Miðvikudagur 12.07.2017 - 14:22 - Ummæli ()

Borgarstjórn Hamborgar sætir ámæli fyrir óeirðir vinstriöfgamanna

Frá mótmælunum í Hamborg. Mynd/EPA

Eftir Björn Bjarnason:

Þýska ríkisstjórnin hefur farið þess á leit við við önnur Evrópuríki og ESB að þau aðstoði hana við að leita uppi mótmælendur sem brutu og brömluðu eigur annarra eða réðust á lögreglu í Hamborg í tengslum við leiðtogafund G 20-ríkjanna í lok fyrri viku. Nú hefur 51 frá sjö löndum verið handtekinn grunaður um aðild að ólögmætum mótmælaaðgerðum.

Mynd/EPA

Heiko Maas, dómsmálaráðherra Þýskalands, sendi mánudaginn 10. júlí bréf til ráðherra í ESB-ríkjunum og bað þá um að knýja á um að orðið yrði við tilmælum þýsku lögreglunnar um aðstoð í tengslum við G20-mótmælin en þátttakendur í þeim brutust inn í verslanir, efndu markvisst til átaka við lögreglu, kveiktu í bifreiðum og bálköstum í miðborg Hamborgar. Maas hvatti einnig til þess að ráðherrarnir létu lögreglulið sín framkvæma handtökur á grundvelli óska um það frá Þýskalandi með vísan til evrópsku handtökutilskipunarinnar.

Ráðherrann sagði að unnið væri að því að skoða og greina fjölda ljósmynda og myndskeiða til að átta sig á því hverjir hefðu staðið að óhæfuverkunum.

Milli 20 og 30 þúsund lögreglumenn voru kallaðir á vettvang til að halda aftur af ribböldunum í Hamborg. Auk Þjóðverja komu aðgerðasinnar frá Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Hollandi, Rússlandi, Sviss og Austurríki.

Tæplega 500 lögreglumenn særðust í átökum á götum Hamborgar, nokkrir alvarlega. Í Hamburger Abendblatt segir að á þriðja hundruð mótmælendur hafi leitað til sjúkrahúsa í Hamborg vegna meiðsla og í blaðinu segir einnig að gert hafi verið að sárum margra á götum úti.

Svona var umhorfs á götum Hamborgar eftir G20-mótmælin. Mynd/ZumaPress

Borgarstjóri Hamborgar er jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz og nýtur hann stuðnings græningja. Andstæðingar borgarstjórans meðal kristilegra demókrata (CDU) krefjast afsagnar hans enda hafi hann leyft vinstrisinnuðum öfgamönnum að búa um sig í Hamborg.

Þá er bent á að þess hefði mátt vænta að til átaka kæmi í Hamborg eftir að vinstrisinnuðu öfgamennirnir sendu út boð til samherja sinna annars staðar undir slagorðinu: „Velkomin til helvítis!“

Harka færðist í átökin í Hamborg eftir mótmæli um 12.000 manns fimmtudaginn 6. júlí. Lögreglan reyndi þá að knýja Svartstakkanna til að sýna andlit sín en þýsk lög banna mönnum að hylja andlit sitt á almannafæri.

Kristilegir demókratar hafa krafist þess að lögregla ráðist  inn í byggingu sem nefnd er Rote Flora í Hamborg. Þetta er gamalt leikhús sem er fundarstaður fyrir mótmælendur og þar sem þeir geta skipulagt aðgerðir sínar.

Átökin í Hamborg hafa dregið athygli að þeirri staðreynd að undir stjórn jafnaðarmanna og græningja hefur orðið til einskonar griðastaður fyrir vinstriöfgamenn. Umræður um þá hafa leitt til samanburðar til þeirra annars vegar og hægriöfgamanna.

Lögregla beitti vatnsdælum gegn mótmælendunum. Mynd/EPA

Peter Huth, aðalritstjóri Die Welt am Sonntag. spurði lesendur sína sunnudaginn 9. júlí hvað þeir héldu að sagt yrði ef yfirvöld byðu hægriöfgamönnum að búa um sig í gamalli, ónotaðri byggingu. Þeir gætu hengt þar upp skilti með slagorðum eins og Deutschland den Deutschen Þýskaland fyrir Þjóðverja, og Ausländer raus Burt með útlendinga! Þeir gætu komið á fót prentsmiðju til að verða sjálfbjarga með áróðursblöð, netþjónn yrði opnaður til að dreifa gyðingahatri. Á jarðhæðinni yrði aðsetur Óðins-sellu og liðsmannaverslun þar sem kaupa mætti kylfur, keðjur og bæklinga um gerð Molotov-kokkteila.

