Föstudagur 16.06.2017 - 07:03 - Ummæli ()

Gunnar Bragi: Ummæli Lífar Magneudóttur (Vg) um öryggisviðbúnað fyrir neðan allar hellur

Gunnar Bragi Sveinsson í hljóðveri Útvarps Sögu í gær.

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrum utanríkisráðherra til þriggja ára lýsir vanþóknun á ummælum ýmissa borgarfulltrúa meirihlutans í Reykjavík á því hvernig þeir hafi tjáð sig um vopnaburð og aðrar öryggisráðstafanir lögreglu í ljósi hryðjuverkahættu undanfarið.

Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali sem Magnús Þór Hafsteinsson ritstjóri landshlutafréttablaðsins Vesturlands átti við Gunnar Braga í vikulegum þætti Magnúsar Þórs í síðdegissendingu Útvarps Sögu í gær. Þar voru öryggismálin í ljósi hryðjuverkahættu meðal þess sem kom til umræðu.

Mér finnst algerlega fáránlegt að lesa og heyra og sjá hvernig sérstaklega ákveðnir aðilar hér hjá Reykjavíkurborg hafa verið að skrifa og fjalla um þessi mál. Þetta er svo með ólíkindum að maður getur ekki ímyndað sér í hvaða heimi þetta fólk býr í rauninni. Það er ekki hægt að segja þannig að ekkert komi fyrir á Íslandi.

Gunnar Bragi er ekki síst ósáttur vegna ummæla Lífar Magneudóttur forseta borgarstjórnar og borgarfulltrúa Vinstri grænna á Facebook og Eyjan greindi frá í gær. Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur skrifaði:

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og forseti borgarstjórnar Reykjavíkur.

Sérsveitarmaður með byssu á engu eftir að breyta ef einhver hefur einbeittan vilja til að valda fólki skaða. Nærtækara væri að setja saman teymi áfallastreitusérfræðinga eða hjálparsveitarmanna til að stíga inn í ófremdarástand og hryðjuverk. Gerði meira gagn en sérsveitarmaður með byssu.

Þingmaðurinn og utanríkisráðherrann fyrrverandi sagðist ekki vilja kasta rýrð á fólk á borð við sálfræðinga þó hann spyrði:

…hvernig ætli þeim hefði gengið að fara inn í hnífabardagann í London um daginn?

Svo bætti hann við:

Þetta er svo fáránlegt að borgarfulltrúi, einhver manneskja sem á vera ábyrgðarfull…, að láta svona út úr sér er með ólíkindum. Það er fyrir neðan allar hellur.

 

Ber fullt traust til stjórnenda öryggismála

Gunnar Bragi sagðist telja að öryggsmál almennra borgara á Íslandi væru í góðum höndum, hvort heldur það væri ríkislögreglustjóri eða Landhelgisgæslan eða aðrir sem sinntu því.

Þetta er mikið fagfólk sem gætir öryggi okkar eins og þau mögulega geta. Ég dáðist að þessum mönnum hvernig þeir unnu þegar maður fékk að kynnast því,

sagði Gunnar Bragi og átti þá við þann tíma þegar hann var utanríkisráðherra. Hann bætti við sér þætti gaman að segja frá því að erlendir aðilar sem hefðu átt í samstarfi við íslenskar öryggisstofnanir hefðu ávallt í samtölum við utanríkisþjónustuna, meðan hann var ráðherra málaflokksins, hrósað Íslendingum sem að þessu störfuðu og gefið þeim sín bestu meðmæli.

Varðandi hugsanlegar ógnir sagði Gunnar Bragi að Íslendingar gætu ekki leyft sér að stinga hausnum í sandinn þegar kæmi að slíku.

Ég treysti fullkomlega þessum aðilum sem fara með þessi mál hérna á Íslandi til þess að vega og meta hvort það eigi að bera vopn eða ekki. Ég vil miklu frekar að menn séu sýnilegir og beri þá vopnin telji þeir að það sé ástæða til þess, heldur en að þeir geri það ekki.

