Sunnudagur 14.05.2017 - 17:14 - Ummæli ()

Gunnsteinn Ómarsson: „Ölfusið er ákaflega fjölskylduvænt samfélag“

Gunnsteinn Ómarsson er sveitarstjóri í Ölfusi, ört vaxandi samfélagi sem nær frá Litlu-Kaffistofunni austur að Ölfusá. Ritstjóri Suðra tók Gunnstein tali um stöðuna í Ölfusinu og hvernig fjölskyldunni líkaði vistin við ósa Ölfusár og Atlantshafið, en áberandi auglýsingar sveitarfélagsins um fjölbreytta búsetukosti þess hafa vakið athygli að undanförnu.

Nú ert þú búinn að vera í nokkur ár í Ölfusinu, hvernig líkar þér vistin?

Mér líkar ákaflega vel í Ölfusinu og reyndar allri fjölskyldunni. Svo vel að við höfum fest kaup á íbúðarhúsi í Þorlákshöfn og ekkert annað í kortunum en að við verðum hérna til frambúðar. Hérna er vel búið að fjölskyldufólki og við erum sérstaklega ánægð með íþrótta- og tómstundaframboð fyrir börnin. Mannlíf hérna er gott og greinilegt að íbúum líður almennt vel. Það er einnig stutt í allar áttir á suðvestur horni landsins sem vart getur annað en talist kostur.

Hver eru helstu verkefni sveitarfélagsins núna?

Það er óhætt að segja að mörg verkefni séu í gangi, sum sýnilegri en önnur og alls ekki hægt að vera með tæmandi upptalningu. Endurbætur hafnarinnar, sem við í raun byrjuðum á árið 2014 má segja að sé fyrirferðamesta verkefnið. Þó við séum langt komin með það er því langt frá því lokið. Við eigum eftir að endurnýja stálþil á viðleguköntum en það er verulega kostnaðarsöm aðgerð sem ekki verður umflúin. Nú er nýhafin uppbygging í nýju iðnaðarhverfi vestan Þorlákshafnar en fyrsta fyrirtækið til að nema þar land er Lýsi hf. Fyrirtækið mun reisa þar nýja verksmiðju sem hýsa mun alla fiskþurrkunarstarfsemi þess og mögulega fleira til. Það er heilmikið verkefni hjá sveitarfélaginu að sjá um uppbyggingu innviða fyrir þetta nýja svæði, s.s. gatnagerð ásamt vatnsveitu og fráveitu. Það er líka mikil uppbygging við Nes- og Laxabraut í Þorlákshöfn en þar er m.a. að rísa stór seiðaeldisstöð á vegum fyrirtækisins Laxar ehf. Á teikniborðinu er einnig ný fiskeldisstöð á svæðinu og búist er við að þær tvær stöðvar sem fyrir eru verði stækkaðar verulega í næstu framtíð.  Þetta þýðir það að við verðum að styrkingu og endurbótum innviða á svæðinu, s.s. gatna.  Elsta bygging leikskólans Bergheima verður endurnýjuð á árinu en hún hefur ekki verið í notkun undanfarin ár. Tvær nýjar deildir verða í þessari byggingu og ýmis aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk. Við erum svo þátttakendur í byggingu nýs leikskóla í Hveragerði en sú uppbyggingu á eftir að koma sér vel fyrir þá uppbyggingu sem við sjáum fram á í dreifbýlinu og erum svo stöðugt með hugann við Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður í Þorlákshöfn á næsta ári eða um verslunarmannahelgina árið 2018. Það er verið að skoða stækkun íþróttahússins, nýja potta við sundlaugina og eitt og annað til eflingar íþróttalífs.  Mikið er að gera í skipulagsmálum, bæði í Þorlákshöfn og í dreifbýlinu.

Gunnsteinn ásamt konu sinni Berglindi Ósk Haraldsdóttur og tveimur dætra þeirra.

Er fólkinu að fjölga?

Já, ég held það sé óhætt að segja að það sé mikil fjölgun hjá okkur og hafi verið það frá árinu 2015. Samkvæmt opinberum tölum voru 1.885 íbúar í sveitarfélaginu í ársbyrjun árið 2015 en eru í dag um 2.030. Þetta er tæplega 8% fjölgun á rétt um tveimur árum en við fórum að sjá þessa þróun vorið 2015.

