Sunnudagur 14.05.2017 - 19:23 - Ummæli ()

80 ár frá strandi Loch Morar

Togarinn Loch Morar. Nöfn sem skipið hafði áður borið voru: Giovanni Guinti 1918, Idaho 1919 Cymrea 1920, Sir Mark Sykes 1932, og síðast Loch Morar (A361) 1935. Skipið var gert út frá Hull og Fleetwood en frá Aberdeen í Skotlandi frá árinu 1935. Skipið var byggt hjá Ailsa Ship Building Co Ltd í Ayrshire í Skotlandi árið 1918 og var 277 tonn að stærð.

Seint að kveldi þess 30. mars sl. voru 80 á frá því breski togarinn Loch Morar strandaði í brimgarðinum milli Eyrarbakka og Stokkseyrar, um það bil 500 faðma frá skerjagarðinum út undan Gamla Hrauni, á stað sem kallast Framnesrif eða Hraunstangar.

Á togaranum vor 12 menn og fórust allir. Lík 6 þeirra fundust í fjörum við Eyrarbakka næstu vikur og mánuði og voru jarðsett í Eyrarbakkakirkjugarði.

Loch Morar lagði úr heimahöfn í Aberdeen á Skotlandi þann 22. mars 1937 áleiðis til Íslandsmiða undir stjórn Walter Edward Barber sem var reyndur og dugandi skipstjóri. En hvað varð til þess að skipið strandaði í brimgarðinum á Eyrarbakka verður víst aldrei vitað.

Óðinn Andersen á Eyrarbakka hefur skrifað á www.brim.123.is

Að morgni 31. mars 1937 veittu menn á Eyrarbakka því eftirtekt að skip var strandað í brimgarðinum milli Eyrarbakka og Stokkseyrar, um það bil 500 faðma frá skerjagarðinum út undan Gamla Hrauni á stað sem kallast Framnesrif eða Hraunstangar. Var þegar brugðist við til að grenslast frekar eftir þessu, en sökum brims var ekki hægt að komast nærri skipinu. Bjuggust menn helst við að skipið hafi farið þar upp um nóttina, en þá hafði gengið á með suðaustan stormi. Aftaka brim gekk yfir skipið og þótti mönnum til þess lítil von að nokkur gæti verið þar á lífi lengur og vonlaust um björgun þó strandið hefði uppgötvast fyrr. Þegar líða tók á daginn fóru ýmsir hlutir að reka úr skipinu, þar á meðal björgunarhringur. Kom þá í ljós að skipið var enski togarinn Loch Morar A 361 frá Aberdeen. Magnús Oddson var þá hreppstjóri á Eyrarbakka og hafði hann tal af manni frá Stokkseyri sem fyrr um nóttina hafði séð ljósagang á þessum stað, líklega flugelda, en vitneskja um þetta hafði ekki borist yfirvöldum á staðnum fyrr en um seinan.

Af 12 manna áhöfn komst enginn lífs af og voru lík þeirra að reka á land öðru hvoru þá um sumarið.Tvívegis tókst björgunarmönnum frá Eyrarbakka að komast um borð í skipið á stórstraumsfjöru, en þá stóð aðeins stjórnborðshliðin upp úr sjó. Björgunarmenn náðu að saga gat á hvalbakinn og komust þaðan í þau rými sem stóðu upp úr sjó en fundu engin lík. Skipið liðaðist smám saman í sundur og hvarf í hafið.

Loch Morar lagði úr höfn í Aberdeen 22. mars áleiðis til Íslandsmiða undir stjórn Walter Edward Barber sem var reyndur og dugandi skipstjóri. En hvað varð til þess að skipið strandaði í brimgarðinum á Eyrarbakka verður víst aldrei vitað.

Minningarathöfn vegna skipverjanna sem 12 sem fórust með Loch Morar var haldinn í Aberdeen þann 11. apríl fyrir tilstuðlan Royal National Mission to Deep-Sea Fishermen. Lík skipverjanna 6  sem fundust voru jarðsett á Eyrarbakka.

