Sunnudagur 14.05.2017 - 13:28 - Ummæli ()

Á strandveiðum fyrir vestan: Sjóarinn sem svissar milli Íslands og Noregs

Körin um borð í Kristínu AK að fyllast. Dagskammtinum sem hver báturm má taka á strandveiðunum var náð á einum og hálfum tíma.

Við erum stödd um borð í strandveiðitrillunni Kristínu AK 30. Klukkan er sjö að morgni fyrsta fimmtudags í maí. Það er suðaustan gola. Báturinn veltur liðlega í öldunum.

Austan við okkur gnæfir Blakkurinn. Formfagurt fjall, kennileiti sjófarenda sunnan við mynni Patreksfjarðar.

Fjórar handfærarúllur hamast við að keipa. „Plíng, plíng“ heyrist frá einni. Það er fiskur! Hún byrjar að draga inn. Skömmu síðar gera hinar hið sama. Allar eru að veiða. Við horfum út fyrir lunninguna og sjá! Þarna sjást ljósir búkar þorskanna sem dregnir eru úr djúpinu.

Að veiða fisk með handfærum er skemmtileg iðja.

 

Flutti sig um set vestur

Skipstjóri á Kristínu AK er Skagamaðurinn Guðmundur Jón Hafsteinsson. Alla jafna hefði trillan átt að vera gerð út frá heimahöfn sinni Akranesi.

Sólin komin upp í austri og það stirnir á sæinn þar sem Guðmundur hefur strandveiðar dagsins vestur af Blakk sem sést hér í baksýn.

Það er bara svo léleg veiði á handfærin í Faxaflóa, sérstaklega þegar líða tekur á sumarið. Maímánuður er í lagi og eitthvað fram í júní en síðan er engin veiði eftir það út sumarið. Ég gaf mér nokkrar strandveiðivertíðar í að sannreyna þetta. Svona var þetta sumar eftir sumar og að lokum var fullreynt,

útskýrir Guðmundur um leið og hann sinnir handfæra rúllum. Hann þarf að hafa hraðar hendur því það er mjög góð veiði.

Ég hætti að róa frá Akranesi og færði mig um set vestur á Arnarstapa á Snæfellsnesi í byrjun strandveiðitímans í fyrra. Það var í fyrsta sinn sem ég veiddi á hinu svokallaða A-svæði sem nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi vestur í Súðavík. Til að byrja með gekk vel frá Stapanum í upphafi vertíðar í fyrra en svo datt veiðin niður þar í júní. Þá flutti ég mig með bátinn vestur á Patreksfjörð. Þar var fínasta veiði og hún hélst allt sumarið.

 

Góð reynsla

Í ár var þetta engin spurning. Guðmundur ákvað að hefja strandveiðivertíðina með því að gera út frá Patreksfirði og helst að halda þeirri tilhögun sumarlangt.

Kristín AK 30 í Patreksfjarðarhöfn.

Það er mjög fínt að róa héðan. Öll þjónusta og aðstaða er alveg frábær. Höfnin er góð og það er alls staðar tekið vel á móti manni – gott viðmót hjá fólkinu. Mjög fínt. Það er líka mjög góður fiskur hérna og nóg af honum. Alveg hellingur. Reynslan frá í fyrra sýnir að það kemur miklu betur út fjárhagslega að gera út héðan heldur en við Faxaflóann. Það er vissulega kostnaður við að fara hingað vestur en bein útgjöld vegna sjálfra veiðanna eru miklu minni. Það er tiltölulega stutt á miðin, meiri afli á tímaeiningu og miklu betri afkoma þegar upp er staðið.

Guðmundur segir að í fyrra hafi bátarnir á A-svæðinu verið búnir með heildar strandveiðiskammt svæðisins í kringum 12. hvers mánaðar. Þá tók við hlé fram til upphafs næsta mánaðar. Vertíðin er í maí, júní, júlí og ágúst.

Þrátt fyrir færri veiðidaga heldur en ef ég hefði verið í Faxaflóanum og róið frá Akranesi, nú eða Suðurnesjum eins og ég prófaði nokkrum sinnum, þá var afkoman betri með því að vera á A-svæðinu. Maður var aldrei að berja dauðan sjó, eða svo gott sem, dögum saman með færunum þegar leið á sumarið eins og í Faxaflóa.

 

Starfar í Noregi

Sjálfur hefur Guðmundur stundað sjó frá unglingsárum, lengst af sem stýrimaður og skipstjóri á íslenskum fiskiskipum. Í vetur leið söðlaði hann um og gerðist skipstjóri á glænýnum línubát í Noregi. Báturinn er íslensk smíði af Cleopötru-gerð og með beitningavél. Hann er gerður út af íslenskum aðilum í Norður-Noregi.

Línubáturinn Aksel B er íslensk nýsmíði frá Trefjum í Hafnarfirði og mikið af íslenskum búnaði er um borð. Hann er gerður út af íslenskum aðilum í Norður-Noregi. Hér er báturinn við bryggju þar í vetur.

