Föstudagur 16.06.2017 - 07:03 - Ummæli ()

Gunnar Bragi: Ummæli Lífar Magneudóttur (Vg) um öryggisviðbúnað fyrir neðan allar hellur

Gunnar Bragi Sveinsson í hljóðveri Útvarps Sögu í gær.

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrum utanríkisráðherra til þriggja ára lýsir vanþóknun á ummælum ýmissa borgarfulltrúa meirihlutans í Reykjavík á því hvernig þeir hafi tjáð sig um vopnaburð og aðrar öryggisráðstafanir lögreglu í ljósi hryðjuverkahættu undanfarið.

Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali sem Magnús Þór Hafsteinsson ritstjóri landshlutafréttablaðsins Vesturlands átti við Gunnar Braga í vikulegum þætti Magnúsar Þórs í síðdegissendingu Útvarps Sögu í gær. Þar voru öryggismálin í ljósi hryðjuverkahættu meðal þess sem kom til umræðu.

Mér finnst algerlega fáránlegt að lesa og heyra og sjá hvernig sérstaklega ákveðnir aðilar hér hjá Reykjavíkurborg hafa verið að skrifa og fjalla um þessi mál. Þetta er svo með ólíkindum að maður getur ekki ímyndað sér í hvaða heimi þetta fólk býr í rauninni. Það er ekki hægt að segja þannig að ekkert komi fyrir á Íslandi.

Gunnar Bragi er ekki síst ósáttur vegna ummæla Lífar Magneudóttur forseta borgarstjórnar og borgarfulltrúa Vinstri grænna á Facebook og Eyjan greindi frá í gær. Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur skrifaði:

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og forseti borgarstjórnar Reykjavíkur.

Sérsveitarmaður með byssu á engu eftir að breyta ef einhver hefur einbeittan vilja til að valda fólki skaða. Nærtækara væri að setja saman teymi áfallastreitusérfræðinga eða hjálparsveitarmanna til að stíga inn í ófremdarástand og hryðjuverk. Gerði meira gagn en sérsveitarmaður með byssu.

Þingmaðurinn og utanríkisráðherrann fyrrverandi sagðist ekki vilja kasta rýrð á fólk á borð við sálfræðinga þó hann spyrði:

…hvernig ætli þeim hefði gengið að fara inn í hnífabardagann í London um daginn?

Svo bætti hann við:

Þetta er svo fáránlegt að borgarfulltrúi, einhver manneskja sem á vera ábyrgðarfull…, að láta svona út úr sér er með ólíkindum. Það er fyrir neðan allar hellur.

 

Ber fullt traust til stjórnenda öryggismála

Gunnar Bragi sagðist telja að öryggsmál almennra borgara á Íslandi væru í góðum höndum, hvort heldur það væri ríkislögreglustjóri eða Landhelgisgæslan eða aðrir sem sinntu því.

Þetta er mikið fagfólk sem gætir öryggi okkar eins og þau mögulega geta. Ég dáðist að þessum mönnum hvernig þeir unnu þegar maður fékk að kynnast því,

sagði Gunnar Bragi og átti þá við þann tíma þegar hann var utanríkisráðherra. Hann bætti við sér þætti gaman að segja frá því að erlendir aðilar sem hefðu átt í samstarfi við íslenskar öryggisstofnanir hefðu ávallt í samtölum við utanríkisþjónustuna, meðan hann var ráðherra málaflokksins, hrósað Íslendingum sem að þessu störfuðu og gefið þeim sín bestu meðmæli.

Varðandi hugsanlegar ógnir sagði Gunnar Bragi að Íslendingar gætu ekki leyft sér að stinga hausnum í sandinn þegar kæmi að slíku.

Ég treysti fullkomlega þessum aðilum sem fara með þessi mál hérna á Íslandi til þess að vega og meta hvort það eigi að bera vopn eða ekki. Ég vil miklu frekar að menn séu sýnilegir og beri þá vopnin telji þeir að það sé ástæða til þess, heldur en að þeir geri það ekki.

