Mánudagur 26.06.2017 - 18:29 - Ummæli ()

Kvótakerfið veldur hörðum stéttaátökum

Kristinn H. Gunnarsson skrifar:

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur nýverið. Vel viðraði og tókust hefðbundin hátíðahöld með ágætum. Blaðið Vestfirðir sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra góðar kveðjur og þakkir fyrir framlag þeirra til góðra lífskjara landsmanna.

Kvótakerfið er eldurinn sem logar undir sjávarútveginum og  hefur valdið hörðum deilum og átökum í þjóðfélaginu síðustu 30 ár. Forystumenn útgerðarinnar gera sér grein fyrir stöðunni og keppast við að bera lofi á kerfið og vara við öllum hugmyndum um breytingar. Þeir freista þess að sitja sem fastast á pottlokinu meðan eldurinn heldur áfram að kynda undir og með hverju árinu mun styrkurinn aukast á gufunni undir lokinu.

Þessar aðfarir bera feigðina í sér. Gallar kerfisins eru svo alvarlegir að fyrr eða síðar mun fara fyrir því sem pottlokinu, það mun þeytast í loft upp með þeim sem á því sitja. Þá mun enginn vita  hvernig lendingin verður.

Völd og peningar

Deilurnar snúast um peninga. Til þess að komast yfir peninga þarf völd. Kvótakerfið færir útvöldum völd yfir verðmætum réttindum til þess að nýta fiskimiðin í kringum landið. Þau völd nýtast til þess að breyta réttindunum í peninga. Deilan snýst ekki lengur um það hvort réttindin eru sóknardagar eða magnkvóti.  Það kann að vera að út frá brottkasti gilt sjónarmið að afnema magnkvóta. En það bíður betri tíma að ræða slíkt til hlítar þar sem aðalatriðið er hvernig réttindunum er úthlutað. Ótímabundin úthlutun réttindanna með árlegri ákvörðun um magnið er kjarninn í kvótakerfinu. Yfirrráðin yfir réttindunum gefur völd. Þegar við bætist að ríkið lætur réttindin af hendi fyrir brotabrot af markaðsverði gefa völdin af sér gróða af þeirri stærð sem óþekkt er í  íslensku þjóðfélagi. Auðsöfnun tiltölulegra fárra einstaklinga hefur skapað eignastétt sem fær á hverju ári tugi milljarða króna upp í hendurnar fyrirhafnarlaust. Hagstofa Íslands hefur tekið saman gögn um fjárhag í sjávarútvegi. Samkvæmt þeim hefur gróðinn fyrir fjármagn og skatta frá 2002-2015 verið 700 milljarðar króna á verðlagi ársins 2015. Þá er búið að draga frá tekjum öll útgjöld vegna rekstursins, þar með talið afskriftir. Gróðinn hefur því verið 50 milljarðar króna á hverju ári að meðaltali þessi 14 ár. Um þessi verðmæti er deilt. Fáein hundruð manna sitja ein að þessum auði í dag.

Kristinn H. Gunnarsson ritstjóri Vestfjarða og fyrrverandi þingmaður.

En auðsöfnunin er því aðeins möguleg að völdin yfir tekjumöguleikunum séu á hendi fárra útvalinna og að þeir haldi á þeim um aldur og ævi, rétt eins og yfirstéttin gerði fyrir daga iðnbyltingarinnar.  Þeir sem hafa völdin beita þeim ávallt sér til hagsbóta. Valdhafarnir búa um sig í stjórnmálaflokkunum, stéttarfélögunum og  fjölmiðlunum og tala þaðan til almennings. Það er alveg orðið tímabært að rifja upp þjóðfélagsgreiningu heimspekingsins Karls Marx og spá hans um þróun kapitalismans.

