Þriðjudagur 13.06.2017 - 12:18 - Ummæli ()

Sér eftir norsku hríðskotabyssunum, styttist í hryðjuverk og ber saman kostnað vegna hælisleitenda við Dýrafjarðargöng

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur oftar enn einu sinni vakið hörð viðbrögð vegna skoðana sinna um hvernig honum finnst að eigi að taka á móti hælisleitendum. Í hvert sinn sem hann opnar munninn um þessi mál virðist allt fara á annan endann. Heldur Ásmundur fram að alls staðar nema á Íslandi megi ræða þennan málaflokk á skynsemi.

Ásmundur var í viðtali á Útvarpi Sögu í gær þar sem rætt var um vopnaburð lögreglu og svo hælisleitenda. Fór Ásmundur um víðan völl. Þar kom fram að hann sér eftir norsku hríðskotabyssunum sem voru sendar til baka eftir fjölmiðlaumfjöllun DV. Þá telur hann að styttist í að hryðjuverk verði framið hér á landi og ber hann kostnaðinn við hælisleitendur saman við hin umdeildu Dýrafjarðargöng.

„Við erum að velja hérna inn kvóta-flóttamenn sem virðist hafa tekist ágætlega. Hingað hafa komið fjölskyldur og sest að víða og gengur það allt vel,“ segir Ásmundur og bætir við að hælisleitendur reyni að villa á sér heimildum, henda vegabréfum og brenna fingur sína svo ekki sé hægt að taka fingraför og bera kennsl á þá.

„Í flestum tilvikum er þetta fólk að mæta á flugvöllinn með vegabréf og flugmiða, því það kæmist ekki um borð í þessar vélar öðruvísi. Það er síðan frá síðustu innritun, frá því að það fer um borð, þá nota þeir tækifærið og henda vegabréfunum í næstu ruslafötu, mér er sagt að þeir troði þeim inn í innréttingar flugvélanna, fari með það á salernið og hendi þeim. Og þegar þeir koma til landsins eru þeir ekki með vegabréf,“

segir þingmaðurinn og segir að fleiri hundruð hælisleitendur fylli gistihús og hótel á kostnað ríkisins.

Pétur Gunnlaugsson þáttastjórnandi á Útvarpi Sögu spurði þá hvort ekki þyrfti að kanna betur bakgrunn hópsins.

„Ég er enn á þeirri skoðun að við þurfum að fara mjög varlega. Við þurfum að vita hverjir sækja okkur heim. Ég vil vita hver er að koma heim til mín. Koma til Íslands,“ svaraði Ásmundur.

Sér eftir byssunum

DV greindi frá því fyrir þremur árum að íslenska lögreglan hefði fengið 150 hríð­skota­byss­ur frá Noregi. Í frétt DV sagði: „Samkvæmt þessum öruggu heimildum DV er búið að kaupa 200 MP5-hríðskotabyssur.“

Eftir fréttaflutning af málinu voru byssurnar sendar aftur til Noregs. Ásmundur sér eftir þessum byssum en um þær segir hann:

„Þingið kom í veg fyrir það að lögregla gæti fengið ný vopn á sínum tíma sem voru gamlar norskar byssur. Þæru voru hingað komnar og áttu að efla lögregluliðið. Því var öllu snúið til baka, byssum skilað og ég velti fyrir mér hvar stöndum við núna ef ógæfa dynja yfir sem ég vona að verði aldrei. Það er eins og með þjófa á nóttu. Þeir munu ekki hringja á undan sér.“

Þá ræddi Ásmundur um hættu á hryðjuverkum hér á landi. Um það sagði hann:

„Mér finnst það sorglegt þó innst inni sé maður það mikið barn í sér að trúa því að hér gerist ekki neitt en í rauninni held ég að staðan sú að með hverjum deginum sem líður þá styttist í að gerist eitthvað.“

„Ég sé ekki eftir neinu“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Sigryggur Ari

Ásmundur hefur skapað sér nokkrar óvinsældir vegna skoðana sinna og fengið skammar jafnvel frá félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Eyjan greindi frá því 2016 að hann vildi að það yrði rætt alvarlega að loka landamærum Íslands fyrir flóttafólki og hælisleitendum og því fólki yrði snúið við á Keflavíkurflugvelli og það sent til síns heima. Ákvað Ásmundur að ræða þessi mál eftir að hælisleitandi hafði í örvæntingu hótað að kveikja í sér. Sagði Ásmundur að íslenskt samfélag væri ekki vant slíkum hótunum. Vakti málflutningur Ásmundar umtal en Áslaug Friðriksdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Áslaug Arna, allt þingmenn Sjálfstæðisflokksins fundu að málflutningi Ásmundar.