Nöfn sem skipið hafði áður borið voru: Giovanni Guinti 1918, Idaho 1919 Cymrea 1920, Sir Mark Sykes 1932, og síðast Loch Morar (A361) 1935. Skipið var gert út frá Hull og Fleetwood en frá Aberdeen í Skotlandi frá árinu 1935.  Skipið var byggt hjá Ailsa Ship Building Co Ltd í  Ayrshire í Skotlandi árið 1918 og var 277 tonn að stærð.

Á hvalbak Loch Morar. Til vinstri er kokkurinn, Duncan Lownie. Hugsanlegt er að til hægri sé skipstjórinn, Walter Edward Barber, samanber lýsing Helga Þorvaldssonar á Gamla-Hrauni.

Helgi Þorvaldsson á Gamla-Hrauni, úr viðtali í Morgunblaðinu 8. apríl 2004

Brimgarðurinn við Eyrarbakka er vettvangur örlagaatburða, líkt og 31. mars 1937,  þegar togarinn Loch Morar fórst með manni og mús. Ekki leið á löngu uns líkin tók að reka á fjöruna við Gamla-Hraun.

„Þeir sáu strandið frá Stokkseyri því skipverjar skutu upp flugeldum. Björgunarmenn fóru strax um morguninn og fremstur í flokki var Jón Sturlaugsson, sem bjargaði mörgum úr lífsháska um ævina. Togarinn hafði strandað á Framnesboða hér suðaustur af bænum. Skipið sökk í brimgarðinum. Það er hægt að fara á strandstaðinn á báti þegar rólegt er í sjó, en þarna varð litlu bjargað. Svo fóru líkin að fljóta upp og þegar áttin var þannig bárust þau að landi. Við sáum hér að heiman þar sem líkin lágu í fjörunni. Þau voru öll allsber. Ég bar upp nokkur lík með öðrum. Skipstjórann rak strax um morguninn og var enn volgur þegar hann barst til lands. Hann var lítill og feitlaginn. Líkin voru látin inn í skúr þar sem þau voru kistulögð. Svo voru þau flutt út á Bakka og grafin þar í kirkjugarðinum.“

Minningarmáltíð á Menningar-Stað 29. mars sl.

Í hádeginu þann 29. mars 2017  komu um 30 manns héðan úr Flóanum saman  á Menningar-Stað í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka til  „minningar-máltíðar“ um skipverjana 12 á Loch Morar. Á borðum var siginn fiskur sem verkaður hefur verið af Vinum alþýðunnar og  Hjallastefnunni við Félagsheimilið Stað.

Skipsbjallan með fysrta nafni skipsins, Giovanni Guianti, og ártalinu 1918.

Kristján Runólfsson orti:

Aldrei hef ég auðan disk,
ýmsar krásir fæ að smakka,
senn ég fer í siginn fisk,
hjá Siggeiri á Eyrarbakka.

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka, setti minningar-máltíðina og sagði frá strandi Loch Morar. Jafnframt sagði hann frá sambandinu við afkomendur skipstjórans, Walter E. Barber, en þeir voru á Eyrarbakka í  þann 7. mars sl. og komu m.a. í Eyrarbakkakirkjugarð.
Gunnar Olsen hefur í áratugi séð um að halda við krossum á leiðum þeirra 6 skipverja sem hvíla í Eyrarbakkakirkjugarði. Árið 2012 smíðaði Reynir Jóhannsson nýja krossa að frumkvæði Gunnars Olsen og Jóns Hákons Magnússonar  með stuðningi frá breska sendiráðinu á Íslandi. Viðstaddir á Stað núna heiðruðu minningu þeirra Gunnars  og Jóns Hákons  sem báðir hafa látist nú á síðustu misserum.