Gunnar Bragi Sveinsson sagði að við yrðum einfaldlega að treysta þeim sem hafa upplýsingar, hafa tæki og tól til þess að vega og meta ástandið á hverjum tíma, til þess að bregðast rétt við.

Ég eða einhver borgarfulltrúi getum ekkert sagt hvort að það sé aukin áhætta eða ekki, hvort að hættustig sé lítið eða lágt. Það eru bara ákveðnir ferlar sem eru í gangi til þess að meta slíkt, það er ágætt samstarf við erlend ríki [á sviði öryggismála].

Aðspurður að því hvort hann teldi að lögreglan hefði undir höndum einhverjar upplýsingar um mögulega ógn sem ylli hertum viðbúnaði sagðist Gunnar Bragi ekki vita neitt um það.

Ég vona bara að lögreglan viti nógu mikið og vil ekkert vita hvað hún veit.

Hér má hlusta á viðtalið við Gunnar Braga á Útvarpi Sögu í gær. Rætt var um öryggismálin í lok þáttarins:

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Trump mun líklega trompast yfir þessum tímaritum

Nokkur af helstu fréttatímaritum heims hafa Donald Trump Bandaríkjaforseta á forsíðum sínum þessa dagana. Það má þó efast um að Trump, sem sjaldan slær hendinni á móti athygli, sé ofsakátur yfir því að hafa lent á forsíðunum í þetta sinn. Bæði Der Spiegel, The Economist, og The New Yorker draga upp mynd af forseta Bandaríkjanna […]

Dunkirk, innrásin í Normandí og merkileg kenning um lýðveldisstofnun Íslendinga

Einar Kárason skrifar: Þegar seinni heimsstyrjöldin stóð enn sem hæst stofnuðu Íslendingar lýðveldi á Þingvöllum eins og allir vita. Lýðveldisstofnunina virðist sumpart hafa borið nokkuð hratt að; það hafði að vísu verið vitað frá því Sambandslagasamningurinn við Dani var undirritaður árið 1918 að honum mætti segja upp 1943, að 25 árum liðnum. En hafa verður […]

Pútín nýtur meira trausts en Trump: Mikil Rússlandshræðsla á Vesturlöndum

Vladimir Pútín forseti Rússlands virðist njóta meira trausts meðal íbúa vestrænna þjóða til „að taka réttar ákvarðanir í alþjóðamálum“  heldur en Donald Trump starfsbróðir hans í Bandaríkjunum. Þetta þýðir þó ekki að Pútín njóti mikils álits á Vesturlöndum. Traust til hans í alþjóðmálum er aðeins 19 prósent í Evrópu og 23 prósent í Bandaríkjunum. Alls […]

Allir á völlinn?

Sigurvin Ólafsson skrifar: Næsti heimaleikur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fer fram þann 5. september næstkomandi. Gengi liðsins síðustu ár hefur verið með ólíkindum, liðið situr sem dæmi núna í 20. sæti styrkleikalista FIFA, sem er líklega enn eitt heimsmetið miðað við höfðatölu. Flug strákanna upp listann hefur verið lygilegt, fyrir aðeins rúmum fimm árum sat […]

Árás á sál Barcelóna

Èric Lluent Estela skrifar: La Rambla er sál Barcelóna. Eins og Laugavegurinn er sál Reykjavíkurborgar. Breiðgata sem tengir borgina við höfnina, táknmynd opinnar borgar. Sögulega er La Rambla gatan sem tengdi íbúa Barcelóna við umheiminn og er ástæðan fyrir því að aðkomufólk eru í genamengi borgarinnar. La Rambla varð fyrir löngu hryggjarstykki gamla bæjarins. La […]

Formaður Hvatar: Tillagan færir flokkinn áratugi aftur í tímann – „Frá fólkinu í átt að klíku“

Arndís Kristjánsdóttir formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík segir að ef tillaga um að sleppa prófkjöri í Reykjavík og halda þess í stað leiðtogakjör nái fram að ganga muni það færa Sjálfstæðisflokkinn áratugi aftur í tímann, í átt frá fólkinu og í átt að klíkustjórnmálum. Segir Arndís í pistli á Vísi í dag að á […]

