Föstudagur 14.07.2017 - 14:47 - Ummæli ()

Inga Sæland í málaferli á kostnað Alþingis

Gunnar Waage

Gunnar Waage skrifar:

Ég fagna áformum Ingu Sæland formanns Flokks Fólksins um að kæra þann sem þetta ritar ásamt Gunnar Hjartarsyni. Margir hafa viljað kæra mig á undanförnum árum og er röð þeirra metnaðarfullu manna og kvenna orðin æði löng og telur á annan tug fólks. Í einhverjum tilfellum hafa þarna verið á ferðinni lögfræðingar sem sýnt hafa með yfirlýsingum sínum í fjölmiðlum svo ekki verður um villst vankunnáttu sína á sviði lögfræði með annarri eins dellu. Þá hafa aðilar einnig sent inn formlega erindi til Lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins þar sem farið er þess á leit að persóna mín sæti opinberri rannsókn, bara svona almennt og ekki fyrir neitt sérstakt. Má þar nefna Gústaf Níelsson fyrrverandi oddvita Þjóðfylkingarinnar í Reykjavík og Arnþrúði Karlsdóttur, sjálfan boðbera tjáningarfrelsins.

Inga Sæland er einfaldlega opinber persóna og nánar til tekið persóna sem sýnt hefur því áhuga að fá að komast með fingurna í löggjafarvaldið. Er með flokk og framboðslista og kallar sig stjórnmálakonu, tók þátt í síðustu alþingiskosningum og reyndi meira að segja að svindla á lögum um fjárframlög alþingis til stjórnmálahreyfinga með samningagerð sinni við Íslensku Þjóðfylkinguna. En Inga Sæland vill þögn undir hennar málflutningi. Fjölmiðlar eiga ekki að gerast svo djarfir að benda á hið augljósa. Við eigum ekki að vitna í orð hennar og hvað þá draga af þeim ályktannir.

Og hvert er nú fagnaðarerindi Ingu Sæland sem hún telur eiga erindi inn á þing ?

Jú hún fer fram með ósannindum á hendur flóttafólki. Þetta gerir hún ekki einu sinni heldur ítrekað.

Inga Sæland hefur margítrekað gefið það í skyn að áætlanir stjórnvalda standi til þess að taka hér við hundruðum þúsunda flóttafólks og varar hún marg ítrekað við því enda er jarðvegur fyrir slíkt blaður meðal kjósenda. En vandamálið er bara að engin Íslenskur stjórnmálaflokkur er með nein slík áform og mér vitanlega hefur ekki nokkur stjórnmálamaður nefnt neitt í þá veru.

Í nýlegu viðtali á Útvarpi Sögu segir Inga Sæland:

„Við höfum í rauninni bara að sagt að þessir kvótaflóttamenn sem að við höfum verið að bjóða hingað heim, og taka á móti og taka utan um, mér þotti vera vel að því staðið og ,,,,,Mér finnst nóg sko. „

,,,,Það er eins og að engin þori bara að taka umræðuna út af þessum háværa minnihluta en ég finn að þjóðin í rauninni hún er að þjappa sér betur saman og það þarf engin að halda því fram að við viljum taka því þegjandi þögninni að hingað flæði inn hundruðir þúsunda útlendinga í landið. Það bara kemur ekki til greina. ,,,,Við verðum að taka umræðuna, það er ekkert flóknara en það og við í Flokki Fólksins. ,,,,Við eigum eftir að vera með stefnu um allt hvað eina og við tökum og eigum eftir að koma með jafn skýra og örugga stefnu í innflytjendamálum og útlendingamálum eins og í öðrum málum og við komum til með boða hana, tjá hana og þora að tala um hana. Það er bara ekki flóknara en það.“

Í öðru útvarpsviðtali sagði Inga Sæland um þann sem hér situr:

„ég er að taka niður 6. kæruna um þennan einstakling“ sagði þessi ákveðni lögreglumaður

„,,,og ég segi frábært þá bara getum við öll stigið saman og farið gegn honum og þá sagði hann í raun og veru þá verður þú að taka það sem einkamál vegna þess að það er ekki hægt að fara gegn honum með opinbert mál. Nema að það væri hægt að fella hann undir 233a.

Nú er spurningin, tilheyri ég ekki orðið minnihlutahópi þar sem ég er öryrki, gæti ég ekki látið reyna á það ?

Það er bara spennandi. Ég bara er að hugsa um að láta athuga það líka.“

Vandamálið við þennan ofurmetnað lögræðingsins Ingu Sæland er að öryrkjar sæta alls engri gagnrýni mér vitanlega og alls ekki á Sandkassanum. Þannig að samkvæmt þessari hundalógík þá ætlar Inga Sæland að kæra fólk fyrir allt sem fer í taugarnar á henni á þeirri forsendu að hún sé öryrki. Jafnvel þótt örorka hennar komi málinu ekkert við.

