Föstudagur 14.07.2017 - 14:47 - Ummæli ()

Inga Sæland í málaferli á kostnað Alþingis

Gunnar Waage

Gunnar Waage skrifar:

Ég fagna áformum Ingu Sæland formanns Flokks Fólksins um að kæra þann sem þetta ritar ásamt Gunnar Hjartarsyni. Margir hafa viljað kæra mig á undanförnum árum og er röð þeirra metnaðarfullu manna og kvenna orðin æði löng og telur á annan tug fólks. Í einhverjum tilfellum hafa þarna verið á ferðinni lögfræðingar sem sýnt hafa með yfirlýsingum sínum í fjölmiðlum svo ekki verður um villst vankunnáttu sína á sviði lögfræði með annarri eins dellu. Þá hafa aðilar einnig sent inn formlega erindi til Lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins þar sem farið er þess á leit að persóna mín sæti opinberri rannsókn, bara svona almennt og ekki fyrir neitt sérstakt. Má þar nefna Gústaf Níelsson fyrrverandi oddvita Þjóðfylkingarinnar í Reykjavík og Arnþrúði Karlsdóttur, sjálfan boðbera tjáningarfrelsins.

Inga Sæland er einfaldlega opinber persóna og nánar til tekið persóna sem sýnt hefur því áhuga að fá að komast með fingurna í löggjafarvaldið. Er með flokk og framboðslista og kallar sig stjórnmálakonu, tók þátt í síðustu alþingiskosningum og reyndi meira að segja að svindla á lögum um fjárframlög alþingis til stjórnmálahreyfinga með samningagerð sinni við Íslensku Þjóðfylkinguna. En Inga Sæland vill þögn undir hennar málflutningi. Fjölmiðlar eiga ekki að gerast svo djarfir að benda á hið augljósa. Við eigum ekki að vitna í orð hennar og hvað þá draga af þeim ályktannir.

Og hvert er nú fagnaðarerindi Ingu Sæland sem hún telur eiga erindi inn á þing ?

Jú hún fer fram með ósannindum á hendur flóttafólki. Þetta gerir hún ekki einu sinni heldur ítrekað.

Inga Sæland hefur margítrekað gefið það í skyn að áætlanir stjórnvalda standi til þess að taka hér við hundruðum þúsunda flóttafólks og varar hún marg ítrekað við því enda er jarðvegur fyrir slíkt blaður meðal kjósenda. En vandamálið er bara að engin Íslenskur stjórnmálaflokkur er með nein slík áform og mér vitanlega hefur ekki nokkur stjórnmálamaður nefnt neitt í þá veru.

Í nýlegu viðtali á Útvarpi Sögu segir Inga Sæland:

„Við höfum í rauninni bara að sagt að þessir kvótaflóttamenn sem að við höfum verið að bjóða hingað heim, og taka á móti og taka utan um, mér þotti vera vel að því staðið og ,,,,,Mér finnst nóg sko. „

,,,,Það er eins og að engin þori bara að taka umræðuna út af þessum háværa minnihluta en ég finn að þjóðin í rauninni hún er að þjappa sér betur saman og það þarf engin að halda því fram að við viljum taka því þegjandi þögninni að hingað flæði inn hundruðir þúsunda útlendinga í landið. Það bara kemur ekki til greina. ,,,,Við verðum að taka umræðuna, það er ekkert flóknara en það og við í Flokki Fólksins. ,,,,Við eigum eftir að vera með stefnu um allt hvað eina og við tökum og eigum eftir að koma með jafn skýra og örugga stefnu í innflytjendamálum og útlendingamálum eins og í öðrum málum og við komum til með boða hana, tjá hana og þora að tala um hana. Það er bara ekki flóknara en það.“

Í öðru útvarpsviðtali sagði Inga Sæland um þann sem hér situr:

„ég er að taka niður 6. kæruna um þennan einstakling“ sagði þessi ákveðni lögreglumaður

„,,,og ég segi frábært þá bara getum við öll stigið saman og farið gegn honum og þá sagði hann í raun og veru þá verður þú að taka það sem einkamál vegna þess að það er ekki hægt að fara gegn honum með opinbert mál. Nema að það væri hægt að fella hann undir 233a.

Nú er spurningin, tilheyri ég ekki orðið minnihlutahópi þar sem ég er öryrki, gæti ég ekki látið reyna á það ?

Það er bara spennandi. Ég bara er að hugsa um að láta athuga það líka.“

Vandamálið við þennan ofurmetnað lögræðingsins Ingu Sæland er að öryrkjar sæta alls engri gagnrýni mér vitanlega og alls ekki á Sandkassanum. Þannig að samkvæmt þessari hundalógík þá ætlar Inga Sæland að kæra fólk fyrir allt sem fer í taugarnar á henni á þeirri forsendu að hún sé öryrki. Jafnvel þótt örorka hennar komi málinu ekkert við.

