Mánudagur 12.06.2017 - 15:00 - Ummæli ()

Sölvi Tryggva: „Engar helvítis byssur!“

Sölvi Tryggvason.

Það vakti athygli um liðna helgi þegar sást til vopnaðara sérsveitarmanna á stórviðburðum helgarinnar, Litahlaupinu í miðbænum, Sjómannadeginum og á landsleik Íslands og Króatíu á Laugardalsvelli. Sitt sýnist hverjum um þessa þróun, sumir telja þetta nauðsynlegt í kjölfar hryðjuverka í nágrannalöndum en aðrir eru mótfallnir því að hér á landi verði vopnuð gæsla á stórviðburðum. Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason leggur orð í belg með pistli á Facebook síðu sinni og gerir þar grein fyrir afstöðu sinni í málinu en hann er harður andstæðingur þess að lögreglan vígbúist.

Sölvi segir það sorglegt að sjá lögregluna hér á landi bera vopn á hátíð fyrir fjölskyldur í miðborg Reykjavíkur og vísar þar til Color Run eða Litahlaupsins sem haldið var á laugardaginn.

Það er algjör steypa að þessi Kanastemmning geri okkur öruggari. Byssuvæðing lögreglunnar býr þvert á móti til hættulegra samfélag. Byssur kalla á fleiri byssur. Ótti býr til ofbeldi,

skrifar Sölvi.

Að hans sögn hefur það verið ósk margra að vopnavæða íslenskt lögreglufólk. Þessi þróun hafi farið að stað fyrir alvöru þegar sérsveit Ríkislögreglustjóra fékk vopn í sínar hendur og nú séu hryðjuverk í nágrannalöndum notuð sem réttlæting fyrir því að auka hraða þessar þróunar, allt undir þeim formerkjum að verið sé að vernda óbreytta borgara.

Byggir skoðun sína á samskiptum við lögreglu

Í starfi sínu í fjölmiðlum segir Sölvi að hann hafi átt mikil samskipti við lögregluna og fylgst með störfum þeirra. Hann vitnar til orða yfirmannsin innan lögreglunnar sem sagði: „Ef almennir lögreglumenn á Íslandi fara að ganga með byssur verður bara tímaspursmál hvenær við sjáum skotbardaga í Reykjavík.“

Að sögn Sölva var þessi tiltekni lögreglumaður andsnúinn vopnaburði lögreglunnar og segist hann algjörlega sammála honum og hugsa til þessara orða þegar þessi umræða fer af stað í þjóðfélaginu.

Röksemdafærslan nú fyrir því að setja vopn í hendur í lögreglumanna er eins og áður sagði að það sé nauðsynlegt til verndar borgurum. Sölvi segir að það myndi hins vegar hafa þver öfug áhrif, vopn kalli á vopn og undirheimarnir muni vígbúast til að svara því ef lögreglan geri það.

Lögreglustarfið er erfitt – Einmitt þess vegna er vopnaburður óæskilegur

Það er þó ekki svo að Sölvi treysti ekki íslensku lögreglufólki fyrir þeirri miklu ábyrgð sem vopnaburði fylgi. Hann hefur fylgt lögreglunni að störfum að næturlagi og segir að margir átti sig ekki á því mikla álagi sem starfinu fylgi.

En einmitt þess vegna er alls gott að ekki sé verið að höndla með byssur. Jafnvel allra besta fólk getur misst stjórn á sér eitt augnablik þegar verið er að vinna enn eina næturvaktina eftir lítinn svefn og enn einn snillingurinn í misjöfnu ástandi byrjar að áreita þig,

skrifar Sölvi.

Ísland hefur sérstöðu

Stærstu rökin gegn vopnavæðingu lögreglunnar eru að mati Sölva þau að með því væri tekið „risastórt skref í kolranga átt.“ Ef það yrði að veruleika myndi Ísland tapa stöðu sinni sem fyrirmynd fyrir önnur ríki heims, með vopnlausri götulögreglu. Með því að láta lögreglunni í hendur vopn værum við í stað þess farin að apa eftir öðrum.

