Laugardagur 08.07.2017 - 15:44 - Ummæli ()

Bíddu, var þetta ekki allt túristunum að kenna?

Ferðamenn kynna sér íslenska matarmenningu.

Èric Lluent Estela skrifar:

Ég er búinn að læra mikið um ferðamennsku frá því að ég flutti til Íslands. Ég er einn af þessum erlendu verkamönnum frá landi þar sem efnahagurinn er ekki upp á sitt besta sem kemur til Íslands til að vinna í ferðaþjónustu. Á sama tíma er ég ritstjóri El Faro de Reykjavík sem fjallar um Ísland á spænsku, ég skrifa líka reglulega um alþjóðastjórnmál í fjölmiðla í Katalóníu og á Spáni. Á síðustu árum hef ég kynnst þúsundum ferðamanna sem koma til Íslands, og það eina sem ég get sagt er að hingað koma ferðamenn sem aðrir vinsælir ferðamannastaðir myndu drepa til að fá til sín. Ég er fæddur í Barcelona og þar, líkt og á Mallorca, Alicante, Kanaríeyjum og fleiri slíkum stöðum, fáum við margt fólk sem kemur einungis til að drekka ódýrt áfengi og djamma allan sólarhringinn. Slík ferðamennska er mun erfiðari en sú sem er stunduð á Íslandi og ég hvet alla, bæði Íslendinga og aðra sem búa hér, til að hafa það í huga þegar rætt er um ferðaþjónustuna á Íslandi.

Èric Lluent Estela.

Ég hef áttað mig á því að flestir ferðamenn sem koma hingað eru að leita að einstakri og ógleymanlegri upplifun. Margir hafa verið að spara í mörg ár til að hafa efni á ferðinni til Íslands, þetta er ekki fólk sem er að leita að ódýrri skemmtun. Þetta er fólk sem spyr margra spurninga. Til dæmis um sögu landsins: Hver nam landið fyrst? Er það satt að þegar Ingólfur Arnarson kom þá hafi írskir munkar búið á Íslandi? Hvenær varð landið sjálfstætt? Hvernig tóku Danir yfir Ísland? Og um jarðfræðina: Hvað eru mörg eldfjöll á Íslandi? Hvað gerðist nákvæmlega þegar Eyjafjallajökull gaus? Hvernig urðu firðirnir til? Þetta fólk hefur mikinn áhuga á að læra um Ísland. Það vill vita um efnahag þjóðarinnar, stjórnmálin, hvað Íslendingar borðuðu fyrir daga stórmarkaða, hvernig Ísland komst á EM, flekaskilin, veðrið, Kötlu og hvort jöklarnir verða bráðnaðir þegar þau koma aftur. Og svo framvegis.

Ferðamennskan er stórkostlegt tækifæri fyrir Ísland. Auðvitað fylgja áhættur. Ég kem frá bæ þar sem varla er þverfótað fyrir ferðamönnum í miðbænum. Ætti ég að kenna Íslendingum og öllum hinum sem koma, um að skemma miðbæinn? Eða ætti ég að kenna þeim um sem fara með skipulagsvaldið og hafa leyft stjórnlausri ferðamennsku að eyðileggja sál gamla miðbæjarins? Því ferðamennsku sem er vel stýrt er einstakt tækifæri. Það er hægt, ef þú hefur plan svo ég vitni nú í Íslandsbanka. Ferðaþjónustan á Íslandi þarf að vera með plan, áætlun, til að setja landið í þá stöðu að vera með sterkan iðnað sem býr til störf og ástæðu til að verja náttúru landsins – þá yrði Ísland laust við að þurfa að virkja til að selja erlendum fyrirtækjum ódýrt rafmagn. Svo ég spyrji nú heimskulega: Hvað þurfa margir túristar að kúka á hálendinu til að valda jafn miklu tjóni og Kárahnjúkavirkjun?

Nýlega skrifaði ég greinina Blaming Tourists, The New Summer Trend In Iceland, sem vitnað var í á íslenskum miðlum og var rætt um víða á samfélagsmiðlum. Sumir skildu ekki hvað ég var að fara og æstu sig. Bara til að það sé á hreinu, ég veigra mér ekki við að segja sannleikann eins og ég upplifi hann. Með greininni vildi ég koma á framfæri þeirri skoðun minni að Íslendingar ættu ekki að kenna erlendum ferðamönnum um það sem aflaga fer, heldur bæta aðstöðuna, tala við fólkið en ekki skammast yfir því á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum.

