Föstudagur 16.06.2017 - 07:03 - Ummæli ()

Gunnar Bragi: Ummæli Lífar Magneudóttur (Vg) um öryggisviðbúnað fyrir neðan allar hellur

Gunnar Bragi Sveinsson í hljóðveri Útvarps Sögu í gær.

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrum utanríkisráðherra til þriggja ára lýsir vanþóknun á ummælum ýmissa borgarfulltrúa meirihlutans í Reykjavík á því hvernig þeir hafi tjáð sig um vopnaburð og aðrar öryggisráðstafanir lögreglu í ljósi hryðjuverkahættu undanfarið.

Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali sem Magnús Þór Hafsteinsson ritstjóri landshlutafréttablaðsins Vesturlands átti við Gunnar Braga í vikulegum þætti Magnúsar Þórs í síðdegissendingu Útvarps Sögu í gær. Þar voru öryggismálin í ljósi hryðjuverkahættu meðal þess sem kom til umræðu.

Mér finnst algerlega fáránlegt að lesa og heyra og sjá hvernig sérstaklega ákveðnir aðilar hér hjá Reykjavíkurborg hafa verið að skrifa og fjalla um þessi mál. Þetta er svo með ólíkindum að maður getur ekki ímyndað sér í hvaða heimi þetta fólk býr í rauninni. Það er ekki hægt að segja þannig að ekkert komi fyrir á Íslandi.

Gunnar Bragi er ekki síst ósáttur vegna ummæla Lífar Magneudóttur forseta borgarstjórnar og borgarfulltrúa Vinstri grænna á Facebook og Eyjan greindi frá í gær. Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur skrifaði:

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og forseti borgarstjórnar Reykjavíkur.

Sérsveitarmaður með byssu á engu eftir að breyta ef einhver hefur einbeittan vilja til að valda fólki skaða. Nærtækara væri að setja saman teymi áfallastreitusérfræðinga eða hjálparsveitarmanna til að stíga inn í ófremdarástand og hryðjuverk. Gerði meira gagn en sérsveitarmaður með byssu.

Þingmaðurinn og utanríkisráðherrann fyrrverandi sagðist ekki vilja kasta rýrð á fólk á borð við sálfræðinga þó hann spyrði:

…hvernig ætli þeim hefði gengið að fara inn í hnífabardagann í London um daginn?

Svo bætti hann við:

Þetta er svo fáránlegt að borgarfulltrúi, einhver manneskja sem á vera ábyrgðarfull…, að láta svona út úr sér er með ólíkindum. Það er fyrir neðan allar hellur.

 

Ber fullt traust til stjórnenda öryggismála

Gunnar Bragi sagðist telja að öryggsmál almennra borgara á Íslandi væru í góðum höndum, hvort heldur það væri ríkislögreglustjóri eða Landhelgisgæslan eða aðrir sem sinntu því.

Þetta er mikið fagfólk sem gætir öryggi okkar eins og þau mögulega geta. Ég dáðist að þessum mönnum hvernig þeir unnu þegar maður fékk að kynnast því,

sagði Gunnar Bragi og átti þá við þann tíma þegar hann var utanríkisráðherra. Hann bætti við sér þætti gaman að segja frá því að erlendir aðilar sem hefðu átt í samstarfi við íslenskar öryggisstofnanir hefðu ávallt í samtölum við utanríkisþjónustuna, meðan hann var ráðherra málaflokksins, hrósað Íslendingum sem að þessu störfuðu og gefið þeim sín bestu meðmæli.

Varðandi hugsanlegar ógnir sagði Gunnar Bragi að Íslendingar gætu ekki leyft sér að stinga hausnum í sandinn þegar kæmi að slíku.

Ég treysti fullkomlega þessum aðilum sem fara með þessi mál hérna á Íslandi til þess að vega og meta hvort það eigi að bera vopn eða ekki. Ég vil miklu frekar að menn séu sýnilegir og beri þá vopnin telji þeir að það sé ástæða til þess, heldur en að þeir geri það ekki.

Gunnar Bragi Sveinsson sagði að við yrðum einfaldlega að treysta þeim sem hafa upplýsingar, hafa tæki og tól til þess að vega og meta ástandið á hverjum tíma, til þess að bregðast rétt við.

Ég eða einhver borgarfulltrúi getum ekkert sagt hvort að það sé aukin áhætta eða ekki, hvort að hættustig sé lítið eða lágt. Það eru bara ákveðnir ferlar sem eru í gangi til þess að meta slíkt, það er ágætt samstarf við erlend ríki [á sviði öryggismála].

Aðspurður að því hvort hann teldi að lögreglan hefði undir höndum einhverjar upplýsingar um mögulega ógn sem ylli hertum viðbúnaði sagðist Gunnar Bragi ekki vita neitt um það.

Ég vona bara að lögreglan viti nógu mikið og vil ekkert vita hvað hún veit.

