Laugardagur 08.07.2017 - 13:36 - Ummæli ()

Björn Bjarnason: Þöggun vegna umhverfisafglapa – frammistaða borgarstjóra jafngildi afsögn

Björn Bjarnason. Mynd/DV

Björn Bjarnason fyrrum ritstjóri, alþingismaður, ráðherra og borgarfulltrúi í Reykjavík er ómyrkur í máli vegna nýskeðra mengunar-og umhverfisslysa á vegum fyrirtækja í eigu Reykjavíkurborgar.

Í pistli á heimasíðu sinni í dag segir hann að þöggun sé beitt vegna þessara mála.

Þar á Björn við það er hleypt var úr miðlunarlóni Andakílsárvirkjunar í Borgarfirði á dögunum með þeim afleiðingum að hrygningarstaðir lax í ánni urðu fyrir stórtjóni og seiðastofni árinnar svo til útrýmt, og síðan því að gríðarlegu magni af óhreinsuðu skólpi hefði um tíu daga skeið verið dælt í sjóinn við Faxaskjól í Reykjavík.

Að kvöldi miðvikudags 5. júlí birti sjónvarpið frétt um að 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi flæddu á hverri sekúndu út í hafið við Faxaskjól í Reykjavík og hefði gert í 10 sólahringa. Skolpdælustöðin þar væri biluð. Viðgerð hefði tafist og óvíst er hvenær henni lýkur. Afar bagalegt, sagði umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Svipuð orð hafði umhverfisstjórinn um ósköpin í Andakílsá.

Andakílsá og virkjunin þar. Hleypt var úr lóni við hana með þeim afleiðingum að árbotninn þaktist víða af sandi. Búsvæði laxins eyðilögðust.

Menn töluðu um umhverfisslys í Borgarfirðinum og kalla má þetta mengunarslys við strendur Reykjavíkur. Í Borgarfirðinum var þó ekki um slys að ræða heldur var tekin ákvörðun um að hleypa vatni úr lóninu án þess að hreinsa fyrst setið úr því. Ef til vill var ekki heldur neitt slys í skolphreinsistöðinni í Reykjavík heldur bilun sem brugðist var við með því að hleypa skolpi í sjóinn í von um að komast upp með það,

skrifar Björn og segir síðan:

Af fréttum má ráða að þeir sem vissu af ófögnuðinum hafi ákveðið að þegja um hann þar til sjónvarpið svipti þagnarhulunni af honum og birti fréttina. Það var ekki fyrr en þá sem tekið var til við að mæla saurgerlana í sjónum og vara við hættunni af menguninni.

Borgarstjórinn og meirihluti hans hefur talið sér mjög til ágætis að tekist hefur að ná fjárhagslegum tökum á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur. Lítur borgarstjórinn á þennan árangur sem rós í hnappagat sitt. Nú þegar hvað eftir annað kemur í ljós að alvarleg umhverfis- og mengunaratvik verða hjá fyrirtækinu lætur borgarstjóri ekki ná í sig. Hann vill ekki viðurkenna að engin rós er án þyrna.

Borgarstjórinn ber ábyrð á að varað sé við hættu vegna mengunar í borginni. Honum ber að sjá til þess að farið sé að lögum í því efni. Hann hefur brugðist þessari skyldu. Formaður borgarráðs kýs að tala af kaldhæðni um málið og segir varahluti vegna bilunar á skolpdælustöðvum ekki bíða í hillum. Þeim mun meiri ástæða var að beita ekki þöggun um mengunina.

Menn geta brosað í kampinn þegar borgarstjóri kveinkar sér og segist ekki hafa vitað að ætlunin hafi verið að láta kanadíska orrustuþotu taka þátt í flugdegi í Reykjavík eða að lögreglan teldi nauðsynlegt að efla viðbúnað á fjölmennum mannamótum í borginni. Ítrekað aðgæsluleysi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í umhverfis- og mengunarmálum og tilraunir til þöggunar í tengslum við það er hins vegar svo mikið alvörumál að borgarstjóri getur ekki skotið sér undan því.

