Miðvikudagur 12.07.2017 - 14:22 - Ummæli ()

Borgarstjórn Hamborgar sætir ámæli fyrir óeirðir vinstriöfgamanna

Frá mótmælunum í Hamborg. Mynd/EPA

Eftir Björn Bjarnason:

Þýska ríkisstjórnin hefur farið þess á leit við við önnur Evrópuríki og ESB að þau aðstoði hana við að leita uppi mótmælendur sem brutu og brömluðu eigur annarra eða réðust á lögreglu í Hamborg í tengslum við leiðtogafund G 20-ríkjanna í lok fyrri viku. Nú hefur 51 frá sjö löndum verið handtekinn grunaður um aðild að ólögmætum mótmælaaðgerðum.

Mynd/EPA

Heiko Maas, dómsmálaráðherra Þýskalands, sendi mánudaginn 10. júlí bréf til ráðherra í ESB-ríkjunum og bað þá um að knýja á um að orðið yrði við tilmælum þýsku lögreglunnar um aðstoð í tengslum við G20-mótmælin en þátttakendur í þeim brutust inn í verslanir, efndu markvisst til átaka við lögreglu, kveiktu í bifreiðum og bálköstum í miðborg Hamborgar. Maas hvatti einnig til þess að ráðherrarnir létu lögreglulið sín framkvæma handtökur á grundvelli óska um það frá Þýskalandi með vísan til evrópsku handtökutilskipunarinnar.

Ráðherrann sagði að unnið væri að því að skoða og greina fjölda ljósmynda og myndskeiða til að átta sig á því hverjir hefðu staðið að óhæfuverkunum.

Milli 20 og 30 þúsund lögreglumenn voru kallaðir á vettvang til að halda aftur af ribböldunum í Hamborg. Auk Þjóðverja komu aðgerðasinnar frá Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Hollandi, Rússlandi, Sviss og Austurríki.

Tæplega 500 lögreglumenn særðust í átökum á götum Hamborgar, nokkrir alvarlega. Í Hamburger Abendblatt segir að á þriðja hundruð mótmælendur hafi leitað til sjúkrahúsa í Hamborg vegna meiðsla og í blaðinu segir einnig að gert hafi verið að sárum margra á götum úti.

Svona var umhorfs á götum Hamborgar eftir G20-mótmælin. Mynd/ZumaPress

Borgarstjóri Hamborgar er jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz og nýtur hann stuðnings græningja. Andstæðingar borgarstjórans meðal kristilegra demókrata (CDU) krefjast afsagnar hans enda hafi hann leyft vinstrisinnuðum öfgamönnum að búa um sig í Hamborg.

Þá er bent á að þess hefði mátt vænta að til átaka kæmi í Hamborg eftir að vinstrisinnuðu öfgamennirnir sendu út boð til samherja sinna annars staðar undir slagorðinu: „Velkomin til helvítis!“

Harka færðist í átökin í Hamborg eftir mótmæli um 12.000 manns fimmtudaginn 6. júlí. Lögreglan reyndi þá að knýja Svartstakkanna til að sýna andlit sín en þýsk lög banna mönnum að hylja andlit sitt á almannafæri.

Kristilegir demókratar hafa krafist þess að lögregla ráðist  inn í byggingu sem nefnd er Rote Flora í Hamborg. Þetta er gamalt leikhús sem er fundarstaður fyrir mótmælendur og þar sem þeir geta skipulagt aðgerðir sínar.

Átökin í Hamborg hafa dregið athygli að þeirri staðreynd að undir stjórn jafnaðarmanna og græningja hefur orðið til einskonar griðastaður fyrir vinstriöfgamenn. Umræður um þá hafa leitt til samanburðar til þeirra annars vegar og hægriöfgamanna.

Lögregla beitti vatnsdælum gegn mótmælendunum. Mynd/EPA

Peter Huth, aðalritstjóri Die Welt am Sonntag. spurði lesendur sína sunnudaginn 9. júlí hvað þeir héldu að sagt yrði ef yfirvöld byðu hægriöfgamönnum að búa um sig í gamalli, ónotaðri byggingu. Þeir gætu hengt þar upp skilti með slagorðum eins og Deutschland den Deutschen Þýskaland fyrir Þjóðverja, og Ausländer raus Burt með útlendinga! Þeir gætu komið á fót prentsmiðju til að verða sjálfbjarga með áróðursblöð, netþjónn yrði opnaður til að dreifa gyðingahatri. Á jarðhæðinni yrði aðsetur Óðins-sellu og liðsmannaverslun þar sem kaupa mætti kylfur, keðjur og bæklinga um gerð Molotov-kokkteila.

