Laugardagur 01.07.2017 - 13:18 - Ummæli ()

Óvissuástand á Grænlandi: Söfnun hér á landi rýfur 30 milljóna múrinn

Íbúðarhús sem flóðbylgjan hreif með sér á haf út.

Enn ríkir óvissu- og hættuástand við Uummannaq-fjörð á Norðvestur-Grænlandi eftir berghlaupin og flóðin sem urðu fyrir tveimur vikum síðan. Þá fórust fjórir. Byggðir voru rýmdar. Enn hafa íbúar í þorpunum Nuugaatsiaq og Illorsuit ekki fengið að snúa heim á ný. Svo getur farið að fólkið muni aldrei eiga afturkvæmt þar sem mikil hætta er talin á frekari berghlaupum með flóðbylgjum í kjölfarið.

Kim Kielsen formaður grænlensku landsstjórnarinnar sagði á blaðamannafundi í gær að hættan á því að þessi þorp yrðu fyrir nýjum flóðum væri stöðugt fyrir hendi. Ekki er fyrir hendi neitt viðunandi viðvörunarkerfi sem gæti gert fólki kleift að flýja á örugga staði ef nýjar flóðbylgjur kæmu frá staðnum þar sem berghlaupið mikla varð 17. júní síðastliðinn.

Ný flóðbylgja mun lenda á byggðunum um fimm mínútum eftir ný skriðuföll og því er ekki öruggt fyrir íbúana að snúa aftur heim,

hefur grænlenska útvarpið eftir Kielsen á fréttavef sínum.

Þegar hafa fleiri skriðuföll orðið í Grænlandi. Nú á fimmtudagsmorgun hrundu björg við þorpið Ukkusissat sem er norðan Ummanaq-fjarðar. Enginn varð fyrir tjóni en mikið gekk á og fólk átti fótum fjör að launa eins og þetta hrikalega myndband sýnir:

Grænlensk stjórnvöld hafa kallað til norska sérfræðinga til að meta hættuna á frekari berghlaupum og skriðuföllum. Þeir meta hættuna 11,5 samkvæmt norskum hættuskala sem nær til 12 sem sú tala gefur til kynna mestu hættuna.

Sú hugmynd hefur komið til tals að koma fyrir öflugum sprengihleðslum í hlíðum fjallanna við Karrat Ísfjörðinn þar sem berghlaupið varð og þannig freista þess að sprengja niður óstöðugustu hlutana sem sátu eftir þegar berghlaupið varð.

Norsku sérfræðingarnir meta það svo að þetta sé of áhættusamt. Lítil reynsla er af slíkum aðgerðum sem eru mjög flóknar í framkvæmd. Það yrði að bora fyrir sprengihleðslunum og slíkt krefst þess að menn fari upp í hlíðarnar og klettana. Þetta er talið stórhættulegt því enginn veit hvort og þá hvenær ný berghlaup fara af stað. Menn sem stæðu í hlíðunum þegar slíkt gerðist þyrftu ekki að kemba hærurnar.

Nú er talið að Grænlendingar þurfi að standa frammi fyrir því að ný berghlaup geti orðið hvenær sem er á þessum slóðum og að hættan á slíku gæti varað í áratugi og jafnvel í einhverjar kynslóðir. Þar með eru líkur á að íbúar Nuugaatsiaq og Illorsuit muni aldrei eiga afturkvæmt til heimila sinna.

 

Söfnunin „Vinátta í verki“ gengur vel

Fjársöfnun sú sem Kalak – vinafélag Grænlands á Íslandi, Taflfélagið Hrókurinn, Hjálparstarf kirkjunnar og aðrir Grænlandvinir settu af stað til hjálpar þeim sem urðu fyrir flóðbylgjunum á Grænlandi gengur vel. Í gærkvöldi var innsöfnuð heildarfjárhæð komin í 30 milljónir króna. Markmiðið er að ná að safna 50 milljónum króna.