Hvað um önnur mál af svipuðum toga sem varða OR: kísilútfellingar í Þingvallavatni, brennisteinsútfellingar í borginni frá Hveravallavirkjun? Eru öll spil lögð þar á borðið?

Björn Bjarnason skrifar að lokum í pistli sínum:

Þöggunartilburðir hafa tíðkast í rúma tvo áratugi innan OR um mál sem stjórnendum fyrirtækisins þykja óþægileg. Höfuðstöðvarnar reyndust mun dýrari en sagt var og svo illa gengið frá smíði þeirra að mörg hundruð milljónum þarf að verja til endurbóta svo að nýta megi húsið. Til að bjarga fjárhagnum var húsið selt fasteignafélagi og leigt síðan af því engu að síður má skilja fréttir svo að OR standi straum af kostnaði vegna endurbóta á húsinu. Hvernig skyldi sölunni á því hafa verið háttað?

Borgarfulltrúinn fyrrverandi gagnrýndi Dag B. Eggersson harðlega í Facebook-síðu sinni í gær og sagði frammistöðu borgarstjóra vegna skólpmengunarinnar jafngilda afsögn:

Mengunarslys af þessu tagi eru jafnan tekin föstum tökum af þeim sem stjórna borgum og bæjum. Hér átti borgarfyrirtæki…

Posted by Björn Bjarnason on 7. júlí 2017

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

„Lærdómurinn er sá að það á ekki að treysta einkafyrirtækjum fyrir staðreyndum sem varða þjóðaröryggi“

Svavar Gestsson fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðubandalagsins segir stóra lærdóminn við sænska lekamálið vera að ekki eigi að treysta einkafyrirtækjum fyrir staðreyndum sem varða þjóðaröryggi. Lekamálið sænska  snýr að stórfelldum leka á persónuupplýsingum og hernaðarleyndarmálum frá Samgöngustofu Svía sem birt voru í ógáti á netinu, áttu göngin að vera hýst hjá tæknirisanum IBM í Tékklandi. […]

Davíð spyr Benedikt: Ætlar þú þá að banna 500 evru seðilinn?

„Það er óneitanlega skondið að sami maður vilji afnema 10 þúsund króna seðil af því að svo verðmikill seðill stuðli að skattsvikum og glæpum, á sama tíma og hann vill ólmur í evrulandið þar sem 60 þúsund króna seðlar eru daglegt brauð.“ Þetta segir höfundur Staksteina Morgunblaðsins í blaði dagsins, en það er að öllum […]

Tveir ráðherrar hverfa úr sænsku ríkisstjórninni

Tveir ráðherrar í sænsku ríkisstjórninni munu víkja úr embætti og munu fjórir nýjir ráðherrar koma inn í sænsku stjórnina. Stefán Löfren forsætisráðherra greindi frá þessu á blaðamannafundi í morgun. Sænska stjórnin leikur nú á reiðiskjálfi eftir að það kom í ljós að Samgöngustofa Svíþjóðar hafi lekið gríðarlegu magni af persónuupplýsingum og hernaðarleyndarmálum. Sjá frétt: Sænska […]

„Fólk er með stærra herbergi fyrir bílinn sinn heldur en börnin sín“

„Austurvöllurinn var umferðareyja, það var keyrt allsstaðar í kringum hann, allar göturnar, það er búið að loka þeim núna. Við erum búin að vera að taka göturnar okkar til baka frá bílunum og yfir til okkar, hvort sem það er til að gera þær að útivistarsvæðum, grænum svæðum eða göngugötum eða hvaðeina og sú þróun […]

Stefán Einar hjólar í Gísla Martein: „Voðaleg dramatík er þetta“

„Bíllinn er allsstaðar í forgangi og helmingur borgarlandsins fer í að þjónusta hann. Þeir sem ferðast öðruvísi þurfa að sýna útsjónarsemi og þolinmæði til að komast leiðar sinnar og gera það venjulega með jákvæði að leiðarljósi,“ segir Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Fésbók, en þar deilir Gísli Marteinn skopmynd Halldórs Baldurssonar […]