Siggeir Ingólfsson, Reynir Jóhannsson og Ólafur Ragnarsson lýstu því yfir að þeir mundu taka við merki þeirra Gunnars Olsen og Jóns Hákons Magnússonar og sjá um viðhald krossana á leiðum skipverjanna af Loch Morar í Eyrarbakkakirkjugarði.

Vestfirska forlagið á Þingeyri lagði til bækur í bókalottó eins og það gerir gjarnan á samkomum Vina alþýðunnar sem stóðu fyrir þessari minningarstund  þann 29. mars sl.

Loch Morar og Litla-Hraun

Afdrif Loch Morar tengist fangelsinu á Litla-Hrauni mjög sterkum böndum því skipsbjalla -Loch Morar- , Giovanni Guianti,  eins og það hét upphaflega, er á Litla-Hrauni. Ártalið 1918 er á bjöllunni en skipið var smíðað það ár og því er 100 ára afmæli skipsins á næsta ári. Skipsbjallan mun hafa verið keypt af forstöðumanni Litla-Hrauns á uppboði muna úr skipinu sem fram fór nokkru eftir strandið. Bjallan var síðan lengi notuð á Litla-Hrauni til þess að hringja til vinnu og matarhléa. Skipsbjallan er nú á heiðursstað við inngang starfsmanna er þeir mæta til vinnu og minnig skipverjanna 12 þannig heiðruð má segja dag hvern.

Við lok vinnudags á Litla-Hrauni þann 31. mars sl. var minningarstund við bjölluna og henni hringt 12 sinnum í minningu þeirra 12 sem fórust.

Breskra sjómanna minnst á Eyrarbakka 29. maí 1998

Óskar Magnússon fréttaritari Morgunblaðsins á Eyrarbakka

Síðastliðinn föstudag fór fram minningarathöfn í Eyrarbakkakirkju. Minnst var sjómanna sem fórust með togaranum Lock Morar frá Aberdeen aðfaranótt 31. mars 1937.

Prófasturinn í Árnesþingum, séra Úlfar Guðmundsson, annaðist athöfnina og kór kirkjunnar söng undir stjórn organistans Hauks Gíslasonar sálmana; Líknargjafinn þjáðra þjóða, Let the tower lights be burning, Jesus saviour pilot me og sjómannasálm eftir Pálmar Eyjólfsson. Athöfnin fór fram á ensku, enda viðstaddir margir ættingjar sjómannanna sem fórust, ásamt fulltrúa borgarstjórans í Aberdeen, auk heimamanna.

Eftir athöfnina var farið í kirkjugarðinn, en þar eru grafir sex manna af áhófn togarans. Hvítir, nafnlausir krossar eru á gröfunum, enda enginn nöfn þekkt er mennirnir voru grafnir. Háöldruð kona, ekkja stýrimannsins á Lock Morar, afhjúpaði minningarkross sem Skotarnir komu með. Á krossinum er skjöldur með áletruðum nöfnum allra skipverjanna.

Allt fór þetta hátíðlega fram og þótti gestunum vel tekið á móti sér og virtust mjög snortnir af athöfninni. Að lokum var boðið til kaffisamkvæmis að Stað og gafst þá gestunum færi á að hitta nokkra þeirra sem tóku þátt í leit og ýmislegum störfum vegna slyssins á símum tíma.

Í Eyrarbakkakirkjugarði. Minningarkrossinn á leið í lagfæringu og málun. F.v.: Ólafur Ragnarsson, Siggeir Ingólfsson og Reynir Jóhannsson.

Í Eyrarbakkakirkjugarði 6. maí 2017

Laugardaginn 6. maí sl. komu þeir; Siggeir Ingólfsson, Reynir Jóhannsson og Ólafur Ragnarsson í Eyrarbakkakirkjugarð með nýmálaða krossana sex á leiði skipverjanna af Loch Morar og komu þeim fyrir á sína staði. Þessir krossar voru settir nýir á leiðin í september 2012 eins fyrr greinir. Þá tóku þeir að þessu loknu minningarkrossinn frá árinu 1998 sem Skotarnir komu með og verður hann lagfærður og málaður. Því verki verður lokið að sögn þremenningana fyrir sjómannadag sem er sunnudaginn 11. júní n.k.

