Sunnudagur 14.05.2017 - 17:14 - Ummæli ()

Gunnsteinn Ómarsson: „Ölfusið er ákaflega fjölskylduvænt samfélag“

Gunnsteinn Ómarsson er sveitarstjóri í Ölfusi, ört vaxandi samfélagi sem nær frá Litlu-Kaffistofunni austur að Ölfusá. Ritstjóri Suðra tók Gunnstein tali um stöðuna í Ölfusinu og hvernig fjölskyldunni líkaði vistin við ósa Ölfusár og Atlantshafið, en áberandi auglýsingar sveitarfélagsins um fjölbreytta búsetukosti þess hafa vakið athygli að undanförnu.

Nú ert þú búinn að vera í nokkur ár í Ölfusinu, hvernig líkar þér vistin?

Mér líkar ákaflega vel í Ölfusinu og reyndar allri fjölskyldunni. Svo vel að við höfum fest kaup á íbúðarhúsi í Þorlákshöfn og ekkert annað í kortunum en að við verðum hérna til frambúðar. Hérna er vel búið að fjölskyldufólki og við erum sérstaklega ánægð með íþrótta- og tómstundaframboð fyrir börnin. Mannlíf hérna er gott og greinilegt að íbúum líður almennt vel. Það er einnig stutt í allar áttir á suðvestur horni landsins sem vart getur annað en talist kostur.

Hver eru helstu verkefni sveitarfélagsins núna?

Það er óhætt að segja að mörg verkefni séu í gangi, sum sýnilegri en önnur og alls ekki hægt að vera með tæmandi upptalningu. Endurbætur hafnarinnar, sem við í raun byrjuðum á árið 2014 má segja að sé fyrirferðamesta verkefnið. Þó við séum langt komin með það er því langt frá því lokið. Við eigum eftir að endurnýja stálþil á viðleguköntum en það er verulega kostnaðarsöm aðgerð sem ekki verður umflúin. Nú er nýhafin uppbygging í nýju iðnaðarhverfi vestan Þorlákshafnar en fyrsta fyrirtækið til að nema þar land er Lýsi hf. Fyrirtækið mun reisa þar nýja verksmiðju sem hýsa mun alla fiskþurrkunarstarfsemi þess og mögulega fleira til. Það er heilmikið verkefni hjá sveitarfélaginu að sjá um uppbyggingu innviða fyrir þetta nýja svæði, s.s. gatnagerð ásamt vatnsveitu og fráveitu. Það er líka mikil uppbygging við Nes- og Laxabraut í Þorlákshöfn en þar er m.a. að rísa stór seiðaeldisstöð á vegum fyrirtækisins Laxar ehf. Á teikniborðinu er einnig ný fiskeldisstöð á svæðinu og búist er við að þær tvær stöðvar sem fyrir eru verði stækkaðar verulega í næstu framtíð.  Þetta þýðir það að við verðum að styrkingu og endurbótum innviða á svæðinu, s.s. gatna.  Elsta bygging leikskólans Bergheima verður endurnýjuð á árinu en hún hefur ekki verið í notkun undanfarin ár. Tvær nýjar deildir verða í þessari byggingu og ýmis aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk. Við erum svo þátttakendur í byggingu nýs leikskóla í Hveragerði en sú uppbyggingu á eftir að koma sér vel fyrir þá uppbyggingu sem við sjáum fram á í dreifbýlinu og erum svo stöðugt með hugann við Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður í Þorlákshöfn á næsta ári eða um verslunarmannahelgina árið 2018. Það er verið að skoða stækkun íþróttahússins, nýja potta við sundlaugina og eitt og annað til eflingar íþróttalífs.  Mikið er að gera í skipulagsmálum, bæði í Þorlákshöfn og í dreifbýlinu.

Gunnsteinn ásamt konu sinni Berglindi Ósk Haraldsdóttur og tveimur dætra þeirra.

Er fólkinu að fjölga?

Já, ég held það sé óhætt að segja að það sé mikil fjölgun hjá okkur og hafi verið það frá árinu 2015. Samkvæmt opinberum tölum voru 1.885 íbúar í sveitarfélaginu í ársbyrjun árið 2015 en eru í dag um 2.030. Þetta er tæplega 8% fjölgun á rétt um tveimur árum en við fórum að sjá þessa þróun vorið 2015.

Hvernig sérðu þá þróun fyrir þér á næstu misserum?

