Föstudagur 07.07.2017 - 17:33 - Ummæli ()

Bretar brugðu fæti fyrir umsókn Íslands í Öryggisráð SÞ

Hjálmar Waag Hannesson fyrrum sendiherra í hjóðveri Útvarps Sögu.

Breskir ráðamenn létu sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum beita sér fyrir því að þjóðir Breska samveldisins greiddu Íslandi ekki atkvæði þegar kosið var um sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna haustið 2008.

Íslendingar höfðu unnið að framboðinu í sex ár en ákvörðun um það hafði verið tekin árið 1998.

Hjálmar W. Hannesson fyrrv. sendiherra starfaði í utanríkisþjónustu Íslands í 41 ár en fór á eftirlaun fyrir rúmu ári. Hann var meðal annars sendiherra í Þýskalandi, Kína, Kanada, Bandaríkjunum og sem fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Þar var Hjálmar frá 2003 til 2009, einmitt þegar unnið var hvað mest að framboði Íslands til Öryggisráðsins. Íslendingar urðu þar að afla sér stuðnings meðal ríkja heims. Þar var utanríkisþjónustunni beitt.

Hjálmar var gestur hjá Magnúsi Þór Hafsteinssyni ritstjóra Vesturlands í vikulegum síðdegisþætti Magnúsar á Útvarpi Sögu síðdegis í gær. Þar ræddi Hjálmar ýmislegt frá löngum ferli sínum og kom meðal inn á framboðið sem lauk með því að Íslandi tókst ekki að vinna sæti í Öryggisráðinu.

Svo ellefu dögum fyrir kosningarnar [um sæti í Öryggisráðinu] þá hrynur Ísland. Þá er ég í New York og búinn að vera í þessu í mörg ár, skrifa undir stjórnmálasambandssamninga við flest ríki í heimi. Við höfðum bara sextíu og eitthvað sambönd áður en þarna voru þau orðin 190.

Svo varð efnahagshrunið á Íslandi. Þann 9. október 2008 settu bresk stjórnvöld hryðjuverkalög á Ísland, að eigin sögn til að forða því að Íslendingar sköðuðu efnahag Bretlands. Við þetta bættist svo neikvæð fjölmiðalaumræða um Ísland.

Það komu greinar um okkur í blöðum í New York. Breski sendiherrann sem var nú vinur minn, hann gekk um með ordrur frá London, frá þekktum mönnum misjafnlega vinsælum á Íslandi, um það að ganga bara á Samveldisríkin og segja þeim að það væri ekki hægt að kjósa svona ríki í Öryggisráðið sem gæti ekki stjórnað sér sjálft,

sagði Hjálmar. Það hefði verið alveg klárt að Bretar hefðu beitt sér með þessum hætti og fulltrúar ríkja lögðu eyru við boðskap breska sendiherranns.

Við vorum með rúm 140 loforð en þurftum ekki nema 132.

Þegar upp varð staðið fékk Ísland þó ekki nema 87 atkvæði. Þannig skiluðu um 40 prósent stuðningsyfirlýsinga sér ekki í atkvæðagreiðslunni. Það munaði um Samveldislöndin enda eru þau alls 52 talsins.

Hjálmar sagði að framboð Íslands til Öryggisráðsins hafi klúðrast vegna efnahagshrunsins.

Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna í New York. Mynd/Wikimedia commons

Við hefðum setið þar í tvö ár. Við hefðum sýnt að við erum ekki taglhnýtingar í sjálfu sér. Við erum sjálfstætt ríki og hefðum tekið afstöðu til hinna ýmsu mála. Við vorum búin að undirbúa öflugt fólk sem hefði verið þarna. Auðvitað hefðum við verið fulltrúar Norðurlanda að hluta til en samt alveg okkar herrar. Þarna hafa ýmis fámenn ríki setið núna og haft áhrif.

En þrátt fyrir að framboðið til sætis í Öryggisráðinu hafi mistekist þá segir Hjálmar að það hafi skilað mörgu jákvæðu fyrir utanríkisþjónustu Íslands og Íslendinga.

Við samhæfðum póstana betur en við höfðum áður gert, upplýsingaöflun og upplýsingasendignar sem dæmi. Og ég nefndi áðan stjórnmálasamböndin. Og ýmislegt fleira. Þarna voru byggð upp samskipti sem hafa nýst okkur síðan.

Hjálmar sagði einnig að framboðið hafi alls ekki verið jafn dýrt og fullyrt hefur verið.

Allar sögur um einhvern gífurlegan kostnað eru stórlega ýktar.

Hér má heyra þáttinn í heild:

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

„Lærdómurinn er sá að það á ekki að treysta einkafyrirtækjum fyrir staðreyndum sem varða þjóðaröryggi“

Svavar Gestsson fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðubandalagsins segir stóra lærdóminn við sænska lekamálið vera að ekki eigi að treysta einkafyrirtækjum fyrir staðreyndum sem varða þjóðaröryggi. Lekamálið sænska  snýr að stórfelldum leka á persónuupplýsingum og hernaðarleyndarmálum frá Samgöngustofu Svía sem birt voru í ógáti á netinu, áttu göngin að vera hýst hjá tæknirisanum IBM í Tékklandi. […]

Davíð spyr Benedikt: Ætlar þú þá að banna 500 evru seðilinn?

