Fimmtudagur 06.07.2017 - 23:57 - Ummæli ()

Mikil fækkun í smábátaflotanum – verðhrun í strandveiðum

Á strandveiðum. Smábátum fækkar og verðhrun hefur orðið á þorski í sumar.

Mörg undanfarin ár hefur mikil fækkun átt sér stað í þeim flota smábáta sem notaðir eru í atvinnuskyni hér við land.

Tölur varðandi þetta eru birtar í nýjasta hefti tímaritsins Brimfaxa sem kom út á dögunum.

Brimfaxi er málgagn Landssambands smábátaeigenda (LS).

Arthur Bogason trillukarl og fyrrum formaður samtakanna er ritstjóri Brimfaxa.

Ég hef dauðans áhyggjur af því hvað er um að vera í smábátaflotanum því hún er í eina átt. Það er eins og það sé viljandi verið að láta þennan flota leggjast af,

segir hann.

Hafa týnt tölunni hratt

Í Brimfaxa eru birt súlurit sem sýna þróunina.

Árið 1990 var öllum smábátum yfir sex tonna stærð, og þeim sem það kusu undir sex tonnum, að fara inn í sama kvótakerfi og stóru skipin og þar með stóru útgerðafyrirtækin. Þá voru þetta 1.043 bátar. Þeir eru rétt um hundrað í dag.  Aðeins örfáir bátar eru eftir af þessum hundrað báta flokki sem enn eru með einhverjar aflaheimildir að ráði. Hafi það verið ætlunarverk stjórnvalda að losna við smábátana í kvótakerfinu þá er það að takast fullkomlega.

Arthur rekur síðan aðra aðgerð sem kom síðar og er að hafa svipaðar afleiðingar.

Árið 2004 var sett á annað kvótakerfi sem var hugsað eingöngu fyrir smábátaflotann.Það voru smábátar sem áður höfðu verið á svokölluðu dagakerfi þar sem þeir höfðu ákveðinn fjölda daga sem þeir gátu notað til sóknar. Þarna fengu þessir bátar úthlutað kvótum í staðinn. Í upphafi 2004 voru 715 bátar í þessu kerfi. Á þessum 12 árum sem liðin eru þá var þessi tala komin niður í 277 á síðasta ári.

 

Smábátaflotinn að hverfa?

Arthur segir myndina skýra.

Þróunin telur niður og mun kannski gera það enn hraðar nú í náinni framtíð heldur en við höfum séð gerast á undanförnum misserum. Fari fram sem horfir þá verður smábátaflotinn að mestu horfinn eftir nokkur ár.

Hann segir að það séu nánast engar nýsmíðar í smábátaflotanum og nýliðun ungra manna hverfandi. Eina glætan sem Arthur segir sjá í þessum efnum sé tilkoma strandveiða um sumartímann. Grásleppuveiðar hjálpi mönnum líka að tóra. Markíllinn hafi gefið von en hann var brátt settur í kvóta.

Í strandveiðum eru einhverjir tæplega 700 bátar. Stjórnvöld virðast þó ekki hafa mikinn áhuga á að þær veiðar séu þannig úr garði gerðar að menn geti haft úr þessu alvöru afkomu. Því kerfi er haldið þannig að menn geta í raun og veru hvorki lifað né dáið. Þetta er látið reka svona á reiðanum ár eftir ár.

 

Heimta kvóta og selja svo

Arthur Bogason segist yfirleitt andvígur samsæriskenningum. Hann sé þó farinn að hallast að því að það sé viljandi gert að halda strandveiðunum á horriminni.

Fyrir rest mun krafan koma frá einhverjum ákveðnum hópi manna innan strandveiðimanna um að þessi floti verði settur í kvóta. Það verður gert undir því yfirskini að það sé svo miklu hagkvæmara að vera með kvótakerfi. Raunverulega ástæðan verður þó sú að menn munu vilja geta selt frá sér kvótana. Við höfum reynsluna af því frá 2004. Þeir sem börðu harðast fyrir því að fá kvóta þá voru búnir að selja þá skömmu eftir að lögin tóku gildi.

Afleiðingar af fækkun smábáta eru miklar víða um land.