Sú sérstaða sem Ísland hafi í þessum efnum er að mati Sölva gríðarlega falleg og það veki alltaf með honum jafn mikið þakklæti þegar hann er erlendis og sér lögreglumenn gráa fyrir járnum, þakklæti fyrir að hafa fæðst á Íslandi.

Það er einnig mikilvægt að hans mati að ákvarðanir um þessi mál séu ekki tekin á ógagnsæjan hátt, „í bakherbergjum af íhaldssömum og óttaslegnum einstaklingum. Ofbeldisbrotum á Íslandi er ekki að fjölga og engin almennileg rök hafa verið færð fyrir því af hverju það þarf allt í einu að vígbúast.“

Sölvi lýkur pistlinum með ákalli til almennings að standa upp gegn þessari þróun:

Ef það á að verja mig með því að skammbyssuvæða opinbera starfsmenn bið ég frekar um að fá að vera varnarlaus. Berjumst gegn þessu með kjafti og klóm. Engar helvítis byssur!

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins gefur Íslandi háa einkunn

Stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins IMF fagnar frammistöðu íslenska hagkerfisins þar sem saman fari mikill hagvöxtur, lág verðbólga, uppbygging gjaldeyrisforða, afgangur á afkomu hins opinbera og á viðskiptajöfnuði, ásamt lækkandi skuldabyrði hins opinbera. Traust tök á hagstjórninni og uppgangur í ferðaþjónustu síðustu misserin hafi stuðlað að þessari hagfelldu þróun. Sendinefnd á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var hér á landi […]

Ekki pólitískt gerlegt að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að ef ekki væri fyrir Viðreisn væri enginn að skoða breytta peningastefnu. Enginn stjórnmálaflokkur tali nú gegn stöðugra gengi og hans flokkur sé eini flokkurinn sem hafi bent á aðra leið en að skipta um gjaldmiðil til að ná því. Í viðtali við Kjarnann í dag segir fjármálaráðherra að hann myndi […]

„Engin dæmi um að ríkisstjórn sé komin niður í þriðjungs fylgi eftir hálft ár“

Í nýjustu skoðanakönnun MMR mælist ríkisstjórnin með 30,3% fylgi. Stjórnin var mynduð um miðjan janúar og hefur því nú starfað í rúmt hálft ár. Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar mælist sem fyrr stærsti flokkur landsins en ef kosið yrði í dag yrði mjög tvísýnt hvort Viðreisn Benedikts Jóhannessonar og Björt Framtíð Óttars Proppé næðu inn á þing. […]

Bónus og Krónan eru íslenskum neytendum mikilvægari en Costco

Í dag er einn mánuður liðinn frá opnun verslunar Costco í Kauptúni. Costco hefur vægast sagt fengið góð viðbrögð hjá íslenskum neytendum en nýleg könnun MMR leiddi í ljós að nærri helmingur landsmanna 18 og eldri væri búinn að fara í Costco. Síðasta sumar kom út skýrsla ráðgjafarfyrirtækisins Zenter sem sagði að Costco myndi hafa […]

Forstjóri N1 segir Costco „markaðssnillinga“: „Íslenska brjálæðið“

Eggert Þór Kristófersson forstjóri N1 segist ekki hafa áhyggjur af innkomu Costco á íslenskan eldsneytismarkað, sagan hafi kennt að nýjungar á markaði séu mjög vinsælar fyrst um sinn en svo dragist það saman. Í helgarblaði DV sem kom út í dag er rætt við forstjóra íslensku olíufélaganna sem segjast ekki hafa miklar áhyggjur af þessum […]

Benedikt sannfærður um stuðning almennings: „Þess vegna hef ég lýst yfir stríði á hendur skattsvikum“

Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra segist sannfærður um að almenningur styðji stríð hans gegn skattsvikurum. Meðal tillagna í skýrslu starfshóps ráðherra sem kynnt var í gær var að draga úr noktun peningaseðla og taka 10.000 króna og 5.000 króna seðla úr umferð, þar að auki verði sett hámarksupphæð á vörur og þjónustu sem má kaupa […]

Hætta talin á frekari berghlaupum í Grænlandi: Söfnun hafin til aðstoðar Grænlendingum

