Miðvikudagur 12.07.2017 - 18:31 - Ummæli ()

Evrópa bregst flóttafólki – Dauðsföll á Miðjarðarhafi þrefaldast frá 2015

Mikil aukning hefur orðið á fjölda þeirra sem látast á leið sinni frá Líbýu yfir Miðjarðarhafið til Evrópu og hefur fjöldinn þrefaldast frá árinu 2015. Áhersla Evrópusambandsins á að koma í veg fyrir starfsemi smyglara og brottfarir þeirra frá Líbýu til Evrópu og stuðningur við líbísku strandgæsluna, sem oft fer fram af offorsi og ofbeldi gagnvart flóttafólki, hefur mjög aukið á þá hættu sem fólk leggur á sig til að komast frá Afríku. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu mannréttindasamtakan Amnesty International, A perfect storm: The failure of European policies in the Central Mediterranean.

Í apríl 2015 var innleitt áætlun Evrópusambandsins um styrkingu leitar- og björgunaraðgerða við mitt Miðjarðarhafið og dró þá mjög úr dauðsföllum á hafi úti. Nokkur lönd Evrópu lögðu til björgunarskip til skamms tíma en nú einbeita ríkisstjórnir Evrópulanda sér að því að koma í veg fyrir starfsemi smyglara og siglingar frá Líbýu. Þetta hefur gert það verkum að flóttafólk leggur sig í enn meiri hættu en áður til að komast til Evrópu.

Þreföldun hefur verið á dauðsföllum á Miðjarðarhafinu frá seinni helmingi ársins 2015 til dagsins í dag. Dauðsföll fóru úr 0.89% á seinni helmingi árs 2015 í 2.7% árið 2017. Smyglarar hafa verið breytt aðferðum sínum og nota nú frekar báta sem ekki eru sjófærir, án alls öryggisbúnaðar, til að flytja fólk til Ítalíu. Evrópusambandið hefur ekki gripið til neinna aðgerða vegna þessa sem Amnesty gagnrýnir harðlega.

Þess í stað hefur áherslan verið lögð á styðja líbísku strandgæsluna við að koma í veg fyrir brottfarir smyglar frá landi. Að sögn Amnesty hefur framganga strandgæslunnar verið forkastanlegar og oft stefnt lífi flóttafólks í hættu. Aðilar innan gæslunnar eru sakaðir um að starfa með smyglurum og sannanir eru fyrir hendi um misbeitingu á flóttafólki. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem var birt í síðasta mánuði, kemur fram að líbíska strandgæslan hafi „beitt skotvopnum og þannig átt beinan þátt í að bátur farandfólks sökk“.

Nígerískur karlmaður sem hafði verið fastur á bát í níu klukkustundir, ásamt 140 öðrum, sagði við Amnesty International, „við lögðumst öll á bæn. Þegar ég sá ljósin [frá björgunarbátnum] hugsaði ég, gerðu það, gerðu það, ekki líbíska lögregla.“

Að sögn Amnesty fer samstarf og þjálfun á vegum Evrópusambandsins á líbísku strandgæslunni þannig fram að ekkert eftirlit sé haft með starfsemi hennar. Flóttafólki sem strandgæslan stöðvi sé snúið aftur til Líbýu, þar sem dæmi eru um að það sæti fangelsisvist og pyntingum og þeir sem festast þar eiga á hættu að verða fyrir ýmiskonar ofbeldi, nauðgunum og fleiru. Dæmi eru einnig um að fólk sé varpað í gæsluvarðhald án ástæðu og sett í nauðungarvinnu.

Amnesty International gera þá kröfu að í samningum Evrópusambandsins við líbísku strandgæsluna í framtíðinni verði gerðar kröfur um að bæta aðgerðirnar og þeir sem fremji brot á mannréttindum flóttafólks verði látnir sæta ábyrgð. Enn fremur er þess krafist að flóttamönnum sem bjargað sé á hafi úti verði komið til Evrópu þar sem öryggi þeirra er tryggt.

Þegar öllu er á botninn hvolft er eina varanlega og mannúðlega lausnin fólgin í því að bjóða upp á öruggar og lagalega leiðir fyrir flótta- og farandfólk til að ná til Evrópu,

segir John Dalhuisen framkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu Amnesty International.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

„Lærdómurinn er sá að það á ekki að treysta einkafyrirtækjum fyrir staðreyndum sem varða þjóðaröryggi“

Svavar Gestsson fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðubandalagsins segir stóra lærdóminn við sænska lekamálið vera að ekki eigi að treysta einkafyrirtækjum fyrir staðreyndum sem varða þjóðaröryggi. Lekamálið sænska  snýr að stórfelldum leka á persónuupplýsingum og hernaðarleyndarmálum frá Samgöngustofu Svía sem birt voru í ógáti á netinu, áttu göngin að vera hýst hjá tæknirisanum IBM í Tékklandi. […]

Davíð spyr Benedikt: Ætlar þú þá að banna 500 evru seðilinn?

