Laugardagur 08.07.2017 - 15:44 - Ummæli ()

Bíddu, var þetta ekki allt túristunum að kenna?

Ferðamenn kynna sér íslenska matarmenningu.

Èric Lluent Estela skrifar:

Ég er búinn að læra mikið um ferðamennsku frá því að ég flutti til Íslands. Ég er einn af þessum erlendu verkamönnum frá landi þar sem efnahagurinn er ekki upp á sitt besta sem kemur til Íslands til að vinna í ferðaþjónustu. Á sama tíma er ég ritstjóri El Faro de Reykjavík sem fjallar um Ísland á spænsku, ég skrifa líka reglulega um alþjóðastjórnmál í fjölmiðla í Katalóníu og á Spáni. Á síðustu árum hef ég kynnst þúsundum ferðamanna sem koma til Íslands, og það eina sem ég get sagt er að hingað koma ferðamenn sem aðrir vinsælir ferðamannastaðir myndu drepa til að fá til sín. Ég er fæddur í Barcelona og þar, líkt og á Mallorca, Alicante, Kanaríeyjum og fleiri slíkum stöðum, fáum við margt fólk sem kemur einungis til að drekka ódýrt áfengi og djamma allan sólarhringinn. Slík ferðamennska er mun erfiðari en sú sem er stunduð á Íslandi og ég hvet alla, bæði Íslendinga og aðra sem búa hér, til að hafa það í huga þegar rætt er um ferðaþjónustuna á Íslandi.

Èric Lluent Estela.

Ég hef áttað mig á því að flestir ferðamenn sem koma hingað eru að leita að einstakri og ógleymanlegri upplifun. Margir hafa verið að spara í mörg ár til að hafa efni á ferðinni til Íslands, þetta er ekki fólk sem er að leita að ódýrri skemmtun. Þetta er fólk sem spyr margra spurninga. Til dæmis um sögu landsins: Hver nam landið fyrst? Er það satt að þegar Ingólfur Arnarson kom þá hafi írskir munkar búið á Íslandi? Hvenær varð landið sjálfstætt? Hvernig tóku Danir yfir Ísland? Og um jarðfræðina: Hvað eru mörg eldfjöll á Íslandi? Hvað gerðist nákvæmlega þegar Eyjafjallajökull gaus? Hvernig urðu firðirnir til? Þetta fólk hefur mikinn áhuga á að læra um Ísland. Það vill vita um efnahag þjóðarinnar, stjórnmálin, hvað Íslendingar borðuðu fyrir daga stórmarkaða, hvernig Ísland komst á EM, flekaskilin, veðrið, Kötlu og hvort jöklarnir verða bráðnaðir þegar þau koma aftur. Og svo framvegis.

Ferðamennskan er stórkostlegt tækifæri fyrir Ísland. Auðvitað fylgja áhættur. Ég kem frá bæ þar sem varla er þverfótað fyrir ferðamönnum í miðbænum. Ætti ég að kenna Íslendingum og öllum hinum sem koma, um að skemma miðbæinn? Eða ætti ég að kenna þeim um sem fara með skipulagsvaldið og hafa leyft stjórnlausri ferðamennsku að eyðileggja sál gamla miðbæjarins? Því ferðamennsku sem er vel stýrt er einstakt tækifæri. Það er hægt, ef þú hefur plan svo ég vitni nú í Íslandsbanka. Ferðaþjónustan á Íslandi þarf að vera með plan, áætlun, til að setja landið í þá stöðu að vera með sterkan iðnað sem býr til störf og ástæðu til að verja náttúru landsins – þá yrði Ísland laust við að þurfa að virkja til að selja erlendum fyrirtækjum ódýrt rafmagn. Svo ég spyrji nú heimskulega: Hvað þurfa margir túristar að kúka á hálendinu til að valda jafn miklu tjóni og Kárahnjúkavirkjun?

Nýlega skrifaði ég greinina Blaming Tourists, The New Summer Trend In Iceland, sem vitnað var í á íslenskum miðlum og var rætt um víða á samfélagsmiðlum. Sumir skildu ekki hvað ég var að fara og æstu sig. Bara til að það sé á hreinu, ég veigra mér ekki við að segja sannleikann eins og ég upplifi hann. Með greininni vildi ég koma á framfæri þeirri skoðun minni að Íslendingar ættu ekki að kenna erlendum ferðamönnum um það sem aflaga fer, heldur bæta aðstöðuna, tala við fólkið en ekki skammast yfir því á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum.

