Þriðjudagur 13.06.2017 - 12:18 - Ummæli ()

Sér eftir norsku hríðskotabyssunum, styttist í hryðjuverk og ber saman kostnað vegna hælisleitenda við Dýrafjarðargöng

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur oftar enn einu sinni vakið hörð viðbrögð vegna skoðana sinna um hvernig honum finnst að eigi að taka á móti hælisleitendum. Í hvert sinn sem hann opnar munninn um þessi mál virðist allt fara á annan endann. Heldur Ásmundur fram að alls staðar nema á Íslandi megi ræða þennan málaflokk á skynsemi.

Ásmundur var í viðtali á Útvarpi Sögu í gær þar sem rætt var um vopnaburð lögreglu og svo hælisleitenda. Fór Ásmundur um víðan völl. Þar kom fram að hann sér eftir norsku hríðskotabyssunum sem voru sendar til baka eftir fjölmiðlaumfjöllun DV. Þá telur hann að styttist í að hryðjuverk verði framið hér á landi og ber hann kostnaðinn við hælisleitendur saman við hin umdeildu Dýrafjarðargöng.

„Við erum að velja hérna inn kvóta-flóttamenn sem virðist hafa tekist ágætlega. Hingað hafa komið fjölskyldur og sest að víða og gengur það allt vel,“ segir Ásmundur og bætir við að hælisleitendur reyni að villa á sér heimildum, henda vegabréfum og brenna fingur sína svo ekki sé hægt að taka fingraför og bera kennsl á þá.

„Í flestum tilvikum er þetta fólk að mæta á flugvöllinn með vegabréf og flugmiða, því það kæmist ekki um borð í þessar vélar öðruvísi. Það er síðan frá síðustu innritun, frá því að það fer um borð, þá nota þeir tækifærið og henda vegabréfunum í næstu ruslafötu, mér er sagt að þeir troði þeim inn í innréttingar flugvélanna, fari með það á salernið og hendi þeim. Og þegar þeir koma til landsins eru þeir ekki með vegabréf,“

segir þingmaðurinn og segir að fleiri hundruð hælisleitendur fylli gistihús og hótel á kostnað ríkisins.

Pétur Gunnlaugsson þáttastjórnandi á Útvarpi Sögu spurði þá hvort ekki þyrfti að kanna betur bakgrunn hópsins.

„Ég er enn á þeirri skoðun að við þurfum að fara mjög varlega. Við þurfum að vita hverjir sækja okkur heim. Ég vil vita hver er að koma heim til mín. Koma til Íslands,“ svaraði Ásmundur.

Sér eftir byssunum

DV greindi frá því fyrir þremur árum að íslenska lögreglan hefði fengið 150 hríð­skota­byss­ur frá Noregi. Í frétt DV sagði: „Samkvæmt þessum öruggu heimildum DV er búið að kaupa 200 MP5-hríðskotabyssur.“

Eftir fréttaflutning af málinu voru byssurnar sendar aftur til Noregs. Ásmundur sér eftir þessum byssum en um þær segir hann:

„Þingið kom í veg fyrir það að lögregla gæti fengið ný vopn á sínum tíma sem voru gamlar norskar byssur. Þæru voru hingað komnar og áttu að efla lögregluliðið. Því var öllu snúið til baka, byssum skilað og ég velti fyrir mér hvar stöndum við núna ef ógæfa dynja yfir sem ég vona að verði aldrei. Það er eins og með þjófa á nóttu. Þeir munu ekki hringja á undan sér.“

Þá ræddi Ásmundur um hættu á hryðjuverkum hér á landi. Um það sagði hann:

„Mér finnst það sorglegt þó innst inni sé maður það mikið barn í sér að trúa því að hér gerist ekki neitt en í rauninni held ég að staðan sú að með hverjum deginum sem líður þá styttist í að gerist eitthvað.“

„Ég sé ekki eftir neinu“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Sigryggur Ari

Ásmundur hefur skapað sér nokkrar óvinsældir vegna skoðana sinna og fengið skammar jafnvel frá félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Eyjan greindi frá því 2016 að hann vildi að það yrði rætt alvarlega að loka landamærum Íslands fyrir flóttafólki og hælisleitendum og því fólki yrði snúið við á Keflavíkurflugvelli og það sent til síns heima. Ákvað Ásmundur að ræða þessi mál eftir að hælisleitandi hafði í örvæntingu hótað að kveikja í sér. Sagði Ásmundur að íslenskt samfélag væri ekki vant slíkum hótunum. Vakti málflutningur Ásmundar umtal en Áslaug Friðriksdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Áslaug Arna, allt þingmenn Sjálfstæðisflokksins fundu að málflutningi Ásmundar.