Ásmundur ræddi þá málin við Eyjuna og skammaði þingmennina.

„Umræðan er svo yfirgengileg að það er ekki hægt að svara þegar fjölskyldu manns er óskað til andskotans. Það er kostulegt að í hvert sinn sem rætt er um flóttafólk eða hælisleitendur fer allt á annan endann. Ég er sakaður um að vera ómenni. Konan mín hefur bannað börnum og barnabörnum að fara á samskiptamiðlana enda umræðan með ólíkindum og ótrúlegt hvað fólk lætur út úr sér.“

Þá spurði blaðamaður Eyjunnar hvort Ásmundur sæi eftir því sem hann sagði á þingi. Ásmundur svaraði:

„Ég sé ekki eftir neinu. Þegar talað er blaðlaust getur maður sagt flóttamaður þegar maður ætlaði kannski að segja hælisleitandi. En öllu er slegið á versta veg.“

Pétur Gunnlaugsson lögmaður. Mynd/DV

Útvarp saga í gær

Í viðtalinu á Útvarpi Sögu barst einnig talið að kostnaði við móttöku á hælisleitendum og sagði þingmaðurinn kostnað hafa farið langt fram úr áætlunum.

öllum áætlunum á undanförnum 2-3 árum, þegar menn ætluðu 450 milljónum í málaflokkinn þá fór það yfir milljarð, og núna erum við að tala um að menn sáu það strax í febrúar að þegar var talað um 500 hælisleitendur á þessu ári þá voru komnir 700 en núna eru menn farnir að tala um að þetta verði á annað þúsund og kannski meira og kostnaðurinn hef ég heyrt 3,6 milljarða eða ein Dýrafjarðargöng á ári.“

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Hvatningarverðlaun velferðarráðs afhent í Hörpu

Innflytjendur og börn og foreldrar eru hjartans mál verðlaunahafa hvatningarverðlauna velferðarráðs árið 2017 en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Hörpu, föstudaginn 23. febrúar. Markmið verðlaunanna er að örva og vekja athygli á gróskumiklu starfi sviðsins.   Gæði í þjónustu við innflytjendur Það var Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, sem fékk verðlaun í flokki einstaklinga en […]

Listi Samfylkingarinnar í Reykjavík samþykktur

Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki í dag, á fundi á Hótel Natura. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri leiðir listann en hann varð efstur í flokksvali sem haldið var fyrr í mánuðinum. Í efstu fimm sætunum sitja borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, á eftir Degi koma Heiða Björg Hilmisdóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía […]

Þórdís vill varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,  iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra, greinir frá því á Facebooksíðu sinni í morgun, að hún ætli að bjóða sig fram til varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundinum í mars. „Það hefur verið dýrmætt að fá hvatningu víða að og hún vegur þungt í minni ákvörðun. Ég hlakka til að eiga samtöl við sem flesta […]

Samið um þorskafla Íslands í Smugunni

Haldinn var samningafundur í fiskveiðinefnd Íslands og Rússlands daganna 19.-20. febrúar. Umræðuefnið var að venju framkvæmd svokallaðs Smugusamnings frá 1999 milli Íslands, Noregs og Rússlands um þorskveiðar íslenskra skipa í lögsögu Noregs og í þessu tilviki í lögsögu Rússlands fyrir árið 2018. Í samningnum er um tvenns konar kvóta að ræða. Annars vegar þann sem […]

Landvernd vill virkja vindorku

Engin stefna hefur verið mörkuð um vindorkuvirkjanir á Íslandi og því réðst Landvernd í það verkefni að semja stefnu sem byggist á náttúruverndar-sjónarmiðum með almannahagsmuni að leiðarljósi. Vonast er til aðframkvæmdaaðilar og sveitarfélög geti nýtt sér þessa stefnumörkun til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif slíkra framkvæmda og til að koma í veg fyrir að ráðist verði […]