Hvernig sérðu þá þróun fyrir þér á næstu misserum?

Ég sé fyrir mér áframhaldandi fjölgun íbúa en húsnæðisskortur í augnablikinu mun sennilega draga eitthvað úr næstu mánuðina. Það er hins vegar búið að úthluta hérna í Þorlákshöfn fjöldanum öllum af lóðum frá því um áramót. Þegar er hafist handa á einhverjum þessara lóða en búast má við því að margir tugir íbúða verði komnir í byggingu á allra næstu mánuðum og vonandi koma einhverjar þeirra fljótlega inn á markaðinn.

Nú var mikið högg að missa, enn og aftur, aflaheimildir frá staðnum, hvernig sérðu atvinnumálin þróast þegar útgerð og vinnsla á undir högg að sækja?

Landfræðilega erum við það vel sett að ég hef fulla trú á því að atvinnuuppbygging hérna verði áfram öflug í næstu og lengri framtíð. Það eru mikil tækifæri í tengslum við höfnina og nýhafnar vöruferjusiglingar Smyril-Line cargo milli Þorlákshafnar og Rotterdam undirstrika það. Miklar og góðar viðtökur hafa verið við ferjunni og margir rekstraraðilar horfa til Þorlákshafnar með tilliti til uppbyggingar og ég efa það ekki að einhverjir eiga eftir að láta af því verða. Þetta er ekki bundið við eina atvinnugrein enda mikilvægt að upp byggist hér öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Þannig verðum við sem samfélag ónæmari fyrir áföllum í einstökum greinum. Hvað varðar útgerð og vinnslu hérna þá eru breytingar síðustu ára og brotthvarf afla blessunarlega ekki að hafa neikvæð áhrif á þróun samfélagsins.

Hvað getum við lært af þessum atburðum, þarf að setja hömlur á framsal aflaheimilda frá byggðum landsins sem eru varnalausar gagnvart ákvörðun útgerðarmanna um kaup og sölu heimilda?

Ætli það fari nú ekki að verða svolítið seint að grípa í taumana rúmum þremur áratugum eftir að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var sett á. Það væri þá fyrst og fremst til að vernda þá staði þar sem aflaheimildir eru til staðar í dag og þar með mögulega koma í veg fyrir framtíðarþróun á öðrum stöðum eins og t.d. Þorlákshöfn. Kerfið hefur hins vegar eins og við þekkjum farið illa með mörg samfélögin sem er virkilega sárt því aðstæður um landið eru misjafnar til sóknar á nýjum sviðum atvinnuuppbyggingar.

Hitt er annað að það er gríðarlega mikilvægt að ríkið styðji þær byggðir sem illa hafa orðið úti, vegna t.d. brottflutnings aflaheimilda, við að byggja upp innviði. Slíkir innviðir, s.s. bættar samgöngur eru oftar en ekki forsendan fyrir því að skapa ný atvinnutækifæri. Mér finnst við t.d. ekki eiga að þurfa að berjast fyrir fjármagni í löngu tímabært viðhald á hafnarmannvirkjum í Þorlákshöfn og endurbætur sem búa til gríðarleg tækifæri. Ríkið á að koma að fullu afli í þetta verkefni með okkur.

Gunnsteinn og Berglind eiginkona hans ásamt forsetahjónunum.

Hvernig hafa viðbrögð verið við auglýsingum ykkar um Ölfus sem góðan búsetukost?

Viðbrögðin hafa verið mikil og á einn veg, þ.e. bara jákvæð. Allar líkur eru á því að við höfum náð eyrum og/eða augum næstum allra landsmanna og þegar það er með jákvæðum hætti er ekki annað hægt en að vera ánægður.  

Er enn krafa um uppbyggingu iðnaðar við Þorlákshöfn, eða eru ný tækifæri komin í staðinn, svo sem ferðaþjónusta og millilandasiglingar?