Lokað á Gunnar Waage vegna kvartana

Bandaríska myndbandaveitan YouTube hefur lokað reikningi Sandkassans og hafa öll myndböndin verið fjarlægð í kjölfar kvartana Útvarps Sögu um brot á höfundarrétti. Greint var frá þessu á vef Útvarps Sögu í vikunni og hefur Eyjan fengið þetta staðfest frá YouTube. Alls var um að ræða 26 útvarpsþætti af Útvarpi Sögu sem og þætti af útvarpsstöðvum […]

Bandaríkjaþing storkar Trump

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér viðskiptaþvinganir á hendur Rússum, en slíkt frumvarp gengur í berhögg við áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Bæði Trump og stjórnvöld í Rússlandi eru mótfallinn frumvarpinu og segja talsmenn stjórnvalda í Kreml að ef frumvarpið yrði að lögum þá myndi það eyðileggja […]

Biskup Íslands tekur undir með Semu Erlu og biðlar til stjórnvalda: „Við erum öll gestir á hótel jörð“

„Margir fá ekki lifað í fæðingarlandi sínu vegna ófriðar, óréttlætis eða af öðrum ástæðum. Sumir þeirra hafa leitað til Íslands og beðið um leyfi til að lifa hér og starfa. Saga þeirra er jafnan átakanleg, þar sem fólk hefur flúið hræðilegar aðstæður og valið lífið fram yfir miklar hörmungar og hættur.“ Þetta segir Agnes M. […]

Björt um skoðanakannanirnar: „Þetta sveiflast mikið hjá okkur“

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir það vera vonbrigði að flokkur hennar sé að mælast með lágt fylgi í skoðanakönnunum en fylgið sveiflist og það sé gaman þegar tölurnar séu háar. Í könnun MMR sem birtist í gær mælist Björt framtíð með 2,4% fylgi sem dugar ekki til þess að ná […]

Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tillögu um afnám Obamacare: Ósigur fyrir Donald Trump

57 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði gegn því að Obamacare verði afnumið þegar öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um málið í nótt að íslenskum tíma. 43 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. 48 demókratar og 9 repúblikanar greiddu hinsvegar atkvæði gegn frumvarpinu. Þetta er ákveðinn ósigur fyrir Donald Trump, forseta, en afnám Obamacare er eitt af helstu stefnumálum hans. […]

SME: Málflutningur Viðreisnar bendir til uppgjörs innan ríkisstjórnarinnar

Sigurjón M. Egilsson fjölmiðlamaður segir að málflutningur formanns og varaformanns Viðreisnar kalli á mikil viðbrögð frá Sjálfstæðisflokknum, móðurflokki ríkisstjórnarinnar, segir Sigurjón að það stefni allt í einhverskonar uppgjör innan ríkisstjórnarinnar. Segir Sigurjón í grein á vef sínum Miðjan að málflutningur Viðreisnar falli í grýttan jarðveg hjá helstu talsmönnum Sjálfstæðisflokksins en þrátt fyrir það boði Viðreisn […]

Rússar auka þrýsting á Úkraínustjórn með aðskilnaðarsinnum

Eftir Björn Bjarnason: Alexander Zakharsjenkó, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Rússlands, tilkynnti þriðjudaginn 18. júlí að hann ætlaði að beita sér fyrir að koma á fót Malorossija (Litla Rússlandi) með Donetsk sem höfuðborg. Á tímum Rússakeisara var þetta orð notað um hluta þess lands sem nú er Úkraína og vekur það vondar minningar í huga margra […]

Inga Sæland í borgina

Inga Sæland formaður Flokks fólksins verður oddviti flokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík á næsta ári. Inga staðfesti þetta við Vísi í dag. Flokkur fólksins hefur sótt fram í könnunum og mælist nú með 6,1% fylgi í nýrri könnun MMR sem birt var í dag, er það meira fylgi en stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð sem […]

Jökulsárlón og nærliggjandi svæði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og umfangsmikilla svæða sem liggja að lóninu. Um leið er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Mað friðlýsingunni nær þjóðgarðurinn frá hæsta tindi landsins niður að fjöru. Þessi breyting felur í sér að hluti þjóðvegar 1 liggur nú í […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is