Mánudagur 12.06.2017 - 15:00 - Ummæli ()

Sölvi Tryggva: „Engar helvítis byssur!“

Sölvi Tryggvason.

Það vakti athygli um liðna helgi þegar sást til vopnaðara sérsveitarmanna á stórviðburðum helgarinnar, Litahlaupinu í miðbænum, Sjómannadeginum og á landsleik Íslands og Króatíu á Laugardalsvelli. Sitt sýnist hverjum um þessa þróun, sumir telja þetta nauðsynlegt í kjölfar hryðjuverka í nágrannalöndum en aðrir eru mótfallnir því að hér á landi verði vopnuð gæsla á stórviðburðum. Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason leggur orð í belg með pistli á Facebook síðu sinni og gerir þar grein fyrir afstöðu sinni í málinu en hann er harður andstæðingur þess að lögreglan vígbúist.

Sölvi segir það sorglegt að sjá lögregluna hér á landi bera vopn á hátíð fyrir fjölskyldur í miðborg Reykjavíkur og vísar þar til Color Run eða Litahlaupsins sem haldið var á laugardaginn.

Það er algjör steypa að þessi Kanastemmning geri okkur öruggari. Byssuvæðing lögreglunnar býr þvert á móti til hættulegra samfélag. Byssur kalla á fleiri byssur. Ótti býr til ofbeldi,

skrifar Sölvi.

Að hans sögn hefur það verið ósk margra að vopnavæða íslenskt lögreglufólk. Þessi þróun hafi farið að stað fyrir alvöru þegar sérsveit Ríkislögreglustjóra fékk vopn í sínar hendur og nú séu hryðjuverk í nágrannalöndum notuð sem réttlæting fyrir því að auka hraða þessar þróunar, allt undir þeim formerkjum að verið sé að vernda óbreytta borgara.

Byggir skoðun sína á samskiptum við lögreglu

Í starfi sínu í fjölmiðlum segir Sölvi að hann hafi átt mikil samskipti við lögregluna og fylgst með störfum þeirra. Hann vitnar til orða yfirmannsin innan lögreglunnar sem sagði: „Ef almennir lögreglumenn á Íslandi fara að ganga með byssur verður bara tímaspursmál hvenær við sjáum skotbardaga í Reykjavík.“

Að sögn Sölva var þessi tiltekni lögreglumaður andsnúinn vopnaburði lögreglunnar og segist hann algjörlega sammála honum og hugsa til þessara orða þegar þessi umræða fer af stað í þjóðfélaginu.

Röksemdafærslan nú fyrir því að setja vopn í hendur í lögreglumanna er eins og áður sagði að það sé nauðsynlegt til verndar borgurum. Sölvi segir að það myndi hins vegar hafa þver öfug áhrif, vopn kalli á vopn og undirheimarnir muni vígbúast til að svara því ef lögreglan geri það.

Lögreglustarfið er erfitt – Einmitt þess vegna er vopnaburður óæskilegur

Það er þó ekki svo að Sölvi treysti ekki íslensku lögreglufólki fyrir þeirri miklu ábyrgð sem vopnaburði fylgi. Hann hefur fylgt lögreglunni að störfum að næturlagi og segir að margir átti sig ekki á því mikla álagi sem starfinu fylgi.

En einmitt þess vegna er alls gott að ekki sé verið að höndla með byssur. Jafnvel allra besta fólk getur misst stjórn á sér eitt augnablik þegar verið er að vinna enn eina næturvaktina eftir lítinn svefn og enn einn snillingurinn í misjöfnu ástandi byrjar að áreita þig,

skrifar Sölvi.

Ísland hefur sérstöðu

Stærstu rökin gegn vopnavæðingu lögreglunnar eru að mati Sölva þau að með því væri tekið „risastórt skref í kolranga átt.“ Ef það yrði að veruleika myndi Ísland tapa stöðu sinni sem fyrirmynd fyrir önnur ríki heims, með vopnlausri götulögreglu. Með því að láta lögreglunni í hendur vopn værum við í stað þess farin að apa eftir öðrum.

Sú sérstaða sem Ísland hafi í þessum efnum er að mati Sölva gríðarlega falleg og það veki alltaf með honum jafn mikið þakklæti þegar hann er erlendis og sér lögreglumenn gráa fyrir járnum, þakklæti fyrir að hafa fæðst á Íslandi.

Það er einnig mikilvægt að hans mati að ákvarðanir um þessi mál séu ekki tekin á ógagnsæjan hátt, „í bakherbergjum af íhaldssömum og óttaslegnum einstaklingum. Ofbeldisbrotum á Íslandi er ekki að fjölga og engin almennileg rök hafa verið færð fyrir því af hverju það þarf allt í einu að vígbúast.“

Sölvi lýkur pistlinum með ákalli til almennings að standa upp gegn þessari þróun:

Ef það á að verja mig með því að skammbyssuvæða opinbera starfsmenn bið ég frekar um að fá að vera varnarlaus. Berjumst gegn þessu með kjafti og klóm. Engar helvítis byssur!

