Þriðjudagur 13.06.2017 - 12:18 - Ummæli ()

Sér eftir norsku hríðskotabyssunum, styttist í hryðjuverk og ber saman kostnað vegna hælisleitenda við Dýrafjarðargöng

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur oftar enn einu sinni vakið hörð viðbrögð vegna skoðana sinna um hvernig honum finnst að eigi að taka á móti hælisleitendum. Í hvert sinn sem hann opnar munninn um þessi mál virðist allt fara á annan endann. Heldur Ásmundur fram að alls staðar nema á Íslandi megi ræða þennan málaflokk á skynsemi.

Ásmundur var í viðtali á Útvarpi Sögu í gær þar sem rætt var um vopnaburð lögreglu og svo hælisleitenda. Fór Ásmundur um víðan völl. Þar kom fram að hann sér eftir norsku hríðskotabyssunum sem voru sendar til baka eftir fjölmiðlaumfjöllun DV. Þá telur hann að styttist í að hryðjuverk verði framið hér á landi og ber hann kostnaðinn við hælisleitendur saman við hin umdeildu Dýrafjarðargöng.

„Við erum að velja hérna inn kvóta-flóttamenn sem virðist hafa tekist ágætlega. Hingað hafa komið fjölskyldur og sest að víða og gengur það allt vel,“ segir Ásmundur og bætir við að hælisleitendur reyni að villa á sér heimildum, henda vegabréfum og brenna fingur sína svo ekki sé hægt að taka fingraför og bera kennsl á þá.

„Í flestum tilvikum er þetta fólk að mæta á flugvöllinn með vegabréf og flugmiða, því það kæmist ekki um borð í þessar vélar öðruvísi. Það er síðan frá síðustu innritun, frá því að það fer um borð, þá nota þeir tækifærið og henda vegabréfunum í næstu ruslafötu, mér er sagt að þeir troði þeim inn í innréttingar flugvélanna, fari með það á salernið og hendi þeim. Og þegar þeir koma til landsins eru þeir ekki með vegabréf,“

segir þingmaðurinn og segir að fleiri hundruð hælisleitendur fylli gistihús og hótel á kostnað ríkisins.

Pétur Gunnlaugsson þáttastjórnandi á Útvarpi Sögu spurði þá hvort ekki þyrfti að kanna betur bakgrunn hópsins.

„Ég er enn á þeirri skoðun að við þurfum að fara mjög varlega. Við þurfum að vita hverjir sækja okkur heim. Ég vil vita hver er að koma heim til mín. Koma til Íslands,“ svaraði Ásmundur.

Sér eftir byssunum

DV greindi frá því fyrir þremur árum að íslenska lögreglan hefði fengið 150 hríð­skota­byss­ur frá Noregi. Í frétt DV sagði: „Samkvæmt þessum öruggu heimildum DV er búið að kaupa 200 MP5-hríðskotabyssur.“

Eftir fréttaflutning af málinu voru byssurnar sendar aftur til Noregs. Ásmundur sér eftir þessum byssum en um þær segir hann:

„Þingið kom í veg fyrir það að lögregla gæti fengið ný vopn á sínum tíma sem voru gamlar norskar byssur. Þæru voru hingað komnar og áttu að efla lögregluliðið. Því var öllu snúið til baka, byssum skilað og ég velti fyrir mér hvar stöndum við núna ef ógæfa dynja yfir sem ég vona að verði aldrei. Það er eins og með þjófa á nóttu. Þeir munu ekki hringja á undan sér.“

Þá ræddi Ásmundur um hættu á hryðjuverkum hér á landi. Um það sagði hann:

„Mér finnst það sorglegt þó innst inni sé maður það mikið barn í sér að trúa því að hér gerist ekki neitt en í rauninni held ég að staðan sú að með hverjum deginum sem líður þá styttist í að gerist eitthvað.“

„Ég sé ekki eftir neinu“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Sigryggur Ari

Ásmundur hefur skapað sér nokkrar óvinsældir vegna skoðana sinna og fengið skammar jafnvel frá félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Eyjan greindi frá því 2016 að hann vildi að það yrði rætt alvarlega að loka landamærum Íslands fyrir flóttafólki og hælisleitendum og því fólki yrði snúið við á Keflavíkurflugvelli og það sent til síns heima. Ákvað Ásmundur að ræða þessi mál eftir að hælisleitandi hafði í örvæntingu hótað að kveikja í sér. Sagði Ásmundur að íslenskt samfélag væri ekki vant slíkum hótunum. Vakti málflutningur Ásmundar umtal en Áslaug Friðriksdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Áslaug Arna, allt þingmenn Sjálfstæðisflokksins fundu að málflutningi Ásmundar.

Ásmundur ræddi þá málin við Eyjuna og skammaði þingmennina.

„Umræðan er svo yfirgengileg að það er ekki hægt að svara þegar fjölskyldu manns er óskað til andskotans. Það er kostulegt að í hvert sinn sem rætt er um flóttafólk eða hælisleitendur fer allt á annan endann. Ég er sakaður um að vera ómenni. Konan mín hefur bannað börnum og barnabörnum að fara á samskiptamiðlana enda umræðan með ólíkindum og ótrúlegt hvað fólk lætur út úr sér.“

Þá spurði blaðamaður Eyjunnar hvort Ásmundur sæi eftir því sem hann sagði á þingi. Ásmundur svaraði:

„Ég sé ekki eftir neinu. Þegar talað er blaðlaust getur maður sagt flóttamaður þegar maður ætlaði kannski að segja hælisleitandi. En öllu er slegið á versta veg.“

Pétur Gunnlaugsson lögmaður. Mynd/DV

Útvarp saga í gær

Í viðtalinu á Útvarpi Sögu barst einnig talið að kostnaði við móttöku á hælisleitendum og sagði þingmaðurinn kostnað hafa farið langt fram úr áætlunum.