En í eyrum margra hljómaði þetta samt eins og ég væri að verja rétt fólks til að kúka á almannafæri eða slátra lömbum í vegköntum. Það er ég alls ekki að gera. Auðvitað er það mjög skiljanlegt að hneykslast yfir þeim sem gera þarfir sínar á almannafæri en það þarf að skoða heildarmyndina. Ég tel að það ætti að ræða við sérfræðinga í ferðamálum og ferðamennina sjálfa um hvað þeim finnst um aðgengi að salernum á Íslandi. Spyrja hvers vegna þetta kemur fyrir aftur og aftur. Þá er hægt að leita að varanlegri lausn við þeim vanda. Í staðinn er fólk að benda á ferðamenn að kúka.

Ef ætlunin er að fá 2 milljónir gesta árlega þá þarf að gera ráð fyrir að einhverjir gestanna muni brjóta lögin. Íslendingar sjálfir eru alltaf að brjóta einhver lög, það er eitthvað sem hægt er að reyna að koma í veg fyrir en er alls ekki hægt að stjórna. Þegar sagt er frá lögbrotum þá þekkjum við öll fyrirsagnirnar þar sem tekið er fram hvort viðkomandi sé heimamaður eða ferðamaður. Þetta hefur aukist á síðustu misserum og ýtir undir óþol heimamanna í garð ferðamanna.

Ég sting upp á nokkrum lausnum. Í fyrsta lagi þá ættum við að hætta að gera ráð fyrir eilífum ofurvexti á fjölda ferðamanna. Árið 2016 var 40% fjölgun frá árinu á undan. Á þessu ári er gert ráð fyrir 30% fjölgun ofan á það. Ef þetta heldur áfram þá er ómögulegt fyrir stjórnvöld að tryggja alla innviðina sem eru nauðsynlegir til að taka á móti öllum þessum fjölda. Þetta er sambærilegt og þegar bankarnir uxu um of á árunum 2003 til 2008. Það segir sig sjálft að þetta vandamál mun bara vaxa. Í stað þess að halda áfram á sömu braut þá ætti Ísland að geta tryggt að 1,7 til 2 milljónir ferðamanna geti komið á hverju ári sem myndi skapa ótrúlega miklar tekjur og þannig koma í veg fyrir stórar hagsveiflur sem Ísland hefur barist við í áranna rás. Vilja Íslendingar koma hömlum á fjöldann eða trúa Íslendingar á óbeislaðan markað? Höfum við trú á ferðaþjónustunni eða viljum við bara auðvelda peninga? Getum við ekki samið við flugfélögin til að halda fjöldanum í skefjum?

Í öðru lagi ættu stjórnvöld að koma böndum á leigumarkaðinn í höfuðborginni. Sjáum bara verðið á Airbnb íbúð í 101. Eigendurnir græða miklu meira á að leiga íbúðirnar til ferðamanna 90 daga á ári en að leigja til heimamanna allt árið. Meiri peningur á 3 mánuðum en 12. Þetta er vandi leigumarkaðarins í Reykjavík. Hverjum er um að kenna? Auðvitað ættu stjórnvöld að tryggja góð lög um Airbnb en þetta snýst ekki bara um það. Það er persónuleg ákvörðun að leigja ferðamönnum í stað heimamanna. Lífið snýst ekki um peninga. Það sem þarf að gera er að gera það ákjósanlegt fyrir venjulegt fólk sem á eignir að leigja heimamönnum í stað þess að taka þátt í bólumynduninni. Samfélagið þarf á íbúðum að halda fyrir ungar fjölskyldur, námsmenn eða bara þá sem þurfa skyndilega á húsnæði að halda, því á samfélagið að gera þá kröfu á eigendur að útvega þeim húsnæði. Yndisleg íslensk kona leigir mér kjallarann sinn, hún græðir á því á sanngjarnan hátt. Er hún heimsk fyrir að setja kjallarann ekki á Airbnb og græða miklu meira? Eða á hún virðingu og viðurkenningu samfélagsins skilið fyrir að leigja mér, manni sem skilar sínu til íslensks samfélags, í stað ferðamanna?