Ég sé fyrir mér áframhaldandi fjölgun íbúa en húsnæðisskortur í augnablikinu mun sennilega draga eitthvað úr næstu mánuðina. Það er hins vegar búið að úthluta hérna í Þorlákshöfn fjöldanum öllum af lóðum frá því um áramót. Þegar er hafist handa á einhverjum þessara lóða en búast má við því að margir tugir íbúða verði komnir í byggingu á allra næstu mánuðum og vonandi koma einhverjar þeirra fljótlega inn á markaðinn.

Nú var mikið högg að missa, enn og aftur, aflaheimildir frá staðnum, hvernig sérðu atvinnumálin þróast þegar útgerð og vinnsla á undir högg að sækja?

Landfræðilega erum við það vel sett að ég hef fulla trú á því að atvinnuuppbygging hérna verði áfram öflug í næstu og lengri framtíð. Það eru mikil tækifæri í tengslum við höfnina og nýhafnar vöruferjusiglingar Smyril-Line cargo milli Þorlákshafnar og Rotterdam undirstrika það. Miklar og góðar viðtökur hafa verið við ferjunni og margir rekstraraðilar horfa til Þorlákshafnar með tilliti til uppbyggingar og ég efa það ekki að einhverjir eiga eftir að láta af því verða. Þetta er ekki bundið við eina atvinnugrein enda mikilvægt að upp byggist hér öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Þannig verðum við sem samfélag ónæmari fyrir áföllum í einstökum greinum. Hvað varðar útgerð og vinnslu hérna þá eru breytingar síðustu ára og brotthvarf afla blessunarlega ekki að hafa neikvæð áhrif á þróun samfélagsins.

Hvað getum við lært af þessum atburðum, þarf að setja hömlur á framsal aflaheimilda frá byggðum landsins sem eru varnalausar gagnvart ákvörðun útgerðarmanna um kaup og sölu heimilda?

Ætli það fari nú ekki að verða svolítið seint að grípa í taumana rúmum þremur áratugum eftir að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var sett á. Það væri þá fyrst og fremst til að vernda þá staði þar sem aflaheimildir eru til staðar í dag og þar með mögulega koma í veg fyrir framtíðarþróun á öðrum stöðum eins og t.d. Þorlákshöfn. Kerfið hefur hins vegar eins og við þekkjum farið illa með mörg samfélögin sem er virkilega sárt því aðstæður um landið eru misjafnar til sóknar á nýjum sviðum atvinnuuppbyggingar.

Hitt er annað að það er gríðarlega mikilvægt að ríkið styðji þær byggðir sem illa hafa orðið úti, vegna t.d. brottflutnings aflaheimilda, við að byggja upp innviði. Slíkir innviðir, s.s. bættar samgöngur eru oftar en ekki forsendan fyrir því að skapa ný atvinnutækifæri. Mér finnst við t.d. ekki eiga að þurfa að berjast fyrir fjármagni í löngu tímabært viðhald á hafnarmannvirkjum í Þorlákshöfn og endurbætur sem búa til gríðarleg tækifæri. Ríkið á að koma að fullu afli í þetta verkefni með okkur.

Gunnsteinn og Berglind eiginkona hans ásamt forsetahjónunum.

Hvernig hafa viðbrögð verið við auglýsingum ykkar um Ölfus sem góðan búsetukost?

Viðbrögðin hafa verið mikil og á einn veg, þ.e. bara jákvæð. Allar líkur eru á því að við höfum náð eyrum og/eða augum næstum allra landsmanna og þegar það er með jákvæðum hætti er ekki annað hægt en að vera ánægður.  

Er enn krafa um uppbyggingu iðnaðar við Þorlákshöfn, eða eru ný tækifæri komin í staðinn, svo sem ferðaþjónusta og millilandasiglingar?

Okkar krafa í dag er að ríkið styðji við endurbætur hafnarinnar og stækkun hennar í nánustu framtíð.  Það á ekki að þurfa orkufreka stóriðju til að slík framkvæmd fari í gang enda viljum við miklu fremur sjá mörg minni verkefni fara í gang en eitt stórt. Hérna er mikið horft til vistvænnar atvinnuuppbyggingar enda ferskt vatn einhver okkar stærsta auðlind auk jarðhita, stórbrotinnar náttúru. Þetta eru kjöraðstæður fyrir hverskyns matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Reyndar má segja að flestar atvinnugreinar þrífist vel við slíkar aðstæður en mengandi stórtæk starfsemi gæti haft verulega neikvæð áhrif á slíka þróun.

Sérðu fyrir þér sameiningu sveitarfélaganna á næstu árum, eða er þess lengra að bíða að t.d. Árnessýslan öll, eða lágsveitir og uppsveitir sameinist?