öllum áætlunum á undanförnum 2-3 árum, þegar menn ætluðu 450 milljónum í málaflokkinn þá fór það yfir milljarð, og núna erum við að tala um að menn sáu það strax í febrúar að þegar var talað um 500 hælisleitendur á þessu ári þá voru komnir 700 en núna eru menn farnir að tala um að þetta verði á annað þúsund og kannski meira og kostnaðurinn hef ég heyrt 3,6 milljarða eða ein Dýrafjarðargöng á ári.“

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Íslensk pólitík þarf að breytast

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Um eitt og hálft ár er liðið síðan baráttumaðurinn Kári Stefánsson afhenti íslenskum stjórnvöldum undirskriftir rúmlega 85 þúsund Íslendinga sem fóru fram á að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu yrði varið í rekstur heilbrigðiskerfisins. Þessi undirskriftasöfnun er sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Ráðamenn lögðu við hlustir eða þóttust allavega gera það. Þeim er […]

Gylfi Ólafsson: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Hverjum treystir þú?

Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG í Suðurkjördæmi skrifar:  Eftir að tvær ríkisstjórnir með aðild Sjálfstæðisflokksins hafa sundrast verður að kjósa til Alþingis og leita nýrra leiða við landsstjórnina. Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) leggur nú í dóm kjósenda stefnu sem byggir á jöfnuði, jafnrétti, samstöðu, lýðræði, umhverfisvernd og ábyrgu frelsi. Grunnstef VG í komandi kosningum […]

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. Panamaskjölin drógu fram að hópur fólks í þjóðfélaginu geymdi fé sitt erlendis og leyndi […]

Kosningar 2017: Sigurður Ingi Jóhannsson um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Af hverju eru allir stóreignamenn í Sjálfstæðisflokknum?

Einar Kárason skrifar: Því hefur stundum verið haldið fram að tími stéttastjórnmála sé liðinn, og vissulega hljóma sumir gamlir frasar um öreiga og verkalýð ærið forneskjulega í eyrum nútímafólks. En staðreyndin er hinsvegar merkilegt nokk sú að næstum allir þeir hér á landi sem gamlar skilgreiningar sortera í auðstétt, eru í hægriflokkunum, og þar af […]

Ásmundur Einar Daðason: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Áherslur flokkanna: Samgöngumálin

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá landbúnaðarmálum til afstöðu flokkanna til veru Þjóðkirkjunnar á fjárlögum. Í dag er spurt: Hver er stefnan í samgöngumálum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt […]

Nýr Þjóðarpúls: Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur áfram langstærst

Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur mælast með langmest fylgi, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fjallað var um hann í kvöldfréttum RÚV. Vinstri græn mældust með rúmlega 23 prósenta fylgi á meðan Sjálfstæðisflokkur mældist með tæplega 23 prósenta fylgi. Í niðurstöðum könnunar sem MMR birti í vikunni var fylgi Sjálfstæðisflokks 19,9 prósent en fylgi Vinstri grænna 19,1 prósent. […]

Deilt á skattablekkingarleik vinstri flokkana: „Kjósendur eru ekki fífl“

Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins deilir harkalega á tillögur Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um verulega aukningu ríkisútgjalda í leiðara Fréttablaðsins í dag, segir hann að málflutningur um að það eigi ekki að hækka skatta á almenning standist enga skoðun: „Fyrir liggur að tveir stjórnmálaflokkar – Vinstri grænir og Samfylkingin – hafa lagt til að útgjöld ríkissjóðs […]

Hannes og Gunnar Smári í átökum: Öfund, dóni, mykjudreifari og ruglukollur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands deilir á gagnrýnendur Bjarna Benediktssonar formann Sjálfstæðisflokksins, segir Hannes á Fésbók að öfund vinstrimanna í garð Bjarna sé öflugri en allar vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir á Íslandi. Þeim orðum svaraði Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaforingi og fyrrverandi útgefandi á eftirfarandi hátt: Áttu við að andstyggð fólks á þeim […]

Þetta miklu eyða flokkarnir í kosningabaráttuna

Aðeins átta dagar eru til kosninga og því naumur tími til að koma stefnumálum sínum á framfæri. Boðað var til kosningar með mun skemmri fyrirvara en venjan er og því hafa flokkarnir ekki haft mikinn tíma til að undirbúa kosningabaráttuna. Flokkarnir hafa ekki úr jafn miklum fjármunum að moða líkt og sjá má þegar kosningabaráttan […]

Þingmaður Pírata um Sjálfstæðisflokkinn: „Þessir lygarar hafa blóð á höndum sínum – Blóð vina minna“

„Þetta er ljótasta lygi sem ég hef séð í þessari kosningabaráttu. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem bannaði Óttari og Viðreisn að gera umbætur,“ segir Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður Pírata í umræðu inni í Fésbókarhópnum Geðsjúk þar sem meðlimur hópsins setti inn færslu Sjálfstæðisflokksins þar sem segir að flokkurinn vilji ljúka framkvæmd geðheilbrigðisstefnunnar og fylgja henni eftir. […]

Bjarni Ben um nýjan þjóðarleikvang – Við erum að hugsa til langs tíma

,,Við erum að hugsa til langs tíma, það er einfaldlega kominn tími til þess að við tökum ákvarðanir,“ sagi Bjarni Benediktsson sitjandi forsætisráðherra um þau áform að byggja nýjan Laugardalsvöll.

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is