Mánudagur 26.06.2017 - 18:29 - Ummæli ()

Kvótakerfið veldur hörðum stéttaátökum

Kristinn H. Gunnarsson skrifar:

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur nýverið. Vel viðraði og tókust hefðbundin hátíðahöld með ágætum. Blaðið Vestfirðir sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra góðar kveðjur og þakkir fyrir framlag þeirra til góðra lífskjara landsmanna.

Kvótakerfið er eldurinn sem logar undir sjávarútveginum og  hefur valdið hörðum deilum og átökum í þjóðfélaginu síðustu 30 ár. Forystumenn útgerðarinnar gera sér grein fyrir stöðunni og keppast við að bera lofi á kerfið og vara við öllum hugmyndum um breytingar. Þeir freista þess að sitja sem fastast á pottlokinu meðan eldurinn heldur áfram að kynda undir og með hverju árinu mun styrkurinn aukast á gufunni undir lokinu.

Þessar aðfarir bera feigðina í sér. Gallar kerfisins eru svo alvarlegir að fyrr eða síðar mun fara fyrir því sem pottlokinu, það mun þeytast í loft upp með þeim sem á því sitja. Þá mun enginn vita  hvernig lendingin verður.

Völd og peningar

Deilurnar snúast um peninga. Til þess að komast yfir peninga þarf völd. Kvótakerfið færir útvöldum völd yfir verðmætum réttindum til þess að nýta fiskimiðin í kringum landið. Þau völd nýtast til þess að breyta réttindunum í peninga. Deilan snýst ekki lengur um það hvort réttindin eru sóknardagar eða magnkvóti.  Það kann að vera að út frá brottkasti gilt sjónarmið að afnema magnkvóta. En það bíður betri tíma að ræða slíkt til hlítar þar sem aðalatriðið er hvernig réttindunum er úthlutað. Ótímabundin úthlutun réttindanna með árlegri ákvörðun um magnið er kjarninn í kvótakerfinu. Yfirrráðin yfir réttindunum gefur völd. Þegar við bætist að ríkið lætur réttindin af hendi fyrir brotabrot af markaðsverði gefa völdin af sér gróða af þeirri stærð sem óþekkt er í  íslensku þjóðfélagi. Auðsöfnun tiltölulegra fárra einstaklinga hefur skapað eignastétt sem fær á hverju ári tugi milljarða króna upp í hendurnar fyrirhafnarlaust. Hagstofa Íslands hefur tekið saman gögn um fjárhag í sjávarútvegi. Samkvæmt þeim hefur gróðinn fyrir fjármagn og skatta frá 2002-2015 verið 700 milljarðar króna á verðlagi ársins 2015. Þá er búið að draga frá tekjum öll útgjöld vegna rekstursins, þar með talið afskriftir. Gróðinn hefur því verið 50 milljarðar króna á hverju ári að meðaltali þessi 14 ár. Um þessi verðmæti er deilt. Fáein hundruð manna sitja ein að þessum auði í dag.

Kristinn H. Gunnarsson ritstjóri Vestfjarða og fyrrverandi þingmaður.

En auðsöfnunin er því aðeins möguleg að völdin yfir tekjumöguleikunum séu á hendi fárra útvalinna og að þeir haldi á þeim um aldur og ævi, rétt eins og yfirstéttin gerði fyrir daga iðnbyltingarinnar.  Þeir sem hafa völdin beita þeim ávallt sér til hagsbóta. Valdhafarnir búa um sig í stjórnmálaflokkunum, stéttarfélögunum og  fjölmiðlunum og tala þaðan til almennings. Það er alveg orðið tímabært að rifja upp þjóðfélagsgreiningu heimspekingsins Karls Marx og spá hans um þróun kapitalismans.

Vantraust milli útgerðar og sjómanna

Gleggasta dæmið um það hversu djúpstæð átökin í þjóðfélaginu eru orðin mátti sjá og heyra í málflutningi fulltrúa sjómanna á sjómannadaginn.  Á aðalhátíðahöldunum í Rekjavík sagði ræðumaður sjómanna fullum fetum að ekki ríkti traust milli sjómanna og útgerðarmanna. Er hann þó varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta koma skýrt fram í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna síðastliðinn vetur.  Gífurleg óánægja braust fram meðal sjómanna. Kjarasamningar höfðu verið lausir í 6 ár og sjómenn fengu engu áorkað um helstu kröfur sínar. Útgerðin er orðin svo valdamikil að hún ræður meira og minna öllu í sjávarútvegi. Veiðar og vinnsla er mikið til á sömu hendi. Verðmyndun er ákvörðuð af aðilum sem eru báðum megin við borðið. Meira segja fiskmarkaðarnir eru komnir að verulegu leyti  undir eignarhald þeirra sem halda um veiðiréttindin. Þar sem sjómenn miða kaup sitt við fiskverð þýðir þessi staða útgerðarinnar að hún getur lækkað laun sjómanna með því að lækka fiskverðið og þar með aukið hagnað sinn. Útgerð er orðinn einokunarhringur sem spilar með kaup sjómanna eftir eigin hentugleika. Hagsmunir útgerðar og sjómanna hafa verið slitnir í sundir og þess vegna ríkir ekkert traust lengur. Útgerðin hefur látið kné fylgja kviði og sjómenn eru látnir borga of mikið í olíukostnað og þvingaðir til þess að greiða hlut í kostnaði við  nýsmíði á skipi. Þetta eru hvort tveggja þrælaákvæði knúin fram fyrir tilstilli valdsins í kvótakerfinu. Kjaradeilunni lauk með yppon útgerðarinnar á verkalýðshreyfingunni, sem liggur sundruð eftir.

