Miðvikudagur 12.07.2017 - 14:22 - Ummæli ()

Borgarstjórn Hamborgar sætir ámæli fyrir óeirðir vinstriöfgamanna

Frá mótmælunum í Hamborg. Mynd/EPA

Eftir Björn Bjarnason:

Þýska ríkisstjórnin hefur farið þess á leit við við önnur Evrópuríki og ESB að þau aðstoði hana við að leita uppi mótmælendur sem brutu og brömluðu eigur annarra eða réðust á lögreglu í Hamborg í tengslum við leiðtogafund G 20-ríkjanna í lok fyrri viku. Nú hefur 51 frá sjö löndum verið handtekinn grunaður um aðild að ólögmætum mótmælaaðgerðum.

Mynd/EPA

Heiko Maas, dómsmálaráðherra Þýskalands, sendi mánudaginn 10. júlí bréf til ráðherra í ESB-ríkjunum og bað þá um að knýja á um að orðið yrði við tilmælum þýsku lögreglunnar um aðstoð í tengslum við G20-mótmælin en þátttakendur í þeim brutust inn í verslanir, efndu markvisst til átaka við lögreglu, kveiktu í bifreiðum og bálköstum í miðborg Hamborgar. Maas hvatti einnig til þess að ráðherrarnir létu lögreglulið sín framkvæma handtökur á grundvelli óska um það frá Þýskalandi með vísan til evrópsku handtökutilskipunarinnar.

Ráðherrann sagði að unnið væri að því að skoða og greina fjölda ljósmynda og myndskeiða til að átta sig á því hverjir hefðu staðið að óhæfuverkunum.

Milli 20 og 30 þúsund lögreglumenn voru kallaðir á vettvang til að halda aftur af ribböldunum í Hamborg. Auk Þjóðverja komu aðgerðasinnar frá Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Hollandi, Rússlandi, Sviss og Austurríki.

Tæplega 500 lögreglumenn særðust í átökum á götum Hamborgar, nokkrir alvarlega. Í Hamburger Abendblatt segir að á þriðja hundruð mótmælendur hafi leitað til sjúkrahúsa í Hamborg vegna meiðsla og í blaðinu segir einnig að gert hafi verið að sárum margra á götum úti.

Svona var umhorfs á götum Hamborgar eftir G20-mótmælin. Mynd/ZumaPress

Borgarstjóri Hamborgar er jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz og nýtur hann stuðnings græningja. Andstæðingar borgarstjórans meðal kristilegra demókrata (CDU) krefjast afsagnar hans enda hafi hann leyft vinstrisinnuðum öfgamönnum að búa um sig í Hamborg.

Þá er bent á að þess hefði mátt vænta að til átaka kæmi í Hamborg eftir að vinstrisinnuðu öfgamennirnir sendu út boð til samherja sinna annars staðar undir slagorðinu: „Velkomin til helvítis!“

Harka færðist í átökin í Hamborg eftir mótmæli um 12.000 manns fimmtudaginn 6. júlí. Lögreglan reyndi þá að knýja Svartstakkanna til að sýna andlit sín en þýsk lög banna mönnum að hylja andlit sitt á almannafæri.

Kristilegir demókratar hafa krafist þess að lögregla ráðist  inn í byggingu sem nefnd er Rote Flora í Hamborg. Þetta er gamalt leikhús sem er fundarstaður fyrir mótmælendur og þar sem þeir geta skipulagt aðgerðir sínar.

Átökin í Hamborg hafa dregið athygli að þeirri staðreynd að undir stjórn jafnaðarmanna og græningja hefur orðið til einskonar griðastaður fyrir vinstriöfgamenn. Umræður um þá hafa leitt til samanburðar til þeirra annars vegar og hægriöfgamanna.