Þegar svona náttúruhamfarir verða er mikilvægt að rétta hjálparhönd og sýna vinarhug um leið. Þetta eru bæði Íslendingar og Færeyingar að gera nú í garð Grænlendinga. Aðal atriðið er að senda kærleiksrík skilaboð út á við til þeirra sem eiga um sárt að binda. Það er fólki mikilvægt að finna hlýhuginn,

segir Hrafn Jökulsson sem hefur verið talsmaður söfnunarinnar fram til þessa.

Hrafn segir að söfnunin fari fram víða um land. Sem dæmi nefnir hann Árneshrepp á Ströndum, Flateyri og Grímsey.

Grænlendingar söfnuðu fé til Flateyringa 1995.

Á Flateyri er það björgunarsveitin sem hefur staðið fyrir söfnun meðal Flateyringa um allan heim. Þar vill fólk endurgjalda landssöfnun sem Grænlendingar efndu til þegar snjóflóðinn féllu á Flateyri 1995. Mér skilst að þar hafi þegar safnast ein milljón króna,

segir Hrafn sem sjálfur fer til Flateyrar á morgun sunnudag til að veita viðtöku söfnunarfé þar.

Hrafn segir að skorað hafi verið að öll 74 sveitarfélög Íslands að taka þátt.

Hrafn Jökulsson og Inga Dóra Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Vest-norræna ráðsins voru á dögunum í klukkutíma viðtali um málefni Grænlands og söfnunina á Útvarpi Sögu.

Þau eru að taka höndum saman. Reykjavík og stóru sveitarfélögin svo sem Kópavogur hafa þegar gefið umtalsverða fjármuni. Hér eru það þó ekki upphæðirnar sem skipta fyrst og fremst máli heldur að allir séu með og við sýnum þjóðarsamstöðu.

Allir flokkar á þingi hafa komið með framlög.

Sömuleiðis Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífisins, auk þess sem sjávarútvegsfyrirtæki hafa mörg hver brugðist vel við.

Grænlenskir fjölmiðlar hafa fjallað um söfnunina á Íslandi.

Grænlendingar fylgjast mjög vel með því sem gerist á Íslandi og þar er mikið þakklæti í okkar garð. Ég held að þetta muni breyta samskiptum þjóðanna til mikilla góða þegar til lengri tíma er litið.

Féð í söfnunni mun renna heilt og óskipt til fólkins sem varð verst úti og missti heimili sín og eigur.

Það hefur ekki verið eytt einni einustu krónu í að auglýsa söfnunina eða neitt þess háttar,

segir Hrafn.

Þau Karl og Íris Björk eru nýir talsmenn söfununarinnar.

Í gær efndu leikskólabörn í Öskju í Reykjavík til sölusýningar á verkum sem þau höfðu búið til. Tekjurnar runnu til söfnunarinnar „Vinátta í verki.“

Við sama tækifæri voru þau Karl Ottesen Faurschou og Íris Björk Heiðrúnardóttir kynnt til leiks sem nýir talsmenn söfnunarinnar. Karl er frá Qaqortoq á Grænlandi og Íris frá Ísafirði á Íslandi.

Hjálparstofnun kirkjunnar hefur opnað söfnunarreikninginn 0334-26-056200, kennitala 450670-0499. Einnig er hægt að hringja í númer 907-2003 og þannig leggja 2.500 krónur í söfnunina „Vinátta í verki.“

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Guðlaugur Þór gaf Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kunke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. „“Ber er hver að baki nema bróður sér eigi“, segir í sögnunum og er þar vísað til vopnaðra […]

Ríkisstjórnin lýsir yfir vantrausti á kjararáð- Myndar starfshóp um „breytt fyrirkomulag“ og „úrbætur“

Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp um kjararáð, í samráði við „heildarsamtök á vinnumarkaði“, líkt og segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. „Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana kjararáðs, sé annað fyrirkomulag talið líklegra til betri sáttar í þjóðfélaginu til […]

Gunnar Atli ráðinn aðstoðarmaður Kristjans Þórs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi. Gunnar Atli er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði, með Mag. Jur. í lögfræði frá […]

