmaður hefur tekið völdin áður“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrum forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins var gestur Björns Inga Hrafnssonar í Eyjunni á ÍNN nú í kvöld. Í upphafi þáttarins var rætt um átök og ágreining Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. Þar var meðal annars komið inn á flokksþingið í fyrrahaust þegar Sigurður felldi Sigmund úr sæti formanns og síðan nýliðinn miðstjórnarfund […]

Sema svarar Sighvati: „Til háborinnar skammar!“

Sema Erla Serdar skrifar: Í gær birtist á Eyjunni grein eftir Sighvat Björgvinsson, sem einu sinni var ráðherra, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar og jafnaðarmaður. Greinin, sem eru hans viðbrögð við hryðjuverkunum í Manchester, er gott dæmi um þau viðbrögð sem hryðjuverkamenn óska eftir með voðaverkum sínum. Greinin hans Sighvatar er uppfull af orðalagi öfgamanna sem einkennist af […]

Farsíminn bjargaði Lisu þegar „Móðir Satans“ sprakk

Sprengjan sem íslamistinn Salman Abedi sprengdi í Manchester á mánudagskvöld var með sprengiefnablöndu sem kallast „Móðir Satans“ meðal sprengjusérfræðinga. Hún var sömu gerðar og sprengjur sem notaðar voru í Lundúnum 2005, í París í nóvember 2105 og í Brussel í mars 2016. Slíkar sprengjur eru iðulega notaðar af hryðjuverkamönnum. Í breska blaðinu Independent kemur fram að […]

Fjárhagsstaða braggast hjá Borgarbyggð

Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2016 var afgreiddur í sveitarstjórn við seinni umræðu þann 11. maí sl. Samkvæmt reglum um reikningsskil sveitarfélaga skiptist ársreikningur í tvo hluta. Annars vegar er A-hluti, sem er almennur rekstur sveitarsjóðs sem að mestu leyti er fjármagnaður með skatttekjum. Hins vegar er B-hluti sem eru stofnanir í eigu sveitarfélagsins og eru […]

Bandaríkjamenn láku rannsóknagögnum árásar í Manchester: Bretar æfir

Sky News-fréttastofan hefur birt myndir úr eftirlitsmyndavélum teknar síðastliðið föstudagskvöld sem munu sýna hvar hinn 22 ára gamli Salman Abedi gengur um í verslunarmiðstöð með það sem virðist vera nýkeyptur bakboki. Þremur dögum síðar sprengdi hann sjálfan sig í loft upp í inngangsrými Manchester Arena-tónleikahallarinnar með sprengju sem falin var í þessum bakpoka. Vítisvélin var fyllt […]

Sigmundur Davíð: „Tel að þau hafi flest yfirgefið Sigurð Inga“

Valgerður Sverrisdóttir og Jón Sigurðsson, bæði fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins, beittu sér gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á flokksþingi Framsóknarflokksins síðasta haust. En sem kunnugt er var Sigmundur felldur úr formannsstóli á flokksþinginu af Sigurði Inga Jóhannssyni. Þetta kemur fram í viðtali við Sigmund í Morgunblaðinu í dag. Segir hann að á flokksþinginu hafi hann áttað sig […]

Smári McCarthy: Gömlu refirnir munu aldrei breyta því sem þarf að breyta

  Smári McCarthy alþingismaður Pírata skrifar: Alþingi skortir samkennd Nú þegar líður að lokum þingstarfa fyrir sumarið er ágætt að líta yfir síðustu mánuði og meta árangurinn. Það er ekki hægt að segja að hann hafi verið mikill. Nokkur mál ríkisstjórnarinnar hafa farið í gegn, sum í einhverri sátt en önnur alls ekki. Búið er […]

Borgin vill rukka þá sem nota nagladekk: Katrín leggur ekki í sumar ferðir með börnin í bílnum á ónegldum dekkjum

„Á í snúnu sambandi við þetta mál. Vil undir öllum kringumstæðum gæta að umhverfinu í daglegu lífi fjölskyldunnar því margt smátt gerir svo sannarlega eitt stórt í þeim efnum. Á hinn bóginn verð ég að viðurkenna að þó ég hafi alla tíð verið örugg í umferðinni þá eru skilyrði hér oft með þeim hætti að […]

Sigmundur Davíð stofnar Framfarafélagið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins boðar stofnunar Framfarafélagsins,  hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Félagið verður stofnað á laugardaginn. Sigmundur greindi frá þessum áformum í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Segir Sigmundur að félagið sé ekki vísir að nýjum flokk, en Sigmundur hefur verið hvattur til þess að stofna nýjan flokk […]

Eiríkur segir Flugfélagið hafa gefist upp: „Íslenskan er hallærisleg“

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði segir það ákveðna uppgjöf hjá Flugfélagi Íslands að hætta að nota nafnið og taka þess í stað upp enska nafnið Air Iceland Connect. Líkt og kom fram í fréttatilkynningu frá Air Iceland Connect þá er ástæðan aukin umsvif félagsins erlendis, samstarf við Icelandair og aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sem […]

Jón Viðar hjólar í Illuga – Brynjar kemur Illuga til varnar: „Afturhaldsraus“

„Þá er það komið á daginn sem ég spáði og fjölmargir aðrir að stytting framhaldsskólans, sem einn versti menntamálaráðherra sögunnar kom til leiðar, var hið mesta ógæfuspor. „Engin gleði“ í náminu lengur heyrði ég fulltrúa foreldra (heyrðist mér) segja í fréttum áðan.“ Þetta segir Jón Viðar Jónsson og vitnar í frétt Ríkisútvarpsins þar sem fjallað […]

Að hefna sín á gestgjöfunum

Sighvatur Björgvinsson skrifar: Ríkisútvarpið taldi í fréttatíma s.l. þriðjudagskvöld upp fjölda þeirra hryðjuverkaárása, sem beinst hafa að borgurum Evrópuríkja á fáum síðustu árum.  Þær voru óhugnanlega margar – miklu, miklu fleiri en flestir gera sér grein fyrir.   Þá greindi ríkisútvarpið frá því hve margir almennir borgarar Evrópuríkja hafa orðið fyrir barðinu á þessum hryðjuverkaárásum – […]

Flugfélag Íslands heitir núna Air Iceland Connect

Flugfélag Íslands mun frá og með deginum í dag taka upp nýtt nafn; Air Iceland Connect. Ástæður fyrir nafnbreytingunni eru nokkrar og má þar nefna aukin umsvif á erlendum mörkuðum, umtalsverða fjölgun erlendra ferðamanna, aukið samstarf við Icelandair og einföldun á markaðsstarfi, en tvöfalt nafnakerfi félagsins hefur þýtt talsverðan kostnaðarauka og valdið einhverjum farþegum óþægindum […]

Nærri 10% atvinnuleysi meðal ungs fólks

Rúmlega 10% fólks á aldrinum 16 til 24 ára á Íslandi var atvinnulaust í apríl og telur ungt fólk helming allra atvinnulausra hér á landi. Þetta kemur fram í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands fyrir aprílmánuð. Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókninni voru að jafnaði 199.300 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í apríl 2017, sem jafngildir 83,2% atvinnuþátttöku. Af […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is