Þriðjudagur 18.07.2017 - 08:59 - Ummæli ()

Til varnar sagnfræðinni

Til varnar sagnfræðinni er tvímælalaust eitt af áhrifamestu ritum sem samið hefur verið um vinnubrögð og aðferðir sagnfræðinga enda hefur bókin verið notuð fram á þennan dag sem kennslubók í aðferðafræði í háskólum víða um heim.
Frá hendi höfundar var hún þó ekki hugsuð sem slík heldur fyrst og fremst til þess að kynna fyrir almenningi hvernig sagnfræðingar bera sig að við vinnu sína. Bókin nýtist því ekki aðeins stúdentum við nám í sagnfræði heldur einnig öllum þeim áhugamönnum um sögu og sagnfræði sem langar til að kynna sér fræðileg vinnubrög greinarinnar.
Marc Bloch var einn þekktasti sagnfræðingur Frakka á fyrrihluta síðustu aldar og prófessor í hagsögu miðalda við Sorbonne-háskóla. Hann féll fyrir hendi nasista við aftökur andspyrnumanna skammt frá Lyon í Frakklandi árið 1944
Þýðandi er Guðmundur J. Guðmundsson sem jafnframt ritar aðfararorð þar sem rakin er saga höfundarins og verka hans. Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi gefur út.
 
Bókarkafli úr Til varnar sagnfræðinni:
Til varnar sagnfræðinni – Úr kaflanum Að eltast við falsanir og skekkjur
Í júlí 1857 kynnti stærðfræðingurinn Michel Chasles fyrir Vísindaakademíunni safn af áður óútgefnum bréfum Pascals sem hann hafði keypt af fornbóksalanum sínum, hinum snjalla falsara Vrain-Lucas. Ef marka mátti þessi bréf hafði höfundur Provincialesuppgötvað þyngdarlögmálið á undan Newton. Þetta fannst enskum vísindamanni undarlegt. Hvernig er hægt að skýra, spurði hann, að í þessum bréfum sé byggt á útreikningum í stjörnufræði sem ekki komu fram fyrr en eftir að Pascal dó og Newton hafði ekki fregnir af fyrr en eftir að fyrsta útgáfan af bók hans kom út?
En Vrain-Lucas lét svona smámuni ekki slá sig út af laginu. Hann settist aftur við skrifborðið, efldur af vandvirkni, og áður en langt var liðið gat Chasles kynnt ný eiginhandar rit til sögunnar. Í þetta skipti var höfundurinn Galileo Galilei og Pascal viðtakandinn. Þar með var málið upplýst. Hinn snjalli stjörnufræðingur hafði lagt til rannsóknina, Pascal útreikningana. Báðir höfðu farið leynt með samskiptin. Að vísu var Pascal bara 16 ára þegar Galileo dó en hvað með það, þetta var bara enn ein ástæðan til að dást að hversu snilligáfa hans kom snemma í ljós.
Samt sem áður, sagði andmælandinn óþreytandi, er það sérkennilegt að í einu bréfinu sem var frá 1641 kvartaði Galileo yfir því að hann geti ekki skrifað án þess að þreytast í augunum. Nú, vitum við ekki að hann hafði verið blindur frá 1637? Afsakið svaraði hinn ágæti Chasles skömmu síðar, ég viðurkenni að þar til nú var almennt talið að hann hann hafi verið blindur en það er ekki rétt. Nú get ég lagt fram gögn í umræðuna sem leiðrétta þennan misskilning. Annar ítalskur vísindamaður tilkynnti Pascal 2. desember 1641 að Galileo hafi um nokkurra ára skeið verið mjög sjóndapur en sé nú orðinn alveg blindur.
Ekki hafa allir falsarar sýnt jafnmikið hugmyndaflug og Vrain-Lucas eða fórnarlömbin verið jafn trúgjörn og vesalings ginningarfíflið hans. En reynslan kennir okkur, og sagan staðfestir, að öll brot gegn sannleikanum eru eins og net sem draga á eftir sér aðra lygi sem sett er fram til stuðnings þeirri fyrri. Þess vegna eru svo margar frægar falsanir í klösum. Í fölsuðum réttindaskrám erkibiskupsstólsins í Cantaraborg, í fölsuðum réttindaskrám hertogadæmisins Austurríkis, frá Júlíusi Caesari til Friðriks barbarossa og falsanirnar í Dreyfusarmálinu (svo ég nefni bara nokkur dæmi), allar dreifast þær eins og ættartré. Það er eins og við skynjum drep sem er að dreifa sér. Föslun getur eðlilega af sér fölsun.
Að lokum er rétt að nefna eina lúmskustu gerð svika. Í stað beinnar lygi, maður gæti jafnvel sagt heiðarlegrar lygi, koma hinar slægu breytingar sem laumað er inn í skjöl. Uppspuna er prjónað inn í frásagnir sem eru í meginatriðum sannar, prjónaskapur til að fegra. Svona innskot eru venjulega gerð í eiginhagsmuna skyni. Oft hefur verið ljóstrað upp um það tjón sem vanhugsaður fegurðarsmekkur hefur valdið á sagnaritun fornaldar og miðalda. Hlutur hans er ekki mikið minni í blaðamennsku samtímans. Jafnvel yfirlætislausasti fréttamaður prýðir viljandi umfjöllunarefni sín í samræmi við kröfur tímans, jafnvel á kostnað sannleikans. Á ritstjórnarskrifstofum okkar eru fleiri lærisveinar Aristótelesar og Quintilianusar1 en flesta grunar.
Ákveðnar tæknilegar ástæður virðast ýta undir slíkar afbakanir. Eftir að njósnarinn Bolo var dæmdur til dauða árið 1917 birti eitt blaðanna frásögn af aftökunni þann 6. apríl. Staðreyndin var hins vegar sú að hann var ekki leiddur fyrir aftökusveit fyrr en 11 dögum síðar. Blaðamaðurinn hafði skrifað fréttina fyrirfram, fullviss um að atburðurinn mynd eiga sér stað á tilskildum tíma og taldi óþarft að sannreyna það. Ég veit ekki hvers virði þessi saga er. Svona klaufaleg mistök eru undantekning. Það er ekki óeðlilegt að geta sér þess til að blaðamenn undirbúi fyrirfram fréttir af atburðum sem allir gera ráð fyrir að muni eiga sér stað til að blaðið komi út á réttum tíma. Við getum verið viss um að drögin breytast þó umtalsvert í samræmi við það sem blaðamaðurinn verður vitni að.
Það er annað mál með ýmiss smáatriði sem eiga að lífga upp á fréttina og engan dreymir um að sannreyna. Þannig lítur þetta alla vega út frá sjónarhóli leikmanns. Það væri óskandi ef atvinnumaður varpaði ljósi á málið. Því miður hefur fréttamennskan ekki enn fengið sinn Mabillon eða Papebroeck. Svo mikið er víst að þessi undirgefni gagnvart úreltum bókmenntalegum velsæmisreglum, virðing fyrir sálfræðilegum staðalmyndum og eftirsókn eftir hinu myndræna hafa hvergi nærri tapað sess sínum meðal ástæðna fyrir fölsunum.
Það eru fjölmörg stig milli einfaldrar fölsunar og mistaka sem gerð eru óviljandi. Það er vegna þess að tilviljun getur breytt heiðarlegri vitleysu í lygi. Úthugsuð lygi gerir ráð fyrir andlegri áreynslu sem sú hugarleti, sem algeng er hjá meirihluta fólki, hefur andstyggð á. Það er miklu auðveldara að taka við með velþóknun tálmynd sem í fyrstu er sjálfsprottin og fullnægir stundarhagsmunum.