Gunnar Bragi Sveinsson sagði að við yrðum einfaldlega að treysta þeim sem hafa upplýsingar, hafa tæki og tól til þess að vega og meta ástandið á hverjum tíma, til þess að bregðast rétt við.

Ég eða einhver borgarfulltrúi getum ekkert sagt hvort að það sé aukin áhætta eða ekki, hvort að hættustig sé lítið eða lágt. Það eru bara ákveðnir ferlar sem eru í gangi til þess að meta slíkt, það er ágætt samstarf við erlend ríki [á sviði öryggismála].

Aðspurður að því hvort hann teldi að lögreglan hefði undir höndum einhverjar upplýsingar um mögulega ógn sem ylli hertum viðbúnaði sagðist Gunnar Bragi ekki vita neitt um það.

Ég vona bara að lögreglan viti nógu mikið og vil ekkert vita hvað hún veit.

Hér má hlusta á viðtalið við Gunnar Braga á Útvarpi Sögu í gær. Rætt var um öryggismálin í lok þáttarins:

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Forsætisráðherra á leiðtogafundi í París – Kynnti kolefnislaust Ísland 2040

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók þátt í leiðtoga-fundi í París í dag undir yfirskriftinni „One Planet Summit“.  Fundurinn var haldinn í tilefni af því að í dag, 12. desember, eru tvö ár liðin frá samþykkt Parísarsamkomulagsins og lýkur fundinum síðar í kvöld. Megintilgangur fundarins er að fagna þeim áfanga sem Parísarsamkomulagið er og vekja athygli á markmiðum […]

Áform um hverfisskipulag Grafarvogs kynnt – Starfsemi fyrir kvikmyndaiðnað, verslun og þjónustu

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hélt kynningarfund á dögunum vegna fyrsta áfanga skipulags í Gufunesi. Fundurinn var haldinn í Hlöðunni við Gufunesbæ. Stuðla á að fjölbreyttari byggð og starfsemi og styðja við og styrkja Grafarvog sem hverfisheild. Á svæðinu er einkum gert ráð fyrir starfsemi á sviði afþreyingar- og kvikmyndaiðnaðar og þjónustu tengdri slíkri starfsemi. Einnig […]

Trump verst ásökunum um kynferðislega áreitni á Twitter

Donald Trump Bandaríkjaforseti, sagði í dag að allur sá fjöldi ásakana á hendur honum varðandi kynferðislega áreitni, væri liður í samsæri Demókrata og kallaði þær falsfréttir. Orð Trump féllu degi eftir að þrjár konur ásökuðu Trump um að hafa áreitt sig kynferðislega í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni og á blaðamannafundi í New York í gær. […]

Herdís kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins -Fyrst Íslendinga

Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hefur kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Á aðalfundi nefndarinnar nú í desember var Herdís kjörin fyrsti varaforseti nefndarinnar en hún hafði í tvígang verið kjörin ein þriggja varaforseta hennar. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem kjörin er í stjórn Feneyjarnefndarinnar.     Aðspurð um hvaða þýðingu þetta […]

Kristinn H reiðir til höggs – Sakar umhverfisráðherra um „veruleikafirringu“ og tilheyra „öfgasamtökum“

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum þingmaður og nú ritstjóri Vestfirðings, gagnrýnir nýskipaðan umhverfisráðherra harðlega í leiðara blaðs síns í dag. Guðmundur I. Guðbrandsson, sem áður var framkvæmdarstjóri Landverndar, var skipaður sem fagráðherra af Vinstri grænum eftir síðustu kosningar, en sú ráðning virðist ekki vekja lukku hjá Kristni H. sem sakar umhverfisráðherra um að beita sér af […]

Kristján Þór gerir hreint fyrir sínum dyrum varðandi Samherjatengsl

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, birti á Facebook síðu sinni í morgun yfirlýsingu, þar sem hann gerir grein fyrir tengslum sínum við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja sem og tengsl hans við fyrirtækið, en hann hefur legið undir ámæli vegna þessa, sökum stöðu sinnar og embættis. Flest, ef ekki allt það sem Kristján týnir […]