Blessuð sé minnig þeirra skosku sjómanna og virðing sem sýnileg er í Eyrarbakkakirkjugarði og á Litla-Hrauni.
Til myndar færðu; Björn Ingi Bjarnason og Halldór Páll Kjartansson.

Greinin birtist fyrst í Suðra.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Jón Ásgeir hjólar í Grím Grímsson: „Óheiðarleiki á hæsta stigi“

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur lagt fram gögn á heimasíðu sinni sem hann telur að rannsakendum í Aurum málinu svokallaða hafi borið að leggja fram við þingfestingu málsins en ekki gert. Ásakanir Jóns Ásgeir beinast að lögreglumönnunum Grími Grímssyni og Sveini Ingiberg Magnússyni. Segir Jóns Ásgeir að fyrir sér sé það „óheiðarleiki þegar rannsakendur sakamáls halda […]

Lögmaður ósáttur við ráðherra: Vill að Alþingi grípi í taumana

Ástráður Haraldsson lögmaður segir Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra hafa brotið lög með því að fara ekki eftir mati hæfnisnefndar við skipun 15 dómara við Landsrétt. Í opnu bréfi til Unnar Brár Konráðsdóttur forseta Alþingis vísar Ástráður til laga sem kveða á um að dómsmálaráðherra sé óheimilt að skipa í dómaraembætti þann sem dómnefnd telur ekki […]

Nicole grét í pontu: „Það er ekki auðvelt að vera innflytjandi á Alþingi“

Nicole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar brast í grát í ræðu sinni á eldhúsdegi Alþingis í gærkvöldi. Byrjaði hún ræðu sína á því að segja að henni þætti það merkilegt að vera annar innflytjandinn af fyrstu kynslóð til að flytja ræðu á  eldhúsdegi á eftir Pawel Bartoszek þingmanni Viðreisnar sem flutti ræðu sama kvöld. Sagði […]

Katrín: Eftirpartý án húsráðanda – Jón: Trúarofstæki vinstri manna

„Það er okkar sameiginlega verkefni að reka öflugt heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingar þurfa ekki að bæta fjárhagsáhyggjum ofan á veikindi vegna of hárrar greiðsluþátttöku. Við þurfum ekki tvöfalt heilbrigðiskerfi. Fólkið í landinu vill ekki slíkt kerfi, ítrekað hefur það komið fram í skoðanakönnunum að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill félagslega rekið heilbrigðiskerfi sem er vel fjármagnað.“ […]

100 ár frá fæðingu John F. Kennedy – Hetja eða skúrkur?

Í dag eru 100 ár liðin frá fæðingu John F. Kennedy sem sat á forsetastól í Bandaríkjunum í tvö ár og tíu mánuði. Kennedy var myrtur af leyniskyttu í Dallas í Texas þann 22. nóvember 1963. Kennedy hefur lengi verið hjúpaður einhverskonar hetjuljóma í augum margra en var hann hetja eða var hann kannski bara […]

Segja Ísland geta tekið við fleiri flóttamönnum – „Við þurfum sannarlega á þeim að halda“

Félagasráðgjafar sveitarfélaga segja fordóma ríkjandi víða hér á landi neikvæð viðhorf gangvart innflytjendum en þeir séu nauðsynlegir íslenski samfélagi. Í dag fer fram Evrópuráðstefna félagsráðgjafa í Hörpunni undir yfirskriftinni Jaðarsetning í síbreytilegu samfélagi. Helstu viðfangsefni ráðstefnunnar að þessu sinni málefni innflytjenda og flóttafólks. Á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun var rætt við Eddu Ólafsdóttur […]

Sigmundur Davíð: Góða fólkið er búið að ná tökum á umræðunni – „Ráðist á fólk sem óvini mannkyns“

