Fimmtudagur 15.06.2017 - 15:15 - Ummæli ()

„Það er verið að breyta Íslandi og við eigum ekki að láta það gerast“

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokks og Ögmundur Jónasson fyrrum þingmaður VG og dómsmálaráðherra.

Ögmundur Jónasson og Brynjar Níelsson ræddu vopnaburð lögreglu í Bítinu á Bylgjunni í morgun við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason og eru þeir félagar eru á öndverðu meiði um þetta líkt og svo margt annað. Ögmundur var formaður BSRB í á þriðja áratug og segist því vel þekkja til starfs lögreglumanna enda mikið unnið með forsvarsmönnum þeirra í gegnum árin. Það hafi verið upplifun hans að langflestir lögreglumenn, einkum þeir sem eldri voru hafi verið alfarið á móti því að lögreglumenn bæru vopn, því „vopnaburður, hann kallar á víxlverkun“ eins og Ögmundur orðar það.

Með því að vígbúa lögreglu segir Ögmundur að yfirbragð þjóðfélagsins breytist og eðli löggæslunnar sé annað þegar vopn eiga í hlut. Í stað þess að láta lögreglumenn fá vopn leggur fyrrum dómsmálaráðherra til að lögreglan verði efld með ýmsum hætti, til að mynda með því að fjölga lögreglumönnum.

Það gerðist því miður í kjölfar Hrunsins, meðal annars undir minni verkstjórn að skorið var ótæpilega niður við lögregluna,

segir Ögmundur og bætir við að ekki hafi verið komist hjá þessum niðurskurði en hann hafi einungis átt að vera tímabundinn vegna efnahagsþrenginga. Aðspurður hvort hann sjái eftir þessum niðurskurði viðurkennir Ögmundur að of langt hafi verið gengið á sínum tíma. Það sé brýnna að hlúa betur að lögreglunni en að vopna hana.

Illa mönnuð, undirmönnuð lögregla, vopnuð, það er ekkert sérstaklega farsæll kokteill,

segir Ögmundur.

Mynd/Getty

Róm og Reykjavík

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks segir það rangt að verið sé að vopnavæða lögregluna. Nú séu sérstakar aðstæður sem metnar sú þannig að vopnaburður er nauðsynlegur af lögreglu. Það sé ekki hans að meta hvort það mat sé á rökum reist eða ekki. Þetta sé eitthvað sem lögreglu sé í sjálfsvald sett að ákveða og hann furðar sig á því að „allt fari á annan endann“ út af því.

Aðspurður um það hvort að það sé ekki undarlegt að vopnaðir menn stilli sér upp í fjölskylduhlaupi líkt og Litahlaupinu segir Brynjar það í samræmi við þá þróun sem sé í gangi í löndunum í kringum okkur og nefnir það að þegar hann heimsótti Róm á Ítalíu fyrr á þessu ári voru vopnaðir menn á torgi einu sem hann fór um.

„Róm og Reykjavík er ekki það sama,“ segir Heimir Karlsson annar stjórnanda Bítisins.

Ef að fjöldi kemur saman er Róm og Reykjavík það sama,

svarar Brynjar.

Rómarborg og Vatíkanið.

Þurfum við að vera eins og hinir?

En er það ósanngjarnt að gagnrýna lögreglu fyrir þessar aðgerðir ef að hún býr yfir upplýsingum sem réttlæta það að hún vopnist? Það er mat Ögmundar að slíkar upplýsingar verði þá að vera gerðar opinberar. Þegar sú ákvörðun er tekin að lögreglan verði með byssur á fjölskylduskemmtun eins og 17. júní verða að vera fyrir því haldbær rök en hann telur að líklegra sé að skýringin sé sú sem Brynjar nefnir, að lögreglan hér sé að elta þróunina annars staðar í Evrópu.

Við þurfum að vera eins og hinir, líka vopnaðir,

segir Ögmundur og bætir við:

Það er hætta á ferðum í öllu mannlegu samfélagi, alltaf.

