Sunnudagur 14.05.2017 - 13:28 - Ummæli ()

Á strandveiðum fyrir vestan: Sjóarinn sem svissar milli Íslands og Noregs

Körin um borð í Kristínu AK að fyllast. Dagskammtinum sem hver báturm má taka á strandveiðunum var náð á einum og hálfum tíma.

Við erum stödd um borð í strandveiðitrillunni Kristínu AK 30. Klukkan er sjö að morgni fyrsta fimmtudags í maí. Það er suðaustan gola. Báturinn veltur liðlega í öldunum.

Austan við okkur gnæfir Blakkurinn. Formfagurt fjall, kennileiti sjófarenda sunnan við mynni Patreksfjarðar.

Fjórar handfærarúllur hamast við að keipa. „Plíng, plíng“ heyrist frá einni. Það er fiskur! Hún byrjar að draga inn. Skömmu síðar gera hinar hið sama. Allar eru að veiða. Við horfum út fyrir lunninguna og sjá! Þarna sjást ljósir búkar þorskanna sem dregnir eru úr djúpinu.

Að veiða fisk með handfærum er skemmtileg iðja.

 

Flutti sig um set vestur

Skipstjóri á Kristínu AK er Skagamaðurinn Guðmundur Jón Hafsteinsson. Alla jafna hefði trillan átt að vera gerð út frá heimahöfn sinni Akranesi.

Sólin komin upp í austri og það stirnir á sæinn þar sem Guðmundur hefur strandveiðar dagsins vestur af Blakk sem sést hér í baksýn.

Það er bara svo léleg veiði á handfærin í Faxaflóa, sérstaklega þegar líða tekur á sumarið. Maímánuður er í lagi og eitthvað fram í júní en síðan er engin veiði eftir það út sumarið. Ég gaf mér nokkrar strandveiðivertíðar í að sannreyna þetta. Svona var þetta sumar eftir sumar og að lokum var fullreynt,

útskýrir Guðmundur um leið og hann sinnir handfæra rúllum. Hann þarf að hafa hraðar hendur því það er mjög góð veiði.

Ég hætti að róa frá Akranesi og færði mig um set vestur á Arnarstapa á Snæfellsnesi í byrjun strandveiðitímans í fyrra. Það var í fyrsta sinn sem ég veiddi á hinu svokallaða A-svæði sem nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi vestur í Súðavík. Til að byrja með gekk vel frá Stapanum í upphafi vertíðar í fyrra en svo datt veiðin niður þar í júní. Þá flutti ég mig með bátinn vestur á Patreksfjörð. Þar var fínasta veiði og hún hélst allt sumarið.

 

Góð reynsla

Í ár var þetta engin spurning. Guðmundur ákvað að hefja strandveiðivertíðina með því að gera út frá Patreksfirði og helst að halda þeirri tilhögun sumarlangt.

Kristín AK 30 í Patreksfjarðarhöfn.

Það er mjög fínt að róa héðan. Öll þjónusta og aðstaða er alveg frábær. Höfnin er góð og það er alls staðar tekið vel á móti manni – gott viðmót hjá fólkinu. Mjög fínt. Það er líka mjög góður fiskur hérna og nóg af honum. Alveg hellingur. Reynslan frá í fyrra sýnir að það kemur miklu betur út fjárhagslega að gera út héðan heldur en við Faxaflóann. Það er vissulega kostnaður við að fara hingað vestur en bein útgjöld vegna sjálfra veiðanna eru miklu minni. Það er tiltölulega stutt á miðin, meiri afli á tímaeiningu og miklu betri afkoma þegar upp er staðið.

Guðmundur segir að í fyrra hafi bátarnir á A-svæðinu verið búnir með heildar strandveiðiskammt svæðisins í kringum 12. hvers mánaðar. Þá tók við hlé fram til upphafs næsta mánaðar. Vertíðin er í maí, júní, júlí og ágúst.

Þrátt fyrir færri veiðidaga heldur en ef ég hefði verið í Faxaflóanum og róið frá Akranesi, nú eða Suðurnesjum eins og ég prófaði nokkrum sinnum, þá var afkoman betri með því að vera á A-svæðinu. Maður var aldrei að berja dauðan sjó, eða svo gott sem, dögum saman með færunum þegar leið á sumarið eins og í Faxaflóa.