Þeir segðust vinna að „sjálfstæðu verkefni“ og bentu á fjölda málþinga, fyrirlestraraðir og samstöðufundi auk þess að sækja um styrk til borgaryfirvalda. Á afmælisdegi Hitlers efndu þeir til hátíðarfundar og byðu þangað hægriöfgasinnuðum félögum í öðrum Evrópulöndum. Kastað yrði grjóti í sjúkrabíla á götum úti. Af hörku yrði ráðist á lögregluna.

Óhugsandi? Já, af því að hér eru hægriöfgamenn á ferð,

segir aðalritstjórinn.

Hann segir að lýsing sín hér að ofan sýni nákvæmlega hvað vinstriöfgamenn komist upp með í Berlín og Hamborg. Það sem hafi gerst í Hamborg í tengslum við G20-fundinn sé afleiðing þess að ekki sé tekið á vinstriöfgamönnum á viðeigandi hátt heldur njóti þeir sérréttinda.

Í Hamborg hafi þetta gengið svo langt að eftir aðra átakanóttina á götum borgarinnar hafi þrír borgarfulltrúar græningja sagt að hætta yrði leiðtogafundinum. Þessi afstaða fólks í meirihluta borgarstjórnarinnar sýni best að hann ráði ekkert við stjórn borgarinnar, borgarstjórinn verði því að víkja. Í orðunum felist að hryðjuverk á götum borgarinnar séu eðlileg afleiðing þess að æðstu ráðamenn 20 ríkja heims komi saman til að ræða alþjóðamál.

Í lok greinar sinnar segir aðalritstjóri Die Welt am Sonntag að finna megi hægrisinnaða hryðjuverkamenn sem ráðist á heimili fyrir flótta- og farandfólk. Þar séu þó einnig vinstrisinnaðir hryðjuverkamenn sem auðveldara sé að fylgjast með. Menn þurfi bara vilja að gera það.

Birtist fyrst á vef Varðbergs.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Gísli Marteinn: „Fólk er með stærra herbergi fyrir bílinn sinn heldur en börnin sín“

„Austurvöllurinn var umferðareyja, það var keyrt allsstaðar í kringum hann, allar göturnar, það er búið að loka þeim núna. Við erum búin að vera að taka göturnar okkar til baka frá bílunum og yfir til okkar, hvort sem það er til að gera þær að útivistarsvæðum, grænum svæðum eða göngugötum eða hvaðeina og sú þróun […]

Stefán Einar hjólar í Gísla Martein: „Voðaleg dramatík er þetta“

„Bíllinn er allsstaðar í forgangi og helmingur borgarlandsins fer í að þjónusta hann. Þeir sem ferðast öðruvísi þurfa að sýna útsjónarsemi og þolinmæði til að komast leiðar sinnar og gera það venjulega með jákvæði að leiðarljósi,“ segir Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Fésbók, en þar deilir Gísli Marteinn skopmynd Halldórs Baldurssonar […]

Lokað á Gunnar Waage vegna kvartana

Bandaríska myndbandaveitan YouTube hefur lokað reikningi Sandkassans og hafa öll myndböndin verið fjarlægð í kjölfar kvartana Útvarps Sögu um brot á höfundarrétti. Greint var frá þessu á vef Útvarps Sögu í vikunni og hefur Eyjan fengið þetta staðfest frá YouTube. Alls var um að ræða 26 útvarpsþætti af Útvarpi Sögu sem og þætti af útvarpsstöðvum […]

Bandaríkjaþing storkar Trump

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér viðskiptaþvinganir á hendur Rússum, en slíkt frumvarp gengur í berhögg við áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Bæði Trump og stjórnvöld í Rússlandi eru mótfallinn frumvarpinu og segja talsmenn stjórnvalda í Kreml að ef frumvarpið yrði að lögum þá myndi það eyðileggja […]

Biskup Íslands tekur undir með Semu Erlu og biðlar til stjórnvalda: „Við erum öll gestir á hótel jörð“

„Margir fá ekki lifað í fæðingarlandi sínu vegna ófriðar, óréttlætis eða af öðrum ástæðum. Sumir þeirra hafa leitað til Íslands og beðið um leyfi til að lifa hér og starfa. Saga þeirra er jafnan átakanleg, þar sem fólk hefur flúið hræðilegar aðstæður og valið lífið fram yfir miklar hörmungar og hættur.“ Þetta segir Agnes M. […]