Marc Bloch.

 

Tökum bara hið fræga mál, „flugvélin frá Nuremberg“. Þótt málsatvik hafi aldrei að fullu verið upplýst virðist líklegt að frönsk farþegaflugvél hafi flogið yfir borgina nokkrum dögum áður en styrjöldin braust út. Líklega töldu menn að þetta hafi verið herflugvél. Ekki er ótrúlegt að meðal fólks, sem var þegar orðið óttaslegið vegna yfirvofandi átaka, hafi kviknað orðrómur um að sprengjum hafi verið varpað hér og þar.

Staðreyndin er hins vegar sú að engum sprengjum var varpað og þýskum embættismönnum var í lófa lagið að kæfa þennan falska orðróm í fæðingu og þess vegna blekktu þeir þegar þeir tóku undir hann, án þess að fá hann staðfestan, svo nota mætti hann sem tilefni til styrjaldar. En þeir gerðu það án þess að búa neitt til, ef til vill án þess að vera sér meðvitaðir um blekkinguna frá byrjun. Þessum fáránlega orðrómi var trúað vegna þess að það hentaði að leggja trúnað á hann. Þær blekkingar sem eru hvað algengastar eru þær sem við tökum við sjálfviljug og orðið einlægni hefur svo víðtæka merkingu að það er ekki hægt að nota án þess að gera ráð fyrir fjölmörgum blæbrigðum.
«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Afstaða flokkanna: Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til menntamála. Í dag er spurt: Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem […]

Kosningar 2017: Þorgerður Katrín um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. Panama skjölin drógu fram að hópur fólks í þjóðfélaginu geymdi fé sitt erlendis og leyndi auðævum sínum. Ekki […]

