Laugardagur 08.07.2017 - 15:44 - Ummæli ()

Bíddu, var þetta ekki allt túristunum að kenna?

Ferðamenn kynna sér íslenska matarmenningu.

Èric Lluent Estela skrifar:

Ég er búinn að læra mikið um ferðamennsku frá því að ég flutti til Íslands. Ég er einn af þessum erlendu verkamönnum frá landi þar sem efnahagurinn er ekki upp á sitt besta sem kemur til Íslands til að vinna í ferðaþjónustu. Á sama tíma er ég ritstjóri El Faro de Reykjavík sem fjallar um Ísland á spænsku, ég skrifa líka reglulega um alþjóðastjórnmál í fjölmiðla í Katalóníu og á Spáni. Á síðustu árum hef ég kynnst þúsundum ferðamanna sem koma til Íslands, og það eina sem ég get sagt er að hingað koma ferðamenn sem aðrir vinsælir ferðamannastaðir myndu drepa til að fá til sín. Ég er fæddur í Barcelona og þar, líkt og á Mallorca, Alicante, Kanaríeyjum og fleiri slíkum stöðum, fáum við margt fólk sem kemur einungis til að drekka ódýrt áfengi og djamma allan sólarhringinn. Slík ferðamennska er mun erfiðari en sú sem er stunduð á Íslandi og ég hvet alla, bæði Íslendinga og aðra sem búa hér, til að hafa það í huga þegar rætt er um ferðaþjónustuna á Íslandi.

Èric Lluent Estela.

Ég hef áttað mig á því að flestir ferðamenn sem koma hingað eru að leita að einstakri og ógleymanlegri upplifun. Margir hafa verið að spara í mörg ár til að hafa efni á ferðinni til Íslands, þetta er ekki fólk sem er að leita að ódýrri skemmtun. Þetta er fólk sem spyr margra spurninga. Til dæmis um sögu landsins: Hver nam landið fyrst? Er það satt að þegar Ingólfur Arnarson kom þá hafi írskir munkar búið á Íslandi? Hvenær varð landið sjálfstætt? Hvernig tóku Danir yfir Ísland? Og um jarðfræðina: Hvað eru mörg eldfjöll á Íslandi? Hvað gerðist nákvæmlega þegar Eyjafjallajökull gaus? Hvernig urðu firðirnir til? Þetta fólk hefur mikinn áhuga á að læra um Ísland. Það vill vita um efnahag þjóðarinnar, stjórnmálin, hvað Íslendingar borðuðu fyrir daga stórmarkaða, hvernig Ísland komst á EM, flekaskilin, veðrið, Kötlu og hvort jöklarnir verða bráðnaðir þegar þau koma aftur. Og svo framvegis.

Ferðamennskan er stórkostlegt tækifæri fyrir Ísland. Auðvitað fylgja áhættur. Ég kem frá bæ þar sem varla er þverfótað fyrir ferðamönnum í miðbænum. Ætti ég að kenna Íslendingum og öllum hinum sem koma, um að skemma miðbæinn? Eða ætti ég að kenna þeim um sem fara með skipulagsvaldið og hafa leyft stjórnlausri ferðamennsku að eyðileggja sál gamla miðbæjarins? Því ferðamennsku sem er vel stýrt er einstakt tækifæri. Það er hægt, ef þú hefur plan svo ég vitni nú í Íslandsbanka. Ferðaþjónustan á Íslandi þarf að vera með plan, áætlun, til að setja landið í þá stöðu að vera með sterkan iðnað sem býr til störf og ástæðu til að verja náttúru landsins – þá yrði Ísland laust við að þurfa að virkja til að selja erlendum fyrirtækjum ódýrt rafmagn. Svo ég spyrji nú heimskulega: Hvað þurfa margir túristar að kúka á hálendinu til að valda jafn miklu tjóni og Kárahnjúkavirkjun?

Nýlega skrifaði ég greinina Blaming Tourists, The New Summer Trend In Iceland, sem vitnað var í á íslenskum miðlum og var rætt um víða á samfélagsmiðlum. Sumir skildu ekki hvað ég var að fara og æstu sig. Bara til að það sé á hreinu, ég veigra mér ekki við að segja sannleikann eins og ég upplifi hann. Með greininni vildi ég koma á framfæri þeirri skoðun minni að Íslendingar ættu ekki að kenna erlendum ferðamönnum um það sem aflaga fer, heldur bæta aðstöðuna, tala við fólkið en ekki skammast yfir því á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum.

