Fimmtudagur 13.07.2017 - 14:49 - Ummæli ()

Harðar deilur um súlu múslima í Skógarhlíð: „Þá hlýtur þú að vera andsetinn“

Margrét Friðriksdóttir, Salmann Tamimi og Þórarinn Þórarinsson. Samsett mynd/DV

„Hvernig líst íbúum Hlíðanna á að fá þennan söng til sín 5 sinnum á dag? Söng sem byrjar kl. 5 á morgnanna. En nú er víst búið að samþykkja af meirihluta borgarstjórnar stækkun á byggingu fyrir stórmosku í Eskihlíðinni og turninn einnig samþykktur, en í gegnum turninn verður þessu ávarpað yfir hálfa Reykjavík.“

Að þessu spyr Margrét Friðriksdóttir frumkvöðlafræðingur og einn stjórnanda Stjórnmálaspjallsins á Facebook, í kjölfarið sköpuðust harðar umræður um hávaða í kirkjuklukkum, yfirvöld í Reykjavík og hvað Jesú frá Nasaret gæti haft að segja um málið. Margrét vísar til leyfi sem borgaryfirvöld gáfu Stofnun múslima á Íslandi um að reisa súlu við húsnæði sitt í Skógarhlíð ásamt leyfi til að hýsa gistiþjónustu.

Redouane Adam Anbari trúnaðarmaður hjá Stofnun múslima í Skógarhlíð segir í samtali við Eyjuna að það sé óvíst hvenær eða hvort súlan rísi í Skógarhlíð, hún eigi að vera um 7 metra há og þvertekur hann fyrir að einhver búnaður verði settur á súluna:

Þetta á bara að vera skraut, með fallegum mósaíkmyndum. Eitthvað fallegt sem túristar og aðrir geta tekið myndir af.  Við vitum alveg að við erum á Íslandi og hér eru aðrar reglur, við erum ekki að fara að vera með bænaköll eða setja hátalara eða ljós á súluna. Súlan á bara að vera falleg, en miðað við síðasta fund með arkitektinum þá er ég ekki viss hvort eða hvenær hún rís.

Hávær orðrómur hefur verið meðal þeirra sem eru mótfallnir byggingu mosku í Reykjavík um að múslimar ætli að hefja bænaköll snemma á morgnanna, erfiðlega hefur gengið að kveða slíkan orðróm niður þrátt fyrir ítrekaðan fréttaflutning. Vill Adam taka af allan vafa um að það verði ekki bænaköll, hvorki að morgni né að degi til:

Við þjónum bara innandyra, við erum ekki með nein bænaköll og það stendur ekki til að vera með bænaköll. Tímasetningar bæna breytast með árstíðunum, nú í sumar er fyrsta bæn klukkan níu á morgnanna og síðasta er klukkan átta á kvöldin. Við köllum ekki á fólk í bænir og við erum ekki að fara að gera það klukkan fimm á morgnanna.

Andsetinn mússi í felum

Þórarinn Þórarinsson, áður blaðamaður á Fréttablaðinu og ritstjóri Mannlífs, spurði Margréti hvort bænakallið væri eitthvað verra en „kirkjuklukkuglamrið“ fyrir hádegi á sunnudögum:

Þetta sker ekki jafn illa í þunn eyru og kirkjuglamrið. Og ég hef nú búið í návígi við aðeins of margar kirkjur í gegnum tíðina.

Margrét spurði á móti hvort Þórarinn væri andsetinn:

Ok. Þá hlýtur þú að vera andsetinn eða eitthvað álíka fyrst saklausar kirkjuklukkur gera þér svona mikið mein, er ekki næst að setja konuna í búrku?

Sagði Þórarinn að hávaðamengunin væri meiri af kirkjuklukkum en „spangóli íslamistana“, hann væri „hundheiðinn“ og fyndist þetta „kósý“. Margrét sagði að ef svo væri þá hlyti Þórarinn að vera laumu-múslimi:

Þá ertu mússi í felum Þórarinn, farðu nú að koma útúr skápnum, þetta gengur ekki lengur.