Þessi bátur heitir Aksel B. Í janúar var hann sendur með flutningaskipi frá Reykjavík til Færeyja. Þar var hann sjósettur og Guðmundur sigldi honum síðan yfir Norðursjó til Noregs og norður með ströndum þar, alla leið til nyrsta hluta Noregs í Finnmörku. Þaðan var svo strax róið til fiskjar í Barentshafi.

Fjórir menn eru í áhöfn; Guðmundur og annar Íslendingur og búa báðir hér á landi,  einn Norðmaður sem býr í grennd við Ósló og síðan pólskur maður sem á heima nærri Kraká-borg í Póllandi. Þessir menn sameinast í Norður-Noregi, fara þar á fiskveiðar á Aksel B en snúa svo hver til síns heima í fríum sem eru nokkrar vikur í senn. Á meðan bíður báturinn þeirra í einhverri af fjölmörgum höfnum Norður-Noregs. Svona er heimurinn nú lítill með nútíma samgöngum.

Það er fínt að vera í Noregi. Við rérum mikið út frá sjávarþorpi sem heitir Berlevåg og er ivð nyrstu odda Noregs. Þarna er alveg hægt að liggja í ýsunni um vetrartímann. Við vorum fyrst og fremst í henni. Maður var að leggja í hvert sinn svona 19.500 króka, sem er eitthvað 50 til 55 balar. Það dugði nánast undantekningalaust til að fylla bátinn. Lestin á honum tekur svona 14 tonn. Aflinn sem fékkst var nær eingöngu mjög væn „graðýsa“ eins og hún kallast hér á landi.

 

Annað starfsumhverfi

Guðmundur hafði ekki starfað áður í Noregi er hann hélt út í vetur. Hann segir að hugsunarhátturinn sé talsvert öðruvísi í sjávarútvegsmálum en hér á landi.

Gulur þorskurinn dregst úr sjó með handfærunum.

Aksel B er bara með 50 tonna þorskkvóta eins og allir aðrir fiskibátar í sama stærðarflokki í norska flotanum. Síðan má segja að við megum veiða ótakmarkað af öðrum tegundum. Þess vegna vorum við í ýsunni og tókum þorskinn bara sem meðafla. Þegar ég kom heim til Íslands nú í maí átti ég enn eftir um 20 tonn af þorski. Í ýsunni er það þannig að þessi stærð af bátum veiðir úr einum sameiginlegum potti en hann er það stór að það er nóg fyrir alla sem vilja leggja sig eftir þessu.

Skipstjórinn af Skaganum segir að sér lítist ágætlega á mannlífið í Norður-Noregi. Hann hafi ekki orðið var við neitt annað en vinsemd af hálfu Norðmanna.

Það er fjöldi fiskibáta þarna og mikið fjör í höfnunum. Sumir sem hafa 50 tonna þorskkvóta eins og við, taka þetta bara í einu vetfangi, til dæmis í snurvoð á vorin. Svo binda þeir bara bátana restina af árinu og gera eitthvað annað í staðinn. Þeir nenna ekkert að vera að eltast við ýsuna eins og við og nota þorskkvótann þá sem meðafla.

 

Grálúða og strandveiðar í sumar

Umhverfisskilyrði fyrir sjófarendur nyrst í Noregi að vetri til er sömuleiðis nokkuð öðruvísi en menn eiga að venjast við Ísland.

Maður verður að vera svolítið útsjónarsamur með veður þarna norður frá. Veðrin eru kannski ekkert verri en hér en það er kaldara. Til dæmis verður að hafa varann á sér varðandi ísingu á bátnum. Svo er meira myrkur þarna yfir veturinn en hér við Ísland.

Fjögurra manna áhöfnin á Aksel B er nú í fríi eftir afar vel heppnaða byrjun á þessari nýsmíði. Fyrir sitt leyti notar Guðmundur tækifærið og fer á strandveiðar hér heima á Íslandi.

Ég fer aftur út til Noregs í byrjun júní. Þá ætlum við að veiða grálúðu á línuna. Hún er reyndar takmörkuð eins og þorskurinn og af henni fáum við ein 16 tonn. Þá róum við út í landgrunnskantinn undan Norður-Noregi, kannski 20 tíma stím út á ballarhaf. Þær veiðar eru víst alger uppgrip enda verð á grálúðu afar hátt. Svo er kannski einhver meðafli svo sem af löngu sem er bara fínt og drýgir grálúðukvótann. Svona spörum við líka þorskkvótann í sumar. Ég stefni á grálúðuna í júní, svo heim til Íslands aftur á strandveiðar í júlí. Síðan er það Noregur aftur í ágúst. Við tökum á upp þráðinn að nýju í ýsuveiðunum. Þá verður fínt að hafa með ýsunni, þorskkvótann sem við eigum enn inni.