Vofa gengur laus

Þeir sem lofa mest þjóðfélagsskipulag kvótakerfisins og telja aðeins þurfa að fínstilla smánargreiðslurnar  fyrir kvótann eru fullkomlega blindir á stéttarandstæðurnar sem búið er að vekja upp. Þær munu ganga aftur ljósum logum. Kvótaauðskipulagið mun enda á öskuhaugum sögunnar. Til þess að afstýra fyrirsjáanlegum þjóðfélagsátökum verður að innkalla kvótann og ráðstafa honum að nýju á grundvelli samkeppni, jafnræðis, markaðsverðs og tímabundinna afnota.

Greinin er leiðari Vestfjarða.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Guðlaugur Þór gaf Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kunke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. „“Ber er hver að baki nema bróður sér eigi“, segir í sögnunum og er þar vísað til vopnaðra […]

Ríkisstjórnin lýsir yfir vantrausti á kjararáð- Myndar starfshóp um „breytt fyrirkomulag“ og „úrbætur“

Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp um kjararáð, í samráði við „heildarsamtök á vinnumarkaði“, líkt og segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. „Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana kjararáðs, sé annað fyrirkomulag talið líklegra til betri sáttar í þjóðfélaginu til […]

Gunnar Atli ráðinn aðstoðarmaður Kristjans Þórs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi. Gunnar Atli er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði, með Mag. Jur. í lögfræði frá […]

Vilhjálmur Bjarnason: „Borgin stundar mikinn fjandskap við íbúa sína“

Vilhjálmur Bjarnason, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann fer yfir helstu hugðarefni sín í borgarmálunum. Eru þar húsnæðis- og velferðarmál ofarlega á baugi, en athygli vekur að Vilhjálmur minnist lítið sem ekkert á samgöngumál eða borgarlínu, en hann hefur þó áður lýst yfir efasemdum um hana, […]

Strætó að eldast – Um helmingur 10 ára eða eldri

Samgöngumál borgarinnar eru nú í brennidepli, þegar styttist í sveitastjórnarkosningar. Ljóst er að samgöngumál verða eitt af stóru kosningamálunum, ekki síst almenningssamgöngur, þar sem Borgarlínan hefur verið í forgrunni. En hvernig stendur Strætó ? Samkvæmt Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdarstjóra Strætó, eru 49 af 95 strætisvögnum fyrirtækisins 10 ára eða meira og eru tveir þeirra 18 ára […]

Borgin úthlutaði lóðum fyrir 1711 íbúðir árið 2017

Alls voru samþykktar lóðaúthlutanir fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði á síðasta ári. Mikill meirihluti úthlutaðra lóða var fyrir byggingarfélög sem starfa án hagnaðarsjónarmiða. Borgarráð fékk kynningu á úthlutunum lóða á fundi sínum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Úthlutað var lóðum fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði í fyrra. Af þeim eru 1.422 […]

Forsætisráðherra í heimsóknarhug

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á faraldsfæti í gær, en hún heimsótti bæði umboðsmann barna og Seðlabankann. Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gerði Katrínu grein fyrir stefnumótun og áherslum embættisins fyrir tímabilið 2018 til 2022. Fram kom að embættið telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu […]

Þórir Guðmundsson ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone. Þórir er með meistaragráðu í alþjóðlegum samskiptum frá Boston University og B.A. gráðu í Blaða- og fréttamennsku frá University of Kansas. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo […]

Dauðans alvara – eftir Jón Pál Hreinsson og Pétur G. Markan

Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og […]

ESB ræðst gegn plastmengun: Meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050 með sama áframhaldi

Samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins verða allar plastumbúðir gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030, dregið verður verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts. Áætlun Evrópusambandsins til að bregðast við plastmengun er ætlað að vernda náttúruna, verja íbúana og styrkja fyrirtækin. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar og á að stuðla að […]

Stefnt að opnun neyslurýma fyrir vímuefnaneytendur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Alþingi samþykkti í maí árið 2014 ályktun um að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð „á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á forsendum heilbrigðiskerfisins og […]

Arnar Þór Sævarsson verður aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Arnar Þór útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og tók ári síðar réttindi til að gegna lögmennsku. Hann hefur gegnt stöðu sveitarstjóra á Blönduósi frá árinu 2007. Áður var hann aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, þáverandi […]

Virtur læknir óttast að Trump fái hjartaáfall-Mældist með hættulega hátt kólesteról

Donald Trump Bandaríkjaforseti var sagður við hestaheilsu í reglubundinni læknisskoðun sinni á dögunum, þegar hann var skoðaður af lækni Hvíta hússins, Dr. Ronny L. Jackson. Sagði læknirinn að hjarta- og æðakerfi Trumps væri í fínu standi, þrátt fyrir að LDL kólesteról magnið mældist 143, sem er langt yfir viðmiðunarmörkum. LDL kólesteról er gjarnan nefnt „vonda“ […]

Una María kosin formaður Miðflokksfélags Suðvesturskjördæmis

Miðflokkurinn stofnaði flokksfélag Suðvesturkjördæmis í gærkvöldi í Glersalnum í Kópavogi, samkvæmt tilkynningu frá Miðflokknum. Gestir fundarins voru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Suðvesturkjördæmis. Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis er annað kjördæmafélag Miðflokksins sem stofnað er, en nýlega var stofnað Miðflokksfélag í Suðurkjördæmi. Félagið hefur, samkvæmt nýsamþykktum lögum þess, þann tilgang að vinna […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is