Laugardagur 17.06.2017 - 20:00 - Ummæli ()

Borgarlína, umferðarslaufur og steinaldarmenn

Einar Kárason.

Það er varla til borg í okkar heimshluta sem ekki leggur mikið upp úr almenningssamgöngum, að eitthvert form þeirra sé ekki eitt af þeirra kennitáknum. Nema kannski okkar höfuðborg Íslands og svo sumar amerískar borgir. Um stórar og smáar byggðir víðast í Evrópu aka sporvagnar; maður hlýtur að furða sig á því miðað við umræðuna hér hvernig viðkomandi yfirvöld hafa haft efni á því að byggja upp slík kerfi. Margar borgir er ekki hægt að hugsa sér án almenningssamgöngukerfanna; hvernig væri París án síns metró, eða London og New York ef ekki væru neðanjarðarlestirnar? Sums staðar eru þannig kerfi einhvers konar listaverk í bland; í rússneskum borgum eru brautarstöðvarnar eins og hallir eða listasöfn; það var á sovéttímanum sem menn fundu upp á því. Og sama gildir víðar í Austur-Evrópu.

Ég bjó um tíma í Berlín og þar er mikið af bílum enda Þjóðverjar mikil bílaþjóð eins og menn vita. Sjálfur var ég með bíl sem gott var að hafa við ýmis tækifæri og tilefni, en á annatímum hvarflaði ekki að manni að fara að ræsa út bílinn til að ferðast um miðhluta borgarinnar, það hefði einfaldlega tekið allt of langan tíma. Þegar svo bar við var fljótlegt og einfalt að stökkva upp í næsta strætó, eða S-bahn sem eru lestir sem aka að mestu ofanjarðar, eða jarðlestirnar sem þeir kalla U-bahn. Á álagstíma fylltust göturnar og það voru raðir, tafir og stopp á öllum gatnamótum og það var öllum ljóst að það væri ekkert við því að gera annað en að reyna að bjóða upp á aðra valkosti, annan ferðamáta, og þá voru það lestirnar og strætóarnir og í sumum hverfum sporvagnar að auki.

Hvar er myndin úr gamla Hlíðastrætó?

Ég hef tekið jarðlestir í Buenos Aires í Argentínu, því kerfi var komið þar upp skömmu eftir aldamótin 1900. Fyrsta og elsta línan liggur undir mikilli aðalgötu þar sem forsetahöllin og þinghúsið eru hvort á sínum endanum. Á þeirri leið eru stoppistöðvarnar skreyttar listaverkum, og annað er mjög merkilegt, sjálfir vagnarnir eru upprunalegir, eða meira en aldargamlir, smíðaðir úr harðviði, og merkileg upplifun að ferðast í þessum eldgömlu vögnum. Svipuð því að taka gömlu frægu sporvagnana í San Francisco. Og það minnir mig á að þegar ég var krakki og að alast upp í Hlíðunum þá tók maður gjarnan gulan og grænan vagn sem var númer níu og hét Hlíðahverfi og minnisstætt er hvað það brakaði mikið í honum á hólóttu malarvegunum. Enda voru yfirbyggingarnar úr tré og smíðaðar á Íslandi, ég held þetta hafi verið Volvo 1955 módel. Og það sem meira er þá voru íslenskar teikningar og skreytingar inni í vagninum, ég man meðal annars eftir mynd sem ég giska á að Halldór Pétursson hafi teiknað, og leiðbeindi ungum mönnum að standa upp fyrir konum í vagninum; sýndi tvo drengi, annar var feitlaginn og kæruleysislegur náungi sem blístraði með skakka húfu og sat sem fastast og svo annan sem var vel greiddur og snyrtilegur og var með brosi og hneigingu staðinn upp til að bjóða konu sæti sitt. Á þessa mynd minntist ég í smásögu sem ég skrifaði fyrir mörgum árum, heitir „Kveldúlfs þáttur kjörbúðar“, en hún hefur víða farið og birst, meðal annars í náms- og sýnisbókum, og ég hef vitað til þess að einhverjir útgefendur þeirra hafa sagst ætla að leita þessa gömlu frægu mynd uppi og birta með sögunni, en svo hefur ekki orðið úr því. Það var hellingur af svona strætóum á götum borgarinnar, og ég trúi því varla að þessi mynd hafi glatast með öllu. Ekki aðeins ætti hún að vera til einhvers staðar, heldur ætti auðvitað eitthvað af þessum gömlu vögnum að vera líka til og í notkun, og myndu setja mikinn svip og vekja væntumþykju meðal borgaranna sem muna tímana tvenna. Hér með auglýsi ég eftir þessari mynd, hún hlýtur að vera einhvers staðar til!

