Þriðjudagur 18.07.2017 - 08:59 - Ummæli ()

Til varnar sagnfræðinni

Til varnar sagnfræðinni er tvímælalaust eitt af áhrifamestu ritum sem samið hefur verið um vinnubrögð og aðferðir sagnfræðinga enda hefur bókin verið notuð fram á þennan dag sem kennslubók í aðferðafræði í háskólum víða um heim.
Frá hendi höfundar var hún þó ekki hugsuð sem slík heldur fyrst og fremst til þess að kynna fyrir almenningi hvernig sagnfræðingar bera sig að við vinnu sína. Bókin nýtist því ekki aðeins stúdentum við nám í sagnfræði heldur einnig öllum þeim áhugamönnum um sögu og sagnfræði sem langar til að kynna sér fræðileg vinnubrög greinarinnar.
Marc Bloch var einn þekktasti sagnfræðingur Frakka á fyrrihluta síðustu aldar og prófessor í hagsögu miðalda við Sorbonne-háskóla. Hann féll fyrir hendi nasista við aftökur andspyrnumanna skammt frá Lyon í Frakklandi árið 1944
Þýðandi er Guðmundur J. Guðmundsson sem jafnframt ritar aðfararorð þar sem rakin er saga höfundarins og verka hans. Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi gefur út.
 