Það eru mörg tækifærin tengd því að sveitarfélög sameinist en slík þróun tekur líklega lengri tíma en nokkur ár. Engin alvöru umræða hefur farið fram um sameiningu sveitarfélaga hérna í sýslunni sem nauðsynleg er til að undirbúa jarðveginn.

Hverjir þykja þér helstu kostir þess að búa í Þorlákshöfn, verandi með barnafjölskyldu?

Góður leikskóli og góður grunnskóli eru stórir kostir að mínu mati. Íþrótta- og tómstundaframboðið fyrir börnin og gæði þess verð ég að nefna. Öll skóla- og íþróttaaðstaðan hérna er líka mjög góð auk þess sem hún er í göngufæri.

Hver eru helstu sérkennin á sveitarfélaginu að þínu mati?

Mér finnst sérkennin hérna vera almenn jákvæðni og svo er þetta afskaplega fjölskylduvænt samfélag.  Hérna er líka mikill áhugi fyrir íþróttum og tónlist sem hugsanlega skapar þennan jákvæða anda.

Sækja íbúar í auknum mæli vinnu út fyrir sveitarfélagið, eða búum við á þeim tímum þar sem atvinnusvæðin eru miklu stærri og því erfitt að ætlast til þess að fólk vinni nákvæmlega á sama stað og það búi?

Samfélagið er vissulega að breytast með bættum samgöngum og tækniþróun á ýmsum sviðum. Okkar svæði má segja að sé orðið úthverfi frá höfuðborgarsvæðinu og ekkert nema eðlilegt við það að fólk sæki vinnu út fyrir sveitarfélagið.  Þrátt fyrir það er lögð mikil áhersla á atvinnuuppbyggingu hérna en ég myndi telja það kost að hafa kost á að starfa í heimabyggð.  Ég er ekki viss um að fólk sæki í auknum mæli atvinnu út fyrir sveitarfélagið en vissulega er töluverður fjöldi fólks sem það gerir.

Greinin birtist fyrst í Suðra.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Sigmundur boðar uppgjör á næsta flokksþingi: „Hinn almenni flokksmaður hefur tekið völdin áður“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrum forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins var gestur Björns Inga Hrafnssonar í Eyjunni á ÍNN nú í kvöld. Í upphafi þáttarins var rætt um átök og ágreining Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. Þar var meðal annars komið inn á flokksþingið í fyrrahaust þegar Sigurður felldi Sigmund úr sæti formanns og síðan nýliðinn miðstjórnarfund […]

Sema svarar Sighvati: „Til háborinnar skammar!“

Sema Erla Serdar skrifar: Í gær birtist á Eyjunni grein eftir Sighvat Björgvinsson, sem einu sinni var ráðherra, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar og jafnaðarmaður. Greinin, sem eru hans viðbrögð við hryðjuverkunum í Manchester, er gott dæmi um þau viðbrögð sem hryðjuverkamenn óska eftir með voðaverkum sínum. Greinin hans Sighvatar er uppfull af orðalagi öfgamanna sem einkennist af […]

Farsíminn bjargaði Lisu þegar „Móðir Satans“ sprakk

Sprengjan sem íslamistinn Salman Abedi sprengdi í Manchester á mánudagskvöld var með sprengiefnablöndu sem kallast „Móðir Satans“ meðal sprengjusérfræðinga. Hún var sömu gerðar og sprengjur sem notaðar voru í Lundúnum 2005, í París í nóvember 2105 og í Brussel í mars 2016. Slíkar sprengjur eru iðulega notaðar af hryðjuverkamönnum. Í breska blaðinu Independent kemur fram að […]

Fjárhagsstaða braggast hjá Borgarbyggð

Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2016 var afgreiddur í sveitarstjórn við seinni umræðu þann 11. maí sl. Samkvæmt reglum um reikningsskil sveitarfélaga skiptist ársreikningur í tvo hluta. Annars vegar er A-hluti, sem er almennur rekstur sveitarsjóðs sem að mestu leyti er fjármagnaður með skatttekjum. Hins vegar er B-hluti sem eru stofnanir í eigu sveitarfélagsins og eru […]

Bandaríkjamenn láku rannsóknagögnum árásar í Manchester: Bretar æfir

Sky News-fréttastofan hefur birt myndir úr eftirlitsmyndavélum teknar síðastliðið föstudagskvöld sem munu sýna hvar hinn 22 ára gamli Salman Abedi gengur um í verslunarmiðstöð með það sem virðist vera nýkeyptur bakboki. Þremur dögum síðar sprengdi hann sjálfan sig í loft upp í inngangsrými Manchester Arena-tónleikahallarinnar með sprengju sem falin var í þessum bakpoka. Vítisvélin var fyllt […]