Ég hvet Ingu til að kæra og koma því á hreint við kjósendur að hún hafi fengið lögfræðiprófið útprentað af vefsíðu í Kasakstan. Endilega eyða framlagi alþingis upp á 40 milljónir til Flokks Fólksins í slíkt gæluverkefni. Um að gera að hleypa Ingu með þessar 40 milljónir inn í sælgætisverslunina. Endilega kærðu Inga Sæland, þetta eru bestu fréttir sem ég hef heyrt lengi.

Arnþrúður Karlsdóttir, aðstoðari Ingu Sæland kom þeirri sögu af stað í útsendingum Útvarps Sögu að ég skrifaði undir hinum ýmsu nöfnum, eitt þeirra væri Gunnar Hjartarson. Arnþrúður Karlsdóttir er í raun á rangri hillu í lífinu enda ætti hún að vera rithöfundur. Hún hefur einni haldið því fram að öll burðardýr með fíkniefni sem tekin séu í Leifsstöð séu hælisleitendur. Hún hefur einnig tengt hælisleitendur á Íslandi ranglega við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hægt væri að fylla 4 síðna opnugrein í Morgunblaðinu með gallinu og skáldskapnum sem sú persona lætur frá sér fara.

Ég skal viðurkenna að mér hefur þótt það skondið að fylgjast með netverjum ásaka alla sem eru þeim ósammála um innflytjendamál um að vera sjálfur Lord Voldemort, hinn illi og hins alsjáandi sem margir þora annars ekki að nefna á nafn. Nánar tiltekið sá sem hér situr.

Það er varla hægt að ímynda sér betri leið til að gera sig að hreinræktuðu erkifífli og stimpla sig út úr umræðunni með hvelli. Anstæðingar mínir sjá mann bara orðið í öllum hornum samkvæmt þessu. En þegar persónur sem vilja gera sig gildandi á vettvangi stjórnmálanna missa sig með þessum hætti, þá er það allt í senn, vandræðalegt og tragikómískt.

En það er nú svo að ef Inga Sæland vill fá mig dæmdan fyrir að vera líka Gunnar Hjartarson eða Arnar Jónsson eða einhverjir fleiri sem dregnir hafa verið inn í þær ofsóknaræðis kenningar, þá er visst modus operandi sem hún þarf að beita til þess og hvet ég hana til þess að leggjast bara í þá vinnu fyrir tekjur Flokks Fólksins sem eru áðurnefnd 40 milljóna framlög alþingis til hennar stjórnmálaflokks.

Þetta Modus Operandi er eftirfarandi: Að fara í mál fyrir varnarþingi Facebook til að fá staðfestingu á því að Gunnar Hjartarson og ég séum sami maðurinn. Þetta kallar reyndar á málarekstur fyrir dómstólum í New York ef ég man rétt og mun jú kosta eitthvað. En látum vera enda er það alþingi sem borgar.

Eða þá að Inga einfaldlega leggi fram einhverjar kerfisfræðilegar sannanir fyrir því að ég skrifi undir öðrum nöfnum en mínu eigin.

Eða þegi ella.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ingvar Mar leiðir lista Framsóknar

Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og fyrrum varaþingmaður- og borgarfulltrúi, mun leiða lista Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Fjórar konur skipa næstu fimm sæti. Höfuðáhersla Framsóknarflokksins í Reykjavík verða skólamál samkvæmt tilkynningu, en þrír frambjóðendur eru með kennaramenntun. Viðskeytið flugvallarvinir er hvergi sjáanlegt í tilkynningu frá Framsóknarflokknum að þessu sinni og má því áætla að það verði ekki […]

Listi Eyþórs klár – Tveimur borgarfulltrúum bolað burt

Sjálfstæðismenn kynntu endanlegan framboðslista sinn í kvöld, fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir eru ekki á listanum, en Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi er í fimmta sæti listans. Hildur Björnsdóttir lögfræðingur er í öðru sæti, Valgerður Sigurðardóttir því þriðja, og Egill Þór Jónsson í fjórða. Heildarlistinn er hér að neðan:   1. Eyþór Lax­dal […]

Fjárframlög til stjórnmálaflokka hækka um 127% : Sjálfstæðisflokkur fær mest – Viðreisn minnst

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um greiðslur ríkisins til stjórnmálasamtaka fyrir árið 2018. Framlög fara eftir stærð flokkanna samkvæmt atkvæðafjölda og fær því Sjálfstæðisflokkurinn hæsta framlagið, eða rúmar 166 milljónir. Viðreisn fær minnsta framlagið, eða rétt tæpar 44 milljónir. Framlagið hækkar milli ára um 127 prósent. Tillaga um að hækka framlög til flokkanna […]

Björn Valur þjófkennir þingmenn-Segir marga vísvitandi brjóta reglurnar-Á pari við Árna Johnsen

Björn Valur Gíslason, fyrrum varaformaður VG, segir það gott mál að nú skuli greiðslur Alþingis til þingmanna verða gerðar opinberar, líkt og til stendur samkvæmt Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Hann telur einnig sjálfsagt að Alþingi endurgreiði útgjöld þingmanna, þeir eigi ekki að „verða fyrir útgjöldum vegna starfa sinna.“ Það sem er eftirtektavert er að […]