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Græðgin gengur af göflunum – Kristinn H. Gunnarsson

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Útgerðarmafían hóf árið með stórsókn gegn almenningi. Framkvæmdastjóri samtaka þeirra fer hamförum yfir veiðigjaldinu og segir það vera skattheimtu á sterum. Ætla mætti að verið væri að ganga a milli bols og höfuðs í efnahagslegum skilningi á öllum helstu útgerðarfélögum landsins, slíkur er barlómurinn. Segja mætti eins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði […]

Benedikt óskar upphafsmönnum EES-samningsins til hamingju með afmælið

Benedikt Jóhannesson, fyrrum formaður og stofnandi Viðreisnar og fjármálaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, skrifar um afmæli EES samningsins á heimasíðu sinni, en 25 ár eru liðin frá því hann tók gildi. Benedikt er mikill áhugamaður um inngöngu Íslands í Evrópusambandið, en EES samningurinn var hugsaður sem „biðstofa fyrir fulla aðild að Evrópusambandinu“, segir Benedikt í […]

Hannes Hólmsteinn býður fram lausn við umferðaröngþveitinu um Miklubraut

Hannes Hólmsteinn Gissurason, stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands, býður fram áhugaverða lausn á þeim mikla umferðavanda sem jafnan skapast á Miklubrautinni á degi hverjum. Á Facebooksíðu hans segir:   „Ég bý í 101 eins og borgarfullrúar vinstri meirihlutans og geng í vinnuna. En ég skil ekki, hvers vegna aðrir borgarbúar láta bjóða sér umferðaröngþveitið við Lönguhlíð […]

Rússnesk rúlletta á Reykjanesbrautinni

Þórólfur Júlían Dagsson ritar: Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið. Allt of margir hafa lent í alvarlegum umferðarslysum á þessum vegarkafla milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar og allt of margir hafa hreinlega látið lífið. Við þetta verður ekki unað. Barátta bæjarbúa á sýnum […]

Guðlaugur Þór gaf Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kunke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. „“Ber er hver að baki nema bróður sér eigi“, segir í sögnunum og er þar vísað til vopnaðra […]

Ríkisstjórnin lýsir yfir vantrausti á kjararáð- Myndar starfshóp um „breytt fyrirkomulag“ og „úrbætur“

Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp um kjararáð, í samráði við „heildarsamtök á vinnumarkaði“, líkt og segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. „Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana kjararáðs, sé annað fyrirkomulag talið líklegra til betri sáttar í þjóðfélaginu til […]

Gunnar Atli ráðinn aðstoðarmaður Kristjans Þórs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi. Gunnar Atli er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði, með Mag. Jur. í lögfræði frá […]

Vilhjálmur Bjarnason: „Borgin stundar mikinn fjandskap við íbúa sína“

Vilhjálmur Bjarnason, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann fer yfir helstu hugðarefni sín í borgarmálunum. Eru þar húsnæðis- og velferðarmál ofarlega á baugi, en athygli vekur að Vilhjálmur minnist lítið sem ekkert á samgöngumál eða borgarlínu, en hann hefur þó áður lýst yfir efasemdum um hana, […]

Strætó að eldast – Um helmingur 10 ára eða eldri

Samgöngumál borgarinnar eru nú í brennidepli, þegar styttist í sveitastjórnarkosningar. Ljóst er að samgöngumál verða eitt af stóru kosningamálunum, ekki síst almenningssamgöngur, þar sem Borgarlínan hefur verið í forgrunni. En hvernig stendur Strætó ? Samkvæmt Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdarstjóra Strætó, eru 49 af 95 strætisvögnum fyrirtækisins 10 ára eða meira og eru tveir þeirra 18 ára […]

Borgin úthlutaði lóðum fyrir 1711 íbúðir árið 2017

Alls voru samþykktar lóðaúthlutanir fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði á síðasta ári. Mikill meirihluti úthlutaðra lóða var fyrir byggingarfélög sem starfa án hagnaðarsjónarmiða. Borgarráð fékk kynningu á úthlutunum lóða á fundi sínum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Úthlutað var lóðum fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði í fyrra. Af þeim eru 1.422 […]

Forsætisráðherra í heimsóknarhug

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á faraldsfæti í gær, en hún heimsótti bæði umboðsmann barna og Seðlabankann. Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gerði Katrínu grein fyrir stefnumótun og áherslum embættisins fyrir tímabilið 2018 til 2022. Fram kom að embættið telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu […]

Þórir Guðmundsson ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone. Þórir er með meistaragráðu í alþjóðlegum samskiptum frá Boston University og B.A. gráðu í Blaða- og fréttamennsku frá University of Kansas. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo […]

Dauðans alvara – eftir Jón Pál Hreinsson og Pétur G. Markan

Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og […]

ESB ræðst gegn plastmengun: Meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050 með sama áframhaldi

Samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins verða allar plastumbúðir gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030, dregið verður verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts. Áætlun Evrópusambandsins til að bregðast við plastmengun er ætlað að vernda náttúruna, verja íbúana og styrkja fyrirtækin. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar og á að stuðla að […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is