Fimmtudagur 13.07.2017 - 14:49 - Ummæli ()

Harðar deilur um súlu múslima í Skógarhlíð: „Þá hlýtur þú að vera andsetinn“

Margrét Friðriksdóttir, Salmann Tamimi og Þórarinn Þórarinsson. Samsett mynd/DV

„Hvernig líst íbúum Hlíðanna á að fá þennan söng til sín 5 sinnum á dag? Söng sem byrjar kl. 5 á morgnanna. En nú er víst búið að samþykkja af meirihluta borgarstjórnar stækkun á byggingu fyrir stórmosku í Eskihlíðinni og turninn einnig samþykktur, en í gegnum turninn verður þessu ávarpað yfir hálfa Reykjavík.“

Að þessu spyr Margrét Friðriksdóttir frumkvöðlafræðingur og einn stjórnanda Stjórnmálaspjallsins á Facebook, í kjölfarið sköpuðust harðar umræður um hávaða í kirkjuklukkum, yfirvöld í Reykjavík og hvað Jesú frá Nasaret gæti haft að segja um málið. Margrét vísar til leyfi sem borgaryfirvöld gáfu Stofnun múslima á Íslandi um að reisa súlu við húsnæði sitt í Skógarhlíð ásamt leyfi til að hýsa gistiþjónustu.

Redouane Adam Anbari trúnaðarmaður hjá Stofnun múslima í Skógarhlíð segir í samtali við Eyjuna að það sé óvíst hvenær eða hvort súlan rísi í Skógarhlíð, hún eigi að vera um 7 metra há og þvertekur hann fyrir að einhver búnaður verði settur á súluna:

Þetta á bara að vera skraut, með fallegum mósaíkmyndum. Eitthvað fallegt sem túristar og aðrir geta tekið myndir af.  Við vitum alveg að við erum á Íslandi og hér eru aðrar reglur, við erum ekki að fara að vera með bænaköll eða setja hátalara eða ljós á súluna. Súlan á bara að vera falleg, en miðað við síðasta fund með arkitektinum þá er ég ekki viss hvort eða hvenær hún rís.

Hávær orðrómur hefur verið meðal þeirra sem eru mótfallnir byggingu mosku í Reykjavík um að múslimar ætli að hefja bænaköll snemma á morgnanna, erfiðlega hefur gengið að kveða slíkan orðróm niður þrátt fyrir ítrekaðan fréttaflutning. Vill Adam taka af allan vafa um að það verði ekki bænaköll, hvorki að morgni né að degi til:

Við þjónum bara innandyra, við erum ekki með nein bænaköll og það stendur ekki til að vera með bænaköll. Tímasetningar bæna breytast með árstíðunum, nú í sumar er fyrsta bæn klukkan níu á morgnanna og síðasta er klukkan átta á kvöldin. Við köllum ekki á fólk í bænir og við erum ekki að fara að gera það klukkan fimm á morgnanna.

Andsetinn mússi í felum

Þórarinn Þórarinsson, áður blaðamaður á Fréttablaðinu og ritstjóri Mannlífs, spurði Margréti hvort bænakallið væri eitthvað verra en „kirkjuklukkuglamrið“ fyrir hádegi á sunnudögum:

Þetta sker ekki jafn illa í þunn eyru og kirkjuglamrið. Og ég hef nú búið í návígi við aðeins of margar kirkjur í gegnum tíðina.

Margrét spurði á móti hvort Þórarinn væri andsetinn:

Ok. Þá hlýtur þú að vera andsetinn eða eitthvað álíka fyrst saklausar kirkjuklukkur gera þér svona mikið mein, er ekki næst að setja konuna í búrku?

Sagði Þórarinn að hávaðamengunin væri meiri af kirkjuklukkum en „spangóli íslamistana“, hann væri „hundheiðinn“ og fyndist þetta „kósý“. Margrét sagði að ef svo væri þá hlyti Þórarinn að vera laumu-múslimi:

Þá ertu mússi í felum Þórarinn, farðu nú að koma útúr skápnum, þetta gengur ekki lengur.

