Fimmtudagur 13.07.2017 - 19:14 - Ummæli ()

Gunnar hætti sem ritstjóri eftir að hann kallaði Ingu Sæland „Nasista ömmu“

Inga Sæland og Gunnar Waage. Samsett mynd/DV

Gunnar Hjartarson hefur sagt af sér sem ritstjóri vefritsins Sandkassinn eftir aðeins rúmar þrjár vikur í starfi, Gunnar tilkynnti afsögn sína í kjölfar umleitana blaðamanns Eyjunnar um að komast í samband við hann eftir að hann birti pistil í gær á Sandkassanum þar sem hann kallaði Ingu Sæland, formanns Flokks fólks, „Nasista ömmu“.

Í gær birti Sandkassinn greinina „Nasista Ömmurnar“ eftir þáverandi ritstjóra síðunnar, Gunnar Hjartarson. Í greininni setur hann Ingu Sæland í hóp með eldri konum sem munu vera yfirlýstir nasistar. Segir Gunnar að meintur málflutningur Ingu, um að öryrkjar og aldraðir hafi það slæmt á Íslandi vegna komu hælisleitenda til landsins, sé sami málflutningur og nasistar voru með á dögum Þriðja ríkisins:

Þessi málflutningur er nákvæmlega sá sami og nasistar boðuðu á sínum tíma en munurinn er sá að Inga ræðst gegn öðrum minnihlutahópum en gyðingum,

Gunnar Hjartarson. Haraldur segir í samtali við Eyjuna að búið sé að eiga við myndina í myndvinnsluforriti.

sagði Gunnar í pistlinum. Sandkassinn hefur vakið nokkra athygli í netheimum fyrir herská skrif sín gegn þeim sem eru á móti komu hælisleitenda til Íslands, hefur vefritið meðal annars birt lista yfir Íslendinga sem vefritið kallar „nýrasista“, en þar má meðal annars finna fjölmiðlafólk sem og þingmenn og fyrrverandi forsætisráðherra. Gunnar Hjartarson tók við sem ritstjóri Sandkassans þann 20.júní síðastliðinn þegar Gunnar Waage steig til hliðar. Hávær orðrómur hefur gengið um að Gunnar Hjartarson og Gunnar Waage sé einn og sami maðurinn og reyndi blaðamaður Eyjunnar að ná tali af Gunnari Hjartarsyni í gær og í dag en án árangurs. Í kjölfar umleitana blaðamanns um að fá að tala við Gunnar Hjartarson, hvort sem það sé í gengum síma eða í eigin persónu, fékk blaðamaður þau svör frá Gunnari Waage um að Gunnar Hjartarson væri hættur sem ritstjóri Sandkassans. Í gærkvöldi birti Gunnar Hjartarson svo færslu á Fésbók um að hann hefði stigið til hliðar sem ritstjóri Sandkassanns. Ein ástæðan fyrir því væri að hann vilji ekki gera líf sitt opinbert og setja þannig fjölskyldu sína í hættu:

Fremsti mannréttindavefur landsins þarf að hafa hugrakka menn sem eru tilbúnir að stíga það skref að koma opinberlega fram í fjölmiðlum sem andlit þeirrar stefnu sem þeir boða. Ég lifi sjálfur ósköp venjulegu og þægilegu lífi. Á ekki mikið af seðlum en góða fjölskyldu sem mér er mjög annt um. Vil ég fyrir enga muni setja fjölskyldu mína í stórhættu með að gera líf mitt opinbert og fá brjálaða rasista og öfgamenn á hæla mér,

sagði Gunnar Hjartarson og þakkaði Gunnari Waage og nýjum ritstjóra, Haraldi Davíðssyni, fyrir að þora að koma fram. Haraldur sagði í samtali við Eyjuna í dag að hann skyldi vel þá ákvörðun um að koma ekki fram opinberlega þar sem bæði hann og Gunnar Waage hefðu þurft að sæta hótunum af hálfu ofbeldismanna vegna skrifa þeirra á Sandkassann. Aðspurður um hvort Gunnar Hjartarson og Gunnar Waage væru sami maðurinn sagði Haraldur:

Þetta er búið að vera mjög skemmtileg brella hjá ákveðnum hópi þjóðreminga hérna að þeir vilja bara ekki trúa því að fleiri manneskjur en Sema Erla og Gunnar Waage geti verið á móti þeim.