Vantraust milli útgerðar og sjómanna

Gleggasta dæmið um það hversu djúpstæð átökin í þjóðfélaginu eru orðin mátti sjá og heyra í málflutningi fulltrúa sjómanna á sjómannadaginn.  Á aðalhátíðahöldunum í Rekjavík sagði ræðumaður sjómanna fullum fetum að ekki ríkti traust milli sjómanna og útgerðarmanna. Er hann þó varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta koma skýrt fram í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna síðastliðinn vetur.  Gífurleg óánægja braust fram meðal sjómanna. Kjarasamningar höfðu verið lausir í 6 ár og sjómenn fengu engu áorkað um helstu kröfur sínar. Útgerðin er orðin svo valdamikil að hún ræður meira og minna öllu í sjávarútvegi. Veiðar og vinnsla er mikið til á sömu hendi. Verðmyndun er ákvörðuð af aðilum sem eru báðum megin við borðið. Meira segja fiskmarkaðarnir eru komnir að verulegu leyti  undir eignarhald þeirra sem halda um veiðiréttindin. Þar sem sjómenn miða kaup sitt við fiskverð þýðir þessi staða útgerðarinnar að hún getur lækkað laun sjómanna með því að lækka fiskverðið og þar með aukið hagnað sinn. Útgerð er orðinn einokunarhringur sem spilar með kaup sjómanna eftir eigin hentugleika. Hagsmunir útgerðar og sjómanna hafa verið slitnir í sundir og þess vegna ríkir ekkert traust lengur. Útgerðin hefur látið kné fylgja kviði og sjómenn eru látnir borga of mikið í olíukostnað og þvingaðir til þess að greiða hlut í kostnaði við  nýsmíði á skipi. Þetta eru hvort tveggja þrælaákvæði knúin fram fyrir tilstilli valdsins í kvótakerfinu. Kjaradeilunni lauk með yppon útgerðarinnar á verkalýðshreyfingunni, sem liggur sundruð eftir.

Vofa gengur laus

Þeir sem lofa mest þjóðfélagsskipulag kvótakerfisins og telja aðeins þurfa að fínstilla smánargreiðslurnar  fyrir kvótann eru fullkomlega blindir á stéttarandstæðurnar sem búið er að vekja upp. Þær munu ganga aftur ljósum logum. Kvótaauðskipulagið mun enda á öskuhaugum sögunnar. Til þess að afstýra fyrirsjáanlegum þjóðfélagsátökum verður að innkalla kvótann og ráðstafa honum að nýju á grundvelli samkeppni, jafnræðis, markaðsverðs og tímabundinna afnota.

Greinin er leiðari Vestfjarða.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

„Lærdómurinn er sá að það á ekki að treysta einkafyrirtækjum fyrir staðreyndum sem varða þjóðaröryggi“

Svavar Gestsson fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðubandalagsins segir stóra lærdóminn við sænska lekamálið vera að ekki eigi að treysta einkafyrirtækjum fyrir staðreyndum sem varða þjóðaröryggi. Lekamálið sænska  snýr að stórfelldum leka á persónuupplýsingum og hernaðarleyndarmálum frá Samgöngustofu Svía sem birt voru í ógáti á netinu, áttu göngin að vera hýst hjá tæknirisanum IBM í Tékklandi. […]

Davíð spyr Benedikt: Ætlar þú þá að banna 500 evru seðilinn?

„Það er óneitanlega skondið að sami maður vilji afnema 10 þúsund króna seðil af því að svo verðmikill seðill stuðli að skattsvikum og glæpum, á sama tíma og hann vill ólmur í evrulandið þar sem 60 þúsund króna seðlar eru daglegt brauð.“ Þetta segir höfundur Staksteina Morgunblaðsins í blaði dagsins, en það er að öllum […]

Tveir ráðherrar hverfa úr sænsku ríkisstjórninni

Tveir ráðherrar í sænsku ríkisstjórninni munu víkja úr embætti og munu fjórir nýjir ráðherrar koma inn í sænsku stjórnina. Stefán Löfren forsætisráðherra greindi frá þessu á blaðamannafundi í morgun. Sænska stjórnin leikur nú á reiðiskjálfi eftir að það kom í ljós að Samgöngustofa Svíþjóðar hafi lekið gríðarlegu magni af persónuupplýsingum og hernaðarleyndarmálum. Sjá frétt: Sænska […]

„Fólk er með stærra herbergi fyrir bílinn sinn heldur en börnin sín“

„Austurvöllurinn var umferðareyja, það var keyrt allsstaðar í kringum hann, allar göturnar, það er búið að loka þeim núna. Við erum búin að vera að taka göturnar okkar til baka frá bílunum og yfir til okkar, hvort sem það er til að gera þær að útivistarsvæðum, grænum svæðum eða göngugötum eða hvaðeina og sú þróun […]

Stefán Einar hjólar í Gísla Martein: „Voðaleg dramatík er þetta“

„Bíllinn er allsstaðar í forgangi og helmingur borgarlandsins fer í að þjónusta hann. Þeir sem ferðast öðruvísi þurfa að sýna útsjónarsemi og þolinmæði til að komast leiðar sinnar og gera það venjulega með jákvæði að leiðarljósi,“ segir Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Fésbók, en þar deilir Gísli Marteinn skopmynd Halldórs Baldurssonar […]