Að lokum, fyrst það er nú sumar og á sumrin tölum við um ferðamenn sem kúka út um allt, þá hef ég nokkrar hugmyndir til að bæta ástandið fyrir bæði ferðamenn og heimamenn. Flestir þeir sem gera þarfir sínar úti ferðast einir. Leiðsögumenn sjá yfirleitt til þess að fólk í hópum finni salerni, svo það er ekki vandamál. En hvað með þá sem leigja sér bíl? Er einhver sem talar við þá? Það eru ekki nóg – ég endurtek – ekki nóg af hreinum almenningsklósettum á Íslandi. Vita ferðamenn að þegar þeir fara út í buskann þá eru þar engin klósett? Ef Íslendingar ætla að leggja áherslu á ferðaþjónustu á svæðum þar sem fáir búa þá er það hlutverk stjórnvalda að útvega salerni og ráða fólk til að halda þeim við. Fyrirtækin sem þjónustu ferðamenn geta ekki fríað sig ábyrgð, því það er einfaldlega kurteisi að segja fólki sem er að fara eitthvert að þar séu ekki klósett.

Ég sting upp á lausn í fjórum skrefum: 1) Byggja og þrífa reglulega salerni á þeim stöðum þar sem lítið er af salernum fyrir. Það ætti að vera hægt að þefa þá uppi. 2) Láta ferðamenn vita að heimamenn hafi áhyggjur af þessu og tali um þetta. 3) Útbúa kort yfir öll almenningsklósett í landinu, þar er líka hægt að setja leiðbeiningar um hvað skal gera í neyðartilfellum. 4) Setja kortið á netið, ég er búinn að athuga og toilet.is er laust.

Þetta er það sem ég sting upp á, tek það fram að ég er ekki að tala fyrir hönd neins annars. En ég tel það borðleggjandi að það sé skortur á lausnum á vandanum sem fylgja fjölgun ferðamanna. Ég veit að ég er ekki einn að leita lausna, en það þarf ekki fleiri fundi, það þarf að gera eitthvað. Þetta er vandi sem við stöndum frammi fyrir í dag og ef við bíðum þá er Ísland að glata stórkostlegu tækifæri til að búa til sjálfbæran og arðbæran iðnað til framtíðar. Við þurfum að hugsa vel um þá sem koma í heimsókn, við þurfum að bjóða upp á samkeppnishæf verð, tala við fólkið sem kemur og búa til iðnað með góðum launum og aðstæðum. Það yrði gaman að geta sagt að Ísland hafi lært eitthvað frá 2008.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Gísli Marteinn: „Fólk er með stærra herbergi fyrir bílinn sinn heldur en börnin sín“

„Austurvöllurinn var umferðareyja, það var keyrt allsstaðar í kringum hann, allar göturnar, það er búið að loka þeim núna. Við erum búin að vera að taka göturnar okkar til baka frá bílunum og yfir til okkar, hvort sem það er til að gera þær að útivistarsvæðum, grænum svæðum eða göngugötum eða hvaðeina og sú þróun […]

Stefán Einar hjólar í Gísla Martein: „Voðaleg dramatík er þetta“

„Bíllinn er allsstaðar í forgangi og helmingur borgarlandsins fer í að þjónusta hann. Þeir sem ferðast öðruvísi þurfa að sýna útsjónarsemi og þolinmæði til að komast leiðar sinnar og gera það venjulega með jákvæði að leiðarljósi,“ segir Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Fésbók, en þar deilir Gísli Marteinn skopmynd Halldórs Baldurssonar […]

Lokað á Gunnar Waage vegna kvartana

Bandaríska myndbandaveitan YouTube hefur lokað reikningi Sandkassans og hafa öll myndböndin verið fjarlægð í kjölfar kvartana Útvarps Sögu um brot á höfundarrétti. Greint var frá þessu á vef Útvarps Sögu í vikunni og hefur Eyjan fengið þetta staðfest frá YouTube. Alls var um að ræða 26 útvarpsþætti af Útvarpi Sögu sem og þætti af útvarpsstöðvum […]

Bandaríkjaþing storkar Trump

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér viðskiptaþvinganir á hendur Rússum, en slíkt frumvarp gengur í berhögg við áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Bæði Trump og stjórnvöld í Rússlandi eru mótfallinn frumvarpinu og segja talsmenn stjórnvalda í Kreml að ef frumvarpið yrði að lögum þá myndi það eyðileggja […]

Biskup Íslands tekur undir með Semu Erlu og biðlar til stjórnvalda: „Við erum öll gestir á hótel jörð“

„Margir fá ekki lifað í fæðingarlandi sínu vegna ófriðar, óréttlætis eða af öðrum ástæðum. Sumir þeirra hafa leitað til Íslands og beðið um leyfi til að lifa hér og starfa. Saga þeirra er jafnan átakanleg, þar sem fólk hefur flúið hræðilegar aðstæður og valið lífið fram yfir miklar hörmungar og hættur.“ Þetta segir Agnes M. […]