Vilhjálmur Bjarnason: „Borgin stundar mikinn fjandskap við íbúa sína“

Vilhjálmur Bjarnason, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann fer yfir helstu hugðarefni sín í borgarmálunum. Eru þar húsnæðis- og velferðarmál ofarlega á baugi, en athygli vekur að Vilhjálmur minnist lítið sem ekkert á samgöngumál eða borgarlínu, en hann hefur þó áður lýst yfir efasemdum um hana, […]

Strætó að eldast – Um helmingur 10 ára eða eldri

Samgöngumál borgarinnar eru nú í brennidepli, þegar styttist í sveitastjórnarkosningar. Ljóst er að samgöngumál verða eitt af stóru kosningamálunum, ekki síst almenningssamgöngur, þar sem Borgarlínan hefur verið í forgrunni. En hvernig stendur Strætó ? Samkvæmt Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdarstjóra Strætó, eru 49 af 95 strætisvögnum fyrirtækisins 10 ára eða meira og eru tveir þeirra 18 ára […]

Borgin úthlutaði lóðum fyrir 1711 íbúðir árið 2017

Alls voru samþykktar lóðaúthlutanir fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði á síðasta ári. Mikill meirihluti úthlutaðra lóða var fyrir byggingarfélög sem starfa án hagnaðarsjónarmiða. Borgarráð fékk kynningu á úthlutunum lóða á fundi sínum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Úthlutað var lóðum fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði í fyrra. Af þeim eru 1.422 […]

Forsætisráðherra í heimsóknarhug

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á faraldsfæti í gær, en hún heimsótti bæði umboðsmann barna og Seðlabankann. Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gerði Katrínu grein fyrir stefnumótun og áherslum embættisins fyrir tímabilið 2018 til 2022. Fram kom að embættið telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu […]

Þórir Guðmundsson ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone. Þórir er með meistaragráðu í alþjóðlegum samskiptum frá Boston University og B.A. gráðu í Blaða- og fréttamennsku frá University of Kansas. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo […]

Dauðans alvara – eftir Jón Pál Hreinsson og Pétur G. Markan

Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og […]

ESB ræðst gegn plastmengun: Meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050 með sama áframhaldi

Samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins verða allar plastumbúðir gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030, dregið verður verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts. Áætlun Evrópusambandsins til að bregðast við plastmengun er ætlað að vernda náttúruna, verja íbúana og styrkja fyrirtækin. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar og á að stuðla að […]

Stefnt að opnun neyslurýma fyrir vímuefnaneytendur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Alþingi samþykkti í maí árið 2014 ályktun um að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð „á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á forsendum heilbrigðiskerfisins og […]

Arnar Þór Sævarsson verður aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Arnar Þór útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og tók ári síðar réttindi til að gegna lögmennsku. Hann hefur gegnt stöðu sveitarstjóra á Blönduósi frá árinu 2007. Áður var hann aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, þáverandi […]

Virtur læknir óttast að Trump fái hjartaáfall-Mældist með hættulega hátt kólesteról

Donald Trump Bandaríkjaforseti var sagður við hestaheilsu í reglubundinni læknisskoðun sinni á dögunum, þegar hann var skoðaður af lækni Hvíta hússins, Dr. Ronny L. Jackson. Sagði læknirinn að hjarta- og æðakerfi Trumps væri í fínu standi, þrátt fyrir að LDL kólesteról magnið mældist 143, sem er langt yfir viðmiðunarmörkum. LDL kólesteról er gjarnan nefnt „vonda“ […]

Una María kosin formaður Miðflokksfélags Suðvesturskjördæmis

Miðflokkurinn stofnaði flokksfélag Suðvesturkjördæmis í gærkvöldi í Glersalnum í Kópavogi, samkvæmt tilkynningu frá Miðflokknum. Gestir fundarins voru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Suðvesturkjördæmis. Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis er annað kjördæmafélag Miðflokksins sem stofnað er, en nýlega var stofnað Miðflokksfélag í Suðurkjördæmi. Félagið hefur, samkvæmt nýsamþykktum lögum þess, þann tilgang að vinna […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is