Kaupskil kaupa 13% í Arion banka af ríkinu

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur, að undangengnu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins og ríkisstjórn, fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu á 13% hlut ríkissjóðs í Arion banka til Kaupskila ehf. (dótturfélags Kaupþings ehf.) fyrir 23,4 milljarða króna. Salan fer fram á grunni kaupréttar á hlutnum samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009 og lögum um […]

Áslaug sakar Sjálfstæðisflokkinn um svindl: „Leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Friðriksdóttir, sem fékk ekki sæti á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnakosningar, skrifar á Facebooksíðu sína í dag. Þar segir hún farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Sjálfstæðisflokkinn:   „Kæru vinir, enginn getur gengið að neinu vísu í pólitík. Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og […]

Ríkisendurskoðun gagnrýnir ráðuneytið fyrir skort á heildarstefnu í orkumálum

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki fimm ábendingar sem beint var til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og Landsnets hf. árið 2015. Þetta kemur fram í nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar, Landsnet hf. Hlutverk, eignarhald og áætlanir. Ráðuneytið hefur enn ekki brugðist við þeirri ábendingu Ríkisendurskoðunar að marka heildstæða stefnu í orkumálum til að tryggja að uppbygging og rekstur flutningskerfis raforku sé í […]

Heilbrigðisráðherra vill lögleiða rafrettur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum með þessa vöru og tryggja eftirlit og mikilvæga neytendavernd. Aðgengi fólks að rafrettum og reglur um notkun þeirra samkvæmt frumvarpinu geri þeim hægt um vik sem vilja hætta tóbaksnotkun með aðstoð þeirra. Ráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Eins og fram kom í ræðu […]

Hagstofan áætlar 2,9% hagvöxt á árinu

Hagstofa Íslands hefur gefið út endurskoðaða þjóðhagsspá að vetri í ritröð sinni, Hagtíðindum. Spáin spannar árin 2017–2023. Hægt hefur á hagvexti frá árinu 2016 en áætlað er að hagkerfið hafi vaxið um 3,8% árið 2017. Meiri kraftur var í þjóðarútgjöldum sem áætlað er að hafi aukist um rúmlega 7% á síðasta ári. Talið er að […]

Afgerandi meirihluti vill afsögn dómsmálaráðherra

Samkvæmt könnun Maskínu sem unnin var í samstarfi við Stundina, kemur fram að 72,5% þjóðarinnar vilja að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segi af sér. Þeir sem vilja að hún sitji áfram eru 27,5 prósent. Hlutfallið er yfir 67% hjá fylgjendum allra stjórnmálaflokka, nema Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, en 23% Sjálfstæðismanna vilja afsögn Sigríðar og rúm 44 […]

Haraldur hugsar málið varðandi framboð til varaformennsku

Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norð-vestur kjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn, segist ætla að hugsa sig um hvort hann bjóði sig fram til varaformennsku í flokknum á landsfundi sjálfstæðisflokksins um miðjan mars, eftir fjölda áskorana. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.   „Já, ég get staðfest það að margir hafa komið að máli við mig og skorað […]

Ingvar Mar leiðir lista Framsóknar

Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og fyrrum varaþingmaður- og borgarfulltrúi, mun leiða lista Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Fjórar konur skipa næstu fimm sæti. Höfuðáhersla Framsóknarflokksins í Reykjavík verða skólamál samkvæmt tilkynningu, en þrír frambjóðendur eru með kennaramenntun. Viðskeytið flugvallarvinir er hvergi sjáanlegt í tilkynningu frá Framsóknarflokknum að þessu sinni og má því áætla að það verði ekki […]

Listi Eyþórs klár – Tveimur borgarfulltrúum bolað burt

Sjálfstæðismenn kynntu endanlegan framboðslista sinn í kvöld, fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir eru ekki á listanum, en Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi er í fimmta sæti listans. Hildur Björnsdóttir lögfræðingur er í öðru sæti, Valgerður Sigurðardóttir því þriðja, og Egill Þór Jónsson í fjórða. Heildarlistinn er hér að neðan:   1. Eyþór Lax­dal […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is