Það segir sig sjálft að þegar jafn stórkostleg fækkun verður á fjölda smábáta að þá hlýtur hún að koma niður á mannlífi í litlum sjávarplássum,

segir Arthur.

Þessar ljósmyndir voru teknar í sumarbyrjun á nákvæmlega sama stað í höfninni í Ólafsvík árið 1996 og síðan 2015. Þessar myndir endurpegla gögn um þróun í fjölda smábáta sem gerðir eru út í atvinnuskyni. (Ljósm.: Brimfaxi).

Þorskverð hrunið í sumar

Samkvæmt heimasíðu LS (smabatar.is) þá hefur strandveiðibátum fækkað milli ára. Nú í sumar hafa 560 bátar stundað veiðar en þeir voru 628 í fyrra. Verðhrun hefur orðið á þorski milli ára. Semdæmi má nefna að 29. júní 2016 var meðalverðið á þorski strandveiðibáta í flokknum „blandaður góður“ 327 krónur fyrir kílóið.

Sama dag í júní sl. seldist þorskur í sama flokki fyrir 157 krónur kílóið. Verðið hafði þannig lækkað um ríflega helming á einu ári.

Sterkt gengi krónunnar er nefnt sem aðalástæða verðlækkunarinnar. Einnig er talað um dýrari vinnslu, hærri flutningskostnað, lokun markaða í Rússlandi og minnkun kaupmáttar í Bretlandi.

 

Birtist í landshlutafréttablaðinu Vesturlandi:

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ný sýn í skipulagsmálum – Brú yfir Skerjafjörð

Björn Jón Bragason, áhugamaður um skipulagsmál, hefur í nýrri heimildarmynd velt upp möguleikum á brú yfir Skerjafjörð, svokallaðri Skerjabraut. Björn segir að öllum megi ljóst vera að bæta þurfi verulega umferðarflæðið um borgina, enda helstu stofnbrautir löngu sprungnar. „Þetta hefur haft í för með sér að verslun og þjónusta færist sífellt fjær miðbænum og suður […]

Borgarfulltrúum fjölgað í 23 – Sjálfstæðismenn á móti

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjöldi borgarfulltrúa frá og með næsta kjörtímabili yrði 23, eða sá lágmarksfjölda fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum. Afgreiðslu tillögu um fjölda borgarfulltrúa var frestað á fundi borgarstjórnar í sumar þar sem ráðherra sveitarstjórnarmála hafði boðað frumvarp sem fól í sér breytingu á lágmarksfjölda borgarfulltrúa […]

Íslenska apaplánetan

Einar Kárason skrifar: Ef við horfum framhjá þeim efnahagslega harmleik sem reið yfir landið og íbúa þess í kjölfar hrunsins þá má samt segja að það hafi ekki komið degi of snemma; um margt forðaði það þjóðfélagi okkar frá því að breytast í hreinræktaða apaplánetu. Siðlaus og heimskur lýður var við það að ná tökum […]

„Ekki í fyrsta og örugglega ekki í síðasta skipti sem Sjálfstæðismenn eru ósammála“

Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna, SUS, lýsir yfir fullu trausti til Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra og hafnar því alfarið að Sjálfstæðisflokkurinn sýni léttuð þegar komi að kynferðisafbrotum. Í fyrradag sendi Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, frá sér ályktun þar sem lýst var yfir vonbrigðum með Sigríði Á. Andersen vegna trúnaðarbrests í starfi. Ályktun Heimdallar fengu […]

Framsóknarflokkurinn kominn í kosningagír: „Það hefur oft verið þörf, en nú er nauðsyn“

Kosningabarátta Framsóknarflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar hófst formlega í gærkvöldi þegar Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og oddviti í Reykjavík suður, fundaði í höfuðstöðvum flokksins í gærkvöldi. Húsfylli var á fundinum þar sem var rætt um stjórnmálaástandið og stöðuna í íslenskum stjórnmálum. ,,Ég er bjartsýn á næstu daga og vikur. Það má segja að kosningabaráttan í Reykjavík […]

Sigríður Andersen hafnar ásökunum um þöggun: „Ég frábið mér þennan málflutning“

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafnar því alfarið að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt um mál tengd uppreist æru. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem er nýlokið var gengið hart að ráðherra, spurði Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar hver bæri ábyrgð á því að þagga niður og koma í veg fyrir að nöfn þeirra sem veittu […]

Borgarfulltrúi Pírata segist hafa verið gerandi í kynferðisbrotamáli

Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir að hann hafi verið gerandi í kynferðisbrotamáli. Hann hefur áður sagt frá því að hann hafi verið kynferðisbrotaþoli.