„Það er óneitanlega skondið að sami maður vilji afnema 10 þúsund króna seðil af því að svo verðmikill seðill stuðli að skattsvikum og glæpum, á sama tíma og hann vill ólmur í evrulandið þar sem 60 þúsund króna seðlar eru daglegt brauð.“ Þetta segir höfundur Staksteina Morgunblaðsins í blaði dagsins, en það er að öllum […]

Tveir ráðherrar hverfa úr sænsku ríkisstjórninni

Tveir ráðherrar í sænsku ríkisstjórninni munu víkja úr embætti og munu fjórir nýjir ráðherrar koma inn í sænsku stjórnina. Stefán Löfren forsætisráðherra greindi frá þessu á blaðamannafundi í morgun. Sænska stjórnin leikur nú á reiðiskjálfi eftir að það kom í ljós að Samgöngustofa Svíþjóðar hafi lekið gríðarlegu magni af persónuupplýsingum og hernaðarleyndarmálum. Sjá frétt: Sænska […]

„Fólk er með stærra herbergi fyrir bílinn sinn heldur en börnin sín“

„Austurvöllurinn var umferðareyja, það var keyrt allsstaðar í kringum hann, allar göturnar, það er búið að loka þeim núna. Við erum búin að vera að taka göturnar okkar til baka frá bílunum og yfir til okkar, hvort sem það er til að gera þær að útivistarsvæðum, grænum svæðum eða göngugötum eða hvaðeina og sú þróun […]

Stefán Einar hjólar í Gísla Martein: „Voðaleg dramatík er þetta“

„Bíllinn er allsstaðar í forgangi og helmingur borgarlandsins fer í að þjónusta hann. Þeir sem ferðast öðruvísi þurfa að sýna útsjónarsemi og þolinmæði til að komast leiðar sinnar og gera það venjulega með jákvæði að leiðarljósi,“ segir Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Fésbók, en þar deilir Gísli Marteinn skopmynd Halldórs Baldurssonar […]

Lokað á Gunnar Waage vegna kvartana

Bandaríska myndbandaveitan YouTube hefur lokað reikningi Sandkassans og hafa öll myndböndin verið fjarlægð í kjölfar kvartana Útvarps Sögu um brot á höfundarrétti. Greint var frá þessu á vef Útvarps Sögu í vikunni og hefur Eyjan fengið þetta staðfest frá YouTube. Alls var um að ræða 26 útvarpsþætti af Útvarpi Sögu sem og þætti af útvarpsstöðvum […]

Bandaríkjaþing storkar Trump

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér viðskiptaþvinganir á hendur Rússum, en slíkt frumvarp gengur í berhögg við áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Bæði Trump og stjórnvöld í Rússlandi eru mótfallinn frumvarpinu og segja talsmenn stjórnvalda í Kreml að ef frumvarpið yrði að lögum þá myndi það eyðileggja […]

Biskup Íslands tekur undir með Semu Erlu og biðlar til stjórnvalda: „Við erum öll gestir á hótel jörð“

„Margir fá ekki lifað í fæðingarlandi sínu vegna ófriðar, óréttlætis eða af öðrum ástæðum. Sumir þeirra hafa leitað til Íslands og beðið um leyfi til að lifa hér og starfa. Saga þeirra er jafnan átakanleg, þar sem fólk hefur flúið hræðilegar aðstæður og valið lífið fram yfir miklar hörmungar og hættur.“ Þetta segir Agnes M. […]

Björt um skoðanakannanirnar: „Þetta sveiflast mikið hjá okkur“

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir það vera vonbrigði að flokkur hennar sé að mælast með lágt fylgi í skoðanakönnunum en fylgið sveiflist og það sé gaman þegar tölurnar séu háar. Í könnun MMR sem birtist í gær mælist Björt framtíð með 2,4% fylgi sem dugar ekki til þess að ná […]

Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tillögu um afnám Obamacare: Ósigur fyrir Donald Trump

57 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði gegn því að Obamacare verði afnumið þegar öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um málið í nótt að íslenskum tíma. 43 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. 48 demókratar og 9 repúblikanar greiddu hinsvegar atkvæði gegn frumvarpinu. Þetta er ákveðinn ósigur fyrir Donald Trump, forseta, en afnám Obamacare er eitt af helstu stefnumálum hans. […]

SME: Málflutningur Viðreisnar bendir til uppgjörs innan ríkisstjórnarinnar

Sigurjón M. Egilsson fjölmiðlamaður segir að málflutningur formanns og varaformanns Viðreisnar kalli á mikil viðbrögð frá Sjálfstæðisflokknum, móðurflokki ríkisstjórnarinnar, segir Sigurjón að það stefni allt í einhverskonar uppgjör innan ríkisstjórnarinnar. Segir Sigurjón í grein á vef sínum Miðjan að málflutningur Viðreisnar falli í grýttan jarðveg hjá helstu talsmönnum Sjálfstæðisflokksins en þrátt fyrir það boði Viðreisn […]

Rússar auka þrýsting á Úkraínustjórn með aðskilnaðarsinnum

Eftir Björn Bjarnason: Alexander Zakharsjenkó, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Rússlands, tilkynnti þriðjudaginn 18. júlí að hann ætlaði að beita sér fyrir að koma á fót Malorossija (Litla Rússlandi) með Donetsk sem höfuðborg. Á tímum Rússakeisara var þetta orð notað um hluta þess lands sem nú er Úkraína og vekur það vondar minningar í huga margra […]

Inga Sæland í borgina

Inga Sæland formaður Flokks fólksins verður oddviti flokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík á næsta ári. Inga staðfesti þetta við Vísi í dag. Flokkur fólksins hefur sótt fram í könnunum og mælist nú með 6,1% fylgi í nýrri könnun MMR sem birt var í dag, er það meira fylgi en stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð sem […]

Jökulsárlón og nærliggjandi svæði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og umfangsmikilla svæða sem liggja að lóninu. Um leið er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Mað friðlýsingunni nær þjóðgarðurinn frá hæsta tindi landsins niður að fjöru. Þessi breyting felur í sér að hluti þjóðvegar 1 liggur nú í […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is