Fimmtudagur 06.07.2017 - 23:57 - Ummæli ()

Mikil fækkun í smábátaflotanum – verðhrun í strandveiðum

Á strandveiðum. Smábátum fækkar og verðhrun hefur orðið á þorski í sumar.

Mörg undanfarin ár hefur mikil fækkun átt sér stað í þeim flota smábáta sem notaðir eru í atvinnuskyni hér við land.

Tölur varðandi þetta eru birtar í nýjasta hefti tímaritsins Brimfaxa sem kom út á dögunum.

Brimfaxi er málgagn Landssambands smábátaeigenda (LS).

Arthur Bogason trillukarl og fyrrum formaður samtakanna er ritstjóri Brimfaxa.

Ég hef dauðans áhyggjur af því hvað er um að vera í smábátaflotanum því hún er í eina átt. Það er eins og það sé viljandi verið að láta þennan flota leggjast af,

segir hann.

Hafa týnt tölunni hratt

Í Brimfaxa eru birt súlurit sem sýna þróunina.

Árið 1990 var öllum smábátum yfir sex tonna stærð, og þeim sem það kusu undir sex tonnum, að fara inn í sama kvótakerfi og stóru skipin og þar með stóru útgerðafyrirtækin. Þá voru þetta 1.043 bátar. Þeir eru rétt um hundrað í dag.  Aðeins örfáir bátar eru eftir af þessum hundrað báta flokki sem enn eru með einhverjar aflaheimildir að ráði. Hafi það verið ætlunarverk stjórnvalda að losna við smábátana í kvótakerfinu þá er það að takast fullkomlega.

Arthur rekur síðan aðra aðgerð sem kom síðar og er að hafa svipaðar afleiðingar.

Árið 2004 var sett á annað kvótakerfi sem var hugsað eingöngu fyrir smábátaflotann.Það voru smábátar sem áður höfðu verið á svokölluðu dagakerfi þar sem þeir höfðu ákveðinn fjölda daga sem þeir gátu notað til sóknar. Þarna fengu þessir bátar úthlutað kvótum í staðinn. Í upphafi 2004 voru 715 bátar í þessu kerfi. Á þessum 12 árum sem liðin eru þá var þessi tala komin niður í 277 á síðasta ári.

 

Smábátaflotinn að hverfa?

Arthur segir myndina skýra.

Þróunin telur niður og mun kannski gera það enn hraðar nú í náinni framtíð heldur en við höfum séð gerast á undanförnum misserum. Fari fram sem horfir þá verður smábátaflotinn að mestu horfinn eftir nokkur ár.

Hann segir að það séu nánast engar nýsmíðar í smábátaflotanum og nýliðun ungra manna hverfandi. Eina glætan sem Arthur segir sjá í þessum efnum sé tilkoma strandveiða um sumartímann. Grásleppuveiðar hjálpi mönnum líka að tóra. Markíllinn hafi gefið von en hann var brátt settur í kvóta.

Í strandveiðum eru einhverjir tæplega 700 bátar. Stjórnvöld virðast þó ekki hafa mikinn áhuga á að þær veiðar séu þannig úr garði gerðar að menn geti haft úr þessu alvöru afkomu. Því kerfi er haldið þannig að menn geta í raun og veru hvorki lifað né dáið. Þetta er látið reka svona á reiðanum ár eftir ár.

 

Heimta kvóta og selja svo

Arthur Bogason segist yfirleitt andvígur samsæriskenningum. Hann sé þó farinn að hallast að því að það sé viljandi gert að halda strandveiðunum á horriminni.

Fyrir rest mun krafan koma frá einhverjum ákveðnum hópi manna innan strandveiðimanna um að þessi floti verði settur í kvóta. Það verður gert undir því yfirskini að það sé svo miklu hagkvæmara að vera með kvótakerfi. Raunverulega ástæðan verður þó sú að menn munu vilja geta selt frá sér kvótana. Við höfum reynsluna af því frá 2004. Þeir sem börðu harðast fyrir því að fá kvóta þá voru búnir að selja þá skömmu eftir að lögin tóku gildi.

Afleiðingar af fækkun smábáta eru miklar víða um land.