Lokað á Gunnar Waage vegna kvartana

Bandaríska myndbandaveitan YouTube hefur lokað reikningi Sandkassans og hafa öll myndböndin verið fjarlægð í kjölfar kvartana Útvarps Sögu um brot á höfundarrétti. Greint var frá þessu á vef Útvarps Sögu í vikunni og hefur Eyjan fengið þetta staðfest frá YouTube. Alls var um að ræða 26 útvarpsþætti af Útvarpi Sögu sem og þætti af útvarpsstöðvum […]

Bandaríkjaþing storkar Trump

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér viðskiptaþvinganir á hendur Rússum, en slíkt frumvarp gengur í berhögg við áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Bæði Trump og stjórnvöld í Rússlandi eru mótfallinn frumvarpinu og segja talsmenn stjórnvalda í Kreml að ef frumvarpið yrði að lögum þá myndi það eyðileggja […]

Biskup Íslands tekur undir með Semu Erlu og biðlar til stjórnvalda: „Við erum öll gestir á hótel jörð“

„Margir fá ekki lifað í fæðingarlandi sínu vegna ófriðar, óréttlætis eða af öðrum ástæðum. Sumir þeirra hafa leitað til Íslands og beðið um leyfi til að lifa hér og starfa. Saga þeirra er jafnan átakanleg, þar sem fólk hefur flúið hræðilegar aðstæður og valið lífið fram yfir miklar hörmungar og hættur.“ Þetta segir Agnes M. […]

Björt um skoðanakannanirnar: „Þetta sveiflast mikið hjá okkur“

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir það vera vonbrigði að flokkur hennar sé að mælast með lágt fylgi í skoðanakönnunum en fylgið sveiflist og það sé gaman þegar tölurnar séu háar. Í könnun MMR sem birtist í gær mælist Björt framtíð með 2,4% fylgi sem dugar ekki til þess að ná […]

Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tillögu um afnám Obamacare: Ósigur fyrir Donald Trump

57 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði gegn því að Obamacare verði afnumið þegar öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um málið í nótt að íslenskum tíma. 43 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. 48 demókratar og 9 repúblikanar greiddu hinsvegar atkvæði gegn frumvarpinu. Þetta er ákveðinn ósigur fyrir Donald Trump, forseta, en afnám Obamacare er eitt af helstu stefnumálum hans. […]

SME: Málflutningur Viðreisnar bendir til uppgjörs innan ríkisstjórnarinnar

Sigurjón M. Egilsson fjölmiðlamaður segir að málflutningur formanns og varaformanns Viðreisnar kalli á mikil viðbrögð frá Sjálfstæðisflokknum, móðurflokki ríkisstjórnarinnar, segir Sigurjón að það stefni allt í einhverskonar uppgjör innan ríkisstjórnarinnar. Segir Sigurjón í grein á vef sínum Miðjan að málflutningur Viðreisnar falli í grýttan jarðveg hjá helstu talsmönnum Sjálfstæðisflokksins en þrátt fyrir það boði Viðreisn […]

Rússar auka þrýsting á Úkraínustjórn með aðskilnaðarsinnum

Eftir Björn Bjarnason: Alexander Zakharsjenkó, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Rússlands, tilkynnti þriðjudaginn 18. júlí að hann ætlaði að beita sér fyrir að koma á fót Malorossija (Litla Rússlandi) með Donetsk sem höfuðborg. Á tímum Rússakeisara var þetta orð notað um hluta þess lands sem nú er Úkraína og vekur það vondar minningar í huga margra […]

Inga Sæland í borgina

Inga Sæland formaður Flokks fólksins verður oddviti flokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík á næsta ári. Inga staðfesti þetta við Vísi í dag. Flokkur fólksins hefur sótt fram í könnunum og mælist nú með 6,1% fylgi í nýrri könnun MMR sem birt var í dag, er það meira fylgi en stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð sem […]

Jökulsárlón og nærliggjandi svæði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og umfangsmikilla svæða sem liggja að lóninu. Um leið er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Mað friðlýsingunni nær þjóðgarðurinn frá hæsta tindi landsins niður að fjöru. Þessi breyting felur í sér að hluti þjóðvegar 1 liggur nú í […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is