Ég hvet Ingu til að kæra og koma því á hreint við kjósendur að hún hafi fengið lögfræðiprófið útprentað af vefsíðu í Kasakstan. Endilega eyða framlagi alþingis upp á 40 milljónir til Flokks Fólksins í slíkt gæluverkefni. Um að gera að hleypa Ingu með þessar 40 milljónir inn í sælgætisverslunina. Endilega kærðu Inga Sæland, þetta eru bestu fréttir sem ég hef heyrt lengi.

Arnþrúður Karlsdóttir, aðstoðari Ingu Sæland kom þeirri sögu af stað í útsendingum Útvarps Sögu að ég skrifaði undir hinum ýmsu nöfnum, eitt þeirra væri Gunnar Hjartarson. Arnþrúður Karlsdóttir er í raun á rangri hillu í lífinu enda ætti hún að vera rithöfundur. Hún hefur einni haldið því fram að öll burðardýr með fíkniefni sem tekin séu í Leifsstöð séu hælisleitendur. Hún hefur einnig tengt hælisleitendur á Íslandi ranglega við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hægt væri að fylla 4 síðna opnugrein í Morgunblaðinu með gallinu og skáldskapnum sem sú persona lætur frá sér fara.

Ég skal viðurkenna að mér hefur þótt það skondið að fylgjast með netverjum ásaka alla sem eru þeim ósammála um innflytjendamál um að vera sjálfur Lord Voldemort, hinn illi og hins alsjáandi sem margir þora annars ekki að nefna á nafn. Nánar tiltekið sá sem hér situr.

Það er varla hægt að ímynda sér betri leið til að gera sig að hreinræktuðu erkifífli og stimpla sig út úr umræðunni með hvelli. Anstæðingar mínir sjá mann bara orðið í öllum hornum samkvæmt þessu. En þegar persónur sem vilja gera sig gildandi á vettvangi stjórnmálanna missa sig með þessum hætti, þá er það allt í senn, vandræðalegt og tragikómískt.

En það er nú svo að ef Inga Sæland vill fá mig dæmdan fyrir að vera líka Gunnar Hjartarson eða Arnar Jónsson eða einhverjir fleiri sem dregnir hafa verið inn í þær ofsóknaræðis kenningar, þá er visst modus operandi sem hún þarf að beita til þess og hvet ég hana til þess að leggjast bara í þá vinnu fyrir tekjur Flokks Fólksins sem eru áðurnefnd 40 milljóna framlög alþingis til hennar stjórnmálaflokks.

Þetta Modus Operandi er eftirfarandi: Að fara í mál fyrir varnarþingi Facebook til að fá staðfestingu á því að Gunnar Hjartarson og ég séum sami maðurinn. Þetta kallar reyndar á málarekstur fyrir dómstólum í New York ef ég man rétt og mun jú kosta eitthvað. En látum vera enda er það alþingi sem borgar.

Eða þá að Inga einfaldlega leggi fram einhverjar kerfisfræðilegar sannanir fyrir því að ég skrifi undir öðrum nöfnum en mínu eigin.

Eða þegi ella.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

„Lærdómurinn er sá að það á ekki að treysta einkafyrirtækjum fyrir staðreyndum sem varða þjóðaröryggi“

Svavar Gestsson fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðubandalagsins segir stóra lærdóminn við sænska lekamálið vera að ekki eigi að treysta einkafyrirtækjum fyrir staðreyndum sem varða þjóðaröryggi. Lekamálið sænska  snýr að stórfelldum leka á persónuupplýsingum og hernaðarleyndarmálum frá Samgöngustofu Svía sem birt voru í ógáti á netinu, áttu göngin að vera hýst hjá tæknirisanum IBM í Tékklandi. […]

Davíð spyr Benedikt: Ætlar þú þá að banna 500 evru seðilinn?

„Það er óneitanlega skondið að sami maður vilji afnema 10 þúsund króna seðil af því að svo verðmikill seðill stuðli að skattsvikum og glæpum, á sama tíma og hann vill ólmur í evrulandið þar sem 60 þúsund króna seðlar eru daglegt brauð.“ Þetta segir höfundur Staksteina Morgunblaðsins í blaði dagsins, en það er að öllum […]

Tveir ráðherrar hverfa úr sænsku ríkisstjórninni

Tveir ráðherrar í sænsku ríkisstjórninni munu víkja úr embætti og munu fjórir nýjir ráðherrar koma inn í sænsku stjórnina. Stefán Löfren forsætisráðherra greindi frá þessu á blaðamannafundi í morgun. Sænska stjórnin leikur nú á reiðiskjálfi eftir að það kom í ljós að Samgöngustofa Svíþjóðar hafi lekið gríðarlegu magni af persónuupplýsingum og hernaðarleyndarmálum. Sjá frétt: Sænska […]