„Er kannski kominn tími á að fara í kirkju?“

Veltu margir upp þeirri spurningu hvort borgaryfirvöld myndu taka pólitíska ábyrgð ef stunduð yrðu bænaköll en lítil hrifning var af fyrirhugaðri ljósasúlu. Varðandi rétt fólks til að iðka trú sína í samræmi við eigin sannfæringu segir Margrét að í stjórnarskránni segir að ekkert megi fremja sem sé gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu. Það eigi við um múslima þar sem Salmann Tamimi, hjá Félagi múslima, hafi sagt í viðtali að þjófur eigi að missa höndina fyrir þjófnað:

Svona afstaða manns sem vill láta byggja mosku á Íslandi, setur spurninguna við hvort stangist á við gott siðferði og allsherjarreglu.

Í kjölfarið á því spurði Þórarinn:

„Faðir, fyrirgef þeim, því vita ekki hvað þeir gjöra“ (Lk 23.34). Ef þið væruð ekki upp til hópa illa upplýstir fasistar þá mætti hugsanlega hlæja að þessu. En þið ættuð að prufa að horfa inn í biksvört og hatursfull hjörtu ykkar og spyrja ykkur í leiðinni að því hvort þið séuð nokkuð sérstaklega höll undir boðskap Jesúa frá Nazareth? Hann dó að vísu á krossinum fyrir rétt ykkar til þess að vera illa innrætt og hatursfullt fólk en mig rennir í grun að það hafi ekki verið planið hjá þeim himnafeðgum. Er kannski kominn tími á að fara í kirkju og praktísera það sem Jesúsa predikaði?

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ný sýn í skipulagsmálum – Brú yfir Skerjafjörð

Björn Jón Bragason, áhugamaður um skipulagsmál, hefur í nýrri heimildarmynd velt upp möguleikum á brú yfir Skerjafjörð, svokallaðri Skerjabraut. Björn segir að öllum megi ljóst vera að bæta þurfi verulega umferðarflæðið um borgina, enda helstu stofnbrautir löngu sprungnar. „Þetta hefur haft í för með sér að verslun og þjónusta færist sífellt fjær miðbænum og suður […]

Borgarfulltrúum fjölgað í 23 – Sjálfstæðismenn á móti

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjöldi borgarfulltrúa frá og með næsta kjörtímabili yrði 23, eða sá lágmarksfjölda fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum. Afgreiðslu tillögu um fjölda borgarfulltrúa var frestað á fundi borgarstjórnar í sumar þar sem ráðherra sveitarstjórnarmála hafði boðað frumvarp sem fól í sér breytingu á lágmarksfjölda borgarfulltrúa […]

Íslenska apaplánetan

Einar Kárason skrifar: Ef við horfum framhjá þeim efnahagslega harmleik sem reið yfir landið og íbúa þess í kjölfar hrunsins þá má samt segja að það hafi ekki komið degi of snemma; um margt forðaði það þjóðfélagi okkar frá því að breytast í hreinræktaða apaplánetu. Siðlaus og heimskur lýður var við það að ná tökum […]

„Ekki í fyrsta og örugglega ekki í síðasta skipti sem Sjálfstæðismenn eru ósammála“

Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna, SUS, lýsir yfir fullu trausti til Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra og hafnar því alfarið að Sjálfstæðisflokkurinn sýni léttuð þegar komi að kynferðisafbrotum. Í fyrradag sendi Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, frá sér ályktun þar sem lýst var yfir vonbrigðum með Sigríði Á. Andersen vegna trúnaðarbrests í starfi. Ályktun Heimdallar fengu […]

Framsóknarflokkurinn kominn í kosningagír: „Það hefur oft verið þörf, en nú er nauðsyn“

Kosningabarátta Framsóknarflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar hófst formlega í gærkvöldi þegar Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og oddviti í Reykjavík suður, fundaði í höfuðstöðvum flokksins í gærkvöldi. Húsfylli var á fundinum þar sem var rætt um stjórnmálaástandið og stöðuna í íslenskum stjórnmálum. ,,Ég er bjartsýn á næstu daga og vikur. Það má segja að kosningabaráttan í Reykjavík […]

Sigríður Andersen hafnar ásökunum um þöggun: „Ég frábið mér þennan málflutning“

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafnar því alfarið að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt um mál tengd uppreist æru. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem er nýlokið var gengið hart að ráðherra, spurði Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar hver bæri ábyrgð á því að þagga niður og koma í veg fyrir að nöfn þeirra sem veittu […]

Borgarfulltrúi Pírata segist hafa verið gerandi í kynferðisbrotamáli

Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir að hann hafi verið gerandi í kynferðisbrotamáli. Hann hefur áður sagt frá því að hann hafi verið kynferðisbrotaþoli.