Olíunotkun sjávarútvegsins fer minnkandi – Nálgast markmið Parísarsamkomulagsins

Samkvæmt skýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um olíunotkun greinarinnar til 2030, sem unnin er að hluta af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, kemur í ljós að eldsneytisnotkun hefur minnkað töluvert frá árinu 1990, eða um 43% Í skýrslunni kemur fram að „sterkir fiskistofnar, framfarir í veiðum og betra skipulag veiða hafa leitt til verulega minni olíunotkunar í […]

Dapurleg upprifjun

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar: Það var sorglegt að fylgjast með upprifjun á því í fréttum í síðustu viku hvernig margir Íslendingar höguðu sér fyrst eftir bankahrunið 2008. Menn fóru í ógnandi hópum að heimilum fólks, sem það taldi í fávisku sinni að borið hefði einhverja óskilgreinda ábyrgð á hörmungunum. Þar urðu meðal annars stjórnmálamenn og […]

„Tímabært að teikna upp mynd af því hvernig hann og hans nánustu hafa hagað sér“

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, gaf út á dögunum bók er nefnist Hinir Ósnertanlegu, saga um auð, völd og spillingu. Þar er fjallað um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og ítök föðurættar Bjarna í viðskiptalífinu í gegnum árin, sem höfundur kallar „eitrað samband stjórnmála og viðskipta.“       En af hverju réðst Karl í gerð […]

Aldrei munað eins litlu á WOW og Icelandair í farþegum talið

Aldrei hefur munað jafn litlu á stærð íslensku flugfélaganna tveggja, Icelandair og WOW, í farþegum talið. Icelandair flutti í nóvember 249 þúsund farþega, meðan Wow flaug með 224 þúsund farþega á sama tíma. Munurinn er 25 þúsund farþegar, sem er minnsti mælanlegi munur hingað til. Þar áður var munurinn minnstur í febrúar, eða 33,657 farþegar. […]

Velferðarráðuneytið vænir Barnaverndarstofu um ósannsögli

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson,  legið undir ámæli vegna starfshátta sinna. Barnaverndarstofa sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag, þar sem beðið var um frest til að svara Velferðarráðuneytinu, meðan aflað væri frekari gagna, því það hafi gengið erfiðlega að fá gögnin í hendur. Nú hefur Velferðarráðuneytið sent frá […]

Búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt

Samkvæmt öruggum heimildum Eyjunar er búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt. Auglýst var eftir fimm löglærðum aðstoðarmönnum dómara við Landsrétt í sumar, en Landsréttur tekur til starfa 1. janúar 2018 og er gert ráð fyrir að aðstoðarmenn hefji störf frá þeim tíma. Alls sóttu 116 manns um störfin fimm en eftirtaldir einstaklingar fengu starfið: […]

Stjórnarandstaðan þiggur formennsku þriggja fastanefnda Alþingis- „Ekki nema hæfilega ánægð“

Stjórnarandstaðan ákvað í morgun að taka við formennsku í þeim þremur fastanefndum sem ríkisstjórnin hafði boðið þeim. Þetta staðfesti Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar við Eyjuna. Að sögn Loga mun Samfylkingin fara með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fyrstu tvö árin, en skiptast síðan á við Pírata, sem fara fyrir velferðarnefnd fyrstu tvö árin. Þá mun […]

Hæstaréttarlögmaður ýjar að vanhæfi umhverfisráðherra

Hæstaréttarlögmaðurinn Jón Jónsson skrifar grein í Morgunblaðið um helgina, hvar hann veltir fyrir sér hæfi, eða eftir atvikum, vanhæfi Guðmundar I. Guðbrandssonar umhverfisráðherra, sökum sinna fyrri starfa hjá Landvernd. Spyr Jón hvort umhverfisráðherra sé til dæmis hæfur til að skipa til dæmis starfshóp um málefni Teigsskógar, eða hvort hann sé hæfur að fjalla um aðalskipulag tengt […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is