„Er kannski kominn tími á að fara í kirkju?“

Veltu margir upp þeirri spurningu hvort borgaryfirvöld myndu taka pólitíska ábyrgð ef stunduð yrðu bænaköll en lítil hrifning var af fyrirhugaðri ljósasúlu. Varðandi rétt fólks til að iðka trú sína í samræmi við eigin sannfæringu segir Margrét að í stjórnarskránni segir að ekkert megi fremja sem sé gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu. Það eigi við um múslima þar sem Salmann Tamimi, hjá Félagi múslima, hafi sagt í viðtali að þjófur eigi að missa höndina fyrir þjófnað:

Svona afstaða manns sem vill láta byggja mosku á Íslandi, setur spurninguna við hvort stangist á við gott siðferði og allsherjarreglu.

Í kjölfarið á því spurði Þórarinn:

„Faðir, fyrirgef þeim, því vita ekki hvað þeir gjöra“ (Lk 23.34). Ef þið væruð ekki upp til hópa illa upplýstir fasistar þá mætti hugsanlega hlæja að þessu. En þið ættuð að prufa að horfa inn í biksvört og hatursfull hjörtu ykkar og spyrja ykkur í leiðinni að því hvort þið séuð nokkuð sérstaklega höll undir boðskap Jesúa frá Nazareth? Hann dó að vísu á krossinum fyrir rétt ykkar til þess að vera illa innrætt og hatursfullt fólk en mig rennir í grun að það hafi ekki verið planið hjá þeim himnafeðgum. Er kannski kominn tími á að fara í kirkju og praktísera það sem Jesúsa predikaði?

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Gísli Marteinn: „Fólk er með stærra herbergi fyrir bílinn sinn heldur en börnin sín“

„Austurvöllurinn var umferðareyja, það var keyrt allsstaðar í kringum hann, allar göturnar, það er búið að loka þeim núna. Við erum búin að vera að taka göturnar okkar til baka frá bílunum og yfir til okkar, hvort sem það er til að gera þær að útivistarsvæðum, grænum svæðum eða göngugötum eða hvaðeina og sú þróun […]

Stefán Einar hjólar í Gísla Martein: „Voðaleg dramatík er þetta“

„Bíllinn er allsstaðar í forgangi og helmingur borgarlandsins fer í að þjónusta hann. Þeir sem ferðast öðruvísi þurfa að sýna útsjónarsemi og þolinmæði til að komast leiðar sinnar og gera það venjulega með jákvæði að leiðarljósi,“ segir Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Fésbók, en þar deilir Gísli Marteinn skopmynd Halldórs Baldurssonar […]

Lokað á Gunnar Waage vegna kvartana

Bandaríska myndbandaveitan YouTube hefur lokað reikningi Sandkassans og hafa öll myndböndin verið fjarlægð í kjölfar kvartana Útvarps Sögu um brot á höfundarrétti. Greint var frá þessu á vef Útvarps Sögu í vikunni og hefur Eyjan fengið þetta staðfest frá YouTube. Alls var um að ræða 26 útvarpsþætti af Útvarpi Sögu sem og þætti af útvarpsstöðvum […]

Bandaríkjaþing storkar Trump

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér viðskiptaþvinganir á hendur Rússum, en slíkt frumvarp gengur í berhögg við áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Bæði Trump og stjórnvöld í Rússlandi eru mótfallinn frumvarpinu og segja talsmenn stjórnvalda í Kreml að ef frumvarpið yrði að lögum þá myndi það eyðileggja […]

Biskup Íslands tekur undir með Semu Erlu og biðlar til stjórnvalda: „Við erum öll gestir á hótel jörð“

„Margir fá ekki lifað í fæðingarlandi sínu vegna ófriðar, óréttlætis eða af öðrum ástæðum. Sumir þeirra hafa leitað til Íslands og beðið um leyfi til að lifa hér og starfa. Saga þeirra er jafnan átakanleg, þar sem fólk hefur flúið hræðilegar aðstæður og valið lífið fram yfir miklar hörmungar og hættur.“ Þetta segir Agnes M. […]