„Það er opinbert leyndarmál að starf þingsins snýst að miklu leyti um að taka við málum utanfrá, frá ráðherrum og þá eru það iðulega mál sem eru samin í embættismannakerfinu. Þingmenn koma að málum að mjög litlu leyti og umræðan um málin… jú, ágætis umræða á nefndarfundum þar sem sérfræðingar koma og útskýra hvers vegna […]

Marta hjólar í Heiðu Kristínu: Svo föst í trúarbrögðum að hún sér ekki augljósar staðreyndir

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir Heiðu Kristínu Helgadóttur hafa opinberað litlar áhyggjur af húsnæðisskorti í Reykjavík og segir hana ekki skilja það að lausn vandans felist í nýtingu lands borgarinnar í Úlfarsárdalnum og í Geldinganesi til að byggja húsnæði á viðráðanlegu verði. Heiða Kristín, sem var áður aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra og stjórnarformaður Bjartrar framtíðar […]

Hjálmar er ósammála Frosta: Sjálfkeyrandi bílar taka alveg jafn mikið pláss

„Ég held að öflugar almenningssamgöngur verði næstu áratugina og 21.öldina, mjög nauðsynlegar og óhjákvæmilegar. Það er gríðarlegur mannfjöldi sem þarf að komast á milli staða, það eru 90 þúsund bílar í Ártúnsbrekkunni, þeir voru 25 þúsund árið 1987. Og það mun ekkert breytast, fólk þarf að komast á milli staða hvort sem það er sjálfkeyrandi […]

Angela Merkel segir að Evrópa verði að taka örlögin í eigin hendur

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að Bandaríkin og Bretland séu ekki lengur áreiðanlegir bandamenn og að Evrópa verði að „berjast fyrir eigin hlutskipti“. Merkel segir að Evrópa verði að taka örlögin í eigin hendur þar sem bandalag vestrænna ríkja sé klofið vegna Brexit og þess að Donald Trump sé forseti Bandaríkjanna. Merkel lét þessi orð […]

Það sem má ekki gleymast

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Okkur er sagt að hryðjuverkamenn vilji með morðum sínum skapa glundroða í samfélögum sem alla jafna eru fremur friðsamleg. Okkur er líka sagt að við eigum ekki að breyta háttum okkar í of miklum mæli því um leið og við gerum það hafi hryðjuverkamenn náð ákveðnum árangri. Þetta er bæði satt og […]

Bryndís: „Ég finn hamingjuna hríslast fram í fingurgóma“

Bryndís Schram skrifar: Fyrir fjörutíu árum útskrifaði ég glæsilegan hóp stúdenta frá Menntaskólanum á Ísafirði. Í dag fagnar þessi sami hópur tímamótum á sama stað. Ég sakna þess að vera ekki með – það mundi hafa verið gaman – en læt mér nægja að senda hamingjuóskir frá fjarlægum slóðum og læt meðfylgjandi texta fylgja: HUGSAÐ […]

Hin nýja miðja

Björgvin G. Sigurðsson skrifar:  Árangur Emmanuels Macron í frönsku forsetakosningunum á dögunum var afgerandi sigur umburðarlyndis, klassískrar velferðarstefnu og frjálsyndis yfir þjóðernisöfgum og hægri harðlínu Marine LePen. Hinsvegar er það mikið áhyggjuefni að meira en þriðjungur kjósenda studdi öfgaflokkinn Front National og spurt verður að leikslokum ef Macron lendir í vanda með að uppfylla væntingarnar. […]

Ólína Þorvarðardóttir: „Kjósendur hafa alltaf rétt fyrir sér“

Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir fyrrverandi þingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, og þar með Vesturlands, lætur ekki deigan síga þó hún sé stigin út úr orrahríð og erli stjórnmálanna. Í síðustu viku sendi hún frá sér nýja og afar glæsilega bók sem er Árbók Ferðafélags Íslands og fjallar um Ísafjarðardjúp. Ólína hefur nú tekið aftur upp þráðinn […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is