Hér má hlusta á viðtalið við Gunnar Braga á Útvarpi Sögu í gær. Rætt var um öryggismálin í lok þáttarins:

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Hvatningarverðlaun velferðarráðs afhent í Hörpu

Innflytjendur og börn og foreldrar eru hjartans mál verðlaunahafa hvatningarverðlauna velferðarráðs árið 2017 en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Hörpu, föstudaginn 23. febrúar. Markmið verðlaunanna er að örva og vekja athygli á gróskumiklu starfi sviðsins.   Gæði í þjónustu við innflytjendur Það var Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, sem fékk verðlaun í flokki einstaklinga en […]

Listi Samfylkingarinnar í Reykjavík samþykktur

Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki í dag, á fundi á Hótel Natura. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri leiðir listann en hann varð efstur í flokksvali sem haldið var fyrr í mánuðinum. Í efstu fimm sætunum sitja borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, á eftir Degi koma Heiða Björg Hilmisdóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía […]

Þórdís vill varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,  iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra, greinir frá því á Facebooksíðu sinni í morgun, að hún ætli að bjóða sig fram til varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundinum í mars. „Það hefur verið dýrmætt að fá hvatningu víða að og hún vegur þungt í minni ákvörðun. Ég hlakka til að eiga samtöl við sem flesta […]

Samið um þorskafla Íslands í Smugunni

Haldinn var samningafundur í fiskveiðinefnd Íslands og Rússlands daganna 19.-20. febrúar. Umræðuefnið var að venju framkvæmd svokallaðs Smugusamnings frá 1999 milli Íslands, Noregs og Rússlands um þorskveiðar íslenskra skipa í lögsögu Noregs og í þessu tilviki í lögsögu Rússlands fyrir árið 2018. Í samningnum er um tvenns konar kvóta að ræða. Annars vegar þann sem […]

Landvernd vill virkja vindorku

Engin stefna hefur verið mörkuð um vindorkuvirkjanir á Íslandi og því réðst Landvernd í það verkefni að semja stefnu sem byggist á náttúruverndar-sjónarmiðum með almannahagsmuni að leiðarljósi. Vonast er til aðframkvæmdaaðilar og sveitarfélög geti nýtt sér þessa stefnumörkun til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif slíkra framkvæmda og til að koma í veg fyrir að ráðist verði […]

Kaupskil kaupa 13% í Arion banka af ríkinu

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur, að undangengnu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins og ríkisstjórn, fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu á 13% hlut ríkissjóðs í Arion banka til Kaupskila ehf. (dótturfélags Kaupþings ehf.) fyrir 23,4 milljarða króna. Salan fer fram á grunni kaupréttar á hlutnum samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009 og lögum um […]

Áslaug sakar Sjálfstæðisflokkinn um svindl: „Leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Friðriksdóttir, sem fékk ekki sæti á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnakosningar, skrifar á Facebooksíðu sína í dag. Þar segir hún farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Sjálfstæðisflokkinn:   „Kæru vinir, enginn getur gengið að neinu vísu í pólitík. Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og […]

Ríkisendurskoðun gagnrýnir ráðuneytið fyrir skort á heildarstefnu í orkumálum

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki fimm ábendingar sem beint var til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og Landsnets hf. árið 2015. Þetta kemur fram í nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar, Landsnet hf. Hlutverk, eignarhald og áætlanir. Ráðuneytið hefur enn ekki brugðist við þeirri ábendingu Ríkisendurskoðunar að marka heildstæða stefnu í orkumálum til að tryggja að uppbygging og rekstur flutningskerfis raforku sé í […]

Heilbrigðisráðherra vill lögleiða rafrettur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum með þessa vöru og tryggja eftirlit og mikilvæga neytendavernd. Aðgengi fólks að rafrettum og reglur um notkun þeirra samkvæmt frumvarpinu geri þeim hægt um vik sem vilja hætta tóbaksnotkun með aðstoð þeirra. Ráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Eins og fram kom í ræðu […]

Hagstofan áætlar 2,9% hagvöxt á árinu

Hagstofa Íslands hefur gefið út endurskoðaða þjóðhagsspá að vetri í ritröð sinni, Hagtíðindum. Spáin spannar árin 2017–2023. Hægt hefur á hagvexti frá árinu 2016 en áætlað er að hagkerfið hafi vaxið um 3,8% árið 2017. Meiri kraftur var í þjóðarútgjöldum sem áætlað er að hafi aukist um rúmlega 7% á síðasta ári. Talið er að […]

Afgerandi meirihluti vill afsögn dómsmálaráðherra

Samkvæmt könnun Maskínu sem unnin var í samstarfi við Stundina, kemur fram að 72,5% þjóðarinnar vilja að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segi af sér. Þeir sem vilja að hún sitji áfram eru 27,5 prósent. Hlutfallið er yfir 67% hjá fylgjendum allra stjórnmálaflokka, nema Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, en 23% Sjálfstæðismanna vilja afsögn Sigríðar og rúm 44 […]

Haraldur hugsar málið varðandi framboð til varaformennsku

Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norð-vestur kjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn, segist ætla að hugsa sig um hvort hann bjóði sig fram til varaformennsku í flokknum á landsfundi sjálfstæðisflokksins um miðjan mars, eftir fjölda áskorana. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.   „Já, ég get staðfest það að margir hafa komið að máli við mig og skorað […]

Ingvar Mar leiðir lista Framsóknar

Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og fyrrum varaþingmaður- og borgarfulltrúi, mun leiða lista Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Fjórar konur skipa næstu fimm sæti. Höfuðáhersla Framsóknarflokksins í Reykjavík verða skólamál samkvæmt tilkynningu, en þrír frambjóðendur eru með kennaramenntun. Viðskeytið flugvallarvinir er hvergi sjáanlegt í tilkynningu frá Framsóknarflokknum að þessu sinni og má því áætla að það verði ekki […]

Listi Eyþórs klár – Tveimur borgarfulltrúum bolað burt

Sjálfstæðismenn kynntu endanlegan framboðslista sinn í kvöld, fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir eru ekki á listanum, en Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi er í fimmta sæti listans. Hildur Björnsdóttir lögfræðingur er í öðru sæti, Valgerður Sigurðardóttir því þriðja, og Egill Þór Jónsson í fjórða. Heildarlistinn er hér að neðan:   1. Eyþór Lax­dal […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is