Sunnudagur 02.07.2017 - 13:31 - Ummæli ()

Nýr dómur: Norðmenn hrósa hafréttarlegum sigri í Smugunni í Barentshafi

Norskt kort sem sýnir Smuguna svokölluðu í Barentshafi. Normenn kalla hana „Smutthullet.“ Mynd af vef NRK.

Í síðustu viku féll dómur í Noregi sem talinn er hafa mikið fordæmisgildi í tenglsum við veiðiréttindi á alþjóðlega hafsvæðinu suðaustur af Svalbarða sem kallað er Smugan. Íslendingar stunduðu þorskveiðar þar um miðbik tíunda áratugarins og stóðu í deilum vegna þess við Norðmenn og Rússa. Smugan liggur bæði að norskri og rússneskri landhelgi auk þess sem vesturmörk hennar eru að hinu svokallaða Svalbarðasvæði.

Ágreiningnum um þorskveiðarnar í Smugunni lyktaði með því að Íslendingum var úthlutað þorskveiðiheimildum í Barentshafi.

Síðan þetta var hefur ríkt þokkalegur friður um fiskveiðar á hafsvæðinu sem kallað er Smugan. Á undanförnum árum hafa hins vegar verið teknar upp veiðar á krabbategund einni sem kallast snjókrabbi og lifir í austanverðu Barentshafi og þar með talið í Smugunni. Skip af ýmsum þjóðernum hafa stundað þessar veiðar þar sem krabbinn er fangaður í gildrur. Þau hafa meðal annars athafnað sig í Smugunni og útgerðir þeirra talið að þær væru þar í fullum rétti til veiða án þess að spyrja kóng né prest þar sem þetta væri alþjóðlegt hafsvæði. Árið 2014 settu norsk stjórnvöld hins vegar einhliða reglur sem banna snjókrabbaveiðar án leyfis Norðmanna í Smugunni.

Norskur fiskibátur á veiðum í Barentshafi.

Í júlí 2016 létu norsk yfirvöld á þetta reyna. Krabbaveiðiskip frá Litháen var tekið fyrir meintar ólöglegar veiðar í Smugunni og lögreglustjórinn í Finnmerkurfylki í Norður-Noregi krafðist þess að útgerðin greiddi tvær og hálfa milljón norskra króna í sekt. Það jafngildir tæplega 31 milljón íslenskra króna á gengi dagsins.

Útgerðin féllst ekki á þetta og málinu var vísað til dóms í þingrétti sem er neðsta af þremur dómstigum í Noregi. Þar var kveðinn upp sýknudómur. Norsk stjórnvöld áfrýjuðu þeim dómi til millidómstigsins sem er lögmannarétturinn. Hann kvað upp sinn dóm í síðustu viku. Þar var dómsniðurstöðu þingréttarins snúið við. Útgerðin skal greiða upphaflegu sektina og skipstjórinn fær 15 þúsund norskra krónu sekt.

Lars Fause saksóknari telur þennan dóm þýðingamikinn sigur fyrir Noreg:

Noregur hefur unnið þjóðarréttindi yfir stóru hafsvæði þar sem að öllum líkindum finnast milljarðaverðmæti í formi snjókrabba og kóngakrabba sem veiða má á hafsbotni þar,

segir Fause við norska ríkisútvarpið NRK.

Hann telur ákveðið að Smugan svokallaða sé nú hafsvæði sem ekki er lengur opið til nytja fyrir hvern sem kjósi að gera slíkt.

Dómurinn hefur slegið því föstu að Noregur getur sett reglurnar þarna og að norska Strandgæslan geti framfylgt þeim. Nú getur Strandgæslan framfylgt þeim bæði skýrt og ákveðið í Smugunni.

Norska freigátan Roald Amundsen, stödd á dögunum við Hvítanes í Hvalfirði. Norðmenn hafa endurnýjað stóran hluta af her- og strandgæsluskipaflota sínum á undanförnum árum, ekki síst til að geta staðið vörð um hafréttarlega hagsmuni sína. Þetta skip er tíu ára gamalt.

