Fimmtudagur 06.07.2017 - 23:57 - Ummæli ()

Mikil fækkun í smábátaflotanum – verðhrun í strandveiðum

Á strandveiðum. Smábátum fækkar og verðhrun hefur orðið á þorski í sumar.

Mörg undanfarin ár hefur mikil fækkun átt sér stað í þeim flota smábáta sem notaðir eru í atvinnuskyni hér við land.

Tölur varðandi þetta eru birtar í nýjasta hefti tímaritsins Brimfaxa sem kom út á dögunum.

Brimfaxi er málgagn Landssambands smábátaeigenda (LS).

Arthur Bogason trillukarl og fyrrum formaður samtakanna er ritstjóri Brimfaxa.

Ég hef dauðans áhyggjur af því hvað er um að vera í smábátaflotanum því hún er í eina átt. Það er eins og það sé viljandi verið að láta þennan flota leggjast af,

segir hann.

Hafa týnt tölunni hratt

Í Brimfaxa eru birt súlurit sem sýna þróunina.

Árið 1990 var öllum smábátum yfir sex tonna stærð, og þeim sem það kusu undir sex tonnum, að fara inn í sama kvótakerfi og stóru skipin og þar með stóru útgerðafyrirtækin. Þá voru þetta 1.043 bátar. Þeir eru rétt um hundrað í dag.  Aðeins örfáir bátar eru eftir af þessum hundrað báta flokki sem enn eru með einhverjar aflaheimildir að ráði. Hafi það verið ætlunarverk stjórnvalda að losna við smábátana í kvótakerfinu þá er það að takast fullkomlega.

Arthur rekur síðan aðra aðgerð sem kom síðar og er að hafa svipaðar afleiðingar.

Árið 2004 var sett á annað kvótakerfi sem var hugsað eingöngu fyrir smábátaflotann.Það voru smábátar sem áður höfðu verið á svokölluðu dagakerfi þar sem þeir höfðu ákveðinn fjölda daga sem þeir gátu notað til sóknar. Þarna fengu þessir bátar úthlutað kvótum í staðinn. Í upphafi 2004 voru 715 bátar í þessu kerfi. Á þessum 12 árum sem liðin eru þá var þessi tala komin niður í 277 á síðasta ári.

 

Smábátaflotinn að hverfa?

Arthur segir myndina skýra.

Þróunin telur niður og mun kannski gera það enn hraðar nú í náinni framtíð heldur en við höfum séð gerast á undanförnum misserum. Fari fram sem horfir þá verður smábátaflotinn að mestu horfinn eftir nokkur ár.

Hann segir að það séu nánast engar nýsmíðar í smábátaflotanum og nýliðun ungra manna hverfandi. Eina glætan sem Arthur segir sjá í þessum efnum sé tilkoma strandveiða um sumartímann. Grásleppuveiðar hjálpi mönnum líka að tóra. Markíllinn hafi gefið von en hann var brátt settur í kvóta.

Í strandveiðum eru einhverjir tæplega 700 bátar. Stjórnvöld virðast þó ekki hafa mikinn áhuga á að þær veiðar séu þannig úr garði gerðar að menn geti haft úr þessu alvöru afkomu. Því kerfi er haldið þannig að menn geta í raun og veru hvorki lifað né dáið. Þetta er látið reka svona á reiðanum ár eftir ár.

 

Heimta kvóta og selja svo

Arthur Bogason segist yfirleitt andvígur samsæriskenningum. Hann sé þó farinn að hallast að því að það sé viljandi gert að halda strandveiðunum á horriminni.

Fyrir rest mun krafan koma frá einhverjum ákveðnum hópi manna innan strandveiðimanna um að þessi floti verði settur í kvóta. Það verður gert undir því yfirskini að það sé svo miklu hagkvæmara að vera með kvótakerfi. Raunverulega ástæðan verður þó sú að menn munu vilja geta selt frá sér kvótana. Við höfum reynsluna af því frá 2004. Þeir sem börðu harðast fyrir því að fá kvóta þá voru búnir að selja þá skömmu eftir að lögin tóku gildi.

Afleiðingar af fækkun smábáta eru miklar víða um land.