Björt um skoðanakannanirnar: „Þetta sveiflast mikið hjá okkur“

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir það vera vonbrigði að flokkur hennar sé að mælast með lágt fylgi í skoðanakönnunum en fylgið sveiflist og það sé gaman þegar tölurnar séu háar. Í könnun MMR sem birtist í gær mælist Björt framtíð með 2,4% fylgi sem dugar ekki til þess að ná […]

Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tillögu um afnám Obamacare: Ósigur fyrir Donald Trump

57 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði gegn því að Obamacare verði afnumið þegar öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um málið í nótt að íslenskum tíma. 43 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. 48 demókratar og 9 repúblikanar greiddu hinsvegar atkvæði gegn frumvarpinu. Þetta er ákveðinn ósigur fyrir Donald Trump, forseta, en afnám Obamacare er eitt af helstu stefnumálum hans. […]

SME: Málflutningur Viðreisnar bendir til uppgjörs innan ríkisstjórnarinnar

Sigurjón M. Egilsson fjölmiðlamaður segir að málflutningur formanns og varaformanns Viðreisnar kalli á mikil viðbrögð frá Sjálfstæðisflokknum, móðurflokki ríkisstjórnarinnar, segir Sigurjón að það stefni allt í einhverskonar uppgjör innan ríkisstjórnarinnar. Segir Sigurjón í grein á vef sínum Miðjan að málflutningur Viðreisnar falli í grýttan jarðveg hjá helstu talsmönnum Sjálfstæðisflokksins en þrátt fyrir það boði Viðreisn […]

Rússar auka þrýsting á Úkraínustjórn með aðskilnaðarsinnum

Eftir Björn Bjarnason: Alexander Zakharsjenkó, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Rússlands, tilkynnti þriðjudaginn 18. júlí að hann ætlaði að beita sér fyrir að koma á fót Malorossija (Litla Rússlandi) með Donetsk sem höfuðborg. Á tímum Rússakeisara var þetta orð notað um hluta þess lands sem nú er Úkraína og vekur það vondar minningar í huga margra […]

Inga Sæland í borgina

Inga Sæland formaður Flokks fólksins verður oddviti flokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík á næsta ári. Inga staðfesti þetta við Vísi í dag. Flokkur fólksins hefur sótt fram í könnunum og mælist nú með 6,1% fylgi í nýrri könnun MMR sem birt var í dag, er það meira fylgi en stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð sem […]

Jökulsárlón og nærliggjandi svæði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og umfangsmikilla svæða sem liggja að lóninu. Um leið er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Mað friðlýsingunni nær þjóðgarðurinn frá hæsta tindi landsins niður að fjöru. Þessi breyting felur í sér að hluti þjóðvegar 1 liggur nú í […]

Sænska ríkið lekur gríðarlegu magni af persónuupplýsingum

Hernaðarleyndarmál sem og persónuupplýsingar um milljónir Svía hafa lekið á netið. Greint er frá þessu í sænskum fjölmiðlum og á vef Hacker News í dag en upplýsingarnar koma frá sænska ríkinu. Svo virðist sem Samgöngustofa Svía, Transportstyrelsen, hafi óvart lekið upplýsingunum þegar stofnunin var að færa gögnin í varðveislu tæknifyrirtækisins IBM. Lekinn hefur það í […]

Flokkur fólksins stærri en Viðreisn og Björt framtíð

Flokkur fólksins mælist með meira fylgi en stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð. Mælist Flokkur fólksins með 6,1% fylgi á meðan Viðreisn mælist með 4,7% fylgi og Björt framtíð með 2,4% fylgi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Hvorugur stjórnarflokkurinn næði manni inn á þing ef kosið yrði í dag. Sjálfstæðisflokkurinn […]

Viðreisn mun aldrei hætta að tala um framtíðarmöguleika á upptöku evru og aðild Íslands að ESB

Viðreisn mun halda áfram tala fyrir myntráði, að halda krónunni en binda hana við annan gjaldmiðil og fyrir framtíðarmöguleikum þess að taka upp evru með ESB-aðild. Þetta segir Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar í pistli í Fréttablaðinu í dag. Segir hún að krónuhagkerfið geri það að verkum að það sé ekki sjálfsagt fyrir Íslendinga að […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is