En í eyrum margra hljómaði þetta samt eins og ég væri að verja rétt fólks til að kúka á almannafæri eða slátra lömbum í vegköntum. Það er ég alls ekki að gera. Auðvitað er það mjög skiljanlegt að hneykslast yfir þeim sem gera þarfir sínar á almannafæri en það þarf að skoða heildarmyndina. Ég tel að það ætti að ræða við sérfræðinga í ferðamálum og ferðamennina sjálfa um hvað þeim finnst um aðgengi að salernum á Íslandi. Spyrja hvers vegna þetta kemur fyrir aftur og aftur. Þá er hægt að leita að varanlegri lausn við þeim vanda. Í staðinn er fólk að benda á ferðamenn að kúka.

Ef ætlunin er að fá 2 milljónir gesta árlega þá þarf að gera ráð fyrir að einhverjir gestanna muni brjóta lögin. Íslendingar sjálfir eru alltaf að brjóta einhver lög, það er eitthvað sem hægt er að reyna að koma í veg fyrir en er alls ekki hægt að stjórna. Þegar sagt er frá lögbrotum þá þekkjum við öll fyrirsagnirnar þar sem tekið er fram hvort viðkomandi sé heimamaður eða ferðamaður. Þetta hefur aukist á síðustu misserum og ýtir undir óþol heimamanna í garð ferðamanna.

Ég sting upp á nokkrum lausnum. Í fyrsta lagi þá ættum við að hætta að gera ráð fyrir eilífum ofurvexti á fjölda ferðamanna. Árið 2016 var 40% fjölgun frá árinu á undan. Á þessu ári er gert ráð fyrir 30% fjölgun ofan á það. Ef þetta heldur áfram þá er ómögulegt fyrir stjórnvöld að tryggja alla innviðina sem eru nauðsynlegir til að taka á móti öllum þessum fjölda. Þetta er sambærilegt og þegar bankarnir uxu um of á árunum 2003 til 2008. Það segir sig sjálft að þetta vandamál mun bara vaxa. Í stað þess að halda áfram á sömu braut þá ætti Ísland að geta tryggt að 1,7 til 2 milljónir ferðamanna geti komið á hverju ári sem myndi skapa ótrúlega miklar tekjur og þannig koma í veg fyrir stórar hagsveiflur sem Ísland hefur barist við í áranna rás. Vilja Íslendingar koma hömlum á fjöldann eða trúa Íslendingar á óbeislaðan markað? Höfum við trú á ferðaþjónustunni eða viljum við bara auðvelda peninga? Getum við ekki samið við flugfélögin til að halda fjöldanum í skefjum?

Í öðru lagi ættu stjórnvöld að koma böndum á leigumarkaðinn í höfuðborginni. Sjáum bara verðið á Airbnb íbúð í 101. Eigendurnir græða miklu meira á að leiga íbúðirnar til ferðamanna 90 daga á ári en að leigja til heimamanna allt árið. Meiri peningur á 3 mánuðum en 12. Þetta er vandi leigumarkaðarins í Reykjavík. Hverjum er um að kenna? Auðvitað ættu stjórnvöld að tryggja góð lög um Airbnb en þetta snýst ekki bara um það. Það er persónuleg ákvörðun að leigja ferðamönnum í stað heimamanna. Lífið snýst ekki um peninga. Það sem þarf að gera er að gera það ákjósanlegt fyrir venjulegt fólk sem á eignir að leigja heimamönnum í stað þess að taka þátt í bólumynduninni. Samfélagið þarf á íbúðum að halda fyrir ungar fjölskyldur, námsmenn eða bara þá sem þurfa skyndilega á húsnæði að halda, því á samfélagið að gera þá kröfu á eigendur að útvega þeim húsnæði. Yndisleg íslensk kona leigir mér kjallarann sinn, hún græðir á því á sanngjarnan hátt. Er hún heimsk fyrir að setja kjallarann ekki á Airbnb og græða miklu meira? Eða á hún virðingu og viðurkenningu samfélagsins skilið fyrir að leigja mér, manni sem skilar sínu til íslensks samfélags, í stað ferðamanna?