Það segir sig sjálft að þegar jafn stórkostleg fækkun verður á fjölda smábáta að þá hlýtur hún að koma niður á mannlífi í litlum sjávarplássum,

segir Arthur.

Þessar ljósmyndir voru teknar í sumarbyrjun á nákvæmlega sama stað í höfninni í Ólafsvík árið 1996 og síðan 2015. Þessar myndir endurpegla gögn um þróun í fjölda smábáta sem gerðir eru út í atvinnuskyni. (Ljósm.: Brimfaxi).

Þorskverð hrunið í sumar

Samkvæmt heimasíðu LS (smabatar.is) þá hefur strandveiðibátum fækkað milli ára. Nú í sumar hafa 560 bátar stundað veiðar en þeir voru 628 í fyrra. Verðhrun hefur orðið á þorski milli ára. Semdæmi má nefna að 29. júní 2016 var meðalverðið á þorski strandveiðibáta í flokknum „blandaður góður“ 327 krónur fyrir kílóið.

Sama dag í júní sl. seldist þorskur í sama flokki fyrir 157 krónur kílóið. Verðið hafði þannig lækkað um ríflega helming á einu ári.

Sterkt gengi krónunnar er nefnt sem aðalástæða verðlækkunarinnar. Einnig er talað um dýrari vinnslu, hærri flutningskostnað, lokun markaða í Rússlandi og minnkun kaupmáttar í Bretlandi.

 

Birtist í landshlutafréttablaðinu Vesturlandi:

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Menntamálaráðherra: Eina sem hægt er að gera er að fá gerandann til að láta af þessu háttalagi

Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segir að vandinn í tengslum við kynferðislega áreitni sé miklu meiri en hann hafi gert sér grein fyrir. Um sé að ræða einstaklinga sem fari gegn eðlilegri háttsemi í samskiptum og það eina sem hægt sé að gera sé að fá þá til að láta af þessari háttsemi. Meira en 300 […]

Hagar hafa lengi skoðað sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum: Verður stór þáttur í framtíðinni

Finnur Árnason forstjóri Haga segir fyrirtækið hafa lengið skoðað að innleiða sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum en hár kostnaður hafi helst staðið í vegi fyrir innleiðingu slíks búnaðar hér á landi. Sjálfsafgreiðsla tíðkast víða í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem viðskiptavinir sjá sjálfir um að skanna strikamerki og borga fyrir vöruna án þess að eiga samskipti við […]

Bráðum mega landsmenn eiga lögheimili í sumarbústöðum

Brátt geta þeir sem aldrei vilja fara heim úr sumarbústaðnum tekið gleði sína en til skoðunar er að breyta lögum um lögheimili til að gera fólki kleift að vera þar með lögheimili. Sama gildir um atvinnuhúsnæði. Fram kom á ráðstefnu Reykja­víkuraka­demí­unn­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar sl. föstu­dag um ólög­legt hús­næði og óleyfisbúsetu, sem greint er frá í […]

Björn Valur: Bjarni sækir fast að því að fá sjötta ráðherrann

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sækir fast að því að fá sex ráðherra í hlut Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni en Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn taka það ekki í mál. Þetta segir Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna í færslu á Fésbók. Björn Valur segir Sjálfstæðismenn eiga í miklum vandræðum með ráðherraval í væntanlegri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG […]

Kjartan ósáttur við söluna og kaupin á OR-húsinu: „Furðulegur fjármálagjörningur“

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að salan og kaup Orkuveitu Reykjavíkur á OR-húsinu á Bæjarhálsi sé furðulegur fjármálagjörningur og sé mjög kostnaðarsamur fyrir íbúa Reykjavíkur og íbúum annarra sveitarfélaga sem eiga Orkuveituna. Árið 2013 seldi Orkuveitan húsnæðið fyrir 5,1 milljarð króna til lífeyrissjóða og fjárfestingafélaga en hélt áfram að leigja húsnæðið. Síðar kom í ljós […]

