Þriðjudagur 04.07.2017 - 17:39 - Ummæli ()

Vegamál í ólestri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Ferðamaður virðir fyrir sér Háafoss í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Mynd/Getty

Kristófer Tómasson skrifar:

Listinn getur orðið langur þegar maður horfir til fjárveitingarvaldsins í landinu. Þeir fulltrúar sem við þegnar landsins höfum kosið til að sitja fyrir okkar hönd á hinu háa Alþingi hafa meðal annars með höndum að hlutverk að útdeila fé úr sameiginlegum sjóðum til samfélagsins. Það er þrennt sem kemur oftast upp í minn huga þegar um það er rætt. Heilbrigðismál, menntamál og samgöngumál. Eftir að ég tók við því starfi sem ég gegni nú, hefur síðastnefndi málaflokkurinn verið mér hugleiknastur, þó ekki geri ég lítið úr þeim fyrrnefndu.  Lengi er hægt að benda á að ástand geti verið verra en það er hverju sinni. En um langt skeið hefur ástand margra vega hér í Skeiða- og Gnúpverjahreppi verið slíkt ekki er hægt að una við það.
Ekki dreg ég í efa að mikið vantar á í þessum efnum í öðrum sveitarfélögum einnig. Sú samgönguáætlun sem nú er í gildi felur ekki í sér neinar umbætur í vegamálum í sveitarfélaginu.  Þrátt fyrir að sveitarstjórnarfólk og aðrir íbúar hafi komið því til skila að pottur sé víða brotinn. Hér eru margir tengivegir sem liggja til einstakra parta byggðarinnar. Á síðustu árum hefur umferð um marga þessara vega aukist verulega vegna aukins ferðamannastraums og aukinnar ferðaþjónustu innan sveitarfélagsins. Er þá ónefnd umferð vegna virkjanaframkvæmda. Þar kemur oft til flutningur á þungum hlutum sem hafa mun meiri breidd en venjuleg ökutæki.

Kristófer Tómasson sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Það finnast hér allnokkrir vegir þar sem orðið hörmuleg slys og full ástæða til að hafa meiri áhyggjur en nokkru sinni áður að fleiri slys eigi sér stað. Ekki síst þegar haft er í huga að aukinn fjöldi erlendra ökumanna án reynslu, og án sambærilegra réttinda og krafist er hér á

landi séu akandi á vegunum. Dæmi eru um að  skólabílstjórar hafi orðað að koma þurfi til sérstakar álagsgreiðslur á tilteknum vegum vegna slits ökutækja sem hlýst af ófremdarástandi veganna. Efni í mörgum vegum hér um slóðir er orðið nánast uppurið og lítinn tilgang hefur að hefla. Tekið skal fram að starfsmenn Vegagerðarinnar er allir af vilja gerðir til að bæta ástandið.
Forystumenn Félags íslenskra bifreiðaeigenda hafa haldið því til haga að  25-27 milljarðar af þeim 70 milljörðum sem innheimtast í ríkiskassann á ári hverju af okkur bílaeigendum fari beint til vegamála.   Varla getur það talist ásættanlegt í ljósi þess að óumdeilt er að þörfin til endurbóta á vegakerfinu er mun meiri en sem því nemur. Það má vera ljóst að það sem hefur komið í rikiskassann af sölu eldsneytis og bifreiða á allra síðustu árum hafi aukist til muna í samræmi við aukna umferð og fjölgun ökutækja í umferðinni á vegum landsins.  Á sama tíma virðist mér ástand vega fara versnandi og ég held að það sé ekki hugarburður, ef svo er bið ég ykkur þingmenn Suðurkjördæmis að leiðrétta mig.

Ríkissjóður hefur marga munna að metta og er kostnaðarþrýstingur mikill úr öllum áttum ekki ætla ég að gera lítið úr því.  Engu að síður státa þeir sem halda um ríkispynguna sig af því að staða þjóðarbúsins sé framúrskarandi góð um þessar mundir, alla vega þegar það hentar.Því á ég mjög erfitt með að sýna því skilning að ekki gangi betur en raun ber vitni að halda vegum hér í þeim ágæta hreppi sem ég bý í sem og í öðrum hreppum í betra ástandi en raun ber vitni.

Höfundur er sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

„Lærdómurinn er sá að það á ekki að treysta einkafyrirtækjum fyrir staðreyndum sem varða þjóðaröryggi“

Svavar Gestsson fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðubandalagsins segir stóra lærdóminn við sænska lekamálið vera að ekki eigi að treysta einkafyrirtækjum fyrir staðreyndum sem varða þjóðaröryggi. Lekamálið sænska  snýr að stórfelldum leka á persónuupplýsingum og hernaðarleyndarmálum frá Samgöngustofu Svía sem birt voru í ógáti á netinu, áttu göngin að vera hýst hjá tæknirisanum IBM í Tékklandi. […]

Davíð spyr Benedikt: Ætlar þú þá að banna 500 evru seðilinn?