Haraldur segist þó ekki hafa hitt Gunnar Hjartarson í eigin persónu á þeim tíma sem þeir hafi setið saman í ritstjórn Sandkassans, en hann hafi oft og mörgum sinnum talað við hann á netinu. Segir Haraldur að þeir hafi þekkst í nokkur ár. Telur hann ekki trúlegt að Gunnar Hjartarson geti verið sami maðurinn og Gunnar Waage þar sem þeir noti önnur stílbrögð í skrifum sínum.

„Best er að þetta er allt fullorðið fólk“

Haraldur segir þeir sem sitji í ritstjórn Sandkassans standa undir sífelldum hótunum, þar á meðal frá þekktum ofbeldismönnum sem hafi til dæmis brotið glugga á heimili Gunnars Waage, því skilji hann vel að Gunnar Hjartarson vilji ekki stíga fram:

Það er verið að birta heimilisföngin okkar, heimilisföng foreldra okkar, börnin okkar eru dregin inn í þetta til að reyna að ógna okkur,

segir Haraldur. Oft sé um að ræða gervimenni á netinu, fólk sem sigli undir fölsku flaggi á Fésbók, sem þeir hafi nokkrum tilfellum flett ofan af. Haraldur segir þetta allt makalaust:

Best er að þetta er allt fullorðið fólk.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Gísli Marteinn: „Fólk er með stærra herbergi fyrir bílinn sinn heldur en börnin sín“

„Austurvöllurinn var umferðareyja, það var keyrt allsstaðar í kringum hann, allar göturnar, það er búið að loka þeim núna. Við erum búin að vera að taka göturnar okkar til baka frá bílunum og yfir til okkar, hvort sem það er til að gera þær að útivistarsvæðum, grænum svæðum eða göngugötum eða hvaðeina og sú þróun […]

Stefán Einar hjólar í Gísla Martein: „Voðaleg dramatík er þetta“

„Bíllinn er allsstaðar í forgangi og helmingur borgarlandsins fer í að þjónusta hann. Þeir sem ferðast öðruvísi þurfa að sýna útsjónarsemi og þolinmæði til að komast leiðar sinnar og gera það venjulega með jákvæði að leiðarljósi,“ segir Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Fésbók, en þar deilir Gísli Marteinn skopmynd Halldórs Baldurssonar […]

Lokað á Gunnar Waage vegna kvartana

Bandaríska myndbandaveitan YouTube hefur lokað reikningi Sandkassans og hafa öll myndböndin verið fjarlægð í kjölfar kvartana Útvarps Sögu um brot á höfundarrétti. Greint var frá þessu á vef Útvarps Sögu í vikunni og hefur Eyjan fengið þetta staðfest frá YouTube. Alls var um að ræða 26 útvarpsþætti af Útvarpi Sögu sem og þætti af útvarpsstöðvum […]

Bandaríkjaþing storkar Trump

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér viðskiptaþvinganir á hendur Rússum, en slíkt frumvarp gengur í berhögg við áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Bæði Trump og stjórnvöld í Rússlandi eru mótfallinn frumvarpinu og segja talsmenn stjórnvalda í Kreml að ef frumvarpið yrði að lögum þá myndi það eyðileggja […]

Biskup Íslands tekur undir með Semu Erlu og biðlar til stjórnvalda: „Við erum öll gestir á hótel jörð“

„Margir fá ekki lifað í fæðingarlandi sínu vegna ófriðar, óréttlætis eða af öðrum ástæðum. Sumir þeirra hafa leitað til Íslands og beðið um leyfi til að lifa hér og starfa. Saga þeirra er jafnan átakanleg, þar sem fólk hefur flúið hræðilegar aðstæður og valið lífið fram yfir miklar hörmungar og hættur.“ Þetta segir Agnes M. […]