En í eyrum margra hljómaði þetta samt eins og ég væri að verja rétt fólks til að kúka á almannafæri eða slátra lömbum í vegköntum. Það er ég alls ekki að gera. Auðvitað er það mjög skiljanlegt að hneykslast yfir þeim sem gera þarfir sínar á almannafæri en það þarf að skoða heildarmyndina. Ég tel að það ætti að ræða við sérfræðinga í ferðamálum og ferðamennina sjálfa um hvað þeim finnst um aðgengi að salernum á Íslandi. Spyrja hvers vegna þetta kemur fyrir aftur og aftur. Þá er hægt að leita að varanlegri lausn við þeim vanda. Í staðinn er fólk að benda á ferðamenn að kúka.

Ef ætlunin er að fá 2 milljónir gesta árlega þá þarf að gera ráð fyrir að einhverjir gestanna muni brjóta lögin. Íslendingar sjálfir eru alltaf að brjóta einhver lög, það er eitthvað sem hægt er að reyna að koma í veg fyrir en er alls ekki hægt að stjórna. Þegar sagt er frá lögbrotum þá þekkjum við öll fyrirsagnirnar þar sem tekið er fram hvort viðkomandi sé heimamaður eða ferðamaður. Þetta hefur aukist á síðustu misserum og ýtir undir óþol heimamanna í garð ferðamanna.

Ég sting upp á nokkrum lausnum. Í fyrsta lagi þá ættum við að hætta að gera ráð fyrir eilífum ofurvexti á fjölda ferðamanna. Árið 2016 var 40% fjölgun frá árinu á undan. Á þessu ári er gert ráð fyrir 30% fjölgun ofan á það. Ef þetta heldur áfram þá er ómögulegt fyrir stjórnvöld að tryggja alla innviðina sem eru nauðsynlegir til að taka á móti öllum þessum fjölda. Þetta er sambærilegt og þegar bankarnir uxu um of á árunum 2003 til 2008. Það segir sig sjálft að þetta vandamál mun bara vaxa. Í stað þess að halda áfram á sömu braut þá ætti Ísland að geta tryggt að 1,7 til 2 milljónir ferðamanna geti komið á hverju ári sem myndi skapa ótrúlega miklar tekjur og þannig koma í veg fyrir stórar hagsveiflur sem Ísland hefur barist við í áranna rás. Vilja Íslendingar koma hömlum á fjöldann eða trúa Íslendingar á óbeislaðan markað? Höfum við trú á ferðaþjónustunni eða viljum við bara auðvelda peninga? Getum við ekki samið við flugfélögin til að halda fjöldanum í skefjum?

Í öðru lagi ættu stjórnvöld að koma böndum á leigumarkaðinn í höfuðborginni. Sjáum bara verðið á Airbnb íbúð í 101. Eigendurnir græða miklu meira á að leiga íbúðirnar til ferðamanna 90 daga á ári en að leigja til heimamanna allt árið. Meiri peningur á 3 mánuðum en 12. Þetta er vandi leigumarkaðarins í Reykjavík. Hverjum er um að kenna? Auðvitað ættu stjórnvöld að tryggja góð lög um Airbnb en þetta snýst ekki bara um það. Það er persónuleg ákvörðun að leigja ferðamönnum í stað heimamanna. Lífið snýst ekki um peninga. Það sem þarf að gera er að gera það ákjósanlegt fyrir venjulegt fólk sem á eignir að leigja heimamönnum í stað þess að taka þátt í bólumynduninni. Samfélagið þarf á íbúðum að halda fyrir ungar fjölskyldur, námsmenn eða bara þá sem þurfa skyndilega á húsnæði að halda, því á samfélagið að gera þá kröfu á eigendur að útvega þeim húsnæði. Yndisleg íslensk kona leigir mér kjallarann sinn, hún græðir á því á sanngjarnan hátt. Er hún heimsk fyrir að setja kjallarann ekki á Airbnb og græða miklu meira? Eða á hún virðingu og viðurkenningu samfélagsins skilið fyrir að leigja mér, manni sem skilar sínu til íslensks samfélags, í stað ferðamanna?