Björt um skoðanakannanirnar: „Þetta sveiflast mikið hjá okkur“

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir það vera vonbrigði að flokkur hennar sé að mælast með lágt fylgi í skoðanakönnunum en fylgið sveiflist og það sé gaman þegar tölurnar séu háar. Í könnun MMR sem birtist í gær mælist Björt framtíð með 2,4% fylgi sem dugar ekki til þess að ná […]

Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tillögu um afnám Obamacare: Ósigur fyrir Donald Trump

57 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði gegn því að Obamacare verði afnumið þegar öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um málið í nótt að íslenskum tíma. 43 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. 48 demókratar og 9 repúblikanar greiddu hinsvegar atkvæði gegn frumvarpinu. Þetta er ákveðinn ósigur fyrir Donald Trump, forseta, en afnám Obamacare er eitt af helstu stefnumálum hans. […]

SME: Málflutningur Viðreisnar bendir til uppgjörs innan ríkisstjórnarinnar

Sigurjón M. Egilsson fjölmiðlamaður segir að málflutningur formanns og varaformanns Viðreisnar kalli á mikil viðbrögð frá Sjálfstæðisflokknum, móðurflokki ríkisstjórnarinnar, segir Sigurjón að það stefni allt í einhverskonar uppgjör innan ríkisstjórnarinnar. Segir Sigurjón í grein á vef sínum Miðjan að málflutningur Viðreisnar falli í grýttan jarðveg hjá helstu talsmönnum Sjálfstæðisflokksins en þrátt fyrir það boði Viðreisn […]

Rússar auka þrýsting á Úkraínustjórn með aðskilnaðarsinnum

Eftir Björn Bjarnason: Alexander Zakharsjenkó, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Rússlands, tilkynnti þriðjudaginn 18. júlí að hann ætlaði að beita sér fyrir að koma á fót Malorossija (Litla Rússlandi) með Donetsk sem höfuðborg. Á tímum Rússakeisara var þetta orð notað um hluta þess lands sem nú er Úkraína og vekur það vondar minningar í huga margra […]

Inga Sæland í borgina

Inga Sæland formaður Flokks fólksins verður oddviti flokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík á næsta ári. Inga staðfesti þetta við Vísi í dag. Flokkur fólksins hefur sótt fram í könnunum og mælist nú með 6,1% fylgi í nýrri könnun MMR sem birt var í dag, er það meira fylgi en stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð sem […]

Jökulsárlón og nærliggjandi svæði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og umfangsmikilla svæða sem liggja að lóninu. Um leið er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Mað friðlýsingunni nær þjóðgarðurinn frá hæsta tindi landsins niður að fjöru. Þessi breyting felur í sér að hluti þjóðvegar 1 liggur nú í […]

Sænska ríkið lekur gríðarlegu magni af persónuupplýsingum

Hernaðarleyndarmál sem og persónuupplýsingar um milljónir Svía hafa lekið á netið. Greint er frá þessu í sænskum fjölmiðlum og á vef Hacker News í dag en upplýsingarnar koma frá sænska ríkinu. Svo virðist sem Samgöngustofa Svía, Transportstyrelsen, hafi óvart lekið upplýsingunum þegar stofnunin var að færa gögnin í varðveislu tæknifyrirtækisins IBM. Lekinn hefur það í […]

Flokkur fólksins stærri en Viðreisn og Björt framtíð

Flokkur fólksins mælist með meira fylgi en stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð. Mælist Flokkur fólksins með 6,1% fylgi á meðan Viðreisn mælist með 4,7% fylgi og Björt framtíð með 2,4% fylgi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Hvorugur stjórnarflokkurinn næði manni inn á þing ef kosið yrði í dag. Sjálfstæðisflokkurinn […]

Viðreisn mun aldrei hætta að tala um framtíðarmöguleika á upptöku evru og aðild Íslands að ESB

Viðreisn mun halda áfram tala fyrir myntráði, að halda krónunni en binda hana við annan gjaldmiðil og fyrir framtíðarmöguleikum þess að taka upp evru með ESB-aðild. Þetta segir Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar í pistli í Fréttablaðinu í dag. Segir hún að krónuhagkerfið geri það að verkum að það sé ekki sjálfsagt fyrir Íslendinga að […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is