Það er verið að breyta Íslandi

Öryggi eykst ekki með vopnaðir gæslu segir Ögmundur en Heimir nefni dæmi um skotárás sem átti sér stað í Bandaríkjunum í gær þar sem vopnaðir lögreglumenn felldu mann sem skaut þingmann í bandarísku fulltrúadeildinni. Gæti það sama ekki gerst á Íslandi? Því hafnar Ögmundur og segir þetta „hræðsluaðstæður“ og veltir því fyrir sér hvort að Bandaríkin séu virkilega það land sem við viljum horfa til í þessum efnum þar sem fjöldi fólks sé skotinn á degi hverjum.

Það er verið að breyta Íslandi og við eigum ekki að láta það gerast,

segir fyrrum þingmaður Vinstri grænna um það að vopnum búin lögregla sjáist á fjölskylduhátíðum. Það verði að horfa til almennrar skynsemi, ekki bara mats lögreglu.

Viljum við að einn maður geti stráfellt mörg hundruð manns því enginn er á varðbergi,

spyr Brynjar á móti og að enginn svari þeirri spurningu játandi. Hann skilji sjónarmið Ögmundar en reglurnar séu þannig að það sé mat lögreglu sem ráði ferðinni.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ný sýn í skipulagsmálum – Brú yfir Skerjafjörð

Björn Jón Bragason, áhugamaður um skipulagsmál, hefur í nýrri heimildarmynd velt upp möguleikum á brú yfir Skerjafjörð, svokallaðri Skerjabraut. Björn segir að öllum megi ljóst vera að bæta þurfi verulega umferðarflæðið um borgina, enda helstu stofnbrautir löngu sprungnar. „Þetta hefur haft í för með sér að verslun og þjónusta færist sífellt fjær miðbænum og suður […]

Borgarfulltrúum fjölgað í 23 – Sjálfstæðismenn á móti

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjöldi borgarfulltrúa frá og með næsta kjörtímabili yrði 23, eða sá lágmarksfjölda fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum. Afgreiðslu tillögu um fjölda borgarfulltrúa var frestað á fundi borgarstjórnar í sumar þar sem ráðherra sveitarstjórnarmála hafði boðað frumvarp sem fól í sér breytingu á lágmarksfjölda borgarfulltrúa […]

Íslenska apaplánetan

Einar Kárason skrifar: Ef við horfum framhjá þeim efnahagslega harmleik sem reið yfir landið og íbúa þess í kjölfar hrunsins þá má samt segja að það hafi ekki komið degi of snemma; um margt forðaði það þjóðfélagi okkar frá því að breytast í hreinræktaða apaplánetu. Siðlaus og heimskur lýður var við það að ná tökum […]

„Ekki í fyrsta og örugglega ekki í síðasta skipti sem Sjálfstæðismenn eru ósammála“

Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna, SUS, lýsir yfir fullu trausti til Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra og hafnar því alfarið að Sjálfstæðisflokkurinn sýni léttuð þegar komi að kynferðisafbrotum. Í fyrradag sendi Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, frá sér ályktun þar sem lýst var yfir vonbrigðum með Sigríði Á. Andersen vegna trúnaðarbrests í starfi. Ályktun Heimdallar fengu […]

Framsóknarflokkurinn kominn í kosningagír: „Það hefur oft verið þörf, en nú er nauðsyn“

Kosningabarátta Framsóknarflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar hófst formlega í gærkvöldi þegar Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og oddviti í Reykjavík suður, fundaði í höfuðstöðvum flokksins í gærkvöldi. Húsfylli var á fundinum þar sem var rætt um stjórnmálaástandið og stöðuna í íslenskum stjórnmálum. ,,Ég er bjartsýn á næstu daga og vikur. Það má segja að kosningabaráttan í Reykjavík […]

Sigríður Andersen hafnar ásökunum um þöggun: „Ég frábið mér þennan málflutning“

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafnar því alfarið að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt um mál tengd uppreist æru. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem er nýlokið var gengið hart að ráðherra, spurði Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar hver bæri ábyrgð á því að þagga niður og koma í veg fyrir að nöfn þeirra sem veittu […]

Borgarfulltrúi Pírata segist hafa verið gerandi í kynferðisbrotamáli

Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir að hann hafi verið gerandi í kynferðisbrotamáli. Hann hefur áður sagt frá því að hann hafi verið kynferðisbrotaþoli.