Að lokum, fyrst það er nú sumar og á sumrin tölum við um ferðamenn sem kúka út um allt, þá hef ég nokkrar hugmyndir til að bæta ástandið fyrir bæði ferðamenn og heimamenn. Flestir þeir sem gera þarfir sínar úti ferðast einir. Leiðsögumenn sjá yfirleitt til þess að fólk í hópum finni salerni, svo það er ekki vandamál. En hvað með þá sem leigja sér bíl? Er einhver sem talar við þá? Það eru ekki nóg – ég endurtek – ekki nóg af hreinum almenningsklósettum á Íslandi. Vita ferðamenn að þegar þeir fara út í buskann þá eru þar engin klósett? Ef Íslendingar ætla að leggja áherslu á ferðaþjónustu á svæðum þar sem fáir búa þá er það hlutverk stjórnvalda að útvega salerni og ráða fólk til að halda þeim við. Fyrirtækin sem þjónustu ferðamenn geta ekki fríað sig ábyrgð, því það er einfaldlega kurteisi að segja fólki sem er að fara eitthvert að þar séu ekki klósett.

Ég sting upp á lausn í fjórum skrefum: 1) Byggja og þrífa reglulega salerni á þeim stöðum þar sem lítið er af salernum fyrir. Það ætti að vera hægt að þefa þá uppi. 2) Láta ferðamenn vita að heimamenn hafi áhyggjur af þessu og tali um þetta. 3) Útbúa kort yfir öll almenningsklósett í landinu, þar er líka hægt að setja leiðbeiningar um hvað skal gera í neyðartilfellum. 4) Setja kortið á netið, ég er búinn að athuga og toilet.is er laust.

Þetta er það sem ég sting upp á, tek það fram að ég er ekki að tala fyrir hönd neins annars. En ég tel það borðleggjandi að það sé skortur á lausnum á vandanum sem fylgja fjölgun ferðamanna. Ég veit að ég er ekki einn að leita lausna, en það þarf ekki fleiri fundi, það þarf að gera eitthvað. Þetta er vandi sem við stöndum frammi fyrir í dag og ef við bíðum þá er Ísland að glata stórkostlegu tækifæri til að búa til sjálfbæran og arðbæran iðnað til framtíðar. Við þurfum að hugsa vel um þá sem koma í heimsókn, við þurfum að bjóða upp á samkeppnishæf verð, tala við fólkið sem kemur og búa til iðnað með góðum launum og aðstæðum. Það yrði gaman að geta sagt að Ísland hafi lært eitthvað frá 2008.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Siðmennt fylgjandi umskurðarfrumvarpi

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til að samþykkja frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem bannar umskurð drengja, í umsögn sinni um frumvarpið.   „Þar sem um er að ræða alvarlegt og óafturkræft inngrip er óásættanlegt að börn undir lögaldri séu umskorin,“ segir meðal annars í umsögninni. Siðmennt segir að brotið sé […]

Ban Ki-moon segir að læra megi af Íslendingum í jafnréttismálum

Sjálfbærnistofnun Ban Ki-moon var sett á fót árið 2017 með það markmið að styðja við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þar sem sérstök áhersla er lögð á málefni kvenna og ungs fólks. Ban Ki-moon, sem var aðalritari Sameinuðu þjóðanna árin 2007-2016, átti fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Líney Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ, í […]

1000 milljarðar króna undanþegnir skatti

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Það er kallað á meira framlag frá ríkinu til óteljandi málaflokka. Þrátt fyrir að ríkissjóður hafi bólgnað út vegna aukinna tekna sem fylgja uppsveiflunni í hagkerfinu þá er víða kvartað sáran undan naglaskap í fjárveitingum til velferðar- og heilbrigðismála. Framlög til menntamála eru skorin við nögl og erlendar athuganir sýna hnignandi […]

Starfsgreinarsambandið fagnar launaskriðstryggingu

Laun þeirra ríkisstarfsmanna sem eru í aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands fá nú í fyrsta sinn svokallaða launaskriðstryggingu sem gefur að meðaltali 1,8% hækkun á laun afturvirkt frá 1. janúar 2017. Leiðréttingin kemur til útborgunar á flestum stöðum þann 1. mars. Þetta er gert á grundvelli rammasamkomulags í tengslum við síðustu kjarasamninga til að tryggja að launaskrið […]

Guðlaugur Þór: Bretar vilja tryggja réttindi íslenskra borgara í Brexit

Samkvæmt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, er það vilji breskra yfirvalda að virða og tryggja réttindi íslendinga, svo þeir sitji við sama borð og aðrir. Brexit sé forgangsmál. „Brexit er og verður forgangsmál hjá okkur í utanríkisráðuneytinu og mikil vinna fer nú fram í ráðuneytum hér á landi við að vernda hagsmuni okkar vegna útgöngu Breta […]