Okkar krafa í dag er að ríkið styðji við endurbætur hafnarinnar og stækkun hennar í nánustu framtíð.  Það á ekki að þurfa orkufreka stóriðju til að slík framkvæmd fari í gang enda viljum við miklu fremur sjá mörg minni verkefni fara í gang en eitt stórt. Hérna er mikið horft til vistvænnar atvinnuuppbyggingar enda ferskt vatn einhver okkar stærsta auðlind auk jarðhita, stórbrotinnar náttúru. Þetta eru kjöraðstæður fyrir hverskyns matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Reyndar má segja að flestar atvinnugreinar þrífist vel við slíkar aðstæður en mengandi stórtæk starfsemi gæti haft verulega neikvæð áhrif á slíka þróun.

Sérðu fyrir þér sameiningu sveitarfélaganna á næstu árum, eða er þess lengra að bíða að t.d. Árnessýslan öll, eða lágsveitir og uppsveitir sameinist?

Það eru mörg tækifærin tengd því að sveitarfélög sameinist en slík þróun tekur líklega lengri tíma en nokkur ár. Engin alvöru umræða hefur farið fram um sameiningu sveitarfélaga hérna í sýslunni sem nauðsynleg er til að undirbúa jarðveginn.

Hverjir þykja þér helstu kostir þess að búa í Þorlákshöfn, verandi með barnafjölskyldu?

Góður leikskóli og góður grunnskóli eru stórir kostir að mínu mati. Íþrótta- og tómstundaframboðið fyrir börnin og gæði þess verð ég að nefna. Öll skóla- og íþróttaaðstaðan hérna er líka mjög góð auk þess sem hún er í göngufæri.

Hver eru helstu sérkennin á sveitarfélaginu að þínu mati?

Mér finnst sérkennin hérna vera almenn jákvæðni og svo er þetta afskaplega fjölskylduvænt samfélag.  Hérna er líka mikill áhugi fyrir íþróttum og tónlist sem hugsanlega skapar þennan jákvæða anda.

Sækja íbúar í auknum mæli vinnu út fyrir sveitarfélagið, eða búum við á þeim tímum þar sem atvinnusvæðin eru miklu stærri og því erfitt að ætlast til þess að fólk vinni nákvæmlega á sama stað og það búi?

Samfélagið er vissulega að breytast með bættum samgöngum og tækniþróun á ýmsum sviðum. Okkar svæði má segja að sé orðið úthverfi frá höfuðborgarsvæðinu og ekkert nema eðlilegt við það að fólk sæki vinnu út fyrir sveitarfélagið.  Þrátt fyrir það er lögð mikil áhersla á atvinnuuppbyggingu hérna en ég myndi telja það kost að hafa kost á að starfa í heimabyggð.  Ég er ekki viss um að fólk sæki í auknum mæli atvinnu út fyrir sveitarfélagið en vissulega er töluverður fjöldi fólks sem það gerir.

Greinin birtist fyrst í Suðra.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Teigsskógur – 2% af birkikjarri

Teigsskógur er við vestanverðan Þorskafjörð. Í skýrslu vegagerðarinnar frá febrúar 2017 um mat á umhverfisáhrifum af lagningu nýs vegar milli Bjarkalundar og Skálaness kemur fram í umsögn Skógræktar ríkisins að skógurinn nái frá Þórisstöðum um Gröf og langleiðina að gömlum túngarði við bæinn Hallsteinsstaði yst á skaganum, sem gengur fram milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Orðið […]

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Ríkisútvarpið olli töfunum á birtingu gagnanna

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það sé Ríkisútvarpinu að kenna að gögnin um þá sem fengið hafa uppreist æru hafi ekki verið opinberuð í sumar. Vilhjálmur sagði í viðtali í þættinum Harmageddon í morgun að eftir að RÚV kærði ákvörðunina um afhenda ekki gögnin þá hafi Úrskurðarnefnd um upplýsingamál brugðist skjótt við og að mesta […]

Þórunn vill sæti Sigmundar Davíðs

Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er oddviti flokksins í kjördæminu, hann ætlar í framboð, en það liggur ekki fyrir hvort hann muni áfram sækjast eftir því að leiða listann í komandi kosningum. Þórunn segir í færslu á Fésbók að kosningarnar 28. október næstkomandi muni snúast um trúverðugleika […]

Björn vill útlendingamálin á dagskrá í kosningabaráttunni: „Þeir eiga ekkert erindi hingað“

