Fimmtudagur 13.07.2017 - 14:49 - Ummæli ()

Harðar deilur um súlu múslima í Skógarhlíð: „Þá hlýtur þú að vera andsetinn“

Margrét Friðriksdóttir, Salmann Tamimi og Þórarinn Þórarinsson. Samsett mynd/DV

„Hvernig líst íbúum Hlíðanna á að fá þennan söng til sín 5 sinnum á dag? Söng sem byrjar kl. 5 á morgnanna. En nú er víst búið að samþykkja af meirihluta borgarstjórnar stækkun á byggingu fyrir stórmosku í Eskihlíðinni og turninn einnig samþykktur, en í gegnum turninn verður þessu ávarpað yfir hálfa Reykjavík.“

Að þessu spyr Margrét Friðriksdóttir frumkvöðlafræðingur og einn stjórnanda Stjórnmálaspjallsins á Facebook, í kjölfarið sköpuðust harðar umræður um hávaða í kirkjuklukkum, yfirvöld í Reykjavík og hvað Jesú frá Nasaret gæti haft að segja um málið. Margrét vísar til leyfi sem borgaryfirvöld gáfu Stofnun múslima á Íslandi um að reisa súlu við húsnæði sitt í Skógarhlíð ásamt leyfi til að hýsa gistiþjónustu.

Redouane Adam Anbari trúnaðarmaður hjá Stofnun múslima í Skógarhlíð segir í samtali við Eyjuna að það sé óvíst hvenær eða hvort súlan rísi í Skógarhlíð, hún eigi að vera um 7 metra há og þvertekur hann fyrir að einhver búnaður verði settur á súluna:

Þetta á bara að vera skraut, með fallegum mósaíkmyndum. Eitthvað fallegt sem túristar og aðrir geta tekið myndir af.  Við vitum alveg að við erum á Íslandi og hér eru aðrar reglur, við erum ekki að fara að vera með bænaköll eða setja hátalara eða ljós á súluna. Súlan á bara að vera falleg, en miðað við síðasta fund með arkitektinum þá er ég ekki viss hvort eða hvenær hún rís.

Hávær orðrómur hefur verið meðal þeirra sem eru mótfallnir byggingu mosku í Reykjavík um að múslimar ætli að hefja bænaköll snemma á morgnanna, erfiðlega hefur gengið að kveða slíkan orðróm niður þrátt fyrir ítrekaðan fréttaflutning. Vill Adam taka af allan vafa um að það verði ekki bænaköll, hvorki að morgni né að degi til:

Við þjónum bara innandyra, við erum ekki með nein bænaköll og það stendur ekki til að vera með bænaköll. Tímasetningar bæna breytast með árstíðunum, nú í sumar er fyrsta bæn klukkan níu á morgnanna og síðasta er klukkan átta á kvöldin. Við köllum ekki á fólk í bænir og við erum ekki að fara að gera það klukkan fimm á morgnanna.

Andsetinn mússi í felum

Þórarinn Þórarinsson, áður blaðamaður á Fréttablaðinu og ritstjóri Mannlífs, spurði Margréti hvort bænakallið væri eitthvað verra en „kirkjuklukkuglamrið“ fyrir hádegi á sunnudögum:

Þetta sker ekki jafn illa í þunn eyru og kirkjuglamrið. Og ég hef nú búið í návígi við aðeins of margar kirkjur í gegnum tíðina.

Margrét spurði á móti hvort Þórarinn væri andsetinn:

Ok. Þá hlýtur þú að vera andsetinn eða eitthvað álíka fyrst saklausar kirkjuklukkur gera þér svona mikið mein, er ekki næst að setja konuna í búrku?

Sagði Þórarinn að hávaðamengunin væri meiri af kirkjuklukkum en „spangóli íslamistana“, hann væri „hundheiðinn“ og fyndist þetta „kósý“. Margrét sagði að ef svo væri þá hlyti Þórarinn að vera laumu-múslimi:

Þá ertu mússi í felum Þórarinn, farðu nú að koma útúr skápnum, þetta gengur ekki lengur.