Björn Valur gefur ekki kost á sér

Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna gefur ekki kost á sér til áframhaldandi varaformennsku. Um helgina fer fram flokksráðsfundur Vinstri grænna og fer landsfundur VG svo fram helgina 6. til 8. október næstkomandi. Björn Valur tilkynnti um þetta á vefsíðu sinni nú fyrir skömmu: Forystuskipti urðu á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í ársbyrjun 2013 […]

Borgarfulltrúi Pírata ávarpar mannkyn: Donald Trump er óhæfur og þarf að víkja

Halldór Auðar Svansson oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur segir það morgunljóst að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé óhæfur þar sem hann skorti bæði siðferðislegt hugrekki sem og allt raunveruleikaskyn. Í ávarpi til mannkyns sem Halldór Auðar birtir á Fésbókarsíðu sinni í dag segir hann að stór hluti af starfi Bandaríkjaforseta sé að geta tekist á við […]

Afnema áfengiskaupafríðindi æðstu stofnana ríkisins

Ríkisstjórnin samþykkti í dag tillögu fjármála- og efnahagsráðherra um að ívilnun með niðurfellingu áfengisgjalds gagnvart æðstu stofnunum ríkisins verði afnumin frá og með 1. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Lög um gjald af áfengi og tóbaki tóku gildi 1995. Nú njóta ívilnunar embætti forseta Íslands, Alþingi, ráðuneyti og embætti biskups Íslands. […]

Guðni sendir samúðarkveðju til Spánarkonungs

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi Felipe IV Spánarkonungi samúðarkveðju fyrir hönd íslensku þjóðarinnar í dag vegna hryðjuverksins sem framið var í Barcelona í gær. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Þrettán manns létust og hundrað særðust í árásinni þar sem bifreið var ekið á vegafarendur, yngsta fórnarlambið var þriggja ára. Sjö […]

Þýðingarlaust og skaðlegt að banna áfengisauglýsingar og fjárhættuspil

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að bönn við hlutum á borð við áfengisauglýsingar og fjárhættuspil séu þýðingarlaus og skaðleg. Brynjar, sem fer sjaldan leynt með skoðanir sínar, segir í færslu á Fésbók að okkur sé mjög í mun að hafa ýmis bannákvæði í lögum sem virðist vera hluti af eðlislægri stjórnsemi og vantrausti á öðrum: […]

Vitni: Hryðjuverkamaðurinn brosti þegar lögreglan skaut hann

Vitni að því þegar einn hryðjuverkamanna fimm sem vegnir voru af lögreglu í bænum Cambrils á Spáni segir að hryðjuverkamaðurinn hafi ögrað lögreglu og verið brosandi þegar lögreglan skaut hann til bana. Þrettán létust í árásinni í Barcelóna og meira en hundrað særðust, í gærkvöldi var svo annari bifreið ekið á vegfarendur í bænum Cambrils […]

Jón hafnar uppnámi hjá Kynnisferðum: „Var sannarlega ekki á staðnum“

Jón Gunnsteinn Hjálmarsson lét af störfum sem stjórnarformaður Kynnisferða ehf. fyrir skemmstu. Segir hann að þar sem hann hafi látið af störfum sem framkvæmdastjóri Alfa hf., stærsta eiganda Kynnisferða ehf., þá hafi hann eðli máls samkvæmt sagt sig úr öllum stjórnum sem tengdust félaginu. Ástæða þess að Jón Gunnsteinn lét af störfum hefur verið sögð […]

„Þetta þolir enga bið“

Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir nauðsynlegt að ráðast í heildarstefnumótun á bankakerfinu sem fyrst, það séu góðar fréttir að vogunarsjóðirnir sem keyptu 30% hluti í Arion banka í vor muni ekki nýta sér forkaupsrétt sinn til að eignast meirihluta í bankanum en óvissan um framhaldið geti gert það að verkum að stefnumótunin verði í höndum […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is