Ásmundur ræddi þá málin við Eyjuna og skammaði þingmennina.

„Umræðan er svo yfirgengileg að það er ekki hægt að svara þegar fjölskyldu manns er óskað til andskotans. Það er kostulegt að í hvert sinn sem rætt er um flóttafólk eða hælisleitendur fer allt á annan endann. Ég er sakaður um að vera ómenni. Konan mín hefur bannað börnum og barnabörnum að fara á samskiptamiðlana enda umræðan með ólíkindum og ótrúlegt hvað fólk lætur út úr sér.“

Þá spurði blaðamaður Eyjunnar hvort Ásmundur sæi eftir því sem hann sagði á þingi. Ásmundur svaraði:

„Ég sé ekki eftir neinu. Þegar talað er blaðlaust getur maður sagt flóttamaður þegar maður ætlaði kannski að segja hælisleitandi. En öllu er slegið á versta veg.“

Pétur Gunnlaugsson lögmaður. Mynd/DV

Útvarp saga í gær

Í viðtalinu á Útvarpi Sögu barst einnig talið að kostnaði við móttöku á hælisleitendum og sagði þingmaðurinn kostnað hafa farið langt fram úr áætlunum.

öllum áætlunum á undanförnum 2-3 árum, þegar menn ætluðu 450 milljónum í málaflokkinn þá fór það yfir milljarð, og núna erum við að tala um að menn sáu það strax í febrúar að þegar var talað um 500 hælisleitendur á þessu ári þá voru komnir 700 en núna eru menn farnir að tala um að þetta verði á annað þúsund og kannski meira og kostnaðurinn hef ég heyrt 3,6 milljarða eða ein Dýrafjarðargöng á ári.“

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Forsætisráðherra á leiðtogafundi í París – Kynnti kolefnislaust Ísland 2040

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók þátt í leiðtoga-fundi í París í dag undir yfirskriftinni „One Planet Summit“.  Fundurinn var haldinn í tilefni af því að í dag, 12. desember, eru tvö ár liðin frá samþykkt Parísarsamkomulagsins og lýkur fundinum síðar í kvöld. Megintilgangur fundarins er að fagna þeim áfanga sem Parísarsamkomulagið er og vekja athygli á markmiðum […]

Áform um hverfisskipulag Grafarvogs kynnt – Starfsemi fyrir kvikmyndaiðnað, verslun og þjónustu

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hélt kynningarfund á dögunum vegna fyrsta áfanga skipulags í Gufunesi. Fundurinn var haldinn í Hlöðunni við Gufunesbæ. Stuðla á að fjölbreyttari byggð og starfsemi og styðja við og styrkja Grafarvog sem hverfisheild. Á svæðinu er einkum gert ráð fyrir starfsemi á sviði afþreyingar- og kvikmyndaiðnaðar og þjónustu tengdri slíkri starfsemi. Einnig […]

Trump verst ásökunum um kynferðislega áreitni á Twitter

Donald Trump Bandaríkjaforseti, sagði í dag að allur sá fjöldi ásakana á hendur honum varðandi kynferðislega áreitni, væri liður í samsæri Demókrata og kallaði þær falsfréttir. Orð Trump féllu degi eftir að þrjár konur ásökuðu Trump um að hafa áreitt sig kynferðislega í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni og á blaðamannafundi í New York í gær. […]

Herdís kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins -Fyrst Íslendinga

Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hefur kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Á aðalfundi nefndarinnar nú í desember var Herdís kjörin fyrsti varaforseti nefndarinnar en hún hafði í tvígang verið kjörin ein þriggja varaforseta hennar. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem kjörin er í stjórn Feneyjarnefndarinnar.     Aðspurð um hvaða þýðingu þetta […]

Kristinn H reiðir til höggs – Sakar umhverfisráðherra um „veruleikafirringu“ og tilheyra „öfgasamtökum“

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum þingmaður og nú ritstjóri Vestfirðings, gagnrýnir nýskipaðan umhverfisráðherra harðlega í leiðara blaðs síns í dag. Guðmundur I. Guðbrandsson, sem áður var framkvæmdarstjóri Landverndar, var skipaður sem fagráðherra af Vinstri grænum eftir síðustu kosningar, en sú ráðning virðist ekki vekja lukku hjá Kristni H. sem sakar umhverfisráðherra um að beita sér af […]