Að lokum, fyrst það er nú sumar og á sumrin tölum við um ferðamenn sem kúka út um allt, þá hef ég nokkrar hugmyndir til að bæta ástandið fyrir bæði ferðamenn og heimamenn. Flestir þeir sem gera þarfir sínar úti ferðast einir. Leiðsögumenn sjá yfirleitt til þess að fólk í hópum finni salerni, svo það er ekki vandamál. En hvað með þá sem leigja sér bíl? Er einhver sem talar við þá? Það eru ekki nóg – ég endurtek – ekki nóg af hreinum almenningsklósettum á Íslandi. Vita ferðamenn að þegar þeir fara út í buskann þá eru þar engin klósett? Ef Íslendingar ætla að leggja áherslu á ferðaþjónustu á svæðum þar sem fáir búa þá er það hlutverk stjórnvalda að útvega salerni og ráða fólk til að halda þeim við. Fyrirtækin sem þjónustu ferðamenn geta ekki fríað sig ábyrgð, því það er einfaldlega kurteisi að segja fólki sem er að fara eitthvert að þar séu ekki klósett.

Ég sting upp á lausn í fjórum skrefum: 1) Byggja og þrífa reglulega salerni á þeim stöðum þar sem lítið er af salernum fyrir. Það ætti að vera hægt að þefa þá uppi. 2) Láta ferðamenn vita að heimamenn hafi áhyggjur af þessu og tali um þetta. 3) Útbúa kort yfir öll almenningsklósett í landinu, þar er líka hægt að setja leiðbeiningar um hvað skal gera í neyðartilfellum. 4) Setja kortið á netið, ég er búinn að athuga og toilet.is er laust.

Þetta er það sem ég sting upp á, tek það fram að ég er ekki að tala fyrir hönd neins annars. En ég tel það borðleggjandi að það sé skortur á lausnum á vandanum sem fylgja fjölgun ferðamanna. Ég veit að ég er ekki einn að leita lausna, en það þarf ekki fleiri fundi, það þarf að gera eitthvað. Þetta er vandi sem við stöndum frammi fyrir í dag og ef við bíðum þá er Ísland að glata stórkostlegu tækifæri til að búa til sjálfbæran og arðbæran iðnað til framtíðar. Við þurfum að hugsa vel um þá sem koma í heimsókn, við þurfum að bjóða upp á samkeppnishæf verð, tala við fólkið sem kemur og búa til iðnað með góðum launum og aðstæðum. Það yrði gaman að geta sagt að Ísland hafi lært eitthvað frá 2008.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ný sýn í skipulagsmálum – Brú yfir Skerjafjörð

Björn Jón Bragason, áhugamaður um skipulagsmál, hefur í nýrri heimildarmynd velt upp möguleikum á brú yfir Skerjafjörð, svokallaðri Skerjabraut. Björn segir að öllum megi ljóst vera að bæta þurfi verulega umferðarflæðið um borgina, enda helstu stofnbrautir löngu sprungnar. „Þetta hefur haft í för með sér að verslun og þjónusta færist sífellt fjær miðbænum og suður […]

Borgarfulltrúum fjölgað í 23 – Sjálfstæðismenn á móti

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjöldi borgarfulltrúa frá og með næsta kjörtímabili yrði 23, eða sá lágmarksfjölda fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum. Afgreiðslu tillögu um fjölda borgarfulltrúa var frestað á fundi borgarstjórnar í sumar þar sem ráðherra sveitarstjórnarmála hafði boðað frumvarp sem fól í sér breytingu á lágmarksfjölda borgarfulltrúa […]

Íslenska apaplánetan

Einar Kárason skrifar: Ef við horfum framhjá þeim efnahagslega harmleik sem reið yfir landið og íbúa þess í kjölfar hrunsins þá má samt segja að það hafi ekki komið degi of snemma; um margt forðaði það þjóðfélagi okkar frá því að breytast í hreinræktaða apaplánetu. Siðlaus og heimskur lýður var við það að ná tökum […]

„Ekki í fyrsta og örugglega ekki í síðasta skipti sem Sjálfstæðismenn eru ósammála“

Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna, SUS, lýsir yfir fullu trausti til Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra og hafnar því alfarið að Sjálfstæðisflokkurinn sýni léttuð þegar komi að kynferðisafbrotum. Í fyrradag sendi Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, frá sér ályktun þar sem lýst var yfir vonbrigðum með Sigríði Á. Andersen vegna trúnaðarbrests í starfi. Ályktun Heimdallar fengu […]

Framsóknarflokkurinn kominn í kosningagír: „Það hefur oft verið þörf, en nú er nauðsyn“