Guðfinna ætlar á þing

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og Flugvallarvina stefnir á þing. Tilkynnti hún á fjölmennum fundi hjá Framsóknarfélagi Reykjavíkur í gærkvöldi ákvörðun sína að gefa kost á sér í 1.sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum. Karl Garðarsson bauð sig fram fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum, en hann náði ekki inn á […]

Eygló gefur ekki kost á sér

Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi félagsmálaráðherra gefur ekki kost á sér í komandi Alþingiskosningum. Eygló hefur setið á þingi frá því í nóvember 2008, segir hún í yfirlýsingu, sem sjá má hér, að hún hafi lengi verið sannfærð um að þingmennska eigi ekki að vera ævistarf: „Í nóvember 2008 tók ég sæti á Alþingi […]

VG og Sjálfstæðisflokkurinn jafnstór – Flokkur fólksins stærri en Framsókn og Samfylking

Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn mælast með jafn mikið fylgi, eða 23%, í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Könnunin var gerð í gær og svöruðu 800 manns. 64% þeirra sem náðist í tóku afstöðu og því geta niðurstöðurnar breyst talsvert eftir því sem fleiri taka ákvörðun. Píratar eru þriðju stærsti flokkurinn með 13,7% fylgi. […]

Eng­inn lesið Gagn og gam­an og Litlu gulu hænu ís­lenskr­ar stjórn­skip­un­ar­hefðar og standa á gati

„Enn hef­ur ekki verið upp­lýst hvers vegna rík­is­stjórn­in sprakk. Ekki þannig að skilj­an­legt sé. En vitað er að hún var sprengd með til­kynn­ingu sem barst frá heim­ili Ótt­ars Proppé, leiðtoga Bjartr­ar framtíðar, skömmu eft­ir miðnætti (!) aðfaranótt föstu­dags. Eng­in skýr­ing hef­ur verið gef­in á hvers vegna mátti ekki taka þessa ákvörðun í björtu. At­b­urðarás­in staðfest­ir […]

Smári svarar fyrir Jimmy Savile ummælin: „Ófullkomin samlíking“

Smári McCarthy þingmaður Pírata segir að ummæli sín um breska sjónvarpsmanninn og kynferðisbrotamanninn Jimmy Savile og stjórnarslitin hafi verið vísvitandi rangtúlkuð til að láta það hljóma eins og Smári hafi verið að líkja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra við barnaníðinginn alræmda. Segir Smári að þetta hafi ófullkomin samlíking. Líkt og Eyjan greindi frá um helgina þá olli […]

Margrét yfirgefur Frelsisflokkinn: „Nú er bara að vona að Inga Sæland komist á þing“

Margrét Friðríksdóttir hefur yfirgefið Frelsisflokkinn vegna trúnaðarbrests og hefur þess í stað gengið til liðs við Flokk fólksins. Margrét staðfesti það í samtali við Eyjuna að orðið hafi trúnaðarbrestur í Frelsisflokknum, en líkt og greint var frá lok ágúst stefndi Margrét á að leiða Frelsisflokkinn í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári. Sjá einnig: Frelsisflokkurinn […]

Vilhjálmur krefst svara: „Hvaða stjónmálaflokkar ætla að standa með alþýðu þessa lands?“

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness veltir fyrir sér í ljósi þess að kosið verður til Alþingis þann 28. október næstkomandi hver kosningaloforð flokkanna verði. Hvort Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð muni lofa því að hækka álögur á bensín um 9 krónur á lítrann og dísilolíu um 22 krónur sem gerir það að verkum að neysluvísitalan […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is