Lögregla beitti vatnsdælum gegn mótmælendunum. Mynd/EPA

Peter Huth, aðalritstjóri Die Welt am Sonntag. spurði lesendur sína sunnudaginn 9. júlí hvað þeir héldu að sagt yrði ef yfirvöld byðu hægriöfgamönnum að búa um sig í gamalli, ónotaðri byggingu. Þeir gætu hengt þar upp skilti með slagorðum eins og Deutschland den Deutschen Þýskaland fyrir Þjóðverja, og Ausländer raus Burt með útlendinga! Þeir gætu komið á fót prentsmiðju til að verða sjálfbjarga með áróðursblöð, netþjónn yrði opnaður til að dreifa gyðingahatri. Á jarðhæðinni yrði aðsetur Óðins-sellu og liðsmannaverslun þar sem kaupa mætti kylfur, keðjur og bæklinga um gerð Molotov-kokkteila.

Þeir segðust vinna að „sjálfstæðu verkefni“ og bentu á fjölda málþinga, fyrirlestraraðir og samstöðufundi auk þess að sækja um styrk til borgaryfirvalda. Á afmælisdegi Hitlers efndu þeir til hátíðarfundar og byðu þangað hægriöfgasinnuðum félögum í öðrum Evrópulöndum. Kastað yrði grjóti í sjúkrabíla á götum úti. Af hörku yrði ráðist á lögregluna.

Óhugsandi? Já, af því að hér eru hægriöfgamenn á ferð,

segir aðalritstjórinn.

Hann segir að lýsing sín hér að ofan sýni nákvæmlega hvað vinstriöfgamenn komist upp með í Berlín og Hamborg. Það sem hafi gerst í Hamborg í tengslum við G20-fundinn sé afleiðing þess að ekki sé tekið á vinstriöfgamönnum á viðeigandi hátt heldur njóti þeir sérréttinda.

Í Hamborg hafi þetta gengið svo langt að eftir aðra átakanóttina á götum borgarinnar hafi þrír borgarfulltrúar græningja sagt að hætta yrði leiðtogafundinum. Þessi afstaða fólks í meirihluta borgarstjórnarinnar sýni best að hann ráði ekkert við stjórn borgarinnar, borgarstjórinn verði því að víkja. Í orðunum felist að hryðjuverk á götum borgarinnar séu eðlileg afleiðing þess að æðstu ráðamenn 20 ríkja heims komi saman til að ræða alþjóðamál.

Í lok greinar sinnar segir aðalritstjóri Die Welt am Sonntag að finna megi hægrisinnaða hryðjuverkamenn sem ráðist á heimili fyrir flótta- og farandfólk. Þar séu þó einnig vinstrisinnaðir hryðjuverkamenn sem auðveldara sé að fylgjast með. Menn þurfi bara vilja að gera það.

Birtist fyrst á vef Varðbergs.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Teigsskógur – 2% af birkikjarri

Teigsskógur er við vestanverðan Þorskafjörð. Í skýrslu vegagerðarinnar frá febrúar 2017 um mat á umhverfisáhrifum af lagningu nýs vegar milli Bjarkalundar og Skálaness kemur fram í umsögn Skógræktar ríkisins að skógurinn nái frá Þórisstöðum um Gröf og langleiðina að gömlum túngarði við bæinn Hallsteinsstaði yst á skaganum, sem gengur fram milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Orðið […]

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Ríkisútvarpið olli töfunum á birtingu gagnanna

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það sé Ríkisútvarpinu að kenna að gögnin um þá sem fengið hafa uppreist æru hafi ekki verið opinberuð í sumar. Vilhjálmur sagði í viðtali í þættinum Harmageddon í morgun að eftir að RÚV kærði ákvörðunina um afhenda ekki gögnin þá hafi Úrskurðarnefnd um upplýsingamál brugðist skjótt við og að mesta […]

Þórunn vill sæti Sigmundar Davíðs

Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er oddviti flokksins í kjördæminu, hann ætlar í framboð, en það liggur ekki fyrir hvort hann muni áfram sækjast eftir því að leiða listann í komandi kosningum. Þórunn segir í færslu á Fésbók að kosningarnar 28. október næstkomandi muni snúast um trúverðugleika […]

Björn vill útlendingamálin á dagskrá í kosningabaráttunni: „Þeir eiga ekkert erindi hingað“

„Með hliðsjón af því hve miklu af skatt­fé al­menn­ings er varið til hæl­is­mála er stórund­ar­legt að umræðan sé ekki meiri um út­lend­inga­mál­in á stjórn­mála­vett­vangi. Það er engu lík­ara en ís­lensk­ir stjórn­mála­menn forðist mála­flokk­inn og vilji helst að um hann ríki póli­tísk þögn,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir […]