„Er kannski kominn tími á að fara í kirkju?“

Veltu margir upp þeirri spurningu hvort borgaryfirvöld myndu taka pólitíska ábyrgð ef stunduð yrðu bænaköll en lítil hrifning var af fyrirhugaðri ljósasúlu. Varðandi rétt fólks til að iðka trú sína í samræmi við eigin sannfæringu segir Margrét að í stjórnarskránni segir að ekkert megi fremja sem sé gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu. Það eigi við um múslima þar sem Salmann Tamimi, hjá Félagi múslima, hafi sagt í viðtali að þjófur eigi að missa höndina fyrir þjófnað:

Svona afstaða manns sem vill láta byggja mosku á Íslandi, setur spurninguna við hvort stangist á við gott siðferði og allsherjarreglu.

Í kjölfarið á því spurði Þórarinn:

„Faðir, fyrirgef þeim, því vita ekki hvað þeir gjöra“ (Lk 23.34). Ef þið væruð ekki upp til hópa illa upplýstir fasistar þá mætti hugsanlega hlæja að þessu. En þið ættuð að prufa að horfa inn í biksvört og hatursfull hjörtu ykkar og spyrja ykkur í leiðinni að því hvort þið séuð nokkuð sérstaklega höll undir boðskap Jesúa frá Nazareth? Hann dó að vísu á krossinum fyrir rétt ykkar til þess að vera illa innrætt og hatursfullt fólk en mig rennir í grun að það hafi ekki verið planið hjá þeim himnafeðgum. Er kannski kominn tími á að fara í kirkju og praktísera það sem Jesúsa predikaði?

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Siðmennt fylgjandi umskurðarfrumvarpi

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til að samþykkja frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem bannar umskurð drengja, í umsögn sinni um frumvarpið.   „Þar sem um er að ræða alvarlegt og óafturkræft inngrip er óásættanlegt að börn undir lögaldri séu umskorin,“ segir meðal annars í umsögninni. Siðmennt segir að brotið sé […]

Ban Ki-moon segir að læra megi af Íslendingum í jafnréttismálum

Sjálfbærnistofnun Ban Ki-moon var sett á fót árið 2017 með það markmið að styðja við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þar sem sérstök áhersla er lögð á málefni kvenna og ungs fólks. Ban Ki-moon, sem var aðalritari Sameinuðu þjóðanna árin 2007-2016, átti fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Líney Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ, í […]

1000 milljarðar króna undanþegnir skatti

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Það er kallað á meira framlag frá ríkinu til óteljandi málaflokka. Þrátt fyrir að ríkissjóður hafi bólgnað út vegna aukinna tekna sem fylgja uppsveiflunni í hagkerfinu þá er víða kvartað sáran undan naglaskap í fjárveitingum til velferðar- og heilbrigðismála. Framlög til menntamála eru skorin við nögl og erlendar athuganir sýna hnignandi […]

Starfsgreinarsambandið fagnar launaskriðstryggingu

Laun þeirra ríkisstarfsmanna sem eru í aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands fá nú í fyrsta sinn svokallaða launaskriðstryggingu sem gefur að meðaltali 1,8% hækkun á laun afturvirkt frá 1. janúar 2017. Leiðréttingin kemur til útborgunar á flestum stöðum þann 1. mars. Þetta er gert á grundvelli rammasamkomulags í tengslum við síðustu kjarasamninga til að tryggja að launaskrið […]

Guðlaugur Þór: Bretar vilja tryggja réttindi íslenskra borgara í Brexit

Samkvæmt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, er það vilji breskra yfirvalda að virða og tryggja réttindi íslendinga, svo þeir sitji við sama borð og aðrir. Brexit sé forgangsmál. „Brexit er og verður forgangsmál hjá okkur í utanríkisráðuneytinu og mikil vinna fer nú fram í ráðuneytum hér á landi við að vernda hagsmuni okkar vegna útgöngu Breta […]

Íbúðum fjölgaði um 1.800 í fyrra – Lítil fjölgun milli ára

Íbúðum hér á landi fjölgaði um 1.759 í fyrra. Til samanburðar fjölgaði þeim um 1.580 árið 2016 og er aukningin því einungis tæplega 200 íbúðir milli ára. Þetta má sjá í nýjum tölum sem Þjóðskrá Íslands hefur birt. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur orðið aukning í fjölgun íbúða undanfarin ár. Fjölgunin hefur […]

