Fimmtudagur 13.07.2017 - 16:48 - Ummæli ()

Ekkert bendi til að það hafi átt að upplýsa borgarbúa: „Alls ekki neinn vill taka minnstu ábyrgð“

Skólphreinsistöðin við Faxaskjól. Mynd/or.is

„Hneykslið í málinu er það að borgaryfirvöld sögðu engum frá, þannig að það var sjósundfólk, hundaeigendur og aðrir útivistarunnendur, sem uppgötvuðu ógeðið og gerðu fjölmiðlum viðvart. Enginn vafi leikur á að með þögninni þverbrutu borgaryfirvöld lög um upplýsingarétt um umhverfismál, lög sem voru sérstaklega sett til þess að koma í veg fyrir nákvæmlega þetta framferði, að yfirvöld héldu umhverfisslysum leyndum fyrir borgurunum.“

Þetta segir leiðarahöfundur Viðskiptablaðsins í dag, í leiðaranum eru borgaryfirvöld harðlega gagnrýnd vegna viðbragða sinna við skólpmálinu svokallaða þar sem ógrynni af óhreinsuðu skólpi flæddi út í fjöruna við Vesturbæ Reykjavíkur í marga daga. Segir leiðarahöfundur að það veki furðu að Dagur B. Eggertsson hafi ekki rætt við fjölmiðla sem og viðbrögð Hólmfríðar Sigurðardóttur, umhverfisstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um að málið væri „bagalegt“ og S. Björns Blöndal forseta borgarstjórnar um að heppilegra hefði verið að láta vita af skólpinu. Þar að auki hafi Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, sagt að ekki hafi verið talin ástæða til þess að láta neina vita af biluninni. Telur leiðarahöfundur að ekkert bendi því til þess að það hafi átt að upplýsa borgarbúa:

Ekkert bendir til þess að innan borgarkerfisins hafi nokkur ætlað að upplýsa borgarbúa um að það væri búið að útbía ströndina í saur.

Því hljóti framtíð Heilbrigðiseftirlitsins og stjórnenda þess að koma til skoðunar því eftirlitið sé ekki starfi sínu vaxið:

Ekki var hitt skárra þegar Stefán Eiríksson borgarritari pakkaði í vörn fyrir samstarfsmenn sína í Ráðhúsinu og útskýrði að þetta kæmi þeim eiginlega ekki við, það væru sko Veitur ohf., sem yrðu að svara því hvort lög um upplýsingarétt um umhverfismál hefðu verið brotin, þegar ákveðið var að upplýsa almenning ekki um bilunina, líkt og einhver þjónustufyrirtæki í eigu borgarinnar séu stjórnvöld.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur. Mynd/Sigtryggur Ari

Á endanum liggi ábyrgðin hjá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra:

„Öll þessi viðbrögð eru til marks um ömurlega pólitík og ömurlega stjórnsýslu. Borgarstjóri er framkvæmdastjóri borgarinnar og á endanum hvílir ábyrgðin hjá honum, ekki einhverjum undirsátum sem hann vill fórna. Dagur reynir að verja sig með því að hann hafi ekkert vitað, en það er vond vörn. Hann átti að vita og til þess hefur hann komið trúnaðarmönnum sínum fyrir í stjórn borgarfyrirtækja og til þess er embættismannakerfið, að upplýsa hann. Bregðist það er ábyrgðin eftir sem áður hjá honum.“

Þetta sé þó aðeins hluti vandans, vandi sem megi leysa í næstu kosningum, vandi borgarinnar sé öllu meiri og snúi að mölbrotnu stjórnkerfi:

Hér bendir hver á annan, menn skáka í skjóli ohf-unar og kennitöluskipta í stjórnsýslunni, enginn vill veita upplýsingar, í mesta lagi umlað um að skoða þurfi verkferla, en alls ekki neinn vill taka minnstu ábyrgð. Þetta er óboðlegt ástand hvar sem er, en í höfuðborg landsins er það hreint hneyksli. Við eigum betra skilið.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

„Lærdómurinn er sá að það á ekki að treysta einkafyrirtækjum fyrir staðreyndum sem varða þjóðaröryggi“

Svavar Gestsson fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðubandalagsins segir stóra lærdóminn við sænska lekamálið vera að ekki eigi að treysta einkafyrirtækjum fyrir staðreyndum sem varða þjóðaröryggi. Lekamálið sænska  snýr að stórfelldum leka á persónuupplýsingum og hernaðarleyndarmálum frá Samgöngustofu Svía sem birt voru í ógáti á netinu, áttu göngin að vera hýst hjá tæknirisanum IBM í Tékklandi. […]

Davíð spyr Benedikt: Ætlar þú þá að banna 500 evru seðilinn?