 

Starfar í Noregi

Sjálfur hefur Guðmundur stundað sjó frá unglingsárum, lengst af sem stýrimaður og skipstjóri á íslenskum fiskiskipum. Í vetur leið söðlaði hann um og gerðist skipstjóri á glænýnum línubát í Noregi. Báturinn er íslensk smíði af Cleopötru-gerð og með beitningavél. Hann er gerður út af íslenskum aðilum í Norður-Noregi.

Línubáturinn Aksel B er íslensk nýsmíði frá Trefjum í Hafnarfirði og mikið af íslenskum búnaði er um borð. Hann er gerður út af íslenskum aðilum í Norður-Noregi. Hér er báturinn við bryggju þar í vetur.

Þessi bátur heitir Aksel B. Í janúar var hann sendur með flutningaskipi frá Reykjavík til Færeyja. Þar var hann sjósettur og Guðmundur sigldi honum síðan yfir Norðursjó til Noregs og norður með ströndum þar, alla leið til nyrsta hluta Noregs í Finnmörku. Þaðan var svo strax róið til fiskjar í Barentshafi.

Fjórir menn eru í áhöfn; Guðmundur og annar Íslendingur og búa báðir hér á landi,  einn Norðmaður sem býr í grennd við Ósló og síðan pólskur maður sem á heima nærri Kraká-borg í Póllandi. Þessir menn sameinast í Norður-Noregi, fara þar á fiskveiðar á Aksel B en snúa svo hver til síns heima í fríum sem eru nokkrar vikur í senn. Á meðan bíður báturinn þeirra í einhverri af fjölmörgum höfnum Norður-Noregs. Svona er heimurinn nú lítill með nútíma samgöngum.

Það er fínt að vera í Noregi. Við rérum mikið út frá sjávarþorpi sem heitir Berlevåg og er ivð nyrstu odda Noregs. Þarna er alveg hægt að liggja í ýsunni um vetrartímann. Við vorum fyrst og fremst í henni. Maður var að leggja í hvert sinn svona 19.500 króka, sem er eitthvað 50 til 55 balar. Það dugði nánast undantekningalaust til að fylla bátinn. Lestin á honum tekur svona 14 tonn. Aflinn sem fékkst var nær eingöngu mjög væn „graðýsa“ eins og hún kallast hér á landi.

 

Annað starfsumhverfi

Guðmundur hafði ekki starfað áður í Noregi er hann hélt út í vetur. Hann segir að hugsunarhátturinn sé talsvert öðruvísi í sjávarútvegsmálum en hér á landi.

Gulur þorskurinn dregst úr sjó með handfærunum.

Aksel B er bara með 50 tonna þorskkvóta eins og allir aðrir fiskibátar í sama stærðarflokki í norska flotanum. Síðan má segja að við megum veiða ótakmarkað af öðrum tegundum. Þess vegna vorum við í ýsunni og tókum þorskinn bara sem meðafla. Þegar ég kom heim til Íslands nú í maí átti ég enn eftir um 20 tonn af þorski. Í ýsunni er það þannig að þessi stærð af bátum veiðir úr einum sameiginlegum potti en hann er það stór að það er nóg fyrir alla sem vilja leggja sig eftir þessu.

Skipstjórinn af Skaganum segir að sér lítist ágætlega á mannlífið í Norður-Noregi. Hann hafi ekki orðið var við neitt annað en vinsemd af hálfu Norðmanna.

Það er fjöldi fiskibáta þarna og mikið fjör í höfnunum. Sumir sem hafa 50 tonna þorskkvóta eins og við, taka þetta bara í einu vetfangi, til dæmis í snurvoð á vorin. Svo binda þeir bara bátana restina af árinu og gera eitthvað annað í staðinn. Þeir nenna ekkert að vera að eltast við ýsuna eins og við og nota þorskkvótann þá sem meðafla.

 

Grálúða og strandveiðar í sumar

Umhverfisskilyrði fyrir sjófarendur nyrst í Noregi að vetri til er sömuleiðis nokkuð öðruvísi en menn eiga að venjast við Ísland.

Maður verður að vera svolítið útsjónarsamur með veður þarna norður frá. Veðrin eru kannski ekkert verri en hér en það er kaldara. Til dæmis verður að hafa varann á sér varðandi ísingu á bátnum. Svo er meira myrkur þarna yfir veturinn en hér við Ísland.