Virkjum kraft eldri borgara

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og þingmaður Norðausturkjördæmis skrifar: Á sínum tíma var kannski eðlilegt að miða við að fólk ynni til sjötugs. Það er ekki lengra síðan en árið 1970 að meðalævi íslenskra karlmanna var um sjötíu ár og konur lifðu heldur lengur. Samhliða lengri ævi hefur heilsa almennt batnað, þannig að það á sjaldnast við […]

Sjálfstæðisflokkurinn með þriggja prósentustiga forskot á VG

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með stuðning 22,9% kjósenda. Vinstri græn koma þar á eftir með 19,9%. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar MMR. Bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa bætt við sig fylgi frá síðustu mælingu MMR sem lauk 18. október 2017 en þá mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9% og Vinstri græn með 19,1% fylgi. Fylgi […]

Fjölskyldubönd fréttamanns RÚV við Stundina reita Björn Bjarnason til reiði: Kannski ráð að leggja RÚV niður?

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir fréttastofu RÚV, sem hann kallar FRÚ, harðlega og vekur meðal annars athygli á því að fréttamðurinn Aðalsteinn Kjartansson, sem flutti um helgina frétt um samskipti Glitnis og Bjarna Benediktssonar, er bróðir Ingibjargar Daggar, annars ritstjóra Stundarinnar, sem byrjaði að segja fréttir upp úr gögnum frá þrotabúi Glitnis þar til […]

Eva hjólar í Viðreisn: „Af hverju ættu kjósendur að treysta þessu aftur?“

Eva H. Baldursdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekkert að marka loforð Viðreisnar í gjaldmiðla-, Evrópu- og sjávarútvegsmálum, segir hún á Fésbók að Viðreisn hafi sýnt spilin þegar flokkurinn fór í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og ekki hafi verið minnst á þessi atriði í stjórnarsáttmála: „Það er alveg sama hvað menn reikna – Viðreisn sýndi á […]

Helgi Seljan svarar Agnesi: Gögnin um Karl Vigni voru „stolin“

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan gagnrýnir orð Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, um stolin gögn og segir að umfjöllun Kastljóss um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson hafi verið að hluta byggð á slíkum gögnum. Agnes lét í viðtalið við Morgunblaðið þau orð falla að henni þætti það ekki ekki siðferðilega rétt að „stela gögnum og fara á bak […]

Sigurður Kári: RÚV dró upp kolranga mynd: „Við vorum ekki í hagsmunagæslu fyrir Glitni“

„Að RÚV vinni fréttir úr stolnum gögnum sem lögbann hefur verið lagt við að nýtt séu til fréttaskrifa er eitt. Annað er tilgangur þessarar umfjöllunar ríkisfréttastofunnar, viku fyrir kosningar, sem engum dylst hver er,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins um umfjöllun RÚV um samskipti Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins við Glitni þegar Bjarni var […]

Biskup Íslands: Ekki réttlætanlegt að stela gögnum til að afhjúpa mál

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands segir það ekki siðferðislega rétt að stela gögnum til þess að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós. Nokkur umræða hefur skapast um lögbann sýslumanns á notkun Stundarinnar á gögnum sem fengin eru innan úr Glitni og notkun þeirra í fréttaflutningi af viðskiptum Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins þegar hann var […]

VG stærst í höfuðborginni – Sjálfstæðisflokkur í kraganum – Stofnandi Viðreisnar dytti af þingi

Vinstri græn mælast með 29,6% fylgi í Reykjavík norður og 27,9% í Reykjavík suður, en aðeins 16,6% í Suðvesturkjördæmi, kraganum, og 17,9% í Suðurkjördæmi. Á sama tíma mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 17,3% í Reykjavík norður, 24,3% í Reykjavík suður, 31,4% í kraganum og 26,6% í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem […]

Um eina af uppáhaldsbókum Bubba Morthens

Einar Kárason skrifar: Ég heyrði um daginn viðtal við Bubba Morthens ljóðskáld með meiru þar sem hann gat um sumar af sínum eftirlætisbókum, þar á meðal ævisögu Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði, sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá sjálfum mér alveg frá því ég heyrði Indriða G. Þorsteinsson lesa hana sem kvöldsögu í útvarpinu fyrir […]

Kosningar 2017: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Kosið um festu og stöðugleika

Það er ekki nema ár síðan við stóðum í nákvæmlega sömu sporum og nú: Alþingiskosningar framundan. Er þetta ekki allt í lagi – er bara ekki í góðu lagi að kjósa einu sinni á ári? Nei, það er ekki í lagi! Þessi óstöðugleiki í stjórnmálunum; þetta eilífa rót og tætingur er stærsta ógnin við þann […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is