Björt um skoðanakannanirnar: „Þetta sveiflast mikið hjá okkur“

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir það vera vonbrigði að flokkur hennar sé að mælast með lágt fylgi í skoðanakönnunum en fylgið sveiflist og það sé gaman þegar tölurnar séu háar. Í könnun MMR sem birtist í gær mælist Björt framtíð með 2,4% fylgi sem dugar ekki til þess að ná […]

Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tillögu um afnám Obamacare: Ósigur fyrir Donald Trump

57 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði gegn því að Obamacare verði afnumið þegar öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um málið í nótt að íslenskum tíma. 43 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. 48 demókratar og 9 repúblikanar greiddu hinsvegar atkvæði gegn frumvarpinu. Þetta er ákveðinn ósigur fyrir Donald Trump, forseta, en afnám Obamacare er eitt af helstu stefnumálum hans. […]

SME: Málflutningur Viðreisnar bendir til uppgjörs innan ríkisstjórnarinnar

Sigurjón M. Egilsson fjölmiðlamaður segir að málflutningur formanns og varaformanns Viðreisnar kalli á mikil viðbrögð frá Sjálfstæðisflokknum, móðurflokki ríkisstjórnarinnar, segir Sigurjón að það stefni allt í einhverskonar uppgjör innan ríkisstjórnarinnar. Segir Sigurjón í grein á vef sínum Miðjan að málflutningur Viðreisnar falli í grýttan jarðveg hjá helstu talsmönnum Sjálfstæðisflokksins en þrátt fyrir það boði Viðreisn […]

Rússar auka þrýsting á Úkraínustjórn með aðskilnaðarsinnum

Eftir Björn Bjarnason: Alexander Zakharsjenkó, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Rússlands, tilkynnti þriðjudaginn 18. júlí að hann ætlaði að beita sér fyrir að koma á fót Malorossija (Litla Rússlandi) með Donetsk sem höfuðborg. Á tímum Rússakeisara var þetta orð notað um hluta þess lands sem nú er Úkraína og vekur það vondar minningar í huga margra […]

Inga Sæland í borgina

Inga Sæland formaður Flokks fólksins verður oddviti flokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík á næsta ári. Inga staðfesti þetta við Vísi í dag. Flokkur fólksins hefur sótt fram í könnunum og mælist nú með 6,1% fylgi í nýrri könnun MMR sem birt var í dag, er það meira fylgi en stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð sem […]

Jökulsárlón og nærliggjandi svæði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og umfangsmikilla svæða sem liggja að lóninu. Um leið er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Mað friðlýsingunni nær þjóðgarðurinn frá hæsta tindi landsins niður að fjöru. Þessi breyting felur í sér að hluti þjóðvegar 1 liggur nú í […]

Sænska ríkið lekur gríðarlegu magni af persónuupplýsingum

Hernaðarleyndarmál sem og persónuupplýsingar um milljónir Svía hafa lekið á netið. Greint er frá þessu í sænskum fjölmiðlum og á vef Hacker News í dag en upplýsingarnar koma frá sænska ríkinu. Svo virðist sem Samgöngustofa Svía, Transportstyrelsen, hafi óvart lekið upplýsingunum þegar stofnunin var að færa gögnin í varðveislu tæknifyrirtækisins IBM. Lekinn hefur það í […]

Flokkur fólksins stærri en Viðreisn og Björt framtíð

Flokkur fólksins mælist með meira fylgi en stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð. Mælist Flokkur fólksins með 6,1% fylgi á meðan Viðreisn mælist með 4,7% fylgi og Björt framtíð með 2,4% fylgi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Hvorugur stjórnarflokkurinn næði manni inn á þing ef kosið yrði í dag. Sjálfstæðisflokkurinn […]

Viðreisn mun aldrei hætta að tala um framtíðarmöguleika á upptöku evru og aðild Íslands að ESB

Viðreisn mun halda áfram tala fyrir myntráði, að halda krónunni en binda hana við annan gjaldmiðil og fyrir framtíðarmöguleikum þess að taka upp evru með ESB-aðild. Þetta segir Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar í pistli í Fréttablaðinu í dag. Segir hún að krónuhagkerfið geri það að verkum að það sé ekki sjálfsagt fyrir Íslendinga að […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is