Þeir segðust vinna að „sjálfstæðu verkefni“ og bentu á fjölda málþinga, fyrirlestraraðir og samstöðufundi auk þess að sækja um styrk til borgaryfirvalda. Á afmælisdegi Hitlers efndu þeir til hátíðarfundar og byðu þangað hægriöfgasinnuðum félögum í öðrum Evrópulöndum. Kastað yrði grjóti í sjúkrabíla á götum úti. Af hörku yrði ráðist á lögregluna.

Óhugsandi? Já, af því að hér eru hægriöfgamenn á ferð,

segir aðalritstjórinn.

Hann segir að lýsing sín hér að ofan sýni nákvæmlega hvað vinstriöfgamenn komist upp með í Berlín og Hamborg. Það sem hafi gerst í Hamborg í tengslum við G20-fundinn sé afleiðing þess að ekki sé tekið á vinstriöfgamönnum á viðeigandi hátt heldur njóti þeir sérréttinda.

Í Hamborg hafi þetta gengið svo langt að eftir aðra átakanóttina á götum borgarinnar hafi þrír borgarfulltrúar græningja sagt að hætta yrði leiðtogafundinum. Þessi afstaða fólks í meirihluta borgarstjórnarinnar sýni best að hann ráði ekkert við stjórn borgarinnar, borgarstjórinn verði því að víkja. Í orðunum felist að hryðjuverk á götum borgarinnar séu eðlileg afleiðing þess að æðstu ráðamenn 20 ríkja heims komi saman til að ræða alþjóðamál.

Í lok greinar sinnar segir aðalritstjóri Die Welt am Sonntag að finna megi hægrisinnaða hryðjuverkamenn sem ráðist á heimili fyrir flótta- og farandfólk. Þar séu þó einnig vinstrisinnaðir hryðjuverkamenn sem auðveldara sé að fylgjast með. Menn þurfi bara vilja að gera það.

Birtist fyrst á vef Varðbergs.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Þetta eru skilyrðin fyrir því að leyfa hunda og ketti á veitingastöðum

Breyting á reglugerð um hollustuhætti um heimild til að koma með hunda og ketti á veitingastaði tók nýlega gildi. Reglugerðin kveður meðal annars á um að eigendum eða rekstraraðilum veitingastaða er gert heimilt að leyfa gestum að koma með hunda og ketti inn á staðinn, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Heimildin, sem Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra kom […]

Birnir ósáttir við Fréttablaðið: Starfsemi stjórnmálaflokks gerð tortryggileg að ósekju

Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna og Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins setja spurningamerki við frétt Fréttablaðsins í dag um úthringingar forystu- og áhrifafólks í VG til flokksráðsfulltrúa, en flokksráðið tekur endanlega ákvörðun um hvort Vinstri græn geta myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að nokkrir flokksráðsfulltrúar hefðu […]

Stefán: Símtalið gerir þennan gjörning enn óskiljanlegri

Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði segir að birting símtals Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra um Kaupþingslánið fræga geri lánveitinguna enn óskiljanlegri en hún var áður en símtalið var birt. Í símtalinu, sem átti sér stað 6. október 2008, ræddu þeir Davíð og Geir um neyð­ar­lána­lán­veit­ingu til Kaup­þings upp á 500 […]

Karlar á þingi bregðast við áskorun kvenna

Karlar á þingi hafa brugðist við áskorun kvenna úr stjórnmálum og stjórnsýslu og lýsa yfir fullum vilja til að stuðla að breytingum. Fram kemur í yfirlýsingu sem þingmennirnir hafa sent á fjölmiðla að þeir lýsi yfir fullum vilja til að bregðast við áskorun 306 stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum sem birtist í gær […]

Fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins: „Eitt atvik? Nei“

Jóhanna María Sigmundsdóttir, sem sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2013 til 2016, segir að hún hafi ekki tölu á því hversu oft hún hafi þurft að forða sér á samkomum og taka hendur af líkamshlutum sem ekki sé ásættanlegt að séu snertir. Jóhanna María, eða Hanna María eins og hún er gjarnan kölluð, […]