Vegna hafíss og lélegs skyggnis hefur leit verið hætt í bili að þeim fjórum sem saknað er frá þorpinu Nuugaatsiaq. Talin er veruleg hætta á frekari risaberghlaupum úr fjallshlíðum sem ganga í sjó fram við Karrat-Ísfjörðinn þar sem berghlaup varð á laugardagskvöld. Grannt er fylgst með fjallshlíðunum og fólk í viðbragðsstöðu því berghlaupin gætu hæglega […]

Hæstiréttur: Sérstakt veiðigjald er skattur

Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum sótti á árinu 2016 mál gegn íslenskra ríkinu vegna ágreinings um sérstakt veiðigjald. Ágreiningur aðila laut að því hvort Vinnslustöðin ætti rétt á endurgreiðslu sérstaks veiðigjalds, sem lagt hafði verið á vegna aflaheimilda og landaðs afla skipa fyrirtækisins fiskveiðiárið 2012/2013 og íslenska ríkið hafði innheimt hjá Vinnustöðinni á grundvelli laga nr. […]

Þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokks á einu máli: „Galið“

Þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokks, þeir Smári McCarthy og Teitur Björn Einarsson, eru sammála um að hugmynd Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra um að leggja 10.000 og 5.000 króna peningaseðlum sé röng og galin. Segir Teitur Björn að besta ráðið gegn skattsvikum sé að hafa skatta lága og skattkerfið gegnsætt og skilvirkt. Meðal tillagna í skýrslu […]

Hagfræðingar ánægðir: Gott mál að taka seðlana úr umferð

Jón Steinsson hagfræðingur segir mjög gott mál að taka 5.000 og 10.000 króna seðlana úr umferð, undir það tekur Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra. Ákvörðun Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra um að taka seðlana úr umferð á næstunni hefur vakið hörð viðbrögð, segir Egill Helgason að þetta sé „einhver fávitalegasta efnahagsaðgerð sem maður hefur heyrt um“ […]

„Ógeðsleg árás á alþýðu þessa lands“

„Þegar þú kaupir vöru með korti debet eða kreditkorti greiðir seljandinn 0,4-3,9% til kortafyrirtækisins sem gefur út kortið. Sem sagt af hverjum 1000 krónum sem þú eyðir á kortið þitt fær Borgun og Kreditkort 4 – 39 krónur. Fjármálaráðherra er með þessari aðgerð að auka tekjur kortafyrirtækjana og banka umtalsvert. Ég læt alveg ósagt hversu […]

10 og 5 þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð: „Við lýsum bókstaflega yfir stríði gegn skattsvikum“

Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra segir skattsvikurum stríð á hendur, einn liður í því er að taka 10.000 króna seðilinn úr umferð. Benedikt sagði á blaðamannafundi í ráðuneytinu í morgun að í kjölfar upplýsinga úr Panamaskjölunum hafi aukist meðvitund um að undanskotum væri beitt með markvissum hætti til að komast undan skattskyldu, í janúar var […]

Skipalest heimsækir Hvalfjörð á morgun– fórna Íshafsskipalestanna til Sovétríkjanna minnst

Í fyrramálið, föstudagmorgun, mun skipalest fimm herskipa og kafbáts undir forystu varðskipsins Týs sigla inn Hvalfjörð og á gamla herskipalægið við Hvítanes. Þar verður haldin minningarathöfn og blómsveig varpað í fjörðinn. Þetta er gert til að minnast skipalestasiglinganna milli Hvalfjarðar og Norðvestur-Rússlands í seinni heimsstyrjöld. Þetta voru hinar svokölluðu Íshafsskipalestir. Einnig er viðburðurinn til að minnast […]

Arnþrúður hjólar í Jón Trausta og Stundina – Búrkan var útivistarfatnaður

Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu segist vona að Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar hafi lært eitthvað af dómi héraðsdóms og láti það vera að níða niður fólk með aðrar  lífsskoðanir. Í harðorðuðum pistli sem Arnþrúður birtir á Fésbókarsíðu sinni ræðir hún dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem sektaði Stundina um 200 þúsund krónur fyrir að nota 15 […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is