„Það er óneitanlega skondið að sami maður vilji afnema 10 þúsund króna seðil af því að svo verðmikill seðill stuðli að skattsvikum og glæpum, á sama tíma og hann vill ólmur í evrulandið þar sem 60 þúsund króna seðlar eru daglegt brauð.“ Þetta segir höfundur Staksteina Morgunblaðsins í blaði dagsins, en það er að öllum […]

Tveir ráðherrar hverfa úr sænsku ríkisstjórninni

Tveir ráðherrar í sænsku ríkisstjórninni munu víkja úr embætti og munu fjórir nýjir ráðherrar koma inn í sænsku stjórnina. Stefán Löfren forsætisráðherra greindi frá þessu á blaðamannafundi í morgun. Sænska stjórnin leikur nú á reiðiskjálfi eftir að það kom í ljós að Samgöngustofa Svíþjóðar hafi lekið gríðarlegu magni af persónuupplýsingum og hernaðarleyndarmálum. Sjá frétt: Sænska […]

„Fólk er með stærra herbergi fyrir bílinn sinn heldur en börnin sín“

„Austurvöllurinn var umferðareyja, það var keyrt allsstaðar í kringum hann, allar göturnar, það er búið að loka þeim núna. Við erum búin að vera að taka göturnar okkar til baka frá bílunum og yfir til okkar, hvort sem það er til að gera þær að útivistarsvæðum, grænum svæðum eða göngugötum eða hvaðeina og sú þróun […]

Stefán Einar hjólar í Gísla Martein: „Voðaleg dramatík er þetta“

„Bíllinn er allsstaðar í forgangi og helmingur borgarlandsins fer í að þjónusta hann. Þeir sem ferðast öðruvísi þurfa að sýna útsjónarsemi og þolinmæði til að komast leiðar sinnar og gera það venjulega með jákvæði að leiðarljósi,“ segir Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Fésbók, en þar deilir Gísli Marteinn skopmynd Halldórs Baldurssonar […]

Lokað á Gunnar Waage vegna kvartana

Bandaríska myndbandaveitan YouTube hefur lokað reikningi Sandkassans og hafa öll myndböndin verið fjarlægð í kjölfar kvartana Útvarps Sögu um brot á höfundarrétti. Greint var frá þessu á vef Útvarps Sögu í vikunni og hefur Eyjan fengið þetta staðfest frá YouTube. Alls var um að ræða 26 útvarpsþætti af Útvarpi Sögu sem og þætti af útvarpsstöðvum […]

Bandaríkjaþing storkar Trump

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér viðskiptaþvinganir á hendur Rússum, en slíkt frumvarp gengur í berhögg við áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Bæði Trump og stjórnvöld í Rússlandi eru mótfallinn frumvarpinu og segja talsmenn stjórnvalda í Kreml að ef frumvarpið yrði að lögum þá myndi það eyðileggja […]

Biskup Íslands tekur undir með Semu Erlu og biðlar til stjórnvalda: „Við erum öll gestir á hótel jörð“

„Margir fá ekki lifað í fæðingarlandi sínu vegna ófriðar, óréttlætis eða af öðrum ástæðum. Sumir þeirra hafa leitað til Íslands og beðið um leyfi til að lifa hér og starfa. Saga þeirra er jafnan átakanleg, þar sem fólk hefur flúið hræðilegar aðstæður og valið lífið fram yfir miklar hörmungar og hættur.“ Þetta segir Agnes M. […]

Björt um skoðanakannanirnar: „Þetta sveiflast mikið hjá okkur“

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir það vera vonbrigði að flokkur hennar sé að mælast með lágt fylgi í skoðanakönnunum en fylgið sveiflist og það sé gaman þegar tölurnar séu háar. Í könnun MMR sem birtist í gær mælist Björt framtíð með 2,4% fylgi sem dugar ekki til þess að ná […]

Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tillögu um afnám Obamacare: Ósigur fyrir Donald Trump

57 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði gegn því að Obamacare verði afnumið þegar öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um málið í nótt að íslenskum tíma. 43 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. 48 demókratar og 9 repúblikanar greiddu hinsvegar atkvæði gegn frumvarpinu. Þetta er ákveðinn ósigur fyrir Donald Trump, forseta, en afnám Obamacare er eitt af helstu stefnumálum hans. […]

SME: Málflutningur Viðreisnar bendir til uppgjörs innan ríkisstjórnarinnar

Sigurjón M. Egilsson fjölmiðlamaður segir að málflutningur formanns og varaformanns Viðreisnar kalli á mikil viðbrögð frá Sjálfstæðisflokknum, móðurflokki ríkisstjórnarinnar, segir Sigurjón að það stefni allt í einhverskonar uppgjör innan ríkisstjórnarinnar. Segir Sigurjón í grein á vef sínum Miðjan að málflutningur Viðreisnar falli í grýttan jarðveg hjá helstu talsmönnum Sjálfstæðisflokksins en þrátt fyrir það boði Viðreisn […]

Rússar auka þrýsting á Úkraínustjórn með aðskilnaðarsinnum

Eftir Björn Bjarnason: Alexander Zakharsjenkó, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Rússlands, tilkynnti þriðjudaginn 18. júlí að hann ætlaði að beita sér fyrir að koma á fót Malorossija (Litla Rússlandi) með Donetsk sem höfuðborg. Á tímum Rússakeisara var þetta orð notað um hluta þess lands sem nú er Úkraína og vekur það vondar minningar í huga margra […]

Inga Sæland í borgina

Inga Sæland formaður Flokks fólksins verður oddviti flokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík á næsta ári. Inga staðfesti þetta við Vísi í dag. Flokkur fólksins hefur sótt fram í könnunum og mælist nú með 6,1% fylgi í nýrri könnun MMR sem birt var í dag, er það meira fylgi en stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð sem […]

Jökulsárlón og nærliggjandi svæði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og umfangsmikilla svæða sem liggja að lóninu. Um leið er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Mað friðlýsingunni nær þjóðgarðurinn frá hæsta tindi landsins niður að fjöru. Þessi breyting felur í sér að hluti þjóðvegar 1 liggur nú í […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is