Ófullnægjandi almenningssamgöngur

Höfuðborgarsvæðið okkar teygir sig yfir afar mikið flæmi, og í rauninni miklu stærra en íbúafjöldinn, um 200 þúsund, gefur tilefni til. En í þessari gisnu, dreifðu og teygðu byggð eru almenningssamgöngur hins vegar mjög ófullnægjandi. Margir gagnrýna núverandi borgaryfirvöld fyrir stefnu sína um þéttingu byggðar og að standa ekki fyrir uppbyggingu ódýrra íbúða fyrir fyrstu kaupendur í útjaðri borgarlandsins. En ef við lítum á þá sem þurfa sitt fyrsta húsnæði, segjum ung hjón með eitt til tvö börn, þá blasir einnig við að með núverandi ástandi almenningssamgangna þá þyrfti þannig fjölskylda í útjaðri byggðar trúlega að reka tvo bíla, og kostnaðurinn við þá útgerð vinnur margfalt upp á móti því hagræði sem felst í einfaldara húsnæði á ódýrari lóð. Sömu gagnrýnendur borgaryfirvalda virðast að sama skapi andsnúnir hugmyndum um borgarlínu, sem þó er trúlega eini raunhæfi kosturinn sem fram hefur komið um lausn á fjöldaflutningum fólks á höfuðborgarsvæðinu. Raunar var stórmerkilegt að sjá að Sjálfstæðismenn í minnihluta borgarstjórnar og þeirra fylgismenn virtust ætla að gera harða atlögu að „borgarlínuáætlunum Dags borgarstjóra“ eins og maður heyrði það kallað, en það var eins og sömu menn hefðu ekki áttað sig á því að þetta er engin einkahugmynd vinstrimanna í borgarstjórn Reykjavíkur, heldur sameiginleg áætlun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þar með margra bæjarstjóra úr röðum Sjálfstæðismanna. Enda heyrði ég viðtal í útvarpi á dögunum við Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra í Kópavogi og fyrrverandi alþingismann, þar sem hann pakkaði saman röksemdum andstæðinga borgarlínunnar á sannfærandi hátt, og það sama myndu þeir eflaust fara létt með líka bæjarstjórarnir í Garðabæ og Mosfellsbæ, svo einhverjir séu nefndir.

Sjálfkeyrandi apparöt í muggunni

Nú heyrir maður málsmetandi menn gera því skóna að almenningssamgöngur verði brátt úreltar því að sjálfkeyrandi bílar muni sjá um að koma öllum til og frá. En satt best að segja á maður heldur bágt með að sjá slíkt fyrir sér. Ef við til dæmis hugsum um dimma vetrarmorgna í Reykjavík með snjó og hálku, en kannski 150 þúsund manns sem þurfa að komast á svipuðum tíma til skóla eða vinnu. Gatnakerfið er þegar sprungið á álagstíma og kannski erfitt að sjá hvernig það eigi að lagast mikið þótt þeir hundrað þúsund bílar sem verði á ferðinni í myrkrinu séu sjálfkeyrandi. Þessir sjálfkeyrandi bílar nema eða skynja auðvitað aðra bíla í kringum sig, og vegakanta og slíkt, en hversu næmir verða þeir á aðra hreyfingu? Hunda? Ketti? Allavega vildi ég ekki vita af straumi sjálfkeyrandi apparata hér um götur Hlíðanna í morgungrámanum á meðan litlu krakkarnir eru á leið í fyrstubekki grunnskólanna. Og ekki verða allir bílar sjálfkeyrandi; hvað með sendiferðabíla, flutningabíla, öll þau ökutæki þar sem bílstjórar þurfa að sinna fleiru en því að stíga á bensíngjöf og snúa stýrinu?

Fórna Elliðaárdalnum?

Sjálfur er ég mikill aðdáandi bensínhreyfilsins eins og áður hefur komið fram á þessum vettvangi og fer minna ferða á amerískum Dodge Charger, „the rock‘n‘roll of cars“, en hins vegar verður maður að horfast í augu við að sá ferðamáti, að vera á einkabíl inni í miðjum borgum, er takmörkunum háður og mun auðvitað aldrei geta gengið almennilega til lengdar. Og því verður ekki breytt, eins og menn halda sumir hér, með því að koma upp umferðarslaufum og mislægum gatnamótum úti um allt. Þótt íslenski samgönguráðherrann virðist trúa á þannig forneskju þá er vonandi að hann fari ekki að breiða út þá visku sína á stöðum eins og Manhattan, París, Róm, Berlín eða London, því að hann yrði einfaldlega að athlægi. Hann vill ekki snerta á samvinnu um almenningssamgöngur við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að borgaryfirvöld vilji ekki mislæg gatnamót á mótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, en síðast þegar ég sá þá framkvæmd útfærða þá fól hún í sér að slaufurnar tækju yfir drjúgan hluta Elliðaárdals og helst vestari kvísl árinnar líka.