Sigmundur Davíð: „Tel að þau hafi flest yfirgefið Sigurð Inga“

Valgerður Sverrisdóttir og Jón Sigurðsson, bæði fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins, beittu sér gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á flokksþingi Framsóknarflokksins síðasta haust. En sem kunnugt er var Sigmundur felldur úr formannsstóli á flokksþinginu af Sigurði Inga Jóhannssyni. Þetta kemur fram í viðtali við Sigmund í Morgunblaðinu í dag. Segir hann að á flokksþinginu hafi hann áttað sig […]

Smári McCarthy: Gömlu refirnir munu aldrei breyta því sem þarf að breyta

  Smári McCarthy alþingismaður Pírata skrifar: Alþingi skortir samkennd Nú þegar líður að lokum þingstarfa fyrir sumarið er ágætt að líta yfir síðustu mánuði og meta árangurinn. Það er ekki hægt að segja að hann hafi verið mikill. Nokkur mál ríkisstjórnarinnar hafa farið í gegn, sum í einhverri sátt en önnur alls ekki. Búið er […]

Borgin vill rukka þá sem nota nagladekk: Katrín leggur ekki í sumar ferðir með börnin í bílnum á ónegldum dekkjum

„Á í snúnu sambandi við þetta mál. Vil undir öllum kringumstæðum gæta að umhverfinu í daglegu lífi fjölskyldunnar því margt smátt gerir svo sannarlega eitt stórt í þeim efnum. Á hinn bóginn verð ég að viðurkenna að þó ég hafi alla tíð verið örugg í umferðinni þá eru skilyrði hér oft með þeim hætti að […]

Sigmundur Davíð stofnar Framfarafélagið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins boðar stofnunar Framfarafélagsins,  hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Félagið verður stofnað á laugardaginn. Sigmundur greindi frá þessum áformum í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Segir Sigmundur að félagið sé ekki vísir að nýjum flokk, en Sigmundur hefur verið hvattur til þess að stofna nýjan flokk […]

Eiríkur segir Flugfélagið hafa gefist upp: „Íslenskan er hallærisleg“

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði segir það ákveðna uppgjöf hjá Flugfélagi Íslands að hætta að nota nafnið og taka þess í stað upp enska nafnið Air Iceland Connect. Líkt og kom fram í fréttatilkynningu frá Air Iceland Connect þá er ástæðan aukin umsvif félagsins erlendis, samstarf við Icelandair og aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sem […]

Jón Viðar hjólar í Illuga – Brynjar kemur Illuga til varnar: „Afturhaldsraus“

„Þá er það komið á daginn sem ég spáði og fjölmargir aðrir að stytting framhaldsskólans, sem einn versti menntamálaráðherra sögunnar kom til leiðar, var hið mesta ógæfuspor. „Engin gleði“ í náminu lengur heyrði ég fulltrúa foreldra (heyrðist mér) segja í fréttum áðan.“ Þetta segir Jón Viðar Jónsson og vitnar í frétt Ríkisútvarpsins þar sem fjallað […]

Að hefna sín á gestgjöfunum

Sighvatur Björgvinsson skrifar: Ríkisútvarpið taldi í fréttatíma s.l. þriðjudagskvöld upp fjölda þeirra hryðjuverkaárása, sem beinst hafa að borgurum Evrópuríkja á fáum síðustu árum.  Þær voru óhugnanlega margar – miklu, miklu fleiri en flestir gera sér grein fyrir.   Þá greindi ríkisútvarpið frá því hve margir almennir borgarar Evrópuríkja hafa orðið fyrir barðinu á þessum hryðjuverkaárásum – […]

Flugfélag Íslands heitir núna Air Iceland Connect

Flugfélag Íslands mun frá og með deginum í dag taka upp nýtt nafn; Air Iceland Connect. Ástæður fyrir nafnbreytingunni eru nokkrar og má þar nefna aukin umsvif á erlendum mörkuðum, umtalsverða fjölgun erlendra ferðamanna, aukið samstarf við Icelandair og einföldun á markaðsstarfi, en tvöfalt nafnakerfi félagsins hefur þýtt talsverðan kostnaðarauka og valdið einhverjum farþegum óþægindum […]

Nærri 10% atvinnuleysi meðal ungs fólks

Rúmlega 10% fólks á aldrinum 16 til 24 ára á Íslandi var atvinnulaust í apríl og telur ungt fólk helming allra atvinnulausra hér á landi. Þetta kemur fram í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands fyrir aprílmánuð. Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókninni voru að jafnaði 199.300 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í apríl 2017, sem jafngildir 83,2% atvinnuþátttöku. Af […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is