Kristján Þór gerir hreint fyrir sínum dyrum varðandi Samherjatengsl

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, birti á Facebook síðu sinni í morgun yfirlýsingu, þar sem hann gerir grein fyrir tengslum sínum við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja sem og tengsl hans við fyrirtækið, en hann hefur legið undir ámæli vegna þessa, sökum stöðu sinnar og embættis. Flest, ef ekki allt það sem Kristján týnir […]

Olíunotkun sjávarútvegsins fer minnkandi – Nálgast markmið Parísarsamkomulagsins

Samkvæmt skýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um olíunotkun greinarinnar til 2030, sem unnin er að hluta af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, kemur í ljós að eldsneytisnotkun hefur minnkað töluvert frá árinu 1990, eða um 43% Í skýrslunni kemur fram að „sterkir fiskistofnar, framfarir í veiðum og betra skipulag veiða hafa leitt til verulega minni olíunotkunar í […]

Dapurleg upprifjun

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar: Það var sorglegt að fylgjast með upprifjun á því í fréttum í síðustu viku hvernig margir Íslendingar höguðu sér fyrst eftir bankahrunið 2008. Menn fóru í ógnandi hópum að heimilum fólks, sem það taldi í fávisku sinni að borið hefði einhverja óskilgreinda ábyrgð á hörmungunum. Þar urðu meðal annars stjórnmálamenn og […]

„Tímabært að teikna upp mynd af því hvernig hann og hans nánustu hafa hagað sér“

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, gaf út á dögunum bók er nefnist Hinir Ósnertanlegu, saga um auð, völd og spillingu. Þar er fjallað um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og ítök föðurættar Bjarna í viðskiptalífinu í gegnum árin, sem höfundur kallar „eitrað samband stjórnmála og viðskipta.“       En af hverju réðst Karl í gerð […]

Aldrei munað eins litlu á WOW og Icelandair í farþegum talið

Aldrei hefur munað jafn litlu á stærð íslensku flugfélaganna tveggja, Icelandair og WOW, í farþegum talið. Icelandair flutti í nóvember 249 þúsund farþega, meðan Wow flaug með 224 þúsund farþega á sama tíma. Munurinn er 25 þúsund farþegar, sem er minnsti mælanlegi munur hingað til. Þar áður var munurinn minnstur í febrúar, eða 33,657 farþegar. […]

Velferðarráðuneytið vænir Barnaverndarstofu um ósannsögli

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson,  legið undir ámæli vegna starfshátta sinna. Barnaverndarstofa sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag, þar sem beðið var um frest til að svara Velferðarráðuneytinu, meðan aflað væri frekari gagna, því það hafi gengið erfiðlega að fá gögnin í hendur. Nú hefur Velferðarráðuneytið sent frá […]

Búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt

Samkvæmt öruggum heimildum Eyjunar er búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt. Auglýst var eftir fimm löglærðum aðstoðarmönnum dómara við Landsrétt í sumar, en Landsréttur tekur til starfa 1. janúar 2018 og er gert ráð fyrir að aðstoðarmenn hefji störf frá þeim tíma. Alls sóttu 116 manns um störfin fimm en eftirtaldir einstaklingar fengu starfið: […]

Stjórnarandstaðan þiggur formennsku þriggja fastanefnda Alþingis- „Ekki nema hæfilega ánægð“

Stjórnarandstaðan ákvað í morgun að taka við formennsku í þeim þremur fastanefndum sem ríkisstjórnin hafði boðið þeim. Þetta staðfesti Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar við Eyjuna. Að sögn Loga mun Samfylkingin fara með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fyrstu tvö árin, en skiptast síðan á við Pírata, sem fara fyrir velferðarnefnd fyrstu tvö árin. Þá mun […]

Hæstaréttarlögmaður ýjar að vanhæfi umhverfisráðherra

Hæstaréttarlögmaðurinn Jón Jónsson skrifar grein í Morgunblaðið um helgina, hvar hann veltir fyrir sér hæfi, eða eftir atvikum, vanhæfi Guðmundar I. Guðbrandssonar umhverfisráðherra, sökum sinna fyrri starfa hjá Landvernd. Spyr Jón hvort umhverfisráðherra sé til dæmis hæfur til að skipa til dæmis starfshóp um málefni Teigsskógar, eða hvort hann sé hæfur að fjalla um aðalskipulag tengt […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is