Þótt mönnum sem vilja að tekið sé mark á sér þyki það bera vott um sérstakt hatur á einkabílnum og frelsi fólks til að velja sér ferðamáta að yfirvöld í Reykjavík vilji stemma stigu við óhóflegri umferð hér í þéttbýli, þá er það staðreynd að yfirvöld höfuðborga og stærstu borga í Frakklandi, Danmörku, Þýskalandi, Spáni, Belgíu og Kína, og jafnvel Bandaríkjunum vinna eftir svipaðri áætlun. Einfaldlega vegna þess að öll fræði og allar rannsóknir sýna að annað er glapræði. Járnhausar á íslenska hægri kantinum, þar á meðal hinir furðulegu „flugvallarvinir“, skilja þetta ekki. Einn úr röðum Sjálfstæðismanna, Gísli Marteinn Baldursson, var á þeirra línu þar til hann tók sig til, flutti til Bretlandseyja og nam þessi fræði í tvö ár. Þegar hann, eftir að hafa sökkt sér ofan í málin, skipti um skoðun, þá lögðu vinir hans og samherjar ekki við hlustir heldur úthrópuðu hann sem svikara og gott ef ekki vinstrimann og flæmdu úr sinni borgarstjórnarhreyfingu. Sinn klárasta mann.

Vonandi renna bráðum upp þeir tímar að steinaldarmenn ráði sem minnstu um skipulag þéttbýlis hér á landi.

Einar Kárason

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins gefur Íslandi háa einkunn

Stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins IMF fagnar frammistöðu íslenska hagkerfisins þar sem saman fari mikill hagvöxtur, lág verðbólga, uppbygging gjaldeyrisforða, afgangur á afkomu hins opinbera og á viðskiptajöfnuði, ásamt lækkandi skuldabyrði hins opinbera. Traust tök á hagstjórninni og uppgangur í ferðaþjónustu síðustu misserin hafi stuðlað að þessari hagfelldu þróun. Sendinefnd á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var hér á landi […]

Ekki pólitískt gerlegt að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að ef ekki væri fyrir Viðreisn væri enginn að skoða breytta peningastefnu. Enginn stjórnmálaflokkur tali nú gegn stöðugra gengi og hans flokkur sé eini flokkurinn sem hafi bent á aðra leið en að skipta um gjaldmiðil til að ná því. Í viðtali við Kjarnann í dag segir fjármálaráðherra að hann myndi […]

„Engin dæmi um að ríkisstjórn sé komin niður í þriðjungs fylgi eftir hálft ár“

Í nýjustu skoðanakönnun MMR mælist ríkisstjórnin með 30,3% fylgi. Stjórnin var mynduð um miðjan janúar og hefur því nú starfað í rúmt hálft ár. Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar mælist sem fyrr stærsti flokkur landsins en ef kosið yrði í dag yrði mjög tvísýnt hvort Viðreisn Benedikts Jóhannessonar og Björt Framtíð Óttars Proppé næðu inn á þing. […]

Bónus og Krónan eru íslenskum neytendum mikilvægari en Costco

Í dag er einn mánuður liðinn frá opnun verslunar Costco í Kauptúni. Costco hefur vægast sagt fengið góð viðbrögð hjá íslenskum neytendum en nýleg könnun MMR leiddi í ljós að nærri helmingur landsmanna 18 og eldri væri búinn að fara í Costco. Síðasta sumar kom út skýrsla ráðgjafarfyrirtækisins Zenter sem sagði að Costco myndi hafa […]

Forstjóri N1 segir Costco „markaðssnillinga“: „Íslenska brjálæðið“

Eggert Þór Kristófersson forstjóri N1 segist ekki hafa áhyggjur af innkomu Costco á íslenskan eldsneytismarkað, sagan hafi kennt að nýjungar á markaði séu mjög vinsælar fyrst um sinn en svo dragist það saman. Í helgarblaði DV sem kom út í dag er rætt við forstjóra íslensku olíufélaganna sem segjast ekki hafa miklar áhyggjur af þessum […]

Benedikt sannfærður um stuðning almennings: „Þess vegna hef ég lýst yfir stríði á hendur skattsvikum“

Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra segist sannfærður um að almenningur styðji stríð hans gegn skattsvikurum. Meðal tillagna í skýrslu starfshóps ráðherra sem kynnt var í gær var að draga úr noktun peningaseðla og taka 10.000 króna og 5.000 króna seðla úr umferð, þar að auki verði sett hámarksupphæð á vörur og þjónustu sem má kaupa […]

Hætta talin á frekari berghlaupum í Grænlandi: Söfnun hafin til aðstoðar Grænlendingum

Vegna hafíss og lélegs skyggnis hefur leit verið hætt í bili að þeim fjórum sem saknað er frá þorpinu Nuugaatsiaq. Talin er veruleg hætta á frekari risaberghlaupum úr fjallshlíðum sem ganga í sjó fram við Karrat-Ísfjörðinn þar sem berghlaup varð á laugardagskvöld. Grannt er fylgst með fjallshlíðunum og fólk í viðbragðsstöðu því berghlaupin gætu hæglega […]

Hæstiréttur: Sérstakt veiðigjald er skattur

Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum sótti á árinu 2016 mál gegn íslenskra ríkinu vegna ágreinings um sérstakt veiðigjald. Ágreiningur aðila laut að því hvort Vinnslustöðin ætti rétt á endurgreiðslu sérstaks veiðigjalds, sem lagt hafði verið á vegna aflaheimilda og landaðs afla skipa fyrirtækisins fiskveiðiárið 2012/2013 og íslenska ríkið hafði innheimt hjá Vinnustöðinni á grundvelli laga nr. […]

Þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokks á einu máli: „Galið“

Þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokks, þeir Smári McCarthy og Teitur Björn Einarsson, eru sammála um að hugmynd Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra um að leggja 10.000 og 5.000 króna peningaseðlum sé röng og galin. Segir Teitur Björn að besta ráðið gegn skattsvikum sé að hafa skatta lága og skattkerfið gegnsætt og skilvirkt. Meðal tillagna í skýrslu […]

Hagfræðingar ánægðir: Gott mál að taka seðlana úr umferð

Jón Steinsson hagfræðingur segir mjög gott mál að taka 5.000 og 10.000 króna seðlana úr umferð, undir það tekur Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra. Ákvörðun Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra um að taka seðlana úr umferð á næstunni hefur vakið hörð viðbrögð, segir Egill Helgason að þetta sé „einhver fávitalegasta efnahagsaðgerð sem maður hefur heyrt um“ […]

„Ógeðsleg árás á alþýðu þessa lands“

„Þegar þú kaupir vöru með korti debet eða kreditkorti greiðir seljandinn 0,4-3,9% til kortafyrirtækisins sem gefur út kortið. Sem sagt af hverjum 1000 krónum sem þú eyðir á kortið þitt fær Borgun og Kreditkort 4 – 39 krónur. Fjármálaráðherra er með þessari aðgerð að auka tekjur kortafyrirtækjana og banka umtalsvert. Ég læt alveg ósagt hversu […]

10 og 5 þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð: „Við lýsum bókstaflega yfir stríði gegn skattsvikum“

Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra segir skattsvikurum stríð á hendur, einn liður í því er að taka 10.000 króna seðilinn úr umferð. Benedikt sagði á blaðamannafundi í ráðuneytinu í morgun að í kjölfar upplýsinga úr Panamaskjölunum hafi aukist meðvitund um að undanskotum væri beitt með markvissum hætti til að komast undan skattskyldu, í janúar var […]

Skipalest heimsækir Hvalfjörð á morgun– fórna Íshafsskipalestanna til Sovétríkjanna minnst

Í fyrramálið, föstudagmorgun, mun skipalest fimm herskipa og kafbáts undir forystu varðskipsins Týs sigla inn Hvalfjörð og á gamla herskipalægið við Hvítanes. Þar verður haldin minningarathöfn og blómsveig varpað í fjörðinn. Þetta er gert til að minnast skipalestasiglinganna milli Hvalfjarðar og Norðvestur-Rússlands í seinni heimsstyrjöld. Þetta voru hinar svokölluðu Íshafsskipalestir. Einnig er viðburðurinn til að minnast […]

Arnþrúður hjólar í Jón Trausta og Stundina – Búrkan var útivistarfatnaður

Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu segist vona að Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar hafi lært eitthvað af dómi héraðsdóms og láti það vera að níða niður fólk með aðrar  lífsskoðanir. Í harðorðuðum pistli sem Arnþrúður birtir á Fésbókarsíðu sinni ræðir hún dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem sektaði Stundina um 200 þúsund krónur fyrir að nota 15 […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is