Þriðjudagur 13.06.2017 - 12:18 - Ummæli ()

Sér eftir norsku hríðskotabyssunum, styttist í hryðjuverk og ber saman kostnað vegna hælisleitenda við Dýrafjarðargöng

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur oftar enn einu sinni vakið hörð viðbrögð vegna skoðana sinna um hvernig honum finnst að eigi að taka á móti hælisleitendum. Í hvert sinn sem hann opnar munninn um þessi mál virðist allt fara á annan endann. Heldur Ásmundur fram að alls staðar nema á Íslandi megi ræða þennan málaflokk á skynsemi.

Ásmundur var í viðtali á Útvarpi Sögu í gær þar sem rætt var um vopnaburð lögreglu og svo hælisleitenda. Fór Ásmundur um víðan völl. Þar kom fram að hann sér eftir norsku hríðskotabyssunum sem voru sendar til baka eftir fjölmiðlaumfjöllun DV. Þá telur hann að styttist í að hryðjuverk verði framið hér á landi og ber hann kostnaðinn við hælisleitendur saman við hin umdeildu Dýrafjarðargöng.

„Við erum að velja hérna inn kvóta-flóttamenn sem virðist hafa tekist ágætlega. Hingað hafa komið fjölskyldur og sest að víða og gengur það allt vel,“ segir Ásmundur og bætir við að hælisleitendur reyni að villa á sér heimildum, henda vegabréfum og brenna fingur sína svo ekki sé hægt að taka fingraför og bera kennsl á þá.

„Í flestum tilvikum er þetta fólk að mæta á flugvöllinn með vegabréf og flugmiða, því það kæmist ekki um borð í þessar vélar öðruvísi. Það er síðan frá síðustu innritun, frá því að það fer um borð, þá nota þeir tækifærið og henda vegabréfunum í næstu ruslafötu, mér er sagt að þeir troði þeim inn í innréttingar flugvélanna, fari með það á salernið og hendi þeim. Og þegar þeir koma til landsins eru þeir ekki með vegabréf,“

segir þingmaðurinn og segir að fleiri hundruð hælisleitendur fylli gistihús og hótel á kostnað ríkisins.

Pétur Gunnlaugsson þáttastjórnandi á Útvarpi Sögu spurði þá hvort ekki þyrfti að kanna betur bakgrunn hópsins.

„Ég er enn á þeirri skoðun að við þurfum að fara mjög varlega. Við þurfum að vita hverjir sækja okkur heim. Ég vil vita hver er að koma heim til mín. Koma til Íslands,“ svaraði Ásmundur.

Sér eftir byssunum

DV greindi frá því fyrir þremur árum að íslenska lögreglan hefði fengið 150 hríð­skota­byss­ur frá Noregi. Í frétt DV sagði: „Samkvæmt þessum öruggu heimildum DV er búið að kaupa 200 MP5-hríðskotabyssur.“

Eftir fréttaflutning af málinu voru byssurnar sendar aftur til Noregs. Ásmundur sér eftir þessum byssum en um þær segir hann:

„Þingið kom í veg fyrir það að lögregla gæti fengið ný vopn á sínum tíma sem voru gamlar norskar byssur. Þæru voru hingað komnar og áttu að efla lögregluliðið. Því var öllu snúið til baka, byssum skilað og ég velti fyrir mér hvar stöndum við núna ef ógæfa dynja yfir sem ég vona að verði aldrei. Það er eins og með þjófa á nóttu. Þeir munu ekki hringja á undan sér.“

Þá ræddi Ásmundur um hættu á hryðjuverkum hér á landi. Um það sagði hann:

„Mér finnst það sorglegt þó innst inni sé maður það mikið barn í sér að trúa því að hér gerist ekki neitt en í rauninni held ég að staðan sú að með hverjum deginum sem líður þá styttist í að gerist eitthvað.“

„Ég sé ekki eftir neinu“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Sigryggur Ari

Ásmundur hefur skapað sér nokkrar óvinsældir vegna skoðana sinna og fengið skammar jafnvel frá félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Eyjan greindi frá því 2016 að hann vildi að það yrði rætt alvarlega að loka landamærum Íslands fyrir flóttafólki og hælisleitendum og því fólki yrði snúið við á Keflavíkurflugvelli og það sent til síns heima. Ákvað Ásmundur að ræða þessi mál eftir að hælisleitandi hafði í örvæntingu hótað að kveikja í sér. Sagði Ásmundur að íslenskt samfélag væri ekki vant slíkum hótunum. Vakti málflutningur Ásmundar umtal en Áslaug Friðriksdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Áslaug Arna, allt þingmenn Sjálfstæðisflokksins fundu að málflutningi Ásmundar.