Menntamálaráðherra: Eina sem hægt er að gera er að fá gerandann til að láta af þessu háttalagi

Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segir að vandinn í tengslum við kynferðislega áreitni sé miklu meiri en hann hafi gert sér grein fyrir. Um sé að ræða einstaklinga sem fari gegn eðlilegri háttsemi í samskiptum og það eina sem hægt sé að gera sé að fá þá til að láta af þessari háttsemi. Meira en 300 […]

Hagar hafa lengi skoðað sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum: Verður stór þáttur í framtíðinni

Finnur Árnason forstjóri Haga segir fyrirtækið hafa lengið skoðað að innleiða sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum en hár kostnaður hafi helst staðið í vegi fyrir innleiðingu slíks búnaðar hér á landi. Sjálfsafgreiðsla tíðkast víða í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem viðskiptavinir sjá sjálfir um að skanna strikamerki og borga fyrir vöruna án þess að eiga samskipti við […]

Bráðum mega landsmenn eiga lögheimili í sumarbústöðum

Brátt geta þeir sem aldrei vilja fara heim úr sumarbústaðnum tekið gleði sína en til skoðunar er að breyta lögum um lögheimili til að gera fólki kleift að vera þar með lögheimili. Sama gildir um atvinnuhúsnæði. Fram kom á ráðstefnu Reykja­víkuraka­demí­unn­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar sl. föstu­dag um ólög­legt hús­næði og óleyfisbúsetu, sem greint er frá í […]

Björn Valur: Bjarni sækir fast að því að fá sjötta ráðherrann

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sækir fast að því að fá sex ráðherra í hlut Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni en Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn taka það ekki í mál. Þetta segir Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna í færslu á Fésbók. Björn Valur segir Sjálfstæðismenn eiga í miklum vandræðum með ráðherraval í væntanlegri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG […]

Kjartan ósáttur við söluna og kaupin á OR-húsinu: „Furðulegur fjármálagjörningur“

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að salan og kaup Orkuveitu Reykjavíkur á OR-húsinu á Bæjarhálsi sé furðulegur fjármálagjörningur og sé mjög kostnaðarsamur fyrir íbúa Reykjavíkur og íbúum annarra sveitarfélaga sem eiga Orkuveituna. Árið 2013 seldi Orkuveitan húsnæðið fyrir 5,1 milljarð króna til lífeyrissjóða og fjárfestingafélaga en hélt áfram að leigja húsnæðið. Síðar kom í ljós […]

Oktavía Hrund kjörin formaður Pírata i Evrópu

Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina. Oktavía er varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi og alþjóðafulltrúi framkvæmdaráðs Pírata á Íslandi. Hún er með MA gráðu í alþjóðlegri þróunarfræði og samskiptum frá Hróarskelduháskóla. Oktavía situr í stjórn Freedom of the Press Foundation og síðstu ár hefur […]

Mismunandi niðurstöður jafn réttar

Á heimasíðu Hæstaréttar hefur nú verið birt viðtal við Eirík Tómasson sem lét af störfum sem dómari við réttinn 1. september s.l. Það er nýbreytni í starfi réttarins að birta svona efni á heimasíðu sinni. Gaman væri að heyra hvernig starfsháttum við þessa léttmetissíðu er háttað. Hver er ábyrgðarmaður síðunnar? Hver tók viðtalið við Eirík? […]

Morgunblaðið: Hvað um samband Kristjáns og Rósu? „Einkalíf Rósu B. er ekki til umræðu á samfélagsmiðlum“

Í Staksteinum í Morgunblaðinu eru fjölmiðlar gagnrýndir fyrir umfjallanir um einkalíf Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Á meðan hjólað sé á ósanngjarnan hátt í þessa tvo stjórnmálamenn sé farið silkihöndum um aðra og er Rósa B. Brynjólfsdóttir, þingmaður Vg, sérstaklega nefnd í því samhengi. Staksteinar Morgunblaðsins byrja á þessum orðum: „Pál Vilhjálmsson bendir á. […]

Verri þjónusta er betri þjónusta

Ef eitthvað er idjótískt í nútímanum – og er í rauninni angi af þeirri nauðhyggju að öll tækniþróun sé skilyrðislaust af hinu góða – þá er það þegar reynt er að sannfæra mann um að lakari þjónusta sé í raun betri þjónusta.

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is