Fause segir að Noregur hafi árið 2009 fengið samþykki innan Sameinuðu þjóðanna til að lýsa yfir efnahagslegri grunnslóð utan 200 sjómílna marka Noregs á því svæði sem kallist Smugan. Árið eftir hafi Noregur og Rússland samið um ákveðna miðlínu á svæðinu sem skipti auðæfum svo sem gasi og olíu í hafsbotninum milli landanna tveggja. Jarðfræðingar hafa þegar gefið út að gríðarlegar auðlindir af því tagi sé sennilega að finna í Smugunni.

Að sögne Fause mun Smugan enn sem fyrr teljast alþjóðlegt hafsvæði en það gildi einungis um sjálfan sjóinn á svæðinu. Hafsbotninn og auðlindir undir honum og á, tilheyri hins vegar Noregi og Rússlandi.

Búist er við að snjókrabbaveiðidómi norska Lögmannaréttarins verði áfrýjað til Hæstaréttar Noregs. Fause saksóknari segist ekki óttast það:

Ákæruvaldið mun enn á ný mæta vel undirbúið til leiks þar.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Gísli Marteinn: „Fólk er með stærra herbergi fyrir bílinn sinn heldur en börnin sín“

„Austurvöllurinn var umferðareyja, það var keyrt allsstaðar í kringum hann, allar göturnar, það er búið að loka þeim núna. Við erum búin að vera að taka göturnar okkar til baka frá bílunum og yfir til okkar, hvort sem það er til að gera þær að útivistarsvæðum, grænum svæðum eða göngugötum eða hvaðeina og sú þróun […]

Stefán Einar hjólar í Gísla Martein: „Voðaleg dramatík er þetta“

„Bíllinn er allsstaðar í forgangi og helmingur borgarlandsins fer í að þjónusta hann. Þeir sem ferðast öðruvísi þurfa að sýna útsjónarsemi og þolinmæði til að komast leiðar sinnar og gera það venjulega með jákvæði að leiðarljósi,“ segir Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Fésbók, en þar deilir Gísli Marteinn skopmynd Halldórs Baldurssonar […]

Lokað á Gunnar Waage vegna kvartana

Bandaríska myndbandaveitan YouTube hefur lokað reikningi Sandkassans og hafa öll myndböndin verið fjarlægð í kjölfar kvartana Útvarps Sögu um brot á höfundarrétti. Greint var frá þessu á vef Útvarps Sögu í vikunni og hefur Eyjan fengið þetta staðfest frá YouTube. Alls var um að ræða 26 útvarpsþætti af Útvarpi Sögu sem og þætti af útvarpsstöðvum […]

Bandaríkjaþing storkar Trump

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér viðskiptaþvinganir á hendur Rússum, en slíkt frumvarp gengur í berhögg við áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Bæði Trump og stjórnvöld í Rússlandi eru mótfallinn frumvarpinu og segja talsmenn stjórnvalda í Kreml að ef frumvarpið yrði að lögum þá myndi það eyðileggja […]

Biskup Íslands tekur undir með Semu Erlu og biðlar til stjórnvalda: „Við erum öll gestir á hótel jörð“

„Margir fá ekki lifað í fæðingarlandi sínu vegna ófriðar, óréttlætis eða af öðrum ástæðum. Sumir þeirra hafa leitað til Íslands og beðið um leyfi til að lifa hér og starfa. Saga þeirra er jafnan átakanleg, þar sem fólk hefur flúið hræðilegar aðstæður og valið lífið fram yfir miklar hörmungar og hættur.“ Þetta segir Agnes M. […]

Björt um skoðanakannanirnar: „Þetta sveiflast mikið hjá okkur“

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir það vera vonbrigði að flokkur hennar sé að mælast með lágt fylgi í skoðanakönnunum en fylgið sveiflist og það sé gaman þegar tölurnar séu háar. Í könnun MMR sem birtist í gær mælist Björt framtíð með 2,4% fylgi sem dugar ekki til þess að ná […]

Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tillögu um afnám Obamacare: Ósigur fyrir Donald Trump

57 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði gegn því að Obamacare verði afnumið þegar öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um málið í nótt að íslenskum tíma. 43 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. 48 demókratar og 9 repúblikanar greiddu hinsvegar atkvæði gegn frumvarpinu. Þetta er ákveðinn ósigur fyrir Donald Trump, forseta, en afnám Obamacare er eitt af helstu stefnumálum hans. […]

SME: Málflutningur Viðreisnar bendir til uppgjörs innan ríkisstjórnarinnar

Sigurjón M. Egilsson fjölmiðlamaður segir að málflutningur formanns og varaformanns Viðreisnar kalli á mikil viðbrögð frá Sjálfstæðisflokknum, móðurflokki ríkisstjórnarinnar, segir Sigurjón að það stefni allt í einhverskonar uppgjör innan ríkisstjórnarinnar. Segir Sigurjón í grein á vef sínum Miðjan að málflutningur Viðreisnar falli í grýttan jarðveg hjá helstu talsmönnum Sjálfstæðisflokksins en þrátt fyrir það boði Viðreisn […]

Rússar auka þrýsting á Úkraínustjórn með aðskilnaðarsinnum

Eftir Björn Bjarnason: Alexander Zakharsjenkó, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Rússlands, tilkynnti þriðjudaginn 18. júlí að hann ætlaði að beita sér fyrir að koma á fót Malorossija (Litla Rússlandi) með Donetsk sem höfuðborg. Á tímum Rússakeisara var þetta orð notað um hluta þess lands sem nú er Úkraína og vekur það vondar minningar í huga margra […]

Inga Sæland í borgina

Inga Sæland formaður Flokks fólksins verður oddviti flokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík á næsta ári. Inga staðfesti þetta við Vísi í dag. Flokkur fólksins hefur sótt fram í könnunum og mælist nú með 6,1% fylgi í nýrri könnun MMR sem birt var í dag, er það meira fylgi en stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð sem […]

Jökulsárlón og nærliggjandi svæði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og umfangsmikilla svæða sem liggja að lóninu. Um leið er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Mað friðlýsingunni nær þjóðgarðurinn frá hæsta tindi landsins niður að fjöru. Þessi breyting felur í sér að hluti þjóðvegar 1 liggur nú í […]

Sænska ríkið lekur gríðarlegu magni af persónuupplýsingum

Hernaðarleyndarmál sem og persónuupplýsingar um milljónir Svía hafa lekið á netið. Greint er frá þessu í sænskum fjölmiðlum og á vef Hacker News í dag en upplýsingarnar koma frá sænska ríkinu. Svo virðist sem Samgöngustofa Svía, Transportstyrelsen, hafi óvart lekið upplýsingunum þegar stofnunin var að færa gögnin í varðveislu tæknifyrirtækisins IBM. Lekinn hefur það í […]

Flokkur fólksins stærri en Viðreisn og Björt framtíð

Flokkur fólksins mælist með meira fylgi en stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð. Mælist Flokkur fólksins með 6,1% fylgi á meðan Viðreisn mælist með 4,7% fylgi og Björt framtíð með 2,4% fylgi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Hvorugur stjórnarflokkurinn næði manni inn á þing ef kosið yrði í dag. Sjálfstæðisflokkurinn […]

Viðreisn mun aldrei hætta að tala um framtíðarmöguleika á upptöku evru og aðild Íslands að ESB

Viðreisn mun halda áfram tala fyrir myntráði, að halda krónunni en binda hana við annan gjaldmiðil og fyrir framtíðarmöguleikum þess að taka upp evru með ESB-aðild. Þetta segir Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar í pistli í Fréttablaðinu í dag. Segir hún að krónuhagkerfið geri það að verkum að það sé ekki sjálfsagt fyrir Íslendinga að […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is