Kosningabarátta Framsóknarflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar hófst formlega í gærkvöldi þegar Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og oddviti í Reykjavík suður, fundaði í höfuðstöðvum flokksins í gærkvöldi. Húsfylli var á fundinum þar sem var rætt um stjórnmálaástandið og stöðuna í íslenskum stjórnmálum. ,,Ég er bjartsýn á næstu daga og vikur. Það má segja að kosningabaráttan í Reykjavík […]

Sigríður Andersen hafnar ásökunum um þöggun: „Ég frábið mér þennan málflutning“

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafnar því alfarið að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt um mál tengd uppreist æru. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem er nýlokið var gengið hart að ráðherra, spurði Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar hver bæri ábyrgð á því að þagga niður og koma í veg fyrir að nöfn þeirra sem veittu […]

Borgarfulltrúi Pírata segist hafa verið gerandi í kynferðisbrotamáli

Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir að hann hafi verið gerandi í kynferðisbrotamáli. Hann hefur áður sagt frá því að hann hafi verið kynferðisbrotaþoli.

Guðfinna ætlar á þing

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og Flugvallarvina stefnir á þing. Tilkynnti hún á fjölmennum fundi hjá Framsóknarfélagi Reykjavíkur í gærkvöldi ákvörðun sína að gefa kost á sér í 1.sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum. Karl Garðarsson bauð sig fram fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum, en hann náði ekki inn á […]

Eygló gefur ekki kost á sér

Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi félagsmálaráðherra gefur ekki kost á sér í komandi Alþingiskosningum. Eygló hefur setið á þingi frá því í nóvember 2008, segir hún í yfirlýsingu, sem sjá má hér, að hún hafi lengi verið sannfærð um að þingmennska eigi ekki að vera ævistarf: „Í nóvember 2008 tók ég sæti á Alþingi […]

VG og Sjálfstæðisflokkurinn jafnstór – Flokkur fólksins stærri en Framsókn og Samfylking

Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn mælast með jafn mikið fylgi, eða 23%, í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Könnunin var gerð í gær og svöruðu 800 manns. 64% þeirra sem náðist í tóku afstöðu og því geta niðurstöðurnar breyst talsvert eftir því sem fleiri taka ákvörðun. Píratar eru þriðju stærsti flokkurinn með 13,7% fylgi. […]

Eng­inn lesið Gagn og gam­an og Litlu gulu hænu ís­lenskr­ar stjórn­skip­un­ar­hefðar og standa á gati

„Enn hef­ur ekki verið upp­lýst hvers vegna rík­is­stjórn­in sprakk. Ekki þannig að skilj­an­legt sé. En vitað er að hún var sprengd með til­kynn­ingu sem barst frá heim­ili Ótt­ars Proppé, leiðtoga Bjartr­ar framtíðar, skömmu eft­ir miðnætti (!) aðfaranótt föstu­dags. Eng­in skýr­ing hef­ur verið gef­in á hvers vegna mátti ekki taka þessa ákvörðun í björtu. At­b­urðarás­in staðfest­ir […]

Smári svarar fyrir Jimmy Savile ummælin: „Ófullkomin samlíking“

Smári McCarthy þingmaður Pírata segir að ummæli sín um breska sjónvarpsmanninn og kynferðisbrotamanninn Jimmy Savile og stjórnarslitin hafi verið vísvitandi rangtúlkuð til að láta það hljóma eins og Smári hafi verið að líkja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra við barnaníðinginn alræmda. Segir Smári að þetta hafi ófullkomin samlíking. Líkt og Eyjan greindi frá um helgina þá olli […]

Margrét yfirgefur Frelsisflokkinn: „Nú er bara að vona að Inga Sæland komist á þing“

Margrét Friðríksdóttir hefur yfirgefið Frelsisflokkinn vegna trúnaðarbrests og hefur þess í stað gengið til liðs við Flokk fólksins. Margrét staðfesti það í samtali við Eyjuna að orðið hafi trúnaðarbrestur í Frelsisflokknum, en líkt og greint var frá lok ágúst stefndi Margrét á að leiða Frelsisflokkinn í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári. Sjá einnig: Frelsisflokkurinn […]

Vilhjálmur krefst svara: „Hvaða stjónmálaflokkar ætla að standa með alþýðu þessa lands?“

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness veltir fyrir sér í ljósi þess að kosið verður til Alþingis þann 28. október næstkomandi hver kosningaloforð flokkanna verði. Hvort Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð muni lofa því að hækka álögur á bensín um 9 krónur á lítrann og dísilolíu um 22 krónur sem gerir það að verkum að neysluvísitalan […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is