Guðfinna ætlar á þing

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og Flugvallarvina stefnir á þing. Tilkynnti hún á fjölmennum fundi hjá Framsóknarfélagi Reykjavíkur í gærkvöldi ákvörðun sína að gefa kost á sér í 1.sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum. Karl Garðarsson bauð sig fram fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum, en hann náði ekki inn á […]

Eygló gefur ekki kost á sér

Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi félagsmálaráðherra gefur ekki kost á sér í komandi Alþingiskosningum. Eygló hefur setið á þingi frá því í nóvember 2008, segir hún í yfirlýsingu, sem sjá má hér, að hún hafi lengi verið sannfærð um að þingmennska eigi ekki að vera ævistarf: „Í nóvember 2008 tók ég sæti á Alþingi […]

VG og Sjálfstæðisflokkurinn jafnstór – Flokkur fólksins stærri en Framsókn og Samfylking

Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn mælast með jafn mikið fylgi, eða 23%, í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Könnunin var gerð í gær og svöruðu 800 manns. 64% þeirra sem náðist í tóku afstöðu og því geta niðurstöðurnar breyst talsvert eftir því sem fleiri taka ákvörðun. Píratar eru þriðju stærsti flokkurinn með 13,7% fylgi. […]

Eng­inn lesið Gagn og gam­an og Litlu gulu hænu ís­lenskr­ar stjórn­skip­un­ar­hefðar og standa á gati

„Enn hef­ur ekki verið upp­lýst hvers vegna rík­is­stjórn­in sprakk. Ekki þannig að skilj­an­legt sé. En vitað er að hún var sprengd með til­kynn­ingu sem barst frá heim­ili Ótt­ars Proppé, leiðtoga Bjartr­ar framtíðar, skömmu eft­ir miðnætti (!) aðfaranótt föstu­dags. Eng­in skýr­ing hef­ur verið gef­in á hvers vegna mátti ekki taka þessa ákvörðun í björtu. At­b­urðarás­in staðfest­ir […]

Smári svarar fyrir Jimmy Savile ummælin: „Ófullkomin samlíking“

Smári McCarthy þingmaður Pírata segir að ummæli sín um breska sjónvarpsmanninn og kynferðisbrotamanninn Jimmy Savile og stjórnarslitin hafi verið vísvitandi rangtúlkuð til að láta það hljóma eins og Smári hafi verið að líkja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra við barnaníðinginn alræmda. Segir Smári að þetta hafi ófullkomin samlíking. Líkt og Eyjan greindi frá um helgina þá olli […]

Margrét yfirgefur Frelsisflokkinn: „Nú er bara að vona að Inga Sæland komist á þing“

Margrét Friðríksdóttir hefur yfirgefið Frelsisflokkinn vegna trúnaðarbrests og hefur þess í stað gengið til liðs við Flokk fólksins. Margrét staðfesti það í samtali við Eyjuna að orðið hafi trúnaðarbrestur í Frelsisflokknum, en líkt og greint var frá lok ágúst stefndi Margrét á að leiða Frelsisflokkinn í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári. Sjá einnig: Frelsisflokkurinn […]

Vilhjálmur krefst svara: „Hvaða stjónmálaflokkar ætla að standa með alþýðu þessa lands?“

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness veltir fyrir sér í ljósi þess að kosið verður til Alþingis þann 28. október næstkomandi hver kosningaloforð flokkanna verði. Hvort Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð muni lofa því að hækka álögur á bensín um 9 krónur á lítrann og dísilolíu um 22 krónur sem gerir það að verkum að neysluvísitalan […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is