Bókarkafli úr Til varnar sagnfræðinni:
Til varnar sagnfræðinni – Úr kaflanum Að eltast við falsanir og skekkjur
Í júlí 1857 kynnti stærðfræðingurinn Michel Chasles fyrir Vísindaakademíunni safn af áður óútgefnum bréfum Pascals sem hann hafði keypt af fornbóksalanum sínum, hinum snjalla falsara Vrain-Lucas. Ef marka mátti þessi bréf hafði höfundur Provincialesuppgötvað þyngdarlögmálið á undan Newton. Þetta fannst enskum vísindamanni undarlegt. Hvernig er hægt að skýra, spurði hann, að í þessum bréfum sé byggt á útreikningum í stjörnufræði sem ekki komu fram fyrr en eftir að Pascal dó og Newton hafði ekki fregnir af fyrr en eftir að fyrsta útgáfan af bók hans kom út?
En Vrain-Lucas lét svona smámuni ekki slá sig út af laginu. Hann settist aftur við skrifborðið, efldur af vandvirkni, og áður en langt var liðið gat Chasles kynnt ný eiginhandar rit til sögunnar. Í þetta skipti var höfundurinn Galileo Galilei og Pascal viðtakandinn. Þar með var málið upplýst. Hinn snjalli stjörnufræðingur hafði lagt til rannsóknina, Pascal útreikningana. Báðir höfðu farið leynt með samskiptin. Að vísu var Pascal bara 16 ára þegar Galileo dó en hvað með það, þetta var bara enn ein ástæðan til að dást að hversu snilligáfa hans kom snemma í ljós.
Samt sem áður, sagði andmælandinn óþreytandi, er það sérkennilegt að í einu bréfinu sem var frá 1641 kvartaði Galileo yfir því að hann geti ekki skrifað án þess að þreytast í augunum. Nú, vitum við ekki að hann hafði verið blindur frá 1637? Afsakið svaraði hinn ágæti Chasles skömmu síðar, ég viðurkenni að þar til nú var almennt talið að hann hann hafi verið blindur en það er ekki rétt. Nú get ég lagt fram gögn í umræðuna sem leiðrétta þennan misskilning. Annar ítalskur vísindamaður tilkynnti Pascal 2. desember 1641 að Galileo hafi um nokkurra ára skeið verið mjög sjóndapur en sé nú orðinn alveg blindur.
Ekki hafa allir falsarar sýnt jafnmikið hugmyndaflug og Vrain-Lucas eða fórnarlömbin verið jafn trúgjörn og vesalings ginningarfíflið hans. En reynslan kennir okkur, og sagan staðfestir, að öll brot gegn sannleikanum eru eins og net sem draga á eftir sér aðra lygi sem sett er fram til stuðnings þeirri fyrri. Þess vegna eru svo margar frægar falsanir í klösum. Í fölsuðum réttindaskrám erkibiskupsstólsins í Cantaraborg, í fölsuðum réttindaskrám hertogadæmisins Austurríkis, frá Júlíusi Caesari til Friðriks barbarossa og falsanirnar í Dreyfusarmálinu (svo ég nefni bara nokkur dæmi), allar dreifast þær eins og ættartré. Það er eins og við skynjum drep sem er að dreifa sér. Föslun getur eðlilega af sér fölsun.
Að lokum er rétt að nefna eina lúmskustu gerð svika. Í stað beinnar lygi, maður gæti jafnvel sagt heiðarlegrar lygi, koma hinar slægu breytingar sem laumað er inn í skjöl. Uppspuna er prjónað inn í frásagnir sem eru í meginatriðum sannar, prjónaskapur til að fegra. Svona innskot eru venjulega gerð í eiginhagsmuna skyni. Oft hefur verið ljóstrað upp um það tjón sem vanhugsaður fegurðarsmekkur hefur valdið á sagnaritun fornaldar og miðalda. Hlutur hans er ekki mikið minni í blaðamennsku samtímans. Jafnvel yfirlætislausasti fréttamaður prýðir viljandi umfjöllunarefni sín í samræmi við kröfur tímans, jafnvel á kostnað sannleikans. Á ritstjórnarskrifstofum okkar eru fleiri lærisveinar Aristótelesar og Quintilianusar1 en flesta grunar.
Ákveðnar tæknilegar ástæður virðast ýta undir slíkar afbakanir. Eftir að njósnarinn Bolo var dæmdur til dauða árið 1917 birti eitt blaðanna frásögn af aftökunni þann 6. apríl. Staðreyndin var hins vegar sú að hann var ekki leiddur fyrir aftökusveit fyrr en 11 dögum síðar. Blaðamaðurinn hafði skrifað fréttina fyrirfram, fullviss um að atburðurinn mynd eiga sér stað á tilskildum tíma og taldi óþarft að sannreyna það. Ég veit ekki hvers virði þessi saga er. Svona klaufaleg mistök eru undantekning. Það er ekki óeðlilegt að geta sér þess til að blaðamenn undirbúi fyrirfram fréttir af atburðum sem allir gera ráð fyrir að muni eiga sér stað til að blaðið komi út á réttum tíma. Við getum verið viss um að drögin breytast þó umtalsvert í samræmi við það sem blaðamaðurinn verður vitni að.
Það er annað mál með ýmiss smáatriði sem eiga að lífga upp á fréttina og engan dreymir um að sannreyna. Þannig lítur þetta alla vega út frá sjónarhóli leikmanns. Það væri óskandi ef atvinnumaður varpaði ljósi á málið. Því miður hefur fréttamennskan ekki enn fengið sinn Mabillon eða Papebroeck. Svo mikið er víst að þessi undirgefni gagnvart úreltum bókmenntalegum velsæmisreglum, virðing fyrir sálfræðilegum staðalmyndum og eftirsókn eftir hinu myndræna hafa hvergi nærri tapað sess sínum meðal ástæðna fyrir fölsunum.
Það eru fjölmörg stig milli einfaldrar fölsunar og mistaka sem gerð eru óviljandi. Það er vegna þess að tilviljun getur breytt heiðarlegri vitleysu í lygi. Úthugsuð lygi gerir ráð fyrir andlegri áreynslu sem sú hugarleti, sem algeng er hjá meirihluta fólki, hefur andstyggð á. Það er miklu auðveldara að taka við með velþóknun tálmynd sem í fyrstu er sjálfsprottin og fullnægir stundarhagsmunum.

Marc Bloch.

 

Tökum bara hið fræga mál, „flugvélin frá Nuremberg“. Þótt málsatvik hafi aldrei að fullu verið upplýst virðist líklegt að frönsk farþegaflugvél hafi flogið yfir borgina nokkrum dögum áður en styrjöldin braust út. Líklega töldu menn að þetta hafi verið herflugvél. Ekki er ótrúlegt að meðal fólks, sem var þegar orðið óttaslegið vegna yfirvofandi átaka, hafi kviknað orðrómur um að sprengjum hafi verið varpað hér og þar.