Það segir sig sjálft að þegar jafn stórkostleg fækkun verður á fjölda smábáta að þá hlýtur hún að koma niður á mannlífi í litlum sjávarplássum,

segir Arthur.

Þessar ljósmyndir voru teknar í sumarbyrjun á nákvæmlega sama stað í höfninni í Ólafsvík árið 1996 og síðan 2015. Þessar myndir endurpegla gögn um þróun í fjölda smábáta sem gerðir eru út í atvinnuskyni. (Ljósm.: Brimfaxi).

Þorskverð hrunið í sumar

Samkvæmt heimasíðu LS (smabatar.is) þá hefur strandveiðibátum fækkað milli ára. Nú í sumar hafa 560 bátar stundað veiðar en þeir voru 628 í fyrra. Verðhrun hefur orðið á þorski milli ára. Semdæmi má nefna að 29. júní 2016 var meðalverðið á þorski strandveiðibáta í flokknum „blandaður góður“ 327 krónur fyrir kílóið.

Sama dag í júní sl. seldist þorskur í sama flokki fyrir 157 krónur kílóið. Verðið hafði þannig lækkað um ríflega helming á einu ári.

Sterkt gengi krónunnar er nefnt sem aðalástæða verðlækkunarinnar. Einnig er talað um dýrari vinnslu, hærri flutningskostnað, lokun markaða í Rússlandi og minnkun kaupmáttar í Bretlandi.

 

Birtist í landshlutafréttablaðinu Vesturlandi:

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Gísli Marteinn: „Fólk er með stærra herbergi fyrir bílinn sinn heldur en börnin sín“

„Austurvöllurinn var umferðareyja, það var keyrt allsstaðar í kringum hann, allar göturnar, það er búið að loka þeim núna. Við erum búin að vera að taka göturnar okkar til baka frá bílunum og yfir til okkar, hvort sem það er til að gera þær að útivistarsvæðum, grænum svæðum eða göngugötum eða hvaðeina og sú þróun […]

Stefán Einar hjólar í Gísla Martein: „Voðaleg dramatík er þetta“

„Bíllinn er allsstaðar í forgangi og helmingur borgarlandsins fer í að þjónusta hann. Þeir sem ferðast öðruvísi þurfa að sýna útsjónarsemi og þolinmæði til að komast leiðar sinnar og gera það venjulega með jákvæði að leiðarljósi,“ segir Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Fésbók, en þar deilir Gísli Marteinn skopmynd Halldórs Baldurssonar […]

Lokað á Gunnar Waage vegna kvartana

Bandaríska myndbandaveitan YouTube hefur lokað reikningi Sandkassans og hafa öll myndböndin verið fjarlægð í kjölfar kvartana Útvarps Sögu um brot á höfundarrétti. Greint var frá þessu á vef Útvarps Sögu í vikunni og hefur Eyjan fengið þetta staðfest frá YouTube. Alls var um að ræða 26 útvarpsþætti af Útvarpi Sögu sem og þætti af útvarpsstöðvum […]

Bandaríkjaþing storkar Trump

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér viðskiptaþvinganir á hendur Rússum, en slíkt frumvarp gengur í berhögg við áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Bæði Trump og stjórnvöld í Rússlandi eru mótfallinn frumvarpinu og segja talsmenn stjórnvalda í Kreml að ef frumvarpið yrði að lögum þá myndi það eyðileggja […]

Biskup Íslands tekur undir með Semu Erlu og biðlar til stjórnvalda: „Við erum öll gestir á hótel jörð“

„Margir fá ekki lifað í fæðingarlandi sínu vegna ófriðar, óréttlætis eða af öðrum ástæðum. Sumir þeirra hafa leitað til Íslands og beðið um leyfi til að lifa hér og starfa. Saga þeirra er jafnan átakanleg, þar sem fólk hefur flúið hræðilegar aðstæður og valið lífið fram yfir miklar hörmungar og hættur.“ Þetta segir Agnes M. […]