„Það er óneitanlega skondið að sami maður vilji afnema 10 þúsund króna seðil af því að svo verðmikill seðill stuðli að skattsvikum og glæpum, á sama tíma og hann vill ólmur í evrulandið þar sem 60 þúsund króna seðlar eru daglegt brauð.“ Þetta segir höfundur Staksteina Morgunblaðsins í blaði dagsins, en það er að öllum […]

Tveir ráðherrar hverfa úr sænsku ríkisstjórninni

Tveir ráðherrar í sænsku ríkisstjórninni munu víkja úr embætti og munu fjórir nýjir ráðherrar koma inn í sænsku stjórnina. Stefán Löfren forsætisráðherra greindi frá þessu á blaðamannafundi í morgun. Sænska stjórnin leikur nú á reiðiskjálfi eftir að það kom í ljós að Samgöngustofa Svíþjóðar hafi lekið gríðarlegu magni af persónuupplýsingum og hernaðarleyndarmálum. Sjá frétt: Sænska […]

„Fólk er með stærra herbergi fyrir bílinn sinn heldur en börnin sín“

„Austurvöllurinn var umferðareyja, það var keyrt allsstaðar í kringum hann, allar göturnar, það er búið að loka þeim núna. Við erum búin að vera að taka göturnar okkar til baka frá bílunum og yfir til okkar, hvort sem það er til að gera þær að útivistarsvæðum, grænum svæðum eða göngugötum eða hvaðeina og sú þróun […]

Stefán Einar hjólar í Gísla Martein: „Voðaleg dramatík er þetta“

„Bíllinn er allsstaðar í forgangi og helmingur borgarlandsins fer í að þjónusta hann. Þeir sem ferðast öðruvísi þurfa að sýna útsjónarsemi og þolinmæði til að komast leiðar sinnar og gera það venjulega með jákvæði að leiðarljósi,“ segir Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Fésbók, en þar deilir Gísli Marteinn skopmynd Halldórs Baldurssonar […]

Lokað á Gunnar Waage vegna kvartana

Bandaríska myndbandaveitan YouTube hefur lokað reikningi Sandkassans og hafa öll myndböndin verið fjarlægð í kjölfar kvartana Útvarps Sögu um brot á höfundarrétti. Greint var frá þessu á vef Útvarps Sögu í vikunni og hefur Eyjan fengið þetta staðfest frá YouTube. Alls var um að ræða 26 útvarpsþætti af Útvarpi Sögu sem og þætti af útvarpsstöðvum […]

Bandaríkjaþing storkar Trump

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér viðskiptaþvinganir á hendur Rússum, en slíkt frumvarp gengur í berhögg við áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Bæði Trump og stjórnvöld í Rússlandi eru mótfallinn frumvarpinu og segja talsmenn stjórnvalda í Kreml að ef frumvarpið yrði að lögum þá myndi það eyðileggja […]

Biskup Íslands tekur undir með Semu Erlu og biðlar til stjórnvalda: „Við erum öll gestir á hótel jörð“

„Margir fá ekki lifað í fæðingarlandi sínu vegna ófriðar, óréttlætis eða af öðrum ástæðum. Sumir þeirra hafa leitað til Íslands og beðið um leyfi til að lifa hér og starfa. Saga þeirra er jafnan átakanleg, þar sem fólk hefur flúið hræðilegar aðstæður og valið lífið fram yfir miklar hörmungar og hættur.“ Þetta segir Agnes M. […]

Björt um skoðanakannanirnar: „Þetta sveiflast mikið hjá okkur“

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir það vera vonbrigði að flokkur hennar sé að mælast með lágt fylgi í skoðanakönnunum en fylgið sveiflist og það sé gaman þegar tölurnar séu háar. Í könnun MMR sem birtist í gær mælist Björt framtíð með 2,4% fylgi sem dugar ekki til þess að ná […]

Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tillögu um afnám Obamacare: Ósigur fyrir Donald Trump

57 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði gegn því að Obamacare verði afnumið þegar öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um málið í nótt að íslenskum tíma. 43 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. 48 demókratar og 9 repúblikanar greiddu hinsvegar atkvæði gegn frumvarpinu. Þetta er ákveðinn ósigur fyrir Donald Trump, forseta, en afnám Obamacare er eitt af helstu stefnumálum hans. […]

SME: Málflutningur Viðreisnar bendir til uppgjörs innan ríkisstjórnarinnar

Sigurjón M. Egilsson fjölmiðlamaður segir að málflutningur formanns og varaformanns Viðreisnar kalli á mikil viðbrögð frá Sjálfstæðisflokknum, móðurflokki ríkisstjórnarinnar, segir Sigurjón að það stefni allt í einhverskonar uppgjör innan ríkisstjórnarinnar. Segir Sigurjón í grein á vef sínum Miðjan að málflutningur Viðreisnar falli í grýttan jarðveg hjá helstu talsmönnum Sjálfstæðisflokksins en þrátt fyrir það boði Viðreisn […]

Rússar auka þrýsting á Úkraínustjórn með aðskilnaðarsinnum

Eftir Björn Bjarnason: Alexander Zakharsjenkó, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Rússlands, tilkynnti þriðjudaginn 18. júlí að hann ætlaði að beita sér fyrir að koma á fót Malorossija (Litla Rússlandi) með Donetsk sem höfuðborg. Á tímum Rússakeisara var þetta orð notað um hluta þess lands sem nú er Úkraína og vekur það vondar minningar í huga margra […]

Inga Sæland í borgina

Inga Sæland formaður Flokks fólksins verður oddviti flokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík á næsta ári. Inga staðfesti þetta við Vísi í dag. Flokkur fólksins hefur sótt fram í könnunum og mælist nú með 6,1% fylgi í nýrri könnun MMR sem birt var í dag, er það meira fylgi en stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð sem […]

Jökulsárlón og nærliggjandi svæði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og umfangsmikilla svæða sem liggja að lóninu. Um leið er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Mað friðlýsingunni nær þjóðgarðurinn frá hæsta tindi landsins niður að fjöru. Þessi breyting felur í sér að hluti þjóðvegar 1 liggur nú í […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is