Staðreyndin er hins vegar sú að engum sprengjum var varpað og þýskum embættismönnum var í lófa lagið að kæfa þennan falska orðróm í fæðingu og þess vegna blekktu þeir þegar þeir tóku undir hann, án þess að fá hann staðfestan, svo nota mætti hann sem tilefni til styrjaldar. En þeir gerðu það án þess að búa neitt til, ef til vill án þess að vera sér meðvitaðir um blekkinguna frá byrjun. Þessum fáránlega orðrómi var trúað vegna þess að það hentaði að leggja trúnað á hann. Þær blekkingar sem eru hvað algengastar eru þær sem við tökum við sjálfviljug og orðið einlægni hefur svo víðtæka merkingu að það er ekki hægt að nota án þess að gera ráð fyrir fjölmörgum blæbrigðum.
«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um 7%

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur dalað um tæp 5 prósentustiga fylgi frá síðustu mælingu MMR sem lauk þann 21. júlí síðastliðinn en flokkurinn mælist þó enn með mest fylgi allra íslenskra flokka, eða 24,5%. Flokkur Vinstri grænna fylgdi þar á eftir með 20,5% fylgi og Píratar mældust með 13,5% fylgi. Stuðningur við ríkisstjórnina lækkaði milli mælinga. Stuðningur […]

„Óboðlegt fyrir fyrirtæki og heimili í landinu að halda stýrivöxtum óbreyttum“

Samtök atvinnulífsins segja það óboðlegt fyrir fyrirtæki og heimili í landinu að halda stýrivöxtum óbreyttum. Seðlabanki Íslands tilkynnti í morgun ákvörðun peningastefnunefndar um að stýrivextir verði áfram 4,5%. Fram kom í yfirlýsingu peningastefnunefndar að þrátt fyrir að verðbólga hafi reynst minni en spár bankans gerðu ráð fyrir þá ríki óvissa um verðbólguhorfur. Sjá einnig: Stýrivextir […]

Stýrivextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5%. Fram kemur í yfirlýsingu peningastefnunefndar að útlit sé fyrir að hagvöxtur í ár verði hraður eins og á síðasta ári en nokkru hægari en spáð var í maíhefti Peningamála. Hagvöxturinn er einkum drifinn […]

Sjálfstæðisflokkurinn verður með leiðtogaprófkjör í borginni

Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, samþykkti á fjölmennum fundi í Valhöll í kvöld tillögu um að efna til leiðtogaprófkjörs og í kjölfarið stilla upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í samræmi við skipulagsreglur og prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins. Um var að ræða breytingartillögu, við tillögu stjórnar Varðar, sem lögð var fram af Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra […]

Hrafn og Helgi Björn taka við sem framkvæmdastjórar hjá Alva

Breytingar hafa orðið hjá fjármálatækni fyrirtækið Alva, sem og hjá tveimur dótturfélögum þess. Hefur Hrafn Árnason hefur tekið við nýju starfi sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Alva og hefur Helgi Björn Kristinsson tekið við sem framkvæmdastjóri Netgíró. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Alva. Hrafn Árnason hefur tekið við nýju starfi sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Alva og mun hafa yfirumsjón […]

Öfgamúslimi sem vill breyta íslenskum lögum eins og Airbnb leigjandi sem skiptir sér af klæðnaði húseigandans

„Ég er hlynntur frjálsum innflutningi á fólki ef það er á eðilegum forsendum, það er að segja ef það er fólk sem vill flytja inn til þess að vinna. En á síðustu tímum hefur orðið til velferðarríki, þannig að fólk sem flytur til Danmerkur eða Svíþjóðar það fær velferðarbætur, svo er annað sem er öfgamúslimastefna. […]

Gerhard Schröder, gamall, vestrænn stjórnarleiðtogi í rússnesku feni

Eftir Björn Bjarnason: Á vefsíðu danska blaðsins Jyllands-Posten birtist sunnudaginn 20. ágúst harðorður leiðari um Gerhard Schröder, fyrrv. Þýskalandskanslara. Þar sem segir að tvær ástæður séu fyrir því að hann valdi hneyksli með setu í rússneskum fyrirtækjastjórnum. Hér birtist leiðarinn í lauslegri þýðingu: Gerhard Schröder var kanslari Þýskalands um aldamótin. Hans er ekki minnst á […]