Fjögurra manna áhöfnin á Aksel B er nú í fríi eftir afar vel heppnaða byrjun á þessari nýsmíði. Fyrir sitt leyti notar Guðmundur tækifærið og fer á strandveiðar hér heima á Íslandi.

Ég fer aftur út til Noregs í byrjun júní. Þá ætlum við að veiða grálúðu á línuna. Hún er reyndar takmörkuð eins og þorskurinn og af henni fáum við ein 16 tonn. Þá róum við út í landgrunnskantinn undan Norður-Noregi, kannski 20 tíma stím út á ballarhaf. Þær veiðar eru víst alger uppgrip enda verð á grálúðu afar hátt. Svo er kannski einhver meðafli svo sem af löngu sem er bara fínt og drýgir grálúðukvótann. Svona spörum við líka þorskkvótann í sumar. Ég stefni á grálúðuna í júní, svo heim til Íslands aftur á strandveiðar í júlí. Síðan er það Noregur aftur í ágúst. Við tökum á upp þráðinn að nýju í ýsuveiðunum. Þá verður fínt að hafa með ýsunni, þorskkvótann sem við eigum enn inni.

 

Birtist í landshlutafréttablaðinu Vesturlandi. Blaðið má lesa í heild með því smella hér:

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Jón Ásgeir hjólar í Grím Grímsson: „Óheiðarleiki á hæsta stigi“

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur lagt fram gögn á heimasíðu sinni sem hann telur að rannsakendum í Aurum málinu svokallaða hafi borið að leggja fram við þingfestingu málsins en ekki gert. Ásakanir Jóns Ásgeir beinast að lögreglumönnunum Grími Grímssyni og Sveini Ingiberg Magnússyni. Segir Jóns Ásgeir að fyrir sér sé það „óheiðarleiki þegar rannsakendur sakamáls halda […]

Lögmaður ósáttur við ráðherra: Vill að Alþingi grípi í taumana

Ástráður Haraldsson lögmaður segir Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra hafa brotið lög með því að fara ekki eftir mati hæfnisnefndar við skipun 15 dómara við Landsrétt. Í opnu bréfi til Unnar Brár Konráðsdóttur forseta Alþingis vísar Ástráður til laga sem kveða á um að dómsmálaráðherra sé óheimilt að skipa í dómaraembætti þann sem dómnefnd telur ekki […]

Nicole grét í pontu: „Það er ekki auðvelt að vera innflytjandi á Alþingi“

Nicole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar brast í grát í ræðu sinni á eldhúsdegi Alþingis í gærkvöldi. Byrjaði hún ræðu sína á því að segja að henni þætti það merkilegt að vera annar innflytjandinn af fyrstu kynslóð til að flytja ræðu á  eldhúsdegi á eftir Pawel Bartoszek þingmanni Viðreisnar sem flutti ræðu sama kvöld. Sagði […]

Katrín: Eftirpartý án húsráðanda – Jón: Trúarofstæki vinstri manna

„Það er okkar sameiginlega verkefni að reka öflugt heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingar þurfa ekki að bæta fjárhagsáhyggjum ofan á veikindi vegna of hárrar greiðsluþátttöku. Við þurfum ekki tvöfalt heilbrigðiskerfi. Fólkið í landinu vill ekki slíkt kerfi, ítrekað hefur það komið fram í skoðanakönnunum að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill félagslega rekið heilbrigðiskerfi sem er vel fjármagnað.“ […]

100 ár frá fæðingu John F. Kennedy – Hetja eða skúrkur?

Í dag eru 100 ár liðin frá fæðingu John F. Kennedy sem sat á forsetastól í Bandaríkjunum í tvö ár og tíu mánuði. Kennedy var myrtur af leyniskyttu í Dallas í Texas þann 22. nóvember 1963. Kennedy hefur lengi verið hjúpaður einhverskonar hetjuljóma í augum margra en var hann hetja eða var hann kannski bara […]

Segja Ísland geta tekið við fleiri flóttamönnum – „Við þurfum sannarlega á þeim að halda“

Félagasráðgjafar sveitarfélaga segja fordóma ríkjandi víða hér á landi neikvæð viðhorf gangvart innflytjendum en þeir séu nauðsynlegir íslenski samfélagi. Í dag fer fram Evrópuráðstefna félagsráðgjafa í Hörpunni undir yfirskriftinni Jaðarsetning í síbreytilegu samfélagi. Helstu viðfangsefni ráðstefnunnar að þessu sinni málefni innflytjenda og flóttafólks. Á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun var rætt við Eddu Ólafsdóttur […]