Pawel býður sig fram í borginni

Pawel Bartoszek, fyrrum þingmaður Viðreisnar, segist á Facebook síðu sinni hafa komið því áleiðis til uppstillingarnefndar Viðreisnar, að hann sækist eftir sæti ofarlega á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum.   „Reykjavík er frábær borg. Hún dregur til sín hæfileikaríkt fólk frá öllu landinu og öllum heimshornum. Hún er oftar en ekki aðdráttaraflið dregur þá Íslendinga […]

Gunnar Smári sakar Samtök atvinnulífsins um að kaupa sig inn í fréttir RÚV

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, sakar framkvæmdarstjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson um að hafa greitt fyrir að koma fram í kvöldfréttatímum RÚV, í áróðurskyni. Hann segist ekki skilja hvers vegna Halldór sé „alltaf fenginn til að vera með fréttaskýringar í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins“ og spyr: „Erum við orðin svo blind af peningahyggjunni að við teljum […]

Formannslausir Píratar deila með sér aðstoðarmanni-Þiggja ekki kaupálag

  Á vef Alþingis er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sögð formaður Pírata frá 2017. Píratar hafa löngum stært sig af formannsleysi sínu og að hafa ekki fallið í formannsgryfju fjórflokksins og þannig sloppið við hið alkunna foringjaræði. Þessi flati „strúktúr“ , andstæðan við hinn útbreidda valdapíramída, fékkst í arf frá Borgarahreyfingunni og hefur haldist síðan. […]

Alþingi boðar breytt vinnubrögð með birtingu gagna-En aðeins frá áramótum

Í tilkynningu frá forseta Alþingis í dag, Steingrími J. Sigfússyni, kemur fram að forsætisnefnd hafi samþykkt á fundi sínum þrjár efnisbreytingar á reglum Alþingis um þingfararkostnað. Þingmenn fá endurgreiðslu vegna afnota af eigin bíl upp að 15.000 kílómetrum, skýrari ákveði verða sett vegna staðfestingargagna til grundvallar endurgreiðslu og ný ákveði sett varðandi þá skilmála sem […]

Umskurður drengja

Sara Pálsdóttir ritar: Umskurður drengja hefur sterk tengsl við trúarbrögð Gyðinga og Íslam. Drengir um allan heim eru umskornir og er um að ræða rótgróna hefð í mörgum samfélögum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf út skýrslu árið 2010 þar sem umskurði ungra drengja eða kornabarna er lýst sem einni af algengustu og elstu skurðaðgerðum í heimi og […]

Eyþór segir meirihlutann hafa misst tökin-Nýr starfshópur þriðja hvern dag

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, sakar stjórnkerfið í borginni um óviðunandi vinnubrögð í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Nefnir hann því til stuðnings að fyrirspurnum sé svarað seint og illa og að 351 starfshópur hafi verið skipaður fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins. Það þýði að nýr starfshópur hafi verið skipaður þriðja hvern dag. Á meðan hafi […]

Fækkar í fiskiskipaflotanum – 70 ný skip á fimm árum

Samtals 70 ný fiskiskip hafa bæst við flotann hér á landi á síðustu fimm árum. Af þeim eru átta skuttogarar, 37 vélskip og 25 opnir bátar. Samtals 53 þessara skipa voru smíðuð hér á landi, öll úr trefjaplasti og undir 30 brúttótonnum. Togararnir voru allir smíðaðir í Tyrklandi, sem og fjögur af þeim sjö vélskipum sem […]

Þurfa að greiða 4.8 milljónir í skaðabætur vegna ólögmatrar uppsagnar

Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, þurfa að greiða fyrrverandi starfsmanni og félagsmanni í SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu, alls 4,8 milljónir króna í skaðabætur, miskabætur og lögfræðikostnað vegna ólögmætrar uppsagnar samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFR. Starfsstöð starfsmannsins var á Akureyri en […]

VR stofnar leigufélag – Ekki rekið í hagnaðarskyni

Stjórn VR ákvað á fundi sínum í gær að stofna leigufélag fyrir félagsmenn sína. Það skal ekki rekið í hagnaðarskyni. Þetta kemur fram á vef VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur verið forgöngumaður fyrir slíku félagi, en hann hefur lýst leigumarkaðinum hér á landi sem fársjúkum og talað um græðgisvæðingu leigufélaga. Í frétt VR […]

Verð á bílaleigubílum lækkar við Leifsstöð-Samt hæsta verð í Evrópu

Samtals hefur verð á bílaleigubílum við Leifsstöð lækkað um 38% frá því 2015, um 24% í evrum talið og 17% í dollurum talið, sökum styrkingar krónu síðastliðin þrjú ár. Þá er miðað við gengið í febrúar 2015 og febrúar 2018. Þetta kemur fram á Túristi.is. Forsendurnar eru að leigður sé minnsti bíllinn í tvær vikur […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is