Oktavía Hrund kjörin formaður Pírata i Evrópu

Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina. Oktavía er varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi og alþjóðafulltrúi framkvæmdaráðs Pírata á Íslandi. Hún er með MA gráðu í alþjóðlegri þróunarfræði og samskiptum frá Hróarskelduháskóla. Oktavía situr í stjórn Freedom of the Press Foundation og síðstu ár hefur […]

Mismunandi niðurstöður jafn réttar

Á heimasíðu Hæstaréttar hefur nú verið birt viðtal við Eirík Tómasson sem lét af störfum sem dómari við réttinn 1. september s.l. Það er nýbreytni í starfi réttarins að birta svona efni á heimasíðu sinni. Gaman væri að heyra hvernig starfsháttum við þessa léttmetissíðu er háttað. Hver er ábyrgðarmaður síðunnar? Hver tók viðtalið við Eirík? […]

Morgunblaðið: Hvað um samband Kristjáns og Rósu? „Einkalíf Rósu B. er ekki til umræðu á samfélagsmiðlum“

Í Staksteinum í Morgunblaðinu eru fjölmiðlar gagnrýndir fyrir umfjallanir um einkalíf Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Á meðan hjólað sé á ósanngjarnan hátt í þessa tvo stjórnmálamenn sé farið silkihöndum um aðra og er Rósa B. Brynjólfsdóttir, þingmaður Vg, sérstaklega nefnd í því samhengi. Staksteinar Morgunblaðsins byrja á þessum orðum: „Pál Vilhjálmsson bendir á. […]

Verri þjónusta er betri þjónusta

Ef eitthvað er idjótískt í nútímanum – og er í rauninni angi af þeirri nauðhyggju að öll tækniþróun sé skilyrðislaust af hinu góða – þá er það þegar reynt er að sannfæra mann um að lakari þjónusta sé í raun betri þjónusta.

Samtök atvinnulífsins segja kominn tíma til að stytta grunnskólanám: Getur mildað áhrif kennaraskorts

Samtök atvinnulífsins segja það vera kominn tími til að skoða af alvöru að stytta grunnskólanám um eitt ár. Fram kemur í grein á vef SA að það kunni að felast verðmæt tækifæri í að láta grunnskólann ná aðeins upp í 9.bekk, þar á meðal sé hægt að hægt að hækka laun kennara og milda áhrif […]

Björn Valur: Þarf að staðfesta að endurritið sé hið raunverulega samtal

Björn Valur Gíslason er í bankaráði Seðlabankans. Hann segir alvarlegt að trúnaðargögn hafi farið úr bankanum og endað á fjölmiðli. Þar á hann við símtal Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra sem birt var í Morgunblaðinu um helgina. Fjölmargir fjölmiðlar hafa reynt að fá samtalið afhent frá Seðlabankanum en verið hafnað. […]

Píratar vinna við að bjarga heimasíðu Sjálfstæðisflokksins

Þingmenn og áhrifamenn innan Pírata vinna nú að því að bjarga vefsíðum vefhýsingarfyrirtækisins 1984 sem hrundi í síðustu viku. Margar vefsíðu fóru illa út úr hruninu, þar á meðal vefur Eiríks Jónssonar sem og vefir Pírata og Sjálfstæðisflokksins. Fram kom í twitter-færslu frá 1984 í gær að þingmennirnir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy ynnu […]

Magnús: Eitthvað allt annað en gagnleki þegar upplýsingarnar eru notaðar eftir hentugleika

„Gagnalekar sem hafa þann tilgang að upplýsa almenning um sitthvað misjafnt, jafnvel lögbrot, í störfum og fjármálum ráða- og efnamanna hafa löngu sannað mikilvægi sitt fyrir framgang lýðræðisins. En að hafa á brott með sér upplýsingar frá ríkisstofnun, þegar viðkomandi er sagt upp störfum, til þess að nýta þær upplýsingar svo eftir hentugleika jafnvel mörgum […]

Kjarkur Katrínar

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Það virðist ekki eiga sérlega vel við stóran hóp innan Vinstri grænna að horfast í augu við þá ábyrgð sem fylgir því að taka að sér stjórn landsins. Þar er einungis horft í eina átt – til vinstri – þrátt fyrir að úrslit nýafstaðinna kosninga hafi síst af öllu verið ákall um vinstri […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is