Styrktu Viðreisn um meira en lögbundna hámarkfjárhæð: „Úbbs – Þetta er heldur betur ólöglegt“

Nokkrir bakhjarlar styrktu Viðreisn um meira en lögbundnu hámarksfjárhæðina 400 þúsund krónur sem hver einstakur má styrkja flokka með. Hins vegar má samkvæmt lögum styrkja flokk um 800 þúsund krónur við stofnun, en Viðreisn var stofnuð í fyrra. Samkvæmt Fréttablaðinu í dag styrkti fjárfestirinn Helgi Magnússon og félög honum tengdum Viðreisn um 2,4 milljónir króna […]

Valhöll kýs um prófkjör eða leiðtogakjör

Á fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í Valhöll verður kosið um hvort flokkurinn haldi prófkjör eða stilli upp lista og kjósi aðeins oddvita sem muni leiða listann í kosningunum í Reykjavík næsta vor. Tillaga Varðar er að halda leiðtogakjör en það er umdeilt innan flokksins. Í síðustu viku sagði Arndís Kristjánsdóttir formaður Hvatar, félags […]

Rekinn úr Flokki fólksins: „Hann er einn með þessar skoðanir“

Sigurður Haraldsson segir að hann hafi verið rekinn formlega úr Flokki fólksins vegna átaka innan flokksins um notkun Fésbókarsíðu Flokks fólksins. Segir Sigurður í samtali við Eyjuna að hann hafi verið í stjórn flokksins og unnið við að safna fé fyrir flokkinn í aðdragana þingkosninganna í fyrra. Hann hafi verið með aðgang á Fésbókarsíðu flokksins, […]

Davíð hjólar í Katrínu: Forneskja

„Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður VG, flutti ræðu á flokks­ráðsfundi um helg­ina og fór vítt yfir hið póli­tíska svið. Þar var fátt sem kom á óvart, senni­lega helst það að Katrín upp­lýsti að hún hefði verið fylgj­andi hval­veiðum þegar hún var ell­efu ára göm­ul. Katrín hamraði mjög á and­stöðu sinni gegn einka­rekstri og lét fá svið mann­lífs­ins […]

Klappir þróa upplýsingakerfi um grænar lausnir: Stefnt að skráningu á First North markaðinn í haust

Stjórn Klappa Grænna Lausna hf. (Klappa) hefur ákveðið að óska eftir skráningu hlutabréfa í félaginu á Nasdaq First North markaði í Nasdaq kauphöllinni á Íslandi (Kauphöllin) nú í haust. Skráningin er háð skilyrðum og samþykki Kauphallarinnar um skráningu bréfa á Nasdaq First North en ekki verður efnt til útboðs á hlutabréfum eða skuldabréfum í aðdraganda […]

Edward býður sig fram til varaformanns

Edward H. Huijbens prófessor við Háskólann á Akureyri býður sig fram til embættis varaformanns Vinstri grænna á landsfundi flokksins sem fer fram 6. – 8. október næstkomandi. Björn Valur Gíslason gefur ekki kost á sér til áframhaldandi varaformennsku. Edward segir í samtali við Fréttablaðið í dag að hann gefi kost á sér: Ég lýsi formlega […]

Meirihluti sveitarfélaga greiðir fyrir skólagögn barna

Ríflega tvöfalt fleiri sveitarfélög ætla að útvega grunnskólabörnum skólagögn s.s. ritföng og pappír án endurgjalds á nýhöfnu skólaári en gerðu það í fyrra, samtals 41 sveitarfélag. Þá ætla 17 sveitarfélög að draga úr kostnaðarþátttöku nemendanna vegna skólagagna. Þetta er niðurstaða könnunar Velferðarvaktarinnar sem Maskína framkvæmdi. Velferðarvaktin hefur á liðnum árum lagt áherslu á að sveitarfélög […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is