Fimmtudagur 13.07.2017 - 14:49 - Ummæli ()

Harðar deilur um súlu múslima í Skógarhlíð: „Þá hlýtur þú að vera andsetinn“

Margrét Friðriksdóttir, Salmann Tamimi og Þórarinn Þórarinsson. Samsett mynd/DV

„Hvernig líst íbúum Hlíðanna á að fá þennan söng til sín 5 sinnum á dag? Söng sem byrjar kl. 5 á morgnanna. En nú er víst búið að samþykkja af meirihluta borgarstjórnar stækkun á byggingu fyrir stórmosku í Eskihlíðinni og turninn einnig samþykktur, en í gegnum turninn verður þessu ávarpað yfir hálfa Reykjavík.“

Að þessu spyr Margrét Friðriksdóttir frumkvöðlafræðingur og einn stjórnanda Stjórnmálaspjallsins á Facebook, í kjölfarið sköpuðust harðar umræður um hávaða í kirkjuklukkum, yfirvöld í Reykjavík og hvað Jesú frá Nasaret gæti haft að segja um málið. Margrét vísar til leyfi sem borgaryfirvöld gáfu Stofnun múslima á Íslandi um að reisa súlu við húsnæði sitt í Skógarhlíð ásamt leyfi til að hýsa gistiþjónustu.

Redouane Adam Anbari trúnaðarmaður hjá Stofnun múslima í Skógarhlíð segir í samtali við Eyjuna að það sé óvíst hvenær eða hvort súlan rísi í Skógarhlíð, hún eigi að vera um 7 metra há og þvertekur hann fyrir að einhver búnaður verði settur á súluna:

Þetta á bara að vera skraut, með fallegum mósaíkmyndum. Eitthvað fallegt sem túristar og aðrir geta tekið myndir af.  Við vitum alveg að við erum á Íslandi og hér eru aðrar reglur, við erum ekki að fara að vera með bænaköll eða setja hátalara eða ljós á súluna. Súlan á bara að vera falleg, en miðað við síðasta fund með arkitektinum þá er ég ekki viss hvort eða hvenær hún rís.

Hávær orðrómur hefur verið meðal þeirra sem eru mótfallnir byggingu mosku í Reykjavík um að múslimar ætli að hefja bænaköll snemma á morgnanna, erfiðlega hefur gengið að kveða slíkan orðróm niður þrátt fyrir ítrekaðan fréttaflutning. Vill Adam taka af allan vafa um að það verði ekki bænaköll, hvorki að morgni né að degi til:

Við þjónum bara innandyra, við erum ekki með nein bænaköll og það stendur ekki til að vera með bænaköll. Tímasetningar bæna breytast með árstíðunum, nú í sumar er fyrsta bæn klukkan níu á morgnanna og síðasta er klukkan átta á kvöldin. Við köllum ekki á fólk í bænir og við erum ekki að fara að gera það klukkan fimm á morgnanna.

Andsetinn mússi í felum

Þórarinn Þórarinsson, áður blaðamaður á Fréttablaðinu og ritstjóri Mannlífs, spurði Margréti hvort bænakallið væri eitthvað verra en „kirkjuklukkuglamrið“ fyrir hádegi á sunnudögum:

Þetta sker ekki jafn illa í þunn eyru og kirkjuglamrið. Og ég hef nú búið í návígi við aðeins of margar kirkjur í gegnum tíðina.

Margrét spurði á móti hvort Þórarinn væri andsetinn:

Ok. Þá hlýtur þú að vera andsetinn eða eitthvað álíka fyrst saklausar kirkjuklukkur gera þér svona mikið mein, er ekki næst að setja konuna í búrku?

Sagði Þórarinn að hávaðamengunin væri meiri af kirkjuklukkum en „spangóli íslamistana“, hann væri „hundheiðinn“ og fyndist þetta „kósý“. Margrét sagði að ef svo væri þá hlyti Þórarinn að vera laumu-múslimi:

Þá ertu mússi í felum Þórarinn, farðu nú að koma útúr skápnum, þetta gengur ekki lengur.