Sigmundur Davíð: Góða fólkið er búið að ná tökum á umræðunni – „Ráðist á fólk sem óvini mannkyns“

„Það er opinbert leyndarmál að starf þingsins snýst að miklu leyti um að taka við málum utanfrá, frá ráðherrum og þá eru það iðulega mál sem eru samin í embættismannakerfinu. Þingmenn koma að málum að mjög litlu leyti og umræðan um málin… jú, ágætis umræða á nefndarfundum þar sem sérfræðingar koma og útskýra hvers vegna […]

Marta hjólar í Heiðu Kristínu: Svo föst í trúarbrögðum að hún sér ekki augljósar staðreyndir

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir Heiðu Kristínu Helgadóttur hafa opinberað litlar áhyggjur af húsnæðisskorti í Reykjavík og segir hana ekki skilja það að lausn vandans felist í nýtingu lands borgarinnar í Úlfarsárdalnum og í Geldinganesi til að byggja húsnæði á viðráðanlegu verði. Heiða Kristín, sem var áður aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra og stjórnarformaður Bjartrar framtíðar […]

Hjálmar er ósammála Frosta: Sjálfkeyrandi bílar taka alveg jafn mikið pláss

„Ég held að öflugar almenningssamgöngur verði næstu áratugina og 21.öldina, mjög nauðsynlegar og óhjákvæmilegar. Það er gríðarlegur mannfjöldi sem þarf að komast á milli staða, það eru 90 þúsund bílar í Ártúnsbrekkunni, þeir voru 25 þúsund árið 1987. Og það mun ekkert breytast, fólk þarf að komast á milli staða hvort sem það er sjálfkeyrandi […]

Angela Merkel segir að Evrópa verði að taka örlögin í eigin hendur

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að Bandaríkin og Bretland séu ekki lengur áreiðanlegir bandamenn og að Evrópa verði að „berjast fyrir eigin hlutskipti“. Merkel segir að Evrópa verði að taka örlögin í eigin hendur þar sem bandalag vestrænna ríkja sé klofið vegna Brexit og þess að Donald Trump sé forseti Bandaríkjanna. Merkel lét þessi orð […]

Það sem má ekki gleymast

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Okkur er sagt að hryðjuverkamenn vilji með morðum sínum skapa glundroða í samfélögum sem alla jafna eru fremur friðsamleg. Okkur er líka sagt að við eigum ekki að breyta háttum okkar í of miklum mæli því um leið og við gerum það hafi hryðjuverkamenn náð ákveðnum árangri. Þetta er bæði satt og […]

Bryndís: „Ég finn hamingjuna hríslast fram í fingurgóma“

Bryndís Schram skrifar: Fyrir fjörutíu árum útskrifaði ég glæsilegan hóp stúdenta frá Menntaskólanum á Ísafirði. Í dag fagnar þessi sami hópur tímamótum á sama stað. Ég sakna þess að vera ekki með – það mundi hafa verið gaman – en læt mér nægja að senda hamingjuóskir frá fjarlægum slóðum og læt meðfylgjandi texta fylgja: HUGSAÐ […]

Hin nýja miðja

Björgvin G. Sigurðsson skrifar:  Árangur Emmanuels Macron í frönsku forsetakosningunum á dögunum var afgerandi sigur umburðarlyndis, klassískrar velferðarstefnu og frjálsyndis yfir þjóðernisöfgum og hægri harðlínu Marine LePen. Hinsvegar er það mikið áhyggjuefni að meira en þriðjungur kjósenda studdi öfgaflokkinn Front National og spurt verður að leikslokum ef Macron lendir í vanda með að uppfylla væntingarnar. […]

Ólína Þorvarðardóttir: „Kjósendur hafa alltaf rétt fyrir sér“

Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir fyrrverandi þingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, og þar með Vesturlands, lætur ekki deigan síga þó hún sé stigin út úr orrahríð og erli stjórnmálanna. Í síðustu viku sendi hún frá sér nýja og afar glæsilega bók sem er Árbók Ferðafélags Íslands og fjallar um Ísafjarðardjúp. Ólína hefur nú tekið aftur upp þráðinn […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is