Föstudagur 07.07.2017 - 14:59 - Ummæli ()

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Hvar er Dagur nú? – Björn: Framkoman jafngildir afsögn

Óli Björn Kárason, Dagur B. Eggertsson og Björn Bjarnason. Samsett mynd/DV

Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það vera með ólíkindum að engar viðvaranir hafi verið gefnar þó 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi hafi runnið út í fjöruna við Faxaskjól og gagnrýnir hann meirihlutann í Reykjavíkurborg og sérstaklega borgarstjóra fyrir að tjá sig ekki um málið.

Líkt og greint var frá í fréttum í vikunni olli bilun á neyðarlúgu skólphreinsistöðvarinnar því að gríðarlegt magn af skólpi lak út í fjöruna. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði að málið hefði verið rætt á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem sagt var að gert yrði við stöðina fyrir lok júní.

Sjá frétt: Óhreinsað skólp flæðir út í fjöruna við Vesturbæ Reykjavíkur

Það var þó ekki fyrr en síðdegis í gær sem gert var við stöðina til bráðabirgða og í dag kom tilkynning frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur þar kom fram að magn saurgerla í fjörunni væri undir viðmiðunarmörkum.

Óli Björn vitnar í bloggfærslu Sigurðar Sigurðarssonar sem segir það dæmigert að borgarstjóri hverfi þegar eitthvað bjáti á:

Fyrir einhverjar stórfurðulegar raðtilviljanir ratar borgarstjórinn alltaf inn á fréttasíður fjölmiðla og í mynd sjónvarpsstöðva þegar eitthvað skemmtilegt er að gerast.

  • Þegar dælustöð bilar og milljónir lítra af úrgangi dreifast um Fossvog forðar borgarstjóri sér út um bakdyrnar.
  • Þegar framkvæmdir við Miklubraut valda því að gatan er hálflokuð eru embættismenn settir í að útskýra málið.
  • Þegar loka á Geirsgötu og umferðin úr og í Vesturbæ er send um hálflokaða Miklubraut er borgarstjóri eins og aðrir huldumenn, hvergi sjáanlegur.
  • Þegar upp kemur að gúmmíkurl á fótboltavöllum getur verið skaðlegt íþróttafólki er borgarstjóri í fríi.
  • Þegar Reykvíkingar kvarta hástöfum yfir lélegum götum, holunum sem geta stórskemmt bíla eru embættismenn sendir til að bera í bætiflákann, borgarstjóri er ekki til viðtals.
  • Fleira má nefna, af nógu er að taka.

Út af fyrir sig er það sniðugt „PR stunt“ að vera bara í góðu málunum, setja embættismenn í þau vondu. Það gerði Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson fylgir sömu stefnu. Á meðan gróa njólar á umferðagötu, saur og dömubindi nema land í Nauthólsvík.

Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík tekur í sama streng á Fésbók:

 Fjölmiðlar fá engin svör hjá borgarstjóra enda finnst hann ekki þegar mál af þessum toga koma upp.

„Slysið eitt hefði átt að leiða til spurninga um afsögn“

Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra segir á Fésbók það vera furðulegt að talað sé um bilun en ekki mengunarslys sem kalli á rannsókn, segir hann að viðbrögð borgarstjóra jafngildi afsögn:

Mengunarslys af þessu tagi eru jafnan tekin föstum tökum af þeim sem stjórna borgum og bæjum. Hér átti borgarfyrirtæki hlut að máli og farið var leynt með slysið dögum saman. Borgarstjórinn hefur ekki enn komið fram og skýrt málið eða svarað spurningum fréttamanna, því síður talað beint til borgarbúa. Slysið eitt hefði átt að leiða til spurninga um afsögn. Framkoman eftir slysið jafngildir í raun afsögn.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Gísli Marteinn: „Fólk er með stærra herbergi fyrir bílinn sinn heldur en börnin sín“

„Austurvöllurinn var umferðareyja, það var keyrt allsstaðar í kringum hann, allar göturnar, það er búið að loka þeim núna. Við erum búin að vera að taka göturnar okkar til baka frá bílunum og yfir til okkar, hvort sem það er til að gera þær að útivistarsvæðum, grænum svæðum eða göngugötum eða hvaðeina og sú þróun […]

Stefán Einar hjólar í Gísla Martein: „Voðaleg dramatík er þetta“

„Bíllinn er allsstaðar í forgangi og helmingur borgarlandsins fer í að þjónusta hann. Þeir sem ferðast öðruvísi þurfa að sýna útsjónarsemi og þolinmæði til að komast leiðar sinnar og gera það venjulega með jákvæði að leiðarljósi,“ segir Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Fésbók, en þar deilir Gísli Marteinn skopmynd Halldórs Baldurssonar […]

Lokað á Gunnar Waage vegna kvartana

Bandaríska myndbandaveitan YouTube hefur lokað reikningi Sandkassans og hafa öll myndböndin verið fjarlægð í kjölfar kvartana Útvarps Sögu um brot á höfundarrétti. Greint var frá þessu á vef Útvarps Sögu í vikunni og hefur Eyjan fengið þetta staðfest frá YouTube. Alls var um að ræða 26 útvarpsþætti af Útvarpi Sögu sem og þætti af útvarpsstöðvum […]