Ásmundur ræddi þá málin við Eyjuna og skammaði þingmennina.

„Umræðan er svo yfirgengileg að það er ekki hægt að svara þegar fjölskyldu manns er óskað til andskotans. Það er kostulegt að í hvert sinn sem rætt er um flóttafólk eða hælisleitendur fer allt á annan endann. Ég er sakaður um að vera ómenni. Konan mín hefur bannað börnum og barnabörnum að fara á samskiptamiðlana enda umræðan með ólíkindum og ótrúlegt hvað fólk lætur út úr sér.“

Þá spurði blaðamaður Eyjunnar hvort Ásmundur sæi eftir því sem hann sagði á þingi. Ásmundur svaraði:

„Ég sé ekki eftir neinu. Þegar talað er blaðlaust getur maður sagt flóttamaður þegar maður ætlaði kannski að segja hælisleitandi. En öllu er slegið á versta veg.“

Pétur Gunnlaugsson lögmaður. Mynd/DV

Útvarp saga í gær

Í viðtalinu á Útvarpi Sögu barst einnig talið að kostnaði við móttöku á hælisleitendum og sagði þingmaðurinn kostnað hafa farið langt fram úr áætlunum.

öllum áætlunum á undanförnum 2-3 árum, þegar menn ætluðu 450 milljónum í málaflokkinn þá fór það yfir milljarð, og núna erum við að tala um að menn sáu það strax í febrúar að þegar var talað um 500 hælisleitendur á þessu ári þá voru komnir 700 en núna eru menn farnir að tala um að þetta verði á annað þúsund og kannski meira og kostnaðurinn hef ég heyrt 3,6 milljarða eða ein Dýrafjarðargöng á ári.“

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins gefur Íslandi háa einkunn

Stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins IMF fagnar frammistöðu íslenska hagkerfisins þar sem saman fari mikill hagvöxtur, lág verðbólga, uppbygging gjaldeyrisforða, afgangur á afkomu hins opinbera og á viðskiptajöfnuði, ásamt lækkandi skuldabyrði hins opinbera. Traust tök á hagstjórninni og uppgangur í ferðaþjónustu síðustu misserin hafi stuðlað að þessari hagfelldu þróun. Sendinefnd á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var hér á landi […]

Ekki pólitískt gerlegt að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að ef ekki væri fyrir Viðreisn væri enginn að skoða breytta peningastefnu. Enginn stjórnmálaflokkur tali nú gegn stöðugra gengi og hans flokkur sé eini flokkurinn sem hafi bent á aðra leið en að skipta um gjaldmiðil til að ná því. Í viðtali við Kjarnann í dag segir fjármálaráðherra að hann myndi […]

„Engin dæmi um að ríkisstjórn sé komin niður í þriðjungs fylgi eftir hálft ár“

Í nýjustu skoðanakönnun MMR mælist ríkisstjórnin með 30,3% fylgi. Stjórnin var mynduð um miðjan janúar og hefur því nú starfað í rúmt hálft ár. Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar mælist sem fyrr stærsti flokkur landsins en ef kosið yrði í dag yrði mjög tvísýnt hvort Viðreisn Benedikts Jóhannessonar og Björt Framtíð Óttars Proppé næðu inn á þing. […]

Bónus og Krónan eru íslenskum neytendum mikilvægari en Costco

Í dag er einn mánuður liðinn frá opnun verslunar Costco í Kauptúni. Costco hefur vægast sagt fengið góð viðbrögð hjá íslenskum neytendum en nýleg könnun MMR leiddi í ljós að nærri helmingur landsmanna 18 og eldri væri búinn að fara í Costco. Síðasta sumar kom út skýrsla ráðgjafarfyrirtækisins Zenter sem sagði að Costco myndi hafa […]

Forstjóri N1 segir Costco „markaðssnillinga“: „Íslenska brjálæðið“

Eggert Þór Kristófersson forstjóri N1 segist ekki hafa áhyggjur af innkomu Costco á íslenskan eldsneytismarkað, sagan hafi kennt að nýjungar á markaði séu mjög vinsælar fyrst um sinn en svo dragist það saman. Í helgarblaði DV sem kom út í dag er rætt við forstjóra íslensku olíufélaganna sem segjast ekki hafa miklar áhyggjur af þessum […]

Benedikt sannfærður um stuðning almennings: „Þess vegna hef ég lýst yfir stríði á hendur skattsvikum“

Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra segist sannfærður um að almenningur styðji stríð hans gegn skattsvikurum. Meðal tillagna í skýrslu starfshóps ráðherra sem kynnt var í gær var að draga úr noktun peningaseðla og taka 10.000 króna og 5.000 króna seðla úr umferð, þar að auki verði sett hámarksupphæð á vörur og þjónustu sem má kaupa […]

Hætta talin á frekari berghlaupum í Grænlandi: Söfnun hafin til aðstoðar Grænlendingum

Vegna hafíss og lélegs skyggnis hefur leit verið hætt í bili að þeim fjórum sem saknað er frá þorpinu Nuugaatsiaq. Talin er veruleg hætta á frekari risaberghlaupum úr fjallshlíðum sem ganga í sjó fram við Karrat-Ísfjörðinn þar sem berghlaup varð á laugardagskvöld. Grannt er fylgst með fjallshlíðunum og fólk í viðbragðsstöðu því berghlaupin gætu hæglega […]

Hæstiréttur: Sérstakt veiðigjald er skattur

Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum sótti á árinu 2016 mál gegn íslenskra ríkinu vegna ágreinings um sérstakt veiðigjald. Ágreiningur aðila laut að því hvort Vinnslustöðin ætti rétt á endurgreiðslu sérstaks veiðigjalds, sem lagt hafði verið á vegna aflaheimilda og landaðs afla skipa fyrirtækisins fiskveiðiárið 2012/2013 og íslenska ríkið hafði innheimt hjá Vinnustöðinni á grundvelli laga nr. […]

Þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokks á einu máli: „Galið“

Þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokks, þeir Smári McCarthy og Teitur Björn Einarsson, eru sammála um að hugmynd Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra um að leggja 10.000 og 5.000 króna peningaseðlum sé röng og galin. Segir Teitur Björn að besta ráðið gegn skattsvikum sé að hafa skatta lága og skattkerfið gegnsætt og skilvirkt. Meðal tillagna í skýrslu […]

Hagfræðingar ánægðir: Gott mál að taka seðlana úr umferð

Jón Steinsson hagfræðingur segir mjög gott mál að taka 5.000 og 10.000 króna seðlana úr umferð, undir það tekur Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra. Ákvörðun Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra um að taka seðlana úr umferð á næstunni hefur vakið hörð viðbrögð, segir Egill Helgason að þetta sé „einhver fávitalegasta efnahagsaðgerð sem maður hefur heyrt um“ […]

„Ógeðsleg árás á alþýðu þessa lands“

„Þegar þú kaupir vöru með korti debet eða kreditkorti greiðir seljandinn 0,4-3,9% til kortafyrirtækisins sem gefur út kortið. Sem sagt af hverjum 1000 krónum sem þú eyðir á kortið þitt fær Borgun og Kreditkort 4 – 39 krónur. Fjármálaráðherra er með þessari aðgerð að auka tekjur kortafyrirtækjana og banka umtalsvert. Ég læt alveg ósagt hversu […]

10 og 5 þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð: „Við lýsum bókstaflega yfir stríði gegn skattsvikum“

Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra segir skattsvikurum stríð á hendur, einn liður í því er að taka 10.000 króna seðilinn úr umferð. Benedikt sagði á blaðamannafundi í ráðuneytinu í morgun að í kjölfar upplýsinga úr Panamaskjölunum hafi aukist meðvitund um að undanskotum væri beitt með markvissum hætti til að komast undan skattskyldu, í janúar var […]

Skipalest heimsækir Hvalfjörð á morgun– fórna Íshafsskipalestanna til Sovétríkjanna minnst

Í fyrramálið, föstudagmorgun, mun skipalest fimm herskipa og kafbáts undir forystu varðskipsins Týs sigla inn Hvalfjörð og á gamla herskipalægið við Hvítanes. Þar verður haldin minningarathöfn og blómsveig varpað í fjörðinn. Þetta er gert til að minnast skipalestasiglinganna milli Hvalfjarðar og Norðvestur-Rússlands í seinni heimsstyrjöld. Þetta voru hinar svokölluðu Íshafsskipalestir. Einnig er viðburðurinn til að minnast […]

Arnþrúður hjólar í Jón Trausta og Stundina – Búrkan var útivistarfatnaður

Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu segist vona að Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar hafi lært eitthvað af dómi héraðsdóms og láti það vera að níða niður fólk með aðrar  lífsskoðanir. Í harðorðuðum pistli sem Arnþrúður birtir á Fésbókarsíðu sinni ræðir hún dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem sektaði Stundina um 200 þúsund krónur fyrir að nota 15 […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is