Björt um skoðanakannanirnar: „Þetta sveiflast mikið hjá okkur“

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir það vera vonbrigði að flokkur hennar sé að mælast með lágt fylgi í skoðanakönnunum en fylgið sveiflist og það sé gaman þegar tölurnar séu háar. Í könnun MMR sem birtist í gær mælist Björt framtíð með 2,4% fylgi sem dugar ekki til þess að ná […]

Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tillögu um afnám Obamacare: Ósigur fyrir Donald Trump

57 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði gegn því að Obamacare verði afnumið þegar öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um málið í nótt að íslenskum tíma. 43 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. 48 demókratar og 9 repúblikanar greiddu hinsvegar atkvæði gegn frumvarpinu. Þetta er ákveðinn ósigur fyrir Donald Trump, forseta, en afnám Obamacare er eitt af helstu stefnumálum hans. […]

SME: Málflutningur Viðreisnar bendir til uppgjörs innan ríkisstjórnarinnar

Sigurjón M. Egilsson fjölmiðlamaður segir að málflutningur formanns og varaformanns Viðreisnar kalli á mikil viðbrögð frá Sjálfstæðisflokknum, móðurflokki ríkisstjórnarinnar, segir Sigurjón að það stefni allt í einhverskonar uppgjör innan ríkisstjórnarinnar. Segir Sigurjón í grein á vef sínum Miðjan að málflutningur Viðreisnar falli í grýttan jarðveg hjá helstu talsmönnum Sjálfstæðisflokksins en þrátt fyrir það boði Viðreisn […]

Rússar auka þrýsting á Úkraínustjórn með aðskilnaðarsinnum

Eftir Björn Bjarnason: Alexander Zakharsjenkó, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Rússlands, tilkynnti þriðjudaginn 18. júlí að hann ætlaði að beita sér fyrir að koma á fót Malorossija (Litla Rússlandi) með Donetsk sem höfuðborg. Á tímum Rússakeisara var þetta orð notað um hluta þess lands sem nú er Úkraína og vekur það vondar minningar í huga margra […]

Inga Sæland í borgina

Inga Sæland formaður Flokks fólksins verður oddviti flokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík á næsta ári. Inga staðfesti þetta við Vísi í dag. Flokkur fólksins hefur sótt fram í könnunum og mælist nú með 6,1% fylgi í nýrri könnun MMR sem birt var í dag, er það meira fylgi en stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð sem […]

Jökulsárlón og nærliggjandi svæði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og umfangsmikilla svæða sem liggja að lóninu. Um leið er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Mað friðlýsingunni nær þjóðgarðurinn frá hæsta tindi landsins niður að fjöru. Þessi breyting felur í sér að hluti þjóðvegar 1 liggur nú í […]

Sænska ríkið lekur gríðarlegu magni af persónuupplýsingum

Hernaðarleyndarmál sem og persónuupplýsingar um milljónir Svía hafa lekið á netið. Greint er frá þessu í sænskum fjölmiðlum og á vef Hacker News í dag en upplýsingarnar koma frá sænska ríkinu. Svo virðist sem Samgöngustofa Svía, Transportstyrelsen, hafi óvart lekið upplýsingunum þegar stofnunin var að færa gögnin í varðveislu tæknifyrirtækisins IBM. Lekinn hefur það í […]

Flokkur fólksins stærri en Viðreisn og Björt framtíð

Flokkur fólksins mælist með meira fylgi en stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð. Mælist Flokkur fólksins með 6,1% fylgi á meðan Viðreisn mælist með 4,7% fylgi og Björt framtíð með 2,4% fylgi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Hvorugur stjórnarflokkurinn næði manni inn á þing ef kosið yrði í dag. Sjálfstæðisflokkurinn […]

Viðreisn mun aldrei hætta að tala um framtíðarmöguleika á upptöku evru og aðild Íslands að ESB

Viðreisn mun halda áfram tala fyrir myntráði, að halda krónunni en binda hana við annan gjaldmiðil og fyrir framtíðarmöguleikum þess að taka upp evru með ESB-aðild. Þetta segir Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar í pistli í Fréttablaðinu í dag. Segir hún að krónuhagkerfið geri það að verkum að það sé ekki sjálfsagt fyrir Íslendinga að […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is