Björt um skoðanakannanirnar: „Þetta sveiflast mikið hjá okkur“

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir það vera vonbrigði að flokkur hennar sé að mælast með lágt fylgi í skoðanakönnunum en fylgið sveiflist og það sé gaman þegar tölurnar séu háar. Í könnun MMR sem birtist í gær mælist Björt framtíð með 2,4% fylgi sem dugar ekki til þess að ná […]

Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tillögu um afnám Obamacare: Ósigur fyrir Donald Trump

57 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði gegn því að Obamacare verði afnumið þegar öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um málið í nótt að íslenskum tíma. 43 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. 48 demókratar og 9 repúblikanar greiddu hinsvegar atkvæði gegn frumvarpinu. Þetta er ákveðinn ósigur fyrir Donald Trump, forseta, en afnám Obamacare er eitt af helstu stefnumálum hans. […]

SME: Málflutningur Viðreisnar bendir til uppgjörs innan ríkisstjórnarinnar

Sigurjón M. Egilsson fjölmiðlamaður segir að málflutningur formanns og varaformanns Viðreisnar kalli á mikil viðbrögð frá Sjálfstæðisflokknum, móðurflokki ríkisstjórnarinnar, segir Sigurjón að það stefni allt í einhverskonar uppgjör innan ríkisstjórnarinnar. Segir Sigurjón í grein á vef sínum Miðjan að málflutningur Viðreisnar falli í grýttan jarðveg hjá helstu talsmönnum Sjálfstæðisflokksins en þrátt fyrir það boði Viðreisn […]

Rússar auka þrýsting á Úkraínustjórn með aðskilnaðarsinnum

Eftir Björn Bjarnason: Alexander Zakharsjenkó, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Rússlands, tilkynnti þriðjudaginn 18. júlí að hann ætlaði að beita sér fyrir að koma á fót Malorossija (Litla Rússlandi) með Donetsk sem höfuðborg. Á tímum Rússakeisara var þetta orð notað um hluta þess lands sem nú er Úkraína og vekur það vondar minningar í huga margra […]

Inga Sæland í borgina

Inga Sæland formaður Flokks fólksins verður oddviti flokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík á næsta ári. Inga staðfesti þetta við Vísi í dag. Flokkur fólksins hefur sótt fram í könnunum og mælist nú með 6,1% fylgi í nýrri könnun MMR sem birt var í dag, er það meira fylgi en stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð sem […]

Jökulsárlón og nærliggjandi svæði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og umfangsmikilla svæða sem liggja að lóninu. Um leið er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Mað friðlýsingunni nær þjóðgarðurinn frá hæsta tindi landsins niður að fjöru. Þessi breyting felur í sér að hluti þjóðvegar 1 liggur nú í […]

Sænska ríkið lekur gríðarlegu magni af persónuupplýsingum

Hernaðarleyndarmál sem og persónuupplýsingar um milljónir Svía hafa lekið á netið. Greint er frá þessu í sænskum fjölmiðlum og á vef Hacker News í dag en upplýsingarnar koma frá sænska ríkinu. Svo virðist sem Samgöngustofa Svía, Transportstyrelsen, hafi óvart lekið upplýsingunum þegar stofnunin var að færa gögnin í varðveislu tæknifyrirtækisins IBM. Lekinn hefur það í […]

Flokkur fólksins stærri en Viðreisn og Björt framtíð

Flokkur fólksins mælist með meira fylgi en stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð. Mælist Flokkur fólksins með 6,1% fylgi á meðan Viðreisn mælist með 4,7% fylgi og Björt framtíð með 2,4% fylgi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Hvorugur stjórnarflokkurinn næði manni inn á þing ef kosið yrði í dag. Sjálfstæðisflokkurinn […]

Viðreisn mun aldrei hætta að tala um framtíðarmöguleika á upptöku evru og aðild Íslands að ESB

Viðreisn mun halda áfram tala fyrir myntráði, að halda krónunni en binda hana við annan gjaldmiðil og fyrir framtíðarmöguleikum þess að taka upp evru með ESB-aðild. Þetta segir Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar í pistli í Fréttablaðinu í dag. Segir hún að krónuhagkerfið geri það að verkum að það sé ekki sjálfsagt fyrir Íslendinga að […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is