 

Birtist í landshlutafréttablaðinu Vesturlandi. Blaðið má lesa í heild með því smella hér:

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Afstaða flokkanna: Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til menntamála. Í dag er spurt: Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem […]

Kosningar 2017: Þorgerður Katrín um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. Panama skjölin drógu fram að hópur fólks í þjóðfélaginu geymdi fé sitt erlendis og leyndi auðævum sínum. Ekki […]

Virkjum kraft eldri borgara

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og þingmaður Norðausturkjördæmis skrifar: Á sínum tíma var kannski eðlilegt að miða við að fólk ynni til sjötugs. Það er ekki lengra síðan en árið 1970 að meðalævi íslenskra karlmanna var um sjötíu ár og konur lifðu heldur lengur. Samhliða lengri ævi hefur heilsa almennt batnað, þannig að það á sjaldnast við […]

Sjálfstæðisflokkurinn með þriggja prósentustiga forskot á VG

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með stuðning 22,9% kjósenda. Vinstri græn koma þar á eftir með 19,9%. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar MMR. Bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa bætt við sig fylgi frá síðustu mælingu MMR sem lauk 18. október 2017 en þá mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9% og Vinstri græn með 19,1% fylgi. Fylgi […]

Fjölskyldubönd fréttamanns RÚV við Stundina reita Björn Bjarnason til reiði: Kannski ráð að leggja RÚV niður?

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir fréttastofu RÚV, sem hann kallar FRÚ, harðlega og vekur meðal annars athygli á því að fréttamðurinn Aðalsteinn Kjartansson, sem flutti um helgina frétt um samskipti Glitnis og Bjarna Benediktssonar, er bróðir Ingibjargar Daggar, annars ritstjóra Stundarinnar, sem byrjaði að segja fréttir upp úr gögnum frá þrotabúi Glitnis þar til […]

Eva hjólar í Viðreisn: „Af hverju ættu kjósendur að treysta þessu aftur?“

Eva H. Baldursdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekkert að marka loforð Viðreisnar í gjaldmiðla-, Evrópu- og sjávarútvegsmálum, segir hún á Fésbók að Viðreisn hafi sýnt spilin þegar flokkurinn fór í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og ekki hafi verið minnst á þessi atriði í stjórnarsáttmála: „Það er alveg sama hvað menn reikna – Viðreisn sýndi á […]

Helgi Seljan svarar Agnesi: Gögnin um Karl Vigni voru „stolin“

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan gagnrýnir orð Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, um stolin gögn og segir að umfjöllun Kastljóss um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson hafi verið að hluta byggð á slíkum gögnum. Agnes lét í viðtalið við Morgunblaðið þau orð falla að henni þætti það ekki ekki siðferðilega rétt að „stela gögnum og fara á bak […]

Sigurður Kári: RÚV dró upp kolranga mynd: „Við vorum ekki í hagsmunagæslu fyrir Glitni“

„Að RÚV vinni fréttir úr stolnum gögnum sem lögbann hefur verið lagt við að nýtt séu til fréttaskrifa er eitt. Annað er tilgangur þessarar umfjöllunar ríkisfréttastofunnar, viku fyrir kosningar, sem engum dylst hver er,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins um umfjöllun RÚV um samskipti Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins við Glitni þegar Bjarni var […]

Biskup Íslands: Ekki réttlætanlegt að stela gögnum til að afhjúpa mál

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands segir það ekki siðferðislega rétt að stela gögnum til þess að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós. Nokkur umræða hefur skapast um lögbann sýslumanns á notkun Stundarinnar á gögnum sem fengin eru innan úr Glitni og notkun þeirra í fréttaflutningi af viðskiptum Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins þegar hann var […]

VG stærst í höfuðborginni – Sjálfstæðisflokkur í kraganum – Stofnandi Viðreisnar dytti af þingi

Vinstri græn mælast með 29,6% fylgi í Reykjavík norður og 27,9% í Reykjavík suður, en aðeins 16,6% í Suðvesturkjördæmi, kraganum, og 17,9% í Suðurkjördæmi. Á sama tíma mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 17,3% í Reykjavík norður, 24,3% í Reykjavík suður, 31,4% í kraganum og 26,6% í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem […]

Um eina af uppáhaldsbókum Bubba Morthens

Einar Kárason skrifar: Ég heyrði um daginn viðtal við Bubba Morthens ljóðskáld með meiru þar sem hann gat um sumar af sínum eftirlætisbókum, þar á meðal ævisögu Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði, sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá sjálfum mér alveg frá því ég heyrði Indriða G. Þorsteinsson lesa hana sem kvöldsögu í útvarpinu fyrir […]

Kosningar 2017: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Kosið um festu og stöðugleika

Það er ekki nema ár síðan við stóðum í nákvæmlega sömu sporum og nú: Alþingiskosningar framundan. Er þetta ekki allt í lagi – er bara ekki í góðu lagi að kjósa einu sinni á ári? Nei, það er ekki í lagi! Þessi óstöðugleiki í stjórnmálunum; þetta eilífa rót og tætingur er stærsta ógnin við þann […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is