Miðvikudagur 12.07.2017 - 18:31 - Ummæli ()

Evrópa bregst flóttafólki – Dauðsföll á Miðjarðarhafi þrefaldast frá 2015

Mikil aukning hefur orðið á fjölda þeirra sem látast á leið sinni frá Líbýu yfir Miðjarðarhafið til Evrópu og hefur fjöldinn þrefaldast frá árinu 2015. Áhersla Evrópusambandsins á að koma í veg fyrir starfsemi smyglara og brottfarir þeirra frá Líbýu til Evrópu og stuðningur við líbísku strandgæsluna, sem oft fer fram af offorsi og ofbeldi gagnvart flóttafólki, hefur mjög aukið á þá hættu sem fólk leggur á sig til að komast frá Afríku. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu mannréttindasamtakan Amnesty International, A perfect storm: The failure of European policies in the Central Mediterranean.

Í apríl 2015 var innleitt áætlun Evrópusambandsins um styrkingu leitar- og björgunaraðgerða við mitt Miðjarðarhafið og dró þá mjög úr dauðsföllum á hafi úti. Nokkur lönd Evrópu lögðu til björgunarskip til skamms tíma en nú einbeita ríkisstjórnir Evrópulanda sér að því að koma í veg fyrir starfsemi smyglara og siglingar frá Líbýu. Þetta hefur gert það verkum að flóttafólk leggur sig í enn meiri hættu en áður til að komast til Evrópu.

Þreföldun hefur verið á dauðsföllum á Miðjarðarhafinu frá seinni helmingi ársins 2015 til dagsins í dag. Dauðsföll fóru úr 0.89% á seinni helmingi árs 2015 í 2.7% árið 2017. Smyglarar hafa verið breytt aðferðum sínum og nota nú frekar báta sem ekki eru sjófærir, án alls öryggisbúnaðar, til að flytja fólk til Ítalíu. Evrópusambandið hefur ekki gripið til neinna aðgerða vegna þessa sem Amnesty gagnrýnir harðlega.

Þess í stað hefur áherslan verið lögð á styðja líbísku strandgæsluna við að koma í veg fyrir brottfarir smyglar frá landi. Að sögn Amnesty hefur framganga strandgæslunnar verið forkastanlegar og oft stefnt lífi flóttafólks í hættu. Aðilar innan gæslunnar eru sakaðir um að starfa með smyglurum og sannanir eru fyrir hendi um misbeitingu á flóttafólki. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem var birt í síðasta mánuði, kemur fram að líbíska strandgæslan hafi „beitt skotvopnum og þannig átt beinan þátt í að bátur farandfólks sökk“.

Nígerískur karlmaður sem hafði verið fastur á bát í níu klukkustundir, ásamt 140 öðrum, sagði við Amnesty International, „við lögðumst öll á bæn. Þegar ég sá ljósin [frá björgunarbátnum] hugsaði ég, gerðu það, gerðu það, ekki líbíska lögregla.“

Að sögn Amnesty fer samstarf og þjálfun á vegum Evrópusambandsins á líbísku strandgæslunni þannig fram að ekkert eftirlit sé haft með starfsemi hennar. Flóttafólki sem strandgæslan stöðvi sé snúið aftur til Líbýu, þar sem dæmi eru um að það sæti fangelsisvist og pyntingum og þeir sem festast þar eiga á hættu að verða fyrir ýmiskonar ofbeldi, nauðgunum og fleiru. Dæmi eru einnig um að fólk sé varpað í gæsluvarðhald án ástæðu og sett í nauðungarvinnu.

Amnesty International gera þá kröfu að í samningum Evrópusambandsins við líbísku strandgæsluna í framtíðinni verði gerðar kröfur um að bæta aðgerðirnar og þeir sem fremji brot á mannréttindum flóttafólks verði látnir sæta ábyrgð. Enn fremur er þess krafist að flóttamönnum sem bjargað sé á hafi úti verði komið til Evrópu þar sem öryggi þeirra er tryggt.

Þegar öllu er á botninn hvolft er eina varanlega og mannúðlega lausnin fólgin í því að bjóða upp á öruggar og lagalega leiðir fyrir flótta- og farandfólk til að ná til Evrópu,

segir John Dalhuisen framkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu Amnesty International.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Þetta eru skilyrðin fyrir því að leyfa hunda og ketti á veitingastöðum

Breyting á reglugerð um hollustuhætti um heimild til að koma með hunda og ketti á veitingastaði tók nýlega gildi. Reglugerðin kveður meðal annars á um að eigendum eða rekstraraðilum veitingastaða er gert heimilt að leyfa gestum að koma með hunda og ketti inn á staðinn, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Heimildin, sem Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra kom […]

Birnir ósáttir við Fréttablaðið: Starfsemi stjórnmálaflokks gerð tortryggileg að ósekju

Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna og Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins setja spurningamerki við frétt Fréttablaðsins í dag um úthringingar forystu- og áhrifafólks í VG til flokksráðsfulltrúa, en flokksráðið tekur endanlega ákvörðun um hvort Vinstri græn geta myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að nokkrir flokksráðsfulltrúar hefðu […]

Stefán: Símtalið gerir þennan gjörning enn óskiljanlegri

Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði segir að birting símtals Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra um Kaupþingslánið fræga geri lánveitinguna enn óskiljanlegri en hún var áður en símtalið var birt. Í símtalinu, sem átti sér stað 6. október 2008, ræddu þeir Davíð og Geir um neyð­ar­lána­lán­veit­ingu til Kaup­þings upp á 500 […]