Guðfinna ætlar á þing

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og Flugvallarvina stefnir á þing. Tilkynnti hún á fjölmennum fundi hjá Framsóknarfélagi Reykjavíkur í gærkvöldi ákvörðun sína að gefa kost á sér í 1.sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum. Karl Garðarsson bauð sig fram fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum, en hann náði ekki inn á […]

Eygló gefur ekki kost á sér

Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi félagsmálaráðherra gefur ekki kost á sér í komandi Alþingiskosningum. Eygló hefur setið á þingi frá því í nóvember 2008, segir hún í yfirlýsingu, sem sjá má hér, að hún hafi lengi verið sannfærð um að þingmennska eigi ekki að vera ævistarf: „Í nóvember 2008 tók ég sæti á Alþingi […]

VG og Sjálfstæðisflokkurinn jafnstór – Flokkur fólksins stærri en Framsókn og Samfylking

Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn mælast með jafn mikið fylgi, eða 23%, í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Könnunin var gerð í gær og svöruðu 800 manns. 64% þeirra sem náðist í tóku afstöðu og því geta niðurstöðurnar breyst talsvert eftir því sem fleiri taka ákvörðun. Píratar eru þriðju stærsti flokkurinn með 13,7% fylgi. […]

Eng­inn lesið Gagn og gam­an og Litlu gulu hænu ís­lenskr­ar stjórn­skip­un­ar­hefðar og standa á gati

„Enn hef­ur ekki verið upp­lýst hvers vegna rík­is­stjórn­in sprakk. Ekki þannig að skilj­an­legt sé. En vitað er að hún var sprengd með til­kynn­ingu sem barst frá heim­ili Ótt­ars Proppé, leiðtoga Bjartr­ar framtíðar, skömmu eft­ir miðnætti (!) aðfaranótt föstu­dags. Eng­in skýr­ing hef­ur verið gef­in á hvers vegna mátti ekki taka þessa ákvörðun í björtu. At­b­urðarás­in staðfest­ir […]

Smári svarar fyrir Jimmy Savile ummælin: „Ófullkomin samlíking“

Smári McCarthy þingmaður Pírata segir að ummæli sín um breska sjónvarpsmanninn og kynferðisbrotamanninn Jimmy Savile og stjórnarslitin hafi verið vísvitandi rangtúlkuð til að láta það hljóma eins og Smári hafi verið að líkja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra við barnaníðinginn alræmda. Segir Smári að þetta hafi ófullkomin samlíking. Líkt og Eyjan greindi frá um helgina þá olli […]

Margrét yfirgefur Frelsisflokkinn: „Nú er bara að vona að Inga Sæland komist á þing“

Margrét Friðríksdóttir hefur yfirgefið Frelsisflokkinn vegna trúnaðarbrests og hefur þess í stað gengið til liðs við Flokk fólksins. Margrét staðfesti það í samtali við Eyjuna að orðið hafi trúnaðarbrestur í Frelsisflokknum, en líkt og greint var frá lok ágúst stefndi Margrét á að leiða Frelsisflokkinn í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári. Sjá einnig: Frelsisflokkurinn […]

Vilhjálmur krefst svara: „Hvaða stjónmálaflokkar ætla að standa með alþýðu þessa lands?“

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness veltir fyrir sér í ljósi þess að kosið verður til Alþingis þann 28. október næstkomandi hver kosningaloforð flokkanna verði. Hvort Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð muni lofa því að hækka álögur á bensín um 9 krónur á lítrann og dísilolíu um 22 krónur sem gerir það að verkum að neysluvísitalan […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is