„Fólk er með stærra herbergi fyrir bílinn sinn heldur en börnin sín“

„Austurvöllurinn var umferðareyja, það var keyrt allsstaðar í kringum hann, allar göturnar, það er búið að loka þeim núna. Við erum búin að vera að taka göturnar okkar til baka frá bílunum og yfir til okkar, hvort sem það er til að gera þær að útivistarsvæðum, grænum svæðum eða göngugötum eða hvaðeina og sú þróun […]

Stefán Einar hjólar í Gísla Martein: „Voðaleg dramatík er þetta“

„Bíllinn er allsstaðar í forgangi og helmingur borgarlandsins fer í að þjónusta hann. Þeir sem ferðast öðruvísi þurfa að sýna útsjónarsemi og þolinmæði til að komast leiðar sinnar og gera það venjulega með jákvæði að leiðarljósi,“ segir Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Fésbók, en þar deilir Gísli Marteinn skopmynd Halldórs Baldurssonar […]

Lokað á Gunnar Waage vegna kvartana

Bandaríska myndbandaveitan YouTube hefur lokað reikningi Sandkassans og hafa öll myndböndin verið fjarlægð í kjölfar kvartana Útvarps Sögu um brot á höfundarrétti. Greint var frá þessu á vef Útvarps Sögu í vikunni og hefur Eyjan fengið þetta staðfest frá YouTube. Alls var um að ræða 26 útvarpsþætti af Útvarpi Sögu sem og þætti af útvarpsstöðvum […]

Bandaríkjaþing storkar Trump

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér viðskiptaþvinganir á hendur Rússum, en slíkt frumvarp gengur í berhögg við áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Bæði Trump og stjórnvöld í Rússlandi eru mótfallinn frumvarpinu og segja talsmenn stjórnvalda í Kreml að ef frumvarpið yrði að lögum þá myndi það eyðileggja […]

Biskup Íslands tekur undir með Semu Erlu og biðlar til stjórnvalda: „Við erum öll gestir á hótel jörð“

„Margir fá ekki lifað í fæðingarlandi sínu vegna ófriðar, óréttlætis eða af öðrum ástæðum. Sumir þeirra hafa leitað til Íslands og beðið um leyfi til að lifa hér og starfa. Saga þeirra er jafnan átakanleg, þar sem fólk hefur flúið hræðilegar aðstæður og valið lífið fram yfir miklar hörmungar og hættur.“ Þetta segir Agnes M. […]

Björt um skoðanakannanirnar: „Þetta sveiflast mikið hjá okkur“

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir það vera vonbrigði að flokkur hennar sé að mælast með lágt fylgi í skoðanakönnunum en fylgið sveiflist og það sé gaman þegar tölurnar séu háar. Í könnun MMR sem birtist í gær mælist Björt framtíð með 2,4% fylgi sem dugar ekki til þess að ná […]

Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tillögu um afnám Obamacare: Ósigur fyrir Donald Trump

57 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði gegn því að Obamacare verði afnumið þegar öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um málið í nótt að íslenskum tíma. 43 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. 48 demókratar og 9 repúblikanar greiddu hinsvegar atkvæði gegn frumvarpinu. Þetta er ákveðinn ósigur fyrir Donald Trump, forseta, en afnám Obamacare er eitt af helstu stefnumálum hans. […]

SME: Málflutningur Viðreisnar bendir til uppgjörs innan ríkisstjórnarinnar

Sigurjón M. Egilsson fjölmiðlamaður segir að málflutningur formanns og varaformanns Viðreisnar kalli á mikil viðbrögð frá Sjálfstæðisflokknum, móðurflokki ríkisstjórnarinnar, segir Sigurjón að það stefni allt í einhverskonar uppgjör innan ríkisstjórnarinnar. Segir Sigurjón í grein á vef sínum Miðjan að málflutningur Viðreisnar falli í grýttan jarðveg hjá helstu talsmönnum Sjálfstæðisflokksins en þrátt fyrir það boði Viðreisn […]

Rússar auka þrýsting á Úkraínustjórn með aðskilnaðarsinnum

Eftir Björn Bjarnason: Alexander Zakharsjenkó, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Rússlands, tilkynnti þriðjudaginn 18. júlí að hann ætlaði að beita sér fyrir að koma á fót Malorossija (Litla Rússlandi) með Donetsk sem höfuðborg. Á tímum Rússakeisara var þetta orð notað um hluta þess lands sem nú er Úkraína og vekur það vondar minningar í huga margra […]

Inga Sæland í borgina

Inga Sæland formaður Flokks fólksins verður oddviti flokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík á næsta ári. Inga staðfesti þetta við Vísi í dag. Flokkur fólksins hefur sótt fram í könnunum og mælist nú með 6,1% fylgi í nýrri könnun MMR sem birt var í dag, er það meira fylgi en stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð sem […]

Jökulsárlón og nærliggjandi svæði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og umfangsmikilla svæða sem liggja að lóninu. Um leið er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Mað friðlýsingunni nær þjóðgarðurinn frá hæsta tindi landsins niður að fjöru. Þessi breyting felur í sér að hluti þjóðvegar 1 liggur nú í […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is