Karlar á þingi bregðast við áskorun kvenna

Karlar á þingi hafa brugðist við áskorun kvenna úr stjórnmálum og stjórnsýslu og lýsa yfir fullum vilja til að stuðla að breytingum. Fram kemur í yfirlýsingu sem þingmennirnir hafa sent á fjölmiðla að þeir lýsi yfir fullum vilja til að bregðast við áskorun 306 stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum sem birtist í gær […]

Fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins: „Eitt atvik? Nei“

Jóhanna María Sigmundsdóttir, sem sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2013 til 2016, segir að hún hafi ekki tölu á því hversu oft hún hafi þurft að forða sér á samkomum og taka hendur af líkamshlutum sem ekki sé ásættanlegt að séu snertir. Jóhanna María, eða Hanna María eins og hún er gjarnan kölluð, […]

Menntamálaráðherra: Eina sem hægt er að gera er að fá gerandann til að láta af þessu háttalagi

Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segir að vandinn í tengslum við kynferðislega áreitni sé miklu meiri en hann hafi gert sér grein fyrir. Um sé að ræða einstaklinga sem fari gegn eðlilegri háttsemi í samskiptum og það eina sem hægt sé að gera sé að fá þá til að láta af þessari háttsemi. Meira en 300 […]

Hagar hafa lengi skoðað sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum: Verður stór þáttur í framtíðinni

Finnur Árnason forstjóri Haga segir fyrirtækið hafa lengið skoðað að innleiða sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum en hár kostnaður hafi helst staðið í vegi fyrir innleiðingu slíks búnaðar hér á landi. Sjálfsafgreiðsla tíðkast víða í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem viðskiptavinir sjá sjálfir um að skanna strikamerki og borga fyrir vöruna án þess að eiga samskipti við […]

Bráðum mega landsmenn eiga lögheimili í sumarbústöðum

Brátt geta þeir sem aldrei vilja fara heim úr sumarbústaðnum tekið gleði sína en til skoðunar er að breyta lögum um lögheimili til að gera fólki kleift að vera þar með lögheimili. Sama gildir um atvinnuhúsnæði. Fram kom á ráðstefnu Reykja­víkuraka­demí­unn­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar sl. föstu­dag um ólög­legt hús­næði og óleyfisbúsetu, sem greint er frá í […]

Björn Valur: Bjarni sækir fast að því að fá sjötta ráðherrann

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sækir fast að því að fá sex ráðherra í hlut Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni en Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn taka það ekki í mál. Þetta segir Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna í færslu á Fésbók. Björn Valur segir Sjálfstæðismenn eiga í miklum vandræðum með ráðherraval í væntanlegri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG […]

Kjartan ósáttur við söluna og kaupin á OR-húsinu: „Furðulegur fjármálagjörningur“

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að salan og kaup Orkuveitu Reykjavíkur á OR-húsinu á Bæjarhálsi sé furðulegur fjármálagjörningur og sé mjög kostnaðarsamur fyrir íbúa Reykjavíkur og íbúum annarra sveitarfélaga sem eiga Orkuveituna. Árið 2013 seldi Orkuveitan húsnæðið fyrir 5,1 milljarð króna til lífeyrissjóða og fjárfestingafélaga en hélt áfram að leigja húsnæðið. Síðar kom í ljós […]

Oktavía Hrund kjörin formaður Pírata i Evrópu

Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina. Oktavía er varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi og alþjóðafulltrúi framkvæmdaráðs Pírata á Íslandi. Hún er með MA gráðu í alþjóðlegri þróunarfræði og samskiptum frá Hróarskelduháskóla. Oktavía situr í stjórn Freedom of the Press Foundation og síðstu ár hefur […]

Mismunandi niðurstöður jafn réttar

Á heimasíðu Hæstaréttar hefur nú verið birt viðtal við Eirík Tómasson sem lét af störfum sem dómari við réttinn 1. september s.l. Það er nýbreytni í starfi réttarins að birta svona efni á heimasíðu sinni. Gaman væri að heyra hvernig starfsháttum við þessa léttmetissíðu er háttað. Hver er ábyrgðarmaður síðunnar? Hver tók viðtalið við Eirík? […]

Morgunblaðið: Hvað um samband Kristjáns og Rósu? „Einkalíf Rósu B. er ekki til umræðu á samfélagsmiðlum“

Í Staksteinum í Morgunblaðinu eru fjölmiðlar gagnrýndir fyrir umfjallanir um einkalíf Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Á meðan hjólað sé á ósanngjarnan hátt í þessa tvo stjórnmálamenn sé farið silkihöndum um aðra og er Rósa B. Brynjólfsdóttir, þingmaður Vg, sérstaklega nefnd í því samhengi. Staksteinar Morgunblaðsins byrja á þessum orðum: „Pál Vilhjálmsson bendir á. […]

Verri þjónusta er betri þjónusta

Ef eitthvað er idjótískt í nútímanum – og er í rauninni angi af þeirri nauðhyggju að öll tækniþróun sé skilyrðislaust af hinu góða – þá er það þegar reynt er að sannfæra mann um að lakari þjónusta sé í raun betri þjónusta.

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is