„Með hliðsjón af því hve miklu af skatt­fé al­menn­ings er varið til hæl­is­mála er stórund­ar­legt að umræðan sé ekki meiri um út­lend­inga­mál­in á stjórn­mála­vett­vangi. Það er engu lík­ara en ís­lensk­ir stjórn­mála­menn forðist mála­flokk­inn og vilji helst að um hann ríki póli­tísk þögn,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir […]

Davíð spyr: „Munu æsingamennirnir biðjast afsökunar á ósköpunum?“

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins vill vita hvort þeir sem slitu ríkisstjórnarsamstarfinu og æstu sig muni nú biðjast afsökunar á ósköpunum. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, þar sem Davíð heldur öllum líkindum á penna, er spurt í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi ekki brotið […]

Björt sendir Sjálfstæðismönnum tóninn: Siðferði og samskiptareglur snúast ekki um lögfræði eða reglur um trúnað

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir að traustið milli Bjartrar framtíðar til Sjálfstæðisflokksins hafi horfið þegar flokkurinn varð þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gæti stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls sem kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær […]

Þór Saari vill á þing fyrir Pírata: „Losum okkur við spillt, sjálfhverf og hrunin stjórnmál“

Þór Saari hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar gefur kost á sér í prófkjöri Pírata sem hefst á morgun. Þór segir í fréttatilkynningu að vegna fjölda áskorana innan sem og utan Pírata mun hann sækjast eftir því að komast á þing fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi. Þór gaf kost á sér í prófkjöri Pírata fyrir […]

Ásta: Skipulag miðbæjar

Ásta S. Stefánsdóttir skrifar um málefni miðbæjarins: Skipulagsferli vegna miðbæjar Selfoss er nú að komast á lokastig. Fresti til að gera athugasemdir lauk í lok ágúst og voru athugasemdir þær sem bárust lagðar fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar sl. miðvikudag. Nefndin fól formanni nefndarinnar, skipulags- og byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að gera drög að […]

Þorvaldur er bjartsýnn: „Ég veit að okkar stefna á talsverðan hljómgrunn“

„Við ætlum að bjóða fram allsstaðar þar sem við getum, við stefnum á að bjóða fram um allt land ef okkur tekst það. Það er ekki alveg fyrirséð vegna þess hve tíminn er stuttur,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar í samtali við Eyjuna. Flokkurinn, sem var stofnaður 2013, bauð fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi […]

Sigríður braut ekki trúnað með því að segja Bjarna

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut ekki reglur um trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafi skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson til að hann gæti fengið uppreist æru. Samkvæmt heimildum RÚV mun Tryggi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hafa sagt þetta á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. […]

Framsóknarflokkurinn boðar ekki til flokksþings fyrir kosningar

Framsóknarflokkurinn mun ekki boða til flokksþings fyrir kosningar, tíminn sé of knappur til það sé hægt í samræmi við lög flokksins. Þetta segir Einar Gunnar Einarsson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins í samtali við Eyjuna. Ákveðið var á fundi miðstjórnar flokksins síðastliðið vor að halda flokksþing í janúar en í kjölfar stjórnarslita og kosninga í lok október fóru […]

Ragnar Þór svarar Halldóri: „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág“

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það mikla einföldun að halda því fram að hækkun á ráðstöfunartekjum launafólks í formi hærri persónuafsláttar sé eingöngu tekjumissir fyrir ríkið. Líkt og greint var frá í gær sagði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að tillaga VR um að endurskoða upphæð persónuafsláttar til að miða við þróun launa […]

Logi kannast ekki við þrýsting: „Ég er ekki að skipta mér af vinnu uppstillinganefnda“

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að hann hafi heyrt það útundan sér að hann eigi að færa sig um set og bjóða sig fram í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í stað Norðausturkjördæmis, en að enginn innan flokksins hafi komið að máli við sig um það. Vefur Hringbrautar segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Samfylkingarfólk í […]

Bjarni býst við óvæginni kosningabaráttu

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að kosningabaráttan verði vafalaust óvægin á köflum en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei óttast kjósendur og sé ævinlega tilbúinn til kosninga. Í bréfi sem Bjarni sendir flokksmönnum sínum í dag segir hann að hann geti ekki svarað fyrir ákvörðun föður síns um að veita Hjalta Sigurjóni Haukssyni umsögn þegar Hjalti sótti […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is