„Það er óneitanlega skondið að sami maður vilji afnema 10 þúsund króna seðil af því að svo verðmikill seðill stuðli að skattsvikum og glæpum, á sama tíma og hann vill ólmur í evrulandið þar sem 60 þúsund króna seðlar eru daglegt brauð.“ Þetta segir höfundur Staksteina Morgunblaðsins í blaði dagsins, en það er að öllum […]

Tveir ráðherrar hverfa úr sænsku ríkisstjórninni

Tveir ráðherrar í sænsku ríkisstjórninni munu víkja úr embætti og munu fjórir nýjir ráðherrar koma inn í sænsku stjórnina. Stefán Löfren forsætisráðherra greindi frá þessu á blaðamannafundi í morgun. Sænska stjórnin leikur nú á reiðiskjálfi eftir að það kom í ljós að Samgöngustofa Svíþjóðar hafi lekið gríðarlegu magni af persónuupplýsingum og hernaðarleyndarmálum. Sjá frétt: Sænska […]

„Fólk er með stærra herbergi fyrir bílinn sinn heldur en börnin sín“

„Austurvöllurinn var umferðareyja, það var keyrt allsstaðar í kringum hann, allar göturnar, það er búið að loka þeim núna. Við erum búin að vera að taka göturnar okkar til baka frá bílunum og yfir til okkar, hvort sem það er til að gera þær að útivistarsvæðum, grænum svæðum eða göngugötum eða hvaðeina og sú þróun […]

Stefán Einar hjólar í Gísla Martein: „Voðaleg dramatík er þetta“

„Bíllinn er allsstaðar í forgangi og helmingur borgarlandsins fer í að þjónusta hann. Þeir sem ferðast öðruvísi þurfa að sýna útsjónarsemi og þolinmæði til að komast leiðar sinnar og gera það venjulega með jákvæði að leiðarljósi,“ segir Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Fésbók, en þar deilir Gísli Marteinn skopmynd Halldórs Baldurssonar […]

Lokað á Gunnar Waage vegna kvartana

Bandaríska myndbandaveitan YouTube hefur lokað reikningi Sandkassans og hafa öll myndböndin verið fjarlægð í kjölfar kvartana Útvarps Sögu um brot á höfundarrétti. Greint var frá þessu á vef Útvarps Sögu í vikunni og hefur Eyjan fengið þetta staðfest frá YouTube. Alls var um að ræða 26 útvarpsþætti af Útvarpi Sögu sem og þætti af útvarpsstöðvum […]

Bandaríkjaþing storkar Trump

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér viðskiptaþvinganir á hendur Rússum, en slíkt frumvarp gengur í berhögg við áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Bæði Trump og stjórnvöld í Rússlandi eru mótfallinn frumvarpinu og segja talsmenn stjórnvalda í Kreml að ef frumvarpið yrði að lögum þá myndi það eyðileggja […]

Biskup Íslands tekur undir með Semu Erlu og biðlar til stjórnvalda: „Við erum öll gestir á hótel jörð“

„Margir fá ekki lifað í fæðingarlandi sínu vegna ófriðar, óréttlætis eða af öðrum ástæðum. Sumir þeirra hafa leitað til Íslands og beðið um leyfi til að lifa hér og starfa. Saga þeirra er jafnan átakanleg, þar sem fólk hefur flúið hræðilegar aðstæður og valið lífið fram yfir miklar hörmungar og hættur.“ Þetta segir Agnes M. […]

Björt um skoðanakannanirnar: „Þetta sveiflast mikið hjá okkur“

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir það vera vonbrigði að flokkur hennar sé að mælast með lágt fylgi í skoðanakönnunum en fylgið sveiflist og það sé gaman þegar tölurnar séu háar. Í könnun MMR sem birtist í gær mælist Björt framtíð með 2,4% fylgi sem dugar ekki til þess að ná […]

Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tillögu um afnám Obamacare: Ósigur fyrir Donald Trump

57 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði gegn því að Obamacare verði afnumið þegar öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um málið í nótt að íslenskum tíma. 43 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. 48 demókratar og 9 repúblikanar greiddu hinsvegar atkvæði gegn frumvarpinu. Þetta er ákveðinn ósigur fyrir Donald Trump, forseta, en afnám Obamacare er eitt af helstu stefnumálum hans. […]

SME: Málflutningur Viðreisnar bendir til uppgjörs innan ríkisstjórnarinnar

Sigurjón M. Egilsson fjölmiðlamaður segir að málflutningur formanns og varaformanns Viðreisnar kalli á mikil viðbrögð frá Sjálfstæðisflokknum, móðurflokki ríkisstjórnarinnar, segir Sigurjón að það stefni allt í einhverskonar uppgjör innan ríkisstjórnarinnar. Segir Sigurjón í grein á vef sínum Miðjan að málflutningur Viðreisnar falli í grýttan jarðveg hjá helstu talsmönnum Sjálfstæðisflokksins en þrátt fyrir það boði Viðreisn […]

Rússar auka þrýsting á Úkraínustjórn með aðskilnaðarsinnum

Eftir Björn Bjarnason: Alexander Zakharsjenkó, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Rússlands, tilkynnti þriðjudaginn 18. júlí að hann ætlaði að beita sér fyrir að koma á fót Malorossija (Litla Rússlandi) með Donetsk sem höfuðborg. Á tímum Rússakeisara var þetta orð notað um hluta þess lands sem nú er Úkraína og vekur það vondar minningar í huga margra […]

Inga Sæland í borgina

Inga Sæland formaður Flokks fólksins verður oddviti flokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík á næsta ári. Inga staðfesti þetta við Vísi í dag. Flokkur fólksins hefur sótt fram í könnunum og mælist nú með 6,1% fylgi í nýrri könnun MMR sem birt var í dag, er það meira fylgi en stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð sem […]

Jökulsárlón og nærliggjandi svæði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og umfangsmikilla svæða sem liggja að lóninu. Um leið er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Mað friðlýsingunni nær þjóðgarðurinn frá hæsta tindi landsins niður að fjöru. Þessi breyting felur í sér að hluti þjóðvegar 1 liggur nú í […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is