Brynjar baunar á Halldór: „Svona menn eiga bara að vinna á vernduðum vinnustað“

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þeir sem kalli á afsökunarbeiðni vegna veru Eyþórs Arnalds á fundi borgarstjórnar og þingmanna eigi bara vinna á vernduðum vinnustað. Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata sendi í gær harðort bréf til allra borgarfulltrúa og þingmanna Reykjavíkurkjördæmanna tveggja þar sem hann fer fram á að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bæðist […]

„Þingmenn sem þegið hafa bætur og ráðstafað því í kaup á húsnæði ættu að skila því, ella vera bornir út“

Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmeðlimur Pírata á Suðurnesjum, spyr hvort það sé ekki réttmæt krafa að fólk sem búi ekki í því sveitarfélagi sem það vinnur, fái sömu kjör og þingmenn. Þá vill hann að allar upplýsingar um fjárveitingar til þingmanna síðustu 20 árin verði gerð opinber. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórólfi. Hann segir […]

Styrmir: Evrópuríkin treysta Bandaríkjunum ekki lengur

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, lætur öryggismál Evrópu sig varða í dag. Þar segir hann að ríki Evrópusambandsins ætli sér að stórauka samstarf sitt í öryggis- og varnarmálum, þar sem þau treysti ekki lengur á NATO með sama hætti og áður. Ástæðan fyrir því sé Donald Trump Bandaríkjaforseti. Það er rétt hjá Styrmi að heimurinn […]

Gunnar Smári segir Samtök atvinnulífsins aðeins þjóna fámennri auðklíku

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, setur fram áhugaverða tölfræði á Facebooksíðu sinni um skiptingu auðs á Íslandi. Þar segir að aðeins 50 manneskjur á Íslandi eigi 53% alls eiginfjár íslenskra fyrirtækja og 950 manns til viðbótar eiga önnur 45 prósent alls eiginfjár fyrirtækja. Þá eigi restin af þjóðinni, um 339,000 manns, tvö prósentin sem […]

Mesta fólksfjölgunin á Norðurlöndunum

Fólki fjölgar meira á Norðurlöndum en annars staðar í Evrópu. Þá er þróun aldursdreifingar afdráttarlaust á þann veg að eldri árgangar fólks eru hér stærri en að meðaltali annars staðar í álfunni. Greinileg tilhneiging er til meiri fjölgunar á þéttbýlissvæðum á öllum Norðurlöndunum og ástæða þess er ekki síst samspil milli aðflutnings fólks frá frá […]

Andrés Ingi opnar bókhaldið og upplýsir um endurgreiðslur ferðakostnaðar

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, birtir á Facebook síðu sinni bókhaldsgögn um endurgreiðslur frá Alþingi vegna ferðakostnaðar hans innanlands á árinu 2017. Upphæðin er tæpar 300.000 krónur vegna fimm viðburða. Andrés Ingi segir sjálfsagt að útgjöldin verði opinber líkt og til standi að hálfu Alþingis: „Umræðan um starfskostnað þingmanna undanfarna daga er af hinu […]

Arnaldur Hjartarson metinn hæfastur umsækjenda um dómarastöðu við Héraðsdóm Reykjavíkur

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um eitt embætti dómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Arnaldur Hjartarson, aðstoðarmaður dómara við EFTA dómstólinn, var metinn hæfastur af umsækjendum. Þetta kemur fram á vef dómsmálaráðuneytisins. Í umsögn um Arnald segir meðal annars að Arnaldur hafi almenna og víðtæka lögfræðiþekkingu, eigi […]

Utanríkisráðherra: „Meiri áhersla verður lögð á eftirlit og viðbragð á þessari lífæð milli Evrópu og Norður-Ameríku”

Varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins ræddu aukinn varnarviðbúnað og framlög til varnarmála, eflingu herstjórna NATO og stuðning við umbætur í Írak á tveggja daga fundi sínum sem lauk í Brussel í dag. Þá funduðu ráðherrarnir með varnarmálaráðherrum Finnlands og Svíþjóðar og utanríkismálastjóra ESB um vaxandi samvinnu NATO og ESB. Þetta kemur fram í tilkynningu: „Bandalaginu hefur á […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is