Íbúðum fjölgaði um 1.800 í fyrra – Lítil fjölgun milli ára

Íbúðum hér á landi fjölgaði um 1.759 í fyrra. Til samanburðar fjölgaði þeim um 1.580 árið 2016 og er aukningin því einungis tæplega 200 íbúðir milli ára. Þetta má sjá í nýjum tölum sem Þjóðskrá Íslands hefur birt. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur orðið aukning í fjölgun íbúða undanfarin ár. Fjölgunin hefur […]

Brynjar baunar á Halldór: „Svona menn eiga bara að vinna á vernduðum vinnustað“

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þeir sem kalli á afsökunarbeiðni vegna veru Eyþórs Arnalds á fundi borgarstjórnar og þingmanna eigi bara vinna á vernduðum vinnustað. Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata sendi í gær harðort bréf til allra borgarfulltrúa og þingmanna Reykjavíkurkjördæmanna tveggja þar sem hann fer fram á að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bæðist […]

„Þingmenn sem þegið hafa bætur og ráðstafað því í kaup á húsnæði ættu að skila því, ella vera bornir út“

Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmeðlimur Pírata á Suðurnesjum, spyr hvort það sé ekki réttmæt krafa að fólk sem búi ekki í því sveitarfélagi sem það vinnur, fái sömu kjör og þingmenn. Þá vill hann að allar upplýsingar um fjárveitingar til þingmanna síðustu 20 árin verði gerð opinber. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórólfi. Hann segir […]

Styrmir: Evrópuríkin treysta Bandaríkjunum ekki lengur

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, lætur öryggismál Evrópu sig varða í dag. Þar segir hann að ríki Evrópusambandsins ætli sér að stórauka samstarf sitt í öryggis- og varnarmálum, þar sem þau treysti ekki lengur á NATO með sama hætti og áður. Ástæðan fyrir því sé Donald Trump Bandaríkjaforseti. Það er rétt hjá Styrmi að heimurinn […]

Gunnar Smári segir Samtök atvinnulífsins aðeins þjóna fámennri auðklíku

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, setur fram áhugaverða tölfræði á Facebooksíðu sinni um skiptingu auðs á Íslandi. Þar segir að aðeins 50 manneskjur á Íslandi eigi 53% alls eiginfjár íslenskra fyrirtækja og 950 manns til viðbótar eiga önnur 45 prósent alls eiginfjár fyrirtækja. Þá eigi restin af þjóðinni, um 339,000 manns, tvö prósentin sem […]

Mesta fólksfjölgunin á Norðurlöndunum

Fólki fjölgar meira á Norðurlöndum en annars staðar í Evrópu. Þá er þróun aldursdreifingar afdráttarlaust á þann veg að eldri árgangar fólks eru hér stærri en að meðaltali annars staðar í álfunni. Greinileg tilhneiging er til meiri fjölgunar á þéttbýlissvæðum á öllum Norðurlöndunum og ástæða þess er ekki síst samspil milli aðflutnings fólks frá frá […]

Andrés Ingi opnar bókhaldið og upplýsir um endurgreiðslur ferðakostnaðar

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, birtir á Facebook síðu sinni bókhaldsgögn um endurgreiðslur frá Alþingi vegna ferðakostnaðar hans innanlands á árinu 2017. Upphæðin er tæpar 300.000 krónur vegna fimm viðburða. Andrés Ingi segir sjálfsagt að útgjöldin verði opinber líkt og til standi að hálfu Alþingis: „Umræðan um starfskostnað þingmanna undanfarna daga er af hinu […]

Arnaldur Hjartarson metinn hæfastur umsækjenda um dómarastöðu við Héraðsdóm Reykjavíkur

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um eitt embætti dómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Arnaldur Hjartarson, aðstoðarmaður dómara við EFTA dómstólinn, var metinn hæfastur af umsækjendum. Þetta kemur fram á vef dómsmálaráðuneytisins. Í umsögn um Arnald segir meðal annars að Arnaldur hafi almenna og víðtæka lögfræðiþekkingu, eigi […]

Utanríkisráðherra: „Meiri áhersla verður lögð á eftirlit og viðbragð á þessari lífæð milli Evrópu og Norður-Ameríku”

Varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins ræddu aukinn varnarviðbúnað og framlög til varnarmála, eflingu herstjórna NATO og stuðning við umbætur í Írak á tveggja daga fundi sínum sem lauk í Brussel í dag. Þá funduðu ráðherrarnir með varnarmálaráðherrum Finnlands og Svíþjóðar og utanríkismálastjóra ESB um vaxandi samvinnu NATO og ESB. Þetta kemur fram í tilkynningu: „Bandalaginu hefur á […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is