Davíð spyr: „Munu æsingamennirnir biðjast afsökunar á ósköpunum?“

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins vill vita hvort þeir sem slitu ríkisstjórnarsamstarfinu og æstu sig muni nú biðjast afsökunar á ósköpunum. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, þar sem Davíð heldur öllum líkindum á penna, er spurt í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi ekki brotið […]

Björt sendir Sjálfstæðismönnum tóninn: Siðferði og samskiptareglur snúast ekki um lögfræði eða reglur um trúnað

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir að traustið milli Bjartrar framtíðar til Sjálfstæðisflokksins hafi horfið þegar flokkurinn varð þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gæti stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls sem kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær […]

Þór Saari vill á þing fyrir Pírata: „Losum okkur við spillt, sjálfhverf og hrunin stjórnmál“

Þór Saari hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar gefur kost á sér í prófkjöri Pírata sem hefst á morgun. Þór segir í fréttatilkynningu að vegna fjölda áskorana innan sem og utan Pírata mun hann sækjast eftir því að komast á þing fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi. Þór gaf kost á sér í prófkjöri Pírata fyrir […]

Ásta: Skipulag miðbæjar

Ásta S. Stefánsdóttir skrifar um málefni miðbæjarins: Skipulagsferli vegna miðbæjar Selfoss er nú að komast á lokastig. Fresti til að gera athugasemdir lauk í lok ágúst og voru athugasemdir þær sem bárust lagðar fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar sl. miðvikudag. Nefndin fól formanni nefndarinnar, skipulags- og byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að gera drög að […]

Þorvaldur er bjartsýnn: „Ég veit að okkar stefna á talsverðan hljómgrunn“

„Við ætlum að bjóða fram allsstaðar þar sem við getum, við stefnum á að bjóða fram um allt land ef okkur tekst það. Það er ekki alveg fyrirséð vegna þess hve tíminn er stuttur,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar í samtali við Eyjuna. Flokkurinn, sem var stofnaður 2013, bauð fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi […]

Sigríður braut ekki trúnað með því að segja Bjarna

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut ekki reglur um trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafi skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson til að hann gæti fengið uppreist æru. Samkvæmt heimildum RÚV mun Tryggi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hafa sagt þetta á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. […]

Framsóknarflokkurinn boðar ekki til flokksþings fyrir kosningar

Framsóknarflokkurinn mun ekki boða til flokksþings fyrir kosningar, tíminn sé of knappur til það sé hægt í samræmi við lög flokksins. Þetta segir Einar Gunnar Einarsson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins í samtali við Eyjuna. Ákveðið var á fundi miðstjórnar flokksins síðastliðið vor að halda flokksþing í janúar en í kjölfar stjórnarslita og kosninga í lok október fóru […]

Ragnar Þór svarar Halldóri: „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág“

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það mikla einföldun að halda því fram að hækkun á ráðstöfunartekjum launafólks í formi hærri persónuafsláttar sé eingöngu tekjumissir fyrir ríkið. Líkt og greint var frá í gær sagði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að tillaga VR um að endurskoða upphæð persónuafsláttar til að miða við þróun launa […]

Logi kannast ekki við þrýsting: „Ég er ekki að skipta mér af vinnu uppstillinganefnda“

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að hann hafi heyrt það útundan sér að hann eigi að færa sig um set og bjóða sig fram í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í stað Norðausturkjördæmis, en að enginn innan flokksins hafi komið að máli við sig um það. Vefur Hringbrautar segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Samfylkingarfólk í […]

Bjarni býst við óvæginni kosningabaráttu

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að kosningabaráttan verði vafalaust óvægin á köflum en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei óttast kjósendur og sé ævinlega tilbúinn til kosninga. Í bréfi sem Bjarni sendir flokksmönnum sínum í dag segir hann að hann geti ekki svarað fyrir ákvörðun föður síns um að veita Hjalta Sigurjóni Haukssyni umsögn þegar Hjalti sótti […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is