Bandaríkjaþing storkar Trump

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér viðskiptaþvinganir á hendur Rússum, en slíkt frumvarp gengur í berhögg við áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Bæði Trump og stjórnvöld í Rússlandi eru mótfallinn frumvarpinu og segja talsmenn stjórnvalda í Kreml að ef frumvarpið yrði að lögum þá myndi það eyðileggja […]

Biskup Íslands tekur undir með Semu Erlu og biðlar til stjórnvalda: „Við erum öll gestir á hótel jörð“

„Margir fá ekki lifað í fæðingarlandi sínu vegna ófriðar, óréttlætis eða af öðrum ástæðum. Sumir þeirra hafa leitað til Íslands og beðið um leyfi til að lifa hér og starfa. Saga þeirra er jafnan átakanleg, þar sem fólk hefur flúið hræðilegar aðstæður og valið lífið fram yfir miklar hörmungar og hættur.“ Þetta segir Agnes M. […]

Björt um skoðanakannanirnar: „Þetta sveiflast mikið hjá okkur“

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir það vera vonbrigði að flokkur hennar sé að mælast með lágt fylgi í skoðanakönnunum en fylgið sveiflist og það sé gaman þegar tölurnar séu háar. Í könnun MMR sem birtist í gær mælist Björt framtíð með 2,4% fylgi sem dugar ekki til þess að ná […]

Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tillögu um afnám Obamacare: Ósigur fyrir Donald Trump

57 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði gegn því að Obamacare verði afnumið þegar öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um málið í nótt að íslenskum tíma. 43 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. 48 demókratar og 9 repúblikanar greiddu hinsvegar atkvæði gegn frumvarpinu. Þetta er ákveðinn ósigur fyrir Donald Trump, forseta, en afnám Obamacare er eitt af helstu stefnumálum hans. […]

SME: Málflutningur Viðreisnar bendir til uppgjörs innan ríkisstjórnarinnar

Sigurjón M. Egilsson fjölmiðlamaður segir að málflutningur formanns og varaformanns Viðreisnar kalli á mikil viðbrögð frá Sjálfstæðisflokknum, móðurflokki ríkisstjórnarinnar, segir Sigurjón að það stefni allt í einhverskonar uppgjör innan ríkisstjórnarinnar. Segir Sigurjón í grein á vef sínum Miðjan að málflutningur Viðreisnar falli í grýttan jarðveg hjá helstu talsmönnum Sjálfstæðisflokksins en þrátt fyrir það boði Viðreisn […]

Rússar auka þrýsting á Úkraínustjórn með aðskilnaðarsinnum

Eftir Björn Bjarnason: Alexander Zakharsjenkó, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Rússlands, tilkynnti þriðjudaginn 18. júlí að hann ætlaði að beita sér fyrir að koma á fót Malorossija (Litla Rússlandi) með Donetsk sem höfuðborg. Á tímum Rússakeisara var þetta orð notað um hluta þess lands sem nú er Úkraína og vekur það vondar minningar í huga margra […]

Inga Sæland í borgina

Inga Sæland formaður Flokks fólksins verður oddviti flokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík á næsta ári. Inga staðfesti þetta við Vísi í dag. Flokkur fólksins hefur sótt fram í könnunum og mælist nú með 6,1% fylgi í nýrri könnun MMR sem birt var í dag, er það meira fylgi en stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð sem […]

Jökulsárlón og nærliggjandi svæði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og umfangsmikilla svæða sem liggja að lóninu. Um leið er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Mað friðlýsingunni nær þjóðgarðurinn frá hæsta tindi landsins niður að fjöru. Þessi breyting felur í sér að hluti þjóðvegar 1 liggur nú í […]

Sænska ríkið lekur gríðarlegu magni af persónuupplýsingum

Hernaðarleyndarmál sem og persónuupplýsingar um milljónir Svía hafa lekið á netið. Greint er frá þessu í sænskum fjölmiðlum og á vef Hacker News í dag en upplýsingarnar koma frá sænska ríkinu. Svo virðist sem Samgöngustofa Svía, Transportstyrelsen, hafi óvart lekið upplýsingunum þegar stofnunin var að færa gögnin í varðveislu tæknifyrirtækisins IBM. Lekinn hefur það í […]

Flokkur fólksins stærri en Viðreisn og Björt framtíð

Flokkur fólksins mælist með meira fylgi en stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð. Mælist Flokkur fólksins með 6,1% fylgi á meðan Viðreisn mælist með 4,7% fylgi og Björt framtíð með 2,4% fylgi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Hvorugur stjórnarflokkurinn næði manni inn á þing ef kosið yrði í dag. Sjálfstæðisflokkurinn […]

Viðreisn mun aldrei hætta að tala um framtíðarmöguleika á upptöku evru og aðild Íslands að ESB

Viðreisn mun halda áfram tala fyrir myntráði, að halda krónunni en binda hana við annan gjaldmiðil og fyrir framtíðarmöguleikum þess að taka upp evru með ESB-aðild. Þetta segir Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar í pistli í Fréttablaðinu í dag. Segir hún að krónuhagkerfið geri það að verkum að það sé ekki sjálfsagt fyrir Íslendinga að […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is