„Er kannski kominn tími á að fara í kirkju?“

Veltu margir upp þeirri spurningu hvort borgaryfirvöld myndu taka pólitíska ábyrgð ef stunduð yrðu bænaköll en lítil hrifning var af fyrirhugaðri ljósasúlu. Varðandi rétt fólks til að iðka trú sína í samræmi við eigin sannfæringu segir Margrét að í stjórnarskránni segir að ekkert megi fremja sem sé gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu. Það eigi við um múslima þar sem Salmann Tamimi, hjá Félagi múslima, hafi sagt í viðtali að þjófur eigi að missa höndina fyrir þjófnað:

Svona afstaða manns sem vill láta byggja mosku á Íslandi, setur spurninguna við hvort stangist á við gott siðferði og allsherjarreglu.

Í kjölfarið á því spurði Þórarinn:

„Faðir, fyrirgef þeim, því vita ekki hvað þeir gjöra“ (Lk 23.34). Ef þið væruð ekki upp til hópa illa upplýstir fasistar þá mætti hugsanlega hlæja að þessu. En þið ættuð að prufa að horfa inn í biksvört og hatursfull hjörtu ykkar og spyrja ykkur í leiðinni að því hvort þið séuð nokkuð sérstaklega höll undir boðskap Jesúa frá Nazareth? Hann dó að vísu á krossinum fyrir rétt ykkar til þess að vera illa innrætt og hatursfullt fólk en mig rennir í grun að það hafi ekki verið planið hjá þeim himnafeðgum. Er kannski kominn tími á að fara í kirkju og praktísera það sem Jesúsa predikaði?

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Menntamálaráðherra: Eina sem hægt er að gera er að fá gerandann til að láta af þessu háttalagi

Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segir að vandinn í tengslum við kynferðislega áreitni sé miklu meiri en hann hafi gert sér grein fyrir. Um sé að ræða einstaklinga sem fari gegn eðlilegri háttsemi í samskiptum og það eina sem hægt sé að gera sé að fá þá til að láta af þessari háttsemi. Meira en 300 […]

Hagar hafa lengi skoðað sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum: Verður stór þáttur í framtíðinni

Finnur Árnason forstjóri Haga segir fyrirtækið hafa lengið skoðað að innleiða sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum en hár kostnaður hafi helst staðið í vegi fyrir innleiðingu slíks búnaðar hér á landi. Sjálfsafgreiðsla tíðkast víða í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem viðskiptavinir sjá sjálfir um að skanna strikamerki og borga fyrir vöruna án þess að eiga samskipti við […]

Bráðum mega landsmenn eiga lögheimili í sumarbústöðum

Brátt geta þeir sem aldrei vilja fara heim úr sumarbústaðnum tekið gleði sína en til skoðunar er að breyta lögum um lögheimili til að gera fólki kleift að vera þar með lögheimili. Sama gildir um atvinnuhúsnæði. Fram kom á ráðstefnu Reykja­víkuraka­demí­unn­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar sl. föstu­dag um ólög­legt hús­næði og óleyfisbúsetu, sem greint er frá í […]

Björn Valur: Bjarni sækir fast að því að fá sjötta ráðherrann

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sækir fast að því að fá sex ráðherra í hlut Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni en Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn taka það ekki í mál. Þetta segir Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna í færslu á Fésbók. Björn Valur segir Sjálfstæðismenn eiga í miklum vandræðum með ráðherraval í væntanlegri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG […]

Kjartan ósáttur við söluna og kaupin á OR-húsinu: „Furðulegur fjármálagjörningur“

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að salan og kaup Orkuveitu Reykjavíkur á OR-húsinu á Bæjarhálsi sé furðulegur fjármálagjörningur og sé mjög kostnaðarsamur fyrir íbúa Reykjavíkur og íbúum annarra sveitarfélaga sem eiga Orkuveituna. Árið 2013 seldi Orkuveitan húsnæðið fyrir 5,1 milljarð króna til lífeyrissjóða og fjárfestingafélaga en hélt áfram að leigja húsnæðið. Síðar kom í ljós […]

Oktavía Hrund kjörin formaður Pírata i Evrópu

Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina. Oktavía er varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi og alþjóðafulltrúi framkvæmdaráðs Pírata á Íslandi. Hún er með MA gráðu í alþjóðlegri þróunarfræði og samskiptum frá Hróarskelduháskóla. Oktavía situr í stjórn Freedom of the Press Foundation og síðstu ár hefur […]

Mismunandi niðurstöður jafn réttar

Á heimasíðu Hæstaréttar hefur nú verið birt viðtal við Eirík Tómasson sem lét af störfum sem dómari við réttinn 1. september s.l. Það er nýbreytni í starfi réttarins að birta svona efni á heimasíðu sinni. Gaman væri að heyra hvernig starfsháttum við þessa léttmetissíðu er háttað. Hver er ábyrgðarmaður síðunnar? Hver tók viðtalið við Eirík? […]

Morgunblaðið: Hvað um samband Kristjáns og Rósu? „Einkalíf Rósu B. er ekki til umræðu á samfélagsmiðlum“

Í Staksteinum í Morgunblaðinu eru fjölmiðlar gagnrýndir fyrir umfjallanir um einkalíf Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Á meðan hjólað sé á ósanngjarnan hátt í þessa tvo stjórnmálamenn sé farið silkihöndum um aðra og er Rósa B. Brynjólfsdóttir, þingmaður Vg, sérstaklega nefnd í því samhengi. Staksteinar Morgunblaðsins byrja á þessum orðum: „Pál Vilhjálmsson bendir á. […]

Verri þjónusta er betri þjónusta

Ef eitthvað er idjótískt í nútímanum – og er í rauninni angi af þeirri nauðhyggju að öll tækniþróun sé skilyrðislaust af hinu góða – þá er það þegar reynt er að sannfæra mann um að lakari þjónusta sé í raun betri þjónusta.

Samtök atvinnulífsins segja kominn tíma til að stytta grunnskólanám: Getur mildað áhrif kennaraskorts

Samtök atvinnulífsins segja það vera kominn tími til að skoða af alvöru að stytta grunnskólanám um eitt ár. Fram kemur í grein á vef SA að það kunni að felast verðmæt tækifæri í að láta grunnskólann ná aðeins upp í 9.bekk, þar á meðal sé hægt að hægt að hækka laun kennara og milda áhrif […]

Björn Valur: Þarf að staðfesta að endurritið sé hið raunverulega samtal

Björn Valur Gíslason er í bankaráði Seðlabankans. Hann segir alvarlegt að trúnaðargögn hafi farið úr bankanum og endað á fjölmiðli. Þar á hann við símtal Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra sem birt var í Morgunblaðinu um helgina. Fjölmargir fjölmiðlar hafa reynt að fá samtalið afhent frá Seðlabankanum en verið hafnað. […]

Píratar vinna við að bjarga heimasíðu Sjálfstæðisflokksins

Þingmenn og áhrifamenn innan Pírata vinna nú að því að bjarga vefsíðum vefhýsingarfyrirtækisins 1984 sem hrundi í síðustu viku. Margar vefsíðu fóru illa út úr hruninu, þar á meðal vefur Eiríks Jónssonar sem og vefir Pírata og Sjálfstæðisflokksins. Fram kom í twitter-færslu frá 1984 í gær að þingmennirnir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy ynnu […]

Magnús: Eitthvað allt annað en gagnleki þegar upplýsingarnar eru notaðar eftir hentugleika

„Gagnalekar sem hafa þann tilgang að upplýsa almenning um sitthvað misjafnt, jafnvel lögbrot, í störfum og fjármálum ráða- og efnamanna hafa löngu sannað mikilvægi sitt fyrir framgang lýðræðisins. En að hafa á brott með sér upplýsingar frá ríkisstofnun, þegar viðkomandi er sagt upp störfum, til þess að nýta þær upplýsingar svo eftir hentugleika jafnvel mörgum […]

Kjarkur Katrínar

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Það virðist ekki eiga sérlega vel við stóran hóp innan Vinstri grænna að horfast í augu við þá ábyrgð sem fylgir því að taka að sér stjórn landsins. Þar er einungis horft í eina átt – til vinstri – þrátt fyrir að úrslit